Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 8
16 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 1. AGÚST, 1935. i Pr borg og bygð ATHYGLl1 Hinum venjulegu þriðju- og föstudags “spilakvöldum” í G. T. húsinu, verður ekki haldið áfram yfir ágústmánuð. Byrjað verður aftur þriðjudaginn 3. september. Nefndin. Mrs. Sína Benson frá San Francisco, Cal., sem dvalið hefir hér í borginni nokkra undanfarandi mánuði, lagði af stað heimleiðis á þriðjudaginn. Biður hún Lögberg að flytja vinum sínum öllum alúðar- þakkir fyrir þær góðu viðtökur, er hún í hvívetna naut hér nyrðra. John J. Arklie, gleraugnafræðing. ur verður á Lundar Hotel föstudag. inn þann 9. ágúst. Frú Inga Kristjánsson brá sér ný- verið vestur til Yorkton, Sask., í kynnisför til tengdasystur sinnar, Dr. Siggu Kristjánsson Houston. Prófessor S. K. Hall er nýkom- inn heim ásamt frú sinni, eftir mán. aðardvöl á Edinburg í North Dak- ota. Mr. Methusalem Josephson frá Vancouver, B.C., er dvalið hefir hér á slóðum undanfarna mánuði, er ný. lagður af stað heim. Biður hann Lögberg að flytja íslendingum al- úðarkveðjur fyrir gestrisni þeirra og góðar viðtökur hvar sem leið hans lá. Mr. Gordon Melsted, B.A., frá Des Moines, Iowa, hefir dvalið í borginni undanfarnar vikur, ásamt frú sinni, hjá foreldrum sínum, Mr. og Mrs. S. W. Melsted. Skipar Gordon háa ábyrgðarstöðu hjá vold- ugu lifsábyrgðarfélagi í Des Moines. Lau hjón halda hei.mleiðis á laugar- daginn. Mannalát Eldri kvenmaður óskast í vist. Gott fæði, húsnæði og 10 dalir á mánuði í kaup. Skrifið strax til Mrs. C. Malmquist, Box 333 Kee- watin, Ont. Dr. og Mrs. B. J. Brandson og Dr. og Mrs. Björn B. Jónsson fóru billeiðis til Clear Lake, Man., um siðustu helgi, og dvöldu þar fram í byrjun vikunnar. Mrs. Björn Erlendsson frá Girnli, kom til borgarinnar á mánudaginn. Mr. Fred Erlerídson kaupmaður frá Cormorant Lake, Man., hefir dvalið í borginni undanfarna daga ásamt Margréti dóttur sinni. Mr. og Mrs. A. Ford frá Toronto, Ont., voru stödd í borginni seinni part fyrri viku. Mrs. Ford er Vald- heiður, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jóhann Briem í Riverton. Dvöldu þau Fords hjón um hálfsmánaðar tima þar nyrðra, en héldu heimleiðis aftur á laugardaginn. Frú Ólafía Indriðason frá Kanda- har, Sask., dvelur í borginni um þessar mundir ásamt tveim börnum sinum, í gistivináttu foreldra sinna, Mr. og Mrs. S. W. Melsted. Þann 25. júlí s. 1., lézt að heimili dóttur sinnar, Lilju Kjernested við Oak View, Man., Joseph Benja- mínsson, fæddur 24. júní árið 1848. Jarðarförin fór fram frá heimili Einars sonar hans, Hliðarenda í Geysisbygð og kirkju Geysir-safn- aðar á laugardaginn þann 27. júlí. Séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. Auk þeirra barna Josephs, sem nú hafa nefnd verið, er Valdheiður (Mrs. Carl Thorláksson), setn bú- sett er hér í borginni. Þann 28. júlí s. 1. lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, Magnús J. Nordal frá Cypress River, Man., 56 ára að aldri, vinsæll mað- ur og velmetinn í hvívetna. Jarðar- förin fór fram frá íslenzku kirkj- unni að Brú í Argylebygð. Messuboð Sunnudaginn 4. . ágíúst verður messað í Árborg kl. 11 árdegis; í Riverton kl. 2 siðd.—Dr. Richard Beck flytur erindi á báðum stöðun- um.