Lögberg - 18.07.1935, Page 7
LÖGBKRG. FIMTUDAGINN 18. JÚLl, 1935.
1
Fimtugaáta og fyrsta
ársþing
HINS EVANGELISKA LÚT.ERSKA KIRKJUFÉL.
ISLENDINGA I VESTURHEIMI.
Haldið að Mountain, N D., og í Winnipeg, Manitoba
19. til 25. júní 1935.
Hvort dæma eigi mannlegt líf og mannlegan félagsskap eftir
lágmarki, hámarki eSa meÖallags einkennum, veldur oft ágreiningi.
Hvort er sannari mynd af einstaklingi aÖ finna í því bezta í fari
hans eða því lakasta? Hvort gefur sannari mynd af félagsskap
að þekkja hæfustu og beztu menn hans eða þá tilkomuminstu og
lökustu? Varla er hægt að gera lítið úr þýðingu hámarksins i
hverju tilfellinu sem er. Hátindar finnast sjaldan nema í fjall-
lendi. Frá því sjónarmiði hefir saga kirkjufélags vors verið all-
merkileg að svo fámennur hópur hefir átt ótrúlega marga frá-
bæra yfirburðamenn. Það veldur síður tvímælum að nefna að-
eins nokkra af hinum framliÖnu leiðtogum vorum, svo sem séra
Jón Bjarnason, séra Friðrik J. Bergmann, séra Jónas A. Sigurðs-
son, séra Adam Þorgrímsson og séra Hjört J. Leó. Merkilegt
leikmannatal mætti einnig gera. Stærri heildir gætu átt erfitt
með að skipa fram slíku mannvali.
Að vér höldum fagnaðarhátíð nú á fimtíu ára afmæli kirkju-
félagsins, er engan veginn vegna þess að vér ekki könnumst við
og vitum að margar veikar hliðar hafa verið og eru á samtökum
vorum og starfi, heldur miklu fremur að þrátt fyrir þær hafi
félagsskapur vor borið gæfu til að efla áhrif Krists vor á meðal.
Og mikið ættum vér að geta lært af sögu þessara fimtiu ára. Hún
ætti að minna okkur á að kirkjan verður að flytja svo mál sitt
að það nái til fólksins, hafa vakandi hug fyrir öllu er snertir and-
lega heill og umfram alt brenna af áhuga fyrir því að útþýða á
öllum sviðum mannlegs lífs anda og áhrif fagnaðarerindisins.
Þá getur félag vort verið lifandi og tilþrifamikil stofnun, sem
að vísu er ekki laus við mannlegan ófullkomleik, en er einbeitt i
því að stefna að takmarki sinu og hefja það i hvívetna. Slík
kirkja á djúpar rætur í sögunni en lifir í viðfangsefnum og vanda-
málum samtíðar og framtíðar.
Stutt yfirlit ber að gefa yfir hið síðasta ár.
Einn söfnuður kirkjufélagsins hefir á árinu bygt kirkju í
samlögum við söfnuð tilheyrandi Sameinuðu kirkjnni í Canada.
Er það Elfrossöfnuður í Saskatchewan. Slík samvinna er sjald-
gæf, en hlýtur að teljast heppileg eins og víða er ástatt í smá-
bæjum og þorpum. Of viða hafa verið bygðar margar kirkjur,
sem svo er ekki hægt að rækja, og verður það til niðurdreps kristi-
legri starfsemi. Það þarf að verða róttæk breyting í þessu efni,
og þurfa kirkjudeildirnar að beita sér fyrir þvi að leysa vandann.
Slík framtakssemi og samvinnuhugur, sem komið hefir í ljós í
Elfros, bendir í áttina. Kirkjan, sem er hin vandaðasta, er um
það að vera fullgerð án þess nokkur skuld hvíli á. Er það vel
að verið í árferði eins og hefir verið nú um hríð. Verður kirkjan
tekin til afnota nú skömmu eftir þing.
