Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBHRG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL, 1935. Heimkomni hermaðurinn Um þessar mundir var vinnan farin að verða Jamie alt í öllu, eða réttara sagt vinnu- gleðin. Vissan kafla bvers einasta dags las hann í þeim bókum, er sérstaklega viðkomu verkabring hans; en smám saman tók hann að færa út kvíarnar lestrinum viðvíkjandi, unz þar kom að hann var farinn að lesa merk heimspekirit og kynna sér skáldskap. Jamie var farinn að finna til þeirrar ör- yggiskendar, sem því er samfara að vera sjálfstæður maður og þurfa ekki að bera kvíð- boga fyrir því að verða upp á aðra kominn; tekjur hans voru orðnar reglubundnar, auk þess sem góðar horfur voru á, að þær færi vaxandi .jafnt og þétt; liann gerðist áskrif- andi að ýmsum merkum tímaritum og ein- setti sér að láta ekkert það undir höfuð leggj- ast, er verða mætti til sannrar upplvsingar og gagns; 'hann var meira að segja farinn að kvnna sér hagfræði og stjórnmál. Einkenni- legt fanst lionum það hvað skiftar voru skoð- anirnar um hin og þessi meginatriði mann- félagsmálanna. 1 einu tímaritinu las hann ekkert annað en fagurmæli um nýtt gullaldar tímalbil, en í öðru var því lýst með átakanleg- um orðum hvernig alt væri í rauninni í þann veginn að fara í hundana. Það var ekki um að villast að Jamie væri að veröa na'mari fyrir atburðum hins daglega lífs en áður hafði verið; hann hafði alveg ný- verið séð þess minst að heimkomnir hermenn væri að mynda með sér víðtæk samtök og þar á meðal ýmsir úr deildinni hans; hann fann til þe.ss með s.jálfum sér, að hann stæði sig ekki rétt vel við að sitja hjá og hafast ekki að, er um væri að ræða mál, er engu síður vörðuðu framtíð hans en þeirra annara fé- laga lians er 'heimkomu hafði orðið auðið úr styrjöldinni. Því ekki að taka þátt í starf- semi þessari eins og hinir og stuðla með því að sameiginlegum hagsmunum stéttarbræðra sinna ? Innan um þessar hugleiðingar bland- aðist annað veifið óslökkvandi löngun til þess að koma í Presbytera kirk.ju þar sem svo hag- aði til að presturinn bæri fram ræðu sína með skozkum málblæ. Þáð var ekki um að villast, að því er honum fanst, að tíminn væri far- inn að brýna rödd sína og kalla á hann til nokkurra athafna. Og því ekki að verða við kröfum hans. Það var yndislegur morgun. Sólin helti ljósflóði yfir garðinn og umhverfið. Jamie var að vatna blómunum með langri slöngu. Alt í einu heyrði hann skrjáf; einhver var á ferðinni; fótatakið var létt en hvatvíslegt. Innan örfárra mínútna kom litli skátinn í Ijós. En sá útgangur. Fötin tætt og alt eftir því. Jamie henti frá sér slöngunni í einhverju of- hoði og tók litla skátann í faðm sér. Veslings blesað barnið; tárin strevmdu niður kinnar þess og brjóstið gekk í öldum. “Elsku barnið mitt,’' sagði Jamie í geðs- hræringu. “Hvaða ósköp hafa komið yfir þig? Þú verður að skýra mér umsvifalaust frá öllu. Við erum félagar og megum engu halda leyndu, er máli skiftir, hvort heldur það er ógeðfelt umtals eða ekki. ” “Hver sagði þér frá að nokkuð sérstakt hefði hent mig,” svaraði litli skátinn með titrandi rödd. “Eng- inn! Nei, enginn! Segðu mér alla sögu þína tafarlaust, og dragðu ekkert undan,” hróp- aði Jamie, svo undir tók í nágrenninu. “Hafi einhver gert þér ilt, skal sá eiga mig á fæti. Eg myndi ekki horfa í mannslíf. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.” Litli skátinn hjúfraði sig enn þéttar að Jamie og hvíslaði einhverju út úr sér. Jú, það var þetta: “Skátarnir mínir gerðu uppreist á móti mér. Þeir kröfðust þess að við færum öll niður að ströndinni, færum úr öllum fötunum og hentum'okkur nakin út í sjóinn; þetta gat eg ekki undir neinum kringumstæðum fallist á. Þeir veittu mér aðsúg og ætluðu að gera út af við mig.” “Gerðu þeir þér nokkuð verulegt tjón ? Börðu þeir á þér eða þar fram eftir götunum ?” spurði Jamie. Eg veit ekki hverju eg á að svara til; eg var víst stundum nokkuð liarðleikinn við þá og hefi ef til vill verið að einhverju leyti bviinn að búa í pott- inn,” svaraði litli skátinn. “Bg var ekki rétt vel fyrirkallaður þenna morgun, og réði því ekki við nokkurn skapaðan hlut. Hvað var það svo, sem í rauninni átti sér stað, ” spurði Jamie næsta alvarlega. “Til allra hamingju bar ríðandi mann að í sömu andránni og lyfti mér á bak fáki sín- um og reiddi mig fyrir framan sig unz eg bað hann að láta mig af baki. Jamie! Eg held J>að sé alveg úti um mig; eg er staðráðinn í að fara upp á klettinn og senda mér niður af honum þar sem hann er hæztur, og láta dætur Ránar veita mér viðtöku. ” Jamie þrýsti barninu enn þéttar að sér. ‘ ‘ En að þú skulir tala svona; að þú skulir láta aðra eins fádæma flónsku koma í huga þinn, tekur út yfir alt,” sagði Jamie. “Hugs- aðu um foreldra þína; hugsaðu um Nannette og Jimmy; hugsaðu líka um mig. Þetta hlýt- ur þú að geta gert, ef þú gefur þér tíma til skynsamlegrar og rólegrar yfirvegunar.” “Eg hefi ekki nokkurn skapaðan hlut lengur til þess að lifa fyrir,” sagði litli skát- inn í ákafri geðshræringu. “Geti eg -ekki lengur gegnt stöðu minni sem skátaforingi, er fokið í öll skjól og ekki nema eitt úrræði framundan.” “Vertu nú ekki með þessa flónsku leng- ur,” sagði Jamie hálf hranalega. “Taktu nú vandlega eftir því sem eg segi; þvi lagðir of snemma út á braut, sem ekki hefir nema einn enda; þú hefir stjórnað strákum allan þenna tíma, og Jveir hafa látið að stjóm Jvinni lengur en búast mátti við; lengur en hægt var að gera sér von um að stúlkuhnokka lánaðist. Þú hefir jafnvel verið að því komin að gleyma þínu eigin kyni, eða fórna því fyrir hégómlega drotnunargirni. Og nú hafa laun þín orðið, eins oig þegar mátti vænta, beizk vonbrigði. Þú þarft samt ekki að ætla að þú sért eina stúlkan, sem þannig hefir farið að; það hafa mörg stúlkubörn reynt það sama, eða eitthvað því svipað með það fyrir augum að þurfa ekki að kúldast inni og geta notið útilífsins í fullum mæli. En það var mis- skilningur hjá þér, að til þess að geta verið skátaforingi þyrftir þú að ráða yfir svo og svo stórum strákahóp. Stúlkur eiga einnig sín eigin skátafélög.” Jamie reis á fætur í snatri. “Þér er betra að koma snöggvast heim með mér, ” sagði Jamie; “eg þarf að þvo þér í framan og snyrta }>ig dálítið til; að því búnu fylgi eg þér heim til mömmu þinnar og læt hana klæða þig í ný og hrein föt; því næst komum við til baka og verðum saman það sem eftir er af deginum. Eg ber engan kvíð- boga fyrir því að þér muni tilfinnanlega leið- ast. Og nú skal eg skýra þér frá hvað eg hefi í hyggju. Við fáum okkur fallegasta og bezta hestinn, sem til er í veröldinni. Eg hefi ver- ið að auglýsa eftir slíkum hesti undanfarandi og nú hefi eg að lokum komist yfir einn slíkan reiðskjóta. Hann er nú til taks; eg hefi að- ejns beðið eftir efninu í hesthúsið. Eg ætla að reisa bvgginguna yfir á þínum helmingi landeignarinnar. John Carey var búinn að lofa mér því í gær að koma 'hingað yfir um til þess að hjálpa mér til við bygginguna, til þess að alt yrði undirbúið fyrir komu þína. Eg ætlaði að láta þér koma þetta að óvörum, til þess að fögnuður þinn yrði enn undrunar- fyllri og æfintýralegri. Það getur nú samt vitanlega beðið eitthvað með hesthúsið; hitt er meira um vert að fá reiðskjótann sjálfan. Litli skátinn losaði sig úr örmum Jamie, og rétti fram hendina eftir vasaklút; þau höfðu nú oftar en einu sinni notað sama vasa- klútinn áður. “Reiðskjóti, reiðskjóti! 