Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL, 1935. Heimkomni hermaðurinn Jean hljóp eins og kólfi væri skotið yfir að söluskálanum og kom þaðan aftur að vörmu spori með poka með einhverju sælgæti í og fékk Jamie; hann þakkaði fyrir og hneigði sig um leið. “Þér er bezt að láta riddarann þann arna kenna þér að sitja liest- inn, eftir að þú hefir valið þann reiðskjótann, söm þér fellur bezt. Þú skalt ekki láta þér detta í hug að þú verðir útlærð svona alveg fyrirhafnarlaust; þú ert aðeins barn, enn sem komið er, og þó þú sért að líkindum óvenju bráðþroska, þá þarftu þó engu að síður á nær- gætnislegTÍ umönnun eldri manna að halda. Slíka umönnun vildi eg mega veita þér eins og ungri, ástúðlegri systur.” J(*an virti Jamie fyrir sér frá hvirfli til ilja. “Ætli eg geti nokkurn tíma orðið nógu gömul til þess að verða kærastan þín.” Hún sagði þetta svo eitt'hvað blátt áfram og ein- lægnislega, að nærri lét að Jamie yrði orð- fall. Nú flaug sú hugsun eins og elding um huga hans, liversu aðdáanleg stúlka Jean litla hlyti að verða, að tíu eða tólf árum liðn- um. “Eg gæti ekki hugsað mér yndislegri unnastu í allri veröldinni, en þig,” sagði hann undur rólega, um leið og hann leit litlu stúlk- unni hreinskilnislega í augu. “Það vrði þó óréttlátt gagnvart þér, ef nokkurn tíma kæmi til slíks, eins og aldursmun okkar er háttað; eg er svo miklu eldri en þú. Æskan laðast að æ.skunni. Eg hefi veitt þvö eftirtekt, að flest þau hjónabönd, þar sem aldursmunur hefir verið mikill. hafa að ein'hverju leyti farið út um þúfur. Mér hefir ávalt fundist það ein- hvern veginn afkáralegt þegar ung stúlka giftist manni, sem vegna aldurs síns gat auð- veldlega verið faðir hennar. Ef til þess kem- ur að eg gifti mig á ný, verður konan að vera á svipuðu aldursskeiði og eg. Var móðir litla Jamie á líku reki og þú,” spurði Jean nokkuð festulega? “Að minsta kosti stóð hún miklu nær mér að aldri en þú,” svaraði Jamie eldri. “Nú held eg að þér sé bezt að fara að búa þig til útreiðanna. Á meðan ætl# eg að fá mér sólbað eins og eg er vanur. ■ Eg hlakka til þess að sjá hvernig söðullinn og reiðskjót- inn eiga saman, og eg tel víst að reiðfötin spilli ekki til; þau voru valin með tilliti til hestsins og hins nýja eiganda lians. Jean velti öllu þessu fyrir sér stundar- korn. Bg geri ráð fyrir að reiðfötin verði til taks nær sem vera vill úr þessu. Ef til vill væri nú samt ekki úr vegá að síma klæðsker- anum og fá vitneskju um hvernig málin standa. Það er engan veginn víst, að það sé of seint að skifta um fataefni ef tilhlýðilegt þætti; eg sá að hann 'hafði gullita dúka og brúna, auk þeirra blágráu, er við völdum. ” “Eg veitti þessu öllu athygli,” sagði Jamie. Það getur svo sem vel verið að við þurfum að skifta um eitthvað, eða viljum láta breyta einhverju. Samt verður það nú aldrei neitt aðalatriði. Hugsaðu nú aðeins um reið- skjótann og gættu þess að velja þann rétta. Þú liefir ekkert með hest að gera, sem bæði bítur og slær, eða er svo erfiður í meðförum, að þú verðir eftir þig að loknum hverjum einasta reiðtúr. Þú vilt að sjálfsögðu eiga hest, sem geti orðið trúr vinur og veitt þér fvlstu ánægju.” “Þú hittir nag'lann á höfuðið,” sagði Jean. “Eg vil fá hest, sem þykir eins vænt um mig og liundinum þykir um pabba. Það getur nú sjálfsagt orðið vafamál hvort þú nokkru sinni eignast hest, er tryggur sé sem hundur. Hundurinn er búinn að verða mann- kyninu svo lengi samferða, ef til vill frá ó- munatíð, að hann er farinn að geta lesið hugs- anir mannsins; eg held beinlínis að hundar hafi sjálfstæða hugsun, að