Lögberg - 27.06.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.06.1935, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGM 27. JÚNl, 1935. Abyssinía framhald Einkennilegasta fyrirbrigðið á götunum í Addis Abeba, er að sjá tvo menn bundna saman með keðju. Þessir menn eru ^ekki sakamenn, eða fangar, sem slept hefir verið út úr fangelsi, eins og mörgum gæti dottið í hug. Þetta samband á heldur ekki að tákna óslítandi bræðralag og ódauðlega vináttu, eins og tíðkaðist i sum- um bræðrafélögum i Evrópu á miðöldunum. Nei, þvert á móti. Þegar maður sér tvo menn í Addis Abeba þannig bundna saman, þá þýðir það, að annar skuldar hin- um peninga. Lánardrottnar hafa rétt til, ef þeir vilja brúka hann, að binda skuldunaut sinn við sig, og halda honum þannig bundn- um, þar til hann hefir greitt skuldina að fullu. Einkvæni er viðtekin regla i Abyssiníu, þó er hjónaband þar nokkrum öðrum reglum bundið en vér erurn vanir. Hver kona hefir rétt til að hafa fimm elskhuga. Það er viðtekin hefð þar í landi, sjálfsagt eins gömul og drotningin af Sheba. Þegar elsk- hugi heimsækir ástkonu sína, lætur hann spjót sitt fyrir dyrnar á húsinu eða kofanum, þar sem hún er inni. Ef aSrir elskhugar hennar eða eig- inmaður koma og sjá spjótið í dyr- unum, ganga þeir fram hjá, eða koma síðar. Þannig er komið i veg fyrir óþægilegan árekstur, og laga og reglu gætt. ítalir, sem nú skrifa hverja blaða- greinina eftir aðra um að Abyssiniu menn séu viltir, ósiðmannaðir og blóðþyrstir ofbeldismenn, gætu sér að skaðlausu tekið sér til fyrirmynd. ar, hvernig réttlæti og reglu er hald- ið uppi i Addis Abeba. Þegar tveimur mönnum ber eitthvað á milli, kalla þeir þá sem næstir eru til vitnis um hvað á milli ber, eða hvað hafi farið fram; því næst leggur allur hópurinn á stað til næstu dómarabúðar, þar sem dóm- ari er til taks hvenær dags sem er. Það er enginn málatilbúningur né töf. Sækjandi leggur málið um- svifalaust fyrir dómarann. Allir virðast að þekkja það mikið til mál- aflutnings, að hver maður flytur sitt mál sjálfur og þarf á engum lög- fræðingi að halda, að minsta kosti ekki fyrir þessum friðdómurum. Allmikill tími gengur i þref og þræt. ur fyrir þessum dómstólum, en aðal- atriðið er að öllum smærri deilumál- um er þar ráðið til lykta, og menn skilja sáttir. Abyssiningar eru skrautgjamir og bera á sér margslags skrautmuni úr gulli. En ef þeir eru spurðir hvar gullnámur þær séu, er alt þettas gull sé komið frá, bara ypta þeir öxlum og segja að þeir hafi fengið það að erfðum eða gjöf frá dánum ættingj- um sínum, en vita ekki hvaðan for- feður þeirra fengu það. Eftir hinum ófullkomnu áhöldum að dæma, sem þeir hafa og brúka við alla vinnu, þá er vart hugsanlegt að alt þetta gull hafi verið unnið úr grjóti, heldur að einhversstaðar hafi verið, og ef til vill sé enn, Abyssiníu, auðugar ofanjarðar gull- námur, þar sem ekki þurfi annað en tína gullmolana úr sandinum meðfram fljótunum. Gátu það hafa verið námur Salomons? Það eru fjórar miljónir þræla í Abyssiníu. Þrælahald hefir verið þar frá aldaöðli; og er það svo rót- gróið í meðvitund þjóðarinnar, að