Lögberg - 15.11.1934, Page 3
LÖGBEBG, FIMTUDAQINN Í5. NÓVEMBER, 1934.
3
Veglegt gallbrúðkaup
Á sunnudaginn þann 30. október
síðastliÖinn var þeim merkishjón-
unum Mr. Bjarna Jones og frú
Stefaníu Jones, haldiÖ afarfjölment
og virÖulegt samsæti í bænum
Minneota í Minnesotaríki, í tilefni
af hálfrar aldar hjónabandsafmæli
þeirra; hafa þau hjón átt búsetu i
þessari glæsilegu íslendingabygð í
fimtíu og fimm ár. Fulltrúar ís-
'lenzka safnaÖarins þar í bænum,
áttu frumkvæöi að þessum mikla
mannfagnaði, með aÖstoð kvenfé-
lagsins.
Séra Guttormur Guttormsson
prestur sadnaÖarins, setti mót þetta
er hófst með bæn og sálmasöng.
A. B. Gíslason, héraðsdómari frá
New Ulm, flutti fyrstu ræðuna, og
fór lofsamlegum orðum um starf-
semi gullbrúðhjónanna i þágu hins
íslenzka mannfélags á þessum slóð-
um, gestrisni þeirra, hjálpsemi og
elju. Er dómarinn hafði lokið máli
sínu talaði dr. Thordarson um hríð ;
tók hann í sama streng og Gíslason
dómari og þakkaði með fögrum orð-
um þeim hjónum fyrir alúð þeirra
við íslenzk mál í bygðarlaginu. Á
milli ræðanna var skemt með söng.
Þá flutti Gunnar B. Björnson ræðu,
kryddaða sinni alkunnu fyndni, er
vakti mikinn fögnuð. Því næst
voru flutt kvæðin, er fylgja hér með
Hamingjuóska skeyti bárust gull-
brúðhjónunum víðsvegar að; þar á
meðal frá Dr. B. B. Jónssyni, Win.
nipeg og frú hans; séra Hans B.
Thorgrimsssyni; séra K. K. Ólafs-
syni í Seattle og fjölskyldu; séra
N. Stgr. Thorlákssyni og frú að
Mountain, N. Dak., og séra’Haraldi
Sigmar og fjölskyldu, einnig að
Mountain.
Valdimar ritstjóri Björnson, er
nýkominn var heim úr íslandsför,
flutti gullbrúðhjónunum kveðjur úr
heimabygð þeirra, Vopnafirði, sem
og frá séra Friðriki Friðrikssyni,
prófessor Guðmundi Finnbogasyni,
Steingrími lækni Matthíassyni,
Linari rithöfundi Kvaran og dóm-
kirkjupresti séra Friðriki Hall-
grímssyni. Mörgum og verðmætum
gjöfum voru gullbrúðhjónin sæmd
i tilefni af hátíðisdegi þeirra. Bar
samkvæmið alt vott um djúpa virð-
ingu og vinarhug til þessara merku
og mikilsvirtu hjóna.
* * *
TIL VINA OKKAR
Stefaníu og Bjarna Jones, í tilefní
af gullbrnðkau fs-hátíð þeirra,
30. október, 1934.
Fimtugsára feginsljómi
Fyrirmyndar hjónatrygðar,
Ástarinnar yndisblómi,
Augljós fólki heimabygðar.
Lagða hefir trúrra tveggja
Trygðasambúð heillavegu.
Nú vill geisla gullvef leggja
Guð á hjónin elskulegu.
Hann er sá, er signir lífið
Sínum kærleik náðarbjörtum;
Hann æ signir samlífs kífið
Sigurvonum trúum hjörtum,
Gefur þeim æ styrk að standa
Staðfasta á æfibrautum,
Og í trú á vegum vanda
Vonarljós að sjá í þrautum.
Kæru vinir- Þið hann þekkið,
Þá og náð hans dýrðar líka;
5 kkur glöð við borð hans bekkið,
Bindið trú við orð hans ríka;
Það æ hafið látið lýsa
Þeiðir ykkar gjörvöll árin,
Látið vonir vænar rísa
Veðrum í þótt gráni hárin.
Ferðast höfum farna vegu
Fram að þessu saman tíðum;
Atlotunum ástúölegu,
Yndisstundum huga blíðum,
Við ei gleymum, minnumst mærra
Meginþátta ykkar daga,
Þið í öllu hugðuð hærra,
Himna nutuðu dýrra laga.
Nú við alt af alhug þökkum:
Alúð, er á samleið þáðum,
Hjartans velvild, huga klökkum,
Heimadvöl með ykkur báðum.
Biðjum Guð að láta lýsa
Lífsins sól að aldurtrega,
Hana láta’ æ hærra rísa,
Hinsta kvöldið eilíflega.
Alúðlegast,
Erika og Steingrímur.
