Lögberg - 21.02.1935, Page 6

Lögberg - 21.02.1935, Page 6
fi LÖGBERCr, FIMTUDAGINN 21. FEBRtJAR 1935. Heimkomni hermaðurínn Jamie hugsaði sig um stundarkom, án þe&s að svara. Einhver varð aS brjóta ís- inn og flytja harninu tíSindin, eins og þau í raun og veru voru. StóS nokkrum öSmm þaS nær en honum, ur því sem komiS var! Hann mælti því fram undur hljóSlega eftirgreind orS og lagSi í þau einkennilegan hita: “Barn- iS mitt! Kom þér þaS nokkru sinni til liugar, aS bvflugnameistaranum þætti jafn vænt um, hvaS þá heldur vænna um, nokkra lifandi veru og þig?” “ÞaS er langt síSan eg vissi aS býflugnameistarinn unni mér eins og góð- ur faSir getur heitast unnaS barni sínu. Mig grunar þó aS ávalt hafi ein'hver litiS mig öf- undarauga, eða séS ofsjónum yfir ástríki bý- flugnameistarans í minn garS. 1 þessu sam- handi get eg ekki hjá því komist aS minnast Margrétar Cameron; eg hefi alt af dregiS í efa aS henni hafi veriS nokkuS annara um Lolly dóttur sína en býflugnameistarann. ÞaS var alveg aSdáanlegt hve mikla nærgætni hún auðsýndi honum í smáu sem stóru. Eg efast um aS mamma ‘hafi nokkru sinni verið umhvggjusnmari viS pabba, og hefir þar þó ekki skort alúS. AS minsta kosti er þaS víst aS einhverja hugmyird ætti eg aS hafa um gift fólk; en um Margréti Cameron er það aS segja aS eg tel víst aS ekki mvndi hafa staS- ið á jái hjá henni, ef býflngnameistrinn hefði til dæjnis lagt fyrir hana vissa spurningu. En hinn látni <>ldungur l>ar aldrei neina slíka spurningu fram og hafði alveg áreiðanlega heldur aldrei í hyggju að gera það; hann elskaði aldrei aðra konu en Maríu: ])ó var nú samt að því komið aS hann lenti í neti; það var skömmu eftir aW kona hans var farin; þetta minnir mig á dansandi hana, eftir að búið er að höggva af honum höfuSið. Eg er nú að líkindum farin að tala af mér, eða segja þér of mikið í einu af því, sem eg senni- lega ætti að lialda leyndu. Mér hefði líkast til verið sæmra að láta talið snúast fremur um mig og framtíð mína. Eg efast um að býflugnameistaranum myndi hafa fallið það í t geð, að eg færi þannig að, er um einkamál hans var að ræða. Þetta kom líka aveg upp úr mér að óvörum. Mér er kunnugt um það, að býfugnameistarinn hafSi mætur á Mar- gréti; honum var það fullljóst hver gæðakona hún var og hve óhætt það var aS trúa henni fyrir hverju, sem var; hann hafði ánægju af að tefla við hana og stytta sér með því stund- irnar. Hafi Margrét nokkru sinni fengið þá flugu í höfuSið að býflugnameistarinn hefði meiri mætur á henni en öllum öðrum, þá hef- ir hún auðsjáanlega farið villur vegar, því mér er kunnugt um að svo var ekki; honum þótti vænna um mig; eg þurfti ekki að spyrja að því; hann sagði mér það hvað ofan í ann- að sjálfur.” “Nú jæja þá,” sagði Jamie; ‘‘ef þaS var rétt, að hann ynni þér öllum manneskjum öSr- um fremur og var fús á að fórna fyrir þig meiru í lífinu en nokkra aðra mannlega veru, var ]>að þá ekki eðlilegt, að hann gerði þær ráSstafanir síðastar, að þú skyldir verða að- njótandi eigna hans, eða aS minsta kosti bróð- urhlutans af þeim, að honum látnum!” i “Nú fer mig að renna grun í’hvernig í öllu