Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 6
14
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. AGÚST, 1935.
Stundardvöl hjá íslenzk-
um prestum
Eftir séra Sigurð Ólafsson.
(Framh.)
MeÖ sanni má segja að íslenzku
prestarnir eru, með örfáum undan-
tekningum, þjónandi i sveitasöfn-
uÖum.
Undantekningar þær, sem eiga sér
stað í því efni eru Reykjavíkur
prestarnir og nokkrir aðrir, sem
þjóna í bæjum, svo sem Akureyri,
Seyðisfirði, Hafnarfirði og öðrum
kauptúnum umhverfis landið. Nú
hefir, sem kunnugt er, óstöðvandi
fólksstraumur streymt til Reykja-
vikur um all-mörg ár. Það er því
eðlilegt að flestir þeir prestar, er af
starfi láta, þá venjulega aldraðir
menn, stefni huga sínum til höfuð-
staðarins. Þar hafa þeir allir stund-
að nám sitt á mentaskóla, og síðar á
prestaskólanum, og nú síðan 1911 í
guðfræðadeild háskóians. Margir
þeirra eiga börn i Reykjavík, er at-
vinnu stunda.
Ýmsir úr hópi eldri manna, er lát-
ið hafa af starfi sem embættis-
menn, bæði prestar og aðrir, hafa
hlotið kenslustörf, bæði í Reykjavík
og Hafnarfirði; þó nokkrir á stjórn7
arskrifstofum. Mælir því alt með
því, að bæði prestar og aðrir úr
þeim hópi manna, setjist að í megin-
stöð menta og atvinnulífs þjóðarinn-
ar. Stór hópur fyrverandi starfs-
manna þjóðarinnar er því búsettur
i Reykjavík. Úr hópi presta, er eg
lítið eða alls ekki kyntist, en þó átti
stuttan samfund við eða nafnkynn-
ingu, get eg tilnefnt séra Einar
Thorlacius, síðast prest i Saurbæ á
Hvalf jarðarströnd; Séra Magnús
Bjarnason frá Prestsbakka í Skafta-
fellssýslu; séra Ólaf Sæmundsson
frá Hraungerði; séra Jón Árnason
frá Otrardal við Arnarfjörð, nú
aldurhniginn mann. Þótt ekki kynt-
ist eg Jóni Finnssyni, fyr presti á
Djúpavogi, föður séra Jakobs á
Norðfirði, er nú dvelur hér í álfu,
þá sá eg hann, og sýndi hann mér
þann heiður að hlusta á erindi, er eg
flutti í dómkirkjunni.
Martin SmitK and family-
Myndin er af fjölskyldu einni, sem nýlega hefir yfirgefið nýlenduna
I Matanuska dalnum í Alaska, Mr. Martin Smith, konu hans og sjö börn-
um. Smith segir að frost fari þar aldrei úr jörðu, og landið sé því
mjög öhentugt til ræktunar.
Meðal eldri presta, er eg heirn-
sótti og mun ekki áður hafa á minst
vil eg nefna séra Pétur Helga
Hjálmarsson frá Grenjaðarstað, er
nú hefir látið af prestskap fyrir
nokkrum árum. Eg átti erindi við
hann, sökum þess að hann er fé-
hirðir Prestafélagsins og umsjónar-
maður rita þeirra og bóka, er félag.
ið hefir prenta látið.—Mig langaði
sérílagi að ná sem fyrst í Presta-
félagsritið; hafði eg símað nokkr-
um sinnum til séra Helga, en náði
ekki tali af honum. Enda er hann,
eða var í haust starfsbundinn hjá
Mjólkurfélaginu.
Svo var það einn daginn að eg
hafði lengf dvalið í kirkjugarðin-
um, bæði hjá leiði föður mins, og
annara,—þvi að sá sem kynnast vill
—og fylgst hefir með, sér þar hvílu-
rúm margra er hann kannast við,
persónulega, eða þá af kynningu
fyrir meðalgöngu bóka og tímarita.
Það er eitt einkenni og ef til vill
tim leið hindrunár, að tilheyra lítilli
þjóð, þar sem allir þekkja alla.
Sagan öll verður persónuleg—saga
The
WATCH
SHOP
"Community Plate” FREE—a cheese serrrr with each service for four.
All patterns at special prices.
We have the latest in Engravcd and Diamond Set Wedding Rings.
Railroad and Bulova Watches.
