Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 5
LÖGBEŒtG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1935. 13 Frá Seattle, Wash. —24. júlí 1935.— Þó langt sé nokkuÖ liÖiÖ frá því aÖ almennar fréttir sáust héÖan í Lögbergi, þá hefir sá tími ekki leitt í ljós nein sérstök viðbrigði, frá því, sem verið hefir í langa tíð; en beztu fréttirnar héðan, þó engin nýj- ung kunni að þykja, eru góð veðr- átta og gott heilsufar yfirleitt manna á meðal, og er þá ávalt mikið feng- ið til að auka ánægju og vellíðan fólks. Yfir höfuð að tala verður því ekki annað sagt, þrátt fyrir alt öfug- streymi í rás viðburðanna, en að almenningi líði hér sæmilega vel. Að kvarta undan tímunum virðist að vera gleymt, og menn komnir yfir það að mestu. Vortiðin hefir verið hér að heita má yndisleg alt í gegn; sjaldan ef nokkurn tima hafa komið hér fleiri sólríkir dagar en á þessu vori, og vætur aðeins eða naumast í sumum plássum, nógar til frjófgunar jarðargróðurs, sem er þó víðast í meðaliagi. Veturinn frá ný- ári var einnig góður og mildur, og flutti með sér fjölda sólbjartra daga, að undanteknum marzmánuði, sem var oftast heldur dimmur og drungalegur í lofti, og þó að méstu þurviðrasamur; rigndi aðeins part úr fjörum dögum allan þann mán- uð. Frost komu hér í janúar þrjá daga, svo jörð fraus þá að nafninu til 2 þuml., en þiðnaði innan örfárra daga. Stöku hitadagar sterkir hafa komið hér eftir miðjan þennan mán. uð, og einn dag skrapp upp í 94 gráður, en vanalega hefir hitinn ver- ið þennan mánuð 50 til 75 gráður. í athafnalegu tilliti verður ekki hægt að kveða samskonar lof sem um veðrið og heilsuna fyrir þann tíma, sem af er þessu ári. Flest virðist þar að sitja að miklu leyti við sama keip og á árinu sem leið, og styrjöldin í atvinnugreinunum sumum engu minni nú en þá. Bráð- um hafa nú gengið tólf vikur í lát- laust verkfall meðal trjáviðarmanna. Sögunarmyllum og trjásöluplássum hefir að mestu verið lokað upp allan þann tíma, og hefir verkfall þetta náð yfir alla ströndina frá Mexico- línu til British Columbia og haldið tugum þúsunda manna frá atvinnu. Einnig hefir staðið yfir verkfall nokkrar undanfarnar vikur milli fiskiútgerðarmanna og kaupmanna út af fiskverði, sem nú virðist þó vera að mestu jafnað; enda máttu fiskimenn ekki vel við því að kom- ast ekki út á meðan fiskurinn gekk hér í sundin, sem nú er að byrja göngu sína, og lögðu þeir margir út sunnudaginn þann 21. þessa mánaðar. En um myllumanna stríðið er þati að segja, að nokkrar myllur hafa verið opnaðar þessa síðustu daga, undir herliði, til varnar ofsóknum og meiðslum og jafnvel manndauða; ganga þær þó ekki nema með hálf- urn mannafla, enn sem komið er. í svo mikið'óefni var komið milli verkveitenda og union-manna, að ríkisstjórinn hér sem i öðrum strandfylkjum, fann sig knúðan til að kalla út lið frá herbúðunum til að skakka leikinn. En union-menn eru þrjóskir fyrir og vilja margir hverj- ir ekki láta undan síga; eru sárir í anda til ríkisstjórans út af þeim til- þrifum, og segja það geri ilt verra, en margir út í frá álita það þó eina ráðið til að koma á jafnvægi eða einhvers konar samkomulagi. En að slíkt verði, getur þó ef til vill átt nokkuð í land enn. Ef