Lögberg - 03.01.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.01.1935, Blaðsíða 6
LÖGBURG, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1935. • * Heimkomni hermaðurinn “Eg hefi einsett mér,” sagði Jamie, “að leggja eins hart að mér við bókfræðsluna og hið daglega starf mitt á búgarðinum framast leyfir; eg hefi haft löngun til þess að leggja stund á trjárækt, eins og eg víst einu sinni áð- ur, að minsta kosti, hefi minst á. Eg er annað veifið farinn að gera mér vonir um að verða heilbrigður maður; og með því a eg er trúað- ur á sigurmagn sólskinsins, finst mér eins og það sé í þann veginn að opihbera mér krafta- verk. ” Býflugnameistarinn var hljóður; þögn hans átti auðsjáanlega að skoða.st sem sam- þykki. Að lokum tók hann þó til máls, þó með nokkrum erfiðismunum væri: “Já, þú het'ir rétt fyrir þér, að eg held; máttur sólskinsins er óútmálanlegur og þekkir engin takinörk; það komur ekki síður fram í lífi bvflugnanna en á öðrum sviðum. Þig langaði til þes.s að stunda trjárækt og trjálækningar; óneitan- lega mvndi það verða laðandi lífsstarf; þó er iífi trjánna og aðstöðu þeirra farið á nokkuð annan veg en tildæmis lífi smáblóma og bý- flugna; trén eru mikhi stórfeldari ásýndar og oft og einatt risafengleg og hrífandi; þó komast þau við nána kynning hvergi nærri til jafns við býflugur, því satt að segja hefi feg oftar en einu sinni fundið til þess, að þær væri hugsandi, skyni gæddar verur. Eg hefi ákveðið að fara að ráðum þínum og gera mér alt far um að gerkynnast býflugnaræktinni, ef þú veitir mér aðstoð til þess. ” “Hvernig finst þér búi mínu í sveit komið?” spurði bý- flugnameistarinn. Jamie brosti. “Eg er kunnur ströndum Atlantshafsins og hefi auk )>ess nokkra vitneskju hvernig til hagi hinum megin ála þess. Eg hefi farið um land þetta þvert og endilangt, auk þess sem eg hefi oftar en einu sinni litið strendur Englands og Frakklands. Víkin hérna fyrir neðan er mér vel kunn; þar hefi eg tekið sjóböð og flat- magað mig í glóðheitum sandinum á eftir; mér finst ósegjanlega fallegt þar og eg hefi notið margra unaðslegra stunda; þó geng eg þess eigi dulinn, að staðurinn, sem þú valdir býflugnabúi þínu sé einn .sá yndislegasti og ágætasti staður, er eg enn hefi augum litið. Kínverjar hinir fornu kölluðu þannig lagað umhverfi “hinn bláa garð,” eða stað hins fullkomna litar. Býflugnameistarinn laut höfði til samþykkis. “Eg minnist daga í hin- um bláheia garði mínum, er eins konar leiðsla eða hrifning kom mér til að gleyma öllu, jafn- vel bernskudögum mínum og syndinni miklu, er eg drýgði gagnvart konunni, sem eg unni. Eg efast ekki um að ungur, heilbrigður mað- ur geti notið þar auðugs og sæluríks lífs úr því að mér, gömlum syndaranum, hlotnaðist þar slík blessun, sem raun er á orðin. Jamie starði býflugnameistaranum í augu og mælti ekki orð af munni um hríð; það var eins og hann væri að velta fyrir sér hvernig hann ætti að koma orðum að því, er hann ihafði í liuga og var kominn á fremsta hlunn með að segja. Átti hann að opinbera býflugnameistaranum leyndarmál sitt ? Hafði Iiann nokkurn rétt til þess að segja honum frá stormgyðjunni og hvemig sambandi þeirra var háttað; Gat hann staðið sig við að skýra frá því hvernig hann gekk í formlegt lijóna- band við ókunnuga konu til þess að