Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 2
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. AGÚST, 1935. Söngfc ^ror Karlakórs Reykjavikur um Norðurlönd Endurminningar eftir Pétur T. Oddsson, stud. theol. Við leggjum af stað Fimtudaginn 2. mai voru bæj- arbúar í þúsundatali safnaðir s a m a n á hafnarbakkanum í Reykjavík. Þetta var um sex leytið. Á efra þilfari “Lyra” er hópur manna með hvítar húfur ineð á- festu merki Karlakórs Reykja- vikur — silfurumgjörð, í bak- grunni hennar borðar með lituin íslenzka fánans og inni í silfur umgjörðinni eru nótnastrengir með uphafi íslenzka þjóðsöngsins —tónunum “ó guð vors lands!” Þetta er Karlakór Reykjavíkur, 44 söngmenn, stjórnandi kórsins Sigurður Þórðarson tónskáld og fararstjórinn Magnús Jónsson prófessor. Auk þeirra einnig Sigurður Birkis söngkennari að ógleymdum Stefáni Guðmunds- syni óperusöngvara, sem er jafn skemtilegur og ágætur félagi, sem töfrandi söngvari. Karlakórinn er að hefja söng- för sína um Norðurlönd og hin mikla mannþröng á hafnarbakk- anum er bæði ættingjar og vinir ellegar aðrir góðir borgarar, sem fylgja til skips kórnum, sem kennir sig við nafn borgarinnar. Skilnaðarathöfnin hefst; koss- ar og klöpp milli ástvina, nokkr- ir klútar lilotna, hlý handtök, húrrahróp og söngur. Athygli mín dregst þó einkum að einum kórfélaga mínum. Hann er auðsjáanlega að skilja við góðan kunningja—þau fara inn i bíl, sem stendur í mannþröng- inni. Koma bæði að vörmu spori út aftur—hún með tárvot augu —hann með óvenju rauðar varir. Á hafinu Um leið og skipið sigur af stað syngjum við nokkur lög. Seinast syngjum við “ó, guð vors lands.” Skipið er að vísu þá komið það langt frá, að það er tæpast heyranlegt fyrir aðra en farþega, en við syngjum það samt—eruin tilknúðir vegna hins islenzka hjarta, er slær í brjóst- um okkar allra með óvenju þunga á slíkri stund, er við kveðjum íslenzka fold. Hin önnur ættjörð mikils þorra þjóðarinnar—hafið — bær- ist ekki alla leiðina út. Sjóveikin er því ekki til að draga úr ferða- gleðinni. Aðeins í eitt skifti, að mig minnir, bar það við undir borð- um, að Daníel nokkur Þorkels- son—en nafnið nuinu fleiri en Reykvíkingar kannast við—rauk sem örskot upp frá borðum og alveg án allrar þeirrar kurteisi, sem honum er töm. Þegar hann litlu síðar kom aftur, fölur og fár, lvsti hann því yfir með prestlegum 'hátiðleg- heitum og ofurmannlegri róseini, að skötunni (það var nú reynd- ar einhver lúðutegund á borðuin, en einhver “fiskafræðingur” okk- ar hafði haldið því fram, að það væri skata) hefði hann nú skilað aftur í sjóinn. óneitanlega fanst okkur flestum þetta vera óþarf- lega mikil skilsemi.—En af Dan- íel er það að segja, að hann settist við matarborðið á nýjan leik og bað um meiri “skötu”. Veit eg ekki til að hann hafi fært Ægi fleiri fórnir á leiðinni. Föst skemtiatriði á leiðunum báðum voru spil, tafl og hringja- kast.—Þreyttum við allar þessar listir af hug og sál og oftlega komust margir okkar í háspennu —en þó án nokkrar lifshætlu. Stefán óperusöngvari lét sér nægja að spila vist, en sagði ó- þarflega oft “hálf”. Aðrir spil- uðu “l’Hombre”, en flestir þó En Ólafur er lika gestrisinn og hefir í kassa-tali hjá sér þær veit- ingar, sem við tímans vegna get- um þegið, ávexti og gosdrykki. Við gleymum nú allri kurteisi af því að við erum hjá góðum landa og ósjálfrátt flýgur mér í hug er við kveðjum hús hans: “Vesalings Færeyingar, að vera nú orðnir appelsínulausir næstu “bridge”. Var það einkum 1 vikurnar!”