minsta kosti hefi eg þózt verða þess var oftar en einu sinni. Sambandið milli manns og hests hefir víst mjög sjaldan orðið jafn náið. Jean gekk nú yfir til hestsins, en Jamie labbaði í ha'gðum sínum niður að ströndinni. Er nokkuð kom ofan í hallann, er að haf- inu vi.ssi, veitti Jamie athygli steini nokkrum, allstórum, svipuðum sæti; nú flaug honum alt í einu í hug pappírs-pokinn, sem Jean hafði gefið lionum. Er að steini þessum kom, sett- ist Jamie þar niður og opnaði pokann; þar fann hann einmitt það, sem hann hafði búist við, ivær blóðrauðar, gríðarstórar tómötur. Þetta var sá tími morgunsins, er hann var vanur að ga'ða sér á tómötuvökvanum. Það var svo sem ásta;ðulaust að efa hugsunarsemi hennar Jean! Það var lieldur ekki margt að því að ga'ða sér á tómötunum, þó ekki gæti hann drukkið þær; þær höfðu öll sín bætiefni óskert. Það sannaðist hér sem oftar hið forn- kveðna, að maðurinn væri lítið annað en vani; að minsta kosti sannaðist það á Jamie hvað mataræðið áhrærði. Fengi hann ekki tómötu vökva um klukkan hálftíu á morgnana, var hann glorhungraður allan liðlangan daginn. Það var margt, sem fvrir augun bar þarna niður við ströndina í allri þeirri þjóð- ernislegu hringiðu, sem þar var saman kom- in; þar sem svo mátti að orði kveða, að Italir, Spánverjar, Kínverjar og Grikkir, ásamt mörgum fleiri þjóðflokkum, fléttuðu saman rifin. Fólk var þarna í smáhópum; sumir af venjulegri fjölskyldustærð; aðrir minni og ýmsir stærri. Jamie fanst sem lijartað í brjósti sínu væri í þann veginn að hætta að slá; honum hálf blindaðist sýn; honum fanst sem salt- drifnir hárlokkar liðuðust um andlit sitt. Beint framundan stóð grönn og tíg-uleg stúlka; nú settist hún niður örskamt frá hon- um; umhverfis hana safnaðist stærðar hópur af unglingum. Jamie var ekki í neinum vafa um að hann kannaðist við röddina, er skipaði fyrir með svolátandi orðum: Börnin mín góð! Áður en þið setjist að snæðing’i, og áður en þið takið til að leika ykkur á ný, verð eg að vfirheyra ykkur lítið eitt til þess að fú fulla vitneskju um hvað mikið þið munið og hvað miklu þið hafið gleymt frá því að skól- anum sleit. Hvað er þetta, sem framundan ykkur blikar? Kyrraþafið. Hvað er í bak- sýn? Sierra Madre fjöllin. Hvað er ofan við ykkur? Himininn. Á hverju sitjið þið? Sandi. “Hver á þetta land? Eg á landið: þetta er mitt land,” kallaði liver hnokkinn upp út af fyrir sig. Isadore- Láttu okkur he\rra hvað þú kant.” ‘ ‘ My eont-ree ’tiss of of ’ee, Swee’ lan’ of li-ber-tee.” Kennarinn í amerískri þjóðrækni brosti ofur góðlátlega og sagði um leið: “Gott! Alveg ágætt, Isadore! Hver vill nú segja mér hvað ‘liberty’ er?” Nú voru allar hend- ur á lofti í einu. “Hver veit nema þú viljir skýra mér eitt- 'hvað frá þessu,” spurði kennarinn Maríu litlu frá Mexico? Maríabenti á fjöllin. “Þau eru frjáls og minna að eilífu á frelsið.” “Þetta er alveg Ijómandi skýring,” sagði kennarinn. “Hver er ‘faðir’ landsins okkar?” spurði kennarinn dreng-hnokka af japanskri ætt. “George Washington.” “Hver er forset- inn okkar?” Grikkinn, Spánverjinn og Kín- verjinn hrópuðu af öllu magni raddar sinnar: “Forsetinn er Calvin Coolidge!” Nú skelti kennarinn alveg upp úr og klappaði saman lófunum um leið. “Þið .standið ykkur ágæt- lega. Svona unglingar falla ekki við prófin. ’ ’ Jamie reis á fætur; eftir hverju var svo sem að bíða; hann gekk ofur hægt í áttina niður til strandarinnar; hann brann af löng- un til þess að líta um öxl, en einsetti sér að gera það ekki. Hugsunin um það ásótti hann óaflátanlega hvort stúlkan mvndi koma í humátt á eftir, eða