Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.04.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEJRG, FIMTODaGINN 18. APRÍL, 1935. 7 MynU þessi gefur nc.kkra hugmynd um það, hvernig umhorfs er hér og þar í SuSur- rfkjum Bandaríkja eftir fárviSri þau, er þar hafa geysaS undanfarandi. Myndin er tekin viS Gloster, og sézt á neSri helming hennar hvernig kirkjunni þar er komiS, eftir aS bylnum slotaSi. Frá Sölva Helgasyni Framh. Frásögn Sigurmundaf Long Þegar eg var á Jökuldal 1852— 54, var Sölvi aÖ flækjast um dalinn mikinn part vetrar, hvert árið j?að var man eg ekki. Þóttist hann þá vera málari úr Reykjavík. Eg heyrði sagt, að hann hefði haldið einskonar dagbók og innfært í hana álit sitt um fólkið á bæjunum, þar sem hann kom. Ilann dvaldi um tíma i Há- konarstöðum. Pétur Jökull og bræð- ur hans höfðu hann i mestu háveg- um, kváðu um hann lofvísur og fram eftir því. Hvort þeim hefir verið það alvara, veit eg ekki, en tel það óvíst. Sölvi var þó að mörgu leyti vel gefinn frá náttúrunnar hendi, en þar átti það við sem viðar, að annað er gæfa en gjörvuleiki. Pétur jökull sagðist einu sinni hafa sagt við Sölva, að sig furðaði á þvi, að hann skyldi ekki hafa gefið sig fram sem alþingismann, slíkur hæfi- leikamaður sem hann væri. Sölvi 1 1 spurði, hvort hann gæti látið sér | detta i hug, að hann mundi vilja sitja á bekk með öðrum eins mönn- um eins og sumir þingmennirnir væru, t. d. þingmennirnir' fyrir Múlasýslurnar: Þorsteinn suðu- krakkur, Sveinn boli og Guttormur moðstampur. Þetta voru fyrstu al- þingismennirnir úr Múlasýslum, Þorsteinn Gunnarsson 4 Hreinsstöð- um, Guttormur stúdent Vigfússoná Arnheiðarstöðum og Sveinn hrepp- stjóri Sveinsson í Vestdal. Um tíma yar Sölvi á Hvanná. Þá bjó þar Sigbjörn Sigfússon kandi- dat í guðfræði, seinna prestur að Sandfelli í Öræfum og víðar. Sölvi málaði mynd af honum, og þótti þeim, er sáu, hún mjög lik. LTm þessar mundir bjó á Giljum ílessi Bessason frá Birnufelli með seinni konu sinni, Kristínu Jóhann- esdóttur, frá Fjallsseli. Samkomu- lagið með hjónum þessum var ekki sem bezt, og var stundum haft í flimtingum um bæjarbrag á Gilj- um. Sölvi dvaldi á Giljum nokkra daga. Lét hann mikið yfir sér, eins og hans var venja. Hafði hann sög- ur að segja af dvöl sinni í Dan- mörku. Kvaðst hafa verið á “Re- gentsen” eða háskólanum í Kaup- mannahöfn og í vináttu við hipa helztu íslendinga þar, svo sem Jón Sigurðsson riddara, Gísla Brynjólfs. son, Oddgeir Stephensen og fleiri. Einn dag, er Sölvi var að grobba af þessu, kemur Kristín kona Bessa og segir : “Hvað varst þú. aumingja Sölvi. látinn vinna, þegar þú varst i tugthúsinu í Kaupmannahöfn ?" Það var eins og þetta kæmi flatt upp á Sölva. Hann þegir um stund, unz hann segir: “Horfa í tunglið.”