jafnvel kirkjan er þeirrar skoðunar, að það gæti verið varhugavert að gefa þrælunum frelsi, að minsta kosti öllum í einu. “Það mundi koma þrælunum í ör- birgð og vesaldóm,” sagði einn af embættismönnum kirkjunnar við mig, “og valda óstjórn í landinu.” Sannleikurinn er sá, að þræla- hald hefir verið afnumið með keis- aralegri fyrirskipan, en þrátt fyrir það hafa til tölulega fáir þrælar yfir_ gefið eigendur sina. Á yfirborðinu er þvi alt eins og verið hefir, í því efni, en þó er öllu breytt, og þræl- arnir vita það. Ef þá langar til að verða frjálsir, þurfa þeir ekki annað en fara á vissa skrifstofu, sem þeirra mál hef- ir með höndum, og biðja um frelsis- GOVERNOR-GENERAL DESIGNATE AND AUSTRALIAN PREMIER HONORED BY SCOTDAND This picture was taken when thfe ancient city of Edinburgh, Scotland, conferred the freedom of the city upon Lord Tweedsmuir (John Buchan) the new Governor-General of Canada, and Mr. J. A. Lyons, Prime Minister of Australia. In the group are, left to right: Lord Tweedsyiuir, Lady Provost, Sir William J. Thomson, (Lord Provost), Premier Lyons; Mrs. Buchan (apparently the mother of Lord Tweedsmuir) and Miss Anna Buchan, who is the well known novelist who writes under the pen name of ‘‘O. Douglas.” skírteini, sem þeim er óðara látið i té. Af fjórum miljónum þræla, hafa ekki nema tíu þúsundir notfært sér þessi réttindi enn sem komið er. Alt látbragð Abyssiníumanna er afar formbundið. Hegðun og til- burðir manna t. d. fyrir þessum götu-dómstólum, sem að framan er minst á, bera þess ljósastan vott. Þegar sækjandi máls ætlar að leggja málið fyrir dómarann, þá, til að byrja með hnegir hann sig þrisvar fyrir dómaranum, gengur því næst l,ni þrjú skref aftur á bak, því næst þrjú skref áfram, þvi næst réttir hann upp hægri hendina, en áður en hann loksins hleypir málinu af stokkunum, gerir hann allslags kúnstir með efri búknum, eins og hann sé að liðka sig til i slagsmál eða boltaleik. Þessa tilburði má sjá oft á dag í Addis Abeba. Tvisvar i viku situr keisarinn í fordyri hallarinnar til þess að hlusta á kærumál manna og leggja dóm á þau eða gefa aðra úrskurði um al- menn mál. öllum er frjálst að koma upp til hallarinnar og hlusta á það sem fram fer. Þetta er afar gömul siðvenja, sem Abyssiníu keisarar hafa fylgt, og telja komna frá forföður þeirra, Solomon konungi, sem hafði þann sið að sitja í hallarhliðinu i Jerú- salem, til þess að hlýða á mál manna, °g leggja dóm á þau.— Allir sem viðstaddir eru, hafa rétt til þess að láta álit sitt í ljós, um þau mál, sem koma til umræðu. Flestir notfæra sér þennan rétt, þó ekki væri til annars en vekja eftirtekt keisarans á mælsku sinni og vizku. Japanar fœra út kvíamar. Hinir smávöxnu og hagsýnu Jap_ anar gera sér mikið far um að láta svo Iíta út, sem þeir vilja vera vernd- arar og vinir Abyssiníumanna, en á bak við liggur það, að notfæra sér landið og gæði þess fyrir sinn eigin hag og tryggja framtíð sina og verzl- un þar í landi. Japanar hafa fengið mörg sérréttindi i Abyssiníu, sem þeir notfæra sér til þess itrasta. í staðinn fyrir þau hafa Japanar gef- ið