Lögberg - 21.02.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.02.1935, Blaðsíða 7
1 LÖGBEJJG, FIMTUDAGINN 21. FEBRUAR 1935. Salbjörg Friðfinnsdóttir Sigurðsson F. 27. sept. 1844 — D. 14. júní 1934 Geti'Ö var þess í fréttagrein frá elliheimilinu Betel, að þessi aldra'ða kona hefði látist þar, sem að ofan er tilgreint, og voru helztu æfiatriði hennar rakin þar. Hún var fædd á Fjalli í Kolbeinsdal í Hólasókn í Skaga- fjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Friðfinnur Friðfinnsson bóndi þar, og kona hans Una Benjaminsdóttir, munu þau hafa verið skagfirsk að ætt. Hjá þeim ólst Salbjörg upp til 18 ára aldurs, en fór þá í vinnukonustöðu. Voru þau systkinin alls 9 að tölu, en 5 komust á fullorðins aldur. Af bræðrunum ólu tveir aldur sinn á íslandi, Gísli og Benjamin að nafni; 4 fóru til Vesturheims, en hin dóu ung að aldri á íslandi. Til Canada fóru: Sigurður, lengi bóndi í Fagradal í Geysisbygð, nú látinn fyrir 5 árum; Lilja, ekkja Jónasar Þorsteinssonar, er lengi bjó í Djúpadal í Geysisbygð, og María kona Jóns Sigurðssonar bónda á Reykhólsstöðum í Geysisbygð og Salbjörg heitin. Salbjörg kom vestur um haf 1883; eftir 3 ára dvöl hér í landi giftist hún Ólafi Sigurðssyni, ættuðum af Suðurlandi; bjuggu þau um hríð í Ólafsdal í Geysisbygð, i Riverton, en einnig í Selkirk. Þau tóku til fósturs Þórð Guðjón Björnsson, barn að aldri, og gekk Salbjörg honum í góðrar móður stað, og bar jafnan hag hans og hamingju fyrir brjósti, með dæmafárri trygð og festu. — Leiðir Ólafs og Salbjargar skildu eftir nokk. urra ára sambúð. Hjónabandið var barnlaust og er hann nú löngu dáinn. Eftir að Salbjörg varð einstæðingur, átti hún aðallega heimili hjá Maríu systur sinni, um alllanga hrið, en einnig hjá Mrs. Herdísi Jónsson systurdóttur sinni í grend við Árborg. Einnig var hún um nokkur efri ár á vegum Guðjóns fóstursonar síns og konu hans;—en þrjú síðustu æfinárin átti hún heima á elliheimilinu Betel, á Gimli, og þar andaðist hún, eftir stutta legu; hafði lífsafl hennar óðum f jarað út, enda var og aldur hennar óvenjulega hár er hún andaðist.— Jarðarför Salbjargar fór fram frá Geysis-kirkju þann 16. júní, og var undir umsjón vandamanna hennar‘og fóstursonar. Var jarðarförin f jölmenn, þegar þess er gætt að kringumstæðna vegna var hún haldin kl. 11 árdegis; fagran vordag, er hið eilífa virtist óvenjulega nærri sökum fegurðar þeirrar, er túlk- aði dýrð Drottins á vegum jarðarbarnanna. í þröngum skóla iðni og atorku ólst Salbjörg upp; tæki- færi voru þá fá til þroska eða frama, en þróttlund hennar og sálargöfgi þroskaðist vel í gagnfræðaskóla breytilegrar æfi- reynslu. Misjaflega þung eru og átök örlaganna. Oft munu þau Salbjörgu þungtæk verið hafa. Lífsróðurinn verður þeim oft þyngri er þróttmikla skapgerð hafa til að bera. En traust hennar á Guði brúaði torfærur lifsins og lét verða bjart um- hverfis hana blinda og háaldraða. Trygglyndi hennar gerði hana kæra öllu hennar fjölmenna frændaliði, og ógleymanlega fóstursyni, er hún gekk í góðrar móður stað, og bar jafnan fyrir brjósti með óþrotlegri trygð. Trygð hennar og festa við þá er hún unni, var fágæt, svo vinföst var hún. — Sjóndepra ásótti hana um allmörg síðari ár, en blind var hún um 7—8 síðustu æfinárin. Birta trúar og vonar ljómaði jafnan upp huga hennar og lét þá er kyntust henni finna til þeirrar birtu, er í sálu hennar bjó. S. 0. MTNNINGARSTEF EFTIR SALTUÖRGU SIGURÐSSON (Eftir beiðni) Heim ertu farin frænka mín góð Og flogin úr eymdanna sess. Því myndi eg yrkja þér minningaljóð, Ef itiegnugur*væri eg þess.