Lögberg - 04.07.1935, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLl, 1935,
5
ARABIAN CROWN I*RINCE VISITS LONDON
Here we see the Crown Prince of Saudi Arabia being: welcomed
by the Earl of Dunsmore, on behalf of King George on his arrival in
London on a visit. The Emir Saud is heir to King Abdul Ibn Saud.
Bárum viS fyrst nokkuð af far-
angrinum spottakorn áleiðis en sótt-
um síðan sleðann með því, sem eftir
var. Eftir slíkt ferðalag í tvo daga,
vorum við komnir norður á móts
við Grænafjall. Færðin hafði smá-
skánað og nú var jökullinn orðinn
svo hreinn og sléttur að við gátum
tekið alt á sleðann. Ekkert mark-
vert hafði borið til tíðinda annað en
það, að fyrra kvöldið skall á okkur
þoka er við áttum stuttan spöl eftir
ófarinjn með sleðann að böggum
okkar. Gekk okkur seinlega að
finna þá í þokunni, en við höfðum
með okkur hljómsterkar flautur úr
Sportvöruhúsinu og gátum við þvi
rólegir leitað hver í sínu lagi og kall-
ast bara á með flautunum, enda
hepnaðist okkur að lokum að finna
baggana.
Á daginn yar veðrið kyrt og
steikjandi sólarhiti. Var drjúg sól-
bráð á jöklinum. Streymdu þá all-
stórir lækir eftir yfirborðinu, en all.
ir hurfu þeir fyr eða síðar fossandi
niður í einhverja sprunguna. Þar
sem sandur og aska skýldu gegn sól-
bráðinni, mynduðust margra metra
háir hólar og hryggir.' Um nætur
var alt af ofurlítið frostkul, nóg til
þess að binda þau öfl, er sólin leysti
aftur úr læðingi á morgnana.
Laugardaginn 25. maí skall aftur
á okkur þoka með súld seinnipart-
inn. Við settumst því fyr að en
ella. En á sunnudagsmorguninn er
aftur orðið bjart. Nú sáum við
f jallahringinn í kringum okkur:
Súlutinda, Lómagnúp, Björninn,
Grænafj^ll, Geirvöiftur, “Nibbu”
og Öræfajökul. Mér þykir vænt um
“Nibbu.” Mér þykir vænst um
hana af öllu f jöllum á íslandi. Það
var hún sem vísaði okkur leiðina í
fyrra. Þarna upp í slakkanum
norðaustan við hana lágum við dr.
Nielsen, Jón og Kjartan og biðum
eftir þvi að hún sýndi okkur á sér
nefið svo við gætum markað stefn.
una.
I dag sjáum við Svíahnjúka. Tvo
móbergskolla á suðurbarmi sigdals-
ins, sem gígirnir eru í.
Leiðin þangað norður eftir virð-
ist stutt, en við vitum að jökullinn
leggur undir sig.
Enn þá er dagleið eftir.
Við þurfum að stanza og Trausti
mælir hornin milli f jallanna, sem við
sjáum kringum okkur, og hæðir
þeirra yfir athugunarstaði okkar.
Sólarhæð og misvísing eru mældar
og með Paulin-loftvog er hæð jökul-
yfirborðsins yfir hafflöt ákveðin
eins nákvæmt og auðið er.
Alt þetta tefur, svo dagleiðirnar
verða ekki eins langar og þær hefðu
orðið, ef hiklaust væri haldið áfram.
v.N
Mánudaginn 27. maí náðum við
td eldstöðvanna, seinnipartinn. —
Farangurinn liggur nokkru framar
á „jökiaúr^ Jpertó- Tí’iaélitækin-fbg.
myndayéjarnar. Aður en við kom-
um hingað upp á suðurbarm sig-
dalsins, sáum við gosgufumökk
gægjast hægt og rólega upp yfir
dalbarminn. Hann liggur niðri um
stund, en svo sést hann aftur. Það
leynir sér ekki að enn logar undir.
Eg er hálf undrandi á því hve litl-
ar breytingar virðast hafa orðið hér
á síðan í fyrra. Jarðhitinn er svo
mikill i suðurbarminum að snjórinn
bráðnar jafnóðum og hann fellur og
hvítgráa vatnsgufu leggur þar stöð.
ugt í loft upp. Minni gígurinn í
suðvesturhorninu virðist þó hvilast
og allmikið hefir dregið úr krafti
stærri gigsins.
Við sendum Guðlaug aftur til
tjaldsins, en sjálfir reynum við að
mæla nákvæmlega upp sigdalinn,
stærð hans og gíganna, og gera aðr-
ar þær athuganir, sem föng eru á.