THORLAKSON and BALDWIN
699 SARGENT AVE., WINNIPEG.
einstaklinganna. Þannig er saga
vorrar íslenzku þjóðar, eins og Dr.
Rqgnvaldur Pétursson tók svo fall-
ega fram í ávarpsorðum fluttum á
-.öngsamkomu Sigurðar Skagfields
söngvara, í Sambandskirkjunni i
Winnipeg vorið 1934.
Eftir að hafa um all-langa hrið
dvalið í kirkjugarðinum, tók eg mér
langa göngu eftir Hringbrautinni,
frarn hjá Elliheimilinu og til baka—
eitt stórt “rundt”—veitti eg því eft-
irtekt að letrað var yfir dyrum á
smekklegu húsi, er stóð við Hring-
braut nr. 144, orðið “Grenjaðar-
staður.” Þóttist eg vita að þar ætti
séra Helgi heima. Herti eg því
upp hugann og gekk heim að hús-
inum og hringdi dyrabjöllunni. Eg
spurði eftir séra Helga og var tjáð
að hann væri heima og boðið að
koma inn. Séra Helgi er hinn ljúf-
asti heim að sækja, glaður og ein-
lægur, svo að framandi maður finn-
ur sig strax heima hjá honum.
Hann er enn nokkuð innan við sjö-
tugt, karlmannlegur og þéttvaxinn,
en nokkuð feitlaginn. Hann tók
erindi mínu vel, kom Prestafélags-
ritið úr prentsmiðjunni meðan eg
dvaldi hjá honum. Keypti eg einnig
aðrar bækur hjá honum.
Eftir nokkra stund settist eg að
kaffidrykkju hjá þeim hjónum;
kannaðist eg við ætt frú Elízabetar;
er hún dóttir séra Jóns heitins
Björnssonar siðast prests á Eyrar-
bakka. — Er mér enn minnisstæð
fregnin um lát hans; var eg þá vart
níu ára að aldri, er fregnin um lát
hans barst austur í Landeyjar, en
hann drukknaði 2. maí 1892.
Hér í voru unaðslega sólskinslandi, þar, sem svalar nætur fylgjast að,
hafa verið reistir fagrir sumarbústaðir, er bjóða fram alt sem hjartað
þráir.
Fagrir skógar, fiskivötn, sandbakkar fyrir börn til þess að skemta
sér, böð, bátar, golf, tennis—regluleg Paradís fyrír fóik, er njöta viil
sumarleyfisins að fullu.
Vinsœlir Staðir
Við Watrous, Kenosee,
Cypress Hilis, Qu’Ap-
pelle Lakesf-Duck
Mountain, Greenwater
Lake, Good Spirit Lake
og Prince Albert Na-
tional Park.
Njötið ánægjunnar af kc,stnaðarlitl-
um leyfisdögum með fjölskyldu yðar
f ár, f yðar eigin bfl, f yðar eigin
fylki. Úr miklu að velja fyrir þá er
sofa vilja f tjöldum, jafnt og hina
er kjósa sér hvíld í góðu herbergi.
Skriíið eflir bæklingum, landa-
bréfi, eða annari fræðslu til
Samtal okkar séra Helga snérist
brátt að prestsstarfi og þeim ýmsu
erfiðleikum, sem það hefir verið háð
í prestskapartíð eldri presta á fs-
landi. Séra Helgi vígðist til Ey-
vindarhóla i Rangárvallasýslu, voru
veittir þeir 1. júlí 1895; en fór
þangað eigi, heldur í grend við átt-
haga sina (séra Helgi er Mývetn-
ingur að ætt) að Helgastaða presta.
kalli i Suður-Þingeyjarsýslu. Þar
þjónaði hann til ársins 1907, en
gerðist þá aðstoðarprestur séra
Benedikts Kristjánssonar á Grenjað-
arstað, og, varð svo eftirmaður hans
þar, en lét af prestskap fyrir nokkr-
um árum. Veit eg að séra Helga
er Grenjaðarstaður kær, enda bún-
aðist honum þar ágætlega. Grenj-
aðarstaðar prestakall er víðlent og
erfitt, en vel mun séra Helgi hafa
rækt starf sitt, og sögusögn kunn-
ugs manns hefi eg um það, hve
vasklega hann sótti til kirkna sinna,
oft á skíðum i fannfergi vetrarins.
