Lögberg - 04.07.1935, Page 1

Lögberg - 04.07.1935, Page 1
48. ÁRGrANGUR Á Atlantshafinu 15. júní, 1935. Kæri ritstjóri Lögbergs: Svo sem mig hefir oftar hent um æfina, er eg búin aÖ lofa fleiri vin- um mínum aÖ skrifa þeim í sumar, en góÖu hófi gegnir, eða auðvelt mun að efna.—Vil eg því biðja þig svo vel að gera, að ljá mér stöku sinnum rúm í blaði þínu.—Lofa þér í staðinn, að langorð skuli eg hvergi verða. Vesturströndin og Vestur-Canada er mér svo vinlega kunnugt, — og viðdvöl mín í Winnipeg svo unaðs- leg og hlý, að mér fanst eg ekki fyllilega vera farin að heiman, eða lögð i langferð, fyr en eg skildi við vini og vandamenn í Winnipeg um kvöldið þess 5. júní, og lestin til Montreal tók fyrsta kippinn.—Eg sat æði tíma sem í leiðslu, — tók snemma á mig náðir,—og dreymdi börnin mín.—Já,—“eg á sjö börn í sjó,” o. s. frv.—og hamurinn fal- inn um stund. Næsti dagur virtist langur. Lands- lag um gluggann, mest klappir og skógur, — lestin brunar áfram, — regn, ef út er komið.—Það var því með feginleik að eg tók mér her- bergi í Montreal, fyrir sólarhring, fastráðin í að fá mér göngutúr . . . skrifa svo bréfin sem biðu næðis— og búa mig undir að sigla næsta dag —Eg gekk og gekk—en eg reyni ekki að lýsa neinu, sem eg sé aðeins í svip.—En í andrúmsloftinu varð eg greinilega vör við tvent—frönsk- una og kaþólskuna. — Mér virtist kvenþjóðin vel búin, en ekki skraut- leg,—og minna um máluð andlit, en maður tekur eftir á svipaðri göngu um verzlunargötur stórborganna vestur á strönd. Fyrsti dagurinn um borð á skip- inu Duchess of Bedford, var hlýr og sólríkur. Flestir stóðu úti, til að njóta sem bezt grænskóga og glæsi- útsýnis á bökkum hins volduga St. Lawrence fljóts. Um kl. 6 leytið, vorum við í Quebec og sendum frá okkur síðustu bréfin heim, — til vestursins heim. Næsta morgun brá mér í brún, þokuhjúpur yfir öllu, og mjög lítið skrið á skipinu—þokulúðurinn blés í sífellu. Eg hafði ætlað mér þenn. an dag úti, og að setjast ekki við neinar skriftir, fyr en út á haf væri komið,—en öðruvísi fór.—Morgun- messa engelsku kirkjunnar var aug- lýst, þangað barst eg með straumn- um. Kom þaðan með þeirri tilfinn- ing að þokuloft myndi víðar en á St. Lawrence fljótinu þennan sunnu- dagsmorgun. — En sannarlega var samspil hljómsveitarinnar bjartur Og eftirminnilegur sólstafur dagsins. — Og samskotin, 45 dollarar, gefnir í hjálparsjóð sjómanna. 1 dag var það, sem við áttum að lenda í Glasgow, en erum tvo sólar- hringa á eftir áætlun. — Þokunni j RALPH MAYBANK Á framboðsfundi, sem haldinn var í Winnipeg Auditorium þann 28. f. m., var Mr. Maybank útnefndur merkisberi frjálslynda flokksins í Mið-WIinnipeg kjördæminu hinu Syðra, við næstu sambandskosning, ar. liefir aldrei létt upp,—og í grend við Nýfund,paland var hafis á sveimi,—og fleiri skip að þræða, ör- stilt, út eða inn. Stundum var al- gjör stanz, og lúðurinn hvein. Er út úr hafís-hroðanum kom, færðist meira skrið á okkur,—en það var svo drungalegt og kalt úti að eg settist að við skriftirnar mínar—og hefir reynt að nota tímann—heppin með að vera heilbrigð, enda hefir aldrei verið mikið rót. Allur viðurgerningur er hinn á- gætasti og auðvelt að láta fara vel um sig. Hér er hljóðfærasláttur og hreyfimyndir, dans og spil og úti- leikir, fyrir þá, sem vilja taka þátt i slíku ; einnig bækur til ’láns. Eg varð forvitin við að heyra skozka samferðakonu segja frá að næsti landstjóri Canada, John Buchan, væri skozkur rithöfundur. Fann sögu efftir hanji, smelllna skerríti- sögu,—ef maður hefði tíma fyrir þesskonar. Dagblað er gefið út, um borð. Það flytur gott yfirlit yfir heims- fréttir. Þar sé eg að Evrópa hefir nánar gætur á Mussolini, t. d. á orði að leyfa honum ekki að senda her sinn um Suez, o. s. frv.