Lögberg - 04.07.1935, Side 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. JGLt, 1935.
3
sagSist hann hafa mætt neinum ís-
lendingi á þeim slóðum, enda er
honum orÖiS ótamt aÖ tala íslenzku.
Rev. Loptson er mjög myndarlegur
maður, og viÖfeldinn i samræSum.
Þessir íslendingar hé'Öan fóru til
Markerville, Alta., til að vera á ís-
lendingadegi þeirra ig. júní: Sveinn
Johnson, Mr. og Mrs. O. T. John-
son, S. Guðmundsson, Mrs. Lára
Meldrum, Mrs. L. Benedickson og
John Benediktsson.
Mr. S. Sigurjónsson, sem var á
einu sjúkrahúsinu hér um nokkrar
vikur, er nú kominn heim aftur, og
er á batavegi.
Aldrei hefir verið eins mikið upp-
þot á stjórnmálasviðinu í Alberta,
eins og nú á dögum. Fimm stjóm-
málaflokkar sækja um að komast til
valda í næstu fylkiskosningum, sem
búist er við að fari fram í ágúst.
Þesjir flokkar eru consíervatives,
liberals, verkamenn, bændur og
Social Credit rpenn. Eina og kunn-
ugt er, þá sækja ekki C.C.F. um
kosningu nema við sambandskosn-
ingar. Margir C.C.F. fylgjendur
sækja um kosningu við næstu fylk-
iskosningar, en þó undir merkjum
bænda eða verkamanna.
Social Credit menn hafa mikið
um sig, og hafa náð miklu fylgi á
meðal alþýðu, og ekki ómögulegt
að þeir komist til valda, því ekki
vantar loforðin hjá þeirn frekar en
hjá hinuni stjórnmálamönnunum.
Ekki held eg að þetta fylgi, sem þeir
hafa, sé neitt annað en að alþýðan
er búin að missa alla þolinmæði við
algerðarleysi Ottawa-stjórnari nnar,
og fylgja svo þessum flokki að mál-
um, sem lofar svo miklu, og prédik-
ar svo algerða breytingu á öllu
stjórnarfarslegu fyrirkomulagi, sem
þeir ábyrgjast að skuli binda enda
á alt “Poverty in Alberta.” Þetta
lætur vel í eyrum almennings. En
það, að fólk yfirleitt botni nokkuð
í þessari nýju “finance” fræði Mr.
Aberharts, efast eg mikið um.
Rétt þegar eg er að slá botninn
í þetta bréf, sé eg í kvöldblaðinu, að
ungur maður hér, hefir verið sæmd.
ur einni júbíl-medalíu frá Breta-
konungi. Þessi piltur er Jack Mc-
Naughton, skozkur í föður-ætt, en
móðirin er íslenzk, Mrs. Kristjana
McNaughton. Jack er undirforingi
(sergeant) í sjálfboðaliðsflokki hér
í borginni.
S. Guðmimdsson.
Jubilee-sjóðurinn
Samkvæmt ráðstöfun s í ð a s t a
kirkjuþings verður haldið áfram að
veita móttöku sérstökum framlögum
í júbíl-sjóðinn upp að næstu ára-
mótum.
Sú breyting var gerð að afnema
dollars takmarkið, sem hefir verið.
Um kirkjuþingsleyti var upphæð
framlaga, sem inn höfðu komið
$916.42. Mun hér birtast í næstu
blöðum nafnaskrá, sem vantar við
það, sem fyrir hefir verið kvittað.
Sjálfsagf má telja að margir enn
vilji styðja heimastrúboðsstarf
kirkjufélagsins, og er einstakling-
um hér með jafnt hinum ýmsu fé-
lögum safnaðanna boðið að eiga þátt
í því að LÁTA JÚBILÍ-SJÓÐINN
VAXA.
A. S. Bardal, Winnipeg, $1.00;
Mrs. A. S. Bardal, Winnipeg, $1.00.
