Lögberg - 03.01.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.01.1935, Blaðsíða 1
LAN DSBÓKASAi N 3 741 S : A PHONE 86 311 Seven Lines RSSS fo .fdJás& itea ^rstf3"0 .For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines Dry Cleaning 3nd Laundrj 48. \RG\NGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. JANÚAR I934 NUMER l NORRÆNN KLÚBBUR í VÍNARBORG Fyrir tveimur áruni var í Yínar- borg stofnaður norrænn klúbbur, "Skandinavischer Klub in Wien" og voru stofnendur hans aðallega það fólk, sem fór sem börn til Norðurlanda á þrengingarárum stríðsins og dvaldist þar lengri og skemri tíma. í sambandi við þenn- an kliibb cru líka klúbbar hinna ýmsu Norðurlanda. Fyrir skömmu flutti barón Tlans v. Jaden fyrirlestur í klúbbnum urn ísland og sýndi 80 skuggamyndir héðan. Auk þess voru menn látnir hlusta á 4 grammófónplötur með islenzkum söngvum, þar á meðal "('). guíS vors lands," og hlýddu menn á það standandi. Söngkonan Frieda Elsner söng fjögur lög eftir Kaldalóns. J. Schopka konsúll hafði geíið klúbbnum stóran íslenzan fána og blakti hann nú í fundarsalnum í fyrsta skifti.—Mbl. BANKARÁN I ASHERN Síðastliðinn föstudag ræudu tveir ungir illvirkjar útibú Com- merce bankans í þorpinu Ashern hér í fylkinu og námu á brott með sér $4.500 í f n'Su; börðu þeir niður bankastjórann, O. B, McGiffin, eftir að hann hafði þverneitað skip- un þeirra um að hypja sig tafar- laust inn í öryggisskáp bankans, á- samt ungfrú C. Ford, stúlku, er um bókhald útibúsins annaðist. ; skutu þeir jafnframt á og særðu, Mr. C. I). Anderson, forstjóra rjómabús- ins í þorpinu, er í sömu andránni bar þar að. Síðan hröðuðu ræn- ingjarnir för sinni norður cá bóg'nii í sleða. Jafnskjótt og hljóðbært varð um atburð þenna, hóf ríkis- lögreglan leit með aöstoð borgar- anna í grendinni, og tókst henni eft- ir langa og harða útivist, að rekja slóð þeirra til bændabýlis eins, er liggur um þrjár mílur vestur af Moosehorn, en þar höfðu þeir tek- ið sér bækistöð. Er lögreglan gerði vart við sig á bænum, skaut annar ræningjanna sig samstundis til dauðs, en hinn var þegar handsam- aður. Sá, er sjálfsmorð drýgði, hét Peter WHnters úr Rirch Lake héraði, 24 ára að aldri. Hinn, sem tekinn var í gæzlu, heitir Ephraim Kortz, og er 23 ára gamall; var hann f lutt- ur hingað til borgarinnar og fer hér fram rannsókn í máli has einhvern liinna næstu daga. ÁTTA MANITOBA LÖG- FRÆÐINGAR FA K.C. NAFNBÓT Samkvæmt tilkynningu frá dóms- málaráðgjafa Bracken stjórnarinn- ar i Manitoba, Hon. W. J. Major, hefir átta lögfræðingum í fylkinu verið veitt K.C. nafnbót. Eru það þeir J. W. Arsenych, Stuart S. Gar- son, M.L.A., J. Allison Glen, fyrr- um sambandsþingmaður, C. V. Mc- Arthur, Archie MacCauley, D. O. Ovens, John K. Sparling og Max Steinkopf. KJÖRINN TIL BOROAR- STJÓRA í ST. BONIFACE Siðastliðinn föstudag fóru fram borgarstjórakosningar í St. Boni- face. Úrslitin urðu þau, að fram- bjoðandi hins óháöa verkamanna- flokks, G. H. Barefoot, náði kosn- mgu með 215 atkvæðum umfram