Lögberg - 04.04.1935, Síða 4

Lögberg - 04.04.1935, Síða 4
4 LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 4. APRIL, 1935. iLögtjerg O^tU ðt bvern fímtudag aí TBE COLUltBlA PREBB LIUITBD <95 Sarg-ent Avenue Wtnnipeg, Manitoba. HtanftíiVrift ritstjörans. KDlTOR LttGRERfi. «95 SARGENT AVE WINXTPEO MAN' Verí 13.00 um dritj—Rorrrist tvrirtrnm Tbe "Tiögberg” is printed and published by Tbe Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave„ Wnnipeg, Manitoba PTIONE 8« 397 Vélar og menn Ekki er það neitt smáræði, sem rætt hef- ir verið og: ritað, með og móti hinni svonefndu vélamenningu upp á síðkastið, og fer það að vonum. Byltingar þær, sem vélamenningunni hafa orðið samfara, eru svo róttækar og um- fangsmiklar, að óhjákvæmilegt var, að þær skifti mönnum í tvo andvíga flokka. f sam'bandi við vélamenninguna, eða menninguna og vélarnar, verða þrjár spurn- ingar jafnaðarlegast efst á baugi: Verður árangurinn af vélinni eða starfi hennar já- kvæður eða neikvæðurf Út frá því verður að sjálfsögðu gengið, að vélin sjálf eigi ekki sök í máli um árangurinn. Er það ekki mis- 'beitingu að kenna, ef vélin fremur eykur á ó- farnað en farsæld mannkynsins? Hver ráð eru líklegust til þess að koma á heilbrigðu jafnvægi milli mannsorkunnar og' eiginleika vélarinnar til nytsamrar þjónustu ? Spurningum þessum hafa margir af mæt- ustu menningarfrömuðum hinna ýmsu þjóða leitast við að svara og svörin orðið með næsta mismunandi hætti. Vm kosti eða vankosti vélarinnar sjálfr- ar, hverrar tegundar sem hún er, eða réttara iiver afstaða 'hennar sé, verður sjahlnast ýkja mikið deilt: skoðanimar skiftast um hinn sýnilega árangur af iðju hennar á hag 'l>jóðfélagsins í heild. Engum ætti að geta blandast hugur um )>að, að vélin hafi á margan hátt gert mann- inum léttara fyrír en ella myndi verið hafa, þó henni sé á hinn bóginn kent um margar þær ójöfnur, er tilfinnanlega hafa gert vart við sig í atvinnulífi síðari ára. Þorri þeirra manna, er lagt hafa sig í líma við grandskoðun þessa máls, hallast á þá sveif, að vélin hafi í mörgum tilfellum orðið manninum ofjarl; hún hafi breytt honum í viljalaust verkfæri í stað þess að vera sjálf auðsveipt áhald í hendi hans, eins og til hafi verið ætlast í fyrstu. Þó verður six staðreynd ekki umflúin, að vélinni hafi verið haslaður frambúðarVöllur í atvinnulífi þjóðanna, og að þar af leiðandi snúist viðfangsefnið aðal- lega um það, að samræma svo starfsemi henn- ar mannsorkunni, að blessun hljótist af. Tæknin á sviði vélavísindanna er nú komin á það hátt stig hjá flestum þjóðum, að 'hún er búin að hlaupa af sér hornin, ef svo mætti að orði kveða, að minsta kosti í bráð- ina; nýja'-brumið er farið af. Rússar eru í rauninni eina þjóðin, sem dregist hefir aftur úr í þessu tilliti, og þessvegna er það, að nú er engu líkara en áhugi þeirra, því nær ó- skiftur, beinist í áttina til vélvrkju og hvers konar vélanotkunar; það er engu líkara en lítt viðráðanleg vélavíma hafi heltekið hina rúss- nesku þjóð um þessar mundir.