ekki; livort hún myndi á- varpa hann, eða ekki í því falli að funflum þeirra kynni að bera saman. Það var ekki einu sinni svo að steirihnöllungur eða trjá- stofn væri á veginum, er hann svona til mála- mvnda gæti dottið um; engu slíku var að lieilsa. Og það var nú reyndar heldur ekki í eðli Skotans, að gefa stúlkum tækifæri til þess að láta hafa sig að skopi eða ginningargífli; þessvegna leit hann svo á að það kæmi ekki til mála, að hann gengi á eftir henni með nokk- urn skapaðan hlut, eða léti hana verða þess vara hvernig lionum var innanbrjósts. Þetta alt hafði borið svo brátt að, að Jamie var ekki unt að hugsa skýrt eina ein- ustu setningu til eiula; hugsanir hans hrærð- ust saman í graut; lionum fanst engu líkara en heili sinn stæði í óslökkvandi báli. Hann var að breikka gjána milli sjálfs sín, óafvit- andi eða ekki, og stúlkunnar, sem beitt hafði liann ósvífinni lygi. .— -------— -----------— _____i_____ Fréttaritarinn sem gerði sjálfan sig að konungi Eftir Richard Ilarding Davis (Sv. 0. þýddi) “Ó,” sagði yngri Bradley og saup kveljur, með fingurinn á gikknum, “lofaðu mér að miða á hvelvítið núna!” Gordon anz- aði engu, en sló hlaupið upp á bvssu Brad- leys, og gekk svo í allri sinni dýrð, skraut- búinn í sínum gjrlta og bláa einkennisbúningi, í áttina til Konungsins, sem ba'ði hann og Stedman sáu, að var meira en lítið hissa á öllum þessum ljóma, og að þessi hermann- lega framkoma þeirra, ásamt því að vera hvítir á liörund, hafði meiri áhrif á hann, en þó að heil hersveit hefði komið til að bjóða honum bvrginn. Svo þegar kóngur hneigði sig drembilega fyrir Gordon, þá anzaði hann með því að reigja höfuð sitt drembilega, og bað Stedman að segja. honum að hann levfði honum að setjast niður. Kónginum líkaði þetta ekki meir en svo, en settist samt hneigj- andi höfuðið niður á bringu með mesta al- vörusvip. “Segðu honum nú,” sagði Gordon, “að eg komi frá mesta ríkishöfðingja í heimi, og að eg viðurkenni aðeins einn kóng hér á eynni og það sé gamli Ollypybus, og að eg liafi komið hér til að mæta þessum Tindala-kóngi annað hvort með friði og gjöfum eða kúlum og ófriði.” “Þarf eg að kalla hann Tindala-kóng, ” spurði Stedman alvarlega. “Nei, nei, það er ekki nauðsynlegt að þú þýðir alt bókstaflega; þú getur lagað það í hendi þér. ” “Þökk fyrir,” sagði skrifarinn með auð- mýkt. “Og segðu honum, ” hélt Gordon áfram, “að við munum gefa honum gjafir og her- mönnum hans, ef hami lofist til að ónáða ekki gamla Ollvpybus—og aldrei að ónáða hann, meira að segja. Ef hann vill ekki ganga að þessu, þá reyndu að fá hann til að bíða eina þrjá mánuði, á þeim tíma getum við komið orðum til San Francisco og kannske fengið þaðan einar sex handbyssur á tveimur mán- uðum; og þegar friðartíminn er útrunninn og þeir koma dansandi og æpandi niður fjalla- hlíðarnar, þá skulum við sprengja þá í loft upp — já, fjöllum þeirra hærra. Eri svo þarft þú ekki að segja honum það heldur. Og ef hann reynist enn hreykinn og drambfullur og vill heldur berjast nú þegar, þá laðaðu hann til að levfa okkur að sýna honum kúnstir okk- ar með byssum vorum, og sanna honum hvað við getum gert með þeim á sex hundruð feta færi. Þú, sem skrifari minn, hefir levfi til að haga orðum þínum eins og þér sýnist, bara liann skilji þau.” Stedman settist niður í hið háa gras, rétt fyrir framan kónginn og með allskonar handapati út í loftið og mörgum bendingum á Gordon, sagði honum hvað hann hefði verið að segja. Er hann bafði lokið máli sínu, leit kóngurinn á byssur og gjafir, sem þeir höfðu breitt fyrir framan hann, og sem Stedman