Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 6
fí LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1935. Heimkomni hermaðurinn Peningum þeim, sem í bankanum voru, og töldust til búsins, skyldi skift að jöfnu milli litla skátans og Jamie. Eáns og vikið var að átti litli skátinn að fá öll húsgögn í setu- stofunni og bókaherberginu, og gat krafist þeirra nær sem verða vildi. Hreinum ágóða af hunangsframleiðslunni skyldi skifta til helminga og hluti litla skátans lagður inn á banka. Það var auðséð á öllu, eftir að kunnugt varð um erfðaskrá býflungameistarans og innihald hennar, hve ábyrgðartilfinning litla skátans að sama skapi jókst; þess varð þegar vart hve eiginleikinn til þess að spara þrosk- aðist dag frá degi; “heitu hnndarnir” voru hvergi nærri eins iðulega áreittir og áður liafði verið. Jamie veitti því athygli hve reglubundið að litli skátinn gekk um vestri ekruna á hverj- um einasta degi, og virti fyrir sér ’hvernig ðllu liagaði til. Litli skátinn bjó yfir ein- hverju ráðaibruggi; ekki ósennilega í sam- bandi við madonna liljur og nýtízku hesthús. Jamie stóð í bakdyrunum að húsi Mar- grétar Cameron. “Hvar hefir þú verið allan þennan tíma; það er engu líkara en liðin sé hálf öld frá því eg sá þig síðast.” Margrét mjakaði sér áfram inn í dagstof- una og studdi höndum á mjaðmir sér. Hvað gengur að þér, góða kona,” hrópaði Jamie upp yfir sig. Það var auðséð á öllu að sorg- in liafði rist djúpar rúnir á andlit hennar; þó bar hún sig vel og hetjulega. Eitthvað ómælilega sorglegt hafði þó auðsjáanlega komið fvrir hana, eða einhvern af þeim, er stóðu henni næst. “Lollyf” -spurði Jamie. “Hvað hefir komið fyrir stúlkunaf” Margrét Cameron opnaði varirnar, eins og hún fyndi hjá sér hvöt til þess að segja eitthvað; en hafi hvin revnt að opinbera eitthvað í orðum, þá var ]>að víst að orðin dóu jafnharðan á vörum hennar. Hún riðaði á beinunum og Jamie studdi hana að stól í eldhúsinu og sótti henni vatn að drekka. Jamie kraup á kné við hlið hennar og spurði hana hvað ofan í annað með hinni mestu ákefð um hagi hennar. “Segðu mér nú alveg eins og er, hvort það sé ekki nokkur skapaður hlutur, sem eg geti gert þér til þægðar; þú getur að minsta kosti treyst því að eg sé einlægur vinur þinn. Eg skal fara hvert sem þú vilt og sækja hvern, sem þú æskir að finna.” Margrét Cameron hristi höfuðið með erfiðismunum og sagði í hásum og þreytuleg- um róm: “Hún lagði upp í þessa gönguför lengst norður í ríki; féll hún þá niður af þverhnýpi og meiddi sig afskaplega. Eng- inn vissi hve mikið í rauninni það var eða hættulegt; þau voru á þeim stað þar sem ekki var í annað hús að venda með aðstoð eða hjúkrun; líkami hennar var allur vafinn um- búðum. En hvað sem er um það, þá hvílir Lollv nú við hlið föður síns í Pineliurst graf- reitnum.” “Guð komi til,” hrópaði Jamie eins og í einhverju dauðans ofboði. Hann þrýsti hönd- um Margrétar Cameron í ákafa, orðlaus og undrandi. “Eg var hringd upp alveg nýverið,” sagði Margrét Cameron; það var Molly frænka, sem eg talaði við í símann, og bað hún mig að koma til fundar við sig í borginni hið allra bráðasta; hún lét á sér skilja að það stæði að einhverju leyti í sambandi við Lolly; að hún væri farin að hafa áhyggjur út af henni; eg gat lesið út úr orðum hennar hvern- ig í öllu lá; hún hefir verið búin að fá um það fulla vitneskju hvernig komið var, og hefir vljað auðsýna mér samúð og taka. að ein- hverju leyti þátt í raunum mínum; þær voiti ekki systur, Molly og Lolly, eins og þú veizt; þær voru samrýmdari en svo. Það er engin nýlunda þó snurða hlaupi á vináttuþráðinn milli systra. Stundum hefir mér