Lögberg - 27.06.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.06.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚNl, 1935. CHrflð ðt bvern fímtudag aí ThV CQLVMBIA PREBS LIMITBD (96 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utanftakrift ritfitjórans: BDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEO, MA7Í. $8.00 um drið—Borjist fyrirfram The '‘Lögberg" is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 8« 327 Leikmenn og kirkjulegt átarf (Ræða flutt á hálfrar aldar afmælismóti Kirkjufélagsins, að Mountain, N- D. 20. júní, 1935). Eftir prófessor Richard Beck. Á liðnum vetri hefi eg verið að semja stutt, yfirlit yfir sögu “Hins evangelisk-lút- erska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi.,, Margt er það í þeirri sögu, sem verðugt og gagnlegt hefði verið að ræða hér í dag- Við lestur hennar hefir skilningur minn glöggv- ast, eigi a ðeins á baráttu íslenzkra frum- byggja vestan hafs og áhugamálum þeirra, heldur einnig á ýmsum höfuð-einkennum í skapgerð okkar Islendinga. Þar sem ræðu- mönnum er, af góðum og gildum ástæðum, skamtaður tími, verð eg að láta mér nægja, að fara nokkrum orðum um eina hliðina á starfsemi kirkjufélagsins — hlutdeild leik- manna í henni og þátttöku þeirra í kirkjumál- um alment. Umræðuefni mitt er því: “Leik- menn og kirkjuleg starfsemi.” Hver sá, sem kynnir sér sögu kirkjufé- lagsins sannfærist fljótt um það, að leikmenn hafa tekið mikinn og margbreyttan þátt í starfsmálum þess. Á kirkjuþingum hafa þeir alt af verið í miklum meirihluta, og áhrifa þeirra því gætt mjög mikið í öllum þingstörf- um. 1 hinum ýmsu fastanefndum félagsins hafa fleiri eða færri þeirra einnig átt sæti, sjálfri framkvmdamefndinni meðtalinni. Víðar en í þing- og nefndastörfum kirkjufé- lagsins hafa leikmenn einnig látið til sín taka. Þeir hafa verið forgöngumenn í starfrækslu höfuðstofnana félagsins, Jóns Bjamasonar skóla og ellihælisins “Betel. ” Að sama skapi hafa þeir átt hlutdeild í tímarita-útgáfum félagsins. Loks hefir f jöldi leikmanna skipað embætti í kirkjufélaginu. Spor þeirra liggja því afar víða á starf- svæðum félagsins, enda kvað séra Jón Bjarna- son eitt sinn svo að orði, að leikmanna hefði gætt þar tiltölulega meir en í nokkru öðru kirkjufélagi lútersku í Norður-Ameríku, þeirra er hann þekti nokkuð til. Lítil þörf gerist að benda á það, að ekki hafi allir leikmenn kirkjufélagsins átt hér jafnan hlut að máli. Það er gömul saga og almenn----Áhugi manna á starfsmálum hvers félagsskapar sem er, stendur í réttu hlutfalli við skilning þeirra á hugsjónum félagsskapar- ins, því betur sem menn tileinka sér markmið hans, því fúsari verða þeir til þess að leggja eitthvað í sölurnar fyrir hann. Ekki má held- ur gleyma hinu: því betur og ötullegar, sem menn vinna einhverju máli, því kærara verð- ur þeim það málefni, sem starf þeirra er helg- að. Þetta algilda lífslögmál gleymist þó æði oft í kirkjulegu starfi, að því er mér hefir virst, eigi síður en á öðrum starfssviðum. Innan kirkjunnar er oft tilfinnanlegur skort- ur á heilbrigðri verkaskiftingu. Hin víðtæka og að mörgn