— Einn daginn sagði Bessi við Sölva: “Veizt þú nokkuð um jiann Sölva Helgason, sem hér var á Jökuldal fyrir löngu síðan og fékk heldur slæmt orð?” Sölvi sagði, að ekki væri til neins að spvrja sig um þann mann, því að hann hefði aldrei heyrt hann nefndan á nafn. — Sagt er, að Sölvi hafi gefið Gilja-fólki þann vitnisburð í dagbók sinni, að það væri bæði heimskt og illa vanið. Eins og kunnugt er, var Sölvi landshornamaður, og eru um hann ótal sögur, sumar sannar, en sumar ef til vill ýktar og afvegafærðar. Eitt af pörum lians var það, að hann þóttist hafa liti að selja. Var hann með þá í glösum. Mest var það rautt, grænt og grátt. Sumt var krækjuberjalögur, en sumt var nið- urskafið duft af rauðum, grænum og gráum steinum. Gat hann narr- að fólk til að kaupa sumt af þessu fyrir peninga, en stundum þóttist hann láta það sem borgun fyrir næt- urgreiða. Einhverju sinni gisti hann í Hnefilsdal á Jökuldal hjá Guðmundi Magnússyni og Jórunni Bryjólfsdóttur, og þáði þar góðan beina. Fékk hann þá Jórunni glas og sagði. að i því væri hárauður litur, nóg til að lita eitt pund af hvitri ull. Jórunn kvaðst ekki vön að selja greiða, en tók samt við glas- inu. Siðan setur hún vatnspott yfir eld og litinn frá Sölva. En ullin var því sem næst jafnhvít eftir sem áður, og sannfærðist hún um, að þetta var enginn litur. Hún fór þá inn í baðstofu og situr Sölvi þar hinn rólegasti. Hún segir við hann, að eins og hún hafi sagt honum áð- ur sé hún ekki vön að selja beina, hvorki honum né öðrum, en það mætti ekki minna vera en að hún væri hvorki beitt svikum né lygum, og þessháttar menn vildi hún helzt ekki hýsa. Væri því bezt fyrir hann að hafa sig á burt úr sínum húsum sem skjótast, og meðan hún réði húsum í Hnefilsdal væri ráðlegast fyrir hann að korna ekki þangað, þó að hann væri á flækingi um Jökuldal. Sölvi svaraði engu, tók saman dót sitt og var allur á burt innan stund- ar. Þegar eg var vinnumaður i Hamragerði í Eiðaþinghá, kringum 1870. kom Sölvi þar einu sinni. Það var seinniart vetrar i hálf slæmu veðri. Húsbóndinn var úti, en eg var í baðstofu, konan, vinnukona og tvö eða þrjú börn. Við vitum ekki fyr til en maður kemur inn úr bað- stoftidyrunum og kastar kveðju á þá, er inni voru. Kvaðst hann hafa barið oft, en þar eð enginn hafi kom- Versnaði svo mjög að hún gat naumast gengið Bakveiklun lét undan D o d d’s Kidney Pills Mr. Reynolds getur nú unnið eins og hvaða ungur maður sem er. Calgary, Alta., 17. april (einka- skeyti). “Árið i8<>8 veiklaðist eg i baki,” skrifar Mr. W. J. Reynolds, 1930, búsettur að 13* St. West Calgary, Alta. “Eg reyndi fjölda meðala og ráðgaðist við lækna. en þrátt fyrir það fór mér hríðversnandi dag frá degi, unz þar kom að eg fékk við illan leik dregist um. Dag nokkurn mætti eg ókunnugum manni á förn- um vegi, og spurði hann mig um hvernig sjúkdomi mínum væri lÁtt- að. Hann sagði: ungi maður, þú þarft að fá þér Dodd's Kidney Pills, og bauð mér fimtíu cent til þess að kaipia þær fyrir; eg hafnaði pen- ingunum, en fór rakleitt inn í lyfja- búð og keypti mér öskjur fyrir rnína eigin peninga. Innan mánaðar var eg orðinn heill heilsu. Eg hefi ekki kent mér nokkurs meins í bakinu siðan. Þetta þakka eg óhikað Dodd’s Kidney Pills.” ið út, hafi hann leyft sér að leita til baðstofu. Þessu skrökvaði hann að vísu, þvi að það kom aldrei fyrir endranær, að ekki heyrðist, þegar barið var. Hann spyr, hvort eg sé Sigmundur Matthiasson, og játaði eg þvi. Hann spyr þá, hvort eg hafi Vísdóm englanna, eftir Swed- enborg, til sölu, og kvað eg svo vera. Sagðist hann þá ætla að kaupa eina Framh. á bls. 8 Sextánda ársþing Þjóðræknisfélagsins Útgáfumál. Nefnclarálit i útgáfumálinu— Neíndin leggur 111: 1. A8 útgáfu Tímarits Pjóðræknisfélags- ins verði haldið áfram eins og að undanfrnu, og felur stjðrnarnefndinni að sjá um út- gáfuna. 