Börn þeirra eftir aldri, (Ný hug-
mynd A. S. B.) : Aðalbjörg (Mrs.
Reilly), 40C; Emilia Sesselja, 31C;
Njáll Ófeigur, 29r; Svava (Mrs.
Farrell), 27C; Karl Lúter, 25C;
Ósk (Mrs. Davis), 24C; Signý, 23C;
Helga Vigdís, 2ic; Arinbjörn Ger-
ard, i8c; Margrét Stefanía, i6c;
Agnes, 13C Paul Sigurgeir 8c. —
Dr. A. Blondal, Winnipeg, $1.00;
Mrs. A. Blondal, Winnipeg, $1.00;
Harold, Doris og Alvin Bilondal,
$3.00; Icelandic Heckla Club, Min-
neapolis, $10.00.
Upp að 17. júní, 1935.
S. O. Bjerring.
V ers! unarj öfnuðtir. Fyrstu sex
mánuði ársins hefir útflutningurinn
numið 14.7 milj. kr. en innflutning-
urinn 17.9 milj. kr.—Innflutt um-
fram útflutt því 3.2 milj. kr. Á
sama tima í fyrra var útflutningur
12.7 milj. kr., en innflutningurinn
17.0 milj. kr. Innflutt umfram út-
flutt þá 5.2 milj. króna. — Nýja
dagblaðið.
FYRIR MINNI
MÝVATNSSVEITAR
Þú mæta, fagra Mývatnssveit,
þú mikla sveitadrotning.
Þann fslending eg engan vejt,
sem ei þér veiti lotning.
Þú elur börn þín upp svo vel
í æðstu mentaljósi.
Þér fagni sannleiks sólarhvel,
þér sagan ætíð hrósi.
Þín fegurð æ svo miklast mér,
þú mesta sveitaprýði.
J’ars veiðisæla vatnið er,
sem veitir blessun lýði.
Og hraunaborgir, hólmar, sker
og háar eyjar standa.
Þar fagurt hreiður fugl á sér
í fylgsnum blómsturvanda.
Að sjá þig fagran sumardag
með svipini tignarháa,
er fuglar syngja frelsislag
og flögra um vatnið bláa.
Það vekur unun, veitir ró,
svo víkur deyfð úr sinni.
Og, sá er lengst við brjóst þín bjó,
mun blessa æ þitt minni.
Og þér skal syngja þakkarljóð
og þér skal veita lotning.
WHAT ONE GIRL WORE
BY BETTY BROWNLEE
One of the really aniazing things
about this season’s frocks is the strik-
ingly new and original' color combi-
nations which are featured. Gayety
is the keynote of the present mode
and as far as color is concerned, con-
trast is the thing and the more un-
usual it is, the better.
If someone told you a year ago
that a grand idea would be to combine
deep red with pale blue or red with
pink or violet and red, you probably
would have kept your opinion to your-
eelf but most likely you would have
thought the idea slightly mad.
But it’s all come true. The most
tinlikeiy colors have been bljended this
season. Perhaps it was the linen
vogue that started it all, for the most
sensational tone combinations were
first observed in the smart little linen
suits and frocks that descended upon
us with the first breath of spring.
liowever, the idea has spread and un-
usual color schemes are now observed
in dresses and suits of cotton and silk.
The most natural outlet for the un-
usual in color schemes is, of eourse,
in the field of .sports clothes, and two-
tone combinations of striking contrast
are the last word.
Today we illustrate a smart little
golf dress which, while not bizarre
in its colors, is typical of the mode
which stresses definite contrast.
It is of a soft washable crepe in
lemon yellow and uses bright red for
the kerchief, belt and buttons. The
red is that shade which has a slightly
orange cast, increasing its vividness.
Nice detail is to be found in the four
patch pockets and the self-piping
which accents its tailored effect.
A Lemon Ycllow Golf Dress of Soft,
Washable Creiæ is Sniartly Trlmmed
Wlth a Bright Iteil KerclUef, Belt and
Buttons. The Skirt, Whieli is ol’ the
Wrap-Around Typo. Opens Only Above
tlie Belt. However, as It Is Sewn
Down Belovv.