keppinaut þann, er næstur honum komst. Fimm keptu í alt um em- bætti þetta. Hinn nýkjörni borg- arstjóri er rúmlega hálf fimtugur að aldri og hefir um allangt skeið verið í þjónustu Canadian National járnbrautarfélagsins. I Hnitbjargarholti Hitli eg u])j)i' í holtunum hjónaleysin fín, einn af prúðu piltunum, sem pressar fötin sín og eina af stoltu .stúlkonum með sterkjað kragaHn — líkleg til að leika sér við ljóð og dans og vín. Þá reis fögur draumadýrð frá dauða í brjósti mín'— hún var fín og hýalín, hunangsbrauð og Rínarvín. Þarna uppi á þúfunum þ'au höfðu faðmað, kyat-------- horfði eg ;i hann um stund og hana af mestu lyst, af því hún var svo yndisleg ástarmjúk og þyrst. Ástin þegir alla vega, eins og fugl á kvist' og ástin talar eilíflega og er í hjörtun rist— greindir nærri geta og reyndir gleðjast síðast meira, en fyrst. Klappaði eg á kollinn hennar, kvaddi líka ihann. Brostu til mín bæði í einu, en blessuð sólin rann— þau hafa séð, að þetta var þögul bæn og enn geymdi minning gamla stund— glöddust þarna tvenn! Gekk eg heim af góðum fund'. Geng til þeirra senn, ástarsæll og syngjandi, í sátt við alla guði og menn. Héma kemur, kæra mm, -1 kvæðisbrotið mitt, sem eg sagðist ætla' að yrkja um ástaskotið þitt og Iéta prenta, litli, fíni l.jósálfur, svo alt sé kvitt. Síst af öllu svík eg, hvað eg sver við nafnið þitt, og nú er eg líka að láta það í ljóðastafnið mitt— þig eg set í sama stað, í sólskin alla vega litt. Alt er geymt og engu gleymt, elskulegu börn— oft eg hjala einn og mala >eins og Gróttakvörn, kveðst ei á við ramma risa, en raula þetta á svanatjörn; en eg er líka stundum stór og sterkur eins og hvítabjörn. —Hljómi ungar ástatungur yfir þessi holtabörn, ljómi og svífi yfir ykkur Æolsharpa og konungörn! Sigurður Siffur&sson frá Amarholti. FRIÐRIK SVEINSSON SJÖTUGUR Á síðastliðið sunnudagskvöld var hr. Friðriki Sveinssyni málara, haldið fjölment samsæti í kirkju Sambandssafnaðar í tilefni af sjö- tugsafmæli hans. Var þetta marg- háttaður mannfagnaður (og mikið um ræðuhöld. Friðrik Sveinsson er gáfumaður og listrænn meö fágætum. I'ví miður hefir hann aldrci átt þá að- stöCu í lífinu, að geta helgað list- inni óskifta krafta. Hann er liio' mesta prúðmenni og ern sem ung- ur væri. Lögberg færir honum innilegar árnatSaróskir á afmælis- dasfinn. DÓMSFORSETI KVONGAST Þann 29. desember síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband Sir Gordon Hewart dómsforseti í hæstarétti Breta og ungfrú Jean Stewart, lijúkrunarkona. Brúðgum- inn er 64 ára að aldri, en brúðurin stendur á þrtugu. Ekki varð hljóð- bært um hvað til stæði fyr en einni e8a tveimur klukkustundum áður en hjónavígslan fór fram í Tattridgc kirkjunni i Hartfordshire. SVEINN THORVALDSSON, kaupmaður Samkvæmt fregnum er birtust í dagblötSum Winnipegborgar á nýársdaginn, hefir konungur Breta sæmt hr. Svein Thorvaldsson kaupmann í Riverton hinni svonefndu Empire ()rder; er þetta mikil virðing og makleg. Mr. Thorvaldsson kom ungur til þessa lands