liggur,” sagði litli skáfinn. Býflugnameist- arinn hefir vafalaust komist að þeirri nður- stöSu að hann ætti að eftirláta mér eigur sfn- ar; ef til vill þó ekki alt saman, því eitthvað hlýtur hann að hafa ætlað þér, sem ekki var lreldur nema réttmætt og eðlilegt, er tekið er til þess fult tillit hve vel þú reyndist. honum og levstir samvizkusamlega störf þín af hendi; það hefðu ekki allir farið í fötin þín eins og heilsu þinni var fariS; þeir enu ekki margir, er borið hefðu sömu umhyggju fyrir býflugnaibúinu og þú gerðir eða sýnt sömu nærgætnina í öllum sköpuðum hlutum. Svar- aðu nú spurningum mínum hreinskilnislega og afdráttarlaust: Arfleiddi hann okkur bæSi aS eignum sínum, eða skifti liann þeim öðruvísi niður? Eg get í rauninni svaraS spurningunni sjálf. Eg veit að hann liefir eftirlátið okkur báðum eignirnar, hvernig sem hann kann að liafa skift þeim.” “Þú átt kollgtáuna,” svaraði Jamie. “SíSustn ráSstafanir býflugnameistarans voru einmitt á þá leið; hann fékk Grayson la>kni skjal í hendur skÖmmu áður en hann skildi við, er hann fullyrSir aS tekið yrði gilt í hvaða rétti sem væri; í skjali þessu er svo mælt fvrir, að vestri ekra landeignarinnar, með þeim býkúpum, sem á henni eru, komi í þinn hlut, hinn helminginn á eg að eignast samkvæmt þessum fyrirmælum. Þér er það alveg í sjálfsvald sett hvernig þú hagar þér í þessu efni; hvort þú þiggur gjöfina, eða ekki, eða hverja afstöðu þú tekur; ferð þú vafa- laust aS ráði foreldra þinna. öðru máli er að gegna með mig; mér finst eg geti ekki und- ir nokkrum kringumstæðum veitt gjöfinni við- töku.” “Hvernig stendur á því?” spurði litli skátinn, og lagði þunga áherzlu á orðin. Sannleikurinn er sá, svaraði Jamie, að eg hefi ekkert, alls ekkert til þess unnið, að verða slíkrar stórgjafar, sem um er að ræða, aðnjótandi; eg hefi aðeins gert til þess lítil- fjörlega tilraun, að tefja ekki fyrir eðlilegri ])roskun þess, sem aðrir hafa sáð og lagt grundvöllinn að; eg hefi aðeins reynt af veik- um mætti að inna af hendi þjónustuskyldu, er menn í mínum sporum hefðu vafalaust int langtum betur af hendi; eg hefi hirt’ um bý- flugurnar og garðinn samkvæmt beztu vitund, þó eg efist ekki um að mörgum öðrum hefði á því sviði orðið meira ágengt en mér. Hvern- ig á eg, óverðugur, umkomulaus og þar að auki las'burSa, að sætta mig við það, að eign- ast heimili fyrirhafnarlaust; fá trygga og skemtilega framtíSarstöðu fyrirhafnarlaust; fá með öðrum orðum alla skapaSa hluti lagða upp í hendurnar á mér óverðskuldað og án nokkurrar minstu fyrirhafnar af minni eigin hálfu. Eg efast ekki um að mér gæti samt sem áður lærst að færa mér slíkt í nyt; að eg gæti tekið framförum í meðferS býflugnanna og þar fram eftir götunum, efa eg ekki, því nægur er bókakostur við hendina, er að því lýtur. Þó er þetta alt saman engu að síður langt of auSvelt; það líkist miklu fremur ljúf- um draumi en verulegri staðreynd. AtburSir, sem þessir gerast sjaldan í vöku.” Smávaxna persónan liugsaði sig þegj- andi um nokkra stund. Svo tók hún til máls og lagði um leið hendina vingjarnlega á öxl Jamie. “HlustaSu nú á mig! Þú heldur ef til vill að