Elzta kirkja vor er kirkja Víkursafnaðar, sem fyrri hluti
þessa júbilþings er nú haldinn í. Var hún bygð árið áður en
kirkjufélagið var stofnað undir forystu séra Hans B. Thorgrímsen,
er þá var prestur safnaðarins en situr nú þetta þing með.oss sem
heiðursgestur. \’ar fimtíu ára afmælis kirkjunnar hátílega minst
þann 27. september síðastliðið haust, og bar söfnuðurinn gæfu til
að hafa þá hjá sér aftur prestinn er þjónaði honum fyrir hálfri
öld auk nokkurra af prestum kirkjufélagsins og forseta. Var eg
prestur við kirkjuna í þrettán ár.
Starf presta kirkjufélagsins hefir að mestu leyti haldið áfram
óbreytt á árinu. Prestarnir þrir er tóku vígslu á síðasta kirkju-
þingi hafa starfað á þeim stöðum er þá var búist við. Séra B.
Theodore Sigurðsson var vigður til Selkirksafnaðar og þjónar
þar, auk þess að heimsækja söfnuðinn í Winnipegosis og vinrta
þar prestsverk. Séra Guðm. P. Johnson var vígður til Foam Lake
og Hallgrímssafnaða í Saskatchewan og hefir þjónað auk þeirra á
ýmsutn stöðum í austurhluta Vatnabygðanna. Á liðnum vetri
veitti hann nokkra þjónustu um bygðirnar allar, er vesturhluti
þeirra var prestslaus. Hefir hann einnig flutt nokkrar guðsþjón-
ustur meðal Norðmanna og Svía í nágrenninu. Séra Bjarni A.
Bjarnason þjónaði einn mánuð hjá Melanktonssöfnuði í Upham í
Norður Dakota að afloknu kirkjuþingi, fór svo samkvæmt ráð-
stöfun til íslendingabygðarinnar við Markerville í Alberta og þar
í grend. Starfaði hann þar um þriggja mánaða tíma. Var honum
ágætlega tekið af bygðarfólki og vegur hans greiddur á allan hátt.
Kom séra Bjarni þar á sunnudagaskóla og reglubundnum guðs-
þjónustum á víxl á íslenzku og ensku. Var talsverður hugur í
mönnum þar að koma á starfsemi, en eftir að veturinn setti að
sá séra Bjarni sér ekki fært að halda áfram í bili og hvarf austur.
Var hann aftur hjá Melanktonssöfnuði um hátíðirnar, en fór síðan
til Gimli og aðstoðaði föður sinn séra Jóhann yfir vetrarmánuðina.
Starf séra Bjarna i Alberta var kirkjufélaginu kostnaðarlítið.
Fargjald hans var greitt vestur og honum goldið eins mánaðar
■ kaup ($60.00) auk þess að njóta þeirra frjálsu samskota er inn
komu við guðsþjónustur. Melanktonssöfnuður stóð straum af
öllu starfi hjá sér og hefir ætíð gert.
Séra Bjarni varð fyrir því óhappi í vor að verða hastarlega
veikur og þurfa að ganga undir holskurð. Lá hann á sjúkrahúsi
í Winnipeg og var tvísýnt urn líf hans unt nokkurn tíma. Er það
gleðiefni mikið hve góðan bata hann hefir fengið síðan, svo fullar
horfur,eru á að hann fái algerða bót meina sinni í nálægri framtíð.
Svo skipaðist um í Gimli prestakalli i vetur að séra Jóhann
Bjarnason, sem þar hefir þjónað i nokkur ár án þess að gerast
þar fastur prestur, kaus að hverfa frá starfi. Snéri söfnuðirnir
sér þá að því að fá séra Bjarna til framtíðarþjónustu. Þó mér sé
ókunnugt um hvort hann hefir enn þegið formlega köllun, þá engu
síður mun þetta vera að efni til afgert. í veikindum séra Bjarna
hefir faðir hans haldið áfram að þjóna söfnuðunum. Er hann
svo ern og ungur í anda að erfitt er að átta sig á því að hann sé að
leggja niður starf.
