Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1935 5 leggjast á eitt aS gera það sem full- komnast. í mínum huga á það bókasafn heima aðeins á einum stað —á háskóla þessa fylkis. Ef þessi tillaga fær nokkurn byr, þá hefi eg von um að hægt sé að gera mynd- arlega byrjun á slíku safni á þessu ári fyrir höfðingsskap eins manns, sem sér og skilur nauðsyn og þýð- ing slíks safns, einmitt á háskóla þessa fylkis. Við þurfum einnig að koma á fót kennaraembætti í íslenzku við há- skóla þessa fylkis. Það má vera að það sé ókleift. Það má jafnvel vera að það sé orðið of seint. En án þess megum við alveg eins vel gefast upp strax. Ef þetta á að gerast, þá má það ekki dragast, því það er þegar í ótíma komið. Það er ekki hægt að mæla þýðingu slíks kennaraembættis við tölu nemend- anna, sem búast má við að njóti þar kenslu. Eg veit, til dæmis, ekki hvað marga íslenzku nemendur dr. Richard Bteck hefir á rikisháskól- anum í Norður Dakota. Eg veit ekki einu sinni hvort þeir eru nokkr- ir. En hitt veit eg og það er, að hann er þar að vinna mikilvægt og virðingarvert starf í þarfir íslend- inga og íslenzkrar menningar bæði inn á við og út á við. Eins hefi eg hugsað mér að kennarinn í ís- lenzku við háskóla þessa fylkis ætti að vera maður, sem gerst gæti leið- togi í baráttunni hér fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu og íslenzkrar menningar, maður, sem teldi það part af sínu starfi að kynna hér- lendum mönnum íslenzka menning og að vekja og glæða áhuga hjá okk- ar uppvaxandi kynslóð á öllu því bezta, sem íslenzkt er. Slíkt starf gæti orðið þjóðflokki okkar til ó- metanlegs gagns, jafnvel þó íslenzku nemendur yrðu í fyrstu fáir eða engir. Vestur-íslendingar, er nokkur al- vara á bak við það, sem þið kallið þjóðrækni ykkar? Prestarnir tala um ávexti trúarinnar. Það ættu að vera einhverjir sýnilegir ávextir þjóðrækninnar eftir öll þessi ár. En mér finst, .að það hafi hingað til verið uppskerubrestur. Eg bið ykk- ur í hjartans einlægni að íhuga það alvarlega og hitalaust, hvers vegna það er. Við skulum svo allir taka saman höndurn og reyna að ráða viturlega fram úr því, hvað þurfi að gera og hvað sé hægt að gera, eins og komið er, og vinna svo bróður- lega að því að koma þvi í franv kvæmd, því það er með þjóðrækn- ina eins og trúna, að hún er dauð án verka. En hvort sem íslenzkan lifir hér langa stund eða skamma, og hvað sem framundan er, þá skulum við stiga hér á stokk og strengja þess heit að vera æfinlega öllu því bezta í sjálfum okkur trúir, svo að nafnið Vestur-íslendingar megi um alla ó- komna tíð halda áfram að vera heiðursnafn, sem táknar manngildi i orðsins beztu og fullkomnustu merkingu. Við skulum horfa fram en ekki aftur, og við skulum, bæði sem einstaklingar og sem þjóðflokk- ur, stefna að því'háleitasta og göf- ugasta takmarki, sem við þekkjum. Þegar séra Jón Bjarnason 2. ágúst 1874 í bænum Milwaukee hélt fyrstu íslenzku guðsþjónustuna í Ameríku, lagði hann í prédikun sinni út af orðunum: “Drottinn, þú hefir verið vort athvarf frá kyni til kyns.” í þessum anda byrjuðu Vestur-íslend- ingar líf sitt og starf hér i álfu. í þessum anda lifðu og dóu vestur- íslenzkir landnámsmenn. í þessum anda vona eg að allar kynslóðir Vestur-Islendinga lifi og deyi. FRAMBOÐ 1 WINNIPEG Mr. H. P. A. Hermanson, ræðis- maður Svía hér í borginni og for- stjóri svensk-ameriska eimskipafé- lagsins, hefir verið útnefndur merk. isberi frjálslynda flokksins