Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 4
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. AGÚST, 1935. / « pessi sérkennileg'a mynd var tekin af brezka flotanun* við Spithead, að lc,knum flotaæfingum. pað sem á, myndinni líkist pálmaviðargreinum eru flugeldar, sem sendir voru frá hverju skipi. Fyrir réttum fimm árum I>ýtt úr Free Press 23. júli 1935 í gær var prentaður síðasti kaflinn af greinastúfum sem þetta blað hefir birt úr ræðum þeim, sem Bennett flutti 1930. . Þessar orðréttu tilvitnanir hans voru teknar upp í blaðið með fyrirsögninni: “Fyrir réttum fimm árum.” Voru þar .birt greinileg og ákveðin loforð þau sem Bennett gaf fólkinu í Can- ada áður en hann varð forsætis- ráðherra. Grimmilega hefir verið ráðist á Free Press af blaðamönnum sem styðja Bennett—ráðist á það fyrir þá sök að það birti þessar greinar. Blaðið Vancouver Prov- ince t. d. telur það “blindni” að birta kafla úr ræðum Bennetts 1930. Sama blað segir að slíkt beri vott um “hatur, illvilja *og skort á góðgirni.” Það er engum efa bundið, að því blaði geðjast ekki að þessum ræðustúfum Bennetts. Sama er a segja um blaðið Calgary Her- ald. Það kemst að þeirri ein- kennilegu niðurstöðu, að með því að prenta parta af ræðum Bennetts sé hann hafður að at- hlægi og lítið gert úr honum. í augum rFee Press eru þessar mótbárur broslegar. Það, að minna á loforð Ben- netts fyrir kosningarnar, sýnir auðvitað betur en nokkuð annað hversu gersamlega hann hefir brugðist. Það út af fyrir sig er ef til vill ógeðfelt flokksfylgjend- um hans. En hvernig er með nokkurri sanngirni hægt að kalla það illgirni eða ódrenglyndi að minna á hans eigin orð. Hefir blaðið Vancouver Province hlotið heimulegar upplýsingar um það að Bennett hafi ekki vonast til eða búist við að fólkið tæki mark á orðum hans eða loforðum? Ef fallast ætti á skoðanir blaðs- ins Vancouver Province þá væru kosningar nokkurskonar almenn- ings áflogaleikur, þar sem engin ábyrgð kæmi til greína og engra takmarka væri gætt og hvað sem einhver kynni að segja á meðan á þeim stæði, ætti að gleymast og grafast þegar þær væru um garð gengnar, eins og hvert annað marklaust hjal. En blaðið Free Press er þeirrar skoðunar, að þjóðræðisstofnanir vorar ættu að vera og gætu verið háðar meiri alvöru en hér kemur í ljós. Fólkið hefir fullan rétt til þess að álíta að flokksforingjarnir séu ekki annaðhvort brjálaðir eða dauðadrukknir þegar þeir flytja kosningaræður sínar. Oss finst sem fólkið hafi fullan rétt til þess að álíta að þeim sé alvara að einhverju leyti og viti hér um bil hva þeir segja. Væri það ekki, væru allar kosn- ingar skrípaleikur.— Það er að vísu rétt að i póli- tízkum ræðum segja menn stund- um ýmislegt það, sem ekki er grandgæfilega hugsað; helzt á það sér stað þegar einhver illska kemst inn i kappræður og gripið er til ýmsra ráða til þess að bera þar hærra hlut. Ef til vill væri það rangt að prenta orð scm sögð væi'u undir þeim kringumstæðum og beita þeim á móti flokksfor- ingja. En útdrátturinn sem Free Press hefir prentað úr ræðum Bennetts var alls ekki þess eðlis. Orð hans voru nákvæmlega veg- in og mæld og