Lögberg - 03.01.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.01.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEJJG, FIMTUDAGINL 3. JANCAR 1935. 7 Pétur B. Borgfjörð Frá sviplegum dauða þessa unga manns skýrSu fréttablöð- in síðastliðiS haust, þá hann druknaSi í Wintiipeg-vatni n. sept- ember, er hann einn á bát var aÖ vitja um net nálægt Wtnniiieg Beach. Pétur B. BorgfjörS var fæddur 12. júli IQ04 á Innri- Bakka í TálknafirSi í Vestur-BarSastrandasýslu á íslandi. For- eldrar hans eru GuSmundur Kolbeinsson BorgfjörS, ættaSur úr NorSurárdal í Mýrasýslu og Matthildur Jónsdóttir frá Tungumúla á BarSaströnd viS BreiSafjörS. Er heimili þeirra öldnu hjóna nú viS Winnipeg Beach. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum á Bakka í Tálkna- firöi og Bíldudal í ArnarfirSi unz hann var niu vetra. Fluttist hann þá meS foreldrum sinum vestur um haf. Dvaldi hann hér vestra í foreldrahúsum til dauSadags, fyrst þrjú ár á Gimli, en síSan ávalt viS Winnipeg Beach á húgarSi þeirra. StundaSi Pétur cinatt smíSar, svo og fiskiveiSar á Winnipegvatni ásamt bræSrum sínum. Pétur var mesti efnismaSur, velgefinn til munns og handa, bókhneigSttr og vel lesinn, reglumaSur í hvívetna, sérlega vin- sæll og prúSur maSur. Hann var mjög hjartfólginn foreldrum sínum og systkinum og er þeirra harmur átakanlegri en orS fá lýst, eftir hinn sviplega missi hins ástfólgna sonar og bróöur. Eftirlifandi systkini Péturs eru : “Sæmundur og ÞorvarSur LÚSvík, báSir enn í föSurgarSi; ValgerSur, eiginkona GuSlaugs skipstjóra Rrynjólfssonar í Vestmannaeyjum; og GuSrún, gift Bjarna Þorbergssyni, húsasmiS á Akureyri. Pétur heltinn var borinn til moldar laugardaginn 15. sept- ember. JarSarförinni stýrSi hr. Paui Bardal frá Winnipeg, en helgisiSum gegndi sýra Björn Bl Jónsson. Flutti hann fvrst húskveSju á heimili foreldranna viS Winnipeg Beach og síSan fór fram kveöju-athöfn í útfarastofu A. S. Bardal í Winnipeg. \"ar svo líkiS lagt til hinstu hvíldar í Brookside grafreit í Win- nipeg. Var fjöldi fólks viS útförina, íslenzkt og af öSrum þjóSum. Ættingjarnir þakka öllum þeim, er sýndu þeim ástúS- lega sainhygS i sorginni mcS því aS senda bæSi blómsveiga og samúSar-kveSjur og á marga vegu aSra. Sonar síns hins elskaSa minnast foreldrarnir meS ást og þakklæti, og geyma minningu hans sem helgan dóm í hjörtuni sínum. Þau hugga sig viS von eilífs lífs í trúnni á Jesúm Krist og bíSa vonblöS unaSsríkra endurfunda á landi sælunnar. —B. B. J. SAGNIR AF VATNSNESI Franih. frá bls. 5 heimiliS brotiS svo niSur sem veröa mátti, og sneru nú flestir viS því baki. 1 einangrun, fyrirlitning og skorti varS SigurSur aS ala upp börn sín i Katadal, og geta nú fáir gert sér i hugarlund, hyílík, mann- raun þaS var. Seni lítiS dærni skal hér ein sögn tilfærS: Skömmu eftir aS FriSrik var tek- inn af lífi, en Þorbjörg færS utan til hegningar, var mjög harSur vet- ur (1834—35 ?). Þá lá í stórhríS- um frá því á jólaföstu og fram yfir jól. Vildi þá þaö óhapp til í Kata- dal á Þorláksmessu, aS eldurinn dó, og ekki unt aS sækja eld á aSra bæi vegna hríSa, fyr en á fjórSa dag jóla. Allan þenna tíma