Forseti kirkjufélagsins starfaði í þrjá mánuði í Vatnabygð-
unum í Saskatchewan að loknu síðasta kirkjuþingi. Flutti hann
guðsþjónustur í Kandahar, Wynyard, Mozart og Elfros, fermdi
17 ungmenni og annaðist önnur prestsverk. Stóðu söfnuðirnir
straum af þessu að fullu. Nú fyrir þing hefir hann aftur dvalið
á þessum stöðvum við samskonar starf í sex vikur og býst við að
halda þar áfram skömmu eítir þing um tvo og hálfan mánuð.
Er þess brýn þörf að fastur prestur sé þjónandi í þessum söfnuð-
um alt af. Stendur hugur fólksins mjög til þess. Eins og sakir
standa er ófullnægjandi lifibrauð fyrir tvo presta í bygðunum, og
er því á hug margra að helztu úrræðin væru að sameina allar
bygðirnar i eitt prestakall. Er þarna eitthvert mest varðandi úr-
iausnarefni í kristilegum starfsmálum vorum í nálægri framtið.
Þyrfti framkvæmdanefnd kirkjufélagsins að vera liðsinnandi i
því að fá það leyst.
Að loknu starfinu í Saskatchewan fór forseti, eins og ráð-
stafað hafði verið til bygðanna norður me<J Manitobavatni í
Siglunessveit og fyrir vestan vatnið fyrir norðan Narrows.
Dvaldi hann þar í sex vikur, flutti 17 guðsþjónustur og fjo«a
fyrirlestra, auk þess að koma á fjölda mörg heimili. Fólkið alt a
þessum stöðvum tók honuni frábærlega vel, sótti guðsþjónusturnar
og fyrirlestrana ágætlega, og lét fúslega i té ferðagreiða og aðra
gestrisni. Guðsþjónustur voru fluttar á þessum stöðum: Asherr.
Silver Bay, Oak View, Hayland, Wapah, Reykjavík (Bluff), og
Bay End, ásamt einni guðsþjónustu i gamalli bjálkakirkju Hollend.
inga milli Silver Bay og Oak View. Var ferðin í alla staði hin
ánægjulegasta, svo ekki varð á betra kosið. Hefir forseti fengið
beiðni að koma aftur í þessar bygðir í næsta mánuði, og býst hann
við að verða við þeirri bón. Er þetta annað helzta prestslausa
sviðið í íslendingabygðum vorum, sem þarfnast þess að njóta sam_
vinnu kirkjufélagsins til að koma á skipulagi. Sérstaklega er ónæg
ráðstöfun í sambandi við kristilega uppfræðslu. Kennarar við
alþýðuskóla hafa sumstaðar gengist fyrir að koma á kristindónis-
fræðslu, stundum á virkum dögum eftir skóla, til að bæta úr þörf-
inni. í strjálum bygðum hepnast það oft betur en að ná börnunum
aftur saman til kenslu á sunnudögum. Námsskeið þau er Banda-
lag lúterskra kvenna hefir gengist fyrir hafa verið metin og gert
gagn, en þyrftu að leiða til áframhalds heimafyrir.
Tvo sunnudaga á árinu var forsti hjá Melanktonssöfnuði i
Upham. Flutti þar einnig tvo fyrirlestra á virkum dögum um
kristindóm og þjóðfélagsmál. Eru fáir söfnuðir vorir betur sam-
taka um kristindómsmál en þar er raun á. Aðsókn var ágæt og
hugur fólksins hlýr og vakandi. Er ilt til þess að vita að Banda-
ríkjastjórn er búin að kaupa upp stóra landspildu í sveitinni til að
gera úr þv! veiðistöð, svo á komandi hausti verður stór hópur af
íslenzkum bændum a^ leita burt af heimilum þeim, er þeir hafa
bygt upp og rækt. Er þetta þvinæst banatilræði við eina beztu
íslenzka bygðina í Ameríku.