— Málsvarar vélanna, að minsta kosti sum, ir hverjir, eru farnir að verða varfærnari í dómum, en áður var venja til; stafar það vit- anlega af því hve misjafnlega hefir tekist til um árangurinn með hinum ýmsu þjóðum. Hertoginn af Broglie, heimsfrægur vís- indamaður á sviði efnahagsfræðinnar, kemst meðal annars þannig að orði um þetta mál: “Um það verður ekki deilt, að véltæknin á sviði stóriðjunnar, hafi bakað nútíma kvn- slóðinni margskonar vandræði sem flókið hefir reynst að leysa úr; á hinu má þó undir engum kringumstæðum missa sjónar, að hún hefir í vissum skilningi skapað nýja gullöld og létt svo undir við mannlegar athafnir, að seint verður metið til fulls.” Mannkynið hefir orðið til þess knúð á öllum öldum að sníða sér stakk eftir vexti; í þessu tilliti verður því að lærast að gera það líka. Hinar risavöxnu framfarir í véltækninni, hafa orðið ósamstiga við móttækileik mannsins; tæknin hefir orðið sprettharðari í bráðina og maðurinn dregist aftur úr, í stað þess að ná á sama tíma til sama áfangastaðar. Henry Ford er véltrúaður maður; liann hefir ekki alls fyrir löngu komLst þannig að orði í sambandi við þetta mál: “Vélin er táknræn mvnd af sigri mannsandans yfir náttúruöflum umhvrerfisins.,, Skoðuð í þessu ljósi, verður vélin sálræn sigurvinning hug- rítsins. Ýmsir þeirra, er skoða vélina, eða öllu heldur vélamenninguna, tveggja handa járn, svo sem franski rithöfundurinn George Du- 'hamel, viðurkenna kostina, þó uggvænt sýn- ist um árangurinn. Duhamel kemst þannig að orði: “En er þá nú mannkynið í rauninni ham- ingjusamara en það áður var, þó samgöngur séu greiðari og hraðinn á öllum sköpuðum hlutum margfaldaður f Er ekki hugsanlegt að hið gagnstæða, miklu fremur, eigi sér stað þegar málið er skoðað ofan í kjölinn. Nútíma- menningin, eins og henni sýnist vera háttað, virðist skapa jafnt og þétt nýjar og nýjar yfirborðs þarfir, sem örðugt reynist, eða því nær ókleift, að fullnægja.” Ivostir vélta'kninnar koma venjulegast l margfalt fljótar í ljós en agnúarnir, eða van- kostirnir. Þeir, sem dráttarvélar nota við plægingu, afkasta vitanlega meira verki á styttrí tíma en hinir, sem hestum beita fyrir plóginn. Nú er þó svo komið, að hestaflið er farið að ryðja sér meir og meir til rúms á ný, og verða sam- böndin við gróðurmoldina við það lífrænni en ella myndi verið hafa. Heimspekingar og djúphyggjumenn, eins og Daniel Rops, líta svo á að tæknin kippi fót- unum undan hinni óbrotnu lífsgleði, og stuðli óhjákva'milega áð óstöðugri atvinnu og þrá- látu atvinnuleysi. Meirihlutinn er þó á einu máli um það, að vélinni út af fyrir sig, verði ekki kent um það öngþveiti, er ríkjandi sé í mannfélagsmál- unum; }>að sé manninum sjálfum að kenna hve illa hafi tekist um samræming kosta hennar við störf hins daglega líf-s.