0g það hestur, sem enginn má nota nema eg; það er einmitt þetta, sem eg hefi lengi þráð; þetta er alveg eftir mínu höfði. Úr því svona er komið, læt eg mér í léttu rúmi liggja hvað verður um Óla feita, Góða barnið og Engilandlit. Sé þeim annast um það af öllu að bera sverð og montast með skjaldarmerkið, eða hvað mað- ur helzt á aðj<alla það, þá er þeim það guð- velkomið fyrir mér; þau mega hvíla sín lúin bein í ein'hverju ræningjabælinu fyrir mér, eða stigamanna greninu; þau geta háð ímynd- aðar orustur við Indíána eða hverja sem vera vill, án þess eg láti mig það nokkru skifta. Aðalatriðið er það, að eg fái hestinn og það sem allra fyrst.” Það er engum vafa bímdið að þá fáir hestinn,” svaraði Jamie. “Það væri gaman fvrir þig að fræðast um hvað sé að finna í stórgiljunum hérna í grendinni; það geturðu gert þegar þú ert búinn að fá hestinn. Hér og þar í dalbotnum þessum eða giljum eru tjaldbúðir, þar sem stúlknafélög hafa bæki- stöð sína og njóta þar útidýrðar í sumarleyf- inu. Að sjálfsögðu eru þar piltafélög líka. Mig grunar samt að íþróttunum viðvíkjandi séu stúlkumar engir eftirbátar piltanna, og jafnvel skari heldur fram úr í ýmsum tilfell- um. V Skátaforinginn fyrverandi dró djúpt andann. “Heldurðu að það geti komið til mála ag stúlkur séu jafnokar pilta að því er íþróttir áhrærir? Eða gæti þér hugsast að J>ær jafnvel gæti skarað fram úr?” “Bg efast ekki um að svo sé,” svaraði Jamie. “En til þess að ganga úr skugga um J>etta þarf ekki annað en fara til aðalstöðv- anna, þar sem úrslitaleikir eru háðir, og muntu þá skjótt komast að raun um að eg hafi ekki verið að tala út í hött. ” Fréttaritarinn sem gerði sjálfan sig að konungi Eftir Richard Harding Davis “Ja, aldrei hafa þeir lineigt sig fyrir mér áður,” sagði Stedman. “Þessi virðing ldýtur að stafa frá komu okkar til konungsins og framkomu okkar þar. ” “Við eigum það skilið undir öllum kring- umstæðum,” sagði konsúllinn valdsmannlega. ‘ ‘ Eg tilkynni þér, sem skrifara mínum, að við sem umboðsmenn Bandaríkjanna, verðum að heimta alla virðing og kusteisi af íbiíum þessa lands. Við verðum að ráða hér, og ná völdunum án þess konunginum mislíki. Við verðum að láta þá sýna honum lotning. Þeg- ar við lyftum honum upp lyftumst við upp líka. ” ‘ ‘ Þeir bera ekki mikla. virðing fyrir kon- súlnum 'hér á Opeki,” sagði Stedman hikandi. “Þessi síðasti var víst enginn framkvæmda- maður. Hann kom óorði á embættið; og það var eiginlega ekki fyr en eg kom og sagði Jteim um Ameríku, að þeim fór að detta í hug að þar væru menn. Nú verðum við að halda áfram með þá hugmynd.” “Það er einmitt það, sem við ætlum að gera,” sagði Albert með krafti. “Við breyt- um Opeki í mikla og skrautlega borg! Við látum þegnana vinna! Þeir verða að byggja konunginum höll, sem við á, mæla út og leggja stræti, byggja hafnargarð, grafa skurði og lokræsi, þurka bæinn og hreinsa, og lýsa svo að ljóminn sjáist frá hafsbrún og upp til f jalla! Heyrðu, vel á minst, eg hefi ekki enn komið auga á strætislampana, sem þú sagðir okkur frá; þú ættir að fullkomna þá undir eins. Eg skal tala við kónginn og láta hann gera þig að verkamála- og byggingaráðherra, með fullu valdi til að láta lýðinn hlýða þér. Og eg,” sagði hann með ákafa., “skal koma skipulagi á land- og sjóherinn. Það versta er,” bætti ’hann við eftir nokkra umhugsun, “að það er engin að berjast við.” ‘ ‘ Er það