Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 3
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1935. 3 ispjörunum úr, þar á meÖal um spor- vagnana, og sagði hann að það væri hrein vinna þó launin væru ekki há. Datt mér þó í hug að fara niður á sporvagnaskrifstofuna, og sátu þar um sjö eða átta menn að bíða eftir tækifæri að fá vinnu. Varð aðal- manninum þarna fremur starsýnt á mig. Snéri eg mér þó að honum og spurði: “Is there any opportunity for a position on the street cars”—, ekki hvort að það væri “any chance for a job!” Spurði hann mig hvar eg hefði unnið. “í búð á íslandi.” “Nei, eg meina hvar hefirðu unnið hér?” “Nýkominn frá íslandi,” sagði eg. Hann horfði á mig og rétti mér blað, sem eg fylti út strax. Eftir io mínútur var eg kominn upp í sporvagn að læra. Eftir ná- kvæmlega eina viku hafði eg minn eiginn vagn—nefnilega vagnstjóri. Og nú byrjuðu æfintýri mín í Ameríku! G. T. Athelstan. Skrifað í illviðri og kulda í Minneapolis, 27. jan. 1935. Fréttir frá Betel Sem kunnugt er, varð gamal- mennaheimilið Betel tuttugu ára gamalt þ. 1. marz s.l.— I tilefni af því var höfð skemti- stund þar á heimilinu kl. 3 til 5 e. h. þann dag. Fáeinir voru aðkomnir, en aðal hópurinn var heimilisfólkið sjálft. Til þessarar gleðistundar hafði stofnað Miss Inga JohnsOn, for- stöðukona heimilisins. Var fyrst sezt að kaffiveitingum klukkan laust eftir þrjú, en síðan komið saman í samkomusal stofn- unarinnar. Fór fyrst fram sálmasöngur með bibliulestri og bæn. Stýrði því séra Jóhann Bjarnason, er þarna var staddur ásamt konu sinni. Sömu- leiðis var þarna viðstaddur sonur þeirra, séra Bjarni A. Bjarnason. Að því búnu hófst söngur, furðu mikill og góður. Hinn góðfrægi íslenzki söngvari, Mr. Óli Kárdal, hafði að undirlagi forstöðukonunn- ar, komið til að syngja valda ís- lenzka söngva. Söng hann bæði sjálfur og sagði fyrir um sönginn. Leysti sjálfur af hendi einsöngva, einn eða fleiri í senn af ágætri list, en lét síðan, þess á milli, alla við- stadda syngja með sér. Fór það alt fram hið bezta og varð ágæt skemt- un. Við hljóðfærið var Miss Sylvia Thorsteinsson kennari, dóttir Guðna póstmeistara Thorsteinssonar. Spil- ar hún ágætlega.— Inn á milli söngvanna voru flutt tvö stutt erindi. Hið fyrra flutti séra Jóhann Bjarnason, þar sem hann mintist heimilisins, stofnunar þess, vinsælda þess og láns og varð. veislu, er það hefði notið frá því fyrsta.— Hitt erindið flutti Lárus Árnason, blindur vistmaður, sem oft hefir verið getið í fréttum frá Betel. Mintist Lárus þess sérstaklega hve anægjuleg síðastliðin jól hefðu ver- þar á heimilinu. Og svo hversu guð líðan allra ósjúkra væri þar Jafnan. Endaði hann tölu sina með stuttu lofkvæði til ráðskonu heim- Hisins. Sagði hann þeim er þetta r,tar, rétt áður en samkoman byrj- a^i> að hann hefði ort þetta ljóð og að sig langaði til að komast að með en að hann þyrði ekki að láta raðskonuna heyra það fyrir fram, ln’i hún væri þá í standi til að hanna ser að fara með það, en fyrir því hanni vildi hann síður verða. Ráð- lagði eg Lárusi að spyrja engan leyfis, en flytja kvæði sitt eins og bonum sýndist, og gerði hann það oruggur og með þeim myndarbrag sem honum er laginn. í alt mun samkoman hafa staðið vfir um tvær klukkustundir. Þótti hún hafa tekist hið bezta.— Arlegur siður dr. B.randsons, for. manns Betel-nefndar, í mörg und- anfarin ár, hefir það verið, að senda nokkurn hóp af “tyrkjum” til heim- disins um hver jól. Svo var og um mn síðastliðnu jól. En í tilefni af Þessari afmælishátíð sendi hann upp a nýtt álitlegan bagga af þessari út- gengilegu vöru, og munu Betel-karl- ar og -konur hafa setið “trykja”- átveizlu þar á heimilinu síðastliðinn sunnudag, að því er fréttaritari yð- ar hefir næst getað komist.— Heimilið alskipað vistfólki, eins og fyrri. Allmargir nær og f jær að bíða eftir að fá þar inngöngu. Er það nú það eina, sem að er, í sam- bandi við þetta þarfa og vinsæla heimili, að ekki er hægt að verða við óskum hinna mörgu íslenzku gamal- menna, er langar til að eyða síðustu stundunum í þessu merkilega og friðsæla heimkynni.