Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBEiRG, FIMTUDAGINN 18. APRIL, 1935. Högöerg Gtafltf út hvern flmtudag af T M « COLUMBIA PRB 8 8 L I M I T M D (95 Sargent Avenue Winnlpeg, Manitoba. Utanftskrift ritatjðrana. EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. Tmrt »* 00 um. áriS—fíorgist fiTÍrfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bla Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHOSE 86 327 Alvarlegt viðfangsefni Framarla í hópi þeirra manna. er öðrum fremur láta sér ant um hag landbúnaðarins í Vestur-Canada með tilliti til þeirrar ískvggi- legu hættu, sem frá sandfoki stafar, má telja Senator Riley frá Alberta; hefir hann eigi aðeins flutt um málið íhyglisverða ræðu á þingi, heldur og ritað um það mikið og margt. f ra*ðu, sem Senator Riley nýverið flutti í öldungadeild þjóðþingsins í Ottawa. stað- hæfði hann, að frá hagfræðilegu sjónarmiði séð, væri sandfokið sá langskaðvænlegasti ó- vinur, er hin canadiska þjóð ætti afli við að etja um þessar mundir; úrlausn þessa máls þyldi eng’a bið; skjótar og áhrifamiklar ráð- stafanir yrði að vera teknar þegar í stað að beztu manna yfirsýn. En þó því sé nú þannig farið, að sand- fok og önnur tortímingaröfl leiki Vesturland- ið hvað harðast sem stendur, þá varðar það samt sem áður alla þjóðina jafnt hvemig til tekst um úrlausn málsins. í ýmsum vesturfylkjum Bandaríkjanna er viðhorfið þannig, að víðáttumikil land- flæmi eru alment kölluð ‘ ‘ hin mikla ameríska eyðimörk”; spildur þessarar eyðimerkur teygja álmur sínar inn í suðurhluta Saskat- chewan og Alberta fylgja. Mr. J. B. Kinzer, forstjóri veðurstofunn- ar í Washington, staðhæfir að mennirnir eigi sjálfir þunga sök á því hvemig komið sé með þrálátri ránsyrkju ár eftir ár, í stað þess að unna jarðveginum hvíldar, eða sá grasfræi í stað korntegunda til skiftis. Mr. Morris Markey, merkur fræðimaður í jarðvegsrannsóknum, er kynt hefir sér vandlega aðstæður í Dakota, Montana og Minnesota, kveður upp þungan áfellisdóm yfir skammsýni mannsins viðvíkjandi vernd- un gróðurmoldarinnar. Vekur hann athygli á því, að þrátt fyrir það að svæði þessi sýnist slétt yfir að líta, þá hafi þó víða allmikils hallamunar kent; víða hafi verið mýrlendi, tjarnir og vötn; alt þetta hafi bóndinn rist fram í hugsunarleysi, með það fyrir augum, að ná haldi á meiru af ræktanlegu landi, unz þar kom að síðasti seytillinn var tæmdur, og ekkert eftir “nema land, ” eins og K. N. einu sinni komst að orði. Mr. Markey leggur á- herzlu á það, að gerðar verði stíflur í hina og þessa skurði og vatnsþrór bvgðar í lægðum, þar sem helzt sé vatns von, auk þess sem planta skuli tré hvar sem því verði frekast við komið. Það, sem Mr. Markey hefir að segja um ástandið í Dakota, Montana og Minnesota, á að flestu leyti heima um Sléttufylkin cana- disku líka. Sérfræðingar þeir, er landbúnaðarráðu- neyti Bandaríkjanna hefir í þjónustu sinni, og sérstaklega láta mál þetta til sín taka, virð- ast ekki gera sér háar vonir um árangur af ræktun skógarbelta til útrýmingar þeirri hættu, sem af sándfoki stafar; þeir leggja megin áherzluna á það, að landið sé hvílt og grasfræi sáð í stað korns á stórum svæðum, auk þess sem beita verði áveitutilraunum, hvar sem því verði komið við, án tillits til bráðabirgða