Lögberg - 27.12.1934, Side 5
LÖGBElRGr, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER, 1934.
5
ÓLAFUR EGILSSON
F. g. sept. 1860 — L. 12. okt., 1934.
Hann'var fæddur í TungugerSi á Tjörnesi í SuÖur-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Egill Stefánsson og
Ólöf Jónsdóttir.
Ólafur heitinn var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Guðrún
dóttir Gisla Gíslasonar yngra í Skörðum í Reykjahverfi í SuÖ-
ur-Þingeyjarsvslu. Þau komu til Ameríku árið 1893 og sett-
ust að í Argyfe, Man. Fimm árum seinna fluttu þau sig til Big
Point, Man.
Þau áttu engin börn, en tóku til fósturs systurson Ólafs,
ASalstein Jónsson, sem nú á heima vi<5 Lonely Lake, Man. Þau
elskuðu hann eins innilega eins og hann væri þeirra eigið barn.
Alt til dauðadags bar Ólafur umhyggju og kærleika til fóstur-
sonar síns. ASalsteinn kom að heimsækja fóstra sinn nokkru
fyrir andlát hans. Fjölskyldunni mun aldrei úr minni liÖa sam-
fundur þeirra. ÞaÖ var viðkvæm og heilög stund. GuÖrún
heitin dó þ. 1. júní 1900.
Nokkru seinna giftist Ólafur eftirlifandi ekkju sinni, Svöfu
dóttur Magnúsar Guðmundssonar og konu hans SigríSar Jóns-
dóttur frá Rakka í Svarfaðardal. í Eyjaf jaröarsýslu. Þau
eignuðust f jögur börn. Guðjón Baldvin, sem var þeirra elstur
dó árið 1910. Davið og Sveinn Hermann hafa alt af verið
heima. Þeir tóku við búi foreldra sinna fyrir nokkrum árum
siðan og hafa stjórnað þvi síðan. Ólöf, yngsta barnið, er gift
Mr. Wyatt Paulson; þau eiga heima í Langruth, Man.
Sá, sem þetta ritar þekti hinn látna lítið, og ekkert persónu-
lega, nerna scinustu þrjú árin. Það mun því skorta mikið hér
á, sem kunnugir gætu sagt frá.
Ólafur heitinn undir sér aldrei í þessu landi, af heimþrá til
Mslands. Hugurinn leitaði ætíð heim til íslands. Hann elskaði
alt sem íslenzkt var. Þrátt fyrir það tók hann þátt í öllum
félagsmálum sveitar sinnar og var góður liðsmaður.
Með aðstoð konu og barna komst hann í góð efni. Þau
áttu fallegt heimili og bott bú.
Heimilið varð fyrir miklum veikindum. Sjálfur var Ólafur
aldrei frískur siðan um aldamót. Þótt hann gengi til allrar
vinnu, þjáðist hann oft mikið af gömlu meiðsli. Það var oft
þung reynsla fyrir elsku konuna hans og börnin að þjóna hon-
um og hjúkra. En þau sýndu honum ætíð hina mestu ná-
kvæmni, nærgætni og kærleika í allri umgengni. Hann glevmdi
aldrei góðu, sem honum var auðsýnt, og óskaði að endurgjalda
í sömu mynd og gjörði eftir megni Hann var einlægur, við-
kvæmur blíður og framúrskarandi hjálpsamur. Hann var
skemtilegur heim að sækja, gestrisinn, ræðinn, frjálslyndur og
glaðlyndur.
Hann var af hjarta trúmaður. I sínum miklu veikindum
beygði hann sig fyrir vilja Guðs og lærði að þekkja Drottinn.
Sá, sem þetta ritar, naut þeirrar ánægju að heimsækja
Ólaf heitinn nokkrum sinnum fyrir andlát hans. Hann hafði
búið sig vel undir burtförina. Eitt af hans mörgu dvgðum
var að fyrirgefa og leita fyrirgefningar. Enda var hann frjáls,
upplitsdjarfur og síglaður í viðmóti.
Við ræddum um burtförina, lásum ritningarkafla, báðum
«tutta bæn saman. Það var honum gleðiefni—sönn gleöi að fá
að fara. Þegar hann kvaddi sagði hann: “Vertu nú blessaður
og sæll, og sjái eg þig ekki aftur hérna i lífinu, þá sjáumst við
hinttm megin.’’
Röddin var alvöruþrungin, þó var hjartað fult af gleði og
fögnuði yfir að kveðjustundin var nú komin.
Eg get ekki gjört mér grein fyrir hans gleði á annan hátt
enn þennan: Hann hafði séð Drottinn og trúði og treysti að
nú færi hann héðan til að vera með Jesú.
Kveðjustundin er öllum kær, sem öðlast hafa trúarsann-
færingu og samlíf með Jesúm.
Eins og áður er getið gleymdi hann ekki þeim, sem á ein-
hvern hátt sýndu honum gæsku og alúð. Hann hefir ekki náð
til allra kunningja sinna, en það var samkvæmt honum að biðja
alla þá, að fvrirgefa sér, sem honum fanst hann hafa gjört
eitthvað á móti. Þetta kom fram sérstaklega við hans nánustu.
Allir vinir hans kveðja hann og þakka honum fyrir það, sem
hann hefir látið þeim i té af lifsreynslu sinni. Vitnisburður
hans var fagur og til blessunar öllum þeim, sem lærðu að þekkja
hann.
Það seinasta, sem hann sagði voru þessi orð: “Mamma,
mamma!’’ Þessi orð skilur ekkjan bezt. Þau voru töluð til
hennar. Má eg segja við ekkjuna: Taktu þessi orð eins og
kveðjuorð; legðu í þau þær fegurstu hugsanir, sem þú átt, dýr-
ustu og kærustu endurminningar um elsku eiginmannsins:
geymdu þau ætíð í hjarta þér, því hann mintist þín á seinasta
augnabliki lifs síns. Kanske við megum segja: hann hélt
annari hönd sinni í þína og hinni í Jesú; þakkaði þér og börn-
unum fyrir samveruna og kvaddi.
Jarðarförin fór fram þ. 15. okt. s.l. Húskveðja var haldin
á heimilinu en aðal athöfnin fór fram i Big Point samkomu-
húsinu við Langruth. Mestur hluti bygðarfólksins var við-
staddur að kveðja vin sinn.
Drottinn blessi minningu okkar góða vinar.
Jóhann Fredriksson.
Sigurður Jóhannson skáld
Að þreifa eftir þér hjá oss
Er þarflaust, vinur minn,
Því Guð hann hefir gripið þig
í góða faðminn sinn!
Og þetta kallast dauða dá
Að dvelja í faðmi hans,—
En lifa hér við stríð og starf
Er stefna og vilji manns.
Þú sagðist hafa dauðann dreymt
—Og dáið svefni í—
En við það fundið fyllra líf
Með frelsi—og viti í því.
Nú ert þú horfinn okkur frá.
A önd þín dýrri sjóð?
1 hetri heimi, betra líf—
Og betur kveðið ljóð?
Jak. J. Norman.
Ingimar Ingjaldson
Minningarljóð tileinkuð skyldmennum hans.
Á fátœkrastyrk
Á fátækrastyrk! Aðeins tvö orð,
en hversu þýðingarmikil geta þau
ekki verið.
Endalok verðmæta lífsins, því
engir nema öreigar njóta fátækra-
styrks.
Stöðug atvinna yfir margra ára
tímabil, skapar vanalega ofurlitla
samansparaða peninga upphæð; það
kunna að vera aðeins fáeinir dalir,
getur í sumum tilfellum verið um
eða yfir þúsund; en orðið “fá-
tækrastyrkþegi” þýðir að síðasti
dalurinn af þessum dýrmætu spari-
peningum er horfinn.
Þú, lesari góður, sem enn hefir
ekki mist atvinnu þína, hristir bara
höfuðið í samhygðarskyni; en aðrir
enn tilfinningaminni menn fyrir
annara kjörum, segja í hálfum
hljóðum: “Jæja, þeir eru þó að
minsta kosti vissir um að hafa þak
yfir höfuð sitt og síns hyskis.”
Vissulega, jafnvel dýrin eru látin
lifa.
Lífsins stærsta harmsaga er að
missa síðasta dalinn, það vita þeir
sem reyna.
f “Á fátækrastyrk” eru dómsorð
til mannsins á fertugsaldri, dauða-
dómur allra metnaðarmála.
Og hversu dýrðleg framtíðar lífs-
braut fyrir ung hjón, gift fyrir
þremur eða fjórum árum.
Eða hverjar eru framtíðarhorfur
unglinganna, sem eru að verða full-
þroska? Kynslóð, dæmd áður en
gangur lífsins er raunverulega hjf-
inn.
Aðeins eigin reynsla, eða mjög
náin kynni og félagsskapur við það
ógæfusama fólk, sem er á fátækra-
styrk, getur gjört fyllilega skiljan-
legt hver meining er í því falin.
Það er ofur auðvelt að segja:
“Þetta er aðeins bráðabirgðar á-
stand, þetta fólk fær næga atvinnu
fyr en varir.” En þetta er ekki
bráðabirgðar ástand, og vonin fyrir
þessa menn er löngu dáin.
Ef ekki verða nú ófyrirsjáanleg-
ar stórbreytingar á fjármálastefnu
og bylting i ágóða og úthlutunar
fyrirkomulagi auðsins, þá er at-
vinnuleysisplágan orðin landlæg
fyrir fult og alt. Jafnvel nú, þeg-
ar stjórnmálaskúmarnir, auðmenn-
irnir og viðskiftahöldarnir æpa:
“Viðskiftin eru að aukast! Ástand-
ið er að batna,” þá sanna atvinnuí
leysisskrárnar þá tvímælalaust ó-
sannindamenn.
í vestur Canada ber ekki á nein-
um bata að minsta kosti.
Fátækrastyrkþegum má að minni
hyggju skipta í fjóra flokka.
Hinn fyrsti og fámennasti, en
mest umtalaði samanstendur af let-
ingjum að náttúrufari. Mönnum,
sem enga vinnulöngun hafa, og
mundu jafnvel naumast taka vinnu,
þó fram væri boðin.
í næsta flokki—sem einnig er • í
miklum minnihluta—eru menn, sem
vegna meðfæddra skapgalla, vekja
alstaðar andúð og óánægju, og
myndu jafnvel í nægri atvinnu hafa
sífeld klögumál 0g kvartanir alla
sína æfi.
Menn í þriðja flokki eru ánægðir
á sama hátt og skepnan, sem jórtrar
fóður sitt, daginn út og daginn inn
En aðeins örfáir menn eru svo
hepnir að geta þannig sungið í svefn
heilbrigðar hugsanir og tilfinningar
Óefað má fullyrða að menn úr
fyrsta og þriðja flokknum eru mjög
þakklátir fyrir sinn útmældan hlut.
Þeir segjast fúslega skilja og við-
urkenna að alt mögulegt sé gjört
undir núverandi kringumstæðum, ti!
að bægja hungrinu frá heimilum
þeirra. Þeir segja að ráðamenn og
úthlutarar styrksins séu á engan
hátt tengdir við núverandi ástand,
eða beri ábyrgð á því; það sé alls
ekki þeirra skylda að ráða bót á
vinnuleysinu að neinu leyti; þeirra
verk sé aðeins að sjá um að enginn
hungri. Og yfir það heila tekið
standi þeir samvizkusamlega í þess-
ari stöðu sinni.
Stór meirihluti fátækrastyrks her-
sveitanna tilheyrir fjórða flokkn-
um. Látum okkur rekja slóð eins
einstaklings úr þessum hóp, aðeins
einn dag úr lífi hans. Hann vakn-
ar snemma—svefninn er ekki svo
auðveldur, eftir því sem dagarr.ir
líða—hugurinn er bundinn við ó-
kontinn tíma. Vonin er ætið fyrst,
skyldi nokkurt kraftaverk ske í dag.
En það stendur ekki mjög lengi.
Áður fyr sat vonin í öndvegi -n það
er langt siðan.
Þessi augnablik fyrir fótaferðar-
tímann innihalda veikan vonaneista
um viðburði næsta sólarhringsins.
Hann klæðist og neytir morgun-
verðar í deyfð og sinnuleysi, sem
fylgir honum svo ofan í borgina,
til þessa vonlausa verks—að leita
að atvinnu. Ef til vill klukkutíma.
eða jafnvel heilan dag. En ímynd-
unaraflið dreymir varla um heilan
dag, nú orðið. Ef hann gæti nú
unnið fyrir svo sem fimtíu centum
—reglulegum peningum — til að
færa heim i búið. Hann strýkur
hendinni ósjálfrátt um hnakkann;
hamingjan góða! hvað hann er i
sárri þörf fyrir hárskurð. En hann
blygðast sín er hann minnist þess
að Johnny—hann er á steytjánda
ári—hefir helmingi meiri hárlubba,
og þrjú yngri börnin eru eldri en
svo að heima-hárskurður þyki við-
eigandi. Og konan hans, hún held-
ur enn leynilega dauðahaldi í leif-
arnar af sinni gömlu tilhaldslöng-
un, sérstaklega það er viðkemur
hárinu. Hann hlær gleðilausan
hlátur. Hann hefir ekki unnið fyr-
ir fimtíu centum ennþá, og gjörir
víst ekki þennan daginn. Yfirstand-
andi mánuður hefir ekki verið mjög
arðberandi. Síðasti mánuður var
betri; þá vann hann þó fyrir tveim-
ur dölum og fimtíu centum. Það
hæsta enn sem komið er.
Fyrir skömmu siðan gerði maður
nokkur eftirfarandi athugasemd í
áheyrn minni: “Nú jæja,” sagði
hann, “flestir styrkþegar innvinna
sér og nota alveg aukreitis, tíu dali
á mánuði.” Það er slæmt, ef slík
skoðun sem þessi dregur menn á
tálar, viðvíkjandi f járhagsástæðum
viðkomandi manna. En hvað sem
þessu líður, þá er hlutfallstala
þeirra er kunna að vinna fyrir ein-
hverju mánaðarlega, afarlág. Og
jafnvel þó þessi athugasemd væri
rétt, sem langt er frá, þá yrði ekk-
ert eftir af þessum tiu dölum, til
skemtana og annars munaðar, þegar
búið væri að kaupa þá allra nauð-
synlegustu hluti er hvert heimili
þarfnast, og sem það opinbera legg-
ur alls ekki til; t. d. eldhúsáhöld,
borðbúnað, gluggatjöld og sængur-
föt; alla þessa hluti þurfa jafnvel
þeir að endurnýja er njóta styrks.
Ótal fleiri hlutir eru þessu líkir.
Vinnuleitandinn, sem við yfir-
gáfum um stund, snýr heimleiðis
með hrygð i huga og örvæntingu í
hjarta. Það rifjast upp fyrir hon-
um, hvernig hann fyrir átján mán-
uðum bar höfuðið hátt og horfði
djarflega á hvern mann, með þeirri
sannfæringu að hann stæði engum
að baki. En í dag er alt breytt; nú
getur hann ekki mætt augnaráði
meðbræðra sinna, honum finst orðið
“styrkþegi” brent á enni sitt.
Honum er örðugt að leyna á-
hyggjuefni sínu þegar hann minnist
þess, að hann er ekki lengur borg-
ari, sem er stoltur af heimili sinu,
fjölskyldu sinni og borginni sinni.
Og honum finst að hver sem mætir
honum hljóti að vita og sjá að hann
er á styrk. Framandi tilfinning öll-
um nema honum og hans bölbræðr-
um.
Hann er kominn heim. Þarflaust
að segja slæmar fréttir. Áður var
kona hans vön að spyrja: “Varstu
heppinn.” Og þegar hann þá hristi
höfuðið til svars, bætti hún við
En nú spyr hún engra spurninga.
brosandi: “Ef til vill á morgun.”
reynir ekki að brosa. Þau vita bæði
að alt er vonlaust.
Vinnan i litlu garðholunni lætur
daginn líða ofurlítið hraðar, . á-
hyggjurnar víkja stund og stund,
fyrir líkamlegri þreytu.
Kveldin og næturnar eru þung-
bærastar.
Hann er alveg hættur að sitja úvi
á svölunum að loknum kveldverði.
Það særir hann að sjá hamingiu-
samari menn ganga frarn hja með
konum sínum og börnum. Einu
sinni hvíslaði Jenny litla að honum
og móður sinni: “Mary Smith er
að fara i leikhúsið með pabbi og
mömniu. Viljið þið vera svo væn
og lofa mér að fara bráðum.”
Vissulega skaltu fá að fara,” var
svarið. Annað sinn sagði Jenny:
“Edith Jones er í fallegum nýjum
kjól. Eg vildi eiga annan eins.”
Að sjálfsögðu er “radíóið” ekki
lengur notað; rafmagnspeningarnir
leyfa ekki slíkt óhóf.
Af einhverjum ástæðum hafa
heimsóknir til kunningjanna algjör-
lega hætt; ef til vill væri orsökin
auðfundin. En það var ekki þeirra
sök. Viðtökurnar voru hjartanleg-
ar og ætíð eitthvert sælgæti með
kaffinu áður en farið var. Ef til
vill eru kringumstæðurnar eitthvað
i sambandi við fækkandi vinafundi.
Góðgjörðasemi vinanna getur jafn-
vel líkst ölmusu, ef engin ráð eru
til endurgjalds.
Ef ljósreikningurinn er hærri en
gildaHdi reglur leyfa verður inis-
munurinn að borgast áður en skýrsl-
unni er skilað til viðkomandi skrif-
stofu. Til þess að koma i veg fyrir
slikan áhalla, er háttatíminn færður
til baka um einn klukkutíma. Auð-
veldara að liggja vakandi i rúminu
en sitja uppi í kolamyrkri.
Svefninn kemur seinna, oft mik-
ið seinna.
Banvænar og kveljandi hugsanir
koma inn að rúminu, utan úr
myrkrinu; t. d. “Hvað get eg
gjört?” “Hvernig á eg að ná fá-
einum dölum?” “Hvað er um
framtíðina — og börnin?”
Sjálfsmetnaðurinn hverfur smám-
saman, þar til ekkert er eftir nema
örvæntingin.
Vissulega munu margir úr þess-
um f jórða flokki loka grátnum aug-
um hvert kveld, í sínum eigin Getse-
mane garði, og hvísla: “Guð minn,
hví hefir þú yfirgefið mig.”
(Lauslega þýtt úr Free Press.)
J. Gíslason.
Hvi ertu dauði svo depru bitur,
dugar þar enginn kraftur í mót?
Fölnar í hasti fegursti litur,
fagurgrænn hlynur sem visin rót.
Mótlætis dimmu stundir stríðar
stinga og særa hjarta manns,
en minningar liðnar birtust bliðar,
eins brátt og eg frétti látið hans.
Ingjaldsson var sannur maður,
samur og jafn í gleði og raun;
alla tíma af góðvild glaður
og girntist engin hefðarlaun;
liðtækur við gjörðir góðar,
glögg voru manndómssporin hans,
hann var sómi sinnar þjóðar,
og sómi þessa mikla lands.
Faðir og móðir soninn syrgja,
saknaðsþjáður hugurinn,
konunnar gleði og barna byrgja
bölrúna tár á votri kinn.
Eg bið til Guðs hann veg þeim vísi
vissan í gegnum líf og hel,
og frægð hins dána leið þeim lýsi,
þá líður öllum hópnum vel.
Að eiga sinna minning mæta
manndóms ríka i vöku og blund,
slíkt má gömlum bölið bæta
og blíðka fram á hinstu stund;
þvi margvisleg er manna slóðin
og misjafnt stigin niður að gröf
nú sonar þíns kæra saknaðsljóðin
sendi eg þér i jólagjöf.
Jón Stefánsson.
$ 10.00
fyrir
ilmWW"
ElNU SINNI, segir gömul saga, stóð maöur nokkur á gatna.
mótum með bakka fullan af tiu dollara seðlum og bauð þá
þeim, sem fram hjá gengu fyrir fimm cent hvern. En hann
seldi engan!
Allir hafa einhverntíma heyrt þessa sögu. Sagan er sögð
vanalegast til þess að sýna fram á að almenningur, yfir það
hcila tekið sé—ef vér megum nota það orð—fremur heimskur.
Sleppa tækifæri til að fá tiu dollara fyrir nikkel?—en sú skyn-
semd! Aftur virðist oss að tilgangur sögunnar sé allur annar.
Eiginlega það sem hún segir er það að þér getið ekki náð við-
skiftum án þcss þér hafið öðlast iiltrú. Tíu dollara seðlarnir
hafa áreiðanlega sýnst vera fullgildir þeim, sem fram hjá gengu
í dæmisögunni. Engar hömlur voru lagðar á kaupskapinn, og
alt virtist vera 100% rétt nema það—að þeir þektu ekki selj-
andann. Hafandi engin kynni af honum hikuðu þeir sér skyn-
samlega við það, að hætta jafnvel nikkel, íyrir þennan varn-
ing hans. Þótt hann byði þeim 20,000% ábata á kaupunum, þá
gat hann ekkert selt af því hann skorti TILTRÚ þeirra. Ein-
hver hin mesta eign EATON’S, ef ekki hin allra mesta,—er
tiltrúin er það hefir eignast um alt Vesturlandið. — Tiltrú er
vaxiö heíir upp með sameiginlegri virðingu er bæði hafa boriÖ
hvort fyrir öðru í meir en 25 ár. í huga íbúa Vesturlandsins
er vöruskrá EATON’S viðskiftastofnun—“markaðsskrá Can-
ada” — hver staðhæfing hennar tekin sem algerlega ábyggileg
og áreiðanleg—hver pöntun eftir henni gerð, með þeirri óbifan-
legu sannfæringu, “að það sé áhættulaust að spara sér hjá
EATON.”
n\ EATON C?,
UMITEC
E ATO N ’S