svo, ’ ’ spurði Stedman með háðs- glotti. “Þú getur reynt að ýfa upp gamla Messenwah og fjallabúana hans, og vita hvort þú færð ekki að berjast alt sem þú kærir þig um.” “Fjallabúana?” át Albert eftir. “ Já, eg sagði það,” sagi Stedman. “Það eru l>eir af eyjarskeggjum, sem halda til þarna uppi í lu'yðunum, ” liélt liann áfram, um leið og hann benti í áttina að hinum þrem himingnæfandi fjöllum, sem teygðust eins og þrír svartir píramýdar upp í hin fjólubláu ský á hinum enda eyjunnar. “Þeir eru nærri eins margdr og þeir, sem búa hér á ströndinni, og lifa á veiðum og ránferðum, og skemta sér mætavel við hvorttveggja, en betur þó við það síðarnefnda. Þeir hafa gamlan skrögg fyrir kóng, sem þeir kalla Messenwah. Þeir heim- sækja okkur hérna við sjóinn svo sem einu sinni á hverjum þremur mánuðum í þeim til- gangi að rétta hér til hjá okkur, og þeim tekst það blessunarlega oftast. ” Albert stökk á fætur. “Gera þeir það?” nærri orgaði hann upp yfir sig, og rendi augunum í áttina til fjall- anna. “Svo þeir koma hér til að skemta sér, einmitt það! Eg hugsa við bindum enda á l>á skemtan! Það eitt er áreiðanlegt! Mér er andskotans sama hvað þeir eru margir. Eg læt þessa Bradleys segja mér alt sem þeir vita um heræfingar á morgunmálinu, og þeg- ar eg er búinn að kynna mér þær, þá skal eg svei mér æfa þessa Opekinga þangað til þeir eru orðnir gargandi .Zulúar, sem kunna að slást, hlaða og skjóta. Og svo þegar þessir fjallabúar koma á sinni þriggja mánaða skemtiför, sendi eg þá hlaupandi heim til sín aftur—að minsta kosti sumar, sumir verða auðvitað hér eftir.” “Mikil undur og skelfing!” hrópaði Stedmán upp yfir sig með lotningu; “þú hlýtur að vera fæddur hershöfðingi. Er ekki satt?” “Yið skulum bíða ogsjá,” sagði Gordon, “kannske eg sé. Eg hefi ekki lesið hernað- arfræði og bardagalýsingar, svo eg gæti orð- ið stríðsfréttaritari, án þess að fræðast, nokk- uð um þau mál. Það er aðeins einn konungur á þessari eyju og það er grey-skinnið hann Ollypybus gamli sjálfur. Og strax í fyrra- málið fer eg að finna hann og tala um þetta við hann.” Stedman gekk aftur og fram um svalirn- ar, út og inn úr tunglsljósinu, með höndurnar fvrir aftan bakið og höfuðið niður á bringu, segjandi meira við sjálfan sig en Albert: “Þú hefir gert mig alveg ruglaðan, Gordon, þú ert svo stór og sterkur og virðist vera svo viss með ráðagerðir þínar, en samt ertu lítið eitt eldri en eg.” “Mín reynsla 'hefir verið önnur en þín, það gerir baggamuninn, ” sagði fréttaritar- inn ofboð rólega. “Já,” sagði Stedman og stundi við. “Eg hefir stritast \dð með sveittann skallann að senda fréttir um allan heim, en þú hefir farið um allan heim að ná í þær. ’ ’ “Og nú, ” sagði Gordon brosandi og lagði hönd sína á öxl kunningja sín, “skulum við búa til fréttirnar sjálfir. ” ‘ ‘ Það er eitt, sem mig langar til að minn- ast á, áður en þú gengur til hvílu,” sagði Stedman, “og það er, að um leið og þú segir gamla Ollýpybns öll þessi ósköp, sem þú ætlar að láta gera hér, að þú hafir hugfast að hann hefir verið hér einvaldur um tuttugu ár—eg tel ekki þessar skráveifur, sem þessi Messen- wah hefir gert lionum—og að hann er ekkert hrifinn af konsúlum. Hann hefir bara séð tvo — þig og hinn, sem hérna dó. Þú félst honum í geð með framkomu þinni og gjöfum, en ef eg væri þú, þá léti eg hann ekki skilja að hugmyndirnar væru mínar.” “Nú skil eg ekki,” sagði Gordon, “hver svo sem annar gat látið sér detta þær í hug ? ’ ’ “Jæja, ef þú vilt leyfa mér að leggja ráðin á—og eg þekki þetta fólk býsna vel— þá mundi eg ráðleggja að hann væri látinn skilja, að þær kæmu beint