Veðrið er hálf .kalt i nótt, en það
er bjart og diressandi og við erum
vongóðir um árangurinn, svo skapið
er gott. Undir morgun komum við
til tjaldsins. Guðlaugur hefir brætt
snjó og í potti stendur kalt kakó
handa okkur. Slikan hunangs-
drykk hefi eg varla áður bragðað.
Við skríðum í pokana og ætlum að
sofa í dag, en í kvöld leggjum við
af stað til Grænafjalls.
VI.
Á hverjum degi á leiðinni inn
eftir jöklinum höfðum við orðið
varir lifandi vera, alla leið inn til
gosstöðva. Einn daginn sáum við
smyril, annan daginn kjóa og
þriðjudagskvöldið 28. maí, rétt áð-
ur en við lögðum af stað til Græna-
fjalls sáum við þrjár álftir koma
fljúgandi sunnan jökul. — Flugu
þær þegjandi og lágt, virtust næst-
um því þræða með yfirborðinu.
Stefndu þær til norðvesturs og
hurfu þar inn i hálfrökkrið. Auk
þessara fugla sáum við urmul af
mýflugum á sveimi í sólskininu.
Héldu þær sig einkum yfir sand- og
öskuhólunum, en sáust þó líka á
berum jöklinum. í 1200—1400 m.
hæð yfir sjó fundum við randaflugu
og mykjufluguí báðar í fullu fjöri.
Víða lágu birki- og víðiblöð, sjálf-
sagt fokin sunnan úr Núpstaða- eða
Bæ j arstaðaskógi.
. VII.
Á leiðinni norður, hafði eg með
ejálfum mér verið að hugsa upp ráð
til þess að bræða Vatnajökul burtu,
og eg var að reyna að gera mér í
hugarlund hvaða áhrif hvarf hans
myndi hafa á loftslag landsins. En
nóttina, sem við héldum til Græna-
fjalls hurfu mér öll slík ráðabrugg.
Við höfðum lagt af stað um 10
leytið, rétt fyrir sólsetrið.—Skíða-
færið var hið ákjósanlegasta og mér
virtist að við flygjum áfram undan
hailanum.
Smátt og smátt herti frostið og
rifahjarn gerði. Dökkblár skuggi
jarðarinnar steig hægt og hægt á
suðurloftiitUj en ofan við hann hélst,
Ijósrautt band dagsi,ns, Svo snerist
þetta, yið, Jarðskuggjnn lækkaði og
brátt náðu hæstu topparnir á Öræfa-
jökli, “Nibba” og Grænafjall upp í
bjarma dagsins. Eftir þessa nótt
dettur mér aldrei i hug að bræða
Vatnajökul.
VIII.
Að Grænafjalli komum við
snemma miðvikudags, 29. Það er
mestmegnis úr móbrúnu móbergi,
er bindjt saman af basalt-innskots-
lögun. En ofan á fjallinu framan-
verðu hvílir grágrýtishella. Hún
hefir áður þakið alt f jallið, en er nú
núin Lurtu af norðurenda þess.
Hæð f jallsins yfir jökul er um 150
m. að austanverðu. Sunnan og
vestan undir því liggur Grænalón,
allstórt stöðuvatn. Synda í því geisi-
miklir borgarisjakar, er brotna
framan af tveimur skriðjöklum, sem
steypast sinn hvorumegin víð fjall-
ið fram í vatnið. í raun og veru er
Grænafjall geisistór jökulflúð. Hef-
ir jökullinn áður gengið yfir það alt
og skafið það upp að norðan og
austan, en að 'sunnan og vestan
ganga hlíðar þess brattar og óslitn-
ar niður í vatnið. Umhverfis ligg-
ur óslitin jökulurð. Norðanmegin
er hún úr líparithnullungum, er
benda á súrar bergtegundir undir
jöklinum. Hvergi við sjálft Græna-
lón sáum við verksummerki ungra
eldstöðva, en i sjónaukanum sáum
við, skamt fyrir vestan vatnið og
við jökulröndina, Bergvatnsár-
hraun, sem Thoroddsen getur um,
og sennilega er runnið eftir að
landið bygðist.
í Grænafjalli dvöldumst við ná-
kvæmlega sóiarhring og unnum
næstum sleitulaust að mælingum
þess og lónsins. Eldri kort af þess-
um slóðum eru öll sett eftir sjón-
hending og eru því meira og minna
skökk.
Af dýrum sá eg í Grænafjalli
steindepil og rjúpu og tvö helfrosin
kaupmannsfiðrildi, en af gróðri
það, sem nú skal nefnt:
1. Fjallastör? 2. Fjallasveifgras;
3. Fjallapunt; 4. Grasvíði; 5. Grá-
víði; 6. Kornsúru; 7. Vegarfa;
8. Krækiberjalyng; 9. Vetrarblóm
(útsprungið) ; 10. Stjörnustein-
brjót; 11. Holurt; 12. Geldinga-
hnappa. Auk þess mosa og skófir.