og hefir með aíburða dugnaði rutt sér sjaldgæfa braut á svioi iiSju og athafnalífs. Mr. Thorvaldsson nýtur góös álits í héraði og þykir í hvívetna hinn mesti mannkostamaour. AFTURHALDSMENN SKERA UPP IIERÖR Með tilliti til þess hve mjög fer nú að draga að sambandskosning- um, komu allmargir af forsprökkum aíturhaldsflokksins til fundar við Ilon. T. G. Murphy, innanrikisráð- gjafa á Fort Garry hótelinu hér í borginni. Voru þar mættir allflest- ir sambandsþingmenn flokksins HéCan úr fylkinu, auk fylkisþing- manna og þeirra annara, er ant láta sér um Bennett-stjórnina og lífdaga hennar. Mun nokkuð hafa verið rætt þar vœi undirbúnmg kosninga og fylgisöflun.. Dagblöð borgar- innar káta þess getið, að flestir fundarmenn haíi verið því mótfalln. ir, að til kosninga yrði gengið fyr en í fyrsta lagi í ágústmánuði næst- komandi. Til Friðriks Sveinssonar á sjötugs afnidH hans. í nafnfrægðaríki þeir nema sér lönd, sem námsfórnir listinni bera, sem gáfu' 'lienni óskiítan hug sinn og hönd og höfðu' ekkert annað aÖ gera, .lá, þeir eiga heiður og hefð fyrir alt-.— En hærra í röðinni stendur sá þulur, s;'m listinni þjónustu gall með þi-ovttar og starflúnar hendur. lTm hug 'hans sló birtu þess himneska báls, er hitar burt jarðneakar fannir; hann fékk ekki notið þess nema til hálfs, því neituðu daglegar annir. Þœr barstann í hendi 'hins margfróíía manns, ]>ví miður, oft dæmdn að þegja, sem l>eið eins og túlkur að hugsjóimm hans og hafði frá mörgu að segja. Við finnum hvo þjóðræknis fleyið er valt, —að flest er þar sundrað og tapað,— en þökkum þér, Friðrik, í einlægni alt, sem önd þín og mund hefir skapað. Og hamingjan signi þín sjötíu ár og sál 'þína gefi' okkur lengur, sem alt af var b.jöri eins Og himininn hár, og hrein eins og óspiltur drengur. Si.a. Júl. Jóhanness&n. FJÓRTAN TEKXIR AF LÍFl A mánudaginn þann 31. desem- ber síðastliðinn, voru fjórtán rúss- neskir commúnistar teknir af lífi í T^eningrad ef tir að haf a verið f undn. ir sekir í herrétti um það að hafa verið beinlinis og óbeinlínis valdir að morðinu á Sergel Kiroff, hátt- standandi embættismanni Soviet- stjórnarinnar og einka trúnaðar- manni Stalins. ÓLEYFILEGAR ÚTVARPS- STÖDVAR f Memel-héraðinu í Lithaúen hefir þessa dagana heyrst til tveggja óleyfilegra útvarpsstöðva, sem senda á sömu öldulengd og stöðin í Kow- no, og eyðileggja útvarp frá henni á stóru svæði, enda er því lýst yfir í útsendingum stöðvanna, að þær séu beinlinis settar upp til þess að trufla fyrir Kowno. Útvarpsstjórn- in i Lithauen er að láta rannsako málið, og þykir líklegt að önnur stöðin muni vera nálwgt höfninni í Memel. Truflunarstoðvar þessar senda báðar á þýzku. og kalla sig afkáralegum nöfnum. TJÓNIÐ 1 ÞINGEYJARSÝSLU í ofi'iðrinu 27. október Komnar eru til Júlíusar Havsteen sýslumanns matsgerðir yfir tjón það, sem varð á Þórshöfn, Kópa- skeri og á Tjörnesi i ofviðrinu og stórbriminu þ. 27. október. \ Þórshöfn er tjónið metið á kr. 22,940. Af því er tjón á fasteign- um metið á kr. 8,650. Þar skemd- ust meðal annars byggingar og fisk- hús. Tjón á bátum er metið á kr. 6,230, en tjón á salti og fiski kr. 8,060. Á Kópaskeri urðu skemdir á bryggju er metnar eru á kr. 3,500. En auk þess tók brim þar olíu og bensín fyrir nokkur þúsund krónur. Á jörðunum Núpaskötlu, Odds- stöðum og Rifi á Melrakkasléttu urðu skemdir á túnum og varplónd- um og á Skinna'.