liafði sagt öll heimsins undur og skelfing um, en steinþagði. “ Það verður líklega nauðsynlegt að láta hann sannfærast með einhverri staðreynd- inni. Eg er dauðans hræddur um að einhver geitin verði að devja. Það er eins og kvik- skurður, lægri dýrin verða að þjást svo hægt sé að hjálpa þeim, sem hærra eru sett.” “Fyrir mitt leyti,” sagði yngri Bradley hughreystandi, “vildi eg alveg eins vel skjóta einn af þessum negrum og láta geiturnar eiga sig. ” Svo það varð úr, að Stedman bað kónginn að senda einn af mönnum sínum eftir einni geitinni, og varð hann við þeirri bón. Mað- urinn fór og rak spíru sína í rifin á skepn- unni, sem hröklaðist letilega á undan honum í áttina til mannanna. “Vertu ekkert að flýta þér, Bradley,” sagði Gordon. “Miðaðu neðarlega, og ef þú hittir, máttu hafa hana fyrir kveldverð.” “Og ef þú hittir ekki,” sagði Stedman önuglega, “þá getur farið svo, að Messan- wah hafi okkur fvrir kveldverð.” Fylgdarmenn konungs höfðu sezt niður um þrjú hundruð fet frá honum, meðan hann var að tala við hina hvítu menn, en nú risu þeir allir á fætur og gláptu forvitnislega og spyrjandi á Bradley, er hann lagðist á annað hnéð og miðaði á geitina. Xegar hún var um fjögur hundruð og fimtíu f(‘t frá honum reið skotið af og geitin valt um hrygg. Og í sama vetfangi hljóp allur flokkurinn —kóngurinn og allir hans menn—að geitinni með miklum látum og óhljóðum. Kóngurinn einn kom til baka, en hinir urðu eftir að skoða dýrið. Hann var mjög æstur og talaði og tal- aði, baðaði út höndunum í allar áttir og með mesta ákafa. “Ilann segir—'hann segir—” “Hvað? Já, haltu áfram.” “Hann segir—nú er eg alveg hissa— hvað heldurðu hann segi?” “Nú, hvern andskotann segir hann?” orgaði Gordon í eyrað á Stedman. ‘ ‘Ætlarðu að halda þér saman um það?” “Hann segir að við séum dregnir á tálar; að hann sé ekki lengur kóngur á eynni, að hann sé óttalega hræddur við okkur, og að liann hafi komið sér í þann vanda, er hann muni aldrei sjá fyrir endann á. Hann segir, að við séum yfirnáttúrlegir menn, og í hönd- um okkar sé hann eins og mús undir ketti.” “Þetta er alveg rétt lijá honum, haltu á fram, ’ ’skaut Gorðon inn í. ‘ ‘ Og það, sem við förum fram á sé ekki lengur hans að veita. Hann segist hafa selt konungdóminn fyrir tveimur dögum, til manna, s(*m komu í litum bát og gerðu hávaða eins og við—hafa skotið úr byssu, hugsa eg —og fékk fyrir alt saman úr-garm, sem hann nú ber í poka um hálsinn. Hann segist hafa strykað á blað og markað tré til staðfestingar því, að hann sé laus við tignina og eyjuna um alla eilífð.” “Hver fjandánn meinar hann?” spurði Gordon. “Hvernig getur hann selt eyjuna? Ollyppybus er í minsta. lagi kóngur yfir henni hálfri, og það ætti hann að vita. ” “Það er einmitt það, sem liann veit,” sagði Stedman. “Það er það sem hann er hræddur við. Hann segist ekkert kæra sig um Ollypybus, og segist ekki hafa tekið liann með í reikninginn er hann gerði samninginn, því hann sé svo latur og friðsamur að liann geti látið hann gera hvað sem honum sýnist og eigi í öllum þumlum við hann; en nú horfi málið öðru vísi við er þú sért kominn og takir lians hlut; hann óskar að liann hefði aldrei asnast til að selja ríkið, og vill vita hvort þú sért reiður við sig.” ‘ ‘ Reiður ? Auðvitað er eg reiður, ’ ’ sagði Gordon og leit eins grimdarlega og hann þorði á hinn laflirædda einvaldsherra. “Hver mundi ekki vera reiður ? Hverjir heldurðu að þeir liafi verið, sem voru að gabba hann? Biddu hann að sýna okkur úrið.” Stedman gerði það og kóngurinn tók til að róta í hálsmenjum sínum þar til hann dróg upp