2. Nefndin telur að með útgáfu barna- blaðsins “Baldursbrá” sé þýðingarmikið spor stigið tíl viðhalds íslenzks þjððernis hér í Vesturheimi, og mælir með, að stjðrn- arnefndinni sé falið að halda áfram útgáfu þess. 3. pingið tjáir þeim, sem starfað hafa að útgáfu þessara rita þakklæti fyrir vel unnið starf. Winnipeg 27. febr., 1935. Guðm. Ámason Árni Eggertsson B. Theo. Sigurösson. Var álitið lesið af séra Guðm. Árnasyni og samþykt ðbreytt. Öll nefndarálit sem voru reiðubúin voru nú afgreidd og sagði forseti að ef einhverjir hefðu mál að flytja, væri nú tækifæri. Nikulás Ottenson afhenti þá bókasafni fé- lagsins bðkagjöf. Einnig séra Guðm. Árna- sc,n fyrir hönd Jðns Kristjánssonar að Lundar. Voru báðar þessar gjafir þakkað- ar af þinginu. pá gat forseti þess að mætur gestur væri staddur á þingi og bað hann Guðmund dðm- ara Grfmson að segja nokkur orð til þings- ins. Lét dðmarinn ánægju sfna í Ijðsi að hafa getað komið á þingið og heilsað upp á gamla kunningja. Var nokkur timi eftir enn og bauð forseti þá fleirum að taka til máls. Virtust þá margir hafa ræður á reið- um höndum og tðku til máls Dr. ófeigur Ófeigsson, Richard Beck, sérá Jakob Jðns- son, Á. P. Jðhannsson og J. J. Bíldfell. Voru Þetta alt snjallar og örfandi ræður og fjöll- uðu um þjððernis- og samvinnumál. Er hér var komið gerði Á. P. Jðhannsson tillögu og séra Guðm. Árnason studdi, að fundi sé frestað til kl. 10 að morgni. Samþykt. Á miðvikudagskvöldið 27. febrúar var hið árlega Islendingamðt deildarinnar Frðn haldið I Goodtemplarahúsinu. Var alveg húsfyllir og fðr samkaman hið bezta fram. Á skemtiskrá var: 1. Ávarp forseta—S. Thorkelsson 2. Píanð Sðlð—R. H. Ragnar 3. Hreyfimyndir úr Islandsför Árna Relgasonar, skýrðar af Dr. Rögnv. Péturssyni 4. Kvæði—Dr. Richard Beck 5. Ræða—K. Valdimar Björnson 6. Einsöngur—Ungfrú Lða Davidson "■ Gamankvæði—Lúðvík Kristjánsson 8- íslandslag samið af Jðni Friðfinns- syni og spilað af strengjaflokk Pálma Pálmasonar 9. Veitingar 10. Dans til kl. 2 f. h. 1'4á ðhætt fullyrða að allir hafi skemt sér hið bezta og á Frðn þakklæti skilið að vanda svo vei til þessarar samkomu á ári hverju. Forseti setti fund að nýju kl. 10.30 á fimtudagsmorgun. Var slðasta fundargjörð lesin qg samþykt. Winnipeg 27. febrúar 1935. Til Rithöfunda-sjððs-ráðs-stjðrnar-nefndar íslenzka þjððræknisfélagsins I Winnipeg. Kæru horrar: Par er pjóðræknisfélagið hefir til stofn- aðan rithöfundasjóð, til styrktar viðhalds útgáfu söfnunar ritveka þeirra, sem rita á íslenzku máli hér vestra, því leyfi eg mér að fara þess á leit við nefnt félag, að það láti prenta til útgáfu, eitt handrit af mínum verkum, sem svarar $75 kostnaði. Enn fremur að það taki að sér, með mér, útsölu á útgáfunni, og fái þannig að fullu endur- borgun alla á útgáfunni. Vinsamlegast, S. Vilhjálmsson. pingmálanefnd. Nefndin leggur til að þingið tjái skáldinu