var ekki hægt aS kveikja ljós í Katadal, og engan mat hita, hvaS þá sjóSa. KallaSi SigurSur þetta “svörtu jólin.” Aldrei æSraSist hann um þetta né annaS; þarf enginn annan aS spyrja hvílíkt þetta var, ef hann þekkir stórhríSar í skammdegi noröanlands. Plitt þekkir enginn, hve aSrar ástæSur lágu þó þyngra á fjölskyldunni í Katadal heldur en algerS vöntun elds og ljóss. Eina ljósiS, sem SigurSi var ekki varnaS aS kveikja fyrir sér og sin- um, var aS ríma stöku viS og viS. Er nú fátt til eftir hann, og veldur því mest, hve mjög hann einangr- aSist í ógæfu sinni. Þó er eitt kvæSi til heilt eftir hann, en þaS er ljóSa- bréf er hann sendi Þorbjörgu konu sinni er hún var í fangelsinu, og nefndi hann þaS Vetrarkvíöa. Var SigurSi sagt, aS svo væru bréf til fanganna grandskoSuS og af mikilli tortrygni, aS ekki væri vert aS hafa í þeím nokkuS þaS, er misskilja mætti; aSeins um daginn og veginn. Ber VetrarkvíSi nokkur merki þess. Skulu hér tilfærSar úr honum nokkrar vísur, sem betur en alt ann- aS sýna ástæSur SigurSar á þessum tnisserum: 7 En fyrst mig kala forlögin, í f jarÖlægS ala barm viS þinn, þig viS tala í þetta sinn Þórs árgala sendi minn. 8 Angursskeytum aS kastar, á mér steyta raunirnar, aS þér leita eg alstaSar, en ei hér veit hvaS líSur par. 13 Litt nú deyfir mótgang minn mér þótt leyfi svefnhöfginn tæru dreifa tári á kinn og tóm um þreifa rúmfötin. 14 Hrund þar veiga fyrst ei finn fækka mega vilkjörin; hugmóS eiga hlýt eg minn og harma teyga bikarinn. 15 AugaS grætur óhöpp sín, yndisglæta dauf því skín. Dofna bætur, dafnar pín, daga’ og nætur sakna’ eg þín. 16 FaSm út breiSa myndi minn, motursheiS’ ef sorgbitin —frí viS neySar fádæmin — fengi aS leiSast hingað inn. 17 Álmanjóti örmæddum upprann bót í þankanum : MeS trygSahóti tveim höndum tek þér móti í himninum. 18 Hepnast þá meS hamingju hólma bráins kornekru, í faSmi ódáins fullsælu faSma og sjá aS eilífu. 19 “Ei skal kviSa,” sé vort svar, “senn hjá líSa raunirnar. HarSfengt stríSiS hérvistar himins prýSi kórónar.” 23 Svo framt Rínar varma ver vit ei dvíni’ og kraftarnir og máli týna tungan fer trygS skal mína geyma þér. 24 Veröi sjórinn vellanai, viSa foldin kalandi, hellubjörgin hrynjandi, hugsa eg til þín stynjandi.*) 25 Þó aS kali heitan hver, hylji dali jökull ber, steinar tali — alt hvaS er, aldrei skal eg gleyma þér. *)Þessar tvær visur, sú 24. og 25., hafa oft veriS ranglega eignaS- har Vatnsenda-Rósu. 28 Mín sú ræSa einlæg er, unnar glæSa storSin hér, aS biSja’ algæSa gnægS sem ber, guS upphæSa fyrir þér. 29 Hjá þér safnist heillirnar, hjartans kafni raunirnar, yndi dafni’ og alt sem bar áSur nafnið glaSværSar. 31 Himnar, vindar, höfin lönd —hvaS sem myndar drottins hönd— þinni bindi unun önd, Ofnis linda fögur strönd. 