leyti glæsilega hlutdeild leikmanna í starfsmialum kirkjufé- lagsins á förnum aldarhelmingi vekur til um- hugsunar um hluttöku leikmanna í kirkjulegu starfi alment. Mörgum í hópi okkar leikmanna, ekki sízt þeim, sem alist hafa upp í ríkiskirkju, hættir um skör fram til að láta hið kirkjulega starf hvíla á herðum prestanna einna saman. Réttilega lítum við til þeirra um leiðsögn í kirkjulegum efnum og trúarlegum; jafn rétti- lega gerum við til þeirra miklar kröfur, hæf- andi þeim, sem svo virðulegan sess skipa, og gerst hafa boðberar hinna æðstu lífssanninda. En hvað um þær kröfur, sem prestarnir með fullum rétti mega gera til okkar krist- inna leikmanna? Og öllu fremur þær kröfur, sem kristni og kirkja gera til okkar? Lítil- mannlegt er það, og óvænlegt til andlegrar þroskunar, að vera innan kirkjunnar einungis þiggjandi en alls eigi veitandi. Ekki mun það heldur ofmælt, að sjaldan, ef nokkru sinni, hefir kristinni kirkju verið þess meiri þörf en einmitt nú, að lærðir sem leikir innan hennar stæðu sem fastast saman um merki liennar, og bœru það djarflega, hátt og hreint, fram móti nýjum degi. Innan safnaða og utan bjóðast leikmanni hverjum, sem ekki er heltur á sálarsjón sinni, tækifæri til notadrjúgs starfs, kristni og kirkju íhag og sjálfum honum til andlegrar auðgunar. Fyrst á blaði er kirkjusókn og hluttaka í guðsþjónustunni- Þar geta allir leikmenn lagt hönd á plóg með návist sinni. Ærin verkefni er einnig að finna í sunnudagsskóla- starfinu og hinum ýmsu safnaðar-félögum, sem starfrækt eru kirkjumálum til eflingar, og til aukinnar kynna og meiri samvinnu meðal safnaðarfólksin^. Engu miður æskilegt, og félagsskapnum til viðgangs, er vakandi og sem víðtækust hlutdeild leikmanna í safnaða- og kirkju- stjórn; því að einræði eða fámennisstjórn er þar, eins og á öðrum sviðum, frjálshuga mönnum hvimleið og starfsseminni hættu- legur þrándur í götu. I starfi kirkjunnar út á við, eigi síður en inn á við, bíða áhugasamra leikmanna næg viðfangsefni og frjósöm til einstaklings- þroska. Hvort sem hlutaðeigandi kirkja er í borg eða sveit, fær hún eigi með réttu skot- ist undan þeirri ábyrgð, að láta sig skifta andlega og líkamlega velferð almennings, einnig þeirra, sem utan hennar standa. Til hennar horfa borgar- eða sveitarbúar vonar- augum að því er snertir þátttöku og forystu í úrlausn félagslegra vandkvæða, siðferðis- mála, heil'brigðis og líknarmála. Þeir leik- menn, sem engan hlut eiga í hollri hluttöku kirkju sinnar í lausn þeirra vandamála, bregðast skyldu sinni við hana, bæjarfélag sitt eða bygðarlag. En starfssvið kirkjunnar nær langt út fyrir bæjarfélagið og bygðarlagið. Hlutverk hennar er að hafa betrandi og göfgandi áhrif á þjóðlífið í heild sinni. Og landnám hennar á að verða enn víðfeðmara. Akur hennar er heimurinn. Mannfélagsmálin knýja fastar með ári hverju hugar- og hjartadyr allra hugsandi og sæmilega mannúðarríkra manna. Jafnhliða er sú skoðun óðum að ryðja sér til rúms, að kirkjunni beri að hafa sem sterkust og heilbrigðust áhrif á úrlausn þjóðfélags- legra vandamála nútímans; þó sé þess jafn- framt gætt, að hún