Vestur á Kyrrahafsströnd var forseti tæplega hálft árið.
Þjónaði hann Hallgrímssöfnuði þann tíma, og flutti auk þess eina
guðsþjónustu á mánuði i Vancouver, B.C. Hallgrímssöfnuður
hefir haldið uppi greiðslu á vöxtum af kirkjuskuldinni og um
hundrað dollara af höfuðstól á liðnu ári, þrátt fyrir áframhaldandi
erfiða afstöðu. Helzta nýmæli i starfinu þar í vetur var að hópur
af ungu fólki kom sman einu sinni í viku til þess undir leiðsögn
prestsins að íhuga vandamál nútímans í ljósi kristindómsins. Eg
nefni þetta hér, ekki vegna þess að þetta í sjálfu sér hafi verið
nema lítil tilraun, heldur vegna þess að eg er sannfærður um að
greiðasta leið að kristindóminum á hverri tíð er í sambandi við
þau vandamál, er þrýsta að ög eru á meðvitund manna. Unga
fólkið virtist eiga opinn hug frá þessari hlið og vildi eg mæla með
að aðrir gerðú tilraunir í þessa átt. Það þarf að komast inn í
meðvitund fólks meir en verið hefir að vandamál nútímans þurfa
á áhrifum kristindómsins að halda, og verða án hans ekki leyst.
í Vancouver og þar í grend eru íslendingar mjög dreifðir. Litlar
líkur tel eg til þess að þar sé, eins og nú horfir við, von um að
koma á miklum félagslegum samtökum. En engu að síður er þörf
á því, ef unt er, að sinna slikum hópum. Guðsþjónusturnar hafa
verið mjög vel þegnar og einnig fyrirlestur, er eg flutti þar. Að
annar uppsker en sáir í sambandi við mörg kristileg áhrif, rýrir
ekki gildi þess að sá hvar og hvenær sem tækifæri gefst. Sumt af
því, sem gert er án þess að vænta nokkurs árangurs, að minsta
kosti ekki í félagslegu tilliti, getur orðið þyngra á metunum í
reyndinni en nokkurn grunar. Þannig var sáð til hinnar fyrstu
kristni og þannig þarf að sá til enn.
Á síðastl. sumri voru liðin sextíu ár síðan fyrsta íslenz guðs-
þjónusta var flutt í Ameríku. Á nokkrum stöðum var þess minst
við opinberar gðsþjónustur. Séra N. S. Thorláksson var kvadd-
ur til þess mjög tilhlýðilega að flytja erindi á þjóðhátíðinni í
Milwaukee, þar sem minst var hátíðarinnar og guðsþjónustunnar
sextíu árum'áður á sama stað. Er séra Steingrímur einn af þeim
fáu er nú lifa, sem viðstaddir voru á fyrri hátíðinni. í sömu ferð
flutti hann einnig guðsþjónustu í Chicago.
Þeim er óðum að fækka er tilheyrðu fyrstu kynslóðinni í
bygðum vorum. Er þar að hverfa hið valdasta lið, sem ynti af
hendi frábæra þjónustu einnig í þarfir kristindómsmálanna. Hefir
kirkjufélag vort.notið þessara frumherja í mörgu og einnig i
sambandi við erfðagjafir til styrktar málefnum þess. í því efni
ber nú að minnast sámamannsins Teódórs Jóhannssonar, er lézt í
Glenboro á síðastl. vetri. Var hann mikill kristindódmsvinur og
studdi safnaðarstarf í sinni bygð með ráði og dáð, meðan honum
entist aldur. Hefir hann, samkvæmt tilkynningu skiftaréttar til
þeirra, er annast starfsmál vor, í erfðaskrá sinni, sem nú er viður-
kend af réttinum, ánafnað starfi voru eftirfylgjandi upphæðir:
$300 til erlends trúboðs, og fjórar $200 gjafir, til heimatrúboðs,
Jóns Bjarnasonar skóla, Betel og Sameiningarinnar. Mun hann
einnig hafa minst blaðsins “Bjarma” í Reykjavík með svipaðri
gjöf. Er þetta fagur vottur um hið göfuga innræti þessa ágæta
bróður, sem annars lýsti sér i gervöllu lífi hans. Hrein og göfug
minning slikra manna er dýrmætur arfur kirkjufélags vors á þessu
fimtugs afmæli. Slík góðverk blasa við hinum lifandi til áminn-
ingar og eftirbreytni.