— Síðasta bónin þín sú var til mín, Að semja þér dálítið stef; En alfaðir hefir nú opnað þér sýíi, Hve örlitla gáfu eg hef. Á þyrnum og hrjóstrum var löngum þín leið, Og lúin vap orðin þin hönd. Þó hygg eg í hjartanu’ að heitast þér sveið, Er hjúskapar slitnuðu bönd.— Síðast í mvrkrinu sazt þú um hríð Og sást ekki á deginum skil. öllum mun finnast það ömurleg tíð, Ef örlögin ganga svo til. f ljómandi birtunni lifir þú nú, Og ljósinu himneskra gæða: Þín bjargfasta, einlæga , tállausa trú Tók þig og bar þig til hæða. Þar verður bætt fyrir1 brot og hvern brest Er bölið á marfnh'fið setur. Við vininn þann eina, er þú elskaðir mest, Þar aftur þú sameinast getur. F. P. Sigurðsson. Heiðmyrkrið og Heimsandinn Ekki ætlast eg til að menn skoði Þessa ritgerð mina eins og prédik- ’ en öllu heldur eins og gaman °t .^''0ru' Eg hefi oft látið þá S 0 un mína í ljós, að ættjörðin ° ar, ísland, hefði miklu meiri á- r'f á uppeldi^ hugsunarhátt og dóm- Rreind /þjóðarinnar, en eftir er tek- 1 °£ ^ment er gert ráð fyrir. Fjöldi j^anna lætur sig þetta litlu varða, en e,m '<0rna ^ímamir, að menn fara r*1 11 kftur að veita öllum utanað- omandi áhrifum eftirtekt, ekki sízt uppeldj unglinganna. Hér á or vestur sléttunum í Canada eru ** ekW fjöll og árogdjúpir dalir, ^ æ a hug-sunarháttinn og stæla v°ovana. En hvaöi afl er þa« >á, sem öllu meira en umhyggja og kær- ei ur oreldranna ræður áhugamál- um og dómgreind unglinganna? Eg eftirlæt mönnum að hugleiða þessa spurningu, en sný mér hinsvegar að umtalsefninu. Allir þeir íslendingar, sem full- orðnir hurfu frá ættjörðinni, muna eftir heiðmyrkrhui, og þó máske ekki með því nafni, á sumum hlut- um landsins var það kallað dala- læða, þá og einnig móalæða. Eg var jafnvel eitt sumar samtíða manni af Vestfjörðum, sem kallaði heiðmyrkrið f jarðarfruggu, og hann hélt þvi fram að það væri hezta nafnið, því það væri á litinn líkast myglu, og sagt væri að þetta eða hitt væri byrjað að frugga, þegar slæist að því mygla. En því var eg vanastur og það þykir mér full- komnast að kalla það heiðmyrkur, enda var sú tegund af þoku aldrei séð nema í heiðskíru veðri, og þá helzt er sól var á lofti alla nóttina. Svo frábrugðin og eftirtektarverð og jafnvel hlægileg var aðkoma og háttalag heiðmyrkursins, að þeim, sem þau sáu vel, og settu á sig, get- ur naumast gleymst það. Það kom eins og meinlaus, .