kostnaðar. Ritstjóri blaðsins Winnipeg Evening Tribune, Mr. MacTavish, er látið hefir sig mál þetta miklu skifta, benti á það í ræðu, er hann flutti ekki alls fyrir löngu í Edmonton, að hvorki meira né minna en 87,000 bænda- býli í Vestur-Canada væri í þann veginn að leggjast í eýði af völdum sandfoks og of- þurka; heimili þessi skiftust þannig niður á milli Sléttufylkjanna, að í Saskatchewan væri 67,000 býli, er þannig væri ástatt með, 7,000 í Manitoba og 13,000 í Alberta; svæði jiessi til samans næði yfir 18,000,000 ekrur, er í meðal ári gæfi af sér framleiðslu, er verðleggja nætti á $150,000,000. 1 gúðæri hefði afrakst- urinn jafnvel hlaupið upp á $400,000,000. Ekki alls fvrir löngu, opinberaði land- búnaðarráðgjafi sambandsstjórnar, Mr. Weir, öllum landslýð álitlegan bálk umbóta fvrirheita, er ekki hvað sízt áttu að koma Vesturlandinu á réttan kjöl; er þar vikið að endurnámi bújarða, er lagst hafa í eyði, á- samt varnarráðstöfunum gegn þeim gífur- legu spjöllum, er sandfoki eru samfara. Enn er það á huldu hvenær hafist verði handa um framkvæmdir málsins; vonandi að ekki endi alt við orðin tóm. Sá maðurinn, sem einna ötulast og á- kveðnast hefir gengið fram í þessu mikilvæga máli, er stjórnarformaður Manitobafylkis, Hon. John Bracken; það var hann, er kom fram með hugmyndina um tíu ára áætlunina (the ten year plan), og hét því, fyrir stjórnar sinnar hönd, að lána endurgjaldslaust alla þá sérfræðinga, er stjórnin hefði eitthvað yfir að segja, prófessora og aðra, þeim öflum eða stofnunum til liðs, er að endurgræðslu vinna, og útrýming’ þess þjóðarháska, er af sand- foki og ofþurki stafar. Samvinna sambandsstjórnar og stjórna hinna einstöku fylkja í öðru eins þjóðþrifa- máli og þessu, er ekki aðeins æskileg, heldur beinlínis sjálfsögð. Gagnlegt tímarit Útgefendur Lögréttu, þeir feðgarnir Þorsteinn skáld Gíslason og Vilhjálmur Þ. Gíslason, hafa sýnt Lögbergi þann góðvilja, að senda því 3. árgang tímarits síns, eða ár- ganginn yfir árið 1934. En við síðustu ára- mót voru liðin þrjú ár frá því Lögrétta hóf göngu sína í tímarits formi. Þorsteinn Gísla- son er hleypidómalaus rithöfundur og sann- orðari blaðamaður en alment gerist; þessi tvö sérkenni koma næsta glögglega í ljós í áminst- um Lögréttu árgangi. Efnisval ber vott um réttdæmi á gildi, og framsetning yfir höfuð prýðileg. Villijálmur Gíslason er enginn eftirbátur föður síns í ritlist, sem ráða má af kafla þeim “Um víða veröld,”' er hann leggur Lögréttu til. Skemtilegar eru ritgerðir Þorsteins um þá Gísla Brynjólfsson og Pál Ólafsson, óg stórfróðleg grein Vilhjálms um Magnús Stephtínsen í Viðey. Sigurjón Friðjónsson iþýðir Hrafnlinn, eftir Poe; Sigurður skáld frá Arnarholti heldur áfram keðjuköflum sínum, “Menn sem eg man,” að þessu sinni um Grím Thomsen; hittir hann venjulegast í mark. Þá má og telja meðal úrvalsritgerða “Gildi sannleik- ans fyrir þjóðfélagið,” eftir Gunnar Árna- son, sem Lögberg endurprentar um þessar mundir. Innihald Lögréttu er meira en algeng dægradvöl; margt af því telst beinlínis til andlegrar kjamfæðu. Þjóðsöngur Islands Upphafslínurnar í þessu kvæði era tald- ar alþjóðlegar í hugsun og anda. Til ritstjóra New York Times: ‘ ‘ Bg var að enda við að lesa bréf í blaði yðar með fyrirsögninni: “ Alfaðmandi.” Höfundur