Lögberg - 27.12.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.12.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. DHSEMBER, 1934. Krabbamein Rœða flutt í karlmannaklúbbi Fyrsta lúterska safnaðar. Eftir Dr. B. J. Brandson Orsakir krabbameina og lækning þeirra eru meíSal erfiðustu viSfangs- efna læknastéttarinnar. Þau viS- fangsefni eru þannig vaxin aS jafn- vel þótt þaS liggi læknunum næst aS glíma við þau, þá snerta þau ná- lega eins mikið alla alþýSu manna. Á siðari árum hefir krabbamein- um verið meiri gaumur gefinn en nokkrum öðrum sjúkdómi; og full- komnari og stöðugri rannsóknir hafa átt sér staS til þess aS finna eSli og orsakir þeirrar veiki, en nokkurrar annarar. En þrátt fyrir þaS eru þekking og skilningur i þessum efnum enn þá í þoku og ó- vissu, og flestir rithöfundar, yngri jafnt sem eldri, eru samdóma um þaS aS þeir viti nauSalítiS um or- sakir krabbameina. Tæringin, sem um eitt skeiS virt- ist ætla aS gjöreySa mannkyninu og lagSi í gröfina fleiri og fleiri meS hverju líSandi ári, hefir nú svo aS segja veriS sigruS, og er orSin til- tiilulega hættulítil. Þennan sigur tná þakka því aS fundin var hin sanna orsök tæringarinnar og sig- ursælar aSferSir hafa verið viS- hafSar til þess aS útrýma þeirri veiki. ManndauSi, sem af tæringu staf- ar, er nú meira en 30% lægri en hann var fyrir 30 árum, og tæring- arveiku fólki fækkar ár frá ári. Ýmsir aSrir sjúkdómar, sem áSur fyr voru mannskæSar plágur svo aS segja í hverju einasta landi heimsins, hafa nú veriS svo yfir- unnir aS örfáir deyja árlega af þeirra völdum í samanburSi viS þaS sem var. MeSal þeirra má nefna: holcfíveiki (líkþrá), kýlapest, svarta dauSa, bólusótt, gulu sóttveikina og barnaveikina. Allir þessir sjúkdóm- ar hafa nú orSiS aS lúta í lægra haldi fyrir vopnum vísindalegra rannsókna og heilbrigSisráSstafana. En.krabbameinin hafa haldiS velli og þau jafnvel orSiS tíSari meSal hinna siSmönnuSu þjóSa. Þeirri plágu hefir vaxiS ásmegin þangaS til hún nú er orSin skelfingarefni heilla þjóSa—jafnvel alþjóSa voSi. ÁreiSanlegar áætlanir virSast sýna þaS aS meira en hálf miljón manna deyi árlega úr krabbameinum. Jafn- vel þótt krabbamein eigi sér staS hvar sem er í víSri veröld, þá er það samt í hinum siSmönnuSu lönd- um sem þau leggja flesta í gröfina. ASeins í Bandaríkjunum og Can- ada deyja rúmlega 130,000 manns úr krabbameinum á hverju ári, og manndauSi af völdum þeirrar veikí hefir vaxiS hér um bil 30% á sama tíma sem manndauSi af völdum tæringar hefir minkaS um 30%. Alt þetta hefir átt sér stað þrátt fyrir þaS aS til þessarar baráttu hefir veriS lagt fram ógrynni fjár. í baráttunni hafa meSal annara, tekiS þátt sáralæknar miklu full- komnari en áSur voru til í sögu lækninganna. Rannsóknir krabbameina hafa leitt í ljós ýmsar sannreyndir viS- víkjandi eSli þeirra; og þegar talaS er um krabbamein verSur aS hafa þessi sönnuSu atriSi í huga. Fyrst ætla eg aS minnast á hinar neikvæSu hliSar í samhandi viS krabbamein- in: 1. Um langt skeiS héldu sumir því fram aS krabbamein orsakaSist af meiðslum; aS svo sé er ósann- að, jafnvel þótt það, ef til vill, stöku sinnum geti átt nokkurn þátt í or- sökinni. 