það væri ekki fyrir þessi enda- lausu verkföll, sem reka hvert annað hér á ströndinni, þá hefðu atvinnu- timar máske verið betri nú en þeir eru. En verkföllin hefta svo marg- ar aðrar gerðir manna og hafa ætíð vond áhrif á alla starfrækslu, hvort heldur í verklegum sökum eða í viðskiftalífinu. Þegar engin verk- föll eru, þá er þó heldur meira líf í verklegum framkvæmdum og hægra fyrir með að athafna sig í flestum greinum. En þrátt fyrir alt truflið sem verkföllin hafa valdið hér i borginni á þessu vori, hefir þó mörg. urn fallist eitthvað til að gera (utan verkfajlsmanna) og heldur færri handverksmenn sitja uppi vinnu- lausir nú, en árið sem leið, sem sjálf- sagt má þakka hinu mikla bygginga- láni er ríkisstjórnin veitti til allra stórborga landsins, og sem Seattle borg naut einnig góðs af, og sem gengur alt, eða að mestu leyti, til aðgerða og viðauka á íbúðarhúsum. sem gert hefir verið talsvert af á þessu vori. Um stórbyggingar er naumast að ræða; þeir riku hafa víst ekki séð sér fært enn að byrja á þeim á ný, því örfáar hafa risið upp af þeirra völdum á síðastliðnum fimm árum hér í þessari borg. Þar sem hið vanalega skólafri stendur nú yfir og f jöldi skólafólks- ins að skemta sér með heimsóknum til vina og ættingja nær og f jær, eða þá heima hjá sér, í skemtigörðum og. sundplássum; einnig skrifstofu- og annað strfærkslufólk að hafa sína frítíma, þá .um leið hvíla ýms félög sig í tvo til þrjá mánuði, með- an sólin er heitust á himninum, og fara víðsvegar út í sumarpllássin eða eitthvað annað. Eftir venju taka að mestu leyti félög okkar Islend- inga sér hvíld frá störfum um há- sumartímann; á öðrum tímum árs- ins vinna þau eftir megni, einkum kvenfélögin, þrátt fyrir peninga- skortinn, sem er eins og farg á herð- um okkar margra á þessum timum-. Erfiðast gengur fyrir okkur nú með kirkjuna og kennimannshaldið. WHAT ONE GIRL WORE BY BETTY BROWNLEE In the summer wardrobe footgear should be given especial considera- tion. Shoeá should be chosen with an eye to cooiness and comfort as well as smartness, for the clever girl will realize that there’s not much satifaction in stepping out in her best looking costume with acliing feet. For this combined smartness and comfort there is nothing quite like the sandal. And footwear designers have excelled this season in creating san- dals for every occasion which are as smart as any dress shoe. A great many women do not rea- lize this fact and confine themselves to the wearing of sandals at the beach or for dancing. But the season’s out- put is infinite in variety, not only in type but in color. In linen and other fabrics they may even be had in two- toned combinations which will match any outfit. Today we illustrate three types of sandals that, together, will give ser- vice from early morning until bed-* time. The first pair is an innovation in beach sandals, being of cork with a sock attached right to the shoe. The sock is of striped cotton lastex in bright colors so that it will match any of your bathing suits or play suits. The second model is a nice after- noon sandal with a flat heel done in white doe skin. Its many perforations make it an especially cool and