þunnur og sleikj- andi tungubroddur upp eftir lægð- um landsins; það læddist undur hægt og smá-þykknaði og hækkaði í geim- inn eftir því sem ofar dróg frá tungubroddinum, en kverkarnar sem tunguræturnar lágu að, og þær sem ældu þessari myglu, en allir hugsandi menn gerðu sér grein fyr. ir, að heiðmyrkrið væriútöndun jarðarinnar og vatn; tilraunir jarð- arinnar til að sjá um sig sjálfa eftir hita og þunga dagsins. Alheims- stjórnin var ekki látin koma þar nærri svo hættulaust væri að hlæja að fyrirbrigðunum. Stæði eg á ofurlíilli hæð, og tæki vel eftir öllu, sem fyrir augun bar, þegar heiðmyrkrið var að þokast yfir, þá var margt nýstárlegt að sjá. Maður kom til hliðar að sjá og gekk beint á móti heiðmyrkrinu, eftir litla stund sýndist hann vaða vatn upp að hnjám, og litlu síðar óð hann i mitti, og var þá sem búkur hans flyti á hafinu, en svo dýpkaði flóð- ið alt á axlir honum, og ósjálfrátt kveið maður fyrir að sjá höfuðið hverfa i sæinn. Þannig sýndust kýr og h^star standa á síður í sjónum, og heimilin mara hálf í kafi á yfir- borði flóðsins, og seinast sázt eld- hússtrompurinn rjúka, eins og það logaði á hlóðunum niðri í hafinu. Menn voru líka seint á kvöldin eða snemma á morgnana á ferð uppi á dalabrúnum og komnir til þess að heimsækja bygðina, en hún var sokkin i sjó, dalurinn fullur uþp á brúnir, heiðmyrkrið lá á Öllum lægð- um og gnýpurnar einar sýndust fljóta á hafinu. Það var ekki hætt við að manninum, sem yfir þetta sá væri ógleði í hug, eða svefnhöfgi á augutn, því alt af voru nýjar skripa- myndir að sjá, í logni og skæru sól- skini. Atrugulir menn, sem fóru snemma á fætur á morgnana, til að slá túnin sin í heiðmyrkursdögginni, gátu hæglega séð áhrif sólarinnar á heiðmyrkrið; það bar alt af gleggri eða óljósari vitnisburð um árrifin rennar, sem yfir öllu kein, og þegar sólin hækkaði meira á lofti, og geisl- arnir hennar stöfuðu meira jnn í þokuna, þá tók hún til að grisjast og þynnast, og að lokum tók hún til að.bekkjast, flýja af ýmsum blett- um, til fylgis við öflugri mótþróann. Hærri og þykkri þokukúfa. Og menn veittu því eftirtekt, og vindur- inn lék í næði, þá voru það oftast sömu blettirnir sem fyrst fögnuðu sólinni. Ekki var eg nógu mikill jarðfræðingur til að skilja skilyrðin. Þá sný eg mér að öðrum lið um- talsefnisins, sem er heimsandinn. Heimsandinn er líka útöndun, ,ekki jarðar og vatna eius og heiðmyrkr- ið, heldur útsláttur sjálfbyrgings- háttar, eigingirni og eftirlöngunar mannfélagsins á jörðinni. Heims- andinn er það, sem Davíð konungur kallar andgust mannanna gegn Guði. Af því við sjáum ekki heims. andann með líkamlegum augum okk- ar eins og heiðmyrkrið, þá vitum við ekki gjörla hvað hátt hann get- ur stigið, en einn af okkar vitrustu og beztu mönnum, skáldið Stgr. Thorsteinsson, segir í einu kvæði sínu: Er sem opnist himinn, er sem bæn og náð mætist milli skýja .... Hér er skáldið að hugsa um sér- staklega góða menn á helgum degi, og hann gerir ráð fyrir að bænar- hugur þeirra nái til skýjanna, og mæti þar náð og miskunn drottins. Okkur þykir liklegt að eftirlanganjr heimsandans, tilhneigingar og á- stríður til óhófs og óskírlífis, muni ekki ná eins langt út í geiminn eins og góðhugur manna og þrá til sam- kvæmni við gúð. Þó finst okkur nú svo mikið til um ólgu heimsandans, víða hvar, að hann muni fylla dal- ina. Fjölda margir menn eru í sér- stökum og sönnum skilningi, ein- hverntíma á æfinni staddir á fjall- vegum andans og njóta þá andlegs útsýnis. Það vill svo vel til að við heyrum einstöku sinnum álit slíkra manna um heimsandann og útrás hans í geiminn; en mestu varðar þó hitt, að þeir hvessa svo sjónir okkar alþýðumannanna, að þó við ekki