2. Það er nokkurn veginn full- sannað að krabbamein stafa ekki frá sóttkveikjum. Ýmsum tegund- um sóttkveikja hefir veriS lýst í sambandi viS veikina, en aldrei hef- ir komið fram óyggjandi sönnun fyrir því að nokkur þeirra flytti veikina til nokkurs manns. 3. Krabbamein eru ekki sótt- næm veiki. Þess þekkjast engin dæmi að nokkur maður hafi sýkst af öðrum, sem þá veiki hafði. 4. Krabbamein eru ekki beinlín- is arfgeng; samt sem áður er ekki hægt að neita arfgengum áhrifum. Eg trúi því fyrir milt leyti að surnir scu öruggir eða ómóttœkileg- ir fyrir krabbamein að meira eða minna lcyti, og einnig að aðrir séu scrstaklega móttcekilegir fyrir veik- ina; og þetta öryggi sumra og þessi móttœkileiki annara eru, ef til vill arfgeng. Ungt fólk er aS vissu leyti hlut- fallslega öruggt fyrir þessari veiki; en þegar þaS kemur fyrir aS ungt fólk fær krabbainein, þá er það æf- inlega mjög illkynjaS. Margt og mikiS hefir veriS ritað um arfgengi krabbameina, og er sameiginleg niðurstaða manna nú orðin sú, sem fyr var sagt að krabbamein séu ekki arfgeng. En jafnvel þótt því sé neitað að þessi veiki sé arfgeng, þá hafa þau atvik átt sér stað sem tæplega er mögu- legt að telja tilviljan eina. í einu tilfelli, sem skýrslur greina frá í Middlesex spitalanum í Lundúna- borg hafði kona og fimm dætur hennar krabbamein í vinstra brjóst- inu. Sir Pierce Gould hafði aðra konu undir höndum meS krabba- mein í vinstra brjóstinu. MóSir þeirrar konu, tvær systur hennar (móðurinnar) og tveir náfrændur höfSu dáiS úr krabbameini. AnnaS tilfelli, sem skýrslur greina frá sýnir merkilegan móttækileik fyrir krabbamein. Hægra brjóstiS á þeim sjúklingi (sem var karlmaS- ur) var skoriS burt vegna krabba- meins i8qó. Árið 1897 var krabba- mein komið í kyrtlana undir hend- inni, og voru 'þeir skornir burt. Ári síðar var þar aftur vaxiS svo róttækt krabbamein aS ekki var tal- iS til neins aS eiga viS þaS. FaSir þessa manns hafði dáið úr krabba- meini í vinstra brjóstinu. Hann átti tvo bræður; annar þeirra dó úr krabbameini í hálsinum, þegar hann var 65 ára, en hinn dó úr krabbameini, sém byrjaði undir hendinni þegar hann var 24 ára. Hann átti átta systur; fjórar þeirra dóu úr krabbameini í brjóstinu og tvær, sem enn eru á lífi, hafa krabbamein í brjósti; ein dó korn- ung og önnur eftir barnsburS. Napoleon keisari, Lucien bróðir hans og Pálína og Karólína systur hans dóu öll úr krabbameini i mag- anum. Tilfelli lík þessum, sem sýna sterkan ætternislegan móttækileika mætti telja í það óendanlega; en greinarmun verður að gera á mót- tækileika og arfgengi. Eg fyrir mitt leyti er fús til þess að viðurkentu að sérstakur móttækileiki fyrir krabhamein eigi sér stað, en eg get ekki viðurkent að krabbamein séu verulega arfgeng. Krabbamein fara hvorki sérstak- lega eftir kynferði, þjóðerni né stétt manna. Krabbamein eru ekki bundin við neitt sérstakt loftslag, sérstakt Iand né sérstaka álfu, heldur finnast þau allstaðar um víSa veröld. Samt virSIst sem þau séu miklu algengari meðal þeirra þjóða, sem mentaðar