ákveðnar, hugsað- ar staðhæfingar gerðar, auðsjá- anlega skrifaðar'áður en þær voru fluttar af Bennett sjálfum, því hann endurtekur þær orð fyrir orð á ferð sinni frá hafi til hafs. Á þennan fyrirhugaða og á- kveðna hátt lofaði Bimnett því hátiðlega að binda enda á at- vinnuskortinn. Á þetta hafa les- endur vorir verið mintir í þeim útdrætti, sem blaðið hefir birt úr ræðum hans. Hann lofaði því einnig að finna greiðari götur til þess að selja vörur vorar, sérstaklega fram- leiðslu bændanna. Hann sagðist hafa óbrigðul ráð og möguleika til þess að gera hvorttveggja. B,áðið var það að hækka toll- ana og semja siðan um hag- kvæm verzlunarskifti við önnur lönd. Hann lofaði fleiru en þessu og alveg eins ákveðið, eins og t. d. þjóðvegi yfir alla Canada og elli- styrk, sem allur væri greiddur af sambandsstjórninni. Hann lofaði mörgum brúm og bryggj- um, höfnum, járnbrautum, o. s. frv. Alt þetta lofaði hann að láta gera á ákveðnum stöðum. (Alt þetta er talið upp á öðrum stað i blaðinu). Mr. Bennett komst til valda með því að veita þessi loforð; hann var kosinn til þess að fram- kvæma loforðin. En hann hefir ekki efnt þau. Hvaða vit er í því að vonzkast nú þó minst sé á þessi loforð? Minna mætti þá blaðamenn er Bennett fylgja á það að hann skoraði á fólkið að rísa upp á .móti sér og steypa sér frá völd- um ef hann stæði ekki við orð sín. í ræðum hans var hver klaus- an á fætur annari sem þetta sann- ar. Meðal annars sagði hann það sem hér fylgir: “Eg bið ekki um neitt fylgi með blekkingum.” “Eg meina það sem eg segi, skilyrðis- og undantekningar- laust.” “Eg bið þingmannsefni yðar að greiða atkvæði á móti mér í þing- inu ef eg uppfylli ekki loforð min.” “Eg skal farast í baráttunni fyrir þessu fremur en að láta það ógert.” . “fiif nýja stjórnin skyldi bregð- ast yður og ekki koma í fram- kvæmdir hugsjónum þeim og á- hugamálum, sem þér eigið, þá verður það skylda yðar að reka hana frá völdum.” Svona talaði Bennett 1930. Hann undirstrikaði loforð sín með því að taka það sérstaklega fram, að hann meinti nákvæm- lega það, sem hann-sagði. Hann skoraði á þingið^ og þjóðina að muna vel hverju hann hefði lofað og reka sig frá völdum ef hann brigðist. Það, að fletta upp í fimm ára gömlum bókum og minna á það 1935, sem hann lofaði 1930, er ekkert annað en að halda yfir honum réttlátt próf og sýna hversu vel hann hefir efnt loforð sín. Þetta er það sein hann sjálf- ur bað uin að gert yrði—og það er ekkert annað en sjálfsagt verk gagnvart hverri stjórn sem er. Hér er heldur ekki um að ræða smávægilegt nöldur um það, hvort orð og andi loforðanna komi í bága hvort við annað. Blaðinu Vancouver Province og fleiri blöðum skjátlast herfi- lega í einu atriði. Þau virðast ekki skilja það að Bennett hélt í raun og sannleika að hann kynni ráð til þess að auðga alla.—Hann hélt að hann gæti skapað vinnu fyrir alt bæja-fólkið og selt hveiti bóndans fyrir hátt verð. Hann virkilega trúði því að hann hefði ráð í hendi sér til þess að leiða þessa blessun yfir land og lýð.