Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 5
LÖGBÐRG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL, 1935. 5 Fyrverandi keisari á blömasýningu. Á mynd þessari sézt Vilhjálmur fyrverandi pýzkalandskeisari á blómasýningu í Heamstede í Amsterdam. Hollenzk stúlka er að festa blóm í hnappagat á yfirfrakka öldunpsins. a8 sér, eða á annan hátt stuðla að útgáfu 50 ára minningarrits skólans, sem þá verður fullbúiÖ til prentunar. Um leið og yður tilkynnist þetta viljum vér beina þeirri spurningu til yðar, hvort þér viljið ekki gerast félagi sambandsins, hvort sem þér hafið tök á því að sækja stofnfund eða eigi. Bliðjum við yður að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til nefndarinnar ekki seinna en i apríl-lok n. k. Með kærri kveðju, Snorri Sigfússon, formaður Þórarinn Björnsson, ritari. Steindór Steindórsson, Friðrik J. Rafnar, Davíð Stefánsson, Ólafitr D. Jóhannesson, Ingimar Eydal. ATH.—Bréf þetta, sem sent er Lögbergi til birtingar af hr. Snorra Sigfússyni, mælir með sér sjálft. Því er ætlað að ná til Möðruvellinga og Gagnfræðinga af Akureyri vestan hafs, og er vel að því verði sem al- mennast sint.—Ristj. Aðsent Þetta er gamaldags yfirskrift, sem oft birtist í íslenzku blöðunum hér á fyrri árum við bréfakafla og stutt greinakorn. Þessi fyrirsögn gildir um þetta, þar sem hvorki er um ritgerð né fréttabréf að ræða, heldur einungis aðsent rabb frá gömlum Winnipegbúa og velunnara Lögbergs. Hugur sendandans leitar oft á fornar slóðir, austur yfir hin hrikalegu Klettafjöll og staðnæmist hjá kunningjum og góðvinum í Win. nipeg. Mér barst ekki alls fyrir löngu í hendur himinblár miði frá Columbia Press Ltd., þar sem eg var vinsam- lega mintur á að borga Lögberg fyr- irfram og “þéraður” um leið. Eg brást fljótt við og sendi nú hér með miða til baka, sem gerir rnig skuld- lausan við blaðið. Það er engin ný bóla, þó kvartað sé undan treglegri innheimtu blað- anna. Menn vilja ekki án þeirra vera, og þess vegna ber þeim skylda til að annast um greiðslu þeirra í réttan gjalddaga. Mér fellur vel við Lögberg, og það gerir flestum hér. Um daginn hitti eg kunningja minn, og sagði hann við mig að nú væri “reglulega góður gáll á Lögbergi,” og ortum við í því sambandi vísu. Þið hafið lesið alt um óveðrið mikla og va tnsflóðið, sem geysaði hér um slóðir ekki alls fyrir löngu, og enn hafa verið slíkar hellirigning- ar, að elztu menn muna vart annað slíkt, og kallar fólk hér þó ekki alt ömmu sina í þessum skilningi. En nú er jörð komin skrúðgræn undan vetrarklæðum. Gamla vísu lærði eg á undómsár- um mínum heima á íslandi, þó eg muni nú reyndar ekki eftir hvern hún er, sem mig hefir oft langað til að kveða við raust undanfarinn rigningakafla; en hún er svona: Drjúgum vex í dýjunum, Drottinn gefi að batni. Skelfing fer úr skýjunum af skæru og hreinu vatni. Eg hefi þó stilt mig um að kveða vísuna við raust, með því að þeir sem standa mér nú næstir myn<Ju ekki njóta hennar án útskýringar; konan mín er ensk, og gæti svo auð- veldlega farið að hún héldi að eg væri genginn af göfJunum, ef eg færi að tóna eitthvað, sem hún botn. aði ekki vitund í. Talsvert er hún samt farin að komast niður i frétt- um, sem í Lögbergi birtast, og er henni blaðið kærkominn gestur engu síður en mér. Slæ eg svo botninn i línur þess- ar með innilegum óskum til Lög- berginga og annara vina í Winnipeg. Vancouver, B.C., 15. marz, 1935. G. H. Hjaltalín. Borgið Lögberg! Fréttir frá Eeslie-bygðinni í Saskatcheivan.' Nýlega voru gefin saman i heilagt hjónaband, þau Mr. Harry Night- ingale og Miss Dóra Jósepsson; brúðguminn er af enskum ættum, en brúðurin er dóttir þeirra merku hjóna Mr. og Mrs. Hjálmars Jó- sepsson, sem búið hafa mörg ár í Leslie-bygðinni. Miss