bréfsins, Herman H. Horne, held- ur því fram að þjóðsöngur Islands sé eini jijóðsöngurinn, sem til sé í alþjóðlegum anda. íslenzki þjóðsöngurinn: “Ó, guð vors lands!” ó, landsins guð! Vér lofum guð vorn, voru inngansorð, sem eg hafði að “Morgni” (sem >eg upphaflega helgaði ís- landi—Kvæðið var ort á þúsúnd ára afmæli tslands 1874, sem haldið var hátíðlegt til minningar um það, að þá hafði eyjan verið bygð í heilar tíu aldir. Höfundur þess var ættjarðarvinurinn og skáldið Matthías Joch- umsson; en lagið samdi frægasta tónskáld þjóðarinnar Sv. Sveinbjörnsson. Verk þeirra beggja voru einnig í miklum heiðri höfð á Al- þingishátíðinni árið 1930. Bókstafleg þýðing kvæðisins (fyrsta er- indisins) er þannig: “Ó, guð allra hluta; vér blessum og lofum þitt heilaga nafn. Fjölstirndir himnar, sem þú hefir skapað mynda eilífan kranz; hjá þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár einungis einn dagur— eilífðar smáblóm með titrandi tár, blessar þig og lofar þig eilíflega. Islands þúsund ár og þúsund ár aðeins einn dagur, eilífðar smáblóm blessar þig um allar aldir.” 1 fyrstu línunum í þjóðsöng Islands kem- ur í ljós alþjóðlegur andi, sem ekki finst í nokkrum öðrum þjóðsöng: Það er sá anji, sem sameinað getur og sameina hlýtur menn og þjóðir í viðurkenningunni um sameðli og algerða hlýðni við drottinn drotnanna, sem öllu stjórnar um allar aldir, og lærisveinn sá, er liann elskaði kallaði guð kærleikans. Þjóðernislega er fsland moðir Ameríku, því hinn ungi íslendingur, Leifur Eiríksson, lenti þar árið 1000.” Kitty Cheatham. New York, 8. marz, 1935. ATHS.—Þó um misskilning, grundvallarlegs eðlis, sé að ræða í ofanskráðri smágrein, þá er þó viljann að virða og þann hlýhug, er andar í garð hinnar íslenzku þjóðar.—Ritstj. Islendingasamkoma í Grand Forks Laugardagskvöldið 30. marz síð- astliðinn efndu íslendingar í Grand Forks, North Dakota, til samkomu í einum af kenslusölum sunnudags- skóla Sameinuðu lútersku kirkjunn- ar þar i borg. Eitthvað áttatíu manns sótti samkomuna, og má það góð að- sókn teljast, þar sem íslendingar eru ekki fjölmennir á þeim slóðum, og næsta dreifðir. íslenzku fólki úr nágrenninu hafði einnig verið boð- ið að sækja samkomuna, og voru ekki allfáir aðkomandi bæði frá Mountain og Cavalier. Er það dóm- ur viðstaddra, að samkoman hafi farið vel fram og myndarlega, og þessvegna, hvað hana snertir, betur af stað farið en heima setið. Ræðumenn voru þeir séra Harald- ur Sigmar frá Mountain, og séra Hans B. Thorgrimsen, sem um langt skeið hefir verið búsettur í Grand Forks. Flutti séra Haraldur tíma- bæra og prýðisgóða ræðu, er hann nefndi “Bj^rtsýnið og vorkoman,” og benti með glöggum dæmum á brýna þörf þeirrar djarfhuga bjart- sýni, sem hikar ekki við, að horfast í augu við örðugleikana, en trúir jafnframt fastlega á sigur hins góða og sýnir þá trú í verki. Þar sem margt yngri kynslóðarinnar hafði sótt samkomuna, varð séra Hans við þeim tilmælum forstöðunefndarinn. ar, að tala á ensku; hélt hann á- heyrilega og f jöruga ræðu um arf- inn íslenzka, og hvatti áheyrendur, einkum yngra fólkið, til að vernda vel og ávaxta hið bezta í íslenzkum hugsjónum og menningararfleifð. Richard Beck, sem stýrði samkom- unni, talaði stuttlega um Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi og las upp nokkur af kvæðum hans. For- seti mintist einnig í samkomubyrjun Guðmundar læknis Gíslasonar og heiðruðu samkomugestir minningu hans með því að rísa á fætur. Söngskemtun var einnig bæði f jöl- breytt og ágæt á samkomunni. Söng- flokkur söng ýms íslenzk lög undir stjórn séra Hans B. Thorgrímsens, sem einnig stýrði almennum söng ýmsra íslenzkra uppáhaldssöngva. Einsöngva sungu þau Mrs. H. Sig- mar frá Mountain og séra Hans; en tvær ungmeyjar, Sigríður og Laura Jackson, dætur Mr. og Mrs. G. G. Jackson í Grand Forks, sungu tvísöng á íslenzku. Miss Margaret Hjörtson frá Gardar, sem nám stundar á ríkisháskólanum í Grand Forks, skemti með píanóspili. Mrs. G. G. Jackson annaðist undirspilið fyrir söngflokkinn og söngfólkið. Að skemtiskrá lokinni settust samkomugestir að rausnarlegum veitingum, sem kvenþjóðin fram- reiddi með miklum myndarskap; var, auk annars, á borðum margs- konar íslenzkt góðgæti, sem góðum íslendingum er sætara í raunni en hunang. Lauk þannig ánægjulegri og uppbyggilegri kveldstund. Sann- ast það á íslendingum í Grand Forks, að ekki eru allir Jómsvíking- ar enn úr sögunni. Richard Beck. NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — pægilegri og betri bók í vasann. I iundraS blöó fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. ZICZAG aði og ráðvendni. Ólst Andrés heitinn upp hjá for- eldrum sínum ásamt átta systkin- um (sem nú munu öll dáin), þar til hann fluttist vestur um haf árið 1888. Að kunnugra manna sögn var hann í tölu ötulustu og dugleg- ustu ungra manna og þótti snemma mannsefni. Mentunar mun hann hafa notið mjög litillar sem flest önnur börn fátækra foreldra á þeim tímum. En hann mun snemma hafa verið hneigður fyrir lestur góðra bóða, og hugurinn þráð meira og stefnt hærra en hann sá sér fært að uppfylla, undir þeim skilyrðum, sem fyrir hendi voru. Þvi fer hann í blóma lífsins til landsins fyrirheitna, úr heimahús- um frá aldraðri móður (faðir hans mun hafa verið dáinn), og syst- kinum; frá ættjörðinni, sem hann alla tíð unni, að leita gæfunnar í ó- kunnu landi. Þegar hingað kom vann hann sem aðrir hvaða vinnu sem fyrir kom, oftast erfiða og illa borgaða. Sið- an lagði hann fyrir sig vegglím- ingu (plastering) lærði þá iðn til hlýtar og stundaði ætíð síðan. Hann giftist árið 1891, Jónínu Erlendsdóttur af Eskifirði, og lifir hún mann sinn. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Elsti sonur þeirra, Emil, dó ungur. Eina dótt- ir þeirra Áróra Þyri Olga dó 18 ára og sjö mánaða gömul. Hin börn- in eru : Gestur?giftur Mariu Sölva- son, eru þau búsett í Grand Rapids í Bandaríkjunum; Hrólfur, giftur konu af norskum ættum, einnig bú- settur í Bandaríkjunum, og Erlend- ur, giftur Jean Grieve, og búa þau í Winnipeg. Lengst af dvöldu þau hjón í Win- nipeg, en fluttu þó þrisvar út á landsbygð, því þau munu bæði hafa verið hneigð fyrir búskap, en at- vinna Andrésar var alla jafna arð- vænlegri en búskapur og mun það hafa valdið því að þau stunduðu ekki búskap til lengdar. En fyrir þessi tímabil er þau dvöldu úti á landsbygð jókst vina- og kunningjahópurinn, og var heim- ili þeirra oft athvarf þeirra kunn- 'ngJa> þegar þeir heimsóttu borgina, og munu margir minnast þeirrar al- úðar og gestrisni, sem þeir ætið áttu þar að mæta. Enda bar