orðið í nöp við Molly og grunað hana um græsku; eg hefi jafnvel borið henni það á brýn í huga mínum, að hún hafi að einhverju leyti átt sinn þátt í því að Lolly nokkru sinni lagði upp í þenna afleiðingaríka leiðangur; þó er enganveginn óhugsandi að mér skjátlist í þessu. Allar mæður hafa það á meðvitundinni að börnin séu bein af þeirra beinum og blóð af þeirra blóði; þessvegna getur þeim vafalaust undir vissum kringumstæðum orðið örðugt um rétt- dæmi. Og þráfaldlega brenna sig inn í vit- und þeirra áhvggjur rit af smámunum, sem með öllu eru ástæðulausar við nána íhugun. Óróinn í sálu minni vegna Lolly á nú ekki framar nokkurn rétt á sér; hún er alfarin og með því er loku fvrir það skotið að eg fái komið til liðs við hana á einn eður annan hátt.” Yfir augum og andliti Margrétar Cam- eron hvíldi alvara einstæðingsins, orðlaus og djúp; augun voru hjúpuð gljámóðu; það var engu líkara en uppsprettur táranna væri þurausnar. Margrét Cameron fékk ekki grát- ið þó hún hjartans fegin vildi. Jamie lagði hendur sínar alúðlega á axlir Margrétar og sagði: ‘ ‘ Gráttu, góða vinkona; gráttu; tárin hafa óumræðilegt, huggunargildi á tíð sorgarinnar. Eg óttast það, að harmur minn sé þyngri en svo, að eg fái nokkru sinni úthelt tárum,” svaraði Margrét Cameron. “Eg vildi að guð gæfi að eg gæti haft með höndum eitthvað umsvifameira starf en’þetta, að snúast við þessi óbrotnu innanhúss störf dag eftir dag; ef einhver þarfnaðist í alvöru handtaka minna væri öðrum áli að gegna. Eg hafði gert mér vonir um að Molly kæmi heim og dveldi hjá mér; því var samt sem áður ekki að heilsa; það er eins og hún sé viðloða við alla skapaða hluti í borginni og geti ekki með nokkrum hætti slitið sig lausa; henni er það áhugamál að eg komi til sín. Og ]>ó það sé nú erfitt til þess að hugsa að Lolly komi aldrei aftur heim, þá finst mér í aðra röndina sem eg geti ekki undir neinum kring- umstæðum farið af heimilinu eða skilið við það; lífið hefir leikið mig hart; það yrði mér ekki ósennilega ofurefli að rífa mig upp með rótum úr hópi gamalla og góðra nágranna í viðbót viS þaS, aS heyra aldrei framar þann h.jartanlega hlátur, er gerði heimiii mitt aS jarðnesku himnaríki. Eg má alveg eins vel segja þér það núna í trúnaði, Jamie minn, að býflugnameistaranum sálaða þótti aldrei nokkra lifandi vitund vænt um mig. Um hann má með sanni segja, að kvennamálin kæmi honum á kaldan klaka. Það er nú samt sem áður síður en svo að mér sé kunnugt út í æsar um öll leyndarmál býflugnameistarans í þessum efnum; en svo mikið veit eg þó, að eftir að hann misti fyrri konuna, *—konuna, sem hann af hugástum unni, tældi önnur kona hann til sambúðar við sig undir því yfirskini að hún skyldi annast um hann og börn hans eins og bezt yrði á kosið til æfiloka. Elg held að sú kona hafi verið vargur í véum; hún átti líká barn og eg hefi það fyrir satt að sá ódældar ormur hafi einhverju sinni stjakað það óþyrmilega við hinni litlu og veikbygðu dóttur býflugna- meistarans, að hún biði þess aldrei bætur; hún bilaðist í mænunni og gat aldrei í fót stig- ið upp frá því, frekar en Ivar beinlausi. BlessaS barnið tók út miklar þjáningar, er drottinn batt þó skjótan enda á. AS litlu stúlkunni látinni, fékk býflugnameistarinn seinni konu sinni allar eigur sínar í hendur að þessu litla heimili og býflugnabúinu und- anskildu; svo leitaÖi hann til dómstólanna um skilnað og fékk hann vafningalaust.' Það var því ekkert því til fyrirstöðu að hann kvong- aðist aftur; hann vildi auðsjáanlega ekki eiga mig, og líklegast enga aðra konu heldur. Hann var yfirkominn af vonbrigðum og sorg; hann feldi aldrei ástarhug til mín, og