Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLl, 1935. 5 síðast en ekki sízt Dr. og Mrs. John A. Johns’on í Tacoma; en þeirra gestir vorum við í stórfenglegri Mt. Rainier-ferðinni. Ekki spilti það heldur til, að þau Ófeigur læknir Ófeigsson og frú hans voru með í þeirri eftirminnilegu f jallaferð. Vanþakklátt væri að ganga fram hjá hinni prýðilegu móttöku, sem eg átti hvarvetna að fagna af hálfu ís- lendinga í sambandi við fyrirlestra þá, er eg flutti víðsvegar á vestur- ströndinni — að Point Roberts, í Vancouver, Blaine, Bellingham og Seattle—í samvinnu við séra Vakli- mar. Viðtökurnar hvað þá snerti voru langt fram yfir það, sem eg hafði gert mér í hugarlund. Auk stöðugrar hjálpsemi séra Valdimars, naut eg við samkomur þessar mikil- vægrar aðstoðar hinnar ágætu söng- konu þeirra Blaine-búa, Mrs. Ninnu Stevens, vors merka hljómlistar- kennara, próf. Jónasar Pálssonar, og hins góðkunna söngmanns Seattle- íslendinga, Mr. Gunnars Matthías- son og söngflokks hans. Skemtilegt var á fyrirlestraferðalagi þessu að koma til Önnu og Bjarna Lyngholt, fornvina foreldra minna og Mr. og Mrs. L. Thorsteinson að Point Rob_ erts, til Mr. og Mrs. E. G. Gillies, Nevv Westminster, B.C., og próf. og Mrs. Jónas Pálsson, þá í Vancouver B. C. Erábærleg var aðsóknin að fyrir. lestrinum á Point Roberts. Minnis. stætt er mér einnig fyrirlestrar- kvöldið fjölmenna í Blaine; vinsam- leg ávörp þeirra séra Alberts Krist- jánsson, séra Halldórs Johnson, Magnúsar frá Fjalli og Mr. Andrew Danielson; og rausn kvenþjóðarinn- ar við það tækifæri. Og sömu sögu er að segja frá móttökunni í Bell- ingham og Seattle. Allmargir íslendingar á Kyrra- hafsströndinni eru kunnir af skáld- skap sínum, enda sumir prýðilega skáldmæltir,- Öndvegið skipar, eins og alkunnugt er, frú Jakobína John. son, enda á hún sæti við hlið þeirra kvenna íslenzkra, sem bezt hafa orkt. Var það hinn mesti ánægju- auki, að heimsækja þau hjónin, ísak og Jakobínu, í Seattle, og hlýða á skáldkonuna lesa fögur ljóð sín og ritsmiðar í óbundnu máli. Gróði var mér einnig að stundardvöl hjá öld- ungnum Magnúsi Jónssyni frá Fjalli, í Blaine, manni óvenjijlega vel vakandi andlega, sem kunnur er af íhyglisverðum ritum sínum og ritgerðum. Tveim miklum bóka- mönnum íslenzkum kyntist eg einnig í ferðinni, þeim Mr. E. S. Guð- mundsson í Tacoma, sem ritað hefir ágætar dýrasögur, og Mr. Sveini Árnasyni i Bremerton. Eiga báðir framúrkarandi stór og vönduð ís- lenzk bókasöfn, og var bæði gott til þeirra að koma og fróðlegt við þá að ræða. Sveinn, sem vinnur á skrifstofu flotastöðvarinnar í Brem- erton, sýndi mér öll ríki hennar, og var í för með okkur Mr. Hóseas Thorláksson, sem gagnkunnugur er í Seattle og fræddi mig um margt viðvíkjandi borginni og nágrenni hennar. Hugþekkar eru því myndirnar, sem líða mér fyrir hugarsjónir, þeg. ar eg horfi yfir farinn veg og ininn- ist ferðarinnar vestur að hafi. Að- eins ein hjáróma rödd hljómaði mér í eyrum á því atburðaríka ferðalagi, og hún var hvorki að kenna hon- um, 'sem dýrð landsins skóp með gjöfulli hönd, né heldur íslending- um vestur þar. Eina röddin, sem rauf samræmi áhrifanna af lands- lagsfegurðinni og viðtökunum ást- úðlegu, var meðvitundin óhjákvæmi. lega