—Aftur á móti sé eg ekkert um nýjasta glæpaverk í Bandarikjunum. Hvers konar blaðamenska er þetta? — hugsa eg, sem hefi búið sunnan “línunnar” i 26 ár. Nú rofar til sólar, og um leið glaðnar yfir öllum.—Eg stenzt ekki þetta inniloft lengur—en fer út að ganga, og læra að berast ögn með straumnum! Kærar, innilegar kveðjur til allra vina minna fyrir vestan haf. Vinsamlegast, Jakobína Johnson. FRJALSLYNDA STEFNAN FER SIGURFÖR UM NEW RRUNSWICK Á fimtudaginn þann 28. júní síð- astliðinn fóru fram kosningar til fylkisþingsins í New Brunswick; lauk þeim með slíkum sigri fyrir frjálslynda flokkinn, að hann vann 43 þingsæti til móts við 5, er stjórn- arliðar eða afturhaldsmenn fengu. Enginn af ráðgjöfum Tilley stjórn. arinnar náði kosningu. Frjálslyndi flokkurinn átti aðeins 14 fulltrúa á þingi fyrir kosningar. Við stjórn- arforustu tekur A. A. Dysart leið- togi flokksiins; er 'hann bróðir Dysarts dómara hér í fylkinu. VIÐSJAR 1 REGINA Síðastliðið mánudagskvöld sló í brýnu milli atvinnuleysingja þeirra frá British Columbia, sem verið hafa í Regina undanfarandi, og lögregl- unnar. Einn úr lögregluliði borg- arinnar beið bana, en um hundrað manns sættu ýmiskonar meiðslum. Síðustu fregnir láta þess getið, að þessi mikli atvinnuleysingjahópur muni vera í þann veginn að láta af hinni fyrirhuguðu Ottawaför sam- kvæmt uppástungum um málamiðl- un frá Gardiner forsætisráðgjafa Saskatchewan fylkis. Fjörutíu menn liafa verið teknir til yfirheyrslu í til- efni af uppþotinu. Um klukkan 9 á sunnudagskveld- ið gerðust þau tíðindi hér í Winni- peg, að um 500 “On-to-Oftawa” at- vinnuleysingjar tóku hald á mat- skálanum á Princess og Ross og vildu þaðan hvergi fara. Fylkingar lögregluliðsins voru þegar kvaddar á vettvang, en fram úr þessu máli réðist þó friðsamlega án þess til vandræða leiddi. VIÐTAL VIÐ HANNES KRISTJANSSON kau;pmann frá Gimli —Við höfum nýlega haft tal af einhverjum þektasta Vestur-lslend- iugi, borgarbúa. Hvernig lízt nú bændum og búalýð í Nýja íslandi á blikuna ? —Atvinnuleysi bagar enn fjölda manns. Þó er það einnig mitt álit, að sem stendur virðist heldur rýmra um atvinnu og viðskifti, en verið hefir. Og víst er um það, að mönn- um þar nyrðra er eins og léttara um andardráttinn, en um alllangt skeið undanfarið. — En persónulega verð eg að vísu að segja, að eg get ekki almennilega komið auga á nokkur gild rök til þess, að varanleg breyt- ing til batnaðar sé á orðin. Annars má segja, að allir flokkar í Canada hafi nú augun á Bandaríkjunum, reiðubúnir að taka upp það, sem þar þykir bezt gefast. —Hvernig vegnar fólki yfirleitt í Nýja íslandi? —fslendingabygðirnar þar hafa komist furðanlega af. Það má segja að um fátækrastyrk eða atvinnu- bótavinnu sé varla að ræða í Nýja íslandi. Jafnvel þeir, sem minst hafa, baslast furðanlega með sitt. Yfirleitt líður fólki vel. Það hefir nóg og gott að bíta og brenna, en að vísu án þess að hafa getað bætt kjör sín síðustu árin. Það