—Við nánari grenslan “bridge”, er virtist koma mönn- * komst eg þó að því, að færeyska um i vígamót. Bar það þá við í ! eimskipið “Tjaldur” gengur viku- einni slíkri orrahríð, að einn okk- I lega til Kaupmannahafnar og var ar, Hálfdán, sagði alslemm í nóló.—Varð þeirri sögn hans eigi rift, en endalokin urðu þau, að þeir Hálfdán fengu tólf slagi. Nú heitir það á máli spila- manna að fara dán, að geta eigi staðist sögn (úr ensku down niður [fyrir eigin sogn]. Sá sem tapar tveim slögum fer 2 dán.—Varð þetta spil frægt mjög, og það svó, að Hálfdán fékk upp frá því heitið Tólfdán. —En Tólfdán er léttlyndur og ýmist brosir hann eða strokkhlær í öllu þessu andstreymi lífsins! En nú var eg næstum búinn að gleyma öllum söngnum og auk söngs höfum við líka hljóm- sveit. Hljómsveit, sem að vísu hefir ekki verið ráðin enn sem komið er til að spila á Hótel Borg, en sem vissulega fékk - engu minna klapp og fagnaðarhróp, en þær sem þar leika. Hinn þekti 12 dán er slær slaghörpuna og spilar alt eftir eyranu, þar er og fiðlusnillingurinn Guðm. Egils- son í essinu sínu og auk þess tvö mandolín.—Farþegar allir á 1. farrými eru meðal áheyrenda og láta ekki bera minst á hrifningu sinni, sem nær hámarki sínu, þegar hljómsveitin leikur “Stina, láttu ljósið þitt skína” og er að- stoðuð af nokkrum völdum söngvurum. “Klapo, klapo, klapo,” drynur gegnum lófatakið um reyksalinn á 1. farrými á Lyru og Guðinund- ur fiðlari bukkar sig og beygir með lærðu brosi. En nú höfðu þrír söngfélagar dregið sig úr og í kyrþey krafið skatts—alla þá kærleiks-blóm- vendi, sem ýmsir okkar fengu að skilnaði, frá viðeigandi per- sónum í landi, og rétt í því að hljómsveitin er að Ijúka við að spila “Stína, láttu Ijósið þitt skína” í þriðja sinn, ganga þeir fram fyrir hljómsveitarstjórann —einnig með lærðu brosi—og um leið og þeir rétta honum fagran blómvönd, bukka þeir sig á lærðra manna hátt. / Þórshöfn Eftir hér um bil 2 stunda ferð, að því er okkur virtist, lesari góð- ur, en sem nú reyndar voru tveir sólarhringar, komum við til Fær- cyja. . Á hafnarbakkanum er fjöldi fólks. Þar í þrönginni stendur ólafur Davíðsson, sem fslending- ur og rekur þar fiskverzlun — berhöfðaður og brosandi út und- ir eyru. Hann hafði undirbúið konsertinn fyrir okkur og á leið- inni upp í samkomuhúsið litum við heim til hans. Þar sannfærist eg fyrst og fremst um, að ólafur er fyrirhyggjuinaður mikill og ætlar ekki að láta næstu heims- styrjöld koma sér að óvörum, því að þar hanga uppi um alla veggi byssur og önnur vopn, öllu smekklega niður raðað. Öfunda eg hvorki Frakkann né Englendinginn, ef þeir skyldu fara að ybbast upp á ólaf. mér það þó nokkur fróun. í Þórshöfn ríkir náttúrufegurð í ríkum mæli. Um það sannfær- uinst við á leiðinni upp í sam- komuhúsið. — Hús eru flest úr timbri og blómgarðar eru án efa eftirlæti Færeyinga, svo víða eru þeir. Hreinlæti og snyrthnenska setur sinn fagra svip á bæinn — auk gróðursins, blómanna og trjánna. Samkomuhúsið er litið en troð- fult áheyrenda. Þar sem Morgunblaðið birti á- valt fréttir af konsertunum og viðtökum á hverjum stað, verður ekki farið út í þá sálma hér í þessari grein nema sem minst. Konsertinn í Færeyjum tfefst— eigi með söng, heldur með ræðu, er skáldið Djurhuus flytur. Því