Lögberg - 04.04.1935, Page 3
LÖGBBRG. FIMTUDAGINN 4. APRIL, 1935.
3
Væri það annars ekki betri aðferð
að kynna sér skólann fyrir eigin
reynd, en af sögusögn annara eða
sjálfs sins ímyndun? Hvað sem
því viðvíkur, býð eg honum, af allri
vinsemd, að koma og hlýða á morg-
unbæn. Við syngjum ætíð sálm, les-
um biblíukafla, flytjum ávarp til
nemenda eða bæn og lesum sameig-
inlega faðir vor. í þessari athöfn
má heita, að allur skólinn ætíð taki
þátt. Þó engin önnur trúar-
bragðakensla færi fram í skólanum
en þessi, og ef hún er rækt í réttum,
kristilegum anda, tel eg hana mjög
mikilsvarðandi atriði í skólalífinu. í
viðbót við þetta fer fram kristin-
dómskensla eina stund i viku mikinn
hluta af árinu í bekkjunum g—n
og styttri tíma í 12. bekk. Þá
kenslu nota svo að segja allir nem-
endur skólans. Svo er séra Sig-
urður að leitast við að 'sannfæra
Vestur íslendinga um það, að trúin
sé horfin með íslenzkri tungu. Ef
það er satt,’er kristin trú alstaðar
horfin, þar sem kristindómur er
fluttur á ensku máli í kirkjufélaginu.
“Mönnum er neitað um upplýs-
ingar.” Ef það er rétt sagt hjá höf-
undinum, er það atriði, sem eg veit
ekkert um. Anna vegna hefi eg
stundum þurft að fara af kirkju-
þingi áður en því var slitið; en eg
minnist þess ekki að þetta hafi
nokkurntíma komið fyrir. Eg hefi
það alls ekki á samvizkunni, að eg |
ramBuk
Er Óviðjafnanlegt fyrir
ECZEMA, KÝLI,
KULDABÓLGU
og kuldapolla,
skurði, öll brunasár,
IIRINUOKM, GVLLINI-
œð, ígerð og eitursár
á ári. Þá mæltist eg til við kirkju-
þing, að mér væri veitt nokkur hjálp.
Litið kom þá annað fram en tregða.
Eg sagði þá: hættið, bræður; eg
þarf enga hjálp frá yður. Eg fór
þá að kenna í alþýðuskóla samhfiða
prestsstarfi mínu, til þess eg gæti
lifað. Seinni veturinn sem eg var
i Seattle, veitti kirkjufélagið söfn-
uðinum styrk nokkurn. Það er sá
eini styrkur frá því, sem starf mitt
hefir notið. Satt að segja uni eg
því bezt að vera dálítið sjálfstæður
og sjá um mig og mína.
Höfundurinn kvartar undan því,
að ekki hafi verið gengið til atkvæða
um það hvort skólinn eigi að lifa
eða deyja. Að viðhafa slíka at-
kvæðagreiðslu telur hann auðveld-
ustu leiðina til þess að binda enda
á málið. Hann er viss um hvernig
fara muni þegar það er gert. Hann
segir að fyrir þremur árum hafi
legið við borð, að þetta væri gert,
hafi nokkurn tima vísvitandi leynt! °g hann er hróðugur yfir því að
almenning nokkurs í sambandi við
skólann. Sem dæmi þess má segja
frá því, að það var, á síðastliðnu
kirkjuþingi, engan veginn létt verk
að skýra kirkjufélaginu frá því að
engin íslenzka hefði verið kend þar
næstliðið ár. Það var sársauka-
þrungin fregn bæði vegna skólans
og Vestur-Islendinga. En eg hefi
ætið talið það skyldu sérhvers
manns að vera ráðvandur. Eg hefi
þráð tiltrú manna og leitast við að
Verðskulda hana.