—Mælst er til að fólk f jölmenni. Sigurður ólafsson. Guðsþjónusta verður í Lúters söfnuði sunnudaginn 4. ágúst kl. 11 f. h.; í Lundar söfnuði sama dag kl. 2 e. h. (almennur safnaðarfrínd- ur eftir messu. Það er áríðandi að allir safnaðarmeðlimir komi). — Guðsþjónusta í Lúter söfnuði sunnudaginn þann 11. ágúst kl. 2 e. h. og í Lundar söfnuði sama dag kl. 7.30 e. h. Jóhann Fredriksson. Mr. Jóhannes Christie, bróðir! þeirra Guðmundar leikhússtjóra hér j í borginni og Jónasar Kristjánssonar ! læknis, kom úr íslandsför síðastlið- ! ið sunnudagskvöld. Messur væntanlegar í Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 4. ágúst, eru á þá leið, að morgun- tnessa verður í Betel á venjulegum tíma, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. Þjóðhátíð Islendinga A KYBRAHAFSSTBÖND SEATTLE, WASH. Sunnudaginn, 4. Agúst, 1935 að Silver Lake Skomtiskráin í ár verður betri en að undanförnu, ef það er mögulegt. Til dæmis má nefna: SÉBA JAKOB JÓNSSON, sem flytur minni íslands. B. G. SKÚLASON, lögmaður frá Portland, Ore., sem talar fyrir minni Vestur-lslendinga. Frumort kvæði eftir Dr. Richard Beck og Þorstein Gíslason. Vel æfður karlakór, einsöngur, fjallkonan í nýrri útgáfa, 0g margt annað skemtandi og fræðandi. “ JUVENILE SPORTS' ‘ byrja kl. 11 f. h. SKEMTISKRÁ byrjar kl. 2 e. m. “SPORTS PROGRAM” kl. 3.30 e. m. Komið, landar góðir, og skemtið ykkur. Þetta er eini þjóðhátíðardagurinn, sem haldinn er hér á ströndinni. Inngangur 35c Unglingar innan 12 ára frítt ÓKEYPIS DANS A EFTIR- Séra Kristinn Ólafson flytur guðsþjónustur í Vatnabygðunum i Saskatchewan sunnudaginn 4. ágúst sem fylgir: 1 Kandahar kl. 11 f. h. í Wynyard kl. 2 e. h. í Mozart kl. 4 e. h. í Elfros kl. 7.30 e. h. Guðsþjónustan í Wynyard verður á íslenzku, hinar á ensku. Kvenfélag lúterska safnaðarins á Gimli býst við að selja máltíðir og aðrar veitingar á Islendingadaginn, eins ,og á undanförnum árum; þar með skyr og rjóma, alt með sann- gjörnu verði. Öll afgreiðsla fljót og áreiðanleg. Vonast konurnar eftir að fyrrum viðskiftavinir og aðrir líti inn í laufskála þeirra í GIMLI PARK og fái sér þar hress- ingu á hátíðinni, næstkomandi mánudag. Mikilvæg upplýsing Til leiðbeiningar fyrir þá, sem, sækja íslendingadaginn á Gimli 5. ágúst næstkomandi; verður ferða- áætlun C.P.P. til Gimli þann dag sem hér segir: Frú Winnipeg: Kl. 9.25 f.’ m., kl. 10 f. m., kl. 1.45 e. m., kl. 5.20 e. m.—Kemur til Gimli: kl. 11 f. m., kl. 12 á hádegi, kl. 3.45 e. m., kl. 7.20 e. m.—Frá Gimli til Winnipeg: kl. 7.20 e. m., kl. 7.50 e. m., og sér- stök lest kl. 11 e. m. Fargjöld fyrirfullorðna fram og til baka $1.25, fyrir unglinga milli 5 og 12 ára 65C. Börn yngri en 5 ára ferðast frítt. Lestin, sem síðast fer að kvöldinu frá Gimli, fer norður að Lóni Beach stöðínni og tekur fólkið þar; hún stanzar einnig við aðalstöðina, og tekur þar þá, sem þar kunna að bíða. Minniál BETEL 1 erfðaskrám yðar! AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hœfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Opposite Post Office Ph. 93 960 Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Sími—808 59 í Columbia Press byggingunni, 693 SARGENT AVENUE Úr, klukkur, gimsteinar og aOrir skrautmunir. Giftingaleyfis bréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba ISLENDINGADAGURINN í Gimli Park, Gimli, Manitoba Mánudaginn, 5 Agúát, 1935 Forseti dagsins: G. S. THORVALDSON Fjallkonan: FRO LARA B. SIGURDSON Iþróttir byrja kl. 11 f.h. — Rœðurnar byrja kl. 2 e.h. O CANADA — Ó GUÐ VORS LANDS Fjallkonunni fagnað—Kvæði Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Ávarp f jallkonunnar. Söngur—Karlakór. C. P. Paulson, bæjarstjóri Gimli-bæjar býður gestina velkomna. Söngur—Karlakór. Ávarp forseta—G. S. Thorvaldson. Söngur—Karlakór. Ávarp frá heiðursgestum. Söngur—Karlakór. Að afstöðnum ræðuhöldum byrjar íslenzk glíma, sem menn úr ýmsum bygðum íslendinga taka þátt í.