næst hefst söngurinn og við leggj- um okkur alla fram. ólafur, vinur vor og landi, hafði nefnilega fylgt okkur alla leið upp á leiksvið og þar á bak við tjöldin be!5ið okkur með ang- istar og óttasvip, að standa okkur nú, ella væri hann orðinn ómerk- ur maður gagnvart Færeyingum, sem hann var búinn að fá til þess að trúa, að við syngjum eins og englar. Nú þótti okkur vænt um Óla og auk þess visum við, að þær hugsanir og tilfinningar, sem kórnum tækist að vekja á sér ineðal áheyrendanna myndu fær- ast yfir alla hina íslenzku þjóð að meira eða minna leyti-—auk þess, sem heiður íslenzkrar söng- listar væri í veði. — Þannig' var okkur innanbrjósts í öll skiftin, er við gengum fram á leiksviðin til að syngja fyrir frændþjóðir okkar. Er það ólikt, hversu tilfinning- in fyrir því, að bera uppi heiður sinnar þjóðar knýr fram meiri geðhrif (stemningu) og þar af leiðandi í flestum tilfellum meiri getu, heldur en tilfinningin fyrir því að bera uppi heiður síns kórs á konsert hér í Reykjavík, enda þótt um kapp sé að ræða. Gæti þessi reynsla okkar, enda þótt djpstu rökin felist ekki í henni, orðið ýmsum þörf lexía og þá fyrst og fremst þeim, sem blamla vilja öllum saman í einn allsherjar hrærigraut. Konsertinn hefst sem sagt. Sal- urinn bergmálar ýmist af söngn- um eða dynjandi lófataki. Blóm —þakkarræða, er fararstjórinn flytur og konsertinum er lokið— þeim fyrsta. Á leiðinni til skips komum.við í Klubbhuset og fáum hressingu. Seinasta ræðan er haldinn á land- göngubrúnni—Páll Paturson tal- ar—seinasta lagið sungið, er skip- ið líður frá bryggjunni, þar sem meir en helmingur þorpsbúa er saman kominn og seinasta and- litið, sem eg sé, er Ólafur Davíðs- son—berhöfðaður og brosandi út undir eyru. Viðtökurnar í Færeyjum hleyptu okkur kapp í kinn, er við hugsuðum til fyrsta konsertsins í Bergen, sem yrði sá konsert, sem erlendir listdómarar sætu án efa —strangir allir og stífir og með lonniettur, hugsaði eg mér, og mældu okkar íslenzku sönglist hátt og látt og án vægðar. / Bergen Til Bergen kom “Lyra” fánum skreytt kl. 11.45 f.h. (ísl. tími 9.45) hinn 6. maí. Innsiglingin hafði þá staðið 2V2 stund og voru allir á fótum til að njóta þeirrar ríkulega feg- urðar, er hún veitti. Fyrst er það skerjaklasi, er við förum í gegn um, berar klappirnar úr sjó upp, en engu að síður skógi vaxnar, og betra er að stýrisútbúnaður sé í lagi, því að bezt bæti eg trúað að á innsiglingunni hefðum við siglt í allar höfuðáttir—vestur, norður, austur og suður — svo krókótt var hún, og þar við bæt- ist, hve þröng hún er, að víða er eigi nema steinsnar til lands beggja inegin. En fegurð ríkir þar, einkum er innar dregur og bygð eykst. Á hafnarbakkanum í Bergen bíður komu okkar “Handels og Sangforeningskoret”—hér um bil 20 manna söngflokkur. Þeir syngja “Sangerhelsan”, við aftur á móti “Ja, vi elsker” — en á meðan klifra ljósmyndarar frá blöðunum í Bergen fimir sein apar, upp á þilfar “Lyru” og taka myndir af okkur. Heita mátti, að Handels og Sangforenings- koret slepti ekki af okkur hend- inni allan tímann, sem við dvöld- uin í Bergen. Þeir fylgdu okkur fyrst í stað upp á hótelið, er við bjuggum—þeir óku okkur um- hverfis Bergen og um borgina, þeir héldu okkur veizluna upp á Flöjen og buðu upp á skilnaðar- skál eftir seinni konsertinn og síðast voru þeir allir komnir nið- ur á brautarstöð kl. 8 f. h. til að veifa