gerist eigi auðsveip am- bátt neins sérstaks stjórnmálaflokks- Slíka afstöðu til mannfélagsmála hefir kirkjufélag- ið einnig tekið með þingsamþyktum, svo sem þessari frá árinu 1919: “Að kirkjan eigi að berjast fyrir því, að kristnar hugsjónir fái skipað öndvegi í öllum málum og alstaðar, og ekki síður í stjórnmál- um en siðferðismálum einstaklinga; Að kirkjan eigi að veita öflugt lið allri viðleitni, sem miðar í þá átt, að efla sátt og eindrægni meðal þjóða og mannfélagsstétta; Að í öllum ágreiningsmálum mannfélags- ins, beri kirkjunni, að dæmi meistara síns, að veita hinum fátæku og undirokuðu samhygð og stuðning, þegar þeir eru að leitast við að bæta kjör sín á friðsamlegan og kristilegan hátt.” Eigi slíkar samþyktir að verða meira en orðin tóm, þurfa leikmenn í hverju kirkjufé- lagi sem er, að taka höndum saman við presta sína í viðleitninni að framkvæmd slíkra hug- sjóna. Og enginn verður til að segja, að slík starfsemi í þágu mannfélagsmálanna sé ó- tímabær, ógöfug eða ókristileg. t fáum orðum sagt: Leikmönnum hverr- ar kirkjudeildar ber að beita áhrifum sínum að því takmarki, og geta haft mikil áhrif í þá átt, innan safnaða og utan, að lífrænn boð- skapur kristninnar frjósi ekki niður í dauðri vara-þjónustu, og skrælni ekki í þurrum fræðikerfum, heldur verði hann heitur og hressandi lífsstraumur, sem kvíslast um allar æðar þjóðlíkamans. Eln með slíkri viðleitni gera leikmennirnir sitt til þess, að kirkjan fullnægi þeim kröfum, sem nútíminn gerir til hennar. Má í því sambandi minna á eftir- farandi orð eins af helztu kirkju-leiðtogum Norðmanna, dr. Eivinds Berggrav, biskups yfir Hálogalandi: “Það er þetta, s'em lítur út fvrir að ætla að verða orðtak kristninnar á ókomnum árum: ‘ Trú í verki, ’ ekki skoðanakristindómur held- ur athafnakristindómur.” ■ En til slíkrar þátttöku í málum kirkjunn- ar og framgangi nægir leikmönnum hennar ekki trúarleg þekking ein saman; öllu fremur þurfa þeir að eignast hugarfar og hjartalag meistara síns. Því að spakleg orð Einars skálds Benediktssonar eru ekki sízt sönn inn- an landamæra trúarinnar: “Sjálft mannvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær.” Um leið og eg óska kirkjufélaginu á- vaxtaríks framtíðarstarfs í þágu kristni og mannfélagsmála, lýk eg máli mínu með nið- urlagsorðunum, úr því kvæði skáldsins, sem fyr var vitnað í, “ Aldamótaljóðum” hans: “Hugur vor bindist þér himneska mynd, sem háfjallið ljómar, þess rót og þess tind, sem oft létst í fólksins framtíðarverki eitt. frækojrn smátt eiga voldugan þátt. Láttu vor frækorn lifna og dafna, láttu þau vaxa og eining þeim safna. Skapaðu’ úr klakanum læk og* lind og lífsflóð úr jökulsins serki. Glæddu í brjóstunum bróðerni' og sátt, bræddu úr heiftinni kærleikans mátt. Hreinsaðu landið með heilnæmum anda, en horfðu í náð á alt kúgað og lágt. LjómaÖu í hjörtunum, ljóssins merki, hjá landslýð, hjá valdsmanni og klerki.” Tuttugu og fimm ára giftingarafmæli Mr. og Mrs. Jón Baldvinsson á Kirkjubœ í Breiðuvík. Að kvöldi þess 8. júní safuaðist mikill mannfjöldi i samkomuhús- inu i Hnausa, Man., til þess að samfagna Kirkjubæjar-hjónunum á silfurbrúðkaupsdegi þeirra.