Þú ert svo fögur, ert svo góð,
þú allra sveita drotning.—
Á meðan ljómar svásust sól
og signir grund og f jöllin,
á meðan lifnar lilja’ á hól
og leiftrar dögg um völlinn.
Baldvin Jónatansson.
Einkennilegir menn
Um 1876, og allmörg ár eftir það
bjuggu bræður tveir á Eyvindar-
stöðum í Vopnafirði. Þeir hétu
Þorsteinn og Friðrik. Ekki man eg
hvers 1 synir þeir voru. Þeir voru
einkennilegir menn að mörgu leyti,
og ekki við alþýðuskap. Fáskiftir
voru þeir um hagi eða háttu ann-
ara mann, en gamaldags og einrænir
til orða og gerða. Þó var þeim ekki
vits varnað. Sérstaklega var því
við brugðið hvað þeir væru smá-
kvæmir í viðskiftum, því þeir reikn-
uðu upp á brot úr smápeningum, en
jafnt í sjálfs síns sök sem annara.
Reikningsmenn voru þeir miklir, en
reiknuðu alt í huganum. Þeir áttu
bróður, er Sigurður hét og var hann
alla æfi hjá þeim. Hann var þeirra
einkennilegastur og af mörgum tal-
inn hálfviti. Allir voru þeir bræð-
ur komnir um miðjan aldur, þegar
eg man fyrst eftir þeim, um 1870,
en ekki vissi eg hver þeirra var
elztur.
Sigurður var jafnan þungur til
vinnu en síhugsandi og gruflandi
um einhver vísindaleg efni, sem
enginn skildi. Hagur var hann vel,
en ekki notaðist það vel til heimilis-
þarfa, þvi ætíð voru það nýjar upp-
götvanir, sem hann fékst við. Meðal
annars heyrði eg að hann hefði
smíðað stundaklukku þegar hann
var unglingur, en hefði þó aldrei séð
klukku áður. Hafði hann smíðað
hana alla úr gömlum tunnustöfum,
og merkt hana með 24 tímamörkum,
þvi það hafði hann heyrt að væri
rétt tímaskifting á sólarhringnum.
Hafði klukka sú gengið furðu rétt
eftir eyktamörkum.
Þá var kaupmaður danskur á
Vopnafirði er Melby hét, menta-
vinur mesti og valmenni. Hann
frétti um Sigurð og hagleik hans, og
fékk hann á sinn fund með klukk-
una, og fanst mikið um. Fór hann
þvi að reyna hann í öðrum efnum og
varð þess var að hann var furðu
fær í hugarreikningi. Lagði hann
fyrir Sigurð ýms dæmi, og leysti
liann þau öll vel af hendi. Að síð-
ustu hafði hann falið honum að
reikna hversu m*argar saumnálar
kaupskip það bæri er lá á höfninni,
og skyldu þeir reikna dæmið sinn í
hvoru lagi. Þeir vógu svo nálarnar
og fundu hvað margar fóru í pund-
ið og tóku-til verks. Sagt var að
Sigurður hefði orðið drjúgum fljót-
ari en kaupmaður, en sama tala kom
út hjá báðum. Kaupmanni fanst svo
mikið til um þetta að hann bauðst til
að taka Sigurð og koma honum til
menta, og það varð úr að hann fór
til hans. En þess naut því miður
ekki lengi, því skömmu siðar lézt
Melby. Fór Sigurður þá heirn aft_
ur, og var þar í mesta einræni til
æfiloka. En nú hafði hann lært
undirstöðuatriðin að flestum reikn.
ingi og neytti þess óspart. Sökti
bann sér nú niður i stjörnufræði og
ýmsan reikning, svo hann sinti lítt
öðru, og var oft varla mönnum
sinnadi. Oft þóttist hann vera að
reikna út tíðarfar, og þóttu spádóm-
ar hans í þá átt rætast. Var það
einkum á vetrum, að hann fékst við
slíkt. Það var þá löngum að súð
og þiljur í baðstofunni á Eyvitidar-
stöðum var alt þéttsett með tölu-
stöfum, sem enginn skildi.
