Lögberg - 27.06.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.06.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1935. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Það gerir ekkert til, eg heiti Edith, og það dugar, þegar þú talar við mig; en þú ert særður; hvar ertu særður? Þú ert að fölna upp! hvar er það? Sestu hér á bekkinn- Ó-nei, hann er of harður. Komdu inn í svefn- herbergið mitt, það er hérna út úr forstof- unni; það er mjúkur legubekkur þar, sem þú getur hvílt þig á. Eg ætla að útvega þér einhverja hressingu. “Kæra þökk fyrir, göfuga jómfrú; en nú má eg ekki dvelja hér lengur. Bg verð að taka hestinn minn og fara strax.” “Fara?” “Já, Bdith. Hið eina, sem eg get gert, eftir það, sem á undan er farið—og sem eg iðrast ekki eftir—er að fara til herstöðvanna strax og segja frá öllu sem fyrir hefir komið, og frá minni þátttöku í því og gefa mig upp mótstöðulaust, og svara þeim kærum, sem á mig kunna að verða bornar.” “Hamingjan góða! Eg veit í hversu mikla hættu þú hefir sett þig, með því að verja mig frá því að verða föntunum að bráð! E(g veit hversu hræðileg hegning liggur við því, að óhlýðnast yfirforingja sínum í hern- um. Farðu ekki! í Guðs bænum farðu ekki! ” “Er yður það svo hjartfólgið hver verða mín forlög, göfuga jómfrú?” sagði ungi liðs- foringinn, með djúpri tilfinningu í röddinni. “Að mér sé ekki hjartfólgið áhugamál hver verði forlög míns göfuga hjálparmanns! Hvernig ætti eg að geta látið mér vera sama um hvað þín bíður? f hamingjunnar bænum farðu ekki. Láttu þér ekki detta í hug að fara!. Þú gerir það ekki. Segðu að þú ætlir ekki að fara!” “Eg er þess fullviss, að jafn göfug stúlka og þú ert, viljir ekki ráða mér til neins, sem er ógöfugt og kastar skugga á mannorð mitt.” Nei, nei,—en þú hefir lagt svo mikið í sölurnar mín vegna. Þegar eg hugsa um það, þá næstum óska eg að þú hefðir ekki steypt þér út í þá hættu, sem þú gerðir, til þess að frelsa mig. Ó, eg get ekki hugsað til að þú þurfir að líða harða hegningu fyrir það, að hafa frelsað mig. Eg vildi heldur að ])ú hefð- ir látið það ógert, að bjarga mér!”' “En af slíkri hamingju hefði eg ekki viljað missa, þó öll heimsins gæði hefðu verið í boði. Kvíð þú ekki fyrir mér, kæra Bdith. Eg stofna mér ekki í mikla hættu, með því að gefa mig sjálfviljuglega og mál mitt upp fyrir herréttinum. Enskir herforingjar eru prúðmenni, sem taka ástæður til greina- Þú mátt ekki dæma þá eftir þíví, sem þú hefir séð af framferði þessara druknu ribbalda. Þegar þeir heyra alla málavexti, er eg í engum efa um, að þeir líta á málið með sanngirni. Auk þess koma úrslit málsins undir Ross. — General Ross er einhver mannúðlegasti og göfugasti maður, sem nokkurntíma hefir verið til-—Ka'ra Edith, þú verður að lofa mér að fara, það er óhjákvæmilegt. ” Hann tók hendi hennar og bar að vörum sér, og þrýsti heitum kossi á hana, hneigði sig djúpt fvrir henni og gekk út. Hann tók hest sinn, fór á bak og hélt á stað. Rétt í þessu kom Claudesley og sagði þær fréttir að Englendingarnir hefðu komist undan og flúið í skóginn. Hann snéri sér að liðsforingjanum, sem var að ríða úr hlaðinu og sagði: “Þú ætlar þó ekki að fara héðan, herra minn, svona undir eins, þú ættir að vera hér í dag og hvíla þig eftir áreynsl- una, ’ ’ “Þakka þér fyrir, en eg verð að fara; það er óhjákvauiiilegt! Eg verð að fara!” En þú ert veikur; þú ert ekki ferðafær; þú getur naumast setið á hestinum. í ham- ingjunnar bænum láttu þér ekki detta í hug að fara héðan eins og þú ert. ” “Þú ert hermaður—eða að minsta kosti bvrjandi. Þú skilur það, að eftir alt, sem skeð hefir, get eg ekki, sem heiðarlegur