vernda heiður ófædds barns hennar, að því er hon- um hafði verið tjáð ? Ef um verulegt dreng- lundarbragð var að ræða, þá fanst honum sem það hlyti að missa einhvers í af gildi sínu, ef það yrði kunngert hverjum sem vera vildi. Ef hann ætti nokkur ár framundan, væri eng- an veginn óhugsandi að þau kynnu að varpa nokkru skýrara ljósi á þenna dulræna atburð í lífi hans, en við hafði gengist fram að þessu. En í því falli að hann félli frá innan skamms, myndi bann geta mætt frammi fyrir skapara sínum og herra, wm sannhreinni maður, ef hann gevmdi vel Ieyndarmáls síns á þessari jörð, og notaði sér það ekki til þess að mikl- ast af. Hann var sjálfum sér þess fyllilega meðvilandi, að kona sú, er hann hafði gengið að eiga, hlyti að vera góð og göfug, þótt flest væri að vísu á huldu um hagi hennar; hjá því gat ekki farið. “Þegar þú heimsækir mig næst, ” sagði býflugnameistarinn, “vildi eg helzt það vrði á laugardaginn, og þætti mér vænt um að þú kæmir þá með litla skátann með þér.” “Segðu mér nokkuð,” spurði Jamie for- vitnislega og hálfvegis utan við sig. Eg hefi aldrei verið viss um hvort litli skátinn væri piltur eða stúlka. ” Býflugnameistarinn hristi höfuðið. “Eg hefi mínar hugmyndir um það,” sagði hann. “Hefirðu nokkurn tíma spurt um þetta áður, eða átt um það sam- tal við nokkurn. ” “Nei, og þess vegæa spurði eg þig að því núna,” sagði Jamie. “Fékstu nokkurn tíma nokkurt svar?” “Ekki annað en það, að ef dómgreind mín fengi ekki ráðið þá gátu eða svarað þeirri spurningu, þá mætti eg láta mér öldungis á sama standa.” Býflugnameistarinn hafði reynt til þess að hagræða höfði sínu á koddanum, eftir beztu getu, og nú hló hann eins og hann frekast mátti, þar til hjúkrunarkonan kom; svo þerraði hann á sér andlitið með hvítum vasa- klút, er þessi dís líknarinnar hafði fengið honum. “Eg get ekki séð að það skifti máli hvoru kyninu skátinn er merktur,” sagði sjúklingurinn og eg geri ráð fyrir að þú lítir á þetta svipuðum augum og eg, þegar alt kemur til alls. ” Jamie reis á fætur. “Eg kem þá á laug- ardagskvöldið.” “Þú verður hreint ekki ó- sennilega beðinn að hafa með þér eitthvað af ‘heitum hundum,sagði býflugnameistar inn um leið og hann smeygði máttvana hendi undir koddann, og dró fram ofurlítið umslag. ‘ * Eg hefi aldrei sagt félaga mínum ósatt; nei, það liefi eg aldrei gert mig sekan um. Þú verður mér vafalaust sammála um það að hvorki sé holt né hyggilegt að segja börnum ósatt; enda væri það ekki til nokkurs skap- aðs hlutar; þau eru fljót að átta sig á því hvaðan vindurinn blæs/’ Jamie stóð á fætur og færði sig að hinni hlið rúms þe.ss, er sjúklingurinn hvíldi í; hann laut niður að rúminu og tók hlýlega í hina grönnu hendi sjúklingsins; áður en hann í rauninni áttaði sig á því, var hann kropinn á kné við hvíluna: hann heyrði sjálfan sig hvísla í undur viðkvæmum róm: “Þegar eg var smábarn kendu foreldrar mínir mér að biðja til guðs; kendu mér margar og óum- ræðilega fagrar bænir. En eftir að eg óx upp og árin færðust yfir mig, fór eg að verða hálfgerður sjálfbyrgingur og treysta einung- is á mátt minn og megin. Sjúkdómurinn hef- ir þó vakið mig til vitundar á ný um ófullkom- leika mína; það er eins og ný, óslökkvandi þrá sé nú að kvikna í brjósti mínu, eftir sam- félagi við guð; eg hefi verið