“Óttast eg að séra Runólfur hafi
mist hlýhug ýmsra út af skólamál-
inu.” Bróður mínum þykir fyrir
því. Mér þykir fyrir því lika. Tæp-
ast mun nokkur piaður sækjast eftir
því að baka sér óvild annara. En
það kemur stundum fyrir að óvild
manna er óhjákvæmileg afleiðing
þess að gera skyldu sína. “Hörð
er þessi ræða; hver getur hlýtt á
hana?" sögðu jafnvel lærisveinar,
Jesú. Og eftir það yfirgáfu hann
margir, sem áður höfðu verið í læri-
sveinatölu. Þetta er ekkert eins-
dæmi í sögunni. Eitthvað því líkt
gerist daglega. Vil alla þá, sem mist
hafa hlýhug sinn til mín vegna þess
að eg hefi unnið að skólamálinu vil
eg segja eitthvað á þessa leið: Að
því leyti sem eg hefi illa unnið það
verk, þykir mér fyrir að verðskulda
álas yðar: en að þvi leyti sem þér
hafið snúist á móti mér fyrir að
rækja skyldu mína, megið þér fara.
Guð blessi yður; .Iíði yður ávalt vel,
en þér megið fara.
“Menn hafa iðulega látið í ljós
að þeir vildu ekki báka séra Rúnólfi
atvinnumissi.” Mér skilst að höf-
undurinn sé einn í þeirra tölu. Kær-
leiksríkt er þetta, eins og við mátti
búast af svo góðum manni. Skól-
anum á að vera haldið við til þess
eg ekki tapi atvinnu. Slíkt má lík-
lega telja góðsemi gagnvart mér, en
gagnvart almenningi er þetta ekki
sanngjarnt. Mér skilst, að höfund-
urinn vilji leggja niður skólann, en
útvega mér einhverja aðra atvinnu?
Það getur vel farið svo að eg þiggi
þetta góða boð. Á engan hátt vil eg
telja mig hafinn yfir hjálp annara.
En má vera Iíka að blessaður prest-
urinn sé að stinga þessu upp í mig
eins og dúsu til þess að fá mig til að
hætta við skólann. Hívorki i sam-
bandi við skólann né í sambandi við
kirkjufélagsstarf annað, veit eg til
þess að eg hafi þegið það, sem eg
ekki vann fyrir. Kirkjufélagið veitti
mér engan styrk á námsárunum,
hvorki til “college” náms né heldur
guðfræðanáms. Einu sinni þegar
eg hafði af eigin hvöt sagt upp svo
stórum hluta af prestakalli mínu í
Nýja fslandi, að þar varð myndað
sjalfstætt prestakall, sat,eg eftir með
þann hlutann, sem borgaði mér $375
“enginn vafi er á því hvernig farið
hefði.” Þannig farast honum orð.
En má eg spyrja: hefir ekki ein-
mitt þetta verið gert? Hefir ekki á
hverju einasta kirkjuþingi komið
fram uppástunga um að skólanum
skuli halda áfram? Hefir ekki i
hverju einasta tilfelli verið greidd
atkvæði um þá uppástungu? Eg
get ekki gert að því ef nöfundinum
hefði fallið betur, að uppástungan
hefði verið öðruvísi orðuð ; en sann-
leikurinn er sá, að um tilveru skól-
ans hafa verið greidd atkvæði á sér-
hverju kirkjuþingi, að minsta kosti
öll hin síðari ár. Höfundurinn
minnist á, að eitthvað hafi skeð i
skólamálinu fyrir þremur árum. Eg
legg þvi fyrir almenning það, sem
greitt hefir verið atkvæði um og
samþykt hefir verið á þremur síð-
ustu kirkjuþingum, í skólamálinu.
Á kirkjuþinginu í Winnipeg 1932,
var þetta samþykt:
“Nefndin, sem skipuð var í skóla-
málið finnur til þess, að Drottinn
liefir blessað skólann hið liðna ár,
og að það ætti að vera gleðiefni fyr-
ir oss alla, hve vel hefir ræzt úr með
skólann, langt fram yfir vonir. Hún
finnur líka til þess, að á þvi ríði, að
honum verði haldið áfram. Heiður
og heill kirkjufélagsins er mjög
undir því komið.
“Vér leggjum því til að skólinn
haldi áfram.”
Á kirkjuþinginu í Argyle-bygð,
1933, var það samþykt “að skólan-
um verði haldið áfram eins og að
undanförnu.”