umbúðirnar, sem þú hefir um sárið á brjóstinu sjáist ekki frá bakmu, eða að minsta kosti einhver merki þeirra; þegar þú lýtur áfram, þá koma merki þeirra greinilega í ljós. Þér er fullkunnugt um þetta sjálfum þó þú berir þig karlmannlega og látir ekki á neinu bera. Þú hefir það á meðvitundinni eins og allir aðrir menn, að margt það ógeS- felda, sem í hlut þinn 'hefir fallið, sé í raun- inni með öllu óverðskuldaS. Og nú þegar eitt- hvað gott, svo sem gjöf, gefin þér af góðhug og trygð, berst upp í hendumar á þér, þá finst }>ér sem það hljóti að vera óverðskuld- að líka. En þetta er misskilningur og annað ekki; ÞaS getur ekki hjá því farið, að ein- hvern tíma komi að því í lífi sérhvers manns, að hiS góða 'berist upp í hendurnar á honum, engu síSur en þaS illa og ógeðfelda. Og hversvegna ættir þú þá ekki réttilega alveg eins að verða aðnjótandi ekru af landi með nokkrum býkúpum á, eins og spjótslags í brjóstið? Þú verður að hlæja úr þér allar meistarans, og virða fyrir þér allar aðstæSur grillur í sambandi viS erfSaskrá býflugna- með opnpm augum. Eg hefi heyrt fóllc tala um lögmál, uppbótarlögmál, eða hvað helzt sem ætti að kalla það, er að einhverju bæti upp eða jafni þau skakkaföll, er maður hefir orðiS fyrir í lífinu, þannig, aS þegar öll kurl komi til grafar, þá verði það æfinlega rétt- lætið, er á endanum geri út um sakir. Mér finst þó því nær óhugsandi að þetta lögmál nái til mín viðvíkjandi hinni óvæntu og miklu gjöf býflugnameistarans; eg fæ enn ekki bet- ur séð, en eg sé hennar með öllu óverðugur. ’ ’ “Lögmálið, sem þú mintist á,” sagði, þtli skátinn, gildir um alla menn og í öllum filfellum; að þú sért þar undanþeginn, nær vitanlega ekki nokkurri mfinstu átt. Þú átt ekki að eyða kröftum þínum í óþarfa grillur. Býflugnameistaranum hefSi aldrei komið það til hugar að arfleiða þig, ef hann hefði ekki verið fvllilega sannfærður um að í þér byggi maður, sem óhætt væri að treysta; maður, sem trúr yrði köllun sinni í lífinu, hver helzt sem hún kynni að verða. Molly benti mér einu sinni á IjósiS í hellinttm, er við rér- um á lítilli kænu fram meS klettinum; hún sagði mér, að hver sá, er auga kæmi á ljósið, hitti á óskastundina, ef tækifærið væri ekki látið ganga úr greipum. Eg sagSi Mollv að mig langaði til þess að óska mér einhvers; hún brann þegar af forvitni um að vita hvað það helzt væri, er eg myndi óska mér; það var engin ástæða til þbss að eg færi að segjahenni frá því. Eg hefi sérstaklega miklar mætur á Molly; hún á þó enga heimtingu á að vita um öll mín leyndarmál; hún er enn ekki trún- aSarvinur minn í sama skilningi og býflugna- meistarinn var og þú átt að verða. Og nú skal eg segja þér hvað það var er mig helzt af öllu langaði til þess að óska, er eg kom auga á jósið í hellinum; þaS var í sambandi við litla bróður minn; eg hefði af öllu hjarta óskað }>ess fyrst allra óska, að hann vrði ekki að landshornamanni, er hann kæmist upp, eða flækingi, sem yrði upp á náðir samferðamann- anna kominn þann og þann daginn!” James rels á fætur og tók litla skátann við hönd sér. Eg held við ættum nú að hraða för okkar heim, Jean, eða hvað