— Báðið var hátollastefnan. Nú hefir hann reynt þessa að- ferð til þrautar. En engin bless- unhefir hlotist af henni enn sem komið er. HátolJarnir hafa ekki bjargað þjóðinni né bætt kjör hennar hið minsta. Atvinnuleysi er miklu meira nú og bændurnir eru miklu fátækari nú en fyrir fimm árum. Það er alls engin illgirni þótt nú sé minst á hvað Bennett pré- dikaði-—þótt á það sé minst að 1930 hélt hann að hátollarnir gætu skapað atvinnu og greitt fyrir hveitisölu. Það er beinlínis þjóðinni nauðsynlegt, að sýnt sé fram á það núna þegar kosningar fara í hönd, hversu band-vitlaus- ar voru kenningar Bennetts að því er fjármál snerti; hversu gjörsneyddur hann var allri fjár- málaþekkingu fyrir hönd þjóðar- innar. Það er heimskuleg vörn að segja að hann hafi gert sitt allra bezta. Auðvitað hefir hann gert sitt bezta. Allir forsætisráðherr- ar gera sitt bezta. Þessi þjóð kýs ekki forsætisráðherra, sem sigla stjórnarfleyinu í strand af illum hvötum eða af ásettu ráði. Það væri Mr. Bennett óefað sérstakt gleðiefni ef hver einasti maður i Canada hefði góða atvinnu og hveiti seldist á $1.50 mælinn. Sannleikurinn er sá, að þjóðin á ekki því láni að fagna. Ástæðan fyrir því er sú, sainkvæmt orðum Bennetts sjálfs 1930, að stefna stjórnarinnar er óheillastefna. Mr. Bennett hefir gert sitt bezta (hann hefir hækkað tollana meira en dæmi sé til í sögu þessa lands) en hans bezta hefir að engu liði orðið vegna þess að fjármálahugmyndir hans eru, vægast sagt, rangar. Hann hefir farið eins fljótt og eins langt og mögulegt var í ranga átt. Það er þjóðinni þarft verk að mint sé á hverju Bennett lofaði, hvað hann hefir gertt og hvernig hann hefir brugðist. — Það er þarft verk og nauðsynlegt ein- mitt nú fyrir kosningarnar, og F’ree Press biður engrar afsök- unac á því að hafa prentað og mint á hin fögru loforð hans. Hann gaf þessi lof«rð greinilega og ákveðið; hann lagði áherzlu á það að hann skyldi efna þau og ímð þjóðina að hrinda sér frá völdum ef hann efrfdi þau ekki. Skottulækningar hans hafa ger- samlega brugðist. Þjóðin er nú að ryfja upp fyrir sér hverju hann lofaði, hvernig iefndirnar hafa verið og búa sig til að gera það, sem hann bað hana a-ð gera ef ha'nn brigðist. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Herafli Itala í Austur-Afríku Enska blaðið “Daily Telegraph” segir frá því, að yfirhershöfðingi ítalska hersins í Austur-Afríku hafi tilkynt Mussolini, að ítalir yrðu að hafa að minsta kosti 400,000 manna her í Afríku, ef herferð þeirra ætti að geta borið tilætlaðan árangur. Mussolini á að hafa fallist á þetta. En enn sem komið er telja menn að ítalir hafi ekki nema helming þessa herafla í Austur-Afríku. Ný Islandslýsing á Þýzku Dr. Walter Iwan: Island, Studien zu einer Landes- kunde, Stuttgart. 1935. Vér íslendingar eigum að rann- saka land vort sjálfir sem bezt, og vér þurfum -að vera nýtnir á öll ta>kifæri til að breiða út þekk- ingu á því meðal annara þjóða. Vér megum helzt ekki una því, að fróðir menn erlendir viti að- eins það tvent um ísland, að þar sé hver, sem heitir Geysir, og eld- fjall, sem heitir Hekla. Á öld hins óskoraða auglýsingavalds skilja flestar þjóðir, hverja þýð- ingu það hefir, að þekking á landi þeirra sé breidd út sem bezt. Nú er það altaf