— Fjölmennur hópur skyldfólks og frændaliðs ásamt nágrönnum og öðrum héraðsbúum áttu upptök að samsætinu og tóku ljúfan þátt í því. Mrs. Magnea Sigurdsson frá Ár. borg var við pianóið og spilaði hún “wedding-march” er brúðhjónin, ásamt öldruðum foreldrum brúð- guðmans og systur hans gengu inn í salinn. Giftingarsálmur var þvi næst sunginn og bæn flutt af sóknar- presti, sem einnig skipaði forsæti samkomunnar, sökum lasleika Gísla kaupm. Sigmundssonar, er sá starfi hafði verið á héndur falinn. Var þá af öllum viðstöddum sungið ljóðið “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.” Var á það minst af þeim, er forsæti skipaði, að í júní- lok væru rétt hundrað ár siðan að kvæðið hefði fyrst verið sungið á gleðimótum íslendinga. Því næst flutti forseti stutt ávarp til Mrs. Baldvinsson. Að því loknu var j sungið “Fósturlandsins Freyja.” Tvísöng sungu bræðurnir Her- mann og Thor Tjeldsted frá Ár- borg; eru þeir systursynir Mrs. Baldvinsson. Þá las Thor Fjeldsted kvæði ort til heiðursgestanna, ort af Jakobínu skáldkonu Johnson. Gjafir voru svo afhentar af Mr. Fjeldsted: frá skyldfólkinu, vegleg- ii$- silfurborðbúnaður; frá nágrönn. um og héraðsbúum, vönduð klukka, ásamt peningagjöf. Því næst las Dr. S. E. Björnsson frumort kvæði, er birtist jafnhliða þessum línum.— Ýmsir tóku til máls, lýstu bæði ræður og ljóð óblöndnum hlýhug til heiðursgestanna, mintust og sumir ræðumennirnir eldri hjónanna, Baldvins og Arnfriðar, foreldra Jóns bónda. Þeir, sem að töluðu, voru auk þeirra, sem þegar hafa verið nafngreindir, Sveinn Thor- valdsson kaupmaður i Riverton, Sigurjón bóndi Thordarson í Ný- haga, Jón Sigvaldason bóndi í Riverton, Gisli kaupmaður Sig- mundsson, Hnausa, Guttormur J. Guttormsson, skáld, Dr. S. O. Thompson og Mrs. Valgerður Sig- urðsson, er eigin beiðni samkvæmt talaði í lok samsætisins. Einnig mælti Thor Fjeldsted þakkarorð til þeirra, er viðstaddir voru, fyrir hönd heiðursgestanna. Milli þess að ræður voru haldnar voru sungnir ísl. söngvar. Sat fólk svo að ágætum veitingum, er konur úr umhverfinu framreiddu; hafði alt samsætið ljúfan og eðlilegan blæ og var stundin indæll áningarstaður, og samúð og gleði ríkti í hverju hjarta. — Kirkjubæjarheimilið er fyrirmyndarheimili að fornu og nýju og var þess á maklegan og við- eigandi hátt minst í ljóðum og ræð- um, er fram voru flutt. Er leið að miðnætti og árnaðar- óskir höfðu verið persónulega flutt. ar heiðursgestunum og nánustu ást- vinum þeirra, héldu menn heimleið- is, glaðir í lund, eftir ágæta sam- eiginlega gleðistund. Sigurður Ólafsson. TIL þlR. OG MRS. JÓN BALDVINSSON í Kirkjubœ. Hjartanlegar blessunaróskir til ykkar, ágætu hjón, á silfurbrúð- kaupsdegi ykkar, þ. 8. júní 1935.