Kristjáni N. Júlíus þakkir fyrir þann skerf, bðkmenta og sendi honum heillaðskir á 75 sem hann hefir lagt til vestur-Islenzkra ára afmæli hans, sem haldið verður um 6. apríl næstkomandi. Ritara sé falið að senda hlutaðeiganda þessar afmæliskveðjur. Nefndin leggur til, að þingið samþykki heillaðskir til Andrésar J. Skagfeld á Oak Point, og feli ritara að senda honum þær á 80 ára afmæli hans, 28. marz næstkomandi. Viðvíkjandi beiðni Sig. Vilh. vill nefndin fyrst og fremst benda á, að rithöfundasjðð- ur er ekki stofnaður til þess að kosta út- gáfu nokkurra rita, eða bóka, hversu verð- mæt sem þau kunna að vera. pess vegna getur ekki komið til mála, að verða við þessum tilmælum. Samkvæmt tilmælum sem fram hafa kom- ið, um það að skrá sú af enskum ritum um Islenzk efni, sem prðf. Richard Beck hefir samið fyrir félagið verði birt innan skamms, svo að hún komi að notum þeim, er vilja afla sér bðka eftir henni, leggur nefndin til að væntanlegri stjðrnarnefnd sé fallð málið til fyrirgreiðslu. Álit um ný mál. Kom álitið I fjðrum til- liigum. Var hver tillaga tekin út af fyrir sig. 1 sambandi við fyrstu tillöguna mæltist séra Guðm. Árnason, sem las álitið, til þess að sem flestir færu sem kringumstæður hefðu. S. Vilhjálmsson lagði til og Árni Eggert- son studdi, að fyrsta tillaga nefndarinnar sé viðtekin. Samþykt. Önnur tilaga: Árni Eggertson lagði til og Loftur Matthews studdi, að önnur tillaga sé vlðtekin. Samþykt. priðja tillaga: Guðmann Levy lagði tll og Rðsmundur Árnason studdi, að þriðja til- laga sé viðtelcin. Samþykt. Fjðrða tillaga: Séra Jakob Jðnsson lagði til cg Árni Eggertson studdi að fjðrða til- laga sé viðtekin. Samþykt. Tðk þá Sveinn Thorvaldsson til máls sam- kvæmt beiðni forseta. Lýsti hann ánægju þeirra hjóna að vera á þingi. pakkaði hann fyrir þá velvild, sem hefir komið frá Pjðð- ræk n isfélaginu I sambandi við þann heiður, sem hann var sæmdur af konungi. Lét hann I ljðs þá von að allir íslendingar sameinuð- ust um starf Pjððræknisfélagsins, Bað for. seti þá G. S. Thorvaldson lögmann félagsins, að mæla nokkur orð. Lýsti hann einnig á- nægju sinni yfir að vera staddur á þingi. pá bað forseti Dr. Sig. Júl. Jðhannesson að taka til máls. Dr. Sigurður hvatti ís- lendinga til samvinnu og sagði að Islending- ar hér ættu að hafa eina kirkju, eitt blað, og eitt sameiginlegt samkomuhús cg ætti það að vera Góðtemplarahúsið. par ætti að vera bðkasafn, lestrarsalur, veitingasalur og sam- komusalur. Ættu allir íslendingar, hvaðan sem kæmu að geta mæst þar og ættu Gðð- templarar að gefa húsið, ef kæmi til slíkrar sameiginlegrar starfsemi. Öll klofning tvístraði starfsemi félagsins og þvi fyr sem Vestur-lslendingar færu að starfa að þess- um sameiningarmálum því fyr myndi áhrif þeirra í gegnum pjððræknisfélagið geta not- ið sin og blessast og orðið að verulegum notum fyrir þjððarbrotið hér vestra. Var nú komið að hádegi og gerði J. K. Jðnasson tillögu og Richard Beck studdi, að fundi sé frestað til kl. 2 e. h. Samþykt. Fcrseti setti fund aftur kl. 2 e. h. Var síðasta fundargjörð lesín og samþykt. Lýsti forseti þá yfir að samkvæmt lögum félagsins færu nú embættismannakosningar