Skal þá nokkuð vikið að helztu starfsmálum.
Jóns Bjarnasonar skóli. Á síðasta kirkjuþingi var heimilað
lán úr sjóði erlends trúboðs kirkjufélagsins, er næmi alt að $600,
til að bjarga eign skólans frá skattnámi. Aðeins $400 lán var tekið
vegna þess um $200 komu inn í gjöfum til þessa augnamiðs í sam-
bandi við meðferð málsins á þingi. Talsvert af ákveðnum lof-
orðum er ógreitt enn. Voru einhver þeirra bundin því skilyrði að
skólanum yrði hætt. Eru það vonbrigði að svo mikið stendur úti.
Stendur þvi skuldin ógreidd. Að sjálfsögðu ber kirkjufélagið
ábyrgð á þessu láni og verður að annast um að það verði greitt
sjóðnum til baka.
Skólaráðið mun skýra frá því undir hvaða skilyrðum skólan-
um hefir verið haldið áfram á liðnu ári. Hefir aðsókn að skól-
anum verið milli 70 og 80. Kennarar hafa veri^ hinir sömu. Hefir
aldrei verið nokkur skuggi á því að þeir leystu verk sitt prýðilega
af hendi. Er það þeim að þakka að skólinn hefir áunnið sér tiltrú
ágætra manna af öðrum þjóðstofnum. Þrátt fyrir það hafa erfið.
leikar skólans fjárhagslega farið vaxandi. Á hann sammerkt í því
flestum stofnunum nú, sem lifa af frjálsum tillögum almennings.
En hugsun vor má ekki ruglast vegna erfiðleikanna. Þeir skerða
enganveginn hina upprunalegu hugmynd um kristilegan skóla, sem
er jafngild þó Jóns Bjarnasonar skóli félli. Hvorki upphafs-
maður skólans eða þeir, sem borið hafa hita og þunga dagsins i
starfinu, verðskulda að þeim séu gerðar upp hvatir. Kristilegir
skólar hafa verið og eru ein lielzta lifæð kristninnar. Þýðing
þeirra hefir ekki verið hnekt þó þeir eigi erfitt uppdráttar. Jóns
Bjarnasonar skóli fellur aldrei vegna þess að það sé sannað að
kristilegir skólar séu óþarfir. Ekki heldur dæmir það skólann
ógildan að aðrir sækja hann fremur en íslendingar nú um hrið.
Æfiminning
SÓLRON SIGURBJÖRG
GUDBRANDSDÓTTIR
GOODMAN
F. 14. júní 1868. D. 1. maí 1935.
Eins og getið var um hér í blöðun-
um fyrir nokkru síðan, lézt að heim-
ili sínu og sonar síns, Guðbrandur
Goodman, 639 Lipton St., hér í Win.
nipeg, ekkjan Sólrún Sigurbjörg
Goodman.
Sólrún heitin var fædd í Ólafsvík
í Snæfellsnesssýslu á Islandi 14.
júní 1868. Foreldrar hennar voru
merkishjónin, Guðbrandur smiður
Guðbrandsson og Guðbjörg Magn-
úsdóttir.
Bjuggu þau síðast á Fróðá í Snæ.
fellsnessýslu, upp að þeim tíma, sem
Guðbrandur dó, árið 1894, þá sex-
tíu ára að aldri.