að brjóta heil- ann um það, og leita ráða hans um það, hvort mér myndi vera fyrir beztu að komast til beilsu, eða kveðja heim þenna fyrir fult og alt; hvort það væri -hans vilji að eg starfaði hér enn um hríð í þágu lands míns og þjóðar eða hvort honum þóknaðist heldur að kalla mig í burt og láta aðra taka við starfi mínu, þó (“kki sé það mikilvægt frá mannanna sjón- armiði. Þegar eg kem heim,” sagði Jamie, “ætla eg að krjúpa á kné og biðja fyrir þér; biðja guð að veita þér fulla heilsu, svo þér megi auðnast erm um hríð að fegra umhverfið með umgengni þinni og starfi. Og þegar að síðustu kveðjunni kemur ætla eg að biðja þess að sama óútmálanlega fegurðin hvíli yfir þér í dauðanum og litli skátinn sagði að stafað hefði frá ásjónu Betu frænku.” Jamie kysti býflugnameistarann á ennið, reis á fætur og gekk út úr sjúkraherberginu; á leiðinni kom hann auga á bláan jurtapott með angandi, gulum rósum. Rósirnar voru frá Margréti Cameron. Á leiðinni heim var Jamie í þungum hugleiðingum. Þær flyktust að honum úr öll- um áttum, hugsanirnar um það, hvort bý- flugnameistaranum myndi nokkru sinni auðn- ast að koma heim sem heilbrigðum manni og segja fyrir verkum á búgarðinum; hvort Imnn sjálfur ætti eftir að verða þeirrar á- nægju aðnjótandi að horfa á ihúsbónda sinn sitjandi í makindum við arininn, sokkinn nið- ur í hina og þessa fræðibókina. Á leið sinni gegnum mannþröngina á götunum, bað Jamie heitt og innilega til .guðs, að húsbóndi sinn fengi komið heim og dvalið þar, þó ekki væri nema um stundarsakir, nágrenninu öllu til yndis og ánægju. I augum hans var býflugna- meistarinn að verða að reglulegum dýrlingi. Nú nam sporvagninn staðar og Jamie fór út úr honum; hann átti ekki eftir nema kippkorn heim. Br inn í húsið kom, gekk hann rakleitt til símans til þess að kalla upp litla skátann; númerið hafði hann við hend- ina; það var blæfögur kvenrödd er svaraði símaihringingunni. “Það er James Mac- Farlane frá Sierra Madre býflugnaíbúinu, sem talar,” sagði Jamie. “Er skátameistar- inn heima?” “Ekki sem stendur,” var svar- ið. “Viljið þér gera .svo vel og koma þeim skilaboðum til skátameistarans, að eg sé ný- kominn heim frá sjúkrahúsinu úr heimsókn til býflugnameistarans; hann vill endilega að skátinn komi með mér á sjúkrahúsið á laug- ardaginn kemur.” “T>að er ágætt,” sagði röddin; “eg skal annast um skilaboðin og hlutast til að ekkert verði því til fyrirstöðu að af heimsókninni geti orðið. Mér þætti vænt um að fá vitneskju um líðan býflugna- meistarans.” “Að skýra frá henni út í æsar,” svaraði Jamie, “vrði ekkert áhlaupa- verk; bann er orðinn afskaplega máttfarinn; svo úr sér gengnn að stundrrm hefir mér fundist sem minsti gustur inn um gluggann gæti slökt á lífskerti hans nær sem vera vildi. J “Mér fellur sárt að vita til þess,” sagði rödd- in. “Börnin blátt áfram elska býflugna- meistarann; það liggur utan á honum hvert valmenni hann er. Þetta hefir mér alt af fundist,” svaraði Jamie. “Heimili hans alt, húsmunir, myndirnar á veggjunum og bæk- urnar, eru lifandi vottur þess að svo sé. “Eg hefi heyrt minst á þig,” sagði rödd- in, er talaði við Jamie í símann. “Kunnir þú til fullnustu að meta kosti býflugnameistar- ans, eins og mér skilst að þú gerir, þá hlýt- urðu að vera hinn ágætasti maður sjálfur. Okkur