Dóra Jóseps- son útskrifaðist af kennara skólan- um i Regina fyrir nokkrum árum síðan, og hefir hún stundað kenslu mest í Oakla, Sask., og getið sér hinn bezta orðstir i hvívetna ; hún er vel gáfum gædd, og mjög prúð og skemtileg í öllu viðmóti. Mr. Harry Nightingale er ungur og skemtilegur inaður, vel skynsam- ur, ræðinn og félagslyndur; hann er fæddur heima á Englandi, og kom til þessa lands fyrir nokkrum árum siðan. Þeim ungu og nýgiftu hjónum, Mr. og Mrs. Nightingale, var haldið veglegt samsæti þann 8. apríl s. 1., í Westside skólanum, mun þar hafa verið samankomið nokkuð á annað hundrað manns. P Fyrst var stinginn brúðkaupssálm- urinn, Hve gott og fagurt og indælt er, þvi næst var lesin bæn. Fyrstur tók til máls Mr. Mundi Halldórsson, talaði hann vel og skemtilega svo allir gátu hlegið ; þar næst var sung- ið, Hvað er svo glatt. Söngurinn var leiddur af hinum velþekta söng- manni Páli Magnússyni, þá tók til máls séra Guðmundur Páll, talaði hann fyrir minni brúðhjónanna, og h'inna vellátnu heiðurshjóna, for- eldra brúðarinnar, sem nú sátu i há- sæti, við hlið hinna ungu hjóna. Því næst var sungið, Fósturlandsins freyja, þar eftir kvað sér hljóðs Mr. Thomas Halldórsson, talaði hann nokkur falleg og velvalin orð, um leið og hann afhenti brúðhjónunum dálaglega peningaupphæð, með inni- legustu hamingjuóskum frá öllum hygðarbúum, til hinna ungu og efni- legu brúðhjóna; þvi næst var sung- ið Eg man þá tíð, í minni hún æ mér er. Þá tók til máls Mrs. G. P. Johnson, og fór hún nokkrum hlýj- um orðum um Jósepssons fólkið, og lét ánægju sína í ljós til þeirra kvenna, er stofnað höfðu til þessa gleðimóts; þá var sungið. Ó fögur er vor fósturjörð um friða sumardaga. Eftir þann söng tók til máls Mr. Páll Guðmundsson; hann talaði vel og nokkuð lengi. Pál! er ágætlega máli farinn, og hefir gott lag á því að krydda tölu sina með hlægileg- um setningum; eftir tölu Páls reis úr sæti heiðursgesturinn, Mr. Night- ingale og þakkaði með mörgum vel- völdum orðum, þá miklu ánægju og þá gleði, sem hann hefði orðið að- njótandi á þessu kvöldi, og að hann hefði ekki orð til að láta í ljós sitt innilegasta hjartans þakklæti til allra bvgðarbúa, eins og þeir ættu skilið. Þar næst var sungið, Ó, Guð vors lands, ó lands vors'guð.— Svo eftir að allir með djúpri lotn- ingu höfðu sungið okkar fagra þjóðsöng, þá bað forseti samkom- unnar alla að rísa úr sætum sinum og ganga i fylkingu fram hjá hásæti brúðhjónanna, og óska þeim til ham- ingju með handabandi, og var það gjört, nema hvað flestalt kvenfólkið hreytti dálítið út af boðinu með því að kyssa brúðina. Þá voru frambornar rausnarlegar veitingar, og nutu menn og konur fæðunnar með hjartans einlægni og mikilli gleði, og ekki minkaði það ánægjuna, að Mr. Páll Magnússon hélt uppi íslenzka og indæla söngn- um, ásamt nokkrum söngelskum mönnum og konum, sem hann hafði valið sér til fylgdar. Eftir veitingar byrjaði unga fólk- ið að stíga dans, en aðrir skemtu sér með því. að spila á spil og nokkr- ir með skemtilegum samræðum; alt gekk þetta upp á hið ákjósanlegasta og hélt glaumurinn og gleðin áfram þar til kl. 3 næsta morgun; fóru þá allir heim til sín, glaðir í huga. Séra Guðm. P. Johnson stjórnaði sam- sætinu. Nú virðist vera að aukast og glæð- ast félagslegur áhugi, á meðal landa vorra í þessari nýlendu. Heyrst hefir að íslenzka lúterska kvenfé- lagið i Leslie ætli að hafa feykna stóra skemtisamkomu á sumardag- inn fyrsta, og þar verði til skemt- unar íslenzkar ræður og íslenzkir söngvar og margt fleira, svo lika þar sem lúterska kvenfélagið er al- þekt fyrir sérstakan dugnað og mikl- ar framkvæmdir á félagslegu sviði í þessari bygð. þá efast enginn um að sumardagurinn fyrsti verður einn af þeim