finst þér um það, ” spurði Jamie. Litli skátinn sleit sig nú a.f Jamie og lioppaði af einni hraunnybbunni á aðra, þar til sundur dró með þeim. “Þér sýnist falla nafn mitt í geð.” ”NafniS lætur alveg ljómandi í eyra,” sagði Jamie; “samt verð- ur þaS ekki af því ráðið hvort þþ. sért piltur eða stúlka.” Nú var auSsóð að litla skátanum rann í skap. “Ertu enn að gera þér grillur út af þessu sama atriði; ertu enn aS gera úlfalda úr mýflugunni. Sé það rétt að við séum fé- lagar og þér sé treystandi til þess að gæta leyndarmála minna, þá hlýtur það að nægja að við verðum samferða heim og röbbum saman á leiðinni. ” “ Já; það sýnist mér líka, ’ ’ • sagði Jamie ofur rólega. Svo héldu þau af stað 'heim á leið í hægðum sínum. Þegar þau voru eitthvað hálfnuð eða svo, staðnæmdist litli skátibn alt í einu og horfSi á Jamie djúp- um, rannsakandi augum. “HvaS á eg nú, eftir ,á að hyggja, að kalla þig? A eg að kalla ‘þig býflugnameistara, eða aðeins Jamie, eins og eg hefi fram að þessu gert?” “Þú kallar mig ekki býflugnameistara um langt skeið enn. ASeins þeir, er lengi og samvizkusam- lega hafa starfað að býflugnarækt og unnið sérorðstír á því sviði, geta réttilega orðið slíks titiis aðnjótandi. Hinn burtsofnaði vinur okkar bar nafn sitt þar fyllilega með rentu, en sjálfur er eg að minsta kosti ekki enn því vaxinn að bera slíkt nafn með því, sem að baki þess felst, eða til grundvallar liggur. ÞaS nafn, sem eg fæ, ef eg á annað borð verð- skulda nokkuð nafn eða titil í þessu sambandi, verður að eiga rót sína að rekja til þeirra veiku viðburða, er eg' hefi látið í té við mín daglegu störf; það verður að standa í sam- bandi við þá ást, sem eg hefi á starfi mínu, þó það sé af hendi leyst á ófullkominn hátt. Eg hefi aldrei fundð til þess betur en einmitt nú, hve mikið skortir á að eg hafi öðlast þá þekkingu, sem óhjákvæmileg er í sambandi við býflugnaræktina; þessvegna er það, að eg hefi einsett mér að leggja alt hugsanlegt, kapp á lestur helztu fræðibóka, sem til eru í bókasafninu þessu viðvíkjandi. “Þettf* er nú alt saman gott og blessað,” sagði litli skátinn. “Þú heldur víst að þú munir örmagnast undir býflugnameistara- nafninu. Hvernig væri þá að hliðra vitund til og kalla þing býflugnavörð. Er þab ekki sniðugt nafn? Lætur það ekki fullvel í eyra?” “Það er ágætt. ÞaS er alveg ljómandi nafn; þaS fellur mér margfalt 'betur en nokkur sú nafnbót, er komin væri af þýzkum stofni. Er orðið býflugnameistari notað í þýzkri tungu, eða er þaS komið af þýzkri rót, ’ ’ spurði litli skátinn. OrSiS sjálft, er ekki þýzkt, en titill- inn var upprunalega þýzkur, eða notaður í Þýzkalandi. ” “Var býflugnameistarinn af þýzkum ættum?” “Nei,” svaraði Jamie; hann var enskur og hafði numið allan sinn lærdóm á enska tungni; hann fluttist til þessa lands eins og margir fleiri, en liann var alveg áreiðanlega brezk-fæddur. ” , ’ ‘ ‘ Þetta er víst engan veginn»sannleik- anum samkvæmt,” sagði litli skátinn með nokkurri þykkju í röddihni. “Býflugnameist- arinn sálugi sagði mér það hreinskilnislega sjálfur að hann væri borinn og barnfæddur í Pennsylvaniaríkinu; að þar hefði fundum þeirra