34 Af engri þurSu ann eg þér öllum burSum lífsins hér naSurs furSu nokkur ver nafn SigurSar meSan ber. 35 Brostinn prýSi baghendur, bragurinn hlíSi líns sendur, von og striSi venslaSur, VetrarkviSi réttnefndur. Vist hlýtur sú kona aS vera mik- ilhæf, sem nýtur slíks ástríkis bónda síns í gegnum þær mestu þrenging- ar, sem manni geta mætt. Þó var Þorbjörg borin því ámæli, þá löngu liSin, aö hún hafi þókst ofgóS bónda sinum, og þvi ekki fariS heim til hans er hún kom úr fangelsinu. Þessu hrinda kirkjubækur Tjarnar- kirkju algerlega, því þær telja hana húsfreyju i Katadal 1836, en þaS ár kom hún heim. VoriS eftir flytjast þau hjón og Bjarni sonur þeirra aS Tjörn, til séra Ögmundar SigurSssonar, en Elinborg dóttir þeirra fer aS búa í Katadal. SiSar er þeirra ekki getiS í manntali, en SigurSur andaSist i Tungu, hjá Bjarna syni sinum 1839, “úr vatns- sýki.” Þorbjörg var í Tungu þang- aS til, en fluttist næsta ár suSur á land. Oft er þaS, þegar þessir ættmenn koma í huga minn, aS þá minnist eg oröa Bjarna Thorarensens um Odd Hjaltalín: Undrist enginn upp þó vaxi kvistir kynlegir, þá koma úr jörSu harmafuna hitaSri aS neSan og ofan vökvaSri eldregni tára. Skal eg nú reyna aS finna þessum orSum staS: Af börnum SigurSar í Katadal komust, auk hinna fyrgreindu önnur tvö til fullorSins ára: Ingibjörg og Bjarni, AS vonum báru þau alla æfi djúp sár eftir uppvaxtarárin. BæSi voru þau prýSilega hagmælt, þótt nokkuS væru þau ólik aS ööru, og var Ingibjörg veiklyndari en Bjarni. Hún er fædd í Katadal 9. april 1816, og ólst þar upp. Vitnis- burSur hennar viS húsvitjun, er hún var tólf ára er þannig: “Skrifandi, kann vel, les sæmilega.” Er þetta góSur vitnisburSur, því á þeim tíma var óvenjulegt aS bændadætur lærSu aS skrifa. Ingibjörg fluttist úr átthögunum suSur á Álftanes og giftist þar. Var hún raunakona mikil. Nokkra af- komendur á hún, og eru þeir flestir á SuSurlandi. MikiS unni hún Sig- urSi Bjarnasyni frænda sínum og orti eftir hann fögur erfiljóS. Er þetta upphaf þeirra: Hvert er nú vinar í veröld aS leita? Vorblómiö æskunnar fölnaSi skjótt ; hádegi lífs nam í lágnætti breyta ljósanna faSir svo óvörum fljótt. Rósirnar falla á fegursta skeiSi, fullkomnum þroska svo varla þær ná, glansandi liljurnar blöSin þó breiSi bæla þær skakviSrin ofsaleg þrá. Þyngir á hömrunum, þungt er aS frétta þrumurnar • dauSlegar ganga svo nær. Tárin af hvönnunum dynja og detta, dagar aS svartnætti verSa þvínær. Sorganna blæju eg sveipast aS nýju. því sjónar eg misti af kærasta vin; hann sefur í bylgjunnar faSmlögum fríu, feldur af svipvindis bráSIegum hvin. Bjarni sonur SigurSar í Katadal er fæddur 9. febr. 1818, og ólst upp hjá föSur sínum. Einhverrar upp- fræSslu hefir hann notið í uppvext- inum, því þrettán ára fær hann þennan vitnisburS viS húsvitjun: “Vel gáfaSur, vel kunnandi, mikill fyrir sér.” ÁriS 1839 kvæntist hann NáttfríSi Markúsdóttur, Arn- grímssonar lögsagnara á MelstaS, og er þaS merk ætt og fjölmenn um Húnavatnsþing. ÞaS ár byrjuSu þau búskap í Tungu á Vatnsnesi, meS mjög lítil efni. Þar eignuSust þau sex börn, sem komust úr æsku. og verSur þcirra getiS síSar. Áriö 1856 fluttust þau aS Katadal og bjó Bjarni þar til 1864, aS hann hluttist aS HlíS á Vatnsnesi, en ári fyr hafSi hann mist NáttfríSi konu sína. í HlíS bjó hann meS ráSskonu, Kristínu Jóhannesdóttur, til 1874, en þá brá hann búi og flutt- ist vestur um haf meS börnum sín- um þremur og Kristínu. Er taliS aS Bjarni færi nauSugur vestur, og drægi þaö hann helst