al-islenzkustu skemtidög- um, sem haldinn hefir verið í Leslie, og víst er það að íslenzku konurnar okkar vonast eftir alveg troðfullu fundarhúsinu í Leslie á sumardag- inn fyrsta. Einnig hefir íslenzka þjóðræknis- félagið ákveðið skemtisamkomu í Leslie snemma í maí n. k. og munu landar vorir nú þegar vera byrjað- ir að ræskja sig og búa sig undir dynjandi þjóðræknissöngva, og eng- inn vafi mun á því leika að einnig sú fyrirhugaða samkoma, verði á- gætlega sótt, enda hefir þjóðræknis- stúkunni í Lesliebygðinni aukist mikið meðlimaf jöldi hið síðastliðna ár. Lengi lifi al-islenzka félagslifið í íslenzkum nýlendum! G. P. Sigurrós (Gísladóttir) Stevenson lEFIMINNING Þann 18. febrúar s.l. lézt á sjúkra- húsinu í Hallock, Minn., Sigurrós Stevenson, kona Guðjóns Stevenson í Pembina af afleiðing af uppákurði við innvortis meinsemd, rúmlega 64 ára; hún hafði nokkuð lengi átt við heisluleysi að stríða, var síðast á of- annefndu sjúkrahúsi í 6 vikur, var alt gert sem mögulegt var að bæta henni heilsuna, en mannlegur kraft- ur gat þar engu áorkað; tíminn var kominn, og hún var kölluð burt til æðra starfs. Sigurrós heitin var fædd á Sól- heimum í Sæmundarhlið í Skaga- fjarðarsýslu 6. janúar 1871; for- eldrar hennar voru Gísli Arason og Sigurlaug kona hans (mér er ekki gunnugt um hvera manna hún var). Ólst hún upp hjá foreldrum sínum að Geitagerði við Reynistað þar til að hún var 16 ára; fór þá austur á land til Seyðisfjarðar og var þar í 2 ár. 18 ára fluttist hún til Ameríku og settist að í Milton i N. Dak., árið 1890 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Guðjóni Stev- enson, settust þau að og byrjuðu búskap við Milton, og bjuggu þar í 6 ár; voru svo á ýmsum stöðum, þar til árið 1904, að þau komu til Pembina, keyptu sér heimili og voru þar ætið síðan. Þau Guðjón og Sigurrós eignuð- ust tvær dætur ; eldri dótturina Jónu Sigurlaugu mistu þau uppkomna ár- ið 1916. indæla stúlk og vel gefna; var það þeim þungur harmur. Hin dóttirin Oddný Margrét er á lífi og er gift Mr. V. W. Olmy (yfirmaður á sjúkrahúsi) í San Matis, Calif. Þau eiga einn son, einnig tóku þau til fósturs dreng, Alfred Freeman að nafni, og ólu hann upp. Hann vinnur fyrir Bandaríkjastjórnina og er búsettur í Lancaster, Minn. Þrjú systkini Sigurrósar eru á lífi, tveir bræður, Bogi og Guð- mundur, báðir á íslandi, og ein systir, Steinunn, gift Eiríki Bjarna- syni, búsett við Geysir i Manitoba, Canada. Sigurrós var mjög vel gefin, og mesta myndarkona í öllu, heimili hennar var regluleg fyrrmynd og gestrisnin var þar á hæsta stigi, enda oft gestkvæmt þar, því æfinlega var tekið vel á móti manni, hvernig sem á stóð. Hún var mikið gefin fyrir bækur og las mikið ; fylgdist vel með öllu sem gerðist; hún var trúgefin kona og tilheyrði íslenzka söfnuðin- um i Pembina alt af meðan hann var starfandi; hún vann í safnaðar- nefnd í fjölda mörg ár, seinni árin sem féhirðir; var það bæði vanda- samt og erfitt starf, sérstaklega er fólki fór að fækka í söfnuðinum. Hygg eg að hún hafi átt drjúgan þátt í að halda starfseminni við eins lengi og gert var, annars hefði það liðið undir lok miklu fyr en varð. Það sem hún tókst á hendur, það gerði hún vel, enda bar fólk mikið traust til hennar, og því trausti brást hún aldrei; hennar er því sárt sakn- að, ekki einungis af ástvinunum, heldur einnig öllum, sem þektu og kyntust henni. Hún bjó sig undir dauðann í einlægri trú á Guð og frelsara sinn, og svo eg noti hennar eigin orð, hún þakkaði Guði fyrir hinn góða eiginmann, sem hann gaf henni og sem alt gerði til að láta bæta þrautir likamans. Jarðarförin fór fram frá heimil- inu og íslenzku kirkjunni í Pembina þann 22. febrúar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra H. Sigtoiar frá Mountain jarðsöng. 