Maríu fvrst borið saman og þar hefSu þau gifst; þau hefðu búið upp í fjöllunum þar um nokkurt skeið. Nú liefi eg að líkindum sagt þér helsti mikið; ef til vill segir einhver ])ér frá þessu öllu saman langtum nánar seinna. Eg hefi ekki ávalt sofið rólega und- anfarið; eg hafði liugboð um, þó óljóst væri, hvað í aðsigi var. Eg verS að sjá lík vinar okkar áður en það verður flutt í burtu; eg finn hjá mér ómótstæðilega hvöt til þess að laga hárið á liinum látna vini og hagræða liáls- bindinu. Eg vildi líka mega binda á hann hel- skóna. ’ ’ Jamie varð yfirtekinn af harmi; það hafði orSið honum ofraun að hlusta á mál litla skátans viðvíkjandi hinu látna valmenni. Þau voru nú komin heim í húsgarð. Jamie settist niSur, fal andlitiS í höndum sér og grét.eins og barn. Litli skátinn stóð við hlið hans og vafði handleggjunum mjúklega um háls honum. “Þeir hafa þó víst ekki.þegar sent bý- flugnameistarann í burtu, ’ ’ ppurði litli skát- inn í ákafri geðshræringu; “sent líkið með morgunlestinni, eða gert nokkuð því um líkt. Þejr hafa vonandi ekki dirfst að láta aðra fremur hagræða honum en mig?” Jamie rét ti úr sér. “BamiS mitt,” sagði hann; “þaS er ein- rnilt það, sem eg er hræddur um að þegar hafi verið gert.” ' “ Sé svo,” sagði litli skátinn með grátstaf í kverkunum, “þá eru þeir hinir mestu óþokk- ar, er það hafa gert; slíkt er himinhrópandi ranglæti gagnvart býflugnameistaranum eða minningu hans og þar að auki öldungis óverj- andi gagnvart mér. Úr því að honum þótti vænst um mig af öllum, er urðu honum sam- ferða til hins síSasta, þá hefði hann vafalaust kosið, að eg gerði það síðasta, er fvrir hann yrði gert hérna megin grafar. r* • s ••• rnour a jorou Saga eftir Selmu Lagerlöf. (Þýtt hefir séra Sigurjón GuÖjónsson) Framh. Gifta dóttirin læSist aS og legst á hné viS hliS hennar til þess aS heyra betur. Hún talar svo hratt, systirin, eSa hvaS hún nú er. Eins hrátt og barn þylur óSast þulur. Magnhildur skilur ekki hvaS hún segir. En hún heyrir þaS, að hún endurtekur þaS sama hvaS eftir annaS. Stundum fisst henni alt sem hún segir vera ó- skiljanlegt óp og garg. ÞaS er ekki betra aS skilja þaS en fuglakvak. Hún vill samt ekki gefast upp. Hún verSur aS fá skýringu á öllum þessum ógnunum, sem hana grunar. — Þetta er kannske eina tækifæriS, sem býSst. Nú skilur hún eitt orS—og annaS—og svo koll af kolli. Hún fylgist meS heilum setningum. Eftir- vænting hennar er áköf. Hún finnur, aS hún hlustar ekki lengur með eyrunum einum, heldur af öllum vilja, af öllum áhuga sínum. Hitt fólkiÖ kemur aS og fer aS hlusta, en þaÖ skilur ekki neitt. FaSirinn spyr Magnhildi hvaS eftir annaS, hvort hún heyri nokkuS, en hún gefur honum bara merki um aS vera rólegur. AS lokum hættir hún aS sinna spurningum hans, þv\ nú er hún farin aS skilja, hvaS veran segir. —Eg segi kisu þaö alt, engum nema kisu— þannig byrjar þulan. — Eg hefi aldrei lofaS þvi aS segja kisu þaS ekki. —Eg segi kisu þaS, aS viku áSur en eg ætlaSi aS gifta mig, var mér rænt af ræningjaflokki. —Eg segi kisu, aS þeir fóru meS mig til hellis síns í f jöllunum, og þar byrgSu þeir mig inni. Þeir létu mig halda