sjá- um heimsandann, uppþot hans og á einum stað, og aflvana auðn á öðr- um stað, þá sjáum við þó áhrif hans á mannfélagið, hvað hann hefir tek- ið með sér og hvað eftirskilið, og öll hans rangsnúnu áhrif, benda á það, sem Davíð sagði, að “hann er and- gustur gegn Guði.” Þegar hugar- farið og hjartalagið er í einlægni leitandi eftir sannleikanum, þá lær- ist smám saman miklu hvassari sjón —sjón hugsunar, skilnings, andlegt útsýni. Við lærum að sjá þá há- tinda, sem standa stöðugt upp úr heimsandanum, og vermast og end- urnærast daglega af lífgeislum al- heimsstjórnarinnar. Það eru ein- stakir menn og heilir hópar manna, þá og líka kirkjan á sumum stöðum. Já, kirkjan á sumum stöðum. En þá kemst eg ekki hjá þvi að taka það fram, að eg álít að áhrifaleysi kirkjunnar á heimsandann, orsakist mikið meira af hræsni og skinhelgi þeirra, sem kirkjuna sækja, gjalda til hennar og halda henni uppi, held- ur en áhugaleysi og alvöruleysi prestanna. Það eru alloftast höfð- ingjar heimsandans, sem borga svo hundruðum skiftir til kirkjunnar ár- lega, þó hjartanu sé gullið kærast allra hluta, og insta þráin líti aldrei eftir lífgeislum altilveru-stjórnar- innar á ályktanir sínar. Þeir halda minst á auðnum, sem skilja það, að dygðirnar eru um aldir alda þyngri en gull. Eg hefi hér að framan tekið það fram, að ef menn voru á fótum eða ferð ofar heiðmyrkrinu, þá sýndust f jallatindarnir sitja á þok- unni hér og þar, eins og eyjar á haf- inu, en þó var þessf sjón alt önnur og yndislegri. Á lygnum morgni var hafið eins og hreyfimyndasýn- ing, sólin speglaðist í ótal myndum lifandi og streymandi á haffletinum, en það var sem sólskinið sykki í heiðmyrkurshafið, það var tómur grautur, enginn fagur flötur til að veita viðnám eða endurskína. Það varð ekki séð að eyjarnar á hafinu nytu meira sólskins en hafið sjálft, en það var sem eyjarnar á heið- myrkrinu, væru sérstaklega um- faðmaðar af sólinni af því hún naut sín hvergi í kringum þær, og var hvergi viðurkend í speglum eftir- Væntingar og lífslöngunar nemá á fjallatindunum. Þannig er því öllu varið sem ekki er háð heimsandan- um eða innifalið í þoku hans. Það, sem er upp úr honuni vaxið, eða býr í þeim tjóðrum hvar útöndun til samkvæmni við altilveru-stjórnina, er svo einlæg og sterk, að heims- andinn hefir hvergi viðnám. Á þeim stöðum eru lífgeislar' drottins og haní blesunarríku áhrif svo auð- séð, að öllum verður að dáðst að því, jafnvel foringjum Qg fram- kvæm'darvaldi heimsandans. Aldrei er svo dimt eða kalt, aldrei er lífs- baráttan svo mótdræg, að það ekki lyfti brúninni og létti skapið að hugsa um það bezta og fegursta, sem fram við okkur hefir komið um æfidagana. Eg man eftir þeim dög- um, þegar þúsundir íslendinga hvestu augun, lásu með athygli, og byrjudu að syngja hrærðir i huga, þegar þeir í fyrsta sinni sáu á prenti kvæðið: “Ó, dýrð sé þér dagstjarn- an bjarta.” Þeir sungu til að þakka og viðurkenna áhrif sólarinnar á jarðlífið. Hvernig standa þá menn- irnir frammi fyrir honum, sem ljær okkur dagstjórnuna, leggur til regn_ ið, og er þar að auki þroskavaldur andans og ódauðleikans ? Heið- myrkrið felur okkur fyrir dag- stjörnunni, en heimsandinn stríðir á móti höfundi