nokkrum tak- Modern Dairtes Limited áma Islendingum heilla og blessunar í tilefni af 60 ára nytsömu starfi þeirra í þágq hinnar canadisku þjóðar. y Með þökk fyrir góð og ábyggileg viðskifti! Modern Dalrles Llmited Sími 201 101 mörkunum bundið, hve oss ís- lendingum tekst að breiða sjálfir út þekkingu á landi voru. Ber margt til þess. Megum vér því vera þakklátir þeim erlendum mönnum, sem slíkt gera fyrir oss, ef til þess verks er vandað. Sutnrin 1927 og 1928 ferðuðust um fsland tveir þýzkir vísinda- menn. Heitir annar þeirra Wal- ter Iwan. Fóru þeir bæði um bygðir og öræfi. Dvöldu í Fróð- ardölum um hríð, og í Krísuvík og víðar, fóru loks út á islenzkt fiskiskip og kyntu sér aflabrögð. Birtist nú í sumar árangurinn af ferðum þessum og þeim rann- sóknum, er við þær eru bundnar. Það er bók sú, sem að ofan getur. Eins og nafnið bendir til er hér um drög að lýsingu íslands að ræða. Auk þeirra rannsókna er höfundur gerði sjálfur, liggur bókinni til grundvallar rækileg- ur lestur alls hins merkasta, sem um efnið hefir verið ritað. Er þar stutt yfirlit yfir jarðfræði landsins og myndun, loftslag og jurtagróður, landslagslýsingar og loks stuttur leafli um þjóðina og hennar hætti. Hér er þjappað saman á þett- prentaðar 150 síður tiltölulega miklum fróðleik um ísland, en í svo stuttu riti er, eins og við má búast, víða fljótt yfir sögu farið. En úr því bætir yfirgripsmikil ritskrá, sem vísar lesandanum á, hvar nánari upplýsinga sé að leita um sérhvað það, sem á er drepið. Bókin er því þannig iir garði gerð, að þeir, er langar að fræðast um ísland geti að ágrip- inu lesnu snúið sér beint að þeim heimildum er til eru um þau atriði, er þeir kynnu að /vilja fræðast betur um. Getur ritskrá- in 623 rita og ritgerða eftir ís- lenzka menn og erlenda — á ís- 1 e n z k u . Norðurlandamálum, ensku, þýzku og frönsku. Öll ber bókin þess merki, að mikil vinna hefir verið í hana lögð, og mun höfundur gæta allr- ar varúðar í dómum sínum um þau atriði, er fræðimenn greinir á um eða enn eru lítt rannsökuð. Bókina helgar hann minningu Þorvaldar Thoroddsen, “er með þrautseigum og rækilegum rann- sóknum sínum lagði öruggan grundvöll undir landfræði ís- lands.” Landfræðisstofnun Berlínarhá- skóla hefir gefið bókina út og er henni þar með skipað í röð vís- indarita. Enda þótt Þjóðverjar hafi allra erlendra manna mest ritað um ís- land, svo margt sé hægt að lesa á þýzku um íslenzk efni, auk þess sem íslendingar sjálfir hafa þar eftir sig látið, hefir dr. Iwan unn- ið þarft verk og þakkarvert með þessu riti. Rækt sú við fornger- manskan menningararf, sem þjóðernisjafnaðarstefnan boðar, vekur þá löngun hjá fleiri og fleiri Þjóðverjum að vita einhver deili á landinu, þar sem Ljóða- edda fæddist. Mun þá þessi fs- landslýsing handhægur leiðarvís- ir, svo langt sem hún nær. —Kn. A.—Mbl. Með óskum Alls velfarnaðar í tilefni af 60 ára landnámi Islendinga í Canada KIEWEL BREWING COMPANY LIMITED SÍMI 201178 ! The BEST VALUE in USED CARS is to he found at BREEN BR0S. CHRYSLER and PLYMOUTH Distributors Cor. Graham and Main PHONE 95 313

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.