þætti vænt um að þú kæmir einhvern tíma vfir um með litla skátanum og hefðir með okkur miðdegisverð. ” “Eg þakka inni- legá fyrir,” sagði Jamie; “eg hefi verið fremur einrænn upp á síðkastið og haft lítil mök við fólk; eg geng þess því eigi dulinn, að það yrði mér til ánægju að heimsækja yður einhvern daginn m-eð skátanum í því falli að þér ekki margt hafið annara gesta.” “Ágætt! komdu þá þegar þér bezt lientar; það hefir ávalt fram að þessu verið nóg á borðum hjá okkur og ávalt pláss fyrir einn fleira við borðið.” Jamie lét nú upp taláhaldið; hann var ekki í því skapi sem stóð, að hugsanlegt væri að hann gæti gefið sig við lestri; hann gekk inn í eldhúsið og fékk sér þar hinn verulega skerf af tómötusafa; honum heyrðist einhver kalla á sig; hann gekk út um bakdyrnar og í gegnum angandi blómabeð niður við sand- inn, þar sem hann lagði sig fyrir og féll í væran og draumlausan svefn. Eftir nokkra stund vaknaði hann og leit í kringum sig; honum kom umbverfið hálfvegis ókunnuglega fyrir; angan blómanna var með öðrum hætti en vant var, að því er honum fanst; hann dró djúpt andann; það lék enginn vafi á því að angan blómanna væri öðru vísi en venja var til á þessum slóðum; sum þeirra blóma, er hann þekti hvað bezt og hafði einna mest- ar mætur á sáust hvergi, eða að minsta kosti gat bann ekki komið auga á þau, sem vel gat stafað frá því að 'hann væri í rauninni enn ekki vaknaður til fulls. Honum virtist um- hverfið alt öðru vísi en það átti að sér, hvern- ig svo sem á því stóð. Þarna kom það; kvenmanns spor í sand- inum; það var auðséð að þau voru ekki eftir þessa hælaháu tízkuskó, sem svo víða sjást, heldur blaut hér verið hafa um meðal hæla að ræða, er skynsamt og látlaust fólk einurgis notar. Jamie gekk á sporin; liann rakti Jiau alla leið upp að hásætinu á gnýpunni, en Iion- um til sárra vonbrigða var þar enga lifandi veru að finna. Hann settist niður sunnan undir hásætinu og hugsaði um hríð; hann sat l>arna stundarkorn og var mikið niðri fyrir. Tnnan skamms reis hann þó aftur á fætur og gekk niður hallann; hversu vandlega sem liann svipaðist um, kom hann hvergi auga á spor þau, er hann hafði rakið upp að hásæt- inu. Það gat ekki um það orðið vilst, að kven- maðurinn, er þar var hafði fyrir skömmu verið á ferð væri horfinn eitthvað út í busk- ann og það jafnvel fyrir löngu. Það gilti einu í hvaða átt hann horfði; merki kven- mannsins, sem hann var að leita, sáust hvergi; ihann var nú farinn að komast á þá skoðun, að kona þessi mundi ekki hafa verið ein á ferð, því stundum hafði brugðið fyrir daufum sporum eftir barnafætur, eða svo hafði honum sýnst annað veifið, þó hann ekki gerði sér þess fyllilega ljósa grein; í því falli að svo hefði verið gat ekki hjá því farið. að slíkt hefði einungis orðið til þess að auka á glundroðann og örðugleikana, sem því voru samfara að rekja spor konunnar hver svo sem hún var.