com- fortable item as well as a fitting ac- cessory to your smartest afternoon costumes. The evening sandal is of printed cotton and with several colors used in its design, it can be worn with any evening gown. These are just three of the many Samlals That Can Be Worn From Mornlng Until Night Inclnde, Above, a New Beaeli Number of C’ork With a Gaily Striped Cotton I,a,slcx Sock Attaclied; an Afternoon Sandal of Whltc Doeskin and an Evening Sandal In a Colorful Ootton Frint Whieli May Bc Worn with any Evening Gown. types shcwn, but there are others for all occasíons including classic sandals of Grecian inspiration. Þessir síðustu tímar hafa sett það mót á efnahag okkar flestra, að við getum ekki nema að litlum parti, staðið straum af þeim kostnaði sem því fylgir. I nokkuð langa síðustu tið hefir þessi söfnuður verið að hálfu leyti án þjónustu síns fasta prests, séra Kristins K. Ólafssonar, með sökum þess að söfnuðurinn hafði ekki efni á að halda prest að fullu, eins og stendur; svo er kirkja okkar að öðru leyti með allstórri skuld ennþá að baki sér, sem gerir örðugleikana enn meiri. Séra Krist. inn hefir þjónað undanfarin tvö ár að parti íslenzku söfnuðunum í Vatnabygðum í Saskatchewan í Canada, eins og mörgum er kunn- ugt, til skiftist við þjónustu sína hér. Hann kom heim þaðan snöggva ferð þ. 2. júlí, eftir tveggja mánaða veru þar nú, og messaði þá hjá okk- uFþann 7, en fór til baka þann 10. Fjölskylda séra Kristins býr hér, og sonur hans, séra Erlingur, prestur ! ensk-lútersks safnaðar i Juneau, I Alaska, var hér staddur í fritíma sínum frá söfnuði sínum, og mætti ! föður sínum hér. Hann kom hingað með konu sinni að norðan í júní ’ mánuði, æn er nú horfinn aftur 1 norður. Hann gaf okkur eina messu hér meðan hann stóð við; var hann : lengst af á ferð og sótti kirkjuþing í Oregon. Hann mun einnig þafa messað í Blaine og Bellingham, í fjarveru sóknarprestsins þar, séra Valdimars Eylands, sem enn var | austur frá eftir kirkjuþing Islend- | inga að Mountain og Winnipeg. 1 Einnig gaf séra Carl Olson okkur 1 eina messu, þann 9. júní, í fjarveru heimaprestsins, séra K. K. Ó.. Séra Carl var þá enn þjónandi prestur i : Central lútersku kirkjunni hér i borg en hefir nú síðan sagt þeim söfnuði upp og flutt með börnum 1 sínum f jórum til Winnipeg, til nýrr. ! ar stöðu þar, sem mér er ekki vel kunnugt um hver er. í langferð til Islands lögðu af stað héðan séra Albert Kristjáns- son, prestur únítarasafnaðanna í Seattle og Blaine, þann 15. maí síð. astliðinn, en frú Jakobína Johnson skáldkona þ. i. júní. Var þeim báðum haldið veglegt samsæti þann 14. maí og beðið allrar fararheilla og heillar heimkomu með haustinu. Einnig má geta langferðar frú Dóru Lewis, “Superintendent of Home Econo,my Schools,” er lagði af stað frá heimili sinu hér þann 3. marz s.l., til höfuðstaðar þessa lands, Washington, D.C. Aðalerindi henn- ar þangað var að takast á hendur (með auknu prófi) yfirumsjón í ellefu ríkjum, áðurnefndra skóla, i stað eins rikis, Washington, er hún hafði umsjón yfir áður. Verksvið Mrs. Lewis mun vera hér í vestur- ríkjunum. Henni var haldið virðu- legt samsæti í samkomusal kirkju okkar (Hallgrímskirkju) áður en hún lagði af stað