þó veit guð að eg unni honum heitt og innilega. Eg á ekki til orð, er lýst gætu ást minni. Stóllinn þar sem hann sat, er nú auður. Mér stendur ávalt fyrir augum mynd hans í þessum stól; hárið hvítt og mjúkt eins og íþlki; ennið 'hátt og göfugmannlegf og svipurinn prúSmann- legur. Að gleyma slíku væri alveg óhugisan- legt. Eg hefði fúsfórnað langri æfi hvað ofan í annað til þess að gleðja hann og gera um- hverfi hans vistlegra, en það í raunninni var. Þetta átti mér ekki að auÖnast, en ofan á alt bættist svo hitt að missa Lolly, og það með svo óvæntum hætti, sem raun varð á. Jamie! Þetta verður mér alt saman því flóknari ráðgúta sem eg hugsa lengur um það. Mér er það alveg óskiljanlegt vegna hvers Lollv vildi ekki vera heima; henni var boðin kennarastaða hér í stríðslokin, þegar hörgull var á kennurum og þeir gátu valið um staði; hún undi víst ekki heima; þessvegna fór hún. Eg lá andvaka nótt eftir nótt og lagði heilann í bleyti með það fyrir augum að gera henni til geðs, þó að engu haldi kæmi. Mér verður stundum á að hugsa að í raun og veru sé það ekkert tiltökumál þó vonbrigði, sársauki og að lokum ótímabær dauði, bíði hinna ungu, er án sjálfsprófunar fljóta sofandi að feigðar- ósi. Það er ekki um að villast að Lolly hafi skrikað fótur í fjallrimanum, þar sem hún var á ferð; þetta lætur þó undarlega í eyra jafn fótviss og hún var og vön því að klífa fjöll. En nú er þetta alt um garð gengið, og gaguslítið að naga í handabökin yfir því sem ekki verður um þokað. “Eg vitjaði á fund þinn, Margrét, og það í þessari andránni, með það fyrir augum að skýra þér í trúnaði frá mínum eigin raun- um og vandamálum, sem eg nú hlýt að játa að eru ekki nema svipur hjá sjón borið saman við það, sem þú hefir oúðið að þola.” Margrét Cameron rétti lir sér í stólnum og fór höndum um höfuð Jamie. “ Veslings drengurinn minn,” sagði hún. “Það er vonandi að alt sé ekki komið í hið fyrra horf um heilsu þína, að sárið hafi ekki tekiS sig upp, á eg við.” “Ekki held eg það,” svaraði Jamie. “Ef alt skeikar að sköpuðu, ætti eg að geta losast með öllu við umbúSirnar innan tveggja mán- aða, eða svo. En það er í sambandi við mat- aræðið, sem tekist hefir nokkru lakara til. Síðan þii fórst hefi eg orðið að baslast af með mína eigin matreiðslu, ekki betur en mér ])ó ferst slíkt úr hendi: það var heldur ekki í annað hús að venda viðvíkjandi fæði.” Margrét Cameron strauk þýðlega hend- inni um höfuð Jamie. “Þú verður líklega aðal viðfangsefnið fyrir mig fyrst um sinn. Þó mér sé það ógeðfelt að vera heima eins og til hagar þá á eg víst enn erfiðara með að fara að heiman; að minsta kosti er hugboð mitt slíkt. Eg á örðugt með að ráða það við mig að fara til Molly hversu fegin sem eg vildi og hver.su ant sem henni kann að vera um það. Sennilega verÖur það ofan á að hún verði knúð til þess að vitja á fund minn sé henni á annað borS umhugaS um návist mína. En meSal annara orða, dreng-ur minn: Berir þú ekki lengur áhyggjur vegna sársins á brjóstinu, hvað er það þá, er þér liggur þyngst á hjarta og veldur þér hugrauna?” Jamie var skozkur maður; fámæltur eins og aÖrir þjóðbræður hans. “Æfintýri mitt er hádramatískt, ” sagði hann. “Um þær mundir, sem eg kom hingað, gekk eg í heilagt hjónaband; konuna, sem eg gekk að eiga þekti eg ekki; vissi ekki á henni nokkur minstu deili. Fyrir nokkrum dög-um ól hún son á sjúra- húsinu og lézt að fæðingu hans. Nú er dreng- urinn það eina, er eg hefi til minja um hana.” Margrét Cameron leit góðlátlegrum, en jafnframt hálfvegis ásakandi augum á Jamie. “Eg á örðugt með að átta mig á öllu þessu,” sagði hún í hálfum hljóðum. “Því í dauðan- um