— (Fréttaritari Lögb.) Nýja Island Lag: Eldgamla ísafold Eld-nýja ísajörð, engin er betri gjörð, kornbylgju breið. Unna þér öld af öld ástmeyjar, sveina fjöld; skyldunnar skilja völd, skín sól á meið. Landið er lágt og slétt, litfögru blómstri sett; fiskilón fræg. Engin hér eru fjöll eldgos né skemdaspjöll; náttúran er því öll ávaxta næg. Rauðárdals breiðan bekk brosleitur Leifur gekk, vinþrúur vóð. í þsund ár það var gleymt; það er nú aftur heimt, i orðum og gjörðum geymt; glöð er vor þjóð. P. S. G. Frá Edmonton 28. febrúar, 1935. Tiðan hefir verið hér ágæt síðan seinast í janúar. Glaðasólskin svo að segja á hverjum degi, aðeins lítið frost um nætur. Snjór hefir mikið sigið, svo að allir vegir eru orðnir greiðfærir og allur lestagangur á járnbrautum aftur kominn i gott lag. Nýlega fluttu hingað til borgar- innar Mrs. L. Jósafatson frá Mozart, Sask., með f jögur uppkom- in og mannvænleg börn. Þrjár dæt- ur og einn son. Ein dóttirin er að nema hjúkrunarstörf við Royal Alexander spítalann. Þetta er góð- ur viðbætir við okkar fámenna, ís- lenzka hóp hér í borginni. Mrs. Margaret McKeon frá Missoula, Montana, lagði af stað heimleiðis 16. febrúar, eftir að hafa verið hér i nokkra mánuði, í heim- sókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Indriði Johnson, og fleiri ættingja og vina. Mrs. McKeon er útlærð hjúkrunarkona, og átti hér heima um eitt skeið, áður en þau fluttu sig til Montana. Eins og ákvarðað hafði verið, þá hélt íslendinga klúbburinn “Norð- urljós” þorrablót 4. febrúar, i Scandinavian Hall. Á annað hundr. að manns sátu samkomuna. Blótið eða mótið hepnaðist vel; skemtiskráin var fjölbreytt og “snappy.” Enginn á skemti skránni mátti taka upp meiri tima en tíu mínútur, svo engum var gefið neitt tækifæri til að láta sér leiðast. Ed- monton íslendingar eru lánsamir að eiga völ á ungu líkamsæfinga fólki, eins og þvi, sem kom fram til að skemta við þetta tækifæri. Það eins og færði fornblæ víkinga-aldarinn- ar yfir mótið. Forfeður vorir voru íþróttamenn með afbrigðum. Skemtiskráin þar þannig: 1. Ávarp forseta—S. Guðmund- son. 2. Piano solo, Ó Guð vors lands —Mrs. Lára Meldrum. 3. Ræða, á islenzku-John John- son. 4. Violin solo—Theodore Moore. ' 5. Norma Johnson og Gordon Carside, líkamsæfingar, “Adagio.” 6. Luella Johnson — Skipping Rope tap. 7. Trio—“Play to Me Gypsy” og “Spring Time in the Rockies,” (íslenzku þýðinguna), Miss Laufey Einarson, Miss Kristín Anderson og Margrét Moore, Miss Della Ander- son spilaði með á piano. 8. Miss Elois Alderdyce — Tap Dance. 9. Miss Nichols—líkamsæfingar. 10. Upplestur, á íslenzku — Jón Benediktsson. 11. Samtal — Jakob Hinriksson og Sigtryggur Sigurjónsson. Forsetinn talaði á ensku, sagði í stuttu máli frá upptökum þorra- blótsins og rakti sögu þess fram að þessum tíma. Aðalræðumaður var John John- son, og hann talaði á íslenzku. Tal- aði hann um fyrri átrúnað norrænna þjóða. Kvað hann forfeðurna hafa verið mikla og einlæga trúmenn, er eigi hikuðu við að sýna trú sína í verkinu. Vafalaust hefðu þeir Þór og Óðinn verið mestu “andatrúar- frömuðir sögunnar,” því enn væri það mikla kukl þeirra í frásögur fært, þó langt sé liðið síðan. Ræðu- maður sagði frá fyrri blótsiðum ís- lendinga og rakti söguna til kristn- innar. í ræðulok helgaði hann mót ið konungi konunganna og drotni drotnanna. Norma og Luella Johnson, 9 og 8 ára, eru dætur Mr. og Mrs. Carl Johnson hér í borginni. Báðar eru þær vel æfðar í líkamsæfingum. Norma, sú eldri, er mikið fengin til að sýna list sína á samkomum. Jón Benediktsson er sonur hins valinkunna Jóns heitins Benedikts- sonar, er um langt skeið rak verzl- un í Markerville, Alberta. Jón yngri, eins og svo mörg ís- lenzk ungmenni nú á dögum, ólst upp án þess að læra móðurmál sitt. Nú um nokkurn tíma hefir hann fengið tilsögn í íslenzku hjá Mr. O. T. Johnson með þeim árangri, að hann bar fram nokkur íslenzk stef og gerði það vel — skýr og réttur framburður. Sýndi hann hvað íslenzkir unglingar geta gert í þá átt, að læra móðurmál sitt, þegar alúð og ástundun fylgir máli. Samtal þeirra Hinrikson og Sig- urjónsson, var tekið saman af þeim sjálfum; það var fyndið og hlægi- legt; var því tekið með lófaklappi. Þegar skemtiskránni var lokið, var gengið til snæðings, þar sem var til reiðu ýmislegur matur, tilreidd- ur á íslenzka vísu, svo sem reykt kindakjöt, pönnukökur, kleinur vínartertur. o s. frv. Hið víðfræga, íslenzka kaffi eins og hver vildi. ÖIlu þessu voru gerð góð skil. Strax á eftir snæðingi var byrjað að dansa. Dansinum stýrði Mr. G. A. Glavelle; hann er giftur íslenzkri konu. Hreinn ágóði af samkom- unni var $25.75. 