Lögberg - 27.06.1935, Blaðsíða 1
48. ARG4NGUR , WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1935 NÚMER 26
Hálfrar aldar afmœli
kirkjufélagsins
Hátíðahöldin að Moiuitain
Eftir
PROF. RICHARD BECK
Allar leiðir lágu til Mountain,
North Dakota, á miðvikudaginn
var, þ. 19. þ.m.; en þá um kveldið
hófust þar vegleg hátíðahöld í
tilefni af hálfrar aldar afmæli
“Hins Evengelis k-Lúterska
Kirkjufélags íslendinga í Vestur-
heimi.” Var það svo sem sjálf-
sagt, að það merka afmæli væri
að einhverju leyti hátiðlegt hald-
ið á þeim söguríku stöðvuni-Js-
lendinga vestan hafs, því að þar
stóð vagga Kirkjufélagsins.
Nokkurn kviðboga bera menn
jafnan Jyrir veðurfari þegar um
slík hátíðahöld er að ræða, og
eigi að ófyrirsynju.' En að þessu
sinni tóku veður-vættirnar hönd-
um saman við bygðarlnia um að
gera hátíðahöldin sem veglegust
og minnisstæðust. Hreinviðri
ríkti hátíðisdagana, er minti á
íslenzkt fjallaveður. Sveitavegir
voru því allir greiðfærir, og gerði
það drjúgum hægara um vik bæði
hvað aðsókn og aðdráttu snerti.
Menn voru því eins og við átti í
hátíðarskapi — sólskinsskapi —
og bar enn fleira til þess. Nú
blöstu eigi við augum skrælnuð
akurlönd og dauðaleg, svo sein
verið hafði á undanförnum sumr-
um; nú var Dakótabygðin is-
lenzka í Pembínahéraði blómleg
og búsældarleg ásýndum; “akra-
haf—sem Húnaflói” hló þar við
sjónum. Og þó fullmikið sval-
viðri væri með köflum hátíðis-
dagana, glitraði sólskinsgullið ó-
sjaldan á Iaufprúðum skóglund-
um og gróðurgrænum ökrum.
Síðdegis á miðvikudaginn tók
fólk að streyma til Mountain úr
öllum áttum. óku menn í hlað
að Samkomuhúsi bæjarins gegn-
um hlið skreytt þjóðfánum Ban-
daríkja og íslands; en yfir hliðinu
var skilti eitt mikið, sem bauð
menn velkomna með viðeigandi
áletran, eins og framrétt vinar-
hönd. Formaður hátíðarnefnd-
arinnar að Mountain, hr. J. J.
Myres, og aðstoðarmenn hans,
voru til staðar í samkomuhúsinu
gestum til fyrirgreiðslu og vísuðu
þeim til gististaða þeirra. KL 6
var sezt að kveldverði í samkomu-
húsinu og voru borð þá þegar
fjölsetin, þó enn fleiri bættust i
hópinn síðar.
Hátíðahöldin hófust, eins og
til stóð, þá um kveldið með til-
komum i k i 11 i guðsþjónustu í
kirkju Víkursafnaðar að Moun-
tain, elztri íslenzkri kirkju í
Vesturheimi, þar sem stofnfund-
ur Kirkjufélagsins hafði haldinn
verið fimtíu árum áður. Var tal-
ið, að um 600 manns hefðu verið
viðstaddir hátíðar-guðsþjónust-
Una, og bar gjaJlarhorn (Ioud
speaker) ræður og söng til mann-
fjöldans, sem safnast hafði sam-
an hjá kirkjunni, og eigi gat rúm
fengið innan hennar, þar sem
hvert sæti var skipað, og meir en
það.
Forseti kirkjufélagsins, séra
Ivristinn K. ólafsson, prédikaði
við hátíðarguðsþjónustuna og
flutti tímabæra og áheyrilega
ræðu; var það kjarni hennar, að
kirkjunni sjálfri, og kirkjulýð,
hæri, að leggja á athafnir sínar
og líf alt mælikvarða breytni
meistara síns, Jesú Krists.