okkur, er við færum. Ríkulegri og hjartnæmari mót- tökur en þær er .við fengum í Bergen er ekki hægt að gera sér í hugarlund. Tvo daga dvöldum við í Bergen og nutum við veður- blíðu og náttúrufegurðar í ríkum mæli báða dagana. Bergensbúar eru stoltir af bæn- um sínum, enda eigi að ástæðu- lausu, þar sem Bergen er ein af helztu borgum þar i landi og háttúrufegurð þar óvenjulega rriikil. — Þeir gleyma ekki, að segja okkur frá að Ludvig Hol- berg fæddist þar fyrir um 250 ár- um síðan, fyrsta en jafnframt frægasta kímnileikaskáld Norður- landa. Þar hafði og Ole Bull, aðsetur sitt og ennfremur Edvard Grieg. Víða hvílir töfrandi æfintýra- blær liðinna tíma yfir Bergen, þegar komið er á þær slóðir, þar sem byggingar i gömlum stíl hafa staðið af sér aldirnar. Má þar til dæmis nefna Bergens Brygge og nýtur maður þess í fylsta mæli, einkum sé um kunnugleik að ræða á verzlunar- og siglinga- sögu Bergensbúa. Man eg í þessu sambandi, hve ömurlegt mér þótti, aftur á móti, að fara gegnum elzta borgarhluta Stokk- hólms, sem hefir orðið að bráð gróðabrallsmönnum, er hafa þar stórverzlanir í aldagömlu stein- húsunum, sem oft á tíðuin eru skreytt með járnútflúri. Þannig eru göturnar gömlu, sem tæp- lega er hægt að aka bifreið eftir, svo mjóar eru þær, orðnar með fjölfarnari götum borgarinnar og ÍSLENDINGAR— fyrir látlausan kjark yðar i þágu Canadiskra framfara Dáum vér yður! í sextíu ára þroskasögu islenzkra nýbygða í Canada, hafa eimskip Canadian Pacific félagsins flutt fs- lendinga að heiman og heim. Hin beina ferð til Islands um Skot- land, hefir jafnan reynst vönum ís- lenzkum ferðamönnum vel. peir meta gallalausa umgengni og þá ágætu aðbúð sem Canadian Pacific Steamships eru fræg fyrir. Ef þér hyggið á Islandsferð, þá spyrjist fyrir hjá umboðsmánni yðar á staðnum eða W. C .Casey, Steam- ship General Passenger Agent, C.P.R. Bldg., cor. Portage and Main, Winni- peg. Phones 92 456—92 457. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS tæpast er hægt að eygja annað en skilti og skrumauglýsingar um að hér fáist fallegustu kjólarnir og ódýrustu sokkarnir.—Þó nut- um við í fylsta mæli að koma í Fredmannskallaren, þar sein Bellman sat löngum við ölkrúsina sína og samdi sína frægu Bell- mans-söng\ra. Konsertarnir í Bergen tókust báðir mjög vel og var aðsókn góð. Til óslóar Kl. 8 stundvíslega leggur lestin af stað, að morgni dags, er við fórum með til ósló. Leiðin til ósló eru 492 km. og liggur um skóga, akra, heiðar, og háfjöll, snævi þakin. Á þeirri leið förum við gegn um 182 jarðgöng. Það lengsta er 5 kílómetrar.— Undum við okkur fremur illa í lestinni, enda þröng mikil á þingi. Eftir 12 stunda hristing og skrölt-ferðalag komum við svo til óslóar. f ósló syngjum við tvö kvöld og fáum ágæta blaðadóma. Verst þótti okkur að geta eigi þegið boð kvenstúdentakórsins þar í borg, að sitja hjá þeim veizlu og dansa liðugt. En eigi vanst tími til þess nema seinna kveldið og þá stóð fyrir hendi næsta dag 8 stunda ferð í br^ut- arlest og konsert þá um kveldið í Gautaborg. Viðtökur voru hinar prýðileg- ustu í ósló. Fórum við þar til Holmenkollen, hæðar, sem er lítið eitt utan við borgina og gengum þar upp í sex hæða háan turn og nutum hins glæsilegasta útsýnis. -— Þar blasti við okkur ósló í sólbaði — og umhverfi hennar. Þar var það sem pró- fessor Paasche mælti fram sína snjöllu ræðu. Það sem við enn búum að og munum gera lengi, eru hlýju handtökin, og straumar hlýrra tilfinninga, er hvarvetna inætti okkur frá frændum okkar þar ytra. / Svíþjóð og Danmörk Konsertinn í Gautaborg hefir án efa tekist verst af öllum þeim, er. við héldum í förinni. Olli því kvef og ómögulegur söngsalur.