teljast. Því til frekari skýringar hve al- geng krabbamein eru og hversu þau fara vaxandi má geta þess, að sam- kvæmt skýrslum í Bandaríkjunum og Canada eru það nálægt 5% af öll- um dauðsföllum, sem orsakast af þeirri veiki. í sumum löndum virðist svo sem krabbameinum fjölgi svo mjög að æ&’Lgt se. Dr. Hoffman, sem annast skýrslusöfnun fyrir Metro- politan lífsábyrgðarfélagið, segir að reynslan sanni það ótvírætt að manndauði af völdum krabbameina aukist í helztu löndum heimsins, bæði raunverulega og hlutfallslega. Hann segir einnig að þetta haldi á- fram að aukast nú sem stendur. Hann álítur að langt sé frá að manndauði af þessari orsök hafi enn þá náð hámarki. Slíkar stað- hæfingar eru í raun og sannleika hryllilegar, en þær virðast hafa við fullkomin rök að styðjast. Samt sem áður verður að gæta þess að krabbameinum virðist f jölga meira en í raun og sannleika á sér stað: Áður fyr dó f jöldi manns án þess að nokkur vissi hver orsökin var; margir þeirra hafa sjálfsagt dáið af krabbameini. Líkskoðun er miklu tíðari nu en áður var og kemur það þá oft í ljós að bana- tneinið var krabbi; að annari niður- stöðu heföi verið komist án líkskoð- unar. Nú komast fleiri á hinn svo- kallaða krabbameinsaldur, en áður var; en þegar komið er yfir fimtugs- aldurinn, eru krabbamein rnjög al- ?eng. Samt sem áður er það víst að nú sem stendur má fullyrða að einn karlmaður af hverjum tiu, sem deyr og einn kvenmaður af hverjum sjö deyi af krabbameini, ef þau ná þrjátíu og sjö ára aldri. Ástæðan fyrir því að fleiri kon- ur en menn deyja *f krabbameinum er sú, að þær meinsemdir eru miklu algengari í brjóstum og æxlunar- færum á konum en mönnum. Erfiðasta viöíangsefnið i sam- l^andi við krabbameinin er það að finna orsakir þeirra. Ýmsar hug- myndir hafa komið fram, en hing- að til hefir engin þeirra virzt full- nægjandi. Það hefir skeð hvað e't- ir annað, að þeir sem rannsóknir stunda urðu sannfærðir um áð þeir hefðu fundið orsök krabbamein- anna; en hversu hátt sem vonir þeirra risu féllu þær æfinlega til jarðar. Sökum þess að svo margir aðrir mannlegir sjúkdómar stafa af sótt- kveikjum hafa margir haft þá skoð- un að um síðir fyndist sóttkveikja, sem orsakaði krabbameinin. En mér, fyrir mitt leyti, virðast krabbamein- in í eðli sínu veræ svo gjörsamlega ólík öðrum sjúkdómum, sem af sóttkveikjum stafa, að orsökin hljóti að vera einhver önnur. Hvað er þá krabbamein? Áður en leitast er viö að svara þeirri spurningu skulum vér virða fyrir j oss mannlegan líkama sem eina1 heild og gera oss grein fyrir þrosk- un hans. Líkami mannsins er bygð- ur upp af ótölulegum frumlum f (sellum). Þær eru allar vaxnar frá einu eggi, sem frjófgast hefir. Þetta 1 egg er einstæð, kjarnagædd frumla. | Samkvæmt þroskalögmálinu skiftist I þessi frumla í 2, 4, 8, 16 og 32, frumlur o. s. frv., sem allar eru j jafn stórar, allar eins lagaðar, og, allar eins bygðar. Þessar frumlur, ] sem þannig margfaldast, raða sér, i I mismunandi lög og frá þeim lög- ^ um rnyndast hinir ýmsu vefir í lik- ama vorum. í hinu dásamlega ríki þroskans er erfitt að gera sér grein fyrir