Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ, i935. Heimkomni hermaðurinn I>aS var öldung>is óþarft fyrir Jamie aS krefjast nokkurra skýringa; hann vissi þegar alt, sem aS unt var aS vita máli þessu viSvíkj- andi; þaS þurfti ekki annaS en líta á Margréti Cameron og lesa úr hinum djúpu rúnum, er sorgin hafSi rist á andlit hennar; giftingar- vottorSiS ha^Si líka sína sögu aS segja; á því stóS hans eigiS nafn, ásamt nafni einkadótt- ur Mrs. Cameron. — ÞaS var fariS aS birta af degi, er býflugnavörSurinn varpaSi sér niSur á rúmiS, án þess aS afklæSa sig, og féll í svefn, sem þó var alt annað en vær. Hann vaknaSi ekki fyr en hann heyrSi umgang í eldhúsinu og glamur í imttum og pönnum, ]iar sem Margrét Cameron var aS búndirbúa morg’anmatinn; hann þaut á fætur í hinum mesta flýti og gekk á fund Margrétar; liún rak upp stór augu, er henni varð litiS á hann. “Jamie! HvaS er aS sjá þig maSur ? Þú hefir auðsjáanlega hvorki afklætt þig nésofið nokkuS, seim heitiS getur.” “Rg fæ ekki betur séS en aS hiS sama eigi heima um ]>ig, svaraði Jamie, og þess- vegna finst mér þaS koma úr hörðustu att, ef þú áfellist mig fyrir það sama og þú sjálf ert sek um, ef um sekt væri að ræða. Þér ber enginn réttur til þess að kveða upp dóm yfir mér. ’ ’ “Eg hefi víst minn fulla rétt til þess að láta skoðanir mínar í ljós á þann hátt, er mér finst bezt eiga við. Eg get ekki sagt að eg hafi í raunninni veriS veik einn einasta heilan dag á æfi minni. Eg hefi ekkert það ör í hjartastaS, er veita þurfi nærgætnislega um- hyggju mánuð eftir mánuS, eða ár eftir ár. Eg geymi ör mín og ógrónar undir þar sem enginn að þeim kemst. Forréttindi mín eru falinn í því að vera minn eiginn sárakeknir.” “'TalaSu ekki svona, Margrét, sagði Jamie; beiskja sem þessi, er í beinu ósam- ræmi við skapgerð ]>ína. Okkur veitist jafn- aðarlegast erfitt að gera okkur grein fyrir því livers vegna eitt og annað snýst á annan veg en ætlast var til í fyrstu. ViS vitum þó þaS, að Guð er ennþá í himninum, og að hann er miskunnsamur viS hvern þann, er til hans leitar í auðmýkt hjartans; við vitum ]>að, að við því liggur þung refsing að óhlýSnast boð- orðum hans. En iþað o]inkennilegasta við þetta er, að enginn einn getur svo brotið lög hans, að aSrir líði ekki við það líka, eða taki xit hegningu í einhverju formi; þó verður niS- urstaðan oft og einatt sú, að þaS, sem olli okkur hins bitrasta sársauka, hafði um það, er kurl komu til grafar, í för meS sér hina yfirgripsmestu gleði. Mér fanst um það leyti, er eg kom af sjúkrahúsinu, sem þá væri eg að byrja nýtt æfintýri, er aðeins við kæmi mér sjálfum. Eg óx í augum sjálfs mín við tilhugsunina um það, að standa á eigin fót- um, öllum óháður og þurfa ekki að hlíta fyrir- skipunum frá nokkrum lifandi manni. Nú finst mér þaS engan veginn óhugsandi, að guð hafi í vissum skilningi látið mig liggja úti til ]»ess að eg gæti öðlast þakklátan skiln- ing á því að eiga skýli vfir höfuSiS. Og hver veit nema hann af vísdómi sínum hafi þurft á mér að halda til þess að koma til liðs við stúlku, er þannig