liðs- foringi, látið það um mig spyrjast, að eg fari í felur til að forðast réttvísina, og geri ekki grein fyrir athöfnum mínum- Eg verð að fara og standa fyrir máli mínu sem heiðar- legur maður. ” “Bg skil það, en þú ert veikur.” Liðsforinginn anzaði engu, en rétti Cloudesley hendina og hneigði sig fyrir Edith og reið af stað. Cloudesley og Bdith horfðu á eftir þess- um göfuga manni, er hann reið eftir veginum, að ldiðinu á girðingunni. Hann var nærri því kominn að hliðinu, þegar alt í einu að hest- urinn stanzaði og hann riðaði í hnakknum og féll af baki. Cloudesley og Edith hlupu til hans eins hart og þau gátu, til að hjálpa hon- um. Cloudesley losaði fætur hans úr ístöð- unum og tók hann í fang sér. Edith stóð föl og sem steini lostin. “Það hefir liðið yfir hann! Eg sá það á honum að hann var mjög veikur. Edith hlauptu og náðu í vatn! Nei, eg skal fara, en sittu hér og haltu undir höfuðið á honum, meðan eg er í burtu.” Edith settist niður við hlið verndara síns, reisti höfuð hans upp að brjósti sér og beið þannig milli vonar og ótta, þar til Claudesley kom. Cloudesley þaut eins fljótt og fæturnir gátu borið hann, heim að húsinu, til þess að ná í vatn, og fá hjálp- til að bera liðsföringj- ann heim. Á leiðinni til baka mætti hann skólafélögum sínum, sem höfðu verið að elta ræningjana- Þeir sögðust hafa tvísrað þeim í allar áttir og að síðustu mist af þeim inn í stórskógana. Þeir hlupu af baki hestum sín- um og söfnuðust saman kringum hinn sjúka mann. Cloudesley baðaði andlit sjúklingsins með köldu vatni. Hann sagði skólafélögum sínum, hver þessi maður væri, og beiddi ein- hverja þeirra að ríða sem fljótast til þorps- ins og ná í lækni. Thurston Willcoxen, sem gekk næst Cloudesley að völdum í skóla-her- deildinni, hljóp undir eins á bak hesti sínum og þeysti á leið til þorpsins. Ilinn særði liðsforingi var á meðan beðið vTar eftir lækninum, borinn heim í húsið, og lagður í mjúkan legubekk í einni stofunni. Bdith heyrði hjólaskrölt og að vagni var ekið upp að framdyrum hússins. Hún þaut á fætur og sér til mikillar huggunar sá hún að það var læknisvagninn og hún sá lækninn koma hlaupandi upp tröppurnar. Hún gekk til læknisins og reyndi að vera eins róleg og mögulegt var; hún fylgdi lækninum að stof- unni þar sem sjúklingurinn lá, opnaði hurð- ina og læknirinn gekk inn. Edith beið fyrir framan í forstofunni. Hún gekk mjög hljóð- lega fram og til baka og stanzaði stundum til að hlusta, ef hún heyrði nokkuð. Að lítilli stundu liðinni voru dyrnar opnaðar, og það var Solomon Weisman, sem kom út og beiddi um volgt vatn, bómull og nóg af sáraumbúð- um. Bdith útvegaði þetta undir eins og fékk honum og hélt eftir sem áður áfram að ganga um gólf í forstofunni og hlusta við og við, eins og áður; einu sinni lieyrði hún djúpa þjáningastunu, eins og deyjandi manns; henni varð svo bilt við, að hjarta hennar nær því stöðvaðist af ótta fyrir því sem fram væri að fara inni í stofunni, en svo heyrðist ekkert framar- Klukkutími, tveir klukkutímar liðu, þar til hurðin vor opnuð aftur og Edith sá lækn- irinn með skyrtuermarnar brotnar upp fyrir olnboga og með báðar hendur blóðugar. Það var Solomon, sem opnaði hurðina, til að biðja um þvottavatn, handklæði og sápu handa lækninum, til að þvo sér með. Edith útvegaði það strax og Solomon lokaði hurð- inni á eftir sér. Hálfum tíma síðar var hurðin opnuð í þriðja sinn, og læknirinn kom út, nýþveginn, með ánægjubros á andlitinu, og alt látbragð hans bar vott um að hann hafði góða von um að sér mundi hepnast að bjarga lífi sjúkl- ingsins. “Vilt þú gera svo vel, jómfrú Edith,” sagði læknirinn. “Eg þarf að tala dálítið