— Talsvert kveður við annan tón í ritgerð- um ameríska samfélagsfræðingsins, Lothrop Stoddards, er um þetta efni fjalla. Ummæli hans eru á þessa leið: “Hinar flóknu og margbrotnu nútíma vélar, geta í vissum skilningi talist til líf- rænna eininga; milli þeirra og mannsins, er aðeins tekur hægfara breytingum, er djúp mikið staðfest.” Við þetta vaknar sú spurning í huganum, hvort megi sín í rauninni meira, maðurinn eða vélin. — Hin fullkomnasta vél rennir vitaskuld ekki grun í afleiðingamar af starfi sínu; maðurinn gerir það, en fær þó ekki rönd við reist. Yélavísindin eru engan veginn ný, og það er véltæknin ekki heldur. Fomþjóðir kunnu glögg skil á þeim grundvallar atriðum, er vélamenningin jafnan hvílir á: þær fundu til áhættunnar, er slíkum nýjungum óhjákvæmi- lega }rrði samfara á sviði framleiðslu og iðn- aðarmála, og kusu heldur að vera án hlunn- inda þeirra, er véltæknin hefði til brunns að bera, en tefla nokkru í tvísýni. Lífsskoðun Forn-Grikkja, Egypta og Rómverja var slík, að þeir töldu það óviðurkvæmilegt að beita vísindum við iðnaðarmálin; enda stóð þeim jafnvel stuggur af aukning framleislunnar umfram það, sem hverjum og einum var nauðsynlegt. Söfnun auðæfa var ekki það markmið, sem stefnt var að, og baráttan fvrir efnalegri afkomu varð ávalt að hita anda hins siðfræðilega og trúarlega lögmáls. jVíeð byltingu þeirri í andlegum efnum, er hófst í lok miðaldanna, gerbreyttist einnig hið hagfræðilega skipulag þjóðanna, og með stjórnarbyltingunni frönsku átti núgildandi auðvalds fvrirkomulag innreið sína í mann- heima. Og með 'því var vélamenningunnj haslaður varanlegur völlur. Vélinni verður ekki útrýmt; mannkyn- inu verður heldur ekki útrýmt, nema það út- rými sjálfu sér í hjaðningavígum samvizku- lausrar græðgi. Vélin á að vera auðsveipur þjónn mannsins, en ekki herra hans. Ritfregn Glimpses of Oxford. By W. Kristjanson, Winnipeg. The Columbia Press, 1935. 68 bl. Bók þessi lætur lítið yfir sér; en hún er með geðfeldum blæ, læsileg og fróðleg. 1 réttnefndum leiftrum (glimpses) segir 'höf- undurinn frá Oxford-dvöl sinni, og hann hefir auðsjáanlega haft augun hjá sér og lagt eyr- un við röddum liðinna tíða eigi síður en sam- tíðarinnar. Hann lýsir söguríkri Oxford-borg og fögru umhverfi hennar, háskólalífinu frá ýmsum hliðum, kennurum og kenslusniði, bókasöfnum og bókabúðum, og svo auðvitað sjálfum Oxford-háskóla, 'þessu hþimskunna og margdáða höfuðbóli æðri mentunar á Englandi, og rekur stuttlega sögu hans. Rétti- lega leg'gur hann áherzlu á það, að þó prúð- menska og siðfágun séu höfuðþættir í Oxford- mentun, býr hún menn jafnframt undir nyt- .samt lífsstarf f þágu alþjóðar; námsmönnum glæðist þar hugsjónaást eigi síður en fegurð- arást. Fjörlega segir höfundur frá róðr- aræfingum og kappróÖrum háskóla- stúdenta, en holl og fögur róðrar- iþróttin er í miklum metum á Eng- landi; kappróðurinn árlegi milli Ox- ford og Cambridge háskóla er stór- viðburSur. Gagnorð en einkar skemtileg er einnig lýsingin á hinu víðfræga rökræðufélagi Oxford- stúdenta (The Union), sem á sér langa sögu og merka, þvi að þar hafa ýmsir hinir kunnustu stjórn- málaleiðtogar Breta, eins og t. d. W. E. Gladstone, skipað forsæti og átt í snörpum orðasennum á skólaár- um sinum. Eftirtektarverðum myndum, þó í fáum dráttum séu, er hér einnig brugðið upp af tveim á- hrifamiklum andans mönnum í hin- um enskumælandi heimi nú á dög- [ um, þeim dr. L. P. Jacks, djúpúð- I ugum