komstu ekki með konuna hingað. Hvers- vegna mátti það ekki verða hlutekifti mitt að hjúkra henni og sannfæra hana, með því um þá góÖvild, er eg ber til þín? Hver veit nema málum hefði skipast til á annan veg, ef þú hefðir falið hana mér til forsjár?” Agizkanir í alvörutilfellum sem þessu skifta sjaldnast miklu máli,” sagði Jamie. Eins og á stóð var ekki viÖlit fyrir mig að koma með hana hingað. Hið eina, sem máli skiftir, er það, að hún er farin og lét eftir sig bráðmyndarlegan dreng, sem ber nafn mitt, og kallaður er James Lewis MacFar- ■lane yngri. ’ ’ “Er liann á sjúkrahúsinu?” “Nei,” svaraði Jamie. Fréttaritarinn sem gerði sjálfan sig að konungi Eftir Richard Harding Davis (Sv. O. þýddi) “Þeir fóru að tilkynna kónginum komu ykkar,” sagði Stedman; “en ykkur er bezt að koma fyrst og fá ykkur að borða, og svo skal mér vera sönn ánægja að kvnna ykkur fyrir honum að heldrimanna sið.” “Konungur!” endurtók kafteinn Travis dræmt; “er hér konungur?” “Eg hefi aldrei konung augum litið,” gall Gordon fram í, “en aldrei hefði mér dottið í hug að eg mundi sjá hann sitjandi á viðardruml) í húðarrigningu. ” ‘ ‘ Hann er ágætur konungur, ’ ’ sagði Sted- man og lagÖi áherzlu á orðin; “ og þó ykkur kannske komi til hugar, er þið lítið hann, að hann sé ekki formfastur, þá er liann það samt engu að síður, og honum er fyrir öllu að öll- um hirðsiðum sé fylgrt nákvæmlega. Eftir kveldverð mun hann veita ykkur ábeyrn, og ef þið hafið tóbak aflögu, er ykkur bezt að hafa það með ykkur og gefa honum það, en þið ættuð að segja honum að forseti Banda- ríkjanna hafi sent honum það, því honum er mein-illa við að þiggja gjafir af öðrum en stórmennum. Að hann fær tóbak lánaÖ hjá mér, kemur til af því, aÖ hann heldur að eg sé sonUr forsetans. ’ ’ “Hvað kemur honum til að halda þaðf ” spurði konsúllinn með talsverðum þjósti og valdasvip. Aumingja Stedman horfði ýmist á yfirvaldiÖ ieða skri'farann og stamaði út úr sér lafhræddur að það mundi koma til af því að einhver hlvti að hafa sagt lionum það. Konsúls-húsinu var skift í fjögur her- bergi. Fyrir framan húsið var fallega skreyttur blómagarður með pálmatrjám og gosbrunni, er virtist vera heldur örlátur á vætuna. “Þetta bjó eg til,” sagði Stedman og benti ósköp hæversklega á gosbrunninn. “Eg bjó hann til úr holum bambusreyr og setti í samband við uppsprettulind. Og nú er eg að búa til einn fyrir konunginn. Hann sá þennan og lét stinga bambusreyrnum um allan bæinn, án þess að hafa samband við nokkurt vatn, og nú skilur hann ekkert í því að ekk- ert vatn skuli streyma í gegnum greinarnar eins og hjá mér, og útkoman er sú, að hann heldur að eg sé yfirnáttúrlegur. ” “Eg ímynda mér að einhver hafi sagt honum það líka,” urraði í konsúlnum. “Það hugsa eg líka,” sagði Stedman í öngum sínum. Veggsvalir voru meðfram öllum hliðum hússins, en inni voru veggirnir skreyttir með dýraskinnum og myndum úr sunnudags myndablöðum. Heilmikið af bambus-húsmun- um voru þar ásamt fjórum breiðum, kulda- legum rúmstæðum. Alt var liúsið jafn þokka- legt og eldhús eru venjulega. “Bg smíðaði húsmunina, en Bradleys halda liúsinu hreinu,” sagði Stedman. “Hverjir ieru þessir Bradleys?” spurði Albert. ‘ ‘ Þeir eru mennirnir, sem þið sáuð standa hjá mér í f jörunni, ” svaraði Stedman; “þeir struku hér á land af brezka herskip- inu er hún kom að fá sér kol. Þeir þykjast vera þjónar mínir. Annar heitir Bradley eldri, en hinn Bradley yngri. ” “Það koma þá skip hér öðru hverju?” spurði konsúllinn brosandi. “Ekki oft, ” sagði Stedman raunalega. “Nei, ekki mjög oft, svona einu sinni á ári. Herskipið hélt að þetta væri Octavia, og strax og þeir