Á kirkjuþinginu í Selkirk síðast-
liðið sumar var það samþykt að
“stjórnarnefnd Jóns Bjarnasonar
skóla sé veitt umboð til þess að
halda skólanum áfram næsta skóla-
ár.”
Allar fjalla uppástungur þessar
um tilveru skólans, um þær allar
voru greidd atkvæði, og allar voru
þær samþyktar. Hvernig fer þá
nokkur maður að segja, að menn
hafi ekki átt kost á því að greiða
atkvæði um tilveru skólans ? Eg hefi
ekki flett upp öllum gerðabókum
þingsins, en trúað gæti eg þvi, að
greidd hafi verið atkvæði um til-
veru skólans á hverju einasta þingi
síðan hann varð til.
Um eitt atriði get eg verið grein-
arhöfundinum samdóma: að það
hafi verið misráðið að telja nokk-
urntíma hlutabréfin í McNichoIs
félaginu til eigna skólans. En ekki
tel eg rétt að kasta þungum steini á
þá, sem það gerðu. Þeir gerðu sér
glæsilegri vonir um þetta fyrirtæki
en reynslan hefir staðfest. Æjtli
þeir séu ekki æði margir, sem sekir
hafa orðið um álika skammsýni?
Svo hefir kreppan margfaldað erfið-
leikana síðan þetta var gefið, og
hver gat vitað um slíkt fyrirfram?
Ekki veit maður heldur nú hver
framtíðin verður. Það er jafnvel
til sá möguleiki að hlutabréfin verði
á sinum tíma verðmæt.
Þetta er 21. starfsár skólans.
Sumir hugsuðu að hann yrði ekki
svo gamall. Þeir og ef til vill aðrir
hafa líklega einhverja löngun til að
athuga hvað hefir hjálpað honum til
að lifa.
Mér kemur þá fyrst í hug það,
sem eg fyrir mörgum árum sá í
skólaritgerð únítarisks drengs, sem
var nemandi i skólanum. Hann
sagði: “Þessi skóli hlýtur að standa
því hann er bygður á réttum grund-
velli: trúarbrögðunum.” Að ein-
hverju leyti að minsta kosti hygg
eg að hann hafi verið stofnaður og
starfræktur í réttum, kristilegum
anda, og að þaðan hafi hann fengið
sinn sterkasta lífskraft.
í öðru lagi á hann viðhald sitt að
þakka, að mjög miklu leyti, dreng-
lyndum vinum, sem hafa styrkt
hann bæði í orði og á borði. Án
þeirra hefði hann með engu móti
getað haldið áfram.
í þriðja lagi á skólinn mikið að
þakka skólaráðinu. Þeir menn eru
auðvitað í hópi vina hans, en þá
ber samt að nefna sérstaklega.
Þrautseigja þeirra manna, fórnfýsi,
áhugi, elja, óbilandi kjarkur, vak-
andi umönnun er meðal hins allra
fegursta, sem komið hefir fram í
íslenzku félagslífi hér vestra. Sann-
færing fyrir málefninu og velvild til
skólans hafa ætíð sýnt þeim einhver
úrræði. Þeir hafa barist góðri bar-
áttu.
í f jórða lagi, í allri auðmýkt, má
eg til að nefna skólann sjálfan. Með
starfi sínu hefir hann mælt með sér
sjálfur. Ekki neita eg því, að starf
hans hefir verið ófullkomið bæði í
kenslu og stjórn, en samt er það
svona: honum hafa græðst nýir vin-
ir á hverju einasta ári. Áhrif hans
hafa stöðugt vaxið og vinahópur-
inn stækkað. Þetta atriði er svo
stórt, að án þess hefði hann verið
úr sögunni.
Jæja, þá er víst komið mál að-
leggja niður pennann. Þessi rit-
smíð bróður míns hefir gefið mér
kost á því að segja almenningi ým-
islegt um þetta mál, sem eg annars
hefði líklega látið ósagt. Eg skal
taka það fram, að alt, sem hér er
borið fram, er sagt á ábyrgð mina
eina. Eg hefi ekki ráðfært mig við
nokkurn mann. Hér er alt sagt frá
eigin brjósti. Ennfremur skal það
sagt, að eg ætla ekki að standa í
neinum deilum um þetta mál. Það,
sem eg hér segi, segi eg í eitt skifti
fyrir öll. Vel veit eg að þetta má
rangfæra og út úr því má snúa.