Áður er hann þjónaði á Helgastöð-
um, hafði hann um lengri tíma í
millibilsástandi næsta prestakall, en
m.fni þess hefi eg gleymt. Mun
hann þá oft í ferðalögum að vetri
til hafa komist í krappan dans. Bil-
un í fótum, er þjáir séra Helga,
mun eiga rót sína að rekja-til skíða-
ferða hans.
Dept. %’ Bureau of Publications
Legislative Building - Regina
Manni hlýnar um hjartarætur að
tala við séra Helga. Viljinn ákveð-
inn að verða öðrum til blessunar, er
sigursæll og slær á spenta strengi.
Eg veit, þótt ókunnugur eg sé, að
erfitt hefir verið að þjóna í prests-
stöðu hvarvetna á íslandi, frá því
eftir 1890—og það til þessa tíma;
ef til vill ekki síður hjá hinum sjón_
fránu framsæknu Þingeyingum en
öðrum,—því að þessi tími hefir ver.
ið eins og eitt skáld Þingeyinga,
Jón heitinn Stefánsson, kallaði það
“ileysingatími” umróts- og endur-
vakninga tímabil, en jafnframt
gróðrartið hins nýja tíma. Veit eg
því ekki um dóm samtíðarinnar
snertandi störf séra Helga. Per-
sónulega virtist mér af minni stuttu
kynningu og viðtali við hann, sem
starf hans hafi í þjónustu kristn-
innar verið heilbrigt, þjóðlegt og
affarasælt,—og að hann, sem var
laginn gróðrarmaður og kunni tök á
því að auka gróður jarðar, gera eins
og Guðmúndur skáld á Sandi hefir
kveðið um látinn kirkjuhöfðingja
“guðsriki úr íslenzkum bala,” hafi
einnig verið heppinn í því, að rækta
og blómgva alt hið fegursta í sál-
um þeirra, sem honum var trúað
fyrir.
Séra Helgi er Mývetningur, og
ber í brjósti hina alkunnu óðals-
trygð og átthagakærleika, sem Mý-
vetningar eiga í svo rikum mæli.
Bað hann mig fyrir kæra kveðju til
allra Mývetninga, er eg til næði,
en sérílagi til frændfólks síns og
fornkunningja allra.
Bað hann mig sérílagi fyrir kær-
leikskveðju til séra Egils H. Fáfnis,
frænda sins, til ástvina hans, og til
I Árna Bjarnasonar og Sólveigar
konu hans í Árborg.
Eftir samtal mitt við séra Helga,
tók eg mér á ný langa göngu með
sjónum, alla leið eftir Tryggva-
götu meðfram höfninni inn að
Barónsstíg, þar sem bræður mínir
búa.
Hægur vestankaldi var á, og léttar
bárur kystu ströndina og dóu þar.
j Hver veit nema að þessar bárur
komi alla leið frá Amríkuströndum,
hugsaði eg. Ljúfar bárur, sem
tengja enn öruggar kærleiks- og
bróðurbönd, þurfa að berast fram
og til baka yfir “íslands ála” að
“Vínlandsströndum.” Máttþungra
! kærleiks og samúðarstrauma þarf
með, til þess að brúa djúpið— og
“tengja hugi yfir höfin breið.”
Eg er kominn upp á Laugaveginn
og fylgist með óslítandi fólks-
straumnum, því gatan er þröng, og
allir virðast úti á götu, að ganga sér
til hressingar í kvöld.
Eg er í draumkendu sæluástandi,
yfir því að vera heima, og finna til
þess í nýrri merkingu—innan um
allan þennan mannfjölda — að eg
j er íslendingur. Eg er heima! En
! eg nýt mín ekki til fulls í marg-
j menninu á Laugavegi, svo eg legg
j leið mina yfir á Hverfisgötuna,
j sem er bæði rúmgóð og íögur. Hér
er nóg rúm að ganga í hægðum sín-
um og njóta dagdrauma sinna!
Eg er að hugsa um íslenzkt fólk
á íslandi, í Norður-Ameríku og
hvar helzt í heimi sein er, og afkom.
endur þeirra.
Kjörin, sem það á víða við að
stríða, eru andstæð og erfið kjör.
Fannkyngi og kuldar ríkja enn á
norðurhluta íslands; bændalýðurinn
íslenzki á í harðri baráttu sem fyr.
Sporin hans eru enn blóði drifin;
kjör hans oft óblíð; einangrunin
lamandi. Barátta íslenzkra sjó-
manna við strendur landsins og úti
á höfunum er með afbrigðum erfið
og ströng.