suður. Hefir hún einu sinni komið heim siðan hún fór, en þarf alt af að vera á ferðinni milli þessara ellefu ríkja. Það er ætið ánægjulegt að sjá íslendinga eða niðja þeirra komast hátt í mentastiganum, einkum þeg- ar þeir bera þá góða stöðu úr býtum, eins og margir þeirra hafa gert hér í landi, eftir að námi þeirra var lok- ið. Margra hefir verið getið opin- berlega, að verðugu og með heiðri, cn Var'ke helt til farra þ' Talsvert 111,1; . > hafa útskri fa:t hér at háskól- anum, en engra hefi eg séð minst í íslenzku blöðunum að undant vcnum þeim þremur nemendum er luku námi þar á þessu ári, og séra Krist- inn ritaði um svo rækilega og þeim til verðugs heiðurs, í siðasta Log- bergi, No. 29. Væri óskandi að hann gerði það aftur, að skrifa nm háskólanemendur hér að afloknu námi þeirra, því það eru aðeins mentaðir menn, sem eru færir um það svo vel sé sagt frá. Að kvöldi þess 5. april hélt séra Kristinn fyrir. lestur urn samkomulag Vestur-Is- lendinga; áheyrilegt erindi og vel flutt. Inngangseyrir gekk í safn- aðarsjóð. ( Austangestir hafa verið hér í seinni tíð George Benson frá Minne- ota, Minn; kom hingað 10. febr. s.l. og dvaldi hér með kunningjum og vinum í kringum hálfa aðra viku. Margt af Minneota-fólki, sem hér 1 býr var glatt að sjá hann. Þann 24. júní komu 5 manns keyrandi í bíl frá N. Dakota, systurnar Mrs. Jensína Olafson frá Hensel og Mrs. Dýrfinna Þorfinsson frá Mountain, báðar voru þær i heimsókn til móð- ur þeirra Mrs. Steinunnar Björns- son og systkina, sem öll eru búsett hér. Með þeim systrum voru Gest- ur Jóhannsson háskólakennari, Sveinn Jósephson og Magnús Hill- man. Alt þetta fólk lagði af stað héðan heimleiðis þ. 2 þ. m. Sömu leið komu hingað frá Selkirk, Mani. toba um miðjan þennan mánuð, ekkjan frú Stefanía Sigurðsson og börn hennar þrjú, séra Theodore, Jón læknastúdent og Elín hjúkrun- arkona. Er það fólk hér enn þegar þetta er skrifað og heldur til hjá gömlu vinafólki frá fyrri tíð, er Mrs. Sigurðsson og maður hennar séra Jónas Sigurðsson voru búsett hér. Séra Theodore messaði fyrir okkur hér s.l. sunnudag við heldur góða aðsókn. Flutti hann tvær ræður á ensku og íslenzku. Mikill undirbúningur er nú hafð- ur fyrir Islendingadaginn hér við Silver Lake, þann 4. ágúst, og mun marga fýsa að sjá þar og heyra hina nefnkendu ræðumenn, séra Jakob Jónsson og Barða Skúlason lögfræðing, báða langt að komna, ásamt mörgu fleiru, er þar fer fram. Aðgangur að garðinum aðeins 35C. Af Islendingum hér í borginni hafa látist í síðustu tíð þessir: Þann 21. október s.l. ár, Kristján Sveinsson, sonur Árna heitins Sveinssonar í Argylebygð, Mani- toba og bróðir Mrs. G. Matthíasson- ar hér í Seattle, 44 ára gamall; eftir lifa kona og þrjú börn. Þann 27. sama mánaðar dó kona Sigurðar Simundssonar lögreglu- manns, 48 ára gömul; var hún af frönskum ættum. Áttu þau upp- komin börn hér í borginni. Þann 1. marz s.l. dó Mrs. Brancl- ur Ormson (Margrét), 83 ára að aldri. Þann 17. júni s.l. lézt eftir langa legu Frank R. Johnson (skírnar- nafn Sigfús Runólfsson), 73 ára gamall, eftirlifandi ekkja Sigurbjörg Arngrimsdóttir (Johnson), fjórar dætur og einn sonur. H. Th. Norræna Stúdentamótið Kaupmannahöfn 26. júní. Stúdentamótið