komust að því að svo var ekki, héldu þeir á burt; en Bradleys höfðu hlaupið inn í skóginn svo mennirnir á skipsbátnum gátu ekki fundið ])á. Þegar þeir sáu flaggið á bátnum ykkar, hafa þeir orðið hræddir, og haldið að þið munduð senda þá til Englands, en þeir koma þegar þeir eru orðnir svangir.” Kveldverðurinn, sem Stedman bar á borð fyrir gesti sína, eins og hann enn áleit þá vera, var mjög vel framreiddur og hressandi. Var þar á borðum kaldur fiskur, dúfu- skorpusteik og heit eggjakaka með ætisvepp- um, olíuberjum, ástareplum og lauk, öllu hrært í einn graut og falið innan í kökunni, og svart kaffi á eftir. Eftir máltíðina fór Stedman á konungsfund, en kom til baka von bráðar með þau skilaboð frá ihans hátign, að hann mundi veita þeim áheyrn næsta morg- ' un eftir morgunverð. “Það er of dimt núna,” sagði Stedman, “og rigning, svo þeir geta ekki kveikt á strætislömpunum. Tókuð þið eftir lömpunum okkar? Þeir eru mín uppfynding, en það logar ekki rétt vel á þeim ennþá. Hugmyndin er góð, og eg skal full- komna hana svo bráðum, að alt skal verða í einu ljóshafi, hvort sem það rignir eða ekki. ’ ’ Konsúllinn hafði werið þegjandi og eitt- hvað undarlega hugsandi meðan á kveldverði stóð, en nú leit hann upp mjög áhyggjufvdl- ur og jafnvel raunalegur að sjá. “Hvað heklurðu að verði langt þangáð til það styttir upp,” spurði hann. “ Ja, það veit ieg ekki,” svaraði Stedman með spekingssvip. “Eftir eina tvo, þrjá mánuði, hugsa eg. ” Konsúllinn nuddaði í sífellu á sér gigtveika fótinn ogbáðar mjaðm- irnar, en sagði ekkert. Báðir Bradleys skriðu hieim um klukkan tíu um kveldiÖ og voru ærið kindarlegir á svipinn. Konsúllinn hafði farið út til að finna fiskimennina, er fluttu hann til eyjunn- ar og borga þeim; en Albert var á meðan að sannfæra hermennina um það, að þeir yrðu ekki sendir til Englands aftur. Að því búnu fór hann að liátta og Stedman líka, en í öðru rúmi en hann var vanur, það rúm ætlaði 'hann konsúlnum, ]>ví það var bezta rúmið í liúsinu. Þegar Albert var rétt í þann veginn að segja “góða nótt,” mundi hann alt í einu eftir því, að Stedman hefði ekki sagt honum hvernig á því stæði að hann væri hér úti á eyðieyju. En Stedman bara liló ogkvað það langa sögu, og mundi ihann segja hana með morgunsárinu, og þar við sat. Albert breiddi því ofan á sig og fór að sofa án þess að bíða eftir húsbónda sínum, hugsandi um sitt nýja, eikennilega heimili og kringumstæður, og þess fullviss, að ef það héldi áfram að rigna, þá mundi hann ljúka við söguna sína innan mánaðar. Sólin var komin hátt á loft er hann vakn- aði og laufin á pálmatrjánum kinkuðu á- nægjulega kolli fyrir hægri, volgri morgun- golunni. Út í garðinum angaði alt af ilmandi jurtalykt, og úr glugganum sá hann út, á hið fagurbláa og nærri spegilslétta haf, en út með ströndinni sáust ógrynnin öll af sntáum kóral- rifjum, er hin lága alda brotnaði á, og sem sólargeislarnir glitruðu svo fagurlega í. “Jæja, konsúllinn getur ekki fundið að þessu,” hugsaði hann með sjálfum sér um leið og hann smeygði sér í baðfeldinn sinn. Þegar hann var búinn að laga á sér hárið, gekk hann undur ánægður og brosandi inn í herbergi konsúlsins til að vekja hann, en er þangað kom brá honum í brún, því þar var enginn komsúll og riímið ósnert. Kista kon- súlsins var á sama stað og hún var sett kveld- ið áður, rétt við dyrnar, og ofan á henni lá gríÖarmikil skrifuð pappírsörk með áritun til Alberts efst á blaÖi. Skriftin var kafteins Travis. Albert tók blaðið upp með skjálf- andi hendi og las upphátt það sem á því stóð er hljóÖaÖi svo og án alls formála:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.