— Jamie fór heim; hann fann til þreytu og tók sér sæti í næsta stólnum er fyrir honum varð. Nú fyrst veitti hann nána athygli hin- um fagra blómvendi, er stundið hafði verið í hendi hans meðan hann svaf. Fyr má nú rota en dauðrota, sagði hann við sjálfan sig. Eg hlýt að hafa miklu fremur líkst tródrumbi en lifandi manni, sagði hann við sjálfan sig. Honum varð starsýnt á blómin; angan þeirra var unaðsleg og lieillandi. Skoðun mín hlýt- ur að vera rétt; konan hlýtur að eiga heima einhversstaðar hérna í nágrenninu þó eg enn liafi eigi getað komið því fyrir mig hvar bií- staður hennar sé; henni er auðsjáanlega vel kunnur þessi staður niður við ströndina, og hún jafnvel þekti mig undir eins, og það í svefni, með dúk yfir andlitinu. Það væri ekki ófróðlogt að vita hvað kom henni til þess að smeygja blómvendinum í hendi mína, þar sem eg svaf, ef henni að öðru leyti stendur alveg á sama um mig? Jamie velti þessu vandlega fyrir sér og grandskoðaði það frá öllum hlið- um, og sagði síðan öldum Kyrrahafsins frá öllu saman og hvernig sér væri innan br jósts. Að hugsa sér annað eins og það. Eg hefi lotið vilja hennar, veitt henni löglegan rétt til þess að ganga undir nafni mínu; hún ber hring minn og giftingarvottorð okkar. Svo gofur hún okkert meira fvrir mig; undarlegt var það þó að hún skyldi fara að hnýsast um hagi mína og stinga blómunum þeim arna í lófa minn. Eg vildi eg gæti vitað vissu mína um það hvort afskiftum okkar sé með öllu lokið, eða eg gæti komið til liðs við hana á ný ef svo byði við að horfa. Afmælisóður til stúknanna Ileklu o(j Skuldar, fluttur 27. desember 1934, í Goodtemplarahúsinu í Winnipeg. Nú skal kveikja nýja elda úr neistum undan felhellunni, minnast gleymdra gleði kvelda í góðtemplara starfsreglunni. Því oft við hennar aringlæður yls eg naut á vetrarkvöldum. Þetta var fyrir þrjátíu árum, þegar ást mín sat að völdum. Ef eg ætti vængi úr vina-þeli, vildi eg fljúga með þeim öllum fram og upp að fagra hveli, á fólagsskapar Glæsivöllum; því þar er alt af sól og sumar, og sífelt ungar bændadætur með bládjúp augu, og bros um munninn. Eg brenn,—eg man hvað koss var sætur. Vestmenn, drengir íslands ungu! í æskunni kveikið ljós og hita, —sem getið mælt á móðurtungu, málinu fagra, allra lita. Vormenn ykkar eigin þjóðar, árs og friðar morgunstjarna, gjósið hærra enHeklu gígur: heiminum lýsið vegi ófarna. Þetta er verk, sem þarf að vinnast, það er á allra hjarta og vörum;— frumherjanna fer að þynnast fylkingin í gömlum spjörum. Hún hefir staðið hér á verði í hálfa öld og afstýrt slysum, nú er það upp til æskulýðsins: áframhaldið, kveikja á blysum. Vínlands systkin, íslands arfar! ef til guðs þið viljið fara, þá er að vera vöku skarfar, á villuskerjum ölprangara. Svikið vín í silfur'bikar sjaldan varð til þjóðarhappa, en göfug sál í góðum mönnum gjörði úr þeim mikla kappa. • Til að herja á hug og anda, þarf Hekluglóð og Skuldar í'ossa; að vinna á óvin allra landa, í æskunni þarf að kvikna og blossa. Hún á orku í hverjum fingri, hverri taug og liðamótum; því á íslenzk æska að vera árrisul í vegabótum. Þ. K. K. Venus Haglél dynja. Hriktir í brú. Hábönd stynja, stafni — og þú. Áður trú, enga nú, á eg, frú, á þessu, þú, að þruma spyria um veg því náttúran siglir sína leið syndlaus, en ægileg. Hanga skýin líkt og lök lafa í snærum lafa í snærum löt og slök. Stjarna ein, ástahrein, yfir húsaþök, er að sínu óskaverki— hún er þarna alveg eins og upphrópunarmerki! —Látum skríða skip og bíða, 'því skamt er nú til nátta. Við skulum bæði biðja Guð —að blessa okkur og hátta. Sigurður Sigurðsson, frá Arnarholti. —Heimilisblaðið. \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.