fór þannig fram í dag, að fyrrihluta dags voru fundir haldnir um ýms stéttarmál stúdenta og önnur menningarmál er þá varða, og sameiginlegur morgunverður. Síðari hluta dagsins var farið í bif- reiðum til Norður-Sjálands og skoð- aðir þar ýmsir merkir og sérkenni- legir staðir, og að því loknu var setin miðdegisveizla og flutti þar aðalræðuna prófessor Vilhelm An- dersen. Um kvöldið var áformað að fara í Tivoli, þar sem efnt var til sér- stakra hátíðahalda í tilefni af stú- dentamótinu, og þar með er hinum opinbera hluta þess lokið. Veizlur og önnur hátíðahöld. Kaupmannahöfn 27. júni. Á lokahátíð norrænaa stúdenta. mótsins í gærkvöld, flutti|prófessor Alexander Jóhannesson, háskóla- rektor, erindi fyrir íslendinga hönd. —Hann komst meðal annars svo að orði, að íslenzka þjóðin væri að vísu hreykin af fortíð sinni og þeim ljóma sem af henni stafaði, en hún væri miklu hreyknari yfir framtíðar- möguleikum sínum og framtiðar- hugsjónum. Norræn stúdentafélög eru nú í þann veginn að efna til ráðstefnu að Hindsgavl á Fjóni til umræðu um ýmis stéttarmál og er í ráði að þar verði myndað stúdentasamband Norðurlanda.—Mbl. 28. júní. HENRY FORD 72 ARA Á þriðjudaginn þann 30. júlí síð. astliðinn, átti bilakonungurinn heimsfrægi, Henry Ford, 72 ára af- mæli. Nýtur hann enn hinnar beztu heilsu og tekur fullan þátt í önn og iðju viðskiftalifsins. Crescent Creamery Company Limited Flytur sínum íslenzku vinum innilegar hamingju- óskir í tilefni af 60 ára landnámi þeirra í Canada. Crescent Creamery Company Limited hefir haft forgöngu í meira en 30 ár að því er viðkemur framleiðslu MJÓLKUR, RJÖMA og ISRJÓMA og SMJÖRS Sími 37 101 Úr borg og bygð Mr. Gunnar Th. Oddsson frá Mountain, N. D., dvelur í borginni þessa dagana. Mr. Jón Hafliðason frá Bissett, Man., er staddur í borginni um þessar mundir. Mr. og Mrs. Albert Frederickson frá Seattle, Wash., eru nýkomin til borgarinnar ásamt þremur börnum, í heimsókn til Mr. og Mrs. Olgeir Frederickson og annara ættingja og vina. Gera þau ráð fyrir að dvelja hér í mánaðartíma eða svo. Mr. Albert Frederickson er sonur þeirra Mr. og Mrs. Olgeir Frederickson. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband John Samson prentari hjá Viking Press Ltd., son. ur þeirra Mr. og Mrs. Sam Samson, og ungfrú Sigríður Guðmundson frá Elfros, Sask. Dr. Rögnvaldur Pétursson gaf brúðhjónin sarnan að heimili sinu 45 Home Street. IBJ Nýjung í sambandi við Islendingadaginn á Gimli þann 5: ágúst Eg hefi gert ráðstafanir til þess að verða á Gimli á Islend- ingadaginn þann 5. ágúst, með splunkur nýja flugvél af fulj- komnustu gerð. íslendingum gefst þarna í fyrsta sinn kostur á að fljúga með mér sér til skemtunar á þessum stöðvum, og verðfi aðnjóltandi þeirrar unð^legu Jegurðar sem umhverfi Winnipegvatns hefir upp á að bjóða við yfirlit úr loftinu. I hverri ferð tek eg þrjá farþega og kostar farið $2.50 á mann. Nýtízku útvarpstæki eru til taks i flugvélinni. Það hefir mentandi áhrif, auk skemtunarinnar, að fljúga yfir fagurt landslag. Konnie Johannesson Alúðarfylztu Hamingjuoskir í tilefni af 60 ára landnámi íslandinga í Canada Imperial Oil Limited

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.