IX,
Fimtudaginn 30. maí lögðum við
af stað' frá Grænafjalli suður yfir
skriðjökulinn, sem gengur í lonið
að austan. Hann var svo sprung-
inn og illur yfirferðar, að yið urð-
um að bera og selflytja farangurinn.
Við komumst klaklaust til Eystra-
f jalls nyrst, um kvöldið. Á þessum
slóðum er það hlaðið upp úr grá-
grýtishraunlögum, og kemur þar
fram á milli laganna, að minsta
kosti á einum stað, mjög falleg
jökulurð. Þarna gistum við um
nóttina.
Næsta morgun bárum við pjönk-
ur okkar vestur undir ósa Núpár, en
hún kemur úr Grænalóni. Þar
bundum við farangurinn saman og
gengum frá honum eins vel og unt
var, og héldum síðan lausir beina
stefnu á Súlutinda.
Norðanvert við tindana gengum
við austur á skriðjökulinn og fund-
um brátt nesti okkar, sem við höfð-
um skilið þar eftir á norðurleið.
Allmikil breyting hafði orðið þarna
á jöklinum þessa síðastliðnu viku.
Umhverfis kassan hafði bráðnað,
svo nú lá hann á 25 cm. háum ís-
hrauk. Sandurinn, sem 'stráð hafði
verið að flöggunum, hafði varnað
sólinni að bræða í kringum þau.
Þau stóðu því nú á kollinum á ámóta
háum hólum.
Er við höfðum gætt okkur á því
bezta, sem þarna var að finna, og
tekið það dýrmætasta á bakið, héld-
um við aftur til Eystrafjalls, en nú
sunnanvert við Súlutinda. Þegar
komið var upp á tindaranann sáum
við hylla undir Hannes á Núpstað,
vestur á Bunkanum. Var hann
þángað kominn til þess að svipast
um eftir okkur. Geymdi hann hest.
ana niður við Súlu. Það sem eftir
var ferðarinnar gekk eins og í sögu.
Við héldum alveg sömu leið til bæja
og við höfðum farið inn eftir og
komum að Núpstað klukkan 8 um
kvöldið. . .
—Lesb. Mþk
Sporting Styles
in
Women’s Footwear
At A—Calf oxford w i t h
built-up leather heels a n d
1 e a t h e r soles, perforated
trim. In two-tone color com-
bination. $3.50 pair.
At B—Unlined, perforated
white Buck s h o e , finished
with brown foxings, eyelets,
natural finished b u i 11 - u p
heels and soles. $7.50 pair.
At C—A snug-fitting heel
in this beige unlined perfor-
ated oxford. With treaded
ruber soles and cuban heels.
$5.50 pair.
SwwSSfSsSiíííKS'f:®
At D—A trim calf oxford
with shawl tongue foxing and
toe Oap, cuban leather heels
and soles. Two-tone color
combinations. $3.50 pair.
At E—The popular Ghillie
shoe—of beige c a 1 f w i t h
spiked rubber soles and lea-
ther heels, rubber capped.
$7.50 pair.
At F—A trim, slim shoe of
white linen-finished canvas
with rubber overlay design—
cuban heels—finished with
rubber soles. $1.45 pair.
At G—A cool comfort for
hot days. A whole crush can-
vas oxford with only the
cuban heel and eyelet design
of white canvas
soles. $1.45 pair.
— rubber
At H—A comfortable out-
ing shoe for picnics a n d
hikes. T-strap sandal style
with low rubber soles and
rubber heels — in k h a k i,
brown or white. $1.35 pair.
At J—Wear these for golf
—street wear or even with
Summer dresses! Of white
canvas—with canvas covered
cuban heels and rubber soles.
$1.45 pair.
At K—A combination of
practicability and loveliness
—with canvas uppers, canvas
covered cuban heels, rubber
caps and soles. $1.45 pair.
At L—A cuban-heeled ox-
ford with white canvas cov-
ered heels, canvas uppers,
finished with brown stitch-
ing—rubber heels and soles.
$1.65 pair.
At M—The canvas running
shoe with the new Spring
sole—the rubber u s e d is
fresh, resilient and elastic.
White canvas uppers. $1.35
pair.
At N—A mesh and canvas
combination — with o p e n
mesh vamp—canvas back—
canvas covered h e e 1 s and
rubber soles. $1.45 pair.
—Women’s Shoe Section, Second Floor, Hargrave.
*
T. EATON C°.
LIMITED
utA
*uj
1; nmn.
r IH inTi
II ‘U )
1