lífi, þegar eg lofaSi því, aS eg skyldi ekki ljósta upp hvar þeir væru. —Eg segi kisu, aÖ eg hafi veriö vinnukona hjá þeim síSan eg komst í hendur þeirra. Eg segi kisu, eg veit ekki hve langt er síSan, en síÖan eg fór burtu hefi eg aliS ræningjaforingjanum sjö börn, sem hann hefir drekt i ánni. ÞiS eruS ræningjar, ódáöamenn. ÞiS lifiS á aS stela, og skemtiS ykkur á því aS drepa menn. Þeir búa í helli i fjallinu, þar hefir engum hugkvæmst aS leita þeirra. —Eg segi kisu, aö eg hafi safnaS ertum og grjónum til aS strá á leiöina, frá stóra steininum viS munnann og aS bæjardyrunum. ÞaS er stórt fjall og stór á. Eg veit ekki hvaS þau heita. En eg hefi stráS ertum og brjónum á ^ leiSina. —Eg hefi farið um mikla skóga til aS komast hingaS. Eg veit ekki hvaS þeir heita, en eg hefi stráS ertum og grjónum á leiÖina. —Eg segi kisu þetta, en eg gerSi þaS ekki vegna þess, aS þeir rændu mér frá pabba og mömmu, ekki vegna þess þeir rændu mér fyrir brúÖkaupiS, ekki vegna þess þeir lokuSu mig inni í myrkri og kulda, ekki vegna þess aS ræningjaforinginn kastaÖi börn- unum mínum sjö í ána. Þegar Magnhildur hefir heyrt mál hennar til enda, stendur hún upp. Hún gengur til föSur síns, og hefir yfir orS fyrir orS af því, sem hún hefir heyrt. MeÖan hún er aS tala, er svipur hennar kald- ur og strangur, en hún talar skýrt og greinilega. En þaS er reiöi og sársaulci í röddinni, svo aS þeir sem hlusta á hana skilja og finna alt þaö sem systir Æenn- ar hefir liSiS og finst þaS vera eigitt þjáning. Á meSan Magnhildur er aS tala, kemur hún auga á Biblíuna, sem liggur á borSinu fyrir framan föSur hennar, og jafn skjótt pg hún hefir lokiÖ sögu UrSar, tekur hún bókina og skellir henni aftur.— Þú boÖar friS, segir hún viS bókina, en þú hefir auSvitaS ekki hugsaö aS annaS eins og þetta gæti komiS fyrir. Þessa lætur þú ekki óhegnt. Eg vil fórna lífi mínu og öllu, sem mér er kærast, allri hamingju minni, til aS hefna systur minnar. En nú legg' eg þig til hliöar, því eg hefi á öðrum kenning- um aS halda í kvöld en þínum. Hún leggur bókina á sinn venjulega staS upp á skápinn og snýr sér aS karlmönnunum. Svipur ]>eirra bendir til aS þeir séu til alls búnir. Faðirinn stendur upp og gengur til UrSar, sem situr undir kettinum og strýkur honum og hefir þuluna sína yfir aftur og aftur. ÞaS er ekkr gott aS sjá, hvort hún veit hvaö hún er aS gera. ÞaS er erfitt aS ímynda sér, að hún sé meS öll- um mjallá. ÞaS lítur helst út fyrir, að hún hafi hugsaS meS sér, áður en hún sökk í þessa eymd, hvaS hún skyldi gera, ef hún slyppi frá ræningjun- um, og nú talar hún og framkvæmir eins og hún hafði’ ætlaö sér, án þess aS hún viti sjálf lengur um hvað hún er aS tala. Faðirinn stendur grafkyr og horfir á hana. Hann þrútnar í framan og þegar hann talar verður röddin óskýr. Alt til þessa hefi eg verið friðsamur maður, og engum gert mein, sem af konu er fæddur. En aS hætti feðra minna heimta eg fcefnd fyrir þetta, án þess aS leita aðstoSar yfirvaldanna. Vilji einhver koma meS mér þá er vel, annars skal eg og byssan mín útkljá máliS, Framh. )

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.