Heimapresturinn, séra Har-
aldur Sigmar, var fyrir altari við
guðsþjónustuna og stýrði altaris-
göngu - athöfninni með aðstoð
séra Egils Fáfnis frá Glenboro,
Man. Tóku'um 150 manns þátt
í altarisgöngu, og mun það vera
með fjölmennari athöfnum þeirr-
ar tegundar vestan hafs.
Stærðar söngflokkur og vel
æfður, undir stjórn Mrs. H. M.
Eastvold (Eriku Thorlaksson),
söng hátíðarsöngva við guðsþjón-
ustuna, er uku eigi lítið á áhrifa-
magn hennar. En yfir henni allri
hvíldi samræmur blær helgi og
hátíðleika. Átti umhverfið einn-
ig sinn þátt í því:—kirkjan, vígð
ógleymanlegum minningum í
sögu íslenzkrar kristni vestan
hafs, og grafreiturinn umhverfis
hana, hvílustaður feðra og mæðra
bygðarinnar og frumherja í hinu
kirkjulega starfi.
Fimtudagurinn, aðaldagur há-
tíðahaldsins að Mountain, rann
upp sviphreinn og svalur. Fyrri
hluta dagsins var haldinn þing-
fundur í kirkjunni, er margir
sóttu, auk klerka og fulltrúa. Á
hádegi sátu allir þinggestir mið-
degisverð í samkomuhúsinu að
Garðar, og skiftu aðkomumenn
þá orðið hundruðum.
Ekki var þó langt liðið af há-
degi, þegar menn streymdu á ný
til Mountain, til þess að njóta af-
mælishátíðarmóts þingsins, sem
haldið var í rúmgóðum og skugg-
sælum skemtigarði bæjarins, og
byrjaði laust eftir kl. 2. Stýrði
forseti kirkjufélagsins, s é r a
Kristinn, mótinu, er hófst með
því, að söngflokkur hvgðarinnar
og þingheimur sungu: “ó Guð
vors lands.” Bæjarstjórinn að
Mountain, hr. M. F. Björnsson,
bauð því næst gesti velkomna
með stuttri, en fjörugri ræðu.
Rak nú hver ræðan aðra. Séra
Hans B. Thorgrímsen, er frum-
kvæðið átti að stofnun kirkjulel-
agsins, lýsti þeim sögulega við-
burði og tildrögum hans; séra
N. S. Thorláksson rakti sögu fél-
agsins fyrsta aldarfjórðunginn;
en dr. Björn B. Jónsson hafði að
umtalsefni andlegu straumhvörf-
in aldarfjórðunginn síðasta og
áhrif þeirra á kirkjufélagið. Var
ágætur rómur gerður að ræðum
þessum. Fjórði ræðumaður var
Richard Beck, og er ræða hans
birt á öðrum stað hér í blaðinu.
Fluttu þá eftirfarandi prestar
kirkjufélaginti kveðjur og vel-
farnaðaróskir:—Rev. A. H. Hel-
sem, norskur prestur í Grafton,
N. Dak., fyrir hönd Norður Dak-
SÉRA K. K. ÓLAFSÖN,
er endurkosirm var til forseta á
nýafstöðnu júbílþingi kirkjufélags-
ins.
ota deildar norsk-amerisku kirkj-
unhar lútersku; Rev. F. Nelsoh,
sænskur prestur frá Saskatoon,
Sask., fyrir hönd Ágústana synod-
unnar sænsku í Bandaríkjunum;
og dr. Rögnvaldur Pétursson fyrir
hönd “Hins Sameinaða Kirkju-
félags íslendinga í Vesturheimi.”
Féllu ræður þeirra sýnilega í góð-
an jarðveg hjá tilheyrendum,
ekki sízt ræða dr. Rögnvaldar.
Kveðjur og árnaðaróskir af hálfu
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi flutti ,vara - forseti
þess, Richard Beck, í fjarveru
forsetans, hr. .1 .1. Bildfells.
Milli ræðanna skemti söng-
flokkurinn með söngvum á ís-
lenzku og ensku. Lauk svo þessu
eftirminnilega hátíðarmóti með
því, að allir sungu íslenzka og
kafiadiska þjóðsönginn. Hat'ðí
hinn mikli mannfjöldi—þúsund
manns eða þar um bil — verið
harla spakur undir langri dag-
skrá, þó mörgum þætti svalviðrið
úr hófi fram. Notaðist og’mann-
tfjöldanum það, sem fram fór,
stórum betur fyrir það, að gjall-
arhorn fluttu ræður og söng um
gjörvalt samkomusvæðið, svo
glögt mátti heyra.