hefir enn komið í ljós, aðeins greinilegar en fyr, ‘ að búskaparlagið þar nyrðra, “mixed farming,” þ. e. a. s. gripa- rækt og akuryrkja—að eg ekki tali um fiskinn—er affarasælla til lang- frama, en akuryrkjan ein, þótt hún gefi miklu meira í aðra hönd í velti- árum verðs og uppskeru. —Hafa fslendingar enn óskert ráðin í Nýja íslandi? —Algjörlega. Það hefir ekkert breyst síðustu fimm árin. —Verður íslendingur í kjöri hjá ykkur við næstu sambandskosning- ar ? —Já, Joseph Thorson, lögmað- urinn þekti, er var um skeið sam- bandsþingmaður fyrir Suður- Win- nipeg kjördæmi. —Hallar samt ekki óðum íslenzku máli í Nýja íslandi? Hannes Kristjánsson hugsar sig um nokkra stund áður en hann svar- ar. En þegar svarið kemur, er það hreinskilið og hiklaust. —Nei. Eg get með engu móti séð annað, en að það sé alveg ýkju- laust, að íslenzkan þar sé nú í eins blómlegu ástandi og hún var, þegar eg man fyrst eftir mér. Henni er þar sýnd mikil rækt af yngri og eldri og fer næstum vaxandi. Hún er nú kend í gagnfræðaskólanum hjá okk- ur, jafnhliða lögboðnutn málum Canada, ensku og frönsku. —Er námfýsi íslendinga þar nyrðra svipuð og áður? —Það held eg að sé óhætt að fullyrða. í Nýja íslandi fer áreið- anlega meiri hluti. unglinga í gegnum gagnfræðaskóla a. m. k. —Og í öllum sléttufylkjunum— bætir séra Albert við. —Hvað haldið þið að íslenzku blöðin eigi langt líf fyrir höndum? 50 ár ? Þeir þegja báðir litla stund, bræð. urnir, svo segir Hannes hæglátlega: —Það breytist margt á fimtíu árum. —Já, eg hefi séð að enska er far- in að ryðja sér eitthvað til rúms í blöðunum. Eru að verða mikil brögð að því? —Nei; það er aðallega í umgetn- ingum og auglýsingum samkvæmis- lifsins. En eg tel þetta gjörsamlega óþarft uppátæki og er meinilla við það. Og eg er sannfærður Um að kaupendafjölda þarf ekki að fara fækkandi fyrst um sinn—nema ef kreppan helzt. —En hvað hyggurðu þá að ís- lenzkt mál eigi langt líf fyrir hönd- um í Nýja íslandi? Verður það á vörum afkomenda ykkar eftir 50 ár? —Það tel eg vafalaust í mínu bygðarlagi.—Eg á t. d. dreng, 16 ára gamlan, i 12. bekk. (Svarar til 4. bekkjar mentaskólans). Hann vill óður og uppvægur koma hingað heim til ársdvalar til þess að læra málið að fullu. —Hann ætti held eg að geta það sæmilega heima hjá þér. —Nei, því táúir hann ekki, enda er það auðvitað rétt hjá honum. —Nýja dagbl. 12. júní Frá Islandi Maður druknúr. Á uppstigningar- dag vildi það slys til á Fellsströnd, að Einar, sonur Tryggva Gúnnars- sonar í Arnarbæli, druknaði. Hann var rúmlega tvítugur. Mun hann hafa ætlað að vaða út í hólma þar við fjörurnar, en straumurinn þar orðið honum um megn. Lík hans fanst í fjörunni. . .Ný kirkjfl var vígð á Krossi í Landeyjum á uppstigningardag. Maður hraþar. Á fimtudags- kvöldið hrapaði maður við bjargsig í Bjarnarey í Vestmannaeyjum. Hét hann Sigurgeir Jónsson frá Suður- eyri á Vestmannaeyjum. Hann var 36 ára gamall og talinn einhver fræknasti sigmaður, í Eyjunum. Aukning skipastóls á Austfjörð-1 um. Síðastl. haust komu til Aust- fjarða sex Vélbátar, sem keyptir hafa verið frá útlöndum. Fór einn til Fáskrúðsfjarðar og fimm til Seyðisfjarðar. Eftir áramótin voru keyptir þrír bátar til Norðfjarðar. Þá hefir í vetur verið smíðaður 14 smál. bátur á Norðfirði. Á Fá- skrúðsfirði voru í haust smíðaðir 3 vélbátar, 18 smál. hver. Drukknanir á vetrarvertíðinni 1935. Samkvæmt frásögn “Ægis” hafa 50 menn druknað hér við land frá því á nýjári og eru þar af 11 íslendingar. Á vetrarvertíðinni í fyrra druknuðu 7 íslendingar, en á vertíðinni 1933 druknuðu 40. 