Ekkert er það til sagt eða ritað á
jörðu, sem ekki má þannig með
f ara; en engu síður hlýtur sannleik-
urinn að standa. Réttu máli veit,
eg ekki til að eg hafi í neinu hallað.
Höfundurinn vill “vekja menn til
umhugsunar” um þetta mál. Undir
það get eg tekið, en eg vil bæta við
þeirri ósk að menn athugi bróður-
lega, stillilega, kristilega.
Rúnólfur Marteinsson.
Innlend kartöfluframleiðsla
Landbúnaðarnefnd neðri deildar
flytur frv. um sölu og innflutning á
kartöflum. Er innflutningsnefnd
heimilt samkvæmt því, að takmarka
svo sem frekast þykir hægt, eða
fella algerlega niður innflutning á
erlendum kartöflum. Þó skal þess
gætt, að þetta leiði ekki til óeðli-
legrar verðhækkunar, miðað við
verðlag undanfarinna þriggja ára
á sama tíma.—N. dagbl. 10. marz.
ATVINNULEYSI MINKAR
I sambandi við tillogu kommún-
ista á síðasta bæjarstjórnarfundi um
það, að fjölgað yrði í atvinnubóta-
vinnu upp i 400 manns, upplýsti
borgarstjóri, að atvinnuleysið færi
nú stöðugt minkandi í bænum, og
það svo verulega um munaði.
Borgarstjóri skýrði frá því, að
seinnipart janúarmánaðar hefði tala
skráðra atvinnuleysingja verið 650
—700. En nú (þ. e. á fimtudag-
PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 2-3
Heimili 214 WAVERLBY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sj úkdóma.—Er að hitta
kl. 2.30 til 5.30 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talsími 42 691
--------------------------j
Dr. P. H. T. Thorlakson
206 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Grah&m og Kennedy Sts.
Phones 21 212—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 2t)0
DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson
216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Viðtalstfmi 3—5 e. h.
Phone 21 834-Office tfmar 4.30-6
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.—Sími 30877
Winnipeg, Manitoba
G. W. MAGNUSSON
Nuddlœknir
41 FURBY STREET
Phone 36 137
SfmiS og semJiC um samtalsttma
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur löofræSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœSingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á öðru gðlfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag
G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœSingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Phone 98 013 504 McINTYRE BLK.
DRUGGISTS DENTISTS
Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESGRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG
Phone Your Orders Roberts Drug Stores Limited Dependable Druggists Prompt DeUvery. Nine Stores DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialíze in Permanent Wavins, Fingrer Wavlnx, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 0oRE’s rAjc ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Roal Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg.
HÓTEL 1 WINNIPEG
THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Toitm HoteV 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Dinners and Functions of all kinda Coffee Bhoppe F. J. FALI/, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Guests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411
CorntDalI ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramk væmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG
It Pays to Advertise in the “Lögberg”
inn var) væru aðeins skráðir 266 at-
vinnulausir verkamenn.
Vikuna 27. febr. til ó. marz hefði
skráðum atvinnuleysingjum fækkað
alls um 78, þar af voru 5v verka-
menn. Þessi fækkun atvinnuleys-
ingja stafaði af þvi, að nú væri að-
alvertíðin byrjuð.
Borgarstjóri skýrði einnig frá því
að forstjóri vetrarhjálparinnar segði
ástandið miklum mun betra nú, en
það var um og eftir áramót.
Mbl. 10. marz.
1 Vestmannaeyjum voru aðeins
8 bátar á sjó í gær, enda stórsjór og
rok. Vélbáturinn Veiga fékk á sig
stórsjó, er braut rúður í stýrishúsi
bátsins. Að öðru leyti sakaði ekki.
—Fjöldi erlendra fiskiskipa hafa
leitað skjóls við Siðið. Bátarnir
náðu allir landi og öflugu vel, nema
Veiga, er fór aftur að leita að lóð-
um sínum.—N. dagbl. 8. marz.