í Mið- Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra við sambandskosningar þær, er nú fara i hönd. En i Norður Winni- peg kjördæminu hefir flokkurinn útnefnt Mr. C. S. Booth, lögfræð- ing. Keceivinj; firít aid Á móti slökkviliðsmanna, sem haldið var í Detroit varð slys mikið þá er sýna átti nýjustu uppfyndingar til eldvarna. Kvi'knaði þar í olíu-dunk og meiddust þrjátíu og tvær manneskjur. Hallig Suderoog Eftir Þorstein Jósefsson I. Eg hefi aldrei notið jafn mikillar hvíldar og þann sumartíma, sem eg dvaldi á Hallig Súderoog, þessari litlu, einstæðu eyju úti i Norðursjó. Hér þurfti eg ekkert annað að gera en njóta nátúrunnar, eg hvorki las né skrifaði, hugsaði né vann; eg naut. Hér voru hátt á annað hundr- að strákar á aldrinum frá 7—17 ára, í sumarleyfi skólanna, og mér var einnig hvíld í því að umgangast aðeins unglinga, sem voru ennþá að miklu leyti óspiltir og eðlilegir og sem að minsta kosti voru ekki með nein framtíðarheilabrot og kvein- stafi um erfiða tima og litla pen- inga. Þetta var ómenguð bernska, tápmikil og lísfglöð og það var vissulega hvild í því að losna undan volæðiskveinstöfum hinna fullorðnu og að hlusta í þess stað á bjartsýna unglinga. Náttúran var mér og hvíld; hér eygði eg enga háa hamra né djúp gljúfragil, enga jökla, enga hrika- lega tinda og ekki magnþrungna fossa. Það var ekkert hér, sem gerði mann að íslendingi, nema ef vera skyldi hafið eitt. En einnig Norðursjórinn, sem stundum er svo hræðilegur, að á þessu svæði hefir hann hlotið nafnið “Morðsjór,” var mér fullkomin hvíld. Eg heyrði ekki dauðastunur hinna hræðilegu morða, sem hér hafa verið framin, eg heyrði ekkert nema létt öldu- skvamp og sá hafið aðeins í kyrð. Af stormunum og stórviðrunum, sem stundum eru hér svo ægileg og örlagarík fyrir íbúana við Norður- sjóinn, vissi eg heldur ekkert. Það var alt af logn og sólskin dagana, sem eg dvaldi á Hallig Súderoog. II. Orðið Hallig er dregið úr frís- nesku og þýðir sama og Holland, þ. e. lágt land, eða land, sem flætt getur yfir. Síðar meir hefir orðið Hallig fengið sérstaka þýðingu og það er láglend eyja, sem sjórinn flæðir yfir i háflæði og stórviðrum. Orðið Súderoog hefir mér verið sagt að þýði augað í suðri. Það eru tiu eða ellefu eyjar þarna í Norðursjónum, sem tilheyra “Halligflokknum,” en auk þess eru margar eyjar, sem varnargarðar hafa verið hlaðnir í kringum og enn aðrar, sem eru svo hálendar að sjór nær ekki að ganga yfir þær. En allar þessar eyjar hafa áður fyr ver- ið samfeld landspilda áföst Þýzka- landi, en sjórinn siðan klofið i sundur og æ meir og meir. Við vit- um, að fyrir nokkur hundruð árum voru hérna miklu fleiri eyjar, sem nú er horfnar, ýmist undan jöfnum ágangi hafsins, sem mylur moldar- bakka eyjanna jafnt og þétt niður í saltan sæinn, eða sem hafa horfið, á einni einustu nóttu í æðisgengnu ölduróti. Það eru því engin undur þótt eyjabúar kalli Norðursjóinn “Morðsjó” og skal eg nefna hér fáeinar tölur þessu til skýringar, því að einnig þær tala sínu máli. Hið fyrsta flóð, sem sögur fara af, mun hafa verið árið 333 eða fyrir 1600 árum. Ekki er getið um tjón sefn þá hafi orðið af völdum flóðsins, en það hefir hinsvegar hlotið að vera eitthvað, ella hefði það ekki verið fært í letur. Til þess eru flóðin of algeng. Árið 516 fóru 6,000 mannslíf í Nbrðursjóinn og árið 819 eyðilögðust þar 2,000 hús. Frá þeim tíma byrjuðu menn að hlaða varnargarða sér og eignum sinum til verndar. Á 