'Friður Guðs hvíli yfir moldum þinurn. Vinur. Nemið brott bólgu og blóðrensli GYLLINIŒÐAR (Hæmorrhoids) Með Zam-Buk Herbal Ointment Ointment 50c — Medicinal Soap 25c Mannalát Laugardaginn 13. apríl s. 1. fór fram jarðarför John Johnsonar að Baldur, Man. Hann var sonur Arn- bjargar Johnson ekkju Kristjáns Johnsonar, sem voru meðal frum- byggja Argyle-bygðar og ætíð í fremstu röð bygðarfólks. John eða Jack, eins og allir þektu hann, var ágætur “ís curling” leikari og var í hópi þeim, er reyndi sig við beztu menn Bretlands í þeim leik, fyrir nokkrum árum. Ilann veitti nú um langt skeið forstöðu húnaðarverk- færa verzlun þeirra bræðranna þar í Baldur og var vinsæll verzlunar- maður. Heimili hélt hann með móður sinni og systrum alla tíð og var þeim ástríkur sonur og bróðir. Jarðarför hans fór fram að við- stöddu miklu fjölmenni og mergð var þar blómsveiga, sem vottuðu vinsældir hins dána. Séra E. H. Fáfnis og séra W. T. Allison, D.D. aðstoðuðu.við jarðarförina. aður af Völlum i Suður-Múlasýslu, fæddur þann 1. janúar árið 1849. Hann var tvíkvæntur. Jarðarförin fór fram frá kirkju St. Páls safnað- ar í Minneota. Nýlátin er í Selkirk, Man., Mrs. Helga Fredrickson, kona Magnús- ar Fredrickson þar i bænum. Var hún systir Kristjáns Cryer hér í borginni. Séra Theodore Sigurd- son jarðsöng hina látnu. Jarðarför Márusar Doll, er lézt á spítala hér í bænum þ. 29. marz s.l. fór fram i Mikley laugardaginn þ. 6. apríl og var mjög fjölmenn. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Við húskveðjuna á heimili Márusar, að Lundi í Mikley, söng Skúli Sigur geirsson sóló, en við athöfnina í kirkjunni söng sóló Jón Sigurgeirs- son. Auk séra Jóhanns, er talaði McFATDEN FRÆ KOSTAR LlTIÐ EN FRAMLEIÐIR MIKIÐ Stærri en venjulegir pakkar at Mc- Fayden fræi—aðeins 3c—4c hver Pví að borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin við McFayden fræ liggja ekki i lágu verði, heldur hinu, að hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks útsæði, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til yðar en koma ekki frá umboðssölu hylkjunum í búðunum. Fræ er lifandi vera. pvi fyr er það kemur þangað, sem því skal sáð, þess betra fyrir það sjálft, og þann er sáir. bæði á heimilinu og í kirkjunni flutti erindi Jónas skáld Stefánsson frá Kaldbak. Var það erindi flutt við athöfnina í kirkjunni—Márus Doll var góðum hæfileikum búinn og vinsæll. Var um allmörg ár for- maður Mikleyjarsafnaðar. Sömu- leiðis átti hann sæti í sveitarráði um æði langt tímabil, og það á þeirri tíð þegar meira var sózt eftir þeim sætum en nú er orðið.—Márus læt- ur eftir sig mörg uppkominbörn, flest nú gift fólk, nema yngstu dæt- ur hans tvær , sem eru að læra hjúkr- unarfræði. Alt saman mjög mynd- arlegt fólk. Kona Márusar var Ingibjörg Brynjólfsdóttir, ágætis- kona, er andaðist úr spönsku-veik- inni haustið 1918. Misti hann þá einnig elzta son sinn í sömu vikunni, efnispilt, nítján ára, er Jónas hét.— Tvéir bræður hins látna eru á lífi hér vestra og voru viðstaddir jarð- arförina. Þeir eru Eyvindur Dall í Riverton og Kristinn Doll, á Flugu- mýri í Mikley.— Þann 9. þ. m. lézt að heimili dótt- ur sinnar, Mrs. A. H. Rafnson i Minneapolis, Jón E. Johnson, ætt- KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber réttur til að vita að fræ það, sem hann kaupir sé lífrænt og nýtt. Með nýtízku á- höldum kostar það ekkert meira, að setja dagsetningu á pakkana, þegar frá þeim er gengið. pvl A EKKI DAGSETNINGIN AÐ STANDA? Hin nýja breyting á útsæðislög- unum krefst ekki dagsetningar á pökkunum, en við höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakki og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett með skýru