hugáuði og djarfmæltum I málsvara frjálslyndis og víðsýnis, | og G. K. Chesterton, rithöfundinum | alkunna. Að öllu samanlögðu skilja lýsing- ar höfundar eftir í huga lesandans 1 glögga mynd af Oxford-háskóla og lífinu þar. Frásögn hans er blátt | áfram, laus við allar öfgar, en svip- I mestar, hvað stíl snertir, eru nátt- ! úrulýsingar hans jafnaðarlega. Og gleðilegt er að sjá þess vott, endur j og sinnum, þó ekki sé í umfangs- : meira riti en þetta er, að frásagnar- [ gáfan íslenzka er ekki aldauða hjá yngri kynslóð okkar hérlendis. Og þetta að málslokum : Muni eg rétt, gafst Mr. Kristjánsson, sem er j skólastjóri í Manitou, Manitoba, í tækifæri til að sitja við nægtaborð I Oxford-háskóla með því, að vinna sér ríflegan námsstyrk. Mætti það vera nokkur hvatning öðrum ung- ; um Vestur-lslendingum til þess, að l feta í spor hans, og þeirra Skúla 1 prófesors Johnsons og Joseph Thor- j sons. Eða er ekki komið mál til þess, að við íslendingar vestur hér ! eignumst nýjan “Rhodes-scholar” ? j Bók þessi, sem prentuð er hjá The i Columbia Press, er snotur að frá- ! gangi, prýdd góðri mynd af Oxford. Richcird Beck. Gildi sannleikans fyrir þjóðfélagið Eftir Gunnar Arnason frá Skútustöðum (Ritgerð þessi hefir verið verð- launuð úr gjafasjóði Guttorms pró- fasts Þorsteinssonar.). I. Enginn mannflokkur mun finn- ast á svo lágu þroskastigi í heim- inum, að hann sé sér þess eigi með- vitandi, að manninum ber ótvíræð skylda til að segja satt, enda getur enginn þrifist í samfélagi við aðra menn, án þess að gera þá kröfu til sín og annara. Og eins langt og menn vita aftur i tímann hefir þessi tilfinning falist í meðvitund manns- ins. f öllum álfum hafa allar stéttir | og allir trúflokkar meira eða minna trúað á sannleikann og tignað hann. Sannleiksvitundin og tilfinningin fyrir gildi sannleikans er því hvorki heimspekileg uppgötvun né tillærð speki, og jafnvel ekki beinn ávöxtur trúarbragðanna, — heldur er hún mönnum beinlínis í blóðið borin. Vér guðstrúarmenn játum að skap- arinn hafi lagt oss hana í brjóst þegar í öndverðu. Hitt er vitan- lega óhrekjandi, að því æðri og full- komnari sem trúarbrögðin hafa orð- ið, því næmari og gjörtækari hefir þessi vitund og tilfinning orðið líka. Búdda- og Múhamedstrúarmenn meta sannleikann mikið meira en i þeir, sem enn trúa á stokka og steina. j Og í enn meiri hávegum er hann hafður hjá Gyðingum. Ein höfuð- kenning spámanna ísraels, sem þeir þreytast aldrei á að endurtaka, er sú, að guð sé sannorður og trúr, og að mönnunum beri þar afleiðandi aldrei að eiga mök við lygina og ekki að seilast til svika á nokkurn hátt. “Guð er ekki maður, að hann ljúgi, né sonur hanns að hann sjái sig um hönd. Skyldi hann segja nokkuð og gjöra það eigi, tala nokkuð og efna það eigi?” (IV. Móse 23, 19). Smbr. Róm. 3, 4.: “Guð skal reyn- SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — Pægilegri og betri bðk I vasann. Ilundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. NÝ —-þægileg bók í vasa ast sannorður, þótt sérhver maður reyndist lygari.” Lýgin er ekki runnin frá Guði. Hún er ein af af- leiðingunum af fráhvarfi mannanna frá honum, og síðar er hún beint talin stafa frá hinum illa, smbr. um- mæli í Jóh. 8. 