frá forsetanum.” “ Forsetanum, ” tók Gordon upp eftir lionum; “og hvernig? Hvað veit hann eða kærir sig um Opeki ? Svo mundi það taka alt of langan tíma. Nú skil eg—sæsíminn. Er það það, sem þú hefir verið að gera?” “Ekki get eg sagt það, aðeins einu sinni, ” sagði Stedman niðurlútur; “ það var þegar hann ætlaði að reka mig úr konsúlshús- inu, þá fékk eg, þann sama dag, hraðskeyti frá forsetanum þess efnis, að eg ætti að vera kyr, og lilýddi eg auðvitað. Ollypybus veit ekki lifandi baun um síma annað en það, að hægt sé að senda orð með honum; og einstöku sinnum hefi eg sent skeyti fyrir hann til for- setans, en svo fór hann að biðja mig að segja honum að koma og heimsækja sig, en þá varð eg að hætta þeim leik.” “Mér þvkir vænt um að þú sagðir mér þetta,” sagði Gordon. “Forsetinn byrjar að síma strax á morgun. Hann verður að sækja um launahækkun til þingsins, svo hann geti staðist allan þann aukakostnað, sem af þeim skeytum leiðir.” “Og svo er eiín eitt,” sagði Stedman. “Öll þín liugsun hefir snúist um framfarir og vinnubrögð fólksins, en þú hefir gleymt skemtunum þess. Þetta er friðsamt, kátt og óupplýst fólk, sem við verðum að þóknast.” “Hafa þeir enga þjóðleika eða skemt- anir ? ’ ’ spurði Gordon. ‘ ‘ Ekki mundum við kalla það leiki. ’ ’ “Það gerir annars ekkert til; eg skal kenna þeim boltaleik. Fótboltaleikur yrði líklega of svitagjarn fyrir þá. Flöturinn fyr- ir framan konungskofann væri fyrirtaks leikvöllur, en þar á kóngshöllin að standa. En hvað um það,” sagði konsúllinn eftir nokkra umhugsun; “það er þitt verk að líta eftir þessu. E|g held það sé ekki samboðið minni stöðu, sem amerískum konsúl að fara úr treyjunni og kenna þessum vilta skríl að renna sér á maganum að heimamarkinu; eða finst þér það sæmandi? Nei, það er bezt að þú gerir það. Nafnarnir geta lijálpað þér til, og þið getið byrjað á morgun. Þú hefir verið að spyrja um skyldur þær, sem skrifaraem- l>ættið legði þér á herðar og nú veiztu þær. Þú átt að æfa níu menn í boltaleik, heyrirðu það ? Og þegar þú þykist vera búinn að því, þá skaltu láta mig vita, og mun eg þá hafa aðra níu tilbúna að mæta þínum, og munu mínir níu sópa þínum út af eyjunni. Því vita skaltu, að hérna—og hann barði sér á brjóst —er konsúll, sem kann að henda svo bolta, að hann fljúgi kringum horn.” Hinar beztu hugmyndir mannanna fara oft forgörðum, og fór svo um þessar. Hin mikla og skemtilega borg, sem átti að rísa upp á Opeki var ekki bygð á einum degi, og ekki heldur nokkurn tíma. Því áður en nafn- arnir gátu mælt út leikvöllinn, eða kent land- hernum vappið, eða lagt hambus-pípur í strætin til vatnsleiðshi, eða hreinsað ruslið frá húsdvrum konungsins, svo hægt væri að byrja á hallar-byggingunni, voru fjallabú- arnir komnir í sínum venjulegu vísitasíu- erindum. Albert gekk á konungsfund næsta morg- un, eins og hann 'hafði ráðgert kveldið áður, með Stedman með sér sem túlk; og er hann hafði skýrt konunginum frá fyrirætlunum sínum og lagt fram fyrir hans hátign myndir og teikningar af hugmyndum sínum, sem sýndu stóra höfn með mörgum og glæsilegum herskipum liggjandi þar við stjóra, og stórar raðir af opekiskum hermönnum með Bradleys í broddi fylkingar, og skrautlega mynd af hinni nýju konungshöll með sedrusviðar há- sæti, varð konungurinn svo utan við sig, að honum fanst þetta alt vera þar þegar, en ekki eingöngu á pappírnum, og í þessari hrifningu gerði hann Albert að hermálaráðherra, en Stedman að innanríkisráðanaut, og útnefndi tvo sína elstu og vitrustu þegna að þjóna þeim með ráði og dáð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.