við þig.” ‘ ‘ Það var sannarlega ekkert á þessu augnabliki, sem Edith þráði meir, en að tala við læknirinn og fá að heyra hvað hann segði um sjúklinginn. “Hvernig líður sjúklingnum þínum, doktor?” spurði hún með niðurbældri ákefð. “Honum líður ágætlega; kemur til að líka ágætlega! Það er að segja, ef hann fær góða hjúkrun og aðhlynningu. , Það er ein- mitt það, sem mig langar til að tala um við þig, jómfrú Bdith. Eg hefi séð þig við sjúkrabeð áður, góða mín, og veit að eg má treysta þér betur en nokkrum öðrum, sem eg, eins og á stendur, get náð til. Bg var að hugsa um að gera þig að hjúkrunarkonu í þessu tilfelli, góða mín. Þegar líf og bati sjúklingsins hvílir á umönnun yðar, veit eg að þér munuð setja til síðu alt það er þér kunnið að hafa á móti þess- um manni, jómfrú Edith,eg þori að segja það- Þér hafið gömlu þjónustustúlkuna yðar, Jenny, yður til aðstoðar, og Solomon er hér við hendina, ef nokkra hættu ber að höndum. Ejg ætla að gefa yður mínar fyrirskipanir, og umboð til að annast sjúklinginn sem bezt þér getið. ” “Eg skal annast sjúklinginn eins vel og mér er framast mögulegt, doktor. ” “Eg veit það. Eg efast ekki um það.” Bdith sat við rúmið, sem hann lá í, alla nóttina, og veifaði hægt og gætilega blævæng yfir andliti hans, til þess að kæla loftið, en lagði m.júkan ullardúk yfir brjóst honum, svo loft ka>mist ekki að sárinu; hún gaf honum með réttu millibili meðulin, sem læknirinn hafði sagt henni að brúka; hún vökvaði varir hans. af og til, til að kæla hitann. Þannig vakti hún yfir honum og lét sér ekki koma til hugar að sofna eitt augnablik alla nóttina. Jenny sat í haígindastól öðrum megin við rúm sjúklingsins og dottaði fram á hendur sér. Solomon, ungur læknanemi, svaf vært á tré- bekk í forstofunni. Þannig leið nóttin. Bftir miðnætti, Edith til mikillar gleði, fór hitinn að minka í sjúklingnum, og hann féll í væran svefn- Þegar Solomon kom á fætur, fór hann inn í sjúkrarúmið og tók að sér að vera yfir sjúklingnum og annast hann, svo Edith gæti farið og hvílt sig og sofnað dálitla stund. 1 staðinn fyrir að sjúklingnum batnaði, versnaði honum svo, að líf hans hékk á veik- um þræði næstu daga. Bezta umönnun, sem hægt var að láta í té, og sú bezta læknishjálp, sem taanleg var, gat með naumindum bjargað lífi hans. Og þegar hann loksins var úr mestu liættunni, liðu fleiri vikur þar til hægt var að lyfta honum úr rúminu yfir í legubekkinn. Tliorg, sem einnig liafði þurft á læknis- hjálp að halda, en var nú ferðafær, kom inn í sjúkrastofuna, þar sem liðsforinginn lá næst- um því rænulaus. Hann kvaddi liðsforingj- ann mjög innilega og lét í ljósi að hann væri mjög hryggur yfir því, sem gerst hafði og lofaðist til að gera alt sem hann gæti, til að bæta fyrir honum við herforingjaráðið. Þetta loforð vakti meira vantraust en traust í huga Edith, sem hún gat ekki útrýmt, að minsta kosti lagði hún engan trúnað á það. Thorg var sendur til herdeildar sinnar, eftir að hún kom frá borginni Washington, áður hún sigldi burt frá ströndum Ameríku, til Englands. Liðsforinginn lá margar vikur nær því á milli heims og helju og Edith stundaði hann með stakri árvekni og umönnun. Um þessar mundir kom sjóliðsforingi Waugh heim til Luckenough, með konu sína, þjóna og fylgdarlið. Hann sagðist hafa fengið að vita um alt sem skeð hefði heima í fjarveru sinni. Hann var svo himinlifandi glaður yfir hetjuskap Edith, að hann sagðist ekki eiga orð til að láta í ljós með aðdáun sína á því, sem hún hefði gert. Það var til einskis fyrir hana að reyna að segja honum, að það hefði alls ekki verið hetjuskap sínum að þakka, helduí stúdentun- um, sem hefðu komið þegar mest reið á, og varið Imckenough fyrir ræingjunum- Það hafði enga þý?