fram. par sem útnefningarnefnd var kosin í byrj- un þings, bað forseti formann nefndarinnar, Á. P. Jóhannsson, að leggja fram tillögur nefndarinnar. Voru þessir kosnir I nefndina: Forseti: J. J. Bíldfell Vara-forseti: Dr. Richard Beck Skrifari: Bergthor Emil Johnson Vara-skrifari: Séra B. Theodore Sigurdson Gijaidkeri: Árni Eggertson Fjármálaritari: Guðmann Levy Vara-gjaldkeri: Walter Jðhannsson Vara-fjármálaritari: Dr. August Blondal Skjalavörður: S. W. Melsted Endurskoðendur voru kosnir: Grettir Jð- hannsson til 2 ára og Steindðr Jakobsson til eins árs. f milliþinganefnd I [þróttamál voru kosn- ir Dr. August Blöndal og Thorsteinn Thoj-- steinsson. í Rithöfundasjððsnefnd til að starfa á ár- inu voru kosnir: séra Guðm. Árnason, séra B. Theodore Sigurðsson, J. K. Jðnason, Sveinn Thorvaldson og Árni Eggertson. p. K. Kristjánsson lagði til og Rðsmund- ur Árnasein studdi, að þessi nefnd megi bæta við sig, ef henni svo sýnist. Samþykt. Árni Eggertson lagði til og K. Valdimar Björnson studdi, að fráfarandi nefndar- mönnum, Á. P. Jóhannssyni og P. S. Páls- syni sé þakkað starfið á árinu. Samþykt. Sextíu ára afmxeli íslenzkra bygða. Nefndin, sem sett var lil að íhuga þetta mál, leyfir sér að leggja fyrir þingið eftir- farandi ályktun: Par sem á komandi sumri er 60 ára af- mæli íslenzks landnáms í Manitoba-fylki og Minnesotariki, leggur nefndin til, að vænt- anlegri stjðrnarnefnd félagsins sé falið að eiga samvinnu um það við Islendingadags- nefndir hvarvetna, að íslendingadags há- tiðahöld á komandi sumri séu sérstaklega helguð minningu þessa atburðar á virðu- legan og viðeigandi hátt. Rögnv. Pétursson Richard Beck K. Valdimar Björnson Th. Thorfinnson B» E. Johnson. Var nefndarálitið lesið af Dr. Riehard Beck. Tillögu gerði Thorsteinn Gíslason studda af pðrði K. Kristjánsson að álitið sé viðtekið eins og lesið. Samþykt. pingmálanefnd lagði þá fram álit um tvö ný mál. Fyrra málið fjallaði um 100 ára minningu séra Matthiasar Jochumssonar, sem er á komandi hausti. Er mælst til að Pjððræknisfélagið ihugi mögulegleika á að minnast þessa atburðar með að láta þýða úrvalsljðð hans á ensku eða á einhvern við- ■unanlegan hátt, að taka þátt I þessum at- burði. Hitt málið er, að pjóðræknisfélagið taki á einhvern hátt þátttöku I minnisvarðamáli skáldsins St. G. Stephanssonar. par sem hér er um umfangsmikil og vandasöm mál að ræða, telur nefndin, að þeim sé bezt borgið með þvi, að þingið feli þau stjórnarnefndinni til athugunar. pingmálanef ndin. Var efndarálitið lesið af séra Guðm. Árnasyni og skýrt nokkuð frekar. S. Vilhjálmsson lagði til og Th. Gíslason studdi, að álitið sé viðtekið eins og lesið. Breytingartillögu gerði Ari Magnússon og A. Olson studdi, að 5 manna nefnd sé kos- in að athuga þessi mál I samráði við stjðrn- arnefndina. Var breytingartillagan feld. Var þá aðaltillagan borin upp og samþykt. Sagði forseti þá að ölium málum væri nú lokið nema þeim, er færu fram við þingslit I kvöld. Kvaðst nú vilja gefa tækifæri, ef einhver hefði mál að flytja. Andrés Skagfeld tðk fyrstur til máls og mintist á þau nauðsyn að leggja áherzlu á Islenzku kenslu meðal unglinga. Kvaðst