Ekkjan Guðbjörg, hélt áfram búi
nokkur ár, eftir fráfall manns síns,
en flutti síðan hingað vestur árið
1904 og dó hér, árið 1916 þá sjötíu
og f jögra ára gömul. Faðir Sólrún-
ar heitinnar, Guðbrandur smiður,
var sonur Guðbrandar í Vogi, Odds-
sonar á Kjallákstöðum á Fellsströnd
og Þuríðar Ijósmóður Orsmdóttur.
Móðir Guðbrandar smiðs var Sig-
ríður Guðbrandsdóttir, rika á Hólm-
látri á Skógarströnd.
Móðir Sólrúnar heitinnar, var
Guðbjörg, Magnúsdóttir Árnason-
ar á Rauðamel, í Hnappadalsssýslu,
Jónssonar í Görðum í Bberuvík í
Snæfellsnessýslu. En móðir Guð-
bjargar Magnúsdóttur var Elín
Jónsdóttir gullsmiðs Andréssonar
frá Þórólfsstöðum í Dalasýslu síð-
ar í Öxl í Breiðuvíkurhreppi í Snæ-
fellsnesssýslu.
Tuttugu og eins árs að aldri gift-
ist Sólrún heitin Sigurði Guðmunds-
syni, sem nú er dáinn, fyrir tuttugu
og fjórum árum, og bjuggu þau á
Haukabrekku, skamt frá Ólafsvík.
—Var heimili þeirrá orðlagt fyrir
gestrisni og góðvild öllum til handa,
er að garði bar, sem margir voru.
Sigurður var atorku- og dugn-
aðarmaður og voru þau hjón þar vel
samtaka, varð efnahagur þeirra þvi
fremur góður og gátu þau látið
mikið gott af sér leiða og gerðu það
samhent í sönnum höfðingskap.
Árið 1905 afréðu þau, að hætta
búskap heima á íslandi og flytja til
Vesturheims.
Var nú orðið fvrir mörgum börn.
um að sjá, árferði erfitt og fram-
tiðarhorfur þá heldur daufar þar
heima, en fréttir bárust héðan að
vestan um vellíðan manna og góða
f ramtíðarmöguleika.
\ esturför f jölskyldunnar kostaði
sem næst aleigu þeirra, en með ráð-
deild og dugnaði komust þau hér
vel af á meðan Sigurður lifði, en
þvi miður varð samleið ekki löng
hér, því að fimm árum liðnum, árið
1910 misti Sólrún heitin mann sinn
og stóð ein uppi með barnahópinn,
eftir lát Sigurðar heitins.
Alls voru börn þeirra hjóna ellefu,
eitt þeirra mistu þau á íslandi,
stúlkubarn og tvær dætur hér í landi,
sem dóu eftir að Sólrún heitin var
ein orðin, að bjargast áfram með
börnum sinum.
Átakanlega sárar raunir varð hún
að þola við missir þessara efnilegu
dætra sinna.
Sú eldri, Stephanía H. Þórðarson
dó frá fimm ungum börnum og tók
Sólrún heitin að sér, að líta eftir
þeim og hjálpa, alt sem hún gat, á
meðan tengdasonur hennar þurfti á
hennar hjálp að halda.
Næsta sorgartilfellið var, þegar
hin dóttir hennar, Halldóra, hin efni.
lega stúlka, veiktist af illkynjaðri
svefnsýki, og varð Sólrún heitin að
stunda hana og horfa upp á sjúk-
dómsþjáningar hennar svo árum
skifti, þar til dauðinn að lokum
gerði endir á þjáningunum.
Hin átta börn, sem lifa, eru f jór-
ar dætur og fjórir synir, sem hér
eru nefnd:
Mrs. Thomas Hembroff, Donarest,
Sask.; Mrs. R. Froom, Winnipeg;
Mrs. John Boal, Winnipeg; Mrs.
Carol Sullivan, Butte, Mont.; Árni
Goodman, Winnipeg; Guðbr. Good-
man, Winnipeg; Jóhannes Good-
man, Winnipeg; Kristján Goodman,
Butte, Mont.