44.: “Þér eigið djöf- ulinn að föður, og það sem faðir yðar girnist er yður ljúft að gjöra. Hann er manndrápari frá upphafi og stendur ekki í sannleikanum, því að sannleiki er ekki í honum; þegar hann talar lygi, talar hann af sínu eigin, því að hann er lygari og fað- ir lygarans.” Fyrir þessar sakir gera spámennirnir skilyrðislausar kröfur til mannanna um sannleiks- ást og sannleikshlýðni. Hér sem annarsstaðar gildir boðorðið: Þér skuluð vera heilagir, því að eg, Jahve, Guð yðar, er heilagur (3. Mós. 10, 2.). En einnig með öðrum þjóðum en hinni útvöldu þjóð, hvöttu guðinn- blásnir spekingar menn til að leita sannleikans og ganga veg hans. Hér skulu aðeins tekin dæmi frá Grikkj- um og Rómverjum. Allir kannast við sögu Sókratesar, og það hve miklu frekar hann vildi drekka eiturbikarinn en ganga í ber- högg við sannleikann, óhlýðnast guðsraustinni í brjósti sínu. En minna má og á lýsing þá, er spek- ingurinn Epimenides gaf Rodus- búum af sannleikanm : “Hann er fé- lagi guðanna, gleði himnanna, ljós jarðarinnar, fótskör réttlætisins, og grundvöllur góðrar stjórnvizku.” Pharmanes heimspekingur á að hafa látið svo um mælt, að sannleik- urinn væri miðdepillinn, sem allir hlutir hvildu á: kort til að sigla eftir, læknisdómur við öllu illu, og ljós allrar veraldar. Loks skulu tilfærð umfnæli hins göfuga keisara Markúsar Aurelius- ar: Sá, sem rangindi fremur, gerist sekur við guðina; því þar sem al- náttúran hefir skapað hinar skyni gæddu skepnur hverja fyrir aðra, til að hjálpa hver annari í þörf þeirra, en alls ekki til að skaða hver aðra á neinn hátt, þá er sá, er brýt- ur á móti þeirri ætlun, augsýnilega sekur við hinn æðsta guðdóm. Og sá sem lýgur, er einnig sekur við guðina fyrir brot á móti eðlislögum allra þeirra hluta sem eru: og allir hlutir sem eru, standa í sambandi við það, sem verða á. Þessi alnáttúra er kölluð sann- leikur, og er frumorsök alls, sem er satt. Fyrir því er sá, sem lýgur vit- andi vits, sekur um guðleysi þar sem hann fremur rangindi með blekking- um sínum; og sá lika, er lýgur ó- sjálfrátt, að því leyti sem hann er í ósamræmi við alnáttúruna, og að því leyti sem hann truflar lögmál hlutanna, með því að brjóta gegn eðli þeirra. Því sá maður brýtur gegn því, sem leiðist af sjálfum sér til þess sem er gagnstætt sannleik- anum. Því frá náttúrunnar hendi hefir hann eignast hæfileika til sann- leikans, en vegna vanrækslu hans orðið ófær til að greina lýgi frá sannleika.” Þannig sýndu spámenn og spek- ingar frá aldaöðli fram á gildi sann- leikans, og settu fram skilyrðislaus- ar sannleikskröfur til mannanna, en Jesús Kristur verður fyrstur til að lifa samkvæmt því boði. Pétur postuli segir svo um Jesú: Svik voru ekki fundin í hans munni (1. Pét. 2, 22). Og það er sannfær- ing vor kristinna manna, að svo hafi verið, að aldrei hafi neitt lygaský myrkvað heiðríkju huga hans, aldrei hafi tunga hans talað ósatt orð, aldrei hönd hans seilst til svika. Þannig