var ástatt með að fokið virtist í flest skjól!” Margrét Cameron var að leggja á morg- unverSarborSið; niður um kinnar hennar féllu stór, krystallstær tár, er urðu Jamie til ósegjanlegrar ánægju. Meðan lindir táranna eru ekki með öllu uppausnar, má ávalt vænta skynsamlegrar yfirvegunar og rökréttrar niSurstöðu. “Komi það, sem koma vill,” sagði Jamie. “Nú adla eg að neyta morgunverSarins í næði, en að honum lokjium legg eg tafarlaust af stað í leit eftir Molly Cameron. Þú gætir að sjálfsögðu gert mér margfalt hægra fyrir meS leitina, ef þú létir mig vita um heimilis- fang Molly.” “HvaS er langt síðan þú fyrst kyntist Molly ?” spurði Margrét Cameron. “Eg hefi þekt hana svo að segja allan tímann, sem eg hefi dvalið hér, þó eg vissi ekki fyr en í gær hve skvld hiin er þér. ” ‘ ‘ ÞaS ætti ekkert að vera því til fyrirtöðu, að eg gæti greitt eitthvað fyrir þér í þessu efni,” svaraði Margrét Cameron. Eg get hringt Molly upp í símann, sagt henni frá því að þú hafir löngun til þess að hitta hana að máli og spurt hana um það hvenær hún helzt geti tekið á móti þér.” “Mér þætti vænt um,” sagði Jamie, “ef þú vrðir við þe.ssari bón minni, Margrét; því fyr þess betra.” AS loknum morgunverði, tók Jamie hitt og þetta dót, er flytja þurfti yfir til Margrét- ar; gerði hann þetta vafalaust meðfram af því til þess að gera sér upp erindi að sjá Donald litla; á hinn bóginn fékk hann tæpast dulið það, að jafnvel enn annara væri honum um það, að fá Margréti Cameron til þess að hringja Molly upp sem allra fyrst. Margrét hringdi aS minsta kosti þrisvar sinnum, eða jafnvel oftar, án þess það bæri nokkurn árang- ur. Það var steinhljóð hinum megin. Molly, Cameron var ekki heima; um það varð ekki vilst. Jamie varð fyrir bitrum vonbrigðum; hann hraðaði för sinni heim. En í stað þess að dýfa sér ofan í baðkerið, eins og hann í fyrstu hafði ásett sér, gekk hann að gömlum vana beint niður til strandarinnar, lagðist fyrir í glóðheitum sandinum og svaf fram undir liádegi. Á heimleiðinni kom hann við hjá Margréti Cameron og skrifaði í minnis- bók sína símanúmer Molly. Hann einsetti sér að láta ekki undan fyr en yfir lyki, þó hann yrði að síma hvað ofan í annað, dag eftir dag. Eftir aS liann liafði hringt nokkr- um sinnum árangurslaust, fór hann að taka til öll sín beztu föt og viðra þau; ekki einungis þau föt, sem hann hafði sjálfur keypt, heldur jafnframt þau, sem býflugnameistarinn sál- ugi hafSi gefið honum; leitaði hann um stund í dóti .sínu, þar til hann fann fallegustu silki- skyrtuna og. skrautlegasta hálsbindið ; loks breiddi hann út gráu sparibuxurnar og yfir- frakkann; þarna voru jafnframt til taks fall- egir, tinnudökkir gljáleðurskór. Nú skyldi ekkert til sparað. Einu sinni á æfinni skyldi hann })ó líta út eins og maður; vera þannig til fara, að ekki yrði út á sett. Jamie stóð snöggklæddur í dyrunum og handlék hálsbindi það, er hann hafði ákveðið í huga sínum að bezt muni svara til sparibúningsins, er hann heyrSi að rjálað var við vírnetið á útidyra- hurðinni og einhverja mannveru hálf-hvísla í