MR. OG MRS. BJARNI JONES,
Gullbrúðkaupskvceði 30. okt., 1934.
Þið kvödduð fyrir löngu liðnum
árum
Á lífsins vori fagra ættlands strönd.
Og stefnduð—vonum vígð og sakn-
aðstárum,
Til Vesturheims—að kanna ókunn
lönd.
Með farmannsorðið: ‘Fram, í
Drottins nafni,’
Þið frumherjanna tróðuð þyrni-
l>raut.
Frá æsku Hann þið höfðuð æ í
stafni,
Og himins blessun ykkur féll i
skaut.
Þið genguð ei til starfs með hálf-
um huga,
En hönd á plóginn lögðuð fríð og
ung,
Og vegljós bezt var orð hins Al-
máttuga
Á eyðimörk, með handtök mörg og
þung.
Þið hélduð uppi háttum drengskaps
manna,
Og höfðingsskap og risnu Vopn-
firðings:
Og upp i fagurhæðir hugsjónanna
Þið hófuð merki göfugs íslendings.
Og nú i dag er vert svo margs að
minnast,
Og margt svo stórt og gott að þakka
ber.
Á langri ferð gefst færi mörgu að
kynnast,
þá finst oft gull við veginn—þar
og hér.
Vér hittum þessi hjón á förnum
vegi,
Með hug og dug, sem traust á verð-
ur bygt,
Og hjarta af gulli; er aldur grandar
eigi,
Og eldraun stóðst, og geymist hreint
og trygt.
Heill sé þér, Bjarni! Heill þcr,
Stefanía!
Við hálfrar aldar runnið æfiskeið.
Nú gæfan ykkur götu leiðir nýja,
Og góðar óskir fylgja’ ykkur á leið.
Ó, gangið heil með Guði, vinir
kærir,
Um gróðurland með tærra strauma
nið,
Þars drottinn sjálfur svölun ykkur
færir,
Þars sérhver stundin býður hvíld
og frið.
Frá sjónarhæð nú horfið þið til
baka
Of heiðan, langan auðnuríkan dag.
I muna endurminningarnar vaka,
Og milda haustið kveður sigurlag.
En yfir timans leiðum blysin loga,
Og ljóma slær á farna æfibraut,
Og sól Guðs skín um víkur, fjörð
og voga,
Og varmans nýtur kalin blómalaut.
Og fyrir handan hafið austan megin
Sig hefja Víkur-f jöllin yfir sjá;
Með haustblæ frið, en himins gulli
slegin,
í helgiskrúða—rauð og hvít og blá.
Þau benda ykkur blítt og vinalega,
Og bjóða til sín, heim í Vopnafjörð,
Þau muna hve það mýkir allan
trega,
Að mega líta þessa helgu jörð.
Og f jallablær nú fer um hlíð og dali
Með fagnasboð til ykkar, þessa
stund,
°g anRan blóma berst um veizlusali,
Er brúðljoð tslands svífur yfir
grund.
Ó, vakið ung í vonalandi nýju,
t von og trú, sem lyftir hug og sál.
Guð blessi hjónin, Bjarna og Stef-
aníu!
Þess biður vinarhjartans þögla mál.
María G. Arnason.
* * *
TIL BJARNA OG STEFANÍU
JONES á Gullbrúðkaupsafnurli
þeirra 30. okt., 1934.
í dag vér hátíð höldum
Heiðurs til margföldum
Valinkunnnu vifi og höld,
Sem leikið hafa lengi,
Með lífsins heillagengi,
Hjúskapinn í hálfa öld.
Þess vér megum minnast,
Margir kostir finnast
Beggja þeirra brjósti í.
Holl til helgra siða
Er hjartað gerir friða,
Biöls er þeirra blæðir ský.
Þau býttu út eigin eigum,
Er vér segja megum,
Sem efnin gátu látið laust.
Hún sjúkum sinti og léði
Sína hönd með gleði,
Efnalausra og aumra traust.
Og oft þau angrast yfir
örmagnans sem lifir,
En megna’ ei brjóta böls hans stríð;
Hennar hlutdeild ríka,
Hugsjón dvelst við slíka,
Hagsinnis til hefja lýð.
Atvik mörg sem eru’ ótalin
Eru nú í gleymsku falin,
Þeim af sem að þáðu líkn;
Á samkomu hjá þeim vinir vóru,
Er væntanlega glaðir fóru
Af þeim fundum svalli sýkn.
Æfinnar þá endar leið
Og út er runniS stríðsins skeið,
Á sigurs- ykkar sannkölluðum velli.
Ó, vér biðjum alvalds Guð,
Ykkur veita samfögnuð,
Með hægri hvíld og helgum deyð í
hárri elli.
Sturlaugur Guðbrandssan.
(Gilbcrtson).