heimili þeirra snið íslenzkrar gestrisni og margir voru þeir vinir og kunningj- ar er oft nutu þar ánægjustundar. Eg gat þess hér að framan að Andrés hefði ungur þótt ötull og duglegur. Þau einkenni fylgdu honum til æfiloka. Varð honum því ætíð gott til með vinnu. Gott og vandað safn átti hann ís- lenzkra bóka og þrátt fyrir tíma- lengdina, sem hann var búinn að dvelja “fjarri fósturjörðu” dvaldi hugur hans oft heima og fylgdist hann vel með því sem þar var að gerast. Andrés heit. var stór máður vexti og karlmannlegur, enda vel að manni. Ráðvandur í orði og verki, hreinskilinn, einlægur í skoðunum og framkomu. Hann var fáskift- inn um annara gerðir en vandaði því betur það sem honum kom við. Vandur að vinum, en vinfastur. Þeir, sem þektu hann bezt finna að sæti hans er vandskipað. Blessuð sé minning hans. J. R. J. Opið bréf Akureyri 20. febrúar 1935. Á fundi, er haldinn var í Menta- skólanum á Akurevri 27. jan. s. 1. af ungurn og gömlum nemendum þesS skóla og Möðruvallaskólans, var samþykt einróma að stofna nemendasamband. Var okkur und- irrituðum falið að undirbúa og boða til stofnfundar þess. Höfum við gert uppkast að lögum sambands þessa, og viljum við leyfa okkur að skýra yður frá meginatriðum þeirra, tilgangi og starfsemi sambandsins. Tilgangur þess er: (a) Að halda við kynningu og efla samstarf nem- enda Möðruvallaskólans og Gagn- fræða- ,og Mentaskólans á Akureyri. (b) Að stuðla að velgengni Menta- skólans á Akureyri eftir því sem efni og ástæður leyfa. Höfum við gert að tillögu okkar, að haldin verði nemendamót í Mentaskólanum á Akureyri ekki sjaldnar en á 5 ára fresti, þar sem kosin verður stjórn sambandsins og ákvarðanir teknar um störf þess og málefni. Ennfremur að árgjald fé- laga verði 2—3 krónur, sem greið- ist við móttöku skýrslu skólans ár hvert. Fyrsta mótið, sem um leið verð- ur stofnfundur sambandsins, verð- ur háð á Akureyri 16. júní n. k., og geta allir, sem nám hafa stundað við áðurnefnda skóla, sótt það og gerst löglegir félagar. Á þessum stofn- fundi mun meðal annars koma til umræðu, hvort .sambandið vill taka Andrés Árnason Anderson Fæddur 24. maí, 1864 Dáinn 11. júní 1933 Mörgum finst sem blöðin okkar flytji helzt til margar og langorðar æfiminningar. Má vera að svo sé, en illa færi á því, ef ekki væri hald- ið á lofti nöfnum og minningu þeirra manna, sem nvT eru óðum að fækka, en voru merkisberar íslenzku þjóð- arbrotsins hér vestra. Þeirra manna er ruddu veg þeim er á eftir komu, og sem mest hafa unnið að því með dtignaði, sjálfsafneitun og ráð- vendni, að íslendingar hér hafa náð þeirri viðurkenningu er þeir nú njóta. Einn í þeirra hópi tel eg hiklaust Andrés Árnason, sem lézt í Winni- peg 11. júní 1933. Andrés var fædd-- ur í Breiðuvík í Reyðarfirði 24. maí 1864. Foreldrar hans voru Árni ÓI- afsson og kona hans Þuríður Jóns- dóttir; fátæk en orðlögð að dugn- SOFANDI MENN 1 ÖLDUNGADEILD Á mynjl þessari sjást sofandi námamenn úr Saglnaw dalnum, er nýlega komu til Lansing. höfuðborgarinnar I Michiganríkinu, til þess að krefjast þess að þíngíð afgreiddi lög. er svo mæltu fyrir, að allar opinberar byggingar ríkisins notuðu aðeins Michigan kol. Völdu þeir sér fundarsal efrideildar ríkisþingsins að svefnskála.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.