ðingu að segja. honum það; gamli maðurinn var alveg ákveðinn í því að skoða frændkonu sína sem slíka hetju, sem verðskuldaði að standa hlið við hlið mærinnar af Orleans. “Var það ekki,” sagði hann, “hennar göfuga hetjulund, sem gaf henni þor til að gæta hússins; eða mundu skólapiltarnir nokk- urn tíma liafa komið til að verja þetta heimili, ef þeir hefðu ekki heyrt að hún væri í húsinu til að gæta þess og verja það,—næstum ein- sömul? Segðu mér ekkert af því! Edith er stjarnan í meyjaskara gömlu Sankti Maríu, og eg er svo hjartanlega stoltur af að eiga slíka frændkonu. Hún á sannarlega skilið að erfa reiturnar mínar! Hún -hefir sýnt það að hún er sannur afkomandi Maríu Zelenski; ])að er hún! Bg skal segja þér hvað eg ætla að gera, Edith. Eg ætla að launa ])ér eins og ]>ú átt skilið, elsku barnið mitt. Já, það skal eg sannarlega gera. Eg ætla að gifta þig pró- fessor Grimshaw! Það er það sem eg ætla að gera, góða mín! Og þið skuluð eiga; Ludk- enough; þannig get eg bezt launað þér, og það er ekkert, sem eg hefi ráð á, of gott til þín, hetjan mín. Mánuðirnir liðu, stríðinu var lokið, og friður saminn, en hinn ungi liðsforingi lá enn .sjúkur á Luckenough, og langt frá ])ví að vera ferðafær. Thorg hafði gengið svo frá, að honum var send reglulega borgun sín frá her- stöðvunum, og tvisvar var honum gefin fram- lenging á fjarveruleyfi frá hernum. Edith gat einhvernveginn ekki áttað sig á þessu, ]>að var henni óskiljanlegt, að Thorg g.æti gengið nokkuð gott til með því sem hann gerði. Hún gat ekki trúað því. 4. Kapítuli. Þegar leið á vorið fékk Michael Shield skipun um að fara til herdeildar sinnar, sem ])á var komin til Canada- Áður en hann fór, talaði liann við Edith og með liennar sam- ])ykki, bað hann föðurbróður hennar, Waugh sjóliðsforingja, um hans samþykki til ráða- liags við bróðurdóttur hans. Við að heyra þessa bón, varð gamli hermaðurinn afskap- lega reiður, svo hann næstum misti vald á sér. Hann hafði alt hugsanlegt á móti Mr. Shield sem mannsefni fyrir Edith, en fyrst og fremst var það, eins og hann komst að orði, að bregðast Grimshaw. Þar næst var það, að hann væri Gyðingur, en það versta af öllu og um leið það viðbjóðslegasta að liugsa til, var að hann gæfi brezkum herfor- ingja frændkonu sína fyrir konu. Nei! slík óforskömmugheit gengu svo langt úr hófi, að hann gat engu orði komið upp, en sló bylm- ingshögg í borðið, svo sem til að árétta neitun sína. Það var með öllu árangur.slaust -þó konan hans, hin góðláta og hpgværa Henri- etta, reyndi á allar lundir til að sansa hann og sefa ofstopann í honum; sömu ósköpin gengu á fyrir honum í nokkra daga, og eng- inn fékk komið nokkru tauti við hann, þar til loks, eins og óveðrið lægði af sjálfu sér, eða hann væri orðinn uppgefinn á hamagang- inum, sem allir á heimilinu höfðu fengið fylli- lega að kenna á. Þegar liann hafði náð nokk- urnveginn jafnvægi á skapi sínu kallaði hann á Editli og reyndi að ræða þetta mál við hana, með stillingu. “Það sem eg ætlaði að tala um við þig, Edith, er það, ef þú vilt gæta sóma þíns og hugsa skynsamlega og giftast Grimshaw, er minni kr-öfu fullnægt,—og henni skal verða fullnægt. Undir eins og þú ert gift Grim- shaw, gef eg þér alla Luckenough eignina, með öllu, sem henni fylgir, lield aðeins fyrir mig og Henriettu gömlu, einni stofu og því, sem við þurfum okkur til viðurværis meðan við lifum; en ef þú kýst heldur að taka þenn- an liðsforingja flæking að þér, gef eg þér ekkert, nei, alls ekkert. Það er alt sem eg liefi að segja við þig, Edith.” Meðan gamli maðurinn lét dæluna