Mannfjöldi á Islandi
Samkvæmt “Mannf jöldaskýrsl-
um’’ Hagstofunnar, sem út voru
gefnar í fyrra, hefir fólksfjöldi hér
á landi verið sem hér segir árin
1921—1930:
í árslok 1921 ... 95,180
1922 • • • 96,386
I923 • • • 97,704
1924 • • • 98,483
1925 ... 100,117
1926 • • • 101,730
1927 • • • 103,327
” 1928
1929 ... 106,360
1930
“Að líkindum eru tölur þessar öll
árin heldur lægri en mannfjöldinn
hefir í raun og veru verið, því að
æfinlega mun eitthvað af fólkinu
falla undan við ársmanntölin, eink-
um í kaupstöðum og kauptúnum.
Við manntalið 2. des. 1930 reyndist
mannfjöldinn 108,861, en við árs-
manntalið um sama leyti (presta-
manntalið) 108,629, eða aðeins 232
lægra. Er það ekki teljandi munur,
en búast má við að ársmann-
talið hafi þá haft nokkurn
stuðning af aðalmanntalinu, sem fór
fram um líkt leyti, svo að það hafi
orðið hærra en ella. Líkindi eru til
að ef aðalmanntalið hefði ekki far-
ið. fram 1030, að þá hefði mann-
fjöldinn ekki talist hærri en 108,-
080.’’—
Mannfjölgunin 1926—1930 hefir
verið þessi (samkvæmt ársmann-
tölunum) :
1926.. 1613 manns eða 16.1 á þús.
1927. .1597 manns eða 15.7 á þús.
1928.. 1485 manns eða 14.4 á þús.
1929. .1548 manns eða 14.8 á þús.
1930. .2269 manns eða 21.3 á þús.
'(1720) (16.2) á þús.
“Fjölgun 1920, 2269 manns eða
21.3 á þús., virðist vera tortryggi-
lega mikil, en hinsvegar hefir
fjölgunin næsta ár, 1931, verið ó-
venjulega lítil. Þá var mannfjöld-
inn í árslok, samkvæmt ársmanntal-
inu, 109,844 og hefir því f jölgunin
það ár átt að vera 1215 manns eða
11.2 á þús.”
Mannfjöldinn í-kaupstöðum árið
1921 var 29,750, en í sýslum lands-
ins 65,430. — Árið 1930, eða 10
árum síðar, eru hlutföllin þessi:
Kaupstaðir 45,424 og sýslur 63,205.
Fram að 1929 voru kaupstaðirnir
7 (Reykjavik, Akureyri, ísafjörður,
Hafnarf jörður, Vestmannaeyjar,
Seyðisfjörður og Sigluf jörður), en
í ársbyrjun það ár bættist einn við,
Neskaupstaður í Norðfirði.
í árslok 1932 var mannf jöldinn á
landinu alls 111,555, þar af 48,340
í kaupstöðum, og 63,215 í sýslum.
—Um síðustu áramót (31. des.
r933) eru landsmenn taldir alls
1 r3,353, >ar af í kaupstöðum 50,136
og í sýslum 63,217.
Mannfjöldinn í Reykjavík var
30,565 í árslok 1932, en 31,689 um
síðustu áramót.
Vísir 19. okt.
Hún: Mér er það óskiljanlegt að
forfeður okkar skyldu geta lifað
án síma.
Hann: Þeir gátu það ekki heldur.
Þeir eru allir dauðir.
■ ' ' ■ ' 1 ...... 1 - - --
PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. , Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson
216-220 Medícal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834-Office tímar 4.30-6 Viðtalstími 3—5 e. h.
Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 218 Sherburn St.—Simi 30877
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœSingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœSingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag
G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur logfrœSingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœSingur Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. Svanhvit Johannesson LL.B. tslenzkur "lögmaSur" Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Portage Ave. (í skrifstofum McMurray & Greschuk) Simi 95 030 Heimili: 218 SHERBURN ST. Sími 30 877
DRUGGISTS DENTISTS
Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthflsinu 0 Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R!& H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG
Phone Yonr Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG
Roberts DrugStores Dentist Dentist
Limited Royal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m.
Sargent and Sherbrooke Sts. PHONES:
Dependable Druggists Phones 3-6994. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 51 455
Prompt Delivery. Nine Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
OPTOMETRISTS
MASSEUR
“Optical Authorities of the West” STRAlN’S LIMITED* Optometrists 318 Smith Street (Toronto General Trusts Bulldlng) G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137
TeL 24 552 Winnipeg Símið og semjið um samtalstlma
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur ötbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og Iegsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PA.RLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize in Permanent Waving, Pinger Waving, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 o0RE’S TAJc * LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving 1 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg.
HÓTEL I WINNIPEG
THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum Toum HoteV’ 2 20 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager n ST. REGIS HOTEL- 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaSur i miSbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Ouests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms wíth and wíthout bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411
CorntuaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG
It Pays to Advertise in the “Lögberg”