Þannig er og barátta Vestur-ís-
lendinga einnig'ströng og þrotlaus
barátta, fyrir tilveru sinni. Bænd-
urnir berjast um í vetrarhríðum og
fannfergi, t. d. hér í Manitoba—
6—8 mánaða vetur að vori með-
töldu. Fiskimenn á vötnum þessa
meginlands eiga þó að sumu leyti
örðugasta stríðið. En þeir, eins og
bændumir, eru “þéttir á velli og
þéttir í lund, þolgóðir á raunastand.”
Og barátta borgarlýðsins i WinnL
peg og víðsvegar annarsstaðar
breytileg og rnargþætt, og oft von-
laus eins og hún reynist að vera, er
einnig háð af karlmensku og þrótt-
lund þeirri, sem norrænn andi einn
er fær um að skapa í ættbálki sín-
um.—
Standard Dairies Ltd.
Cor. McGEE & WELLINGTON
Óskar íslendingum til hamingju
með demantsafmælið.
Phone 29 600
Hamingjuóskir
í tilefni af 60 ára landnámsafmælinu
Sargent Electric Co.
690 VICTOR STREiHT, WINNIPEG
Sími 21 900
Hugsunin er frjó og gleðjandi, að
íslendingar berjast hvarvetna góðri
baráttu! Þeir þola samanburð við
aðra, hverja sem eru. íslendingar
eru drenglyndir, öruggir, óhræddir,
—beztir margir hverjir, þegar mest
reynir á. Fáorðir við fyrstu kynn-
ingu eru þeir margir; stundum kald-
lyndir og óþjálir, en “drengir góðir
og fara vaxandi.”
Og ósjálfrátt er eg í draumkendu
ástandi þess manns, er engin störf
binda, og ekkert hefir að gera nema
njóta og horfa beint út úr augunum.
Eg geng loks heimleiðis. Þá hreyfir
sér í djúpi sálar minnar bergmál af
orðum skáldsins Björnstjerne
B(jörnson,i—orð, sem hann endíar
eina sögu sína með,—orð, sem mér
virðist mega heimfæra um svo fjöl-
marga íslendiijga, hvar helzt sem
að spor þeirra liggja. En orðin
eru þessi: “Þar sem að góðir menn
ganga, þar eru vegir Guðs.”
Mætti það sannast um sem flesta
íslendinga, hvar helzt i heimi sem
þeireru! (Framh.)
)
David Livingstone
og Viktoríufossarnir
Viktoríufossarnir eru inni í myrk.
viðum Mið-Afríku, í ánni Zambesi.
Þeir eru hinir lang stórkostlegustu
fossar, er mannlegt auga fær séð.
Sjálfur Niagarafossinn kemst þar
ekki í hálfkvisti við, og þó er ekki
liðin öld síðan að þeir voru fyrst
þektir og séðir af hvítum mönnum.
Svo ný er frægð þeirra og þekking
okkar á þessu risavaxna fyrirbrigði
náttúrunnar.
Það féll í hlut Davids Living-
stone, hins merkilega landbúnnuðar,
trúboða og mannvinar, að “finna”
þá og skýra, og bera frægð þeirra
til hvítra manna. Hann gaf þeim
nafn Viktoríu Englandsdrotningar.
Meðal villimanna voru fossarnir
þektir. Þeir höfðu heyrt drunur
þeirra, og séð hinn sífelda úðamökk
er upp af fossunum stendur, þó ekki
þyrðu aðrir að nálgast fossana að
mun, en þeir hugrökkustu þeirra.
ÍÍhiHonyTpBti (tnmþönn.
INCORPORATED 2Í? MAV 1670.
Kveðjur og
árnaðaróskir
til
fornvina!
Fyrir sextíu árum stofnuðu ís-
lenzkir brauðtryðjendur í Vest-
ur-Canada nýlendu, mannaða
liarðgeðja nýbyggjum; úr þeim
jarðvegi, er lagt hefir fram
stóran menningarskerf, sem
borgarar í Winnipeg og ann-
arsstaðar vestanlands.
Fyrir sextíu árum knýttust
vináttubönd milli þ e s s a r a
manna og Hudson’s Bay fé-
lagsins, er styrkst liafa með
hverju líðandi ári.
Með þetta fyrir augum, er oss
það alveg sérstakt ánægjuefni,
að flytja hinum íslenzltu vin-
um vorum árnaðaróskir vorar
í tilefni af demantsafmælinu!