12. öld komu sex ægileg flóð og árið 1200 fórust 60 þúsund manns. Á 13. öld fórust eins mörg eða líklega fleiri manns- líf. Árið 1300 fórst heil eyja með mannmargri borg og sjö kirkju- sóknum. I tveimur flóðum árin 1354 og 1362 er álitið að 100 þús- und manns hafi druknað; er hið síðarnefnda flóð kallað “drekking- arnótt” og er sagt að allir varnar- garðar hafi þá brotnað og flóðið valdið óútreiknanlegu tjóni. Árið 1436 varð mikið land- og manntjón. Plræðileg mann- og eignatjón árin 1446, 1470, 1532, i57o og 1573. Flóðið frá 1634 er ennþá lifandi í sögnum og söngvum, sem gengið hafa mann fram af manni, ættlið fram af ættlið, meðal eyjabúa. Nóttina þann 11. október skall á ógurlegt óveður, sjórinn braust á 40 stöðum gegn um varnargarð eyj- arinnar. Nord^trand og gjöreyði- lagði niu tíundu hennar. Af 9,000 íbúum mistu 7,600 lífið, hinir björg. uðust. Gömul landabréf sýna að sumar eyjarnar hafa minkað alt að hlutum við þetta flóð. Árin 1717, i75B r776, i79r og 1792 komu flóð sem ollu miklu tjóni. Síðasta stórflóðið kom 1825 og gerði mest tjón á eynni Hooge; um 30 manns msitu þar lífið, 23 íbúð- arhús hurfu alveg en 50 skemdust meira eða minna. Þannig herja voldug náttúruöflin í æði sinu á eyjarnar og eyjarskeggj. ana, án þess að þeir fái nokkuð við ráðið. Þeir eru eins og blóm í byl. —Þeir hljóta að glatast. En það eru ekki stórflóðin ein, sem hafa orðið örlagarík fyrir framtíð eyj- anna, heldur er það einnig hið jafna skvamp aldnanna, sem brýtur eyjarnar niður og smækkar þær ár frá ári. Og sérhver suðandi alda saumar þér likklæði vot. Og sérhver suðandi bára syngur þér helspá og þrot. segir í einni visu þaðan frá eyjunum. Og sem ofurlitla viðbót við áður- nefnd dæmi um eyðileggingarstarf- semi hafsins má geta þess, að á eynni Hooge voru um miðja 18. öld yfir 150 fjölskyldur, en nú eru þar rúmlega 20 f jölskyldur og land eyj- arinnar hefir eyðilagst að sama skapi. Á annari eyju hefir íbúa- talan lækkað á síðastliðnum 180 ár- um úr 400 niður í 90 og samsvar- andi land horfið. Á þriðju eyjunni lifðu fyrir aldamótin síðustu þrjár f jölskyldur, en nú er þar aðeins ein, og horfur eru á, að eftir fáein ár sökkvi þessi eyja alveg, án þess að nokkrar leifar sjáist. Álitið er að 50 eyjar hafi algerlega sokkið. Á einni eyjunni hafa 530 hektarar lands eyðilagst á 8 árum. Þánnig mætti lengi telja, og þetta myndi boða algjörða eyðileggingu eyjanna ef ekkert yrði aðhafst. Fyrir nokkrum árum var hafin hér verndarstarfsemi og það fyrir milligöngu bókavarðar frá Frank- furt a. M., dr. Eugen Traeger að naf-ni. Það var að visu maður sem mátti sín einskis, hvorki hjá eyja- skeggjum eða stjórnarvöldunum, en hann var djarfhuga hugsjónamaður, og nú þegar má með sanni segja, að hann hafi verið bjargvættur eyj- anna. Hann kom til eyjanna eins og NÝ —þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EXTT BLAÐ 1 EINU — pægilegri og betri bók í vasann. llundraÖ blöö fyrir fimm cent. Zig-Zag cigrarettu-blöö eru búin til úr bezta efni. Neitiö öllum eftirllkingum. ZICZAG eftir nokkur ár orðið byggilegar. skyndilega upp úr sjónum, sem geta Sömuleiðis teygjast strendur megin- landsins stöðugt lengra út til hafs; en til þess að flýta fyrir uppþornun þessara nýju landvinninga eru hlaðnir flóðgarðar út í sjóinn og þannig hefir tekist að vinna allmik- ið land. Gamalt máltæki segir: “Guð skapaði sjóinn, en við ströndina,” enda mega strandbúar vera stoltir af þessu sköpunarverki