— Stúdentakór hélt okkur þar sam- sæti um kveldið og þar flutti Svíi ræðu á íslenzku. Var kveld- ið hið ánægjulegasta. Nú eru tveir áfangastaðir eftir, Stokkhólmur og Kaupmanna- Theír Future Secure GREAT-WEST LIFE AS SURANCE COMPANY höfn. Báðar borgirnar búa yfir mikilli fegurð, þó einkum Stokk- hólmur. Svíarnir tóku á móti okkur líkt og við værum tvent í senn, þjóðhöfðingjar og vinir. Danir skáru sig aftur á móti úr öðrum norrænum þjóðum og hituðu ekki undir könnunni, þótt fslendinginn bæri sem gest að garði. Konsertarnir á báðum þessum stöðum tókust vel og voru blaða- dómar sem kunnugt er, ágætir. Hinn 18. maí lögðum við svo af slað heimleiðis og fengum á- gadis veður alla leið. Minnis- stæð er okkur náttúrufegurðin á Princess Street, i Edinborg, ein- hverri fegurstu götu í Evi;ópu. Til Reykjavíkur komum við svo aftur að morgni hins 25. mai kl. 8 e. h. hressir og kátir. Að endingu Nú er ferðinni lokið. Eg er kominn aftur í forstofuna lieima og hengi húfu inína upp á snaga. ósjálfrátt festast augun við tón- merkin “ó, guð vors lands” — í kórmerki Karlakórs Reykjavikur. Eg geng inn í herbergi mitt, legst þar á dívaninn — inér til hvíldar. — ótal ljúfar endur- minningar — ótal hugnæmar til- finningar vekjast á ný frá terð- inni en undir þeim titra tónarnir “ó, guð vors lands.” Veröld guðs er orðin mér stærri og dýrlegri.— Þcssi nýju lönd, með sinni sér- kennandi fegurð og gróandi lífi jurta og dýra! — Eða mennirnir, er bygt hafa upp löndin — allar borgir og öll mannvirkin, stor- lengleg og steinhörð, bygð af ver- um, sem sjálfar ólga af viðkvæmu lífi — vonuin — þrám og til- finningum. Hvað voru annars smáöldurnar og gjálpa upp við Noregsstrend- ur? Hvað sögðu hinir tæru lækir og þrumandi fossar? Hvað sögðu fjöllih? Þögðu þau? Hvað sögðu döklcu moldarflögin, akrarnir ný- sánir, en sem myndu fyllast lífi á skömmum tíma og fóstra ríku- legan gróður? Var ekki alstaðar sama viðkvæðið “ó, guð vors lands”? Hvert var hljómfall þess lífs, er bjó í verum þeim er við köll- um Norðmenn, Svía og Dani? Þessar verur, sem byggja sér himingnæfandi múrvirki úr smá- steinum — af viti og listhneigð, en sem sjálfar eiga hið marg- brotnasta innra líf. Já, hvert var hljómfall þess lífs er bjó í verum þessum, sem veitt gátu flóðöldum lilfinninga — vináttu og samúðar —yfir til okkar, óþektra fslend- inga, þannig að vií urðum snortnir til hins dýpsta, líkt og við hefðum hilt þar ævagainla vini, sem við hefðum nú loksins náð samfundum við eftir margra ára skilnað? Var það ekki ein- initt hljómfallið “Ó, guð vors lands”? En svo eru til menn sem voga sér að álykta: enginn gnð. — Tilveran öll sé blind hending — tilgangslaus til hins ýtrasta—og allar þessar mannverur með lík- ama og fjölbreyttast sálarlíf sé engu rétthærri né hafi meira gildi en samsvarandi tala af moldarhnausum?---------- JJér slít eg þráðinn, lesari góð- ur. Þú afsakar að hugurinn hefir víst borið mig eilítið út frá efn- inu, en áframhaldið skal koma seinna. — En þá líklega á öðrum stað og undir annari fyrirsögn,— —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.