Auk barna Sólrúnar heitinnar,
sem hér voru nefnd, eru tuttugu og
þrjú barnabörn hennar á lífi og
þrjú barnabarna börn.
Alsystkini hennar voru átta, af
þeim eru sjö á lífi:
Stefán Brandson, Hjörtur Brand-
son, Magnús Brandson, Oddur
Brandson, allir i Winnipeg; Önund-
ur Brandson, Swan River, Man.;
Júlíus Brandsoti í Reykjavík á Is-
landi og Mrs. Sína Benson, San
Francisco, Calif.
Einn bróðirinn dáinn, Hallgrím-
ur Brandsori dó hér í landi árið 1918.
Hálfbræður hennar voru tveir,
synir Guðbrandar og fyrri konu
hans Guðrúnar. Annar þeirra Guð-
brandur, dáinn fyrir mörgum árum,
hinn Magnús Guðbrandsson á Is-
landi, mun enn á lífi.
I gegnum alt það mótlæti, sem
Sólrún heitin varð að líða, var hún
sönn hetja, hugprúð og glóð og
heimili hennar ávalt auðkent fyrir
glaðværð og gestrisni, enda naut
hún vinsælda og margra góðra vina
á lífsleiðinni.
Sjúkdómsstrið hennar hið síðasta
var þungt. Rúmföst lá hún í f jóra
mánuði. Aldrei kvartaði hún né
vílaði, en lét jafnan í ljós, við vini
sína, að sér væri heldur að batna og
duldi þannig þrautir sínar, þar til
undir það síðasta, að hún nokkrum
dögum fyrir andlátið, hafði orð á
því, að nú væri víst að því komið,
að leggja á stað í langferðina hinstu,
en ró og stillingu hélt hún fram í
andlátið.
Hversu góð móðir hún var og
hvaða innræti hún hafði sáð í hjörtu
barna sinna, auglýsti sig í þeirri um.
hyggju, sem þau sýndu henni, þeg-
ar hún þurfti þeir/a mest með.
Dóttir hennar, Mrs. Thomas
Hembroff, kom strax og hún frétti
að hún lægi rúmföst og var hjá
henni og hjúkraði henni í fjóra
mánuði til hins síðasta og gerði það
af snild.
Mrs. Carol Sullivan, kom einnig
og var hér í tvo mánuði, henni til
gleði og huggunar. Og öll börn
hennar hér, gerðu fyrir hana alt,
sem þeim var mögulegt.
Systir hennar, Mrs. Sína Benson,
kom alla leið frá San Francisco til
að vera með henni og hjálpa síðustu
tvo og hálfan mánuðinn, sem Sól-
rún heitin lifði.
Þeir vinir, sem heimsóttu hana í
veikindunum, til að hugga hana og
gleðja, voru margir.
Við jarðarförina, var fjölment,
bæði í kirkjunni og úti í grafreitn-
um. B. B. Jónsson, D.D., jarðsöng
hina látnu konu.
Inniiegt þakklæti skal hér vottað,
fyrir hönd aðstandenda, öllum þeim,
sem hluttekningu sýndu bæði á með-
an Sólrún heitin lá veik og við and-
lát hennar. Eins og þessi stutta um-
sögn sýnir. er mér merk og góð kona
til grafar gengin, að afloknu miklu
og vel unnu æfistarfi.
Við öll, sean bezt þektum hana og
urðum henni samferða á lífsleiðinni
þökkum henni fyrir samfylgdina,
samhygðina, hjálpfýsina, glaðværð.
ina og góðvildina og í einu orði alt
gott sein frá hennar göfuga hugar-
fari og góðu framkomu stafaði,
okkur og öllum öðrum til handa,
sem henni kyntust.
Með hugljúfum endurminningum
i hjörtum ættingja og vina, mun
nafn og minning Sólrúnar heitinnar
lifa og geymast um langa ókomna
tið.
Blessuð sé minning hennar.
H. B.
Blöð í Reykjavík á íslandi eru
beðin að birta þessa dánarfregn.