ganga, stóð Editli grafkyr, og horfði niður fyrir fætur sér; loksins sagði hún með skjálfandi rödd: “Eg býst við að þetta sé alt, sem þú ætlar að segja, föðurbróðir minn, eða er ekki svo? Þú sviftir mig ekki ást og umhyggju þinni; það veit eg þú gerir ekki, kæri föðurbróðir minn! ’ ’ “Eg veit ekki, Edith! Eg veit ekki hvað eg kann að gera, þegar þú hefir af ásettu ráði valið þér mann, sem mér er í alla staði þvert á móti skapi, en hafnað þeim manninum, sem mér er annast um allra manna, og sem eg hefi valið handa þér; þú liefir með þessu vali þínu stungið mig í hjartað; en hvað sem þú afræður í þessu máli, þá gerðu það strax. Eg þoli ekki að vera í neinni óvissu um það livað þú ræður af í þessu máli-” “Bg skal tala við Michael, föðurbróðir minn. ” Hún gekk út og fann Michael, þar sem hann var að ganga sér til afþreyingar á flöt- inni bak við húsið. Hann kom á móti henni með gleðibros á andlitinu, tók hönd hennar og þrýsti á hana heitum kossi. “Kæra Edith, hvar hefirðu verið allan þennan tíma?” “Eg liefi verið hjá föðurbróður mínum, og hann hefir gefið mér, eins og hann kallar það, síðasta tækifærið.” “Hvað er það, Edith?” “Hvernig get eg sagt þér það, án þess að særa tilfinningar þínar? En kæri Michael, þú mátt okki láta þér verða bylt við að heyra dutlunga og barnalega fordóma gamals her- manns; sérstaklega þegar þú veist að slíkt er ekki bygt á neinum rökilm, -heldur sprott- ið af vondum og ósjálfráðum kringumstæðum, og einkis verðum kreddum.” Jæja, kærasta Edith, hvað er það, sem komið hefir fyrir?” “Föðurbróðir minn segir að eg megi gefa þér hönd mína, kæri Miohael—” “Hann sagði það! Blessuð sé þín fagra hönd og blessaður sé föðurbróðir þinn, fyrir að samþykkja að þú gefir mér svo dýrmæta gjöf! ” Og hann bar hönd hennar aftur upp að vörum sér og kysti hana mjög ástúðlega. “Já, Michael, en—” “En, hvað! Það er þá framar ekkert, en—; hann samþykti að þú gæfir mér hendi þína; þá getur ekkert verið því til fvrir- stöðu.” , “Bg átti að erfa allar eignir -lians, eins og þú ef til vill hefir heyrt.” “Nei, eg hefi ekki heyrt neitt um það, mér liefir aídrei dottið neitt í hug um það; hvernig átti eg að vita nema hann ætfi full- orðin börn á lífi; en hvað kæmi það svo þess- um mplum við!—Eg elska þig, Edith!” “Já, eg átti að erfa allar eignir hans, en nú gerir hann mig arflausa, nema að eg gangi að eiga uppáhalds vin hans Dr. Grimshaw.” “Þúhefir sannarlega skýrt mér frá þessu máli með aðdáanlegri varfærni og góðvild, elsku Edith. Hann ætlar að gera þig arf- lausa, ef þú giftist mér, er ekki svo? Þú þarft ekki að svara þessari spurningu, elsku Edith; eg vil á engan hátt standa í vegi fyrir gæfu þinni í framtíðinni. Eg hefi ekkert nema sverðið mitt, auk hinnar takmarkalausu elsku, sem eg ber til þín, ekkert annað að bjóða þér, nema hin hörðu og óvissu kjör, sem oft bíða konu hermannsins- Augun þín fögru fljóta í tárum, elsku Edith, segðu eins og þér býr í brjósti. Treysturðu þér til að lifa hinu umflakkandi hermannalífi, og mæta hinum mörgu hættum, er því eru samfara? Þorir þú að gefa mér hönd þína, kæra Edith! Nei, nei! Það er of mikil sjálfselska að biðja þig slíkrar bónar, það er rangt gert af mér. Hugsaðu þig vel um, þú leggur svo mikið í háttu; hugsaðu 'bara um hversu mikilla þæginda að þú ferð á mis, allar þær hættur, sem þú kvnnir að lenda í, með því að binda forlög þín við mig, og mína óvissu framtíð. Guð einn veit hversu -eg hefi tekið nærri mér að segja þetta, en hugs- aðu um þetta, elsku Bdith, óttastu ekki mig, eg elska þig meðan eg lifi, hvað sem þú ræður af í þessu máli.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.