til, aS skiljast ekki viS yngri börn sín, er þá fóru. Bjarni var greindur vel, og harS. ur í horn aS taka, ef á hann var leit- aS og svaraSi ætíS jöfnum orSum, viS hvern sem um var aS eiga, hvort sem var í bundnu máli eSa óbundnu. HöfSu uppvaxtarárin kent honum, aS ekki hafSist annaS upp úr auS- mýktinni en nýjar litilsvirðingar. Svo tók hann sér nær um örlög Friðriks bróSur sins, aS hann talaði ekki um þau. ViS vín sagði hann einhverju sinni viS vin sinn, aS um FriSrik mætti hann ekki tala, þvi þá klökknaði hann, en klökkvi hentaði ekki í þessum heimi. Tvo sona sinna nefndi hann nafni FriS- riks, eftir bróður sínum. VarS sá fyrri skammlífur. Þótt Bjarni væri stundum nokk- uS hrjúfur ákomu og ekki allra leika, einkanlega þegar hann var viö vín, þá angraði hann þó aldrei lítil- magna. Var hann brjóstgóSur viS alla, sem bágt áttu, og svo barn- góður að i minnum er haft. TjáS hefir mér veriS aS Einar H. Kvaran hafi sagt, aS Bjarni stæði sér fyrir minnissjónum sem sérstaklega blíS- ur maður, meS afburða-sterka bók- mentahneigð, en Einar var þá vita- skuld á bernskualdri, er hann kynt- ist Bjarna, og viö honum mur.di Bjarni því hafa snúiS betri hliS- inni. HestamaSur var hann og ól vel reiShesta sína, þó aS hann væri efna- lítill fram eftir æfi. HafSi hann rðiðhest sinn jafnan skaflajárnaS- ann á vetrum, þótt þaS væri ekki al- gengt meS smærri bændum, og lét hann hvern tala þar um sem vildi. Því hafSi verið haft aS orðtaki á Vatnsnesi, ef sást til ríðandi manns aö vetrarlagi, aS þar væri annaS- hvort presturinn eða fjandinn hann Bjarni í Tungu. Voru þeir þá til, sem þótti þetta tvísýnn mannjöfn- uður fyrir prestinn, en Bjarni henti gaman aS vandamálum þeirra. Framh. Baldvin Halldórsson / FACRASKÓGI. Baldvin var fæddur 28. júni 1863, aS HamarsgerSi í Mæli- fellssókn í SkagafjarSarsýslu. Sjö ára að aldri fór hann frá foreldrum sínum til frændfólks síns, aS EiríksstaSakoti í Svart- árdal og þaSan eftir eins árs dvöl aS Gili í sömu sveit. Þar var Baldvin sex næstu æfiárin; dvaldi hann svo á ýmsum stöðum á æskustöðvum sínum, og siðast á SkeggjastöSum í Svartárdal, unz hann fór alfarinn til Ameríku, áriö 1894. Foreldrar Baldvins vorú hjónin Halldór Jónsson frá Álf- geirsvöllum í SkagafirSi og Ingibjörg Tónatansdóttir frá Minna- Árskógi viS EyjafjörS; fluttu þau til Vesturheims áriS 1876, námu land og bjuggu lengi á HalldórsstöSum viS íslendinga- fljót. Halldór dó 28. april 1912, en Ingibjörg kona hans, 15. maí 1922.— Systkini Baldvins nú á lífi eru: Páll, um lagt skeiS bóndi á Geysir i Gevsisbygð, til heimilis í Riverton. Margrét (Mrs. Stefánsson) í Vancouver, B.C., Þorbergur, til heimilis í Winni- peg, Indiana (Mrs. Carelli) búsett í British Columbia. Jón til heimilis að ITecla P.O., Man. Maria (Mrs. SigurSsson) í Steep Rock, Man. Tistran til1 heimilis í Edmonton, Alta. Látnir eru: Trvggvi, er bjó aS VíSir, Man.; Jóhann, lengi búsettur í Winnipeg, Man. og Halldór, siðast bóndi viS Siglu- nes, Man. Þann 4. apríl 1900 giftist Baldvin Jóhönnu Maríu Ólafs- dóttur; er hún fædd aS KolsstöSum í BeruíirSi 7. april 1877, dóttir Ólafs bónda Oddssonar, síðar