hann hafa stuðlað að því 4 Oak Point, að íslenzku kensla hefði verið höfð var I vetur, og væri árangurinn gðður. Hvatti hann Pjððræknisfélagið að senda gðða menn út um bygðir til að brýna þetta fyrir eldra fðlkinu. Pá tók á. P. Jðhannsson til máls, I sam- bandi við auglýsendur I Tímaritinu. óskaði hann eftir að fólk léti félög og einstaklinga, er auglýstu t Timaritinu, að öllu jöfnu, ganga fyrir viðskiftum sinum. Dr. Richard Beck gerði tillögu og S. Bene- diktsson studdi, að þingheimur votti Á. P. Jóhannssyni þakklæti fyrir dugnað sinn við söfnun auglýsinga í Timaritið, með þvl að rísa úr sætum. Var það gert með lðfa- klappi. Vék þá J. J. Bíldfell úr foj-setasæti, til að minnast 4 mál. Var það hin væntanlega koma hingað söngkonunnar Rðsu Her- mannsson. Skýrði hann frá dugnaði henn- ar og baráttu I að fullnuma sig í sönglist- inni og ná því takmarki, sem hún hefði hæfileika til. Hvatti hann fðlk að sækja samkomur hennar og sýna henni hug okkar á dugnaði hennar og hæfileikum. Sveinn Thorvaldsson tðk I sama streng og sagði að Rósa Hermannsson ætti allan þann sðma skilið, fyrir sönghæfileika sina, sem við ís- lendingar gætum sýnt henni. Var orðið nokkuð áliðið er hér var kom- ið, og gerði Richard Beck tillögu og séra Jakob Jðnsson studdi, að fundi sé frestað til ki. 8 að kveldi. Var sú tillaga samþykt. Klukkan 8 að kveldi hðfst samkoma með fjölbreyttri skemtiskrá. Var alveg húsfyllir, svo hvergi var autt sæti, og ber það ljðsan vott um hvað samkomur á þingum pjðð- ræknisfélagsins eru orðnar vinsælar. Var skemtiskráin sem fylgir: 1. Karlakðr íslendinga í Winnipeg 2. Erindi um Davið Stefánsson frá Fagraskðgi—Dr. Richard Beck 3. Gamankvæði—Lúðvik Kristjánsson 4. Karlakðrinn 5. Kviðlingar eftir K. N. Július — Dr. Rögnv. Pétursson 6. Piano Solo—Ragnar H. Ragnar 7. Ræða—K. Valdimar Björnson 8. K\æði—pðrður K. Kristjánsson 9. Frumsamin saga—séra Jakob Jðnsson Eftir að skemtiskrá var lokið var byrjað á þingstörfum. Bað forseti skrifara að bera fram tillögu fyrfr hönd stjðvnarnefndar. Var hún þess efnis að heiðursfélagar á ár- inu væru gerðir þeir: Friðrik Sveinsson málari í Winnipeg; Prðf. Watson Kirk- connell í Winnipeg; Dr. Henry Goddard Leech, ritstjðri í New York; séra C. V. Pilcher I Toronto og Próf. F. S. Cawley í Cambridge, Mass. Mintist skrifari á starf Friðriks Krist- jánssonar i þjððræknismálum og að hefja hrðður Islendinga meðal hérlendra manna. Var þetta i fyrsta sinn er hérlendir menn voru gerðir heiðursfélagar, og tti það vel við á 60 ára hygðar landnáms afmæli Islend- inga hér vestra. Hefðu menn þessir lagt sérstaka rækt við Islenzkt þjððerni og þjðð- rknismál á bðkmentasviði, ættu þeir slfka viðurkenningu sem þessa skilið. Árni Eggertson studdi tillöguna um að gera Frið- rik Sveinsson að heiðursfélaga. Dr. Ricltard Beck studdi tillöguna um hina fjóra og skýrði um leið frá starfi þeirra f sambandi við íslenzkar bðkmentir. Var nefndartillag. an samþykt með þvf að þingheimur reis úr sætum. pakkaði þá forseti þinggestum komuna og sagði þessu sextánda ársþingi pjððrækn- isfélags Islendinga í Vesturheimi slitið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.