1 nefndinni, sem stóð fyrir þessu þorrablóti, voru Sveinn Johnson, formaður nefndarinnar, John John- son, O. T. Johnson, Sigfús Good- man, Jacob Hinrikson og Mrs. Kristín McNaughton. Vonandi verður áframhald af slíkum mótum á þorra í Edmonton. Klúbburinn “Norðurljós” hefir á- kveðið að þessi mót haldist með sama hætti og nú, þ. e. a. s., séu eigi einangruð við íslendinga, held- ur opin fólki annara þjóðflokka. Virðist reynslan benda á það, að hér ræði um heppilega aðferð að auglýsa ísland og íslendinga. Mrs. Peter Johnson frá Cam- loops, B.C., er stödd hér í bænum þessa dagana; hún kom til að heim- sækja Mrs. Kristínu McNaughton. Mrs. Johnson átti hér heima um mörg ár, og á því hér marga vini og kunningja frá þeim tíma. Hún býst við að leggja af stað aftur heimleiðis eftir svo sem vikutíma. Nýlega kom til borgarinnar Miss Margrét Vopni frá Tantallon, Sask. Miss Vopni ætlar að læra hjúkr- unarfræði við Royal Alex. sjúkra- húsið hér í borginni. Það sækja þangað margar íslenzkar stúlkur ár. lega, til að fullnuma sig í þeirri fræðigrein. Nokkrar íslenzkar stúlkur stunda þá fræðigrein við hin önnur sjúkrahúsin, en flestar eru þær við Royal Alex. sjúkrahús- ið. Einn af kennurunum við þetta sjúkrahús er íslendingur, Miss Laufey Einarsson. Hún útskrifað- ist vorið 1929. Fékk hún þá hæstu verðlaun fyrir framúrskarandi PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAX AVE. Talsími 42 691 --------------------------1 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sta Phonea 21 211—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Vi8talstími 3—5 e. h. Phone 21 834-Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.—Sími 30877 Winnipeg, Manitoba G. W. MAGNUSSON Nuddlœknlr 41 FURBY STREET Phone 36 137 Simið og semjiB um samtalstlma BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur löfffrœöingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á Ö8ru gólfi) PHONE 97 621 Er aS hitta aS Gimli fyrsta miSvikud. I hverjum mánuBi, og a8 Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœöingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. lslenzkur lögfrœöingur Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMiIlan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON lsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Your Orders DR. T. GREENBERG Roberts DrugStores Dentist Limited Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Dependable Druggists Office 36 196 Res. 51 455 Prompt Delivery. Nine Stores Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minni3var8a og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimllis talsími: 501 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We speciallze in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 26 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrg8 af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgB og bif_ reiða ábyrgðir. Skriflegum íyrlr- spurnum svara8 samstundis. Skrifst.s. 96 1 57—Heimas. 33 328 oOKé's r4 ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE , Real Estate — Réntals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL 1 WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum To-um HoteV' 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functlons of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG poegilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; me8 baSklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltI8ir 40c—60c Free Parking for Gtuesta SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 CorntoaU IDoW Sérstakt verS á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komi8 eins og þér eru8 klæddir. J. F. MAHONEY, f ramk væmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG • It Pays to Ai d vertise in th e “Lögberg” j kunnáttu. Henni voru veittir $600 í xerðlaunaskyni til að halda áfram námi við McGill University, til að búa sig undir kennarastöðu í sinni fræðigrein; svo við þann háskóla hélt Miss Einarson áfram námi 1930—31. Þegar Miss Einarsson kom til baka þá var henni strax veitt kennarastaða við Royal Alexander sjúkrahúsið, og hefir hún gegnt því starfi siðan. Miss Einarsson vann ýms önnur verðlaun á námsárum sínum. Það má því með sanni segja um Miss Einarsson, eins og við segjum oft um okkar íslenzku náms- menn, sem að einhverju leyti skara fram úr og vinna sér góðan orðstír, að hún sé á meðal þeirra, sem hafi gert garðinn okkar frægan. Miss Einarsson tekur mikinn þátt í okkar islenzka félagsskap, og er skrifari íslenzka klúbbsins “Norð- urljós.” A. Guðmundson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.