tón, er hann greinilega kannaSist við: “Bý- vörður, ertu hérna?” Jamie þaut inn í svefnherbergið, þaðan rakleitt fram í dagstofuna, og stóð augliti til auglitis við Molly Cameron. Hann varð svo höggdofa, að svo að segja hvert einasta orð dó á vörum hans; honum fanst hann sjá í aug- um hennar blik, er hann hafði vonast eftir og þráð, þó vel mætti vera að slíkt væri einungis innbyrling. Molly Cameron var klædd í stutt- buxur; hár hennar flaksaðist í bylgjum, en djúpmyrkur roði braust fram í kinnum henn- ar. Skyldi hún vera reið ? Nei! ÞaS var öðru nær en hún væri reiS; Jamie meira að segja dulist ekki að henni lék bros um varir, er hún bar fram eftir- greinda spumingu: “Jamie MacFarlane! StendurSu enn í Iþeirri meiningu, að eg sé lygari?” Jamie rétti fram báðar hendur. ‘‘ Storm- gyðja! Drotning drauma minna! Eg hefi alt af verið sannfærður um að þú værir aðdáan- legasta stúlkan í veröldinni. Eg átti ávalt örðugt með að átta mig á að þú leitaðir ásjár minna þín vegna sjálfrar; nú veit eg að þú gerðir það ekki; hugrekki þitt er óviðjafn- anlegt; fórnfýsi þín óviðjafnanleg. Eg fyrir. verS mig fyrir heygulsskap minn í gær og bið innilegVar fyrirgefnjíngar', Molly! GeturlSu fyrirgefið mér, eða viltu fyrirgefa mér?” MeS tilliti til þess, er skeð hefir, er til- gangslaust fyrir mig að leyna nokkru lengur. “Eg ætlaði aS- leika á þig, og eg gerði þaS. Rg hafði einsett mér að láta þig lifa og deyja í þeirri trú, að það væri eg sjálf og engin önn- ur, sem þú hjálpaðir. Nú játa eg þaS hrein- skilnislega að það var vegna Lolly, og þá ekki hvað sízt vegna föSursystur minnar, er Dan og eg skuldum svo mikið, að eg greip til þessa örþrifaráðs, sem óhjákvæmilegt var að baka myndi þér þungrar áhyggju. Brosið, sem leikið liafSi Molly um varir, var horfið. I augum hennar speglaðist hljóðlát alvara. Fréttaritarinn sem gerði sjálfan sig að konungi Eftir Richard Harding Davis (Sv. 0. þýddi) “SegSu fólkinu að taka saman dótiS sitt og flýja út í skógana og til fjallanna. Segðu Ollypybus aÖ eg ætli að laga þetta alt sam- an,” sagði Gordon. “Eg veit nú ekki al- mennilega enn þá, hvernig eg fer að því, en eg ætla að gera það. Og svo kemur þú eins fljótt og þú getur á eftir mér niður að síma- stöðinni; eg má til að láta blaðiS vita um þetta strax.” Klukkan var orðin þrjú þegar þessi ná- ungi í Octavia loksins gegndi köllun Sted- mans. Þá símaði hann frásögn Gordons, og lokaði svo öllu áður en Octavia-maðurinn hafði tíma til að spyrja nánar um þessa at- burði. Gordon skýrði frá á þessa leiÖ: “Opeki 22. júní, 19— Klukkan sjö í morgun kom kafteinninn og aðrir yfirmenn af þýzka herskipinu “Keis- arinn, og framkvæmdu alla nauösynlega viS- liöfn að innlima þessa eyju inn í hið þýzka ríki. Bygðu þeir rétt sinn á samningi, er þeir höfðu gert við foringja flökkulýðs er hefst við hér í fjöllunum og kallaðir eru fjallabú- ar. Ollvpybus, hinn núlifandi keisari á Op- eki, sendi í samráði við foringja fjallabúa á fund Talemans konungs, öðru nafni Vernd- arinn, og bað hann ásjár. Hann brá strax við og tók niÖur hið þýzka fagg og dró Banda- ríkja fánann á stöng, sem heilsað var með byssu skoti. Þessu skoti, sem tekið var sem uppreisn gegn 'þýzka keisaranum, var svarað frá skipinu með byssukúlum, sem alveg ger- eyðilögðu allar hervamir á eynni, tættu nið- ur BandaríkjaflaggiS og eyðilögðu hús lands- manna—” ‘.