Allir voru þeir bræður reiknings-
glöggir, eins og áður er sagt, þótt
þeir jöfnuðust ekki á við Sigurð.
Einn þeirra hét Jóhannes. Honum
kyntist eg mest. Hann var giftur
og var í húsmensku hjá Runólfi
bónda í Böðvarsdal, sem er næsti
bær við Eyvindarstaði. Eg vann
þar talsvert að smíðum sama ár.
Jóhannes átti örðugt með að afla
eldsneytis og fékk því leyfi hjá
Friðrik bróður sínum að hirða eldi-
viðarsmælki, sem rekið'hafði af sjó
í vík einni í landeign þeirra bræðra
fyrir vestan ána. En þar áttu þeir
PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS
PHYSICIANS a/tid SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 68 8 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aó hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimill: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 —j Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bld*. Cor. Grahsm og Kennedy Bts. Phones 21 212—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834-Office tlmar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. S. J. Johannesson Vlðtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknlr 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmlö og semjiS um samtalstlma
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. 1 slenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur löcrfrtxðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á öBru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuBi, og að Lundar fyrsta föstudag
G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœðingur E. G. Baldwinson, LL.B. fslenzkur lögfrœðingur
Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 Phone 98 013 504 McINTYRE BLK.
DRUGGISTS DENTISTS
— Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 f Drs. H. R. & H. W. TWEED Tanntœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG
Phone Your Orders DR. T. GREENBERG
Roberts DrugStores Dentist
Limited Hours 10 a. m. to 9 p.m.
PHONES:
Dependable Druggists Office 36 196 Res. 51 455
Prompt Delivery. Nine Stores Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Ailur útbúnaBur sá bezti. Enníremur selur hanp allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmt: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We speciallze ín Permanent Wavíng, Finger Waving, Brush Curling and Beauty Cuiture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., \yINNIPEa Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tœgl. Phone 94 221
A. C. JOHNSON 9 07 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparif* fólks. Selur eldsábyrgð og bií- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrlr- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 157—Heimas. 33 328 0ORE’S TAJc * LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg.
HÓTEL 1 WINNIPEG
THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg's Doum Toton BoteV 220 Rooms wlth Bath Banquets, Dances, Conventions, jinners and Functlons of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG Pægilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. ,C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411
Corntoall i>ottl Sérstakt verð á viku fyrlr námu- og fiskimenn. Komið elns og þér eruð klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG 1
It Pays to Advertise in the “Lögberg”
reka í samlögum Friðrik og Þor-
steinn. Jóhannes fór þvi einn morg.
un að tína saman rekann og kom
með hann í poka á bakinu. Síðan
vóg hann pokann undir votta, og var
hann 12 pund. Þar af sagðist hann
aðeins mega taka 6 pund, því Þor-
steinn hefði ekki leyft sér að hirða
sinn hluta. Skifti hann því þessu í
tvo jafna hluti, og flutti annan
helminginn yfir í f jöru aftur. Þessu
lík var nákvæmni þeirra bræðra og
réttlætistilfinning. Sigurður dó þeg-
ar eg var um tvítugt og þekti eg
hann minst þeirra bræðra, nema af
afspurn. Hvað mundi hafa getað
orðið úr þeim manni, ef hann hefði
alist upp við betri kjör, og notið
þeirrar mentunar, er gáfur hans
bentu til? Hvað mundi hafa orðið
úr okkar mestu vitmönnum, t. d.
Birni Gunnlaugssyni, ef hann hefði
alist upp við slík kjör sem Sigurð-
ur?
(Úr endunninninguin frá œskuár-
um, eftir Guðm. Jónsson frá Hiísey)