letri. McFayden fræ er vlsindalega rannsakað og fult af llfi; alt prðfað tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur I Dominion Seed Testing Laboratory. Væri McFayden Seeds sent I búðir I umboðssölu pökkum myndum vér eiga mlkið ðselt .1 lok hverrar árs- tlðar. Ef afganginum væri fleygt, yrði þar um sllkt tap að ræða, er hlyti að hafa I för með sér hækkað verð á útsæði. Ef vér gerðum þaO ekki, og sendum það út I pökkum aftur, værum við að selja gamalt fræ. pessvegna seljum vér aðeins beint til yðar, og notum ekki um- boðssöluhylkin; fræ vort er ávalt nýtt og með þvl að kaupa það, eruð þér að tryggja árangur og spara. BIG ?5c Seed Specíal Tíu pakkar af fullri stærð, frá 5 til 10 centa virði,'fást fyrir 25 cents, og þér fáið 25 centin til baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þú má senda frímerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lítið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garðfræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort sem er. McFayden hefir verið bezta félagið síðan 1910. Bandormur Margir menn, konur og börn, nota hin og þessi meðöl árangurslaust við ýmsu, sem álitið er að gangi að þvl, sem von er til, þar sem um bandorma ræðir. Merki þess koma oft fram 1 lystarleysi, stundum þó I úeðlilega mikilli matarlyst, gráhvltri tungu, höfuðverk, þreytukend, meltingar- leysi, óværum svefni, andremmu; fylgja þessu oft sárindi I hálsi, dap- urlyndi og veiklun I taugum og þar fram eftir götunum. Bandormar eru mjög mismunandi að lengd; getur stundum svo farið að þeir verði frá 4 5 til 50 fet á lengd. Eins og gefur að skilja, veltur mikið á að sllkur óvinafagnaður sé numinn með öllu á burt úr llkamanum, með þvl að dvöl hans þar verður æ hættulegri með hverjum degi sem liður. Að láta það afskiftalaust að bandormur nái að þroskast I manni dag eftir dag og ár eftir ár, er með öllu ósæmilegt og ó- verjandi. Tanex drepur ekki band- orminn á svipstundu, því til þess þyrfti það mikið eitur, er riða myndi sjúklingnum að fullu. En Tanex lamar svo starfsemi bandormsins, að áhrif hans verða smátt og smátt að engu. Efni þau, sem Tanex er sam- sett af hafa hreinsandi áhrif á alt líkamskerfið. Taka má Tanex að morgni og nær það venjulegast fullri verkun á klukkustund. Tanex er ekki selt I lyfjabúðum, heldur sent beint til sjúklingsins frá efnastofunni. pað er ekki sent C.O.D. Lækninga skerfur með fullri forskrift kostar $5.00. Sé yður ant um að losna við bandorm, þá sendið eftir Tanez nú þegar. Aðeins selt hjá Royal Laboratory, 607 Royal Bldg. Box 104 Windsor, Ont. (Klipp- ið þessa auglýsingu úr blaðinu, geym- ið hana og sýnið hana vinum yðar: þeir geta orðið yður þakklátir seinna). NEW-TESTED SEED Hvery Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of row. CARROTS—Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 to 50 ft. of row. CUCUMBER--Early Fortune. Pickles sweet or sour add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 ft. of row. ONIO.N—Yeliow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 ft. of drill. RADISH—French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 ft. of drill. TURNIP—White Summer Table. Early, quick-growing. Paekét will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TURNIP—Canadian Gem. Ounce sows 75 ft. of row. $2QO°.°Cash Pi izes$?OQ£.° I hveiti áætlunar samkepni vorri, er viðskiftavinir vorir geta tekið þátt I. Upplýsingar I McFayden Seed List, sem sendur er með ofangreindu fræ- safni, eða gegn pöntun. ÓKEYPIS.—Klippið úr þessa aug- lýsingu og fáið ókeypis stóran pakka af fögrum blómum. Miklll afsláttur til félaga og er frá þri skýrt í frœskránni. McFayden Seed Co., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.