var hann sannur i hugsun, orði og verki. Hann er sannleikur- inn. Á þeim vegi gaf hann oss fyr- irdæmið sem annarsstaðar. Og i því tilliti sem öðru er hann oss fyrir. boði þess, sem verða á í hinu full- komna samfélagi mannanna—guðs- ríki. Því þar hugsum vér oss alla lýgi eiliflega útlæga. Þar ætlum vér að sól sannleikans skíni svo skært, að alt hið hulda verði opin- bert. Því verður ekki neitað, að krist- indómurinn hefir rutt sannleikanum betur braut í heiminum, en nokkuð annað. Þarf hér ekki annað til sönnunar, en eitthvert síðasta tákn þeirra áhrifa, er kristindómurinn hefir haft á vestrænar þjóðir, sem sé hina miklu sannleikshollustu hinna svonefndu raunvísinda. Þó að þau reki að vísu rætur til annarar menningar og þá sérstaklega til hinn ar forngrísku menningar, þá eru þau þó gædd nýju lífi og ólýsanleg- um þroska fyrir kenningar kristin- dómsins um gildi mannlegra hæfi- leika og föðurkærleika gúðs, (sem vill leiða börnin æ hærra á þroska- brautinni), sem og konungstign sannleikans. Enda er hann þeim, eins og siðar verður sýnt, fyrir öllu. Á honum byggja þau, við ljós hans sækja þau fram, og hans leita þau æ meir. Líka má benda á þá ’sívax- andi kröfu, sem skáldin hafa ekki sízt borið fram síðustu mannsaldr- ana, að hver sé sjálfum sér trúr. Ilún er af hinum sama toga spunn- in. II. Með örfáum orðum hefir því ver- ið lýst, að sannleiksástin og sann- leiksþorstinn er jafn gamall mann- kyninu — hvorttveggja guðs gjöf. Þá hefir og verið vikið að hversu þetta hefir þroskast sem annað með mannkyninu, einkum fyrir áhrif trú- arbragðanna, og að Kristur full- komnar einnig skilninginn á þessu sviði, og er hér sem annarsstaðar hin æðsta fyrirmynd. En þvi er ekki að leyna, að þótt allir kristnir menn viðurkenni, að sannleikanum heri að þjóna, þá hef- ir jafnvel innan kristninnar verið harðlega um það deilt hvort sú regla væri undantekningarlaus fremur en aðrar. Heimsfræg nöfn má telja í þeim flokkum báðum, sem um það hafa deilt á velli orðs og penna, hvort lýgin sé nokkurskonar réttlætanleg. Og mun óhætt að fullyrða, að þeir séu fleiri, sem hafa haldið fram, að svonefnd neyðarlýgi væri ekki ein- vörðungu afsakanleg, heldur kristi- lega og siðferðislega réttmæt i sér- stökum tilfellum. í þessari ritgerð verður ekki gerð tilraun til að skera úr þvi deilumáli, en óhjákvæmilegt virðist, að ræða það þó lítið eitt nánar. Vert er að undirstryka það, sem enginn mun neita, að í fullkomnu mannfélagi á og getur engin lýgi átt sér stað. Hjá englum guðs bregður aldrei birtu sannleikans. Spurning- in er því aðeins sú, hvort hið ófull- komna þroskastig, sem mannkynið er nú á, gerir það óhjákvæmilegt og jafnvel æskilegt, að stundum sé grip- ið til lýgi, vegna þess að lýgin komi þeim, sem beitir henni og þeim, sem henni er beitt við, betur en sannleik- urinn. Nokkur dæmi skulu tekin til skýr- ingar. Sígilt er dæmið um hina róm- versku húsfreyju. Maður hennar og tveir synir lágu fyrir dauðanum og annar sonurinn dó, þegar faðir hans var hvað hættast staddur. Jín er

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.