‘Það var aðeins ein brass-fallbyssa og tveir kofar, ” var útásetning Stedmans. “Það voru allar hervarnirnar, er ekki réttf” spurði Gordon, “og tveir eru fleir- tala. Eg sagði hús landsmanna; eg gat ekki sagt tveir hús fólksins, það sérðu sjálfur. Þú sendir það, sem eg segi þér. Þú ert ekki núna Bandaríkja-konsúll; þú ert bara illa launað- ur símaþjónn hjá bláfátæku félagi, og gerir það sem eg skipa. Ameríkumennirnir, sem hér búa, hafa flutt inn í konsúlshúsin—það erum við, útskýrSi Gordon—en E'nglendingar liafa flúið til skóganna—það eru þeir Brad- leys. —Talleman konungur—það er eg—seg- ist ætla að striða á móti innlimuninni. Her Opekinga er undir stjórn kafteins Thomas Bradley—ef held að eg megi rétt eins vel gera hann að hershöfSingja—undir stjórn Tliomas Bradley hershöfðingja, úr enska hernum. Bandáríkja-konsúllinn segir — nú, hvað segirðu þá, Stedman? GerSu svo vel og flýttu þér! SegSu eitthvað gott og krassandi. ” “Þú gerir mig alveg ruglaðan,” sagði Stedman aumingjalega. “Hvað er eg núna,# símaþjónn eða konsúll?” “Konsúll, auðvitað. SegSu eitthvað um föðurlandsást og bvemig þú ætlir að vernda réttindi þjóðar þinnar, o. s. frv.” Gordon nagáSi endann á ritblýi sínu óþolinmóðlega, og beið. “Eg segi ekkert því um líkt, Gordon,” sagði Stedman, eftir langa mæðu; “þú ert að koma mér í einhver voða vandræði og þér líka. Eg segi ekki eitt einasta orð.” “B'andaríkja konsúllinn,” las Gordon, um leið og ritblý lians þaut eins og ekling um blaSið, er hann var að skrifa á, “neitar að láta nokkuð frá sér á prenti þar til liann hefir heyrt frá stjórninni í Washington; en eftir því sem eg hefi hlerað úr konsúlatinu, er hann eindregiS með framkvæmdum Tallemans kon- ungs. Fréttaritari ySar er nýkominn af fundi konungs, og bað konungur hann að skila til hinnar amerísku þjóðar, að eins lengi og hann væri konungur á eynni og hefði nokkur völd, mundi rétti Monroe-samninganna gætt í ríki hans. — Eg hugsa að þetta sé nóg til að byrja með,” sagði Gordon, eftir nokkra umhugsun. “Sendu þetta nii strax og lokaðu svo af, svo þessi náungi þarna í Octavia hafi ekki tíma til að spyrja að einu eða heimta frekari skýringar. Sjálfur ætla eg að fara og flýta fyrir framkvæmdum.” Gordon fann báða konungana sitjandi hvorn viS annars hlið, horfandi með hrygð- arsvip og angistarfullum augum á allan }>ann rugling, sem orðið hefði á högum þeirra í einu vetfangi. Alt var á tjá og tundri, menn og farangur þeirra. Allir, nema þeir, voru önn- um kafnir að tína saman pjönkur sínar og koma þeim fyrir á vagnskrífli, er dreginn var af uxapari, og fara átti með alt draslið til fjalla. Gordon gekk um meðal fólksins rétt- andi hér og þar hjálparhönd til eins og ann- ars, eftir því sem hann gat og hafSi vit á, en um leið njótandi þess unaðar, sem því fylgir, að vera öllum æðri og öllum meiri, og þar ofan í kaupið, að vera tignaÖur og ávarpaður sem einvaldsdrottinn af öllum landslýð. Þegar Stedman hafði lokað símastöðinni kom hann til móts við Gordon, sem þegar hafSi verkefni fyrir hendi handa honum. Hann sendi liann á fund Messemvah og sagði honum aS skipa fjallaforingjanum að senda þrjá sína fót- hvötustu menn upp á einn f jallstoppinn til að grenslast um hvar Þjóðverjar væru aS lenda mönnum sínum á eynni. ‘ ‘ Þetta er alveg sérstak tækifæri til aS fá efni í áhrifamikla sögu,” sagði Gordon. Öll þe&si uppþot, hvert eftir annað, og nú, aS sjá allan þennan gauragang í fólkinu, er það er að flýja frá heimilum sínum, sumt til fjalla, en sumt út í skógana fyrir hræðslu og ótta sakir fyrir yfirgangi ÞjóSverja, er alveg dásamlegt. Þetta minnir svo áþreifanlega á frásögnina um íbúana í Brussel, er þeir voru að hópast út úr bænum fyrir bardagann við Waterloo. Og ef það er ekki merkileg sjón að sjá fólkið þarna þjappað saman við fjalls- ræturnar, þá veit eg ekki hvað merkilegt skal kallast. Eg hefi aldrei haft annað eins tæki- færi á æfi minni og mun aldrei fá.” Klukkan sex var orðið dimt., en enginn hinna þriggja sendimanna hafði enn komið til baka. Gordon gekk óþreyjufullur upp og niður hina auðu konungsflöt, horfandi í allar áttir í hinum kringlótta sjóndeildarhring, eftir því herskipinu, æðandi landher eða sendimönnum, en ekkert sást—bara myrkriÖ. Svo leið nóttin og alt var með kyrrum kjör- um—ekkert skip, engin her og engin sendi- maður. órói Gordons var orðinn svo mikill að hann eirði hvergi, og að lokum lagði liann á stað þangað sem fólkið hafSi komiS sér fyr- ir. Hann gekk miðja vegu upp í fjallslilíð- ina og skygndist um, en eklcert sást, alt var auðn og tóm; er liann ko mtil baka var liann niðurlútur og vonsvikinn. “Ef ekkert skeður fyrir klukkan þrjú,” sagði hann við Stedman, “verða skeytin okk- ar í dag aðeins að vera um hlutina svona yfir höfuð, og svo bæti eg við löngu samtali sem eg átti við Tellaman konung.” Og ekkert kom fyrir. Ollypybus og Messenwah fóru að anda léttara; þeir trúðu því, aS hinum nýja konungi hefSi tekist að hræða Þjóðverja svo, að þeir kæmu aldrei aftur. Konungur aftur á móti dró talsvert úr þessari fulhússu með því að segja þeim, að óvinirnir mundu án efa hafa lent mönnum sínum einliversstaSar á eynni, fundið sendi- mennina og drepiS þá, og væru nú á harða- hlaupum í áttina til þeirra. “Jæja, Stedman,” sagði Gordon rólega og talsvert ánægjulega, um leið og þeir sett- ust niður í sínmstöSinni klukkan þrjú; opnaðu nú upp og komstu eftir hvernig okkur hefir tekist.” AndlitiS á Stedman varS eitt langt sorg- armerki, er hann fékk svar við sinni fyrstu kveðju í símann. “Hvað segir hann'?” spurði Gordon mynduglega. “Hann hefir bara bölvað ennþá,” svar- aSi Stedman. “Hverju er liann að blóta?” “Hann vill fá að vita, því eg hafi lilaupiS frá símanum í gær. Hann segist hafa verið að kalla á mig í síðustu tuttugu og fjóra tím- ana—alt af síÖan klukkan þrjú í gær, að eg sendi honum fréttirnar. Aðalskrifstofa fé- lagsins er f júkandi reið og hótar að reka mig. Þeir gera þaS nú samt ekki,” sagSi hann í hughreystandi róm, “því þeir ha.fa ekki borg- að mér kaupiÖ fyrir síðustu átta mánuðina. Hann segir—húrra! Þetta líkar þér, Gor- don—hann segir aS yfir tvö hundruð beiSnir um fréttir hafi rignt inn frá blöðum um allan heim. Þitt blað fær fyrst að flytja fréttirnar. Hann segir að aðalskrifstofan okkar í San Francisco sé troðfull af fréttariturum, og að símskeytin hrúgist inn þangað, og þeir hafa verið að skamma hann fyrir að svara ekki, og hann segir að eg sé helvítis asni. Hann vill fá eins mikið og þú getur sent, og hann vill fá nákvæmlega sagt frá öllu. Ilann segir að öll blöð, sem fréttirnar flytji verði að prenta fyrir ofan hverja grein: “MeStekið gegnum Yokohama símafélagið,” og aS þetta auglýsi félagið, og að hlutir þess fljúgi upp—þeir stigu um fimtán punkta á markaðinu í San P’lrancisco í dag, og forsetinn og aðrir em- bættismenn eru að kaupa—” ‘ ‘ Þegiðu! Eg vil ekki heyra eitt orð meira um þetta úrþvættis félag,” greip Gor- don fram í ónotalega, og gekk fram og aftur um gólfið í mikilli geðshræring. “HvaS á eg að gera? ÞaS er sem eg þarf og vil vita. Nú hefi eg alla veröldina á afturfótunum að biðja mig um fréttir, og á hnjánum biðja þeir um fréttir, og eg hefi heilan sæsíma í minni þjónustu, er eini maðurinn hér á staðnum, en hefi ekkert að segja. Mér skyldi líka að vita hvað lengi þessi þýzki þöngulhaus ætlar sér að bíða áður en hann byrjar að skjóta á þorp- ið og drepa fólkið. Hann hefir komið mér í andskotans klípu sá bölvaður asni.” “Hér er skeyti til þín, Gordon,” sagSi Stedman ósköp mannalega. “ Albert Gordon, fréttaritari,” las hann: “Findu Bandaríkja- konsúlinn. Fyrsta sending ágæt. UrSum á undan öllum. Getum prentaS alt sem þú sendir. Sendu nöfn þeirra útlendinga, sem drepnir voru í hinu mikla blóðbaði, og eitt- hvað nánar um hvernig konungshöllin var sprengd í loft upp.—Dodge.” Andlitið á Gordon hafði, meÖan ]>etta var lesið hægt fyrir hann, breyst frá sjálfsþótta í eitt stórt spurningarmerki með upphrópun fyrir aftan. “Hvað meinar hann með að segja: út- lendinga, sem drepnir voru í hinu mikla blóð- baSi og að konungshöllin liafi verið sprengd í loft upp?” spurði Stedman og liorfði aftur fyrir sig mjög alvörugefinn á Gordon. “Hver er þessi Dodge?” “ Dodge er nætur-ritstjórinn, ” sagði Gordon órólegur. “Þeir hafa lesið skeyti mitt skakt. Þú sendir bara það, sem eg sagði þér, gerðurðu ekki?” spurði hann. “Auðvitað gerði eg það,” sagði Sted- man sannfærandi. ‘ ‘ Eg sagði ekkert um blóðbað, gerði eg ? ” spurði Gordon. “E!g vona að þeir hafi ekki verið að bæta við það, sem eg sagði, og látið mig svo hafa sagt það. Hvað á eg að gera? Þetta er að verða óþolandi. Eg líklega verð að fara og stúta nokkrum sjálfur. Því í fjandanum kemur ekki þessi þýzki kafteinn og gerir eitthvað! Hvaða stríðshetja heldur hann annars að hann sé? Hann mundi ekki þora að skjóta í torfu af meinlausum hnýs- um. Hann er ekki—”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.