128 íbúðarhús voru bygð í Rvik síðastl. ár. Auk þess voru reist 28 vinnustofu- og verksmiðjuhús, 48 gripa- og geymsluhús, 1 sjúkrahús, 1 skóli og stúdentagarður. Alls kostuðu þessar byggingar 6/ milj. kr. eða i/ milj. kr. meira en bygt var fyrir árið áður. Tíminn 6. júní. Or borg og bygð Gestir, sem heimsóttu Argyle í tilefni af gullbrúðkaupi Mr. og Mrs. J. Helgason voru þessir: Mr. og Mrs. Helgi J. Helgason, Darcy, Sask. ásamt fjórum börnum þeirra þjóna; Friðlrik Hejgason, Darcy, Sask.; Mr. og Mrs. Erl. Helgason og dóttir þeirra Elva, Brunkild, Man.; Mrs. Guðlaug Jóhannesson og sonur hennar George, frá Winni- peg, ásamt Elmu Johnson, Ray Swanson, Leo Barnes og Stanley Goodman; Mr. og Mrs. B. S. Dal- man, Riverton, Man.; Mr. og Mrs. Snæbjörn Johnson og sonur þeirra Ivjartan, frá Árborg, Man.; Mrs. Unnur Sigvaldason frá Árborg; Mr. Qg Mrs. H. Marwin, Churchbridge, Sask.; Björn og Gunnar Josephson, Sinclair, Man.; Mr. og Mrs. Helgi Finnsson, Milton, N.D.; Mrs. B. F. Olgeirsson, Mountain, N.D.; Jón Jóhannsson og Friðrik Guðmunds- son, Elfros, Sask.; Mrs. Sigrún Thorgrímsson og Heimir Thorr grimsson frá Lundar. Frá Winni- peg: Vala og Fríða Jónasson, Mrs. S. Pálmason, Miss Salome Hall- dórson, Mr. og Mrs. J. J. Swanson, Mrs. H. G. Henrikson, Mrs C. B. Júlíus, Mrs. H. Olson, Mrs. Th. E. Thorsteínson ásamt börnum sínum, Mr. og Mrs. A. S. Bardal og sonur þeirra: Ruby Frederickson. Fyrirlestra um bjndindismál flyt- ur séra K. K. Ólafsson á þessum stöðum: Að Silver Bay, mánu- daginn 15. júlí, kl. 8 e. h.; að Oak View, þriðjudaginn 16. júlí kl. 8 e. h.; að Hayland Hall, miðviku- daginn 17. júlí, kl. 8 e. h. Fyrirlestra um kristindóm og mannfélagsmál flytur séra K. K. Ólafsson, sem fylgir: Að Silver Bay, fimtudaginn 18. júlí, kl. 8 e. h.; að Oak View föstudaginn 19. júlí, kl. 8 e. h.; að Hayland Hall, laug- ardaginn 20. júlí, kl. 8 e. h. Þessir fyrirlestrar verða allir á ensku. Frú Guðrún Helgason, piano- kennari að 540 Agnes Street hér í borginni, lagði af stað austur til Montreal og New York á miðviku- clagskvöldið. Gerði hún ráð fyrir að vera um mánaðar til sex vikna tíma að heiman. Mr. Gísli Bergvinsson kom til borgarinnar heirnan af íslandi á fimtudaginn þann 28. fyrra mánað- ar. Hafði hann rekið verzlun í Reykjavík undanfarin ár, en er nú alkominn vestur. Gísli er sonur Sigurjóns heitins Bergvinssonar, er um langt skeið stundaði búskap í Brown pósthéraði hér í fylkinu. Samkvæmt skeyti frá Reykjavík þann 26. júní síðastliðinn, var hr. Árni Eggertsson kosinn i fram- kvæmdarstjórn Eimskipafélags ís- lands til 2 ára, með 10,549 atkvæð- um gegn 15. Félagið ákvað að greiða 4 af hundraði í arð fyrir árið 1934. 1 - 9 ýti f \ y fiy j a aSKtm ^4' ,1 Jm fÉ \' m u. M m \ * •1 ■ : 1 -,V. I * *á 1 -iJwEÍai8 j ,1 'Mm PR- > • * mi Æm §SL \ ' J œ:W ,-rW "1 " ggljflHv ~ * ‘Tb jg' " • -'í Erindrekar þeir, asamt prestum, er smti áttu á juhílfnngi Hins Evangeliska Lúters'ka Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, er Jutldið var að Mountain, N. Dak., og í Winmipeg, dagana frá 19. til 25. júní 1935.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.