lífsins. Heimsandinn er þoka hugsunarleysis, skilnings- leysis og viljaleysis mannanna til þess að læra að þekkja og þrá sam- kvæmni við alheimsstjórnina, sam- kvæmni við Guðs ráð og vilja, nema í orði kveðnu, og samkvæmt göml- um venjum. Mönnunum þarf að lærast samúðin, systkinaástin, sann. færingin um jqfnrétti allra þeirra, sem á jörðu fæðast undir sömu lög- um og skilyrðum, til hollra, þægi- legra og viðunanlegra lífsnautna. Ég hafði ekki ætlað mér í þessari litlu ádeilu að rökstyðja neitt, því eg er ekkert nýtt að kenna, aðeins að fást um skynhelgina; minna les- endurna á það, að yfir þoku heims- andans skín og upplýsir og vermir Þjáðist í mörg ár af gigt j Mrs. Hampson gat ekki rétt upp handleggina. Eftir að hafa notað úr sex öskjum af Dodd’s Kidney Pills, líður henni vel. Alexander, Man. 11. febr. (einka- fregn). “Eg hefi notað Dodd’s Kidney Pills, í nokkur ár, mér til stórra bóta,” skrifar' Mrs. M. Hampson, er hér á heima. “Frá æskuárum átti eg við gigt að stríða, og gat ekki vikum saman rétt upp handleggina. Móðir mín reyndi mörg meðöl á- rangurslaust. Að lokum fékk hún öskju af Dodd’s Kidney Pills, og þær reyndust svo vel, að eftir að hafa notað sex öskjur, var eg heil heilsu. Síðan hefi eg ávalt haft þær til taks ef til þyrfti að grípa. Finni eg vitund til bakverjar eða gigtar, tek eg þær undir eins. Mig brestur orð til þess að lýsa því hvað þær hafa reynst mér vel. Eg trúi því að þessi yfirlýsing min geti orð- ið öðrum til gagns.” Börnunum öllum er náttúran næst, nóg er á diskana fóður. Að bleyta ekki fingur en borða þó kræst, og bræðuma ræna, er illgirni stærst, þó mældur sé musteri sjóður. Samfélagsþráin er samúðar mál, á samvona grundvelli sprottin. Þörfina álítur alstjórnar sál, aflvana kulna þá mannraunabál. Börnin sin bænheyrir Drottinn. Þá alþjóðir treysta á almættishönd, og engu er í ranglæti sóað. Skýin, sem uppbólgin æddu um lönd, auðmýkri sveima yfir kærleikans strönd. Þau gráta en geta ekki snjóað. Fr. Guðmundsson. Ólafur Egilsson (Dáinn 12. október 1934) blessunarrika andlega sólin á sama hátt og dagsólin er yfir heiðmyrkr- inu. En eg kemst ekki hjá að taka það fram, að á þann hátt fer heim- urinn versnandi, að jafnrétti mann- anna til jarðlífsins er alt af meira og meira misboðið. í líkingarorð- um ritningarinnar er auðvaldið svartasta og hæsta ský heimsandans, og það hefir lengi steininn klappað, allur sá hluti hinna örþjáðu, sem til að hækka þokuna, en nú er sem leggur árarnar inn og hefir enga von um að ná landi, tekinn á fóstur af alpienningsfé, en þá eru margir þeir sem berjast í bökkum, og neita sér um mörg lífsþægindi, einmitt að ala hina, sem hafa heilbrigðir gefist upp og gleymt því að samkvæmt Guðs lögum, eiga menn að neyta brauðs- ins í sveita síns andlitis. Er ekki margt að læra af þeim mönnum, sem græddu upp Jótlandsheiðarnar í Danmörku ? Það þarf ekki stóran matjurtagarð, eða mikið engi, til að framleiða þá ávexti og þá mjólk, sem forsorgar fleiri menn,*ef vel er eftir litið, og sem þar að auki kenn- ir mönnum að standa í samvinnu með náttúrunni, i staðinn fyrir að hanga á knattstofum og neyta af annara sveita og framkvænidarsemi, og til þess að hægra sé að likna þeim, sem