þeirri röð og reglu, sem ríkir í þeirri skapandi tilveru. Hin ýmsu líffæri líkamans myndast frá hinum mismunandi lögun fóstursins og birtir þetta á dásamlegan hátt breyti- þróun þá, sem á sér stað og hlýðir vissu lögmáli, sem enn hefir ekki tekist að skilja né skýra. Þessi þró- un heldur áfram þangað til manns- líkaminn hefir náð fullum þroska; þá helzt frumlulífið og þroskinn á vissu stigi um lengri eða skemmri tíma og síðar stöðvast og hættir þroskinn, fyrst í einum stað og svo í öðrum, og lífsljósið virðist blakta þangað til hin undraverða breyting tekur við, sem elliárin færa yfir mennina. Eg veit að mér hefir mishepnast að bregða upp fyrir hugskotssjón- um yðar jafnvel litlu broti af full- kominni þroskamynd mannlegrar veru frá einstæðri frjófgaðri frumlu; að bregða upp broti af þeirri dásamlegu mynd, sem sýnir enn þá dásamlegra viðhald fullkom- ins manndóms alla leið frá þroska- árunum; og svo hina hægf ara hnignun til hárrar elli.' í þessum reglubundna þr'oska mannsins sjáum vér það að dásam- legt afl er að verki; og hlýðni við það lögmál veitir lif og heilsu að launum. Nú skulum vér athuga nánar þroska krabbameinanna. Einkenni- legasta atriði þess þroska er hin takmarkalausa margföldun eða fjölgun þeirra frumla, sem meinin myndast af. Frumlu lögmálið, sem stjórnar hinum reglubundnu fram- förum frumlanna í líkamanum virð- ist hér ekki geta knúið krabba- frumlurnar til hlýöni við sig. Mein- semdirnar vaxa þess vegna mis- munandi fljótt; þær þrengja sér inn í líkamsvefinn umhverfis sig og ryðjast áfram með svo miklum á- kafa að þær eyðileggja allan reglu- legan vef, sem þær ná til. Krabba- meinin eru því í raun réttri ekki veiki, sem ræðst á líkamann utan frá, heldur eru þau orsök þess að grundvallarlög frumlulífsins hafa veriÖ brotin—um þau lög vitum vér lítið nema það hver áhrif þau hafa; hvað það þýðir að þeim sé hlýtt og hvaða afleiöingar það hefir ef þau eru brotin. Svo dásamleg eru þau lög að hlýðni við þau leiðir af sér fullkominn þroska, fullkomna heil- brigði, eðlilega langa lífdaga; en ó- hiýðni við þau aftur á móti getur smám saman leitt af sér allar þær skelfingar, sem krabbameinin valda. Lögmál frumluþroskans er aðeins einn þáttur í hinu dásamlega nátt- úrulögmáli. Alheimurinn stjórnast af óumbreytanlegu lögmáli, sem birtist í öllu umhverfis oss. Sannleikurinn er sá að það er mjög fátt, sem kallast geti tilviljun. Hvernig nokkur maður getur eign- að tilveru hins dýrölega og óum- breytanlega lögmáls hins efnislega alheims tilviljun'einni, það er erfitt að skilja. Þegar maður mætir ein- hverjum, sem heldur því fram að hin dásamlegu lög, sem stjórna til- veru sjálfra vor, séu ekkert annað en tilviliun, þá dettur manni i hug orð vitringsins meðal ísraelsmanna, sem sagði: “Heimskinginn segir með sjálfum sér; ‘Enginn guð er til.’ ’’ Orsakir krabbameinanna. Þrátt fyrir það þótt hin verulega orsök krabbameinanna sé ekki sönn- uð, þá er samt álitið aö viss atriði hafi áhrif á vöxt þeirra og viðgang. Hvaða langvarandi erting sem er, virðist í vissum tilfellum leiða af sér krabbamein, t. d. skörðóttar tennur, sem erta slímhimnuna í munninum, valda stundum krabbameini. Stund- um vex krabbamein í langvarandi sárum af ýmsu tagi. Ef til vill er það bezta dæmið af þessu tagi þeg- ar krabbamein vex í maga þar sem fleiður eða sár hefir verið um langan tíma. Krabbamein, sem vex þar sem einhver langvarandi óheil- brigði hefir átt sér stað, viröist styrkja þá skoðun að krabbamein vaxi aldrei í alveg heilbrigðu líffæri. Sumir höfundar hafa lagt áherzlu á þá kenningu, að vissar fæðuteg- undir leiði til krabbameina. Sumir fordæma kjötmat í þessu sambandi, aðrir tómötur o. s. frv. En ef krabbamein orsökuðust af kjötáti, hvað haldið þér þá að væri orðið af Eskimóunum? Þeir eru eini þjóö- flokkurinn í veröldinni þar sem krabbamein hefir aldrei átt sér stað, svo menn viti til. Skýrslur hafa verið gefnar út, þar sem frá því var sagt að í viss- um héruðum eða vissum húsum væru krabbamein sérstaklega algeng. En hér hefir ímyndunaraflið sann- arlega átt mestan hlut að máli; höfundarnir hafa farið i gönur í málefni, sem var háð leyndardóm- um, er þeir ekki skildu. Kenning- in um krabbmaein á sérstökum stöðum eða i sérstökum húsum, hefir ekki verið sönnuð; hún sýnir heillandi hugmyndaflug, en er mjög ósennileg. Sameiginlegt álit lækna nú sem stendur er það, að krabbameinin séu staöbundinn sjúkdómur í byrj- un, en breiðist út fyr eða síðar, þangað til hann nái haldi á heils- unni yfirleitt. Veikin útbreiðist fljótar í ungu fólki en gömlu; er á- stæðan sennilega sú að bæði blóð- rásin og blóðvatnsrásin er örari i ungum og aldurhnignum. Þegar krabbamein útbreiðast hafa þau fyrst áhrif á þá kyrtla, sem næstir þeim eru. Hversu fljótt það er eftir að krabbameinið byrj- ar, sem þau breiðast út til nærliggj- andi kyrtla, vita menn ekki. Þaö er mjög misjafnt i mismunandi ein- staklingum eftir mismunandi kring- umstæðum. Það kemur oft fyrir, þekar veikin hefir komist á nokkuð hátt stig, að ekki einungis sýkjast nærliggjandi kyrtlar, heldur einnig koma fram meinsemdir í fjarliggj- andi pörtum líkamans. Þessar f jar- liggjandi meinsemdir eru kallaðar aukameinsemdir, og eru þær alt af nákvæmlega sama eðlis og frum- meinsemdirnar, sem þær eiga rót sína til að rekja. Þegar þessar aukameinsemdir koma i ljós, er þao af þeim ástæðum að krabbameins- frumlur berast með blóðrásinni frá krabbameininu sjálfu og staðnæm- ast þessar krabbameinsfrumlur á vissurn stöðum, margfaldast þar og byrja nýja meinsenrd í fjarlægð frá þeirri upphaflegu. Aukameinsemdir af þessu tagi myndast mjög oft í lungum, lifur og hinum lengri beinum. Þegar aukameinsemdir konta fram er öll von úti um þaö að lækning fáist. Það er þýðingarlaust að skera burt hið upphaflega krabbamein þegar svo er komið að aukameinsemdir hafa myndast út frá því í fjarlæg- um Iíffærum. Líkindin fyrir lækn- ingu krabbameins í hverju tilfelli fyrir sig, eru undir ýmsu komin. Fyrst kemur aldur sjúklingsins til greina; þvi yngri sem hann er því minni er von um lækningu. Þegar krabbamein nær haldi á ungri manneskju, þá virðist það vaxa með undrahraða—stundum svo fljótt að gröfin tekur við eftir fáa mánuði. Eðli meinsemdanna verður einnig að takast til greina, þvi margar eru tegundir krabbameina, og það afar misjafnt hversu illkynjaðar þær eru. Ennfremur verður að athuga hvar meinsemdin er. Sá, sem hefir krabbamein i munninum eða andlit- inu lifir venjulega lengur en hinn, sem hefir magakrabba. Sá, sem krabbamein hefir í gallblöðrunni lifir venjulega fáa mánuði eftir að veikinnar hefir orðið vart; en mað- ur meö krabbamein i görnunum get- ur lifað svo árum skiftir, ef mein semdin blindar ekki garnirnar. Kona með krabbamein í brjósti, sem ekki lætur gera neitt við það, lifir venju- lega frá átján mánuðum til þriggja ára eftir að krabbans fyrst verður vart. Gamall maður með krabba- mein i vörinni getur lifað mörg ár. Eg man eftir gömlum manni, sem eg sá hér í Winnipeg fyrir mörgum árum með krabbamein i vörinni. sem hann hafði haft í tuttugu ár. Þegar eg sá hann, var hann kominn yfir nírætt og vörin var öll ein hræðileg, daunill meinsemd. Þessi maður vildi enga lækningu þiggja. Hann lifði eitt eða tvö ár eftir að eg sá hann. Byggingarlag manna virðist einn- ig hafa nokkra þýðingu í sambandi við þessa veiki. Krabbamein vaxa hraðar í fólki, sem er feitlagið og blóðríkt en hinu, sem er holdlítið og ekki virðist njóta eins mikillar næringar. Þvi fyr sem lækning er reynd, því meiri von er um bata í öllum tilfellum, þar sem um batavon er aö ræða á annað borð. Og því fullkomnari og nákvæmari sem lækningin er, þvi meiri líkur eru til þess að hún beri árangur. Lœkning krabbameina. Því miður er það oft, sem lækn- ing krabbameina hepnast ekki; en langt er þó frá að veikin sé eins ó- læknandi og margir halda. Jafnvel margir læknar hafa minni trú á þvi að bati geti fengist, en ástæða er til. Mig langar til að leggja áherzlu á það enn þá einu sinni að í upphafi er krabbamein staðbundinn sjúk- dómur, og sé lækningatilraun hafin áður en meinsemdin hættir að verða staðbundin, má oft vænta bata. Þetta á sérstaklega við krabbamein í þeim pörtum likamans, sem hægt er að beita hnífnum við. En skurð- lækning getur því aðeins hepnast að veikin þekkist snemma og skurður- inn sé reyndur tafarlaust. Dráttur er ekki einungis stórskaðlegur, held- ur stofnar hann beinlínis lífi sjúkl- ingsins í hættu. Margir leita ekki læknis fyr en þaö er orðið um sein- an; þeir hafa slept mikilsverðu tæki- færi á meöan lækning var möguleg. á I mrnmj 11111 mmmmÆmmj The Manitoba Cold Storage Co., Ltd. Stofnað 1 903 Winnipeg, Man. Plássið er 2,000,000 Teningsfet, eða 35,000 Tonn Vér árnum hinum íslenzka þjóðflokki og skiftavinum vorum allrar hamingju í sambandi við þessar í hönd farandi hátíðir. Sérfræðingar í öllu, er lýtur að ávöxt- um, n ý j um eða þurkuðum, smjöri, eggjum, kjöti, o. s. -'*■ frv. Sérfrœðingar í öll- um nýjustu kœliað- ferðum, sömuleiðis í geymslu fiskjar. Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir Rekwn viðskifti yður til þæginda Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir Sanngjarnt verð og lág ábyrgðargjöld Skrifið oss viðvíkjandi kæliþörfum yðar The Manitoba Cold Storage Co., Ltd. WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.