óni tapaðist trillu- bátur. A Tjörnesi mistu menn 7 báta. Er bátstapi á ísólfsstöðuin tilfinnanlegur. Þar fór trillubátur. Auk þess brotnaði fiskhús í Kerl- ingarvík, er Páll Kristjánsson á Húsavík átti.—Mbl. 2. des. ISLENSK USTSÝNING I HÖFN A fullveldisdaginn t. desember, var opnuð íslenzk listsýning að Charlottenborg í Höfn. Sýnendur eru þeir málararnir Þorvaldur Skúlason og Jón Engilberts, og Sigurjón Ólafsson myndhöggvari. Stjórn Akademisins danska bauð þessum ungu listamönnum að halda þar sýningu þessa.—Mbl. 4. des. TUTTUGU ARA AFMMLI Ário' 1914 var þjóbkirkjan* i Hafnarfirði bygð og vígö í desem- ber sama ár. Aður þurftu Hafnfirðingar að sækja kirkju að Görðum á Alfta- nesi, en það gátu þeir náttúrlega ekki sætt sig við, eftir að fólki f jölg- aði að nokkru ráði i Hafnaríiroi. Minningarathöfnin hófst með messu í kirkjunni kl. 5 síðd. Séra Garöar Þorsteinsson prédikaði. Samsæti var haldið i Goodtemplara- húsinu um kvöldiÖ og sátu það hóf hátt á annað hundrað manns, safn- aðarmenn og gestir þeirra. Meðal gestanna voru þeir dr. theol. Jón Helgason biskup og Bjarni Jónson dómkirkjuprestur. Mbl. 4. des. TEKJUHALLI Á BRETLANDI Símað er frá Lundúnum þann 1. |>. 111., að skýrslur fjármálaráðu- neytisins brezka við lok október- mánaðar síðastliðins, hafi borið með sér $550,000,000 tekjuhalla. En nú liefir fjármálaráðgjafi tilkynt, að í lok fjárhagsársins numi verða um þó nokkurn tekjuafgang að ræða. Fjárhagsár l'.reta endar siðasta febrúar næstkomandi. EINRÆÐI I BOLIVIU Dr. Salamanca, forseti Bolivíu het'ir tekið í sínar hendur æðstu yf- irstjórn hermálanna í landinu. Sam- kvæmt síðustu fregnum er búist við að þjóðstjórn, með einræðisvaldi, verði komið þar á laggirnar, og hafi hún í hyggju að semja frið við Taraguay. ]\Iiklar kröfugöngur hafa undan- farið farið fram í landinu. Fregn- irnar um ófarir þær, sem her Boli- víu beið nýlega virðast nú vera órðnar á hvers manns vitorði í landinu, og hafa þær mjög stutt afi því, að vekja andúð meðal þjóðar- innar gegn aframhaldandi ófriði. Slys á Vesúvíus Þann 29. þ. m. varð járnbrautar- slvs á N'esúviusfjalli, þar sem 12 manns létu lif sitt. MEN'S CLUB Á þriðjudagskvöldið þann 8. janúar, 1935, verður skemtifundur í Men's Club í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju. kl. 6.30. Ræðu- maður verður séra Jakob Jónsson. MikitS verður þar og um íslenzka söngva, er ætlast er til að allir taki þátt í. Þetta verður alíslenzkt skemtikvökl, og má því vafalaust búast við fjolmenni miklu. Framreidd verður máltíð á fundi þessum og verður sezt að borðum stundvíslega kl. 6.30.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.