um ömurlegt ástand bænda og verkalýðs víðsvegar þar sem leið mín lá. Sú raunamynd varð að 'ögeggjan, sem þrýsti þessari hugs- un enn fastar en áður inn í hugskot mitt:—Hin eina þjóðfélagshöll, sem hæfir jafn dýrðlegu og auðugu um- hverfi og orðið hefir hlutskifti barna þessa lands, er musteri jafnréttis, bróðurástar, friðar og almennrar hagsældar. ♦ Borgið LÖGBERG! Ilon. A. A. Dysnrt, hinn nýji forsætisráðgjafi í New Brunswick, />nr sem hann nfleggnr embættiseið sinn. Frjálslyndi flokkurinn, undir forustu Mr. Dysnrt, vnnn 43 þingsæti nf 48 í nýafstöðnum fylkiskosningum. Silfurbrúðkaup í Riverton Það fór fram með veglegu sam- sæti, í hinum stóra fundarsal í Riverton, þ. 26. júní s.l. Silfurbrúðhjónin voru þau Jón bóndi Eiríksson i Odda við íslend- ingafljót, og kona hans Ólöf lngi- björg f. Eastman, systir H. J. East. man póstafgreiðslumanns í River- ton og þeirra systkina. Samsætið hófst að kvöldi til hinn tiltekna dag. Fór það fram hið bezta í alla staði.— Forsæti skipaði Skúli Hjörleifs- son verzlunarmaður. Flutti hann á- varp til þeirra silfurbrúðhjóna og afhenti þeim peningagjöf frá bygð. arbúum og silfurborðbúnað frá kvenfélagi Bræðrasafnaðar. Auk hans fluttu ræður í samsæti þessu þeir Guttormur J. Guttorms- son skáld, dr. S. O. Thompson, Jón Sigurðsson, Friðrik P. Sigurðsson, Björn Hjörleifsson og H. J. East- man er bar fram þakkir fyrir hönd þeirra Mr. og Mrs. Eiríksson. — Kvæði flutti Friðrik P. Sigurðs- son. Á milli ræðanna var skemt með söng. “Duet” sungu þeir S. Hjör- leifsson og Valdimar Benediktsson. Veitingar hinar rausnarlegutu, eins og gerist í íslenzkum veizlum. Veður undanfarið hafði verið rigningasamt, og vegir þess vegna í fremur slæmu lagi. En þrátt fyrir þetta var samsætið margment, senni- lega um eða yfir hálft annað hundr. að imanns í veizlunni. Skemtu veizlugestir sér, að sögn, ágætlega. Þau Odda-hjón eru einkar vinsæl í héraði. Mátti því segja, að vel við ætti, að þeim var sýndur þessi sómi. Sæmdin að öllu leyti fylli- lega verðskulduð. Jón í Odda flytur nú póst frá Riverton til Mikleyjar og þaðan austur yfir vatn. Er hann þaulæfð- ur vatnsmaður og hefir stóran og nýjan mótorbát, og svo sterklega bygðan, að hann getur hæglega flutt hesta og stórgripi, en sökum fráleitrar reglugerðar, er nú gildir, er hann ófrjáls að því að flytja fólk. Þykir þetta í meira lagi meinlegt, því að með bát Jóns eru hinar hent- ugustu ferðir, sem hægt er að fá um þetta svæði Winnipeg-vatns. Verða menn að öðrum kosti að ferðast á smákænum með talsverðri lífshættu, eða þá að fara hringferð langa og kostnaðarsama, í gegnum Selkirk, því skip þeirra þar fást ekki til að koma við á höfnum Nýja ís- lands, þó bryggjur séu þar hver annari betri. Er þetta makalaus til- högun. (Fréttar. Lögb.) LIÓÐMMLI % eftir Friðrik P. Sigurðsson, flutt í gullbrúðkaupi að Hóli við Islcnd- ingafljót, þ. 6. júní 1935. Þegar ástar bunduð bönd í bjarka fögru skjóli, með rausnarhug og röska hönd þið reistuð bú á Hóli. Þið hafið lifað hálfa öld hér á fríðu bóli, og eigið skilið göfug gjöld í gulli og sönnu hóli. Ef fór eg um í hreti’ og hríð eg hugðist vera’ í skjóli, því húsfreyjan var brögnum blíð og bóndinn eins, á Hóli. Forðum okkar firri tíð fanst