— Dominion Civil Service EXAMIN ATIONS FOR STENOGRAPHERS GRADE I. IN JULY Initial Salary: $720.00 per annum. Examination SubjeEls: SHORTHAND—Dictation at rate 100 words a minute— and transcription. TYPEWRITING—Minimum rate 40 words a minute. SPELLING—A written examination. ENGLISH — Letter-writing — report making, grammer, punctuation, etc. ACCURACY—Checking, comparing, tabulating, indexing, etc. I Special Coaching Classes FOR CIVIL SERVICE EXAMINATIONS NOW IN PROGRESS. IN DAY AND EVENING CLASSES ANGUS SCHOOL OF COMMERCE Manitoba Govermnent Telephone Bldg. PORTAGE AT MAIN PHONE 95 678 Lengi lifi höfðingsskapur, búsæld og íslenzk rausn i Kirkjubæ. Guð blessi ykkur, góðu hjón, og vini alla nær og fjær. Með þakklæti og einlægri vinsemd, Rev. og Mrs. J. Bjarnason. Gimli, Manitoba. ÞAKKARORÐ öllum þeim, skyldum og vanda- lausum, sem heiðruðu okkur með samsæti og gjöfum á tuttugu og fimm ára giftingarafmæli okkar, og á einn eða annan hátt stuðluðu að því að gera stundina okkur ógleym- anlega, vottum við hjartans þakk- læti okkar. Kirkjubæ í Breiðuvík, 16. jún, 1935. Kristin Baldvinsson Jón Baldvinsson, Hnausa, Man. TIL JÓNS OG KRISTINAR BALDVINSSON á Kirkjubœ t Nýja Islandi, silfurbrúðkaupsdaginn 1935. Eg dylst á brott i draumi, Um drauma-landsins björtu nótt. Eg leita vil að ljóði, Sem leynir sér, þá alt er hljótt, Frá ströndum vatns, um greniskóg og granda, —En glöggvast, hvar sem íslenzk býli standa. Því ljóðið er um landnám, Þið landnemanna óska-börn. Það virðist stundum sterklegt, og stælt og djarft, í sókn og vörn. —En stundum er það bljúgt sem brotin lilja, Því beiskt er margt, sem frumskóg- arnir dylja. Og ljóðið öðlast litskrúð, Ef landnámsbörnin festu trygð Við óðal það og erfðir, Sem eldvígðist af frónskri dygð! —Það ljóð er þýtt, sem vakni blær af blundi, Er berst það heim að Kirkjubæ og Lundi! Það ljóð mun lengi finnast 1 lundinum hjá Kirkjubæ, Og brúðar blómreit vernda, Svo bjargist rót, und vetrar snæ. —Það brúðhjónunum helgi huldu- braginn, Og hálfu fegri þegar styttir daginn ! Jakobína Johnson. TIL JÓNS OG KRISTINAR BALDVINSSON í silfurbrúðkaupi þeirra á Hnausum 8. júnt 1935. Er Saga flytur framtíðinni frum- byggjanna stríð, Kirkjubæjar bændaminni birtist öllum lýð. Sómahjón í samtíðinni, þar sátu á landnámstíð. Eitt var þar að allra dómi, er aldrei ferst á glæ. Það hvílir einhver æðri ljómi yfir Kirkjubæ. Hann minti á vor sem vaggar blómi í vinalegum blæ. Er um loft á liðnum árum liðu sorgaský, Lyftist ávalt Ijóss á bárum lífssól björt og hlý. Hún vaggaði ljúft á vatnsins gárum vonum manns á ný. Frábær maður var að verki, vitni jörðin bar. Kirkjubær er minnismerki um mannsins gáfnafar. Vikingsarfinn stóri, sterki, starf sitt rækti þar. Trútt þið yrktuð ykkar lönd í ein- in&, göfgu hjón: Kristín lagði haga hönd á heimili þitt, Jón. Hlýtt er um þau hjónabönd, er hafa á þessu sjón. J3EINAR Hin vinsœla leið TIL 0 Islands Islending-ar, sem mikið hafa ferð ast hafa orðið þess varir að þæg- indi, þjðnusta og viðurgerningur á öllum skipum Canadian Pacific félagsins eru langt fram yfir það sem þeir höfðu frekast búist við. TIL 18LANDS Skipaferðir tíðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir full- komnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta um- boðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship Genera) Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg.—Simar 92 456-7 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.