Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. AGCST 1935 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Mamma, þú ert fjarska veik; má eg ekki sækja þér heitt te-vatn, það kann að hressa þig.” “Segðu mér, Jacfiueline, viltu gera að vilja gamla mannsins og giftast Dr. Grim- shaw ? ’ ’ “Eg skal svara því, þegar þú ert búin að fá þér einhverja hressingu,” svaraði hún. “ Jæja, farðu þá, og komdu með eitthvað handa mér að nærast á. “ Jacsqueline fór og sótti heitt kaffi og hrauð og færöi móður sinni. Hún beið meðan móðir hennar drakk kaffið og borðaði brauð- sneiðarnar, að því loknu hugsaði hún að bezt mundi að svara hinni ógeðfeldu spurningu, og sagði: “Móðir mín! ef um mig eina væri að ræða, mundi eg fara alfarin af þessu heimili undir eins, þó eg hefði enga von um að fá neinstaðar þak yