Lögberg - 27.12.1934, Síða 7

Lögberg - 27.12.1934, Síða 7
LÖGrBEBG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER, 1934. 7 Gullbrúðkaup Sunnudaginn þ. n. nóv. var þeim heiðurshjónunum Mr. Ásgrími Á. Hallson og konu hans SigríÖi llall- son, haldið allfjölment og virÖulegt samsæti í borginni Seattle í Wash- ington ríki. Um hundrað og fimtíu ættingjar og vinir þeirra komu sam- an í kirkju íslenzka lúterska safn- aðarins þar, til að árna þeim heilla og hamingju á þeirra fimtíu ára giftingarafmæli. Fyrst voru gullbrúðhjónin leidd til sæta innan til í kirkjunni, þar sem allir áttu greiðan aðgang til að heilsa þeim og samgleðjast við þetta tækifæri. En að því búnu fór fram stutt guðsþjónusta, er séra Carl J. Olson, prestur í Central lút. kirkj- unni í bænum stýrði í fjarveru heimaprestsins, séra K. K. Ólafs- sonar. Að þeirri athöfn lokinni fór fram prógram, er sami maður stýrði. Stutta ræðu flutti séra Kolbeinn Simundson, prestur St. James lút. kirkjunnar í Seattle; var sú tala hlý í garð heiðursgestanna og að öllu leyti viðeigandi. Þá mælti herra Sveinn Árnason, skrifstofu- þjónn sjóhersins í Bremerton, nokk- ur vel valin orð til heiðursgestanna, en auk þess las hann upp nokkur hamingjuóskaskeyti, er gullbrúð- hjónunum bárust viðsvegar að, sum frá systrum Mrs. Hallson á íslandi, og eitt langt vélritað bréf, stílað sama efnis, frá herra Pétri Sigurðs- syni, sem nú er umferðaprédikari heima á íslandi, las Mr. Árnason einnig. Einnig fluttu tvær konur stuttar en gagnorðar tölur, þær Mrs. ísak Johnson og Mrs. Carl Frede- rick; Mr. Ben. Hallgrímsson lék nokkrar f íólins-sólós, með aðstoð Miss Victoriu Pálmason á slag- hörpu; góð skemtun. Mr. Hall- grímsson er dóttursonur gullbrúð- hjónanna, liðugt tvitugur að aldri og fær fiðluleikari. Annar dóttur- sonur þeirra, ungur (og ekki hálf- vaxinn) bar blómvönd til ömmu sinnar, en Mrs. B. O. Johannsson afhenti gjöf frá samkomugestun- um til brúðhjónanna, og mælti til þeirra um leið fáeinum fallegum orðum. Að prógramminu loknu fóru allir niður í samkomusal kirkjunnar og þáðu þar veitingar af beztu tegund, er biðu fólks þar á einu langborði, að “Cafeteria” sið. Heiðursgest- unum, ásamt börnum þeirra, barna- börnum og tengdafólki, er voru um tuttugu1 að tölu, viðstödd, var útbúið pláss við stórt borð i innri enda salsins, hvar skreytt var að baki með fögrum Chrysantheum- blómum og neti af grænviðarlauf- um, mjög fallega útbúið, en á borð- inu stóðu ljós og blóm ásamt brúð- arkökunni, er skreytt var með gull- og rjómalitum. Minti hún á kök- una, er brúðurin sama, fyrir fimtíu árum síðan, skifti þá á milli gesta sinna, frá samskonar borði. Aðrir tóku sér sæti við smáborð hér og þar i salnum, með fullar hendur af alls konar góðgæti frá nægtaborð- inu, þar sem hver gat borið sig eftir góðgætinu eftir vild. Eftir að allir höfðu fengið saðning á hin- um ljúffengu réttum og sneið af brúðarkökunni í ofan á lag, skegg- rætt og skrafað sín á milli og klukk- an komin fram hjá elleftu stund- inni, fóru margir að hugsa til heim ferðar og kveðja gullbrúðhjónin með beztu óskurn um heilsu og hamingju þeim til handa í mörg ó komin ár enn á meðal fslendinga og annara vina í þessari borg. Ætt- ingjar og kvenfélögin íslenzku hér í borginni voru frumkvöðlar þessa veglega móts. Mr. Hallson heitir fullu nafni Ásgrímur Ásgrímsson, Hallsonar Asgrímssonar, og er Norðlending- ur að ætt. En kona hans heitir Sig- ríður Jónsdóttir, Halldórssonar kafteins, vestfirsk að ætt. Móðir Sigríðar hét Ingibjörg Eiríksdóttir, en móðir Ásgríms hét Júlíana Jósa fatsdóttir. Bæði eru þau hjón enn ern, og sæmilega heilsugóð, eru þó eitthvað komin á níunda tunginn; hún þó fáum árum yngri. Ásgrim- ur kom fyrst til þessa lands árið 1891, og kom þá einn síns liðs á seglskipi frá Akureyri til Glocester, Massachussetts. Beið hann þar heilt ár eftir konu sinni, sem kom þá með þrjú fyrstu börnin með sér, á seglskipi líka; en þeim hlekstist ekkert á, þó ferðin gengi seint, því kafteinninn var þeim undur góður og notalegur, segir Mrs. Hallson. f Glocester voru þau öll annað ár. Mr. Hallson stundaði fiskiveiðar. En að tveimur árum liðnum þar, flutti fjölskyldan til Duluth, Minn. Þar dvöldu þau i 10 ár, og þar fæddust 4 börnin hin yngri. Frá Duluth komu þau til Balíard um 1903 og hafa búið hér síðan í norð- vestur hluta borgarinnar, sem Bal- lard nefnist, þar sem flestir íslend- ingar búa nú, og tóku sér fyrst ból- festu; hafa því Mr. og Mrs. Hall- son búið hér i 31 ár, og varla flutt sig úr staö nokkurn tíma. Fyrir ráðdeild þeirra og sparsemi hafa þau alt af komist hér heldur vel af, þó efni þeirra hafi stundum verið af skornum skamti, þá hafa þau þó aldrei þurft að vera upp á aðra kom- in með lífsbjörg, en verið ávalt rniklu fremur veitandi; þau hafa gott heimili og búa undir sama þaki og einn sonur þeirra, Grímur, og tengdadóttir, sem eru fyrir stuttu siðan gift. í húsinu eru tvær í- búðir, góðar íyrir tvær litlar fjöl- skyldur. Mr. og Mrs. Hallson hafa ætíð þótt góðir nábúar frá því fyrsta. Þau hafa aflað sér álits og vinsælda allra er þekkja þau, enda eru þau gædd mörgum góðum kostum, sem kristnum mönnum. sæma. Líf þeirra er fléttað rósemd og nægju- semi: þau hafa ekki auð fjár að dreifa úr, en eru fyllilega ánægð með sín kjör, því þau eru sjálf- stæð. Mestur og dýrmætastur auð- ur þeirra eru börnin, sem þau hafa alið upp og komið til manns, og geta nú með gleði horft á þeirra vellíðan, þar sem þau eru líka öll hin mannvænlegustu. Tvær dætur þeirra dóu á íullorðins aldri, báðar giftar: Tiilíana Helga, kona Hálfdáns Hallgrímssonar, uppskipunar for- manns hér í borg, andaðist árið 1915, þá 28 ára að aldri, lét hún eftir sig eitt pilt-barn, er Benjamin heitir,' og áður er getið hér að ofan. Ilalldóra Ingibjörg hét hin dóttir- in, gift séra Sigurði Ólafssyni; and- aðist hún í Blaine, Wash. árið 1918, 34 ára gömul. Skeði sá sorglegi atburður á prestskaparárum séra S. þá er hann þjónaði þar. Þrjú eða fjögur börn eignuðust þau hjón. Báðar þessar konur voru fyrirmynd ungra kvenna í góðum dygðum. Börnin, sem á lífi eru skal eg nefna eftir aldri, eins og eg man það bezt: Jón, er elztu, giftur hérlendri konu (eins og þeir eru allir piltarnir), hann lærði gufuvélafræði, og var um tíma yfirvélameistari á flutn- ingaskipum milli Ameríku og Kína, en lét af þeirri stöðu og rekur ann- an starfa hér í borginni nú. Oddur er næstur að aldri, hann hefir Ver- ið í fjölda mörg ár i Alaska, og rek- ið þar ýms störf; var lengi lögreglu- þjónn í Ketchikan, og síðar um- sjónarmaður dýraveiðanna, lengra norður þar, en við það starf veikt- ist hann í fótum af kulda og vos- búð á vetrum, og varð að hætta, svo hann sem annað hraustmenni, kemur til Seattle í vor er leið og tekur sér túr alla leið til Washing- ton, D.C., gengur þar undir próf í flugvélafræði og fær leyfi “Uncle Sams” að reka sitt gæslustarf í Alaska með flugvél. Kaupir fyrst litla vél í St. Louis, í bakaleiðinni, og flýgur í henni sjálfur til Seattle og þaðan norður til sinna stöðva í Alaska. Oddur er stór maður og hraustlega bygður, og hefir alment álit á sér sem trúverðugur og góð- ur drengur. Ásgrímur er sá þriðji að aldri; hann er i þjónustu lögregl- unnar i Seattleborg og býr hjá föð- ur sínum; á þýzka konu, er stór og hraustur eins og bræður hans. Hall- ur Sigurður er þeirra bræðra yngst- ur, eitthvað milli tvitugs og þrítugs. Hann er slökkviíiðsmaður i borg- inni og hefir stundað þá atvinnu nokkur ár. Hann er sagðu að vera afarmenni að burðum og hraustleik. Eina dóttirin þeirra Hallsons hjóna, sem á lífi er, heitir Svanfriður Sig- urborg, og er gift manni af norsk- um ættum, er Theodore Koskey heitir, hann er tollbúðarmaður í Eederal byggingunni í bænum. Hún er ágætis kona, eins og börn Hall- sons eru öll, og kemur prýðilega fram i allri starfsemi safnaðarins íslenzka og kvenfélagsins. Meira mætti segja af góðu um Hallsons f jölskylduna en það verður að bíða seinni tíma. H. Tli. Ágúst Jónsson F. 4. ágúst 1862—D. 4. des. 1934 Ágúst hetinn var fæddur í Sörla- tungu í Hörgárdal í Eyjafjarðar- sýslu. Hann var sonur Jóns Bjarna- sonar og konu hans Soffíu Manas- dóttur, sem lengi bjuggu á Skeggja- stöðum og Eiríksstöðum i Svartár- dal i Húnavatnssýslu. Eitt af börn- um þeirra hjóna er enn á lífi, Bjarni, bóndi nokkrar milur norður af Lundar, Man. Ágúst heitinn misti móður sína þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Faðir hans giftist aftur ár- ið 1876, Helgu ÞorláLsdóttur. Fað ir hans og stjúpa fluttust til Ame ríku árið 1883 og settust að i is lenzku bygðinni í N. Dak. Árið 1882 giftist Ágúst heitinn eftirlifandi ekkju sinni Engilráði Margréti Árnadóttur frá Eiríks- stöðum i Svartárdal. Fimm árum seinna íluttust þau til Ameriku og settust fyrst að nokkrar mílur norð- ur af Hallson, N. Dak. Þaðan fluttu þau búferlum 1897 og námu land þrjár milur norður af Lundar, Man., þar sem Ágúst heitinn bjó til dauða. dags. Þau hjónin eignuðust 12 börn: Valgerður þar þeirra elzt, fædd 9. júni 1883; dáin 1928; Anna Soffía fædd 3. ágúst 1884, dáin 1924; Bjarni, Jón Árni og Þórunn Sigriður dóu öll í æsku. Þorbjörg, Mrs. James Harper, á heima í Rossland, B.C.; Matthías Ásvaldur, búsettur í Winnipeg, Friðrik Valdimar til heimilis í White Rock, B.C., Lárus Þórarinn búsettur við Lundar, Man., Alex- ander Archibald til heimilis á Lund- ar og Hólmfríður d. 24. júni 1922. Agúst heitinn bað um að sem minst væri sagt um sig látinn. Hon- um líkaði aldrei neitt hól, skjall eöa neinar lofræður. Hann var stiltur, hægur í allri framkomu og mjög gætinn. Hann var hirðusamur, reglusamur og á- reiðanlegur í öllum viðskiftum og mjög frábitinn öllum skuldum. Hann lét opinber mál að mestu af- skiftalaus og lét sig eingöngu varða það, sem snerti hans eigið heimili. Hann hafði unnið við landbúnað og verið bóndi ’ alla sína æfi og undi vel við sitt. Framan af bjó hann góðu búi, en í seinni tíð fór efna- hagur hans hnignandi eins og hjá flestum bændum. Það má segja með sanni að Agúst h. var hógvær, mjög látlaus og leit fremur á sjálfan sig sem einn sem lítið eða ekkert kvæði að i lífinu. Hvaða mælikvarða hann notaði veit eg ekki. En Drottinn metur okkur ekki eftir líkamsburðum, andlegum hæfileikum eða afreksverkum. Hann metur eftir hreinleik hjartans. “Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu sjá Guð.” “Skart yðar sé ekki ytra skart—heldur sé það hinn huldi maöur hjartans i ófor- gengilegum húningi hógværs cg kyrsláts anda, sem dýrmætur er ' augum Guðs. í 37 ár átti Ágúst heitinn heima i grend við Lundar og því vel þekt- ur af flestum bygðarbúum. Allir báru virðingu fyrir hinum hæga og hógværa manni. Hann var heilsu- góður alla æfi, þar til seinasta mán- uðinn að hann fékk slag, sem varð honum að banameini. Hann var kvaddur af ættingjúm og vinum frá lútersku kirkjunni i Lundar, Man., föstudaginn 7. des. og jarðsunginn í hinum nýja graf- reit bæjarins. Jóhann Frediksson. ®í)tó Jfesttoe é>eason — Closes another year. It reminds us all that the brightest things in life always follow a long stretch of day-to-day endeavor. The DOMINION BUSINESS COLLEGE wishes for all its friends the best of everything for Christmas and a successful and prosperous New Year. A NEW TERM Commences Wednesday, January 2nd, 1935 To those who have postponed their preparation, the New Year offers another chance to put your days to valuable use. As business educators of long standing, we know the importance of the New Year in making your training worth while. Consult our Registrar in choosing your course, and make inquiries early. Diploma Gourses: Secretarial Accountancy Single Subjects: Shorthand Bookkeeping Commercial Law Penmanship Spelling Office Routine Stenographic Clerical Typewriting Business English Letter Writing Secretarial Practice Arithmetic Rapid Calculation The College offices On the Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s will be open during the week between’ Christmas and New Year’s Day for consultation and registration. YOU WILL BE WELCOME -and all commercial subjects We§lern Canadas Mo§t Modern Commercial School DOMINION BUSINESS GOLLEGE

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.