sínu. Þeir hafa unnið til þess. kvöldið snýr bóndi til baka, hann sér ljósið og stefnir á það, en þrátt fyrir alt lendir hann í sjó og æ dýpra og dýpra. Þegar vatnið náði upp i vagninn, batt hann bæði sig, kon- una og börnin föst við vagninn og hélt áfram, því hann stóð í þeirri meiningu að hér væri aðeins um grunnan ál að ræða. En alt var árangurslaust. Daginn eftir fanst vagninn með líkunum fjórum, sem öll voru bundin við hann. (Framhald) hver annar gestur á skemtiferð. En hann sá hina óhjákvæmilegu eyði- leggingu þeirra og frá þeim degi barðist hann fyrir þvi með eldlegum móð að eyjunum yrði bjargað. Þeg. ar dr. Traeger dó árið 1901 var prússneska þingið búið að veita 1 miljón og 300 þúsund marka styrk til hleðslugarða, bæði umhverfis eyjarnar og eins milli eyjanna og meginlandsins. Þessir hleðslugarð- ar valda því fyrst og fremst að sjórinn nær ekki að brjóta eyjarn- ar niður, og i öðru lagi er hér um nýjar landvinningar að ræða, þvi að umhverfis hleðslugarðana rís nýtt land upp úr sjónum. Það hækkar ár frá ári og verður síðar meir að frjósömu nytjalandi. Þannig verð. ur þess ekki ýkja langt að bíða að næstu eyjarnar verði innlimaðar meginlandinu og að þar sem áður var grængolandi sjór verði síðar gróðursælt akurlendi. En enda þótt frá aldamótum hafi veríð unnið viðstöðulaust að við- haldi eyjanna í smærri eða stærri stíl, þá er þessari risaáætlun þó til- tölulega mjög stutt á veg komið og glötun sumra smærri eyjanna, eins og t. d. Hallig Súderoog eða Nord- eroog, virðist óhjákvæmileg. Þær verða briminu að bráð, þessu löðr- andi, freyðandi brimi, sem skellur dag og nótt upp að grasbökkum eyjanna, sem nagar og grefur án af- láts og sem brýtur sér æ lengri og breiðari braut inn í land eyjabúans. Að vísu er hér frá náttúrunnar hendi ekki einungis um eyðileggingu að ræða, þvi stundum skýtur eyjum Ef maður hugsar til þessa merki- lega lands, eða réttara sagt til þess- ara merkilegu eylanda í Norður- sjónum, sem ýmist, birtast eða hverfa, rísa upp úr hafinu eða sökkva í það aftur, þá finnur n^að- ur bezt sannleikann í því, að ekkert sé óbrigðult nema hverfleikinn einn, hann er það eina, sem hægt er að treysta á. Og íbúar eyjanna hafa orðið þess átakanlega varir gegnum aldirnar, að þeir bygðu ekki á bjargi, heldur hverfulleikanum og það í sinni ömurlegustu mynd. Um fjöru er hægt að fara gang- andi milli sumra eyjanna því þá koma víðáttumikil sandflæmi og leirbleytur í ljós, sem annars fellur yfir um flóð. Þessir sandar geta verið hættulegir fyrir ókunnuga og jafnvel fyrir kunnuga, einkum í myrkri eða þoku og það bæði vegna leirpytta í sandinum og eins vegna djjúpra á'la, sem lliggja gegn um sandinn og sem aðeins eru væðir á vissum vöðum. Þessir álar og leir. síki eru oft örlagarík fyrir ferða- langa og er til fjöldi sagna, sem segja frá einstökum mönnum eða jafnvel heilum fjölskyldum, sem lagt hafa út á sandana en aldrei komið fram, eða að líkin hafa rekið einhversstaðar á land löngu seinna. Þannig segir ein sagan að eigandi eyjarinnar Súdefall hafi farið, ásamt konu sinni og tveim börnum, til næstu eyjar. En af því að hann bjóst við að koma seint til baka, sagði hann vinnumanni sínum að kveikja ljós og láta í glugga er vissi út að sandinum. í myrkri um FRÆGASTA RÆÐA HEIMSINS Eins og átti að halda hana. Það getur trauðla dulist yður, herra forstjóri, að starf mitt, þessi siðustu tvö ár, er svo þýðingarmikið fyrir firmað, að ekki yrði auðhlaup- ið