þar mentaskóli, það var létt um lrðna tíð aðlæra margt á Hóli. Þá okkar hinsta kemur kvöld, það kærleiks gefi sjóli, að lýsi birta brúði’ og höld beint að dýrðar Hóli. MTNNTSVABÐASJÓÐUn ST. G. ST. Eftirfarandi skýrslur yfir sam- skot í Minnisvarðasjóð St. G. St. eru Lögbergi sendar af ófeigi Sigurðssyni, Red Deer, Alta., til liirtingar: Wynyard, Sask., 22. júní, 1935. Tillng í Minnisvnrðasjóð St. G. Stephnnssonnr Miss Magnúsína G. B. Norman, $1.00; Gísli M. Norman, $1.00; Stephan G. Norman, $1.00; Sól- mánía J. G. Norman, 50c; Björg Norman, 50c; Anna M. Norman, 50c; Einar J. Norman, 50c. — Samtals, $5.00. Veitt viðtaka af J. J. N. Nor- man og framvísað til M. Ingi- marssonar. Snmskot fyrir Legstein eðn Minn- ismerki yfir skáldið St. G. St. i Wynyard-bK. M. Ingimarsson, $1.00; Jónína Einarson, 50c; Mrs. Kristrún Hall, $1.00; ólafur Hall, 50c; Sigurður Johnson, $1.00; Mrs. G. Laxdal, 50c; Mr. og Mrs. Jónas- son, $1.00; C. Iv. Árnason, 25c; Einar Bjarnason, 25c; ónefndur, 50c; Sigga Björnson, 25c; H. S. Axdal, $1.00; Árni Sigurðsson, $1.00; A. Bergmann, $1.00; F. Evjólfson, 50c; H. Guðjónson, 50c; Hannes Benediktson, 25c; G. G. Goodman, 40c; F. Kristjáns- son, $1.00; óli Bardal, 50c; G. Gsílason, $1.00; Mrs. Gíslason, $1.00; W. A. Johnson, 25c; Th. Bardal, 50c; Mr. og Mrs. E. Hör- dal, 50c.—Samtals, $16.15. Snmskot i Minningarsjóð St. G. Sl. Frá Þjóðræknisfélaginu, Win- nipeg, $25.00; Mr. og Mrs. A. Egg- ertson, Wpg., $3.00; Dr. og Mrs. ó. J. ófeigsson, Wpg., $2.00; Mr. og Mrs. M. Hinrikson, Church- bridge, Sask., $5.00; J. J. Henry, Petersfield, Man., $5.00; Mrs. Lena Briggs, Nexv Westminster, B.C., $1.00; Mrs. S. Thompson, New Westminster, B.C., $1.00; Mr. og Mrs. Jón Johnson og f jöl- skylda, Edinburgh, N.D., $15.00; Mr. og Mrs. Th. Guðmundsscm, Elfros, Sask., $3.00. — Samtals, $60.00. Snmskot i Edmonton i “Leg- steinssjóð” St. G. St. Snfnnð hefir John Johnson, 10020—95 St. Edmonton, Altn. S. Guðmundson, $1.00; John Johnson, $1.00; Mrs. Guðinunds- son, 25c; Mr. og Mrs. Lovatt, 50c; Indriði Johnson, 50c; Mr. og Mrs. O. T. Johnson, 50c; Mrs. Pepper, 75c; Á. V. H. Baldwin, 50c; Miss Einarson, 50c; Joe Johnson, 50c; Sigfús Goodman, $1.00; Mrs. Hope, 25c; Violet Benedictson, 25c; Josephine Benedictson, 25c; Mrs. McNaughton, 25c; Mrs. L. Benedictson, 25c; Johnny Bene- dictson, 25c; Mrs. Cook, Marker- ville, Alta., 25c.—Samtals, $8.75. Alls nema þá samskotin: Ofanskráð ...........$ 89.90 Áður birt ........... 248.00 Alls................$347.90 M2ETUR MAÐUR LATINN Látinn er að Gimli þ. 12. júlí s. 1., Guðmundur Erlendsson, fyrrum bóndi í Árnesbygð í Nýja íslandi, freklega sjötíu og níu ára gamall, fæddur þ. 10. apríl 1856. Foreldr- ar hans voru Erlendur Þórðarson og Þorbjörg Sigurðardóttir. Var upp- alin hjá fósturforeldrum, er hétu Sigurður Þorbjörnsson og Ástríður Ólafsdóttir hafnsögumanns í Reykjavík. Þau hjón bjuggu í Tröðum í Hraunhreppi, í Mýra- sýslu, ágætishjón, er Guðmúndur mintist jafnan með lotning og þakk. læti. Hinn látni var tvígiftur. Var fyrri kona hans Sigurlaug Jónsdótt- ir, systir Guðrúnar móður J. J. Swanson í Winnipeg og þeirra syst. kina og Guðveigar konu Egils Eg- ilssonar á Gimli. Er Sigurlaug lát- in fyrir mörgum