veikir líða. Þar sem. menn af alhug þrá guðsríki á jörðu, þar er akurlendi hugarfarsins og hjartalagsins undirbúið, og þar njóta sin hin blessunarríku áhrif og líf- geislar Guðs; þar er ekkert áformað sem ekki leiðir til blessunar, og allir dást að ávöxtunum. Fr. Guðmundsson. Jafnréttið Drottinn það vissi (rá upphafi alt; ekkert gat dulist hans þekking. Hann vissi að klæðlítið hold yrði kalt, að kraftárnir réna ef líkaminn svalt. Hans glöggskygni byrgir e5 blekking. Hann ljær okkur sólina, leggur til régn, og leiðir það kalda og heita. \ or hagsæld er. als ekki hans mætti um megn, hans misunn er sivirkul harmkvæl- um gegn, en brauðið skal vinnan oss veita. Hann vakir frá upphafi og vinnur sitt starf, það vottfesta himnesku tjöldin. Þó minna sé heimilið maðurinn þarf að muna sitt hlutverk, sinn guðs- ríkis arf, I og verðskulda hvíldina’ á kvöldin. J Himnanna jofur oss jafnréttið gaf, á jörðu skal hamingjan rikja. ' Samúðin geisla um himin og haf 1 hlýðin því valdi, sem lífið er af. 1 Úr veginum hindranir víkja. 1 Skilyrðin öll milli skýjanna sjást, skygðu’ ekki á 1 jós fyrir öðrum. Haldir þú brauði þá hungraðir þjást, hlæji þig gullið, sem alþýðu brást? Þú flýgur á blóðugum fjöðrum. Lúinn og vegmóður lifs á stig langferðamaður nú hvílir sig; angur, þjáning og opin und, alt er læknað í værum blund. Sætt og vært nú sofa má, sársauki allur horfinn frá. Eftir öll lifsins andstreymin, ó, hvað sú hvild er velkomin. Róleg er værðin; runnið er skeið; reynsluspor talin á erfiðri leið; ójöfn oss finst, þá að er gætt, úthlutun lífsins,—súrt og sætt. Megum vér eigi mögla samt, mannanna sjónin nær svo skamt; eigi neitt mannlegt auga sér einum hvað fyrir beztu er. Með vinum hins látna eg vin mig tel, víst eg hann-þekti lengi og vel; mér er því ljúft að minoast hans, mæta og góða kunningjans, sem aldrei mér vitandi illsku hug bar, en ætíð í viðmóti glaður var og lífsins í stormum á leiðveislu ör, að létta’ öðrum byrði i hrakningsför. Hann átti lengi um æfi svið ágætan vininn sér við hlið, sem ekki lét bugast, ótrautt vann, og aldrei latti né tafði hann; en erfiðar stundir umbar hljótt, þá angraði þjáning marga nótt. Hjúkraði hresti hrygga lund, hann þar til festi síðasta blund. Ilvað við er að striða þeir vita bezt, sem verða að þola heilsubrest. Að annast um búsins ótal störf, á umhyggjusemi mest er þörf. Hann óspart vann meðan entist f jör, með elju og dug sín bætti kjör, með duglegum sínum drengjum tveim; dafnaði myndar-bú hjá þeim. Og hann var ætíð i huga hreinn; hann brúkaði aldrei svik við neinn. Myrkur aldrei i máli var, mæltist oft vel til framkvæmdar, hafði sterktrúað hugarþel. Hann styrkti sina kirkju vel. Víst er mér ljúft og víst mér finst að verðuglega hans sé minst. Með klökkum huga vér kveðjum hann, scm kunningja’ og mætan bygðar- mann, og gleymum ei þó að gráni hár hvað gerðist öll þ^ssi f jörutíu ár. Þótt ónóg oss finnist orðin tóm, vér allir þökkum i sama róm samfylgdina alla, og segjum hljótt: Bof þú með Guði, sofðu rótt! ó. B. Olson. ZAM-BUK Læknar fljótt. BLÖÐRUR OG BRUNASÁR Ekkert meðal eins haldgott við slíkum meinum. Ointment 50C Medicinal Soap 250

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.