leðurpung, sem bundinn var með snúru um háls honum, og upp úr honum tók hann einfalt silfur-úr, dregið upp á höldunni, og markað með orðinu ‘ ‘ Munich ’ ’ að innanverðu. “Þetta gefur engar skýringar,” sagði Gordon, “en samt er þetta ósköp einfalt í sjálfu sér. Eitthvert herskip hefir komið hér, sem hefir tekið þennan stað fyrir kolastöð eða hjáleigu frá einhverri nýlendunni; þeir hafa sent bát í land að grenslast um þetta, þeir hafa fundið þennan beinasna og hrætt hann til að selja fæðingarrétt sinn fyrir grautar- spón. Það er líkt þessum einvalds sjóræn- ingjum að leggjast á þessa fáráðlings blökku- menn! ’ ’ Gamli Bradley leit til Gordons með spyrj- andi augnaráði, en þó með talsverðri ósvífni. “Alls ekki;” sagði Gordon, ‘ ‘ því er alt öðru vísi varið með okkur; við erum ekki að reyna að taka neitt af gamla Ollypybus, eða reyna að gera land hans og tign að neinni undirlægju annara þjóða. Þvert á móti, Alt sem við viljum er að að bæta það, og hafa ónægjuna af að stjórna eyjunni fyrir hann á meðan við erum að kippa hlutunum í lag.— Jæja, Stedman, hvað eigum við þá að gera,” Stedman i'áðlagði að bezt væri að hóta Messenwah a taka af honum úrið, en gefa honum skammbyssu í staðinn, sem mundi gera hann að æfilöngum vini þeirra, og halda honum við með nógum skotum fyrir hana meðan hann hagaði sér skikkanlega.. Svo skvldi hann koma honum í skilning um, að samningurinn væri ógildur, þar eða Ollypy- bus hefði ekki samþykt hann, og að honum væri bezt að koma snemma næsta morgun og tala um þetta við hann almennilega og án alls gauragangs. — Þegar búið var að útskýra þetta 'þetta fyrir Messanwah gekk hann vilj- ugur að þessum skilmálum. Ilann fékk skammbyssuna og var sýnt hvernig hann ætti að nota hana,, en glingrinu var útbýtt meðal manna hans, sem urðu eins upp með sér og stúlka, sem liefir gefið loforð um alla dansana á dansskránni. “Svo skilurðu<það,”sagði Stedman, “að á morgun í ibýti eigið þið allir að koma óvopn- aðir og skrifa undir ríkisskjöl 'hjá hinurn mikla Ollypybus, sem mun lofa að gera bara tilkall til síns ríkis — hálfrar eyjunnar — ef þið haldið ykkar og ásælist ekki meira. Og mundu það, að enginn yfirgangur éða geita- stuldur má eiga sér stað framar, eða ekki lierra—mér til ha*gri—og eg munum koma og bora ykkur fulla götum eins og þessi— mér til vinstri—gerði við geitina þarna.” Messanwah og flokksmenn hans lofuðu hátíðlega að koma næsta morgun, hneigðu sig svo djúpt fvrir liinum hvítu mönnum og gengu á burtu með reigingslegum valdssvip. “Veiztu hvernig mér líður?” sagði GoK don. “Nei, hvernig?” “Mér líður eins og mér gerði í New York, 'þegar strákarnir voru að henda snjókúlum á eftir mér, og eg varð að ganga með liarðan, háan liatt og látast ekkert um þá vita. Það rann æfinlega kalt vatn milli skinns og hör- unds á mér, og mér fanst að hver snjóbolti bráðnaði innanklæða, hvort sem hann hitti mig eða ekki. Og nú get eg hugsað mér einn af þessum mönnum draga upp boga sinn og leggja ör á streng, og finn nú að hún stendur út úr hægra herðarblaðinu á mér.” “Hrintu þessu frá þér,” sagði Stedman. “Þeir eru of hræddir við þessar byssur til ]>ess. En eg vorkenni hverjum þeim stríðs- manni gamla Messanwah, sem honum mis- líkar við, úr því hann fékk pístóluna. Hann er ekki af því sauðahúsinu, sem æfir sig á geitum.” Það varð stórkostlegur fagnaður ]>egar Gordon, fyrir munn Stedmans, hafði skýrt gamla Ollypybus frá árangri ferðarinnar, og fólkið komst á snoðir um að kofar þeirra yrðu ekki brendir eða gripum þeirra stolið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.