í Fagraskógi viS íslend- ingafljót, og konu hans Kristbjargar Antoniusdóttur. Baldvin og María bjuggu um langt skeiS—nærfelt tuttugu ár— að Baldurshaga í GevsisbygS í Manitoba, en í Fagraskógi viS Riverton þaðan af. Börn þeirra Baldvins og Maríu eru: Herbert, giftur Vald- heiði Eastmann, Riverton; Tngibjörg, gift Marino Thorvaldson, Bissett; Albertína, gift C. R. Benson, WSnnipeg, Man.; Baldvin og Sigrún, eru bæði heima hjá móður sinni. Baldvin bóndi andaðist að heimili sínu þann 18. sept. s. 1., eftir stutta legu; hafSi heilsa hans veriS allgóö tíFþess TIma. JarSarför hans fór fram þann 21. sept.; var kveðjuathöfn fyrst á heimilinu, og svo frá kirkju BræSrasafnaSar í Riverton, aS viSstöddu dæmafáu fjölmenni. Séra Jóhann Bjarnason prestur á Gimli, en fyrverandi sóknarprestur í NorSur Nýja íslandi mælti kveðjuorð og jós moldu.— Baldvin var maSur gæddur mjög góSri greind og prýðisvel hagorður, enda vel þektur hagyröingUr á íslandi áSur en hann fluttist vestur um haf. Sumar vísur hans eru á margra vörum, eins og t. d. þessi, sem birt er í StuSlamálum Margeirs Jóns- sonar TI. hefti, bls. 28, og nefnd er “DæmiS ekki”: Dómar falla eilifð í, öld þótt spjalli minna, gæta allir ættu því eigin galla sinr^. Ýmsar stökur Baldvins munu lengi lifa í hugum samferða- manna hans, svo smellnar og ljúfar sem þær margar eru; odd- hvassar gátu þær stundum verið, en mistu sjaldan marks. og voru að jafnaði ágætlega vel ortar. Get eg ekki varist aS birta aðra stöku, er hann nefnir “Bókfýsi og búsumhyggja”; er hún í StuSlamálum, bls. 29: Lýt eg minni lestrarþrá, læt mig einu gilda, þó að togist talsvert á tilhneiging og skylda. Mun þaS mála sannast aS alla æfi þráði hann bókfræöslu og mentun, er æskukjör hans meinuðu honum aS njóta, og ábyrgS fullorðinsáranna gat ekki samrýmt. En slík innibyrgS mentaþrá mótar mann—gerir viðhorfiS annaS og erfiðara; beið hann þess ekki bætur aS hann naut ekki uppfræðslu i æsku, sem hann m-jög þráði, né hins, aS æska hans var hrakningasöm og meðal vandalausra lágu sporin hans. þegar hann var á bernsku og ungþroska aldri.— Baldvin var prýSilega skemtinn í viSræSum og góður heim aÖ sækja. Hann var tilfinningamaÖur og átti djúpa samúS meS mönnum og málleysingjum. Hann var maður mjög barngóður : umhugað var honum um að öllum skepnum liði sem bezt. Hann var elskulegur eiginmaður og ágætur faöir; er því stórt skarS höggviS í hóp ástvina viÖ burtför hans, og cr hans sárt saknaS af þeim öllum. Þeim fækkar nú óSum eldri mönnunum, meö glöggu íslenzku sérkennin—skáldmæltu mönnunum, er túlka heiSablæ og há- f jallaloft íslands—og viS fráfall þeirra má segja, eins og skáld- iS forðum kvaS: En iltuur horfinn innir fyrst urta hvers bygðin hefir mist. Eiga þau orS viS um Baldvin bónda í Fagraskógi. — Leyfi eg mér svo í lok þessara minningarorða að lána ljúfa stöku eftir hr. Hjálmar Gíslason, lokaorS í ljóSi, er hann orti um Baldvin; eru þaS kveðjuorð ástvina, og allra er syrgja hann látinn; Skuggar allir yfir grund austur falla héðan.-— Vonin kallar vinafund. Vertu sæll! á meSan.” SigurSur Ólafsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.