árum. Siðari kona Guðmundar var Þórey Sveinsdóttir, ættuð úr Árnessýslu. Lifir hún mann sinn. Þrjú börn Guðmundar af fyrra hjónabandi eru á lífi, Þjóð- björg, Mrs. James Hawthorne, Mel- ville, Sask., Sigurást, Mrs. Chatter- ton, ekkja eftir George Chatterton í Winnipeg og Sigmundur Erlends. son, kona hans Mary f. Vurant. Þau hjón eru búsett í Melville, Sask. Tvær systur Guðmundar eru og á lífi, Sigríður ekkja Auðuns Johnson, er síðast átti heima á Gimli, og Þor- björg Guðmundsson, ekkja Gunnars Guðmundssonar. Á hún nú heima norður í íslendingafljótsbygð. — Áður fyrrum átti Guðmundur heima í Selkirk, í allmörg ár, en síðustu árin .var hann búsettur á Gimli Jarðarförin fór fram frá kirkju Selkirk-safnaðar, þ. 16. júlí, og var lik hans greptrað við hlið fyrri konu hans í grafreit íslendinga þar. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Margt fornra vina viðstatt, svo og börn hans, systir hans önnur og tengda- fólk. Mrs. Kelly Sveinsson söng þar sóló. — Guðmundur Erlendson var maður dável skynsamur, hæg- látur, starfsmaður jafnan meðan kraftar entust, og hinn vandaðasti i öllu. Mun hafa verið röskleikamað- ur á yngri árum. Stundaði for- mensku sunnanlands á íslandi sein. ustu árin áður en hann fluttist vest- ur um haf, sem mun hafa verið 1893. Gaf sig talsvert hér vestra að kirkjumálum. Var um eitt skeið formaður Árnessafnaðar, þegar hann var bóndi þar í bygð. Var á siðari árum trúlyndur og góður liðsmaður í Gimlisöfnuði. Munu margir minnast Guðmundar Er- lendssonar með hlýhug og vinsemd, fyrir hina mikilsverðu og góðu kynning, er þeir höfðu af honum, á meðan samferðar hans og fylgdar varð notið á vegferð vors mannlega, timanlega lifs.— (Fréttaritari Lögb.) Jarðarför Hálfdánar bónda Sig- mundssonar frá Bjarkarvöllum við íslendingafljót, er andaðist þ. 4 júli s. 1., fór fram þaðan þ. 6. júlí. Var fyrst húskveðja á heimilinu og margt fólk þar viðstatt, en síðan út- fararathöfn í kirkju Bræðrastafnað- ar í Riverton. Húskveðjuna flutti sóknarprestur, séra Sigurður Ólafs- son frá Áborg, en í kirkjunni töluðu bæði hann og séra Jóhann Bjarná- son, fyrrum prestur í norðurpresta. kalli Nýja íslands, en í því presta- kalli er Bræðrasöfnuður. Hafði Hálfdán verið í þeim söfnuði frá landnámstíð og unnið að heill hans með trúmensku og dugnaði, oft verið þar í embættum, oft og löng- um sem féhirðir safnaðarins, en aðra tíma sem formaður hans og sat oft á kirkjuþingum sem fulltrúi frá söfnuði sinum.—Hinn látni var NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ I EINU — pægilegri og betri bók í vasann. Ilundrað blöS íyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlikingum. ZIGZAG Þingeyingur, fæddur að Máná á Tjörnesi, þ. 20. júní 1849. Náði því að komast til góðrar elli. Varð nokkrum dögum betur en 86 ára. Mun eiga eina systur á lífi hér vestra. Er hún talsvert yngri en Hálfdán var. Hún er Mrs. Mar- grét Guðnason, að Yarbo, Sask. Býr þar fremur stórbúi, með börn- um sínum og mun Valdimar Guðna. son, sonur hennar, vera eins og fyr- ir búinu. Er hann myndarmaður mikill og vinsæll. Faðir Valdimars og þeirra systkina, en maður Mar- grétar, látinn fyrir mörgum árum.