Var nú kveldverðarhlé, en að
því búnu flvkktust menn aftur að
samkomuhúsi Mountainbæjar, á
ungmennamót það, sem haldið
var þá um kveldið í sambandi við
kirkjuþingið, og 500—600 manns
sóttu.
Hr. Ásgeir Bardal frá Winni-
peg skipaði forsæti og setti motið
með stuttri ræðu. En aðal ræðu-
maður var séra Valdimar Eylands
frá Bellingham, Washington, er
flutti einkar athvglisverða og
skörulega ræðu um afstöðu yngri
kynslóðar nútíðarinnar til kirkj-
unnar. Aðrir, sem til máls tóku,
voru séra K. K. ólafsson; séra
Egill Fáfnis, er las erindi eftir
hr. John Nordal frá Argvle, og
frumort kvæði; og hr. Jón Sig-
urðsson frá Selkirk, Man.
Mikill og góður söngur og
liljóðfærasláttur voru einnig á
skemtiskránni. Miss Esther Ara-
son frá Argvle söng einsöng; en
tvísöng sungu þær systurnar Mrs.
I.. E. Murdoch og Miss Margaret
Eyman frá Selkirk, Man. Söng-
flokkurinn söng enn ýmsa
söngva, meðal annars nýtt kvæði
eftir séra N. S. Thorláksson, er
áður var lesið af höfundinum.
Mrs. H. M. Eastvold og hr. H. S.
Sigmar léku tvileik á fiðlu, en
Mrs. H. Sigmar annaðist undir-
spilið.
Var liðið langt á kveld er þess-
ari fjölbreyttu og myndarlegu
samkomu sleit, og dreifðist þing-
heimur þá í ýmsar áttir. Prestar,
fulítrúar og aðrir gestir þingsins
sátu skilnaðarveizlu hjá sóknar-
prestinum, séra H. Sigmar og frú
hans; ræddu um atburðaríkan
liðinn dag og rifjuðu upp gömul
kynni.'
Sama veðursældin hélzt á
föstudaginn, er helgaður var
þingstörfum fram undir hádegi,
en þá söfnuðust menn saman til
SR. VALDIMAR J. EYLANDS
Þessi vinsæli og gáfaði kenni-
maður er fæddur þann 3. marz árið
1901; hann útskrifaðist af Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 1919 og flutt.
ist til Vesturheims 1922. Séra
Valdimar lauk B. A. prófi við Con-
cordia College, en guðfræðaprófi við
Luther Theological Seminary í St.
Paul, Minn. Séra Valdimar var
vígður til prests þann 21. júní, árið
1925, og þjónar um þessar mundir
íslenzkum söfnuðum í Blaine og
Point Roberts, ásamt enskum’söfn-
uði.
Séra Valdimar prédikar við báðar
guðsþjónusturnar í Fyrstu lútersku
kirkju á sunnudaginn kemur.
miðdegisverðar í samkomuhús-
inu að Akra, N.D., áður en lagt
var af stað til Winnipeg, þar sem
framhald þingsins skyldi háð.
★ ★ ★
Þessi einstæðu og veglegu há-
tíðahöld að Mountain verða óefað
lengi minnisstæð þeim, er þau
sóttu. Studdi margt að því:—
timamótin merkilegu, sem verið
var að minnast, söguríkt og sum-
arprútt umhverfið, góðviðrið,
samkomurnar ágætu og fjöl-
breyttu, og hin mikla aðsókn nær
og fjær. ótalið er þó það, sem
mest var að þakka, hversu prýði-
lega hátíðahöldin tókust:—fyrir-
hyggja og ötulleikur undirbún-
ingsnefndarinnar og bygðarbúa,
sem stóðij að baki forgöngu-
mönnunum með eindregnum
samvinnuhug, að ógleymdri gest-
risninni, sem alstaðar breiddi að-
komumönnum faðminn. Sú
fagra ættarfylgja íslendinga lifir
bersýnilega ágætislífi í Dakota-
bygð þeirra í Pembínahéraði; sér
ekki á henni minstu ellimörk.