Abyssiníumönnum sérstök hlunn- indi fyrir kaffisölu til Japan. En þar sem Abyssinia hefir engin skip til að flytja kaffið til Japan, kaupa japanskir umboðssalar alt kaffið; þeir hafa tvær stórar kaffibrenslu- stöðvar í Addis Abeba, svo hagur- inn af allri kaffiframleiðslunni Iendir allur í höndum Japana. Jap- anar hafa séð að það er hreinasti óþarfi, að vera að kaupa kaffið af Abyssiníumönnum. Því ekki að rækta það sjálfir? Og þeir hafa þega*r byrjað á þvi, og japanskir smábændur flytja nú í stórhópum til Abyssiniu til að stunda þar kaffi. rækt. Þar sem svo margir Japanar eru þegar búsettir í Abyssiníu, þurftu þeir að flytja inn í landið mikið af hrísgrjónum. þvi Japanar brúka þau mikið til fæðu ; sáu þeir brátt að hentugra var að rækta grjónin þar, en kaupa þau inn frá öðrum löndum, svo bankafélag eitt í Tokyo fékk ræktunarréttindi á góðu hrís- grjónalandi, sem liggur meðfram einu hinna helgu vatna í landinu. Ræktunin var þegar hafin, og er svo vel á veg komin, að Japanar rækta nú miklu meiri hrísgrjón í Abyssiniu, en þeir þurfa sér til við- urværis, og koma bráðlega til með að hafa mikinn afgang. Þennan af- gang selja þeir Abyssiníumönnum og til miljóna svertingja í Mið- Afríku. Japanskir farandsalar eru þessar mundir að ferðast í Súdan ,Kenya, Egyptalandi, frönsku nýlendunum í Mið-Afriku og belg- izku Kóngó, til þess að selja hris- grjón, sem þeir rækta í Abyssiníu, og allslags hugsanlegan iðnaðarvarn. ing, sem búinn er til í Japan. Þessir smávöxnu, gulleitu menn útbreiða verzlun sína hröðum skref- um í Afríku. undir nefinu á Eng- lendingum, Frökkum, Belgíu og Portúgalsmönnum, sem allir hafa' stórar nýlendur í Afríku. Japanar fara sínu fram óhindraðir, og virð- ast kæra sig kollótta hver sem í hlut á. Þeir stýfðu Manchúríu af Kína, boluðu Rússum út úr Manchúríu og innri Mongólíu, og eru nú að taka Norður-Kína. Þeir eru þannig án opinbers hernaðar, að leggja undir sig hálfa jörði.na, Þeir fylla brezk. indverska markaðinn með bómullar- og öðrum iðnaðarvarningi frá Jap- an, svo verkafólkið í Lancashire á Englandi gengur vinnulaust. Þeir neyða HoIIendinga til að víkja úr vegi og eftirláta sér viðskiftayfir- ráðin á Java, svo bómullarverkstæði Hollendinga standa nú auð og tóm. Japanar hafa alt Siam i sinni hendi, nema konungsnafnið. Þeir hafa lagt undir sig Kóreu. Neita að sleppa yfiráðunum á eyjunum, sem þeim voru fegnar til umsjónar í Kyrra- hafinu, og eru nú sem óðast að ná fótfestu í þeim löndum, sem liggja að Rauðahafinu. Alt þetta og margt fleira er að ske i sambandi við þetta mál, sem óhjákvæmilega hlýtur að hafa afar mikla þýðingu fyrir afstöðu hinna vestrænu þjóða, áður langt líður; og þrátt fyrir þetta halda margir, sem kalla sig föðurlandsvini, bæði í Canada og víðar, að hættan í verzl- unarsamkepninni stafi frá Rússum, að þeir selji vörur á heimsmarkað- inum, lægra verði en kosti að fram- leiða þær. Eða þeir tala með skelf. ingu um þá hættu, sem stafi af bolshevikum, á landamærum Ind- lands. Litur þetta fólk nokkurn tíma á landabréfið? Ef vér hvörflum huganm til Abyssiníu, þá verður oss fyrst fyrir að gera oss grein fyrir hvernig í ó- sköpunum að Japönum tókst að ná fótfestu þar í landi. 1 meira en hálfa öld hafa ítalir gert hverja tilraunina eftir aðra, til að ná yfirráðum á verzlun lands. ins, og náttúruauðæfum, og beitt til þess öllum hugsanlegum brögðum, svo sem smjaðri, hótunum, skjalli og hernaði. En þrátt fyrir allar þessar tilraunir þeirra, hafa Jap- anar náð því er þeir ætluðu sér, og það án þess að biðja um það. Spursmálið verður þá: Hvernig fóru þeir að því? Þeir voru frið- samir og beittu engri kúgun eða okri í viðskiftum við landsmenn. Þeir umgengust hina blökku Ethi- opíu-menn sem jafningja sína, en sýndu þeim engan yfirlætishroka, eins og Evrópumenn er vanir að sýna innfæddum Afríkumönnum. Þeir byrjuðu ekki með því aÖ festa upp hótunar auglýsingar, eða þvinga Abyssiníu-menn til að gang- ast undir neina afarkosti. Þeir komu með bros á andlitinu inn í landið. Þeir komu sér í mjúkinn við keisarann og lénsherra hans, með því að sýna góðvild og hóg- værð i öllum viðskiftum við lands- menn. Þeir voru ekki að tala um að leggja landið undir sig. Þeir buðu keisaranum, sem hafði með höndum mikla nýbreytni og margs- lags framfaramál, hjálp sína og vernd. Japan hefir nú sjö sammnga við Abyssiníu, og hafa þrír þeirra ekki verið gerðir opinberir til annara þjóða. Hvert muni vera innihald þeirra samninga er festum ráðgáta. En svo mikið er víst, að keisarinn i Abyssiníu brosir, en Signor Mus- solini gnýstir tönnum yfir samning. um þessum. Þessi yfirbragðs fyrirbrigði gefa þó að nokkru til kynna hvers eðlis að hinir heimulegu samningar muni vera. í síðastliðin fimtíu ár, hafa Italir opinberlega gert hverja tilraunina eftir aðra, til þess að vinna Abys- siniu undir sín yfirráð. Þeir hafa farið tvær herferðir á hendur Abyssiníu. Þeir hafa náð Eritrea og Somalilandi undan yfir- ráðum Abyssiniu, og einu sinni voru þeir jafnvel búnir að neyða keisarann, Menelik hinn mikla, til þess að fá ítölum umsjón og vernd landsins ,í hendur. ítalia bjó sig stöðugt undír að taka í sínar hend- ur verzlun landsins og náttúruauð- æfi. En hvað skeði? Abyssiniu- menn skeltu hurðinni á nefið á þeim, og sögðu: “Ekkert aðgangsleyfi fyrir ykkur !” Abyssiníumenn sögðu það ekki sjálfir; það voru litlu gulu mennirnir, sem eiga heima langt í burtu, á eyjum í Kyrrahafinu, sem sögðu það brosandi, en á sama tíma hafa til taks einn öflugasta herflota í heiminum. Ef Abyssiníumenn eru spurðir, hvor þeir haldi að Mussolini muni herja á land þeirra; þá bara ypta þeir öxlum. Ef útlendu sendiherr- arnir í Addis Abeba eru spurðir hvað þeir haldi að Mussolini geri, bara bretta þeir brýrnar og svara fáu eða engu. Keisarinn fylgir sínum föstu reglum; gengur til kirkju og horfir á heræfingar og skrúðgöngur, en Japanar láta sem ekkert sé um að vera og byggja af kappi verksmiðjur, banka og land- varnir í Abyssiniu. Eg kom inn í japanska Mitsui bankann í Addis Abeba, til að fá peninga út á ferða-ávísunina, sem eg hafði frá París. Bankastjórinn var kurteisin sjálf,—ungur Japani. Eg fór að tala um striðshorfurnar við hann. Hann lézt verða alveg hissa: “Hvað! Stríð!” sagði hann. “Stríð, til hvers væri það? Okkur líður vel, og því skyldum við sækj- ast eftir ófriði. Abyssiníu-menn þrá, eins og vér, að fá að vera í friði.” Signor Mussolini tilkynnir heim- inum að ítalia sé þegar búin til stórra æfintýra og fullvissar heim- inn um það,að 8 miljónir ítala séu þegar vigbúnir. Italskar hersveitir koma á hverjum degi til Eritrea og Somalilands. Japönsk herskip halda sig í Indverska hafinu, og koma af og til upp til Bab-el Mandeb, eins og til að forvitnast um hverju fram fari á landi; halda svo til hafs, en ekki svo langt burtu að þau missi landsýn. Þannig er þetta tafl teflt um Abyssiníu. Japanir hafa kónginn og taflmennina, þeir hafa leikið þeim fram með sérstakri varfærni, og ó- endanlegri þolinmæði. Er liklegt að Mussolini slái taflið um? Það er ekki einungis Addis Abeba; það er engu síður Tokyo, sem bíður átekta um hvað Musso- lini muni næst taka til bragðs. G. E. Eyford þýddi. Vinnukonur láta ekki að sér hœða Smásaga eftir Böðvar frá Hnífsdal. Formfagur og rennilegur bíll leið mjúkt og hljóðlega upp að gang- stéttinni og staðnæmdist fyrir utan nýbygt funkishús í Austurbænum. Guðmundur Guðmundsson, skrif- stofstjóri hjá h.f. “Gerlarækt” steig út úr bílnm og gekk inn í húsið. Þetta var hár maður og gjörfu- legur á velli. Hann var í Ijósgráum frakka, sem flakti frá honum, svo að gráyrjóttu sumarfötin, flunkur- ný af nálinni, blöstu við. Á höfðinu hafði hann linan hatt, gráan að lit, en sló á hann móleitri slikju. Háls- lín hans var hreint sem snjór og bindið, steingrátt með silfurteinum, úr fínasta silki. Sokkar hans voru og úr silki, og skór hans voru svo gljáandi spegilfagrir, að þar sást ekki svo mikið sem rykkorn. Mað- urinn var því óneitanlega vel til fara. Hann bar sig líka fyrirmann- lega í alla staði, eins og sá, sem veit að hann er myndarlegur og veit jafnframt, að hann hefir það eina nauðsynlega til þess að geta notað útlit sitt og umgengnishæfileika, sjálfum sér til gagns og öðrum til eftirtektar,—nefnilega peninga. Og Guðmundur hafði nóga pen- inga. Hann hafði i,ooo kr.—eitt þúsund krónur—á mánuði, því að hann tók ekki laun sín eftir launa- lögunum. Það leiðir af sjálfu sér, að Guð- mundur Guðmundsson hefir gengið i augun á kvenfólkinu, peningarnir,. fötin og útlitið, alt hlaut að hjálpast að við það. Og Guðmundur Guðmundsson var enginn munkur. Hann elskaði kvenfólkið sem kyn, svona yfirleitt, og sem einstaklinga, hvenær sem færi gafst. Hann var nú á leið til vinkonu sinnar, Olgu Olgeirs. Hann gekk að lyftunni, studdi á hnappinn bg hringdi innan skamms dyrabjöllunni hjá ungfrúnni. Dyrnar opnuðust. Glæsimennið Guðmundur Guð- mundsson tók djúpt ofan, hneigði sig að hofmannasið og heilsaði kur_ teislega, eins og hann hafði séð kvennagullin meðal kvikmyndaleik- aranna gera á bíó. —Eg er alyeg tilbúin, sagði ung- frúin. —Gott, sagði glæsimennið Guð- mundur Guðmundsson, gekk inn og settist í einn hægindastólinn. Hann vissi, að þegar kona segist vera alveg tilbúin, þýðir það 5—io minútna bið, minst. Hann horfði á stúlkuna, sem var að láta ýmsa smáhluti niður í tösku sína. Olga Olgeirs var einhver skær- asta stjarnan á samkvæmishimni Reykjavíkur þetta árið. Um haust- ið hafði hún komið sunnan úr lönd- um, sumir sögðu frá Berlín, aðrir frá Vín og enn aðrir frá París. Margar ágiskanir voru um það, hvaðan hún hefði sina peninga, því að hún lifði höfðinglega og barst mikiÖ á, en stundaði hinsvegar enga atvinnu, svo vitað væri. Kvenfólkið Sagði að hún hefði annaðhvort verið með í peninga- fölsun eða bankaþjófnaði úti í löndum, en karlmennirnir sögðu, að þetta væri bara gremja og afbrýðis- semi hjá kvenfólkinu, af því að Olga hrifsaði bitana af borðum þeirra. —Nei, sögðu þeir,—Olga var gift miljónamæringi, sem dó og arfleiddi hana að öllum eignunum. En þetta voru alt saman getgátur. Enginn vissi neitt um Olgu annað en það, að á hverju föstudagskvöldi var hún niðri á Hótel Borg—og á hverju laugardagskvöldi var hún einhversstaðar á dansleik. Á sunnu- dögum var hún venjulega úti með einhverjum herra, annaðhvort á skíðum eða þá að aka í bíl. Endranær sást hún ekki og fanst Minningarorð Þann 11. júní andaðist að heimili sínu i Árborg, Man., Mrs. Sigurbjörg ísabella Guðmundsson, kona Davíðs Guð- mundssoinar bónda þar, 41 árs að aldri. í fulla fimm mán- uði hafði veikindastríð hennar varað. Hún var dóttir Jóns bónda og póstafgreiðslumanns Sigurðssonar i Vídir, Man., og fyrri konu hans, Kristínar Jónsdóttir, sem nú er löngu látin. Jón, faðir Sigurbjargar heitinnar, dó tæpum mánuði fyr en dóttir hans, eftir stutta en stranga legu. Sigurbjörg heitin var kona lífglöð og þróttlynduð, er mætti með jafn- aðargeði þungu æfistarfi og stóð hugdjörf við hlið mannsins síns, og studdi hann af ítrasta megni. Börn þeirra, ellefu (11) að tölu, eru á lífi og fylgja nöfn þeirra hér með: Kristján, Stefán, Guðrún, Valdimar, Davið, Kristín ísabella, Lillian Grace, Jóhannes, Líndal Helgi, Marino Sveinn, Ágúst Júlíus. Sigurbjörg er sárt syrgð af eiginmanni og börnum, og systkinum sínum og stórum hópi tengdafólks, vina og sam- verkafólks. Hún bar með mikilli hugprýði sjúkdómsstrið sitt; var indælt að sjá þann öruggleika og gleði trúarinnar, er lýsti henni á þjáninganna torsóttu leið. Útför hennar fór fram þann 13. dag júnímánaðar frá heimili hennar og kirkju Árdalssafnaðar í Árborg, að við- stöddu óvenjulega miklu fjölmenni.—Streymdi þar samúð og hluttekning í harmi syrgjendanna frá sál til sálar. Séra Jóhann Bjarnason á Gimli, fyrverandi sóknarprestur í norðurhluta Nýja fslands, mælti kveðjuorð ásamt sóknar- presti. -—S. Ó. Þakkarorð Undir erfiðum krigumstæðum og sjúkdómsstríði, og við lát konu minnar Sigurbjargar ísabellu, hefi eg notið mikillar hjálpar af hálfu vina og samferðamanna minna. Þakka eg af alhug alla samúð og hjálp, á einn eða annan hátt, mér auðsýnda; og peningalega hjálp einstaklinga og frá ýmsum félagsheildum. Vil eg sér í lagi nafngreina kvenfélag Ár- dalssafnaðar í Árborg, Djáknanefnd Árdalssafnaðar, saina- . staðar; United Farm Women, Árborg; og Good Templara stúkuna i Árborg. Alt þetta þakka eg og bið Guð að launa. Davíð Guðmundsson og börn, Árborg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.