—Þrír islenzkir íþróttaflokkar þreyta með sér íþróttir að deginum.—Iþróttirnar fara fram undir stjórn þeirra B. Péturson, Stefán Eymundson og Steindór Jakobsson. Kl. 8.30 að kvöldinu byrja söngvar undir stjórn hr. Páls Bardals. Islenzkir alþýðusöngvar verða sungnir, og er ætlast til að allir taki þátt í þeim. Dansinn byrjar kl. 9 að kvöldinu; nýir og eldri dansar verða dansaðir jafnt. Gnægð af heitu vatni verður á staðnum, til kaffigerðar. MINNI ÍSLANDS: Kvæði—Þórður Kr. Kristjánsson. Ræða—Dr. Richard Beck. Karlakór. MINNICANADA: Kvæði—Magnús Markússon Ræða—Dr. Jón Stefánsson Karlakór. MINNI sextíu ára landnáms Islendinga í Canada: Kvæði—Einar P. Jónsson - Ræða—Hjálmar Bergman, K.C. Karlakór. GOD SAVE THE KING ELDGAMLA ISAFOLD Gjallarhorn og hljóðaukar verða sem að undanförnu, svo ræðurnar heyrast jafnt um allan garðinn. Að kvöldinu verður garðurinn prýðilega upp- ljómaður með rafljósum. Inngangur í garðinn fyrir fullorðna 25C og fyrir börn, yngri en 12 ára ioc. Inngangur að dansinum 25C, jafnt fyrir alla. Takið eftir ferðaáætlun frá Winnipeg til Gimli 5. ágúst, sem birt verður í íslenzku blöðun- um i næstu viku. Verðlaunapeningar veittir fyrir allar íþrótta. vinningar. FALCON TAXI Arni Dalman, eigandi Sími 73 230 Fólksflutningsbílar ávalt til taks jafnt á nóttu sem degi við afar sanngjörnu verði. Félag þetta gekk áður undir nafninu Sargent Taxi. Óskað eftir viðskiftum Islendinga. Jakob F. Bjarnason TRANSFKR Annaat srelBleffa um alt, txtm nt flutnlngrum íytur, amium e8a »t6r Um. Hvergri umngjamini verB Heimili: 691 SHERBURN ST. Sími: 35 909 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 VEITIÐ ATHYGLI Mynd af kirkjuþingserindrekum iþeim og prest- um, er sátii nýafstaðið júbíljfýmg kirkjufélag^ins, fæst nú keypt tvennskonar verði. Önnur myndin er prentuð á þykkan gljápappír og er 15x5 á stærð og kostar 25c. Hin er ljósmynd, l&V2.y&- Verð 75c. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent, eða S. 0- Bjerring, 550 Banning St., veita pöntunum viðtökn. THE Angus School of Commerce 4TH FLOOR, NEW TELEPHONE BLDG. Cor. Portage Ave. and Main St. Phone 9-5678 SUPERIOR PREMISES The College is located on the fourth floor of the new TELEPHONE BUILDING—Winni- peg’s finest modern office building. The rooms are lofty and flooded with natural light; the deco- rative scheme is pleasing and restful; the floors are covered with rubber tiling; the air is filtered, humidified, cooled and circulated continuously. Separate rest and cloakrooms are provided for students. The appointments and services in the building and in the school are conducive to Health—Comfort—Quietness—Study. MODERN EQUIPMENT No expense has been spared in providing up-to-date furnishings and equipment. Modern office furniture has replaced the old style of one-sized school desks and attached seats in the classrooms. Soundproof partitions, absense of distracting noises from the street, noiseless type- writers, all make for quicker and better results. The installation of other latest office appliances make the A.S.C. unexcelled in furnishings and equipment. TUITION Day School, $15.00 a month. Night School, $5.00 a month. Half Days—Morning or Afternoon, $10.00 a month. ENROLMENT LIMITED TO 150 STUDENTS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.