að því, að fá mann í minm stað, ef eg færi, þessvegna furðar mig stórlega á því, að þér skuluð ekki hafa fundið hvöt hjá yður til þess að sýna mér einhvern viðurkenning- arvott, fyrir alt það gagn, sem eg hefi unnið firma yðar. Þér megið ekki halda, að eg mæli þessi orð af þykkju, en eg hlýt að segja yður, að mér kemur þetta, vægast sagt, undarlega fyrir sjónir. Eg hefi rækt starf mitt af óþreytandi alúð, og vona, að mér sé óhætt að segja, að það hafi borið sæmilegan ávöxt. Að minsta kosti hefir deildin, sem eg stend fyrir, tekið allmiklum stakkaskiftum síðastliðið ár, og munu margir ætla, að það sé ekki hvað sízt því að þakka, hvernig henni hefir verið stjórnað. Mér þykir mjög leitt að þurfa að setja yður kosti, en eg hlýt að segja yður hreinskilnislega, að fái eg enga upp- reisn í þessu efni, þá neyðist eg til að ganga úr þjónustu formans. Eins og hún var haldin. Afsakið ónæðið, herra forstjóri! —kannske eg ætti heldur að koma seinna — svo leiðis er — herra for- stjóri, mér datt í hug, hvort — auð- vitað veit eg, að þetta eru vandræða. timar—eg fullvissa yður um, að það hefir verið mér mikið gleðiefni að sjá, hvað viðskiftin hafa aukist upp á síðkastið, og eg er viss um að mín deild — satt að segja hefði mér þótt vænt um, herra forstjóri — auðvit- að er það einungis undir yðar góð- vild komið, og eg mundi alls ekki halda því til streitu, ef til vill er ekki rétt af mér að fara fram á það —en mér datt í hug, Kveðja til landnema Nýja Islands Eg sé í anda svipþýtt land þig sveit ineð fögrum lunduin, þars aldan leikur létt við sand, og leiftrar dögg á grundum. í dag skal muna feðra frægð, þeir fundu og bygðu staðinn; þeir áttu þor og andans gnægð, af auð ei knör var hlaðinn. Þeir náinu land á neyðar tíð, þá nóg var ei til fanga. Þeir lögðu grunn í hörku og hríð, og höfðu daga stranga. Þeir brýndu kjark með bæn og óð, og báru hreysti merki. En það var ötul islenzk þjóð, sem ótrauð gekk að verki. hvort þér munduð ekki ef til vill einhvern tima sjá yður fært að hækka kaupið mitt. — Dvöl. DANARMINNING a* Nú, liðnir eru landnámsmenn þá leið, sem allir fara, en starfi lokið er ei enn, og enn þarf mörgu að svara. Þeir reistu bygð, þeir ruddu slóð með rausn og göfgu merki; nú á hin unga íslands þjóð, því áfram halda verki. Vor móðurbygð, vor feðrafold, þú flæðir straumi vörmum. Frá ljúfum frændum lágt i mold, sem liggja i móður örmum. Þó komi menn og falli frá, og framtíð mörgu breyti; þín minning dafnar hrein og há, í helgum vermireiti. Kvæði þctta er ort af S.,/. ólafssyni, Akra, N. Dak., fyrir hönd konu sinnar, frú önnu Samsonsdóttir ólafsson, í minningu foreldra hennar, er bæði eru dáin: Samson Björnsson og Anna Jónsdóttir, lækn- is, scm voru i hópi landnemanna í Nýja Islandi 1875, og i N. Dak. 1879,. * Þann 8. júlí siðastliðinn lézt í höfuðstað íslands, frú Sveinbjörg Jóhannsdóttir, ekkja ísaks Jónsson- ar, þess er kunnur varð á íslandi um eitt skeið fyrir tilraunir sínar i sam. bandi við stofnun frystihúsa. Var hún systir hinnar mikilhæfu konu Ólafíu heitinnar Jóhannsdóttur. Síðustu ár æfinnar dvaldi Svein- björg heitin hjá frú Ólöfu Einars- dóttur að Hverfisgötu 71 í Reykja- vík. 1 Sveinbjörg Jóhannsdóttir var mæt kona og merk; einlæg i hjarta og vinföst sem þá er bezt gerist. Hér vestra átti Sveinbjörg heima ýmist í Árborg eða Vancouver, auk þess sem hún dvaldi með köflum í Winnipeg. , _

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.