Þá áttu konurnar að venju mik-
inn og góðan þátt i þvi, hve gest-
um varð dvölin skemtileg í bygð-
inni, \einkum að því er snerti
móttöku þeirra og aðhlynningu.
KVenfélög hinna ýmsu safnaða
stóðu fyrir framleiðslu miðdegis-
og kveldverða handa hinum
MISS CAROL FELDSTED
Þessi unga og efnilega stúlka, er
dóttir þeirra Eggerts gimsteina og
skrautmuna kaupmanns Feldsted og
frú Jónínu Feldsted. Miss Feldsted
vann nýverið fyrstu verðlaun i rit-
gerðasamkepni, er margir keppend-
ur tóku þátt í. Var ritgerð hennar
um Ástralíu.
mikla sæg þinggesta ineð þeirri
risnu, sem einkent hefir íslenzk-
ar konur, alt frá því á dögum
fornkonunnar íslenzku, sem gisti-
skálann lét gera um þveran al-
faraveg.
f einu orði sagt; hátíðahöldin
voru öllum þeim til stórsæmdar,
sem hlut áttu að máli. Mega for-
menn undirbúningsnefndar og
skemtinefndar að Mountain, þeir
hr. .1. ,1. Myres og séra H. Sigmar,
vel við una árangur elju sinnar
og samverkamanna sinna og
kvenna. Heiður bygðarinnar hef-
ir vaxið við frammistöðuna að
þessu sinni, eins og raunar oft-
sinnis áður.
En menn höfðu ekki aðeins
fundið andans næring og hugar-
hressing, og skemt sér, á hinuin
ýmsu samkomum hátíðahald-
anna. Eins og jafnap hefir verið
á kirkjuþingum, og sérstaklega
að þessu sinni, voru hér fulltrúar
og aðrir gestir úr fjölda mörgum
bygðum fslendinga og fjarlægum
hver annari. Héldu menn því
heimleiðis ríkir að hugljúfum
minningum og auðugri að gagn-
kvæmum vinarhug, fyrir endur-
nýjuð gömul kynni og ný kynni
hvers af öðrum. En sú hliðin á ,
hátiðahöldum sem þessum er 1
ekki lítils virði okkur dreifðum
fslendingum á vesturvegum.
Blómgist það alt, sem treystir
bræðraböndin okkar á meðal, og
sendir sundrungarandann út í
hafsauga!
Fréttabréf
Frá Bredenhury í júní 1935.
Tvo stóra daga átti bygÖ þessi
fyrir stuttu. Hvítasunnuhátíðin
kallaði menn saman í guðshús; varð
húsið alskipað og gengu sextíu og
átta til guðs borðs, ungir og gamlir.
Fór athöfn þessi fram í kirkju
Konkordía safnaðar. Stundin var
hin ánægjulegasta og hátiðleg.
Á mánudagskvöldið fór fram gift-
ing í kirkjunni; gaf prestur Kon-
kordía safnaðar saman þau Gísla
Fyjólfsson og Dorotheu Friðriku
Jóel.
Kirkjah var prýðilega skrýdd
blómum og borðum og alskipað
hvert sæti meðan athöfnin fór fram.
Brúðguminn er sonur Konráðs og
Maríu Eyjólfsson hér í sveit, og
brúðurin dóttir Mr. og Mrs. Sigfús
Jóel í Winnipeg.
Veðrið var með því allra ákjósan-
legasta. Umhverfis “breiddist hin
iðgræna jörð. En yfir guðs blásalur
heiði.”
Að lokinni athöfn i kirkjunni
steig unga fólkið dans í samkomu-
sal Konkordía safnaðar i grend við
kirkjuna. Þá voru og bornar fram
vistir miklar og ágætar og þar með
"brúðarkaka” prýðileg með fanga-
marki og giftingar-dagsetningu
hjónanna, ásamt öðru skrauti.
Eftirminnileg verður okkur þessi
stund.
Guð blessi hin ungu hjón á veg-
ferð þeirra. S. S. C.