— Kona Hálfdánar var Solveig Árna- dóttir, ágætiskona; andaðist í júlí- mánuði 1926. Þau komu í “stóra hópnum,” svonefnda, 1876. Plöfðu gift sig árið áður á íslandi. Bjuggu fyrst hér vestra að Sandy Bar, en síðan í Skógum, austur af þar sem nú er Riverton, en fluttu svo að Bjarkarvöllum og bjuggu þar lang lengst og vegnaði vel. Þau hjón eignuðust átta börn, mistu fimm á unga aldri, en þrjú urðu fullorðin. Elzt þeirra var Anna, kona H. J. Elastman, póstafgreiðslumanns i Riverton. Hún andaðist fyrir þrem- ur árum. Hin eru Jóhanna kona Ilalls bónda Hallssonar á Bjarkar- völlum og Valdimar bóndi, er átti fyrir konu Elínu Pálsdóttur, systur Guðrúnar, konu Jóhanns Briem, í Riverton. Misti Valdimar hana í septembermánuði 1926. — Hálfdán Sig.mundsson var frábær léttleika- maður á yngri árum og oftast heilsu. góður, að undanteknu því, að hann varð alvarlega veikur vorið 1906. Taldi hann sig þá yfirkominn af nýrnaveiki og hélt hann væri á för- um. Var hann æði lengi undir læknishendi, hjá Ó. Stephensen, er kom honum til ágætrar heilsu aftur. Hafði hann góða heilsu til hins sið- asta. Lá enga legu. Andaðist í svefni í rúmi sínu aðfaranótt 4. júlí síðastliðinn. Merkur maður. Á- gætlega liðtækur í öllum félagsskap. Var vel máli farinn og hinn örugg- asti til allra félagslegra fram- kvæmda. Verður minst með þakk- læti af samferðamönnum hans. (Fréttarit Lögb.) /LAUGARDAL í glitblæjum tjölduðum sólskinssal er sumardvöl góð fyrir víf og hal; þar finna þau týndan friðinn. Og ljúft er að una í Laugardal við lækja- og vatnaniðinn. Við blóma angan, við ljós og lit fer lífsandi hlýr um þitt kalda vit,— þú skilur hvað er í efni. Við vor í lofti og vængjaþyt þú vaknar af moldarsvefni. Um þig halda dalsins dísir vörð. Þú dansar um ilmandi og grænan svörð frá deilum og dægurþrasi. Og hvað er hollara og hreinna á jörð og helgara en ilmur úr grasi? Hinn hljóði eimur sem hjartans þrá eða heilagt reykelsi altari frá úr lindunum heitur líður. í skóginum björkin sér tyllir á tá, bg tíminn dreymandi bíður .... Grétar Fclls. —Vísir. Nils gamli lá í kör og kom prest- urinn oft til hans og talaði við hann. —Eg vona að yður sé ekki á móti skapi, að eg kem til yðar, Nils minú? sagði presturinn einu sinni er hann var að fara. —Nei, nei, prestur minn, sagði Nils. Það má einu gilda hvað leið- ur í skapi eg er þegar þér komið, þá er eg æfinlega himinlifandi þegar þér farið. Hér í voru unaðslegn sólsliinslandi, þar, sem svalar nætur fylgjast aS, hafa verið reistir fagrir sumarbústaðir, er bjðða fram alt sem hjartað þráir. Fagrir skógar, fiskivötn, sandbakkar fyrir börn til þess að skemta sér, böð, bátar, golf, tennis—regluleg Paradís fyrir íólk, er njóta vill sumarleyfisins að fullu. Njótið Anægjunnar af kc.stnaðarlitl- um leyfisdögum með fjölslcyldu yðar I ár, í yðar eigin bíl, í yðar eigin fylki. Úr miklu að velja fyrir þá er sofa vilja I tjöidum, jafnt og hina er k.Asa sér hvíld I göðu herbergi. Skrifið efiir ba>klingum. landa- bréfi, eða annari fræðslu til Dept. ‘L/ Bureau of Publications Legislative Building - Regina Vinsælir Staðir "Við Watrous, Kenosee, Cypress Hills, Qu’Ap- pelle Lakes, Duck Mountain, Greenwater Lake, Good Spirit Lake og Prince Albert Na- tional Park.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.