Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 8
s LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MAÍ, 1935. Ur borg og bygð Gleymið ekki spilakvöldun- um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ir. ------- Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Skemti- og fræðslukvöld í Leslie, Sask. EftirtektarverSa skemtisamkomu er Þjóðræknisdeildin Iðunn í Leslie að undirbúa. Samkoman verður haldin að kvöldi þriðjudagsins 4. júní n. k. Ræðumenn verða séra Jakob Jónsson, séra K. K. Ólafson og séra G. P. Johnson. Einnig verður þar söngur og upplestur til skemtunar. \’onandi láta ekki Yatnabygðabúar á sér standa, að f jölmenna á þessa sjaldgæfu skemt- un. North-West Field Force,—Army and Navy Veterans in Canada (Winnipeg deild), halda samsæti i Hudsons Bay búðinni, á þriðju- dagskveldið þann 31. þ. m. kl. 7. Mr. O. S. Oliver, fyrrum heilbrigð- isfulltrúi, verður gestur þessa sam- kvæmis, sem elzti íslendingur, er herþjónustu hefir gegnt i þessu landi. Roskin kona, einhleyp, óskast á fáment bændaheimili. Engin utan- hússtörf. Húsmóðir heilsubiluð en þó ekki rúmföst. Létt störf. Kon- an þarf að vera skapgóð og skemti- legur félagi. — Upplýsingar veitir Mrs. T. B. Arason, Husawick, Man. Tíminn styttis til kirkjuþings Sendið framlög yð,ar sem fyrst í Júbilsjóðinn. S. O. B. Fjölmennið á K.N. samsætið á fimtudagskvöldið! Séra Jóhann Bjarnason, Box 459, Gimli, er nú gegnir skrifarastörfum kirkjufélagsins, mælist til að þeir söfnuðir, sem enn ekki hafa sent ársskýrslur sínar, sendi þær nú taf- arlaust. Eru allmargar ársskýrsl- ur nú komnar inn og sumar fyrir nokkuð löngu. Þær skýrslur, sem vantar þurfa að vera komnar í góð- an tima fyrir kirkjuþing, svo skrif- arinn geti lokið við ársskýrslu sína i hæfilegan tima áður en þing hefst. —Skýrslur sem koma inn þegar menn eru rétt í þann veginn að fara til þings, eða eru sendar inn á kirkjuþing, eins og stundum hefir átt sér stað, eru sama sem ósendar. —Allar skýrslur embættismanna eru þá fullgerðar og eru reiðubúnar að verða lagðar fram á þingi. Séra Kristinn K. Ölafsson og séra Jakob Jónsson flytja sitt erindið hvor um kristindóm og þjóðfélags- mál, í sambandskirkjunni í Wyn- yard miðvikudaginn 5. júní, kl. 8 e. h.—Samskot verða tekin og á- góðinn skiftist milli beggja íslenzku kirknanna í Wynyard. Frú Anna Halldórsson, Alver- stone St., hér í borginni, dvaldi nokkra daga norður í Nýja íslandi í fyrri viku, en er nýkomin heim aftur. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur i Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag 2. júni, verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Sunnudaginn 2. júní eru messur sem fylgir í prestakalli séra H. Sig- mar: í Fjallakirkju kl. 11. í Ey- ford-kirkju kl. 2 e. h. og i Péturs- kirkju kl. 8 e. h. Fundur kirkju- þingsnefndarinnar á Mountain kl. 3 e- h- Messur í Yatnabygðunum í Sas- katchewan sunnudaginn 2. júiií: I Wynyard kl. 11 f. h. í Kandahar kl. 1.30 e. h. í Mozart kl. 4 e. h. í Elfros kl. 7.30 e. h. Messurnar í Wynyard og Mozart verða á íslenzku í Kandahar og El- fros á ensku.—K. K. Ólafson. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 2. júní, eru fyrirhug- aðar þannig, að morgunmessa verð- ur í Betel á venjulegum tíma, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimli- safnaðar. — Safnðarfundur næsta dag, mánudag þ. 3. júní, að kvöldi kl. 8, þar sem mikilsvarðandi mál liggja fyrir til umræðu og úfslita. —Fólk er beðið að muna eftir að koma, bæði til messu og á fund. Séra Jakob Jónsson messar í Wýnyard næsta sunnudag kl. 2 e. h. Mannalát -i—Jón SigUrðssOn var glæsimenni á veTli, stór maðúr vexti, þrekinn" og vel á sig kominn að öllu. Svipaði honum talsvert til Gunnars Björns- sonar ritstjóra í Minneota. Þeir bræðrasynir. Mun og hafa verið margt líkt með þeim frændum að því er skapgerð áhrærir og mann- kosti. Á föstudaginn þann 24. þ. m., lézt að heimili sínu í Langruth, Man., Bjarni Thomasson (Thompson), maður á áttræðisaldri. Kona hans, Steinunn, systir þeirra frú Guðnýj- ar Pálssonar og frú Önnu Stephen- son, er látin fyrir allmörgum árum. Börn þeirra hjóna, sem á lifi eru: Ingibjörg, Kristín, Anna og Jón. Síðastliðinn sunnudag lézt að heimili sínu 554 S'imcoe Street hér í borg, Mrs. Ingibjörg Sólmundsson, 57 ára að aldri. Lík hennar var flutt til Gimli og fór jarðarförin fram frá lútersku kirkjunni þar í bænum á viðvikudaginn. Hjónavígslur Þann 22. þ. m. voru gefin saman í hjónaband að Lundar, Man., þau Eiríkur Stefánsson frá Oak Point og Sigrún Sigurdson frá Otto, að heimili foreldra brúðarinnar. Heim- ili ungu hjónanna verður á Oak Point. Gefin voru saman í hjónaband að Lundar, þann 22. þ. m., Jón Sig- urðsson og Margrét Ólafsson, bæði frá Maryhill. Séra Guðmundur Arnason gifti. Framtíðarheimili nýgiftu hjónanna verður við Crane River, Man. Fimtíu ára afmœli ÞINGVALLA OG LÖGBERGS BYGÐA, 26. JÚLf, 1935 Hátíðm verður haldin við Concordia Hall í Þingvallabygð Allir íslendingar eru boðnir og velkomnir á hátíðina, en sérstaklega er gömlum landnemum og öðru fólki, er í bygðun- um hefir dvalið áður, boðið að vera gestir bygðabúa, meðan hátíðin stendur yfir. Allir þeir, sem hugsa til að sækja þessa samkomu eru beðnir að gera Magnúsi Bjarnasyni í Churchbridge aðvart fyrir fram. MÓTTÖKUNEFNDIN: Mr. og Mrs. J. S. Vaíberg Mr. og Mrs. Jón Gíslason Mr. Einar Einarsson Mr. og Mrs. Ch. Thorwaldson Mr. og Mrs. Einar Sigurdson Mrs. G. C. Helgason. BUSINESS EDUCATION Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. / SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PIIONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) Þann 18. þ. m. ,lézt að heimili sínu við Churchbridge, Sask., Magnús Magnússon, fæddur að Vatnsholti í Flóa í Árnessýslu. Kona hans, Guðrún, lézt fyrir fáum dögum. Var hann jarðsunginn af séra S. S. Christopherssyni við hlið konu sinnar, í grafreit Konkordia- safnaðar, 21. s. m., að viðstöddu mörgu fólki. Blessuð sé minning þessara hjóna. Jarðarför Jóns Sigurðssonar frá I Víði, er lézt 64 ára gamall á Al- menna spitalanum hér í borg þ. 17. maí s.l., fór fram, að miklu fjöl- menni viðstöddu, þ. 21. maí, frá samkomusal Víðisbygðar. Séra Sigurður Ólafsson, þar sóknarprest- ur, stýrði athöfninni og jarðsöng. En auk hans talaði þar séra Jóhann Bjarnason, fyrrum þar þjónandi prestur. — Systkini Jóns, þrjú að tölu, sem nú eru á lífi, Björn frá Oak Point, Mrs. Helga Austmann og Mrs. Anna Halldórsson, voru þar öll viðstödd, ásamt mörgum ætt- ingjum, tengdafólki og vinum. Öll Víðisbygð þarna saman komin, að virtist, ög þar að auki margt fólk úr öðrum bygðum. Jón var vinsæll maður, greindur vel, góðsamur og greiðvikinn og hinn mesti dugnaðar- maður. Hafði haft frábærlega góða heilsu þar til innvortis brakkamein- semd tók hann heljartökum og lagði hann að velli. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Kristín Jóns- dóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu. Hún andaðist, eftir Iangt sjúkdóms. stríð, vorið 1909. Þeira börn eru Sigurbjörg kona Davíðs Guðmunds- sonar i Árborg, og Valdimar bóndi, er á fyrir konu Sigríði Steingríms- dóttur Sigurðssonar frá Selási í Víðidal og konu hans Elisabetar Jónsdóttur frá Litlu Giljá í Þingi.— Síðari kona Jóns Sigurðssonar er Sigrún Sumarrós Sigvaldadóttir Baldvinssonar, ættuð úr Eyjafirði. Eru börn þeirra tíu að tölu, sum nokkuð stálpuð en hin meira eða minna á unga aldri. Fjöldi manns sér eftir Jóni Sigurðssyni. Var á- gætur félagsmaður. Hafði póstaf- greiðslu að Víði frá því það póst- hús var’ stofnað: var forseti Víðis- safnaðar í f jöldamörg ár. Átti lengi sæti í sveitarstjórn og um skeið oddviti sveitarinnar. Yar löngum í stjórn rjómabúsins í Árborg og ráðsmaður þess í nokkur ár. Mun og hafa verið einn af fremstu mönn- um bændaverzlunarinnar í Árborg. Þann 21. þ. m. voru gefin saman í hjónaband Baldwin Baldwinsson og Helga Elizabet Jónasson, bæði frá Riverton. Dr. Björn B. Jóns- son framkvæmdi vígsluna að heim- ili sínu 774 Victor St. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður í Riverton. Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 6. júní næstkom- andi. Tvö herbergi til leigu á húsgagna, að 525 Balmoral Street. Sími 34 321. Herbergin eru á efsta lofti, björt og rúmgóð. Professor Arthur Phelps an- nounced today that the National Council of Education radio series over CJRC entitled “Yesterday and Today” will be concluded by the following broadcasts during-June: June 3—“Newspapers Yesterday and Today”—C. J. Woodsworth. June 10—“Newspapers and the Public”—Duologue Discussion on, J. B. McGrachy and Randolf Pat- ton. June 17—“Travel Yesterday and Today”—Trevor Lloyd. June 24—“Why Travel?” Duo- .logue Discussion, Robert England and Miss Thompson. These programmes all commence at 8.30 p.m. The response to this series has indicated that radio listeners have enjoyed the novel treatment of the subject dealt with. A similar series was conducted by the British Broadcasting Company and the National Council of Educa- tion has arranged to send copies of these Canadian programmes to the British Broadcasting Corporation and it is probably that some of them will be published in the B. B. C. publication, “Listeners.” AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hœfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office • • *,r j r- ii KVEÐJUKVOLD n I tilefni af íslandsför frú Jakobínu Johnson skáldkonu, verður haldin samkoma í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudags- kvöldið þann 4. júní kl. 8, fyrir forgöngu Jóns Sigurðssonar félagsins, I.O.D.E., með atbeina Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, þess eldra og hins yngra, Kvenfélags Sambandssafn- aðar og Ladies’ Guild, Jón Bjarnason Academy. Frú Jakobína les upp nokkur af kvæðum sínum; Mrs. B. H. Olson syngur nokkur lög; hljómsveit Pálma Pálmasonar skemtir með samspili. Skemtiskráin fer fram uppi i kirkjunni, en að henni lok- inni kemur fólk saman í samkomusalnum til samtals yfir kaffi- bollum, þar sem því gefst kostur á að kynnast skáldkonunni og árna henni farqrheilla. Mrs. W. J. Lindal stjórnar samkomunni. Aðgangur 25C RECITAL by pupils of R. H. RAGNAR assisted by VERA McBAIN and JÓN BJARNASON ACADEMY YOUNG MEN'S CHOIR Music and Arts Building on Broadivay FRIDAY, JUNE yth, at 8 p.m. . ADMISSION 25C BUSINESS TRAINING ,B UIL D S CONFIDENCE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The DOMINION BUSINESS COLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.