Ur borg og bygð
íslendingar í norðurbygðum
Nýja íslands hafa ákveðið að
halda sína árlegu þjóðminning-
arhátíð á Iðavelli við Hnausa þ.
2. ágúst.
Mrs. G. F. Gíslason, ásamt dætr-
um sínum, þeim Beatrice og Þóru,
lagði af stað í gær vestur til Van-
couver, þar sem framtíðarheimili
þeirra verður. Mr. Gíslason er fyr-
ir nokkru farinn vestur, eins og
þegar hefir verið getið getið um,
og tekist á hendur framkvæmdar-
stjórastöðu í Vancouverborg.
ÞINGMANNSEFNI / SELKIRK
. KJÖRDÆ.MI.
Á f jölmennum fundi, sem haldinn
var í Stonewall þann 20. þ. m., var
Mr. G. S. Thorwaldson lögfræðing-
ur, útnefndur sem þingmannsef-ni
íhaldsflokksins í Selkirk kjördæmi.
Aðfaranótt þess 26. þ. m., lézt
hér i borginni Pálína Sigurðsson,
föðursystir Guðbjargar Sigurðsson
að 626 Agnes Street. Jarðarförin
fer fram í dag, þann 27. frá útt’ar-
arstofu Bardals.
Fréttir af hitnj teútirminnilegu
sönghátíð, er söngflokkur Fyrsta
lúterska safnaðar efndi til í kirkj-
unni á mánudagskveldð var, með
aðstoð þeirra frú Sigríðar Olson,
Snjólaugar Sigurdson, Pálma
Pálmasonar, Walters Dalman og
Franks Thorolísonar, verða að biða
næsta blaðs, ásamt ýmsu fleiru, er
sakir rúmleysis í blaðinu þessa viku
komst ekki að.
Mrs. Sigurbjörn Sigurðsson frá
Riverton, dvaldi í borginni um
kirkjuþingstímann, ásamt Agnesi
clóttur sinni.
Mr. John Hjörtsson, kirkjuþings-
erindreki frá Garðar, N. Dak., sem
dvalið hefir hér í borginni fram yfir
kirkjuþing, ásamt frú sinni og dótt-
ur, lagði af stað heimleiðis á mið-
vikudaginn. í för með þeim var frú
Kirstín Ólafsson og Mr. Gamaliel
Thorleifsson.
Miss Henrietta Sigurðsson frá
Charleson, N. D., dvald í borginni
um kirkjuþingstímann.
Erindsrekar á 11. ársþing Lút-
erskra Kvenna, er haldið var í
Winnipeg laugardaginn, sunnu-
daginn og mánudaginn, 21., 23.
og 24. júní: Frá Langruth, Man.,
Miss L. Valdimarson, Mrs. J. A.
Hannesson; Lundar, Mrs. H. J.
Leo; Baldur, Mrs. O. Anderson;
Fyrsta Lút. KVenfél., Winnipeg,
Mrs. H. G. Henrickson, Mrs. G.
M. Bjarnason, Mrs. H. Olson, Mrs.
H. S. Bardal; Gimli, Man., Mrs.
F. W. Shaw, Mrs. C. P. Paulson;
Árborg, Man., Mrs. S. Oddsson,
] Mrs. H. F. Danielson; Árnes,
Man., Mrs. Aug. Sigurdson;
Riverton, Man., Mrs. Jóhanna
Hallson, Mrs. Fred Eyolfson;
Trúboðsfél. Fyrsta lút. safn., Mrs.
W. Halldorson; Geysir, Man.,
Mrs. G. O. Gíslason; Glenboro,
Mrs. S. E. Johnson; Grund, Mrs.
O. Arason; Víðir, Mrs. Guðrún
Magnússon; fvrir hönd Hall-
grímssafn., Seattle, Mrs. R. Mart-
einsson.
Mr. Skúli Hjörleifsson verzlun-
arstjóri frá Riverton kom til borg-
arinnar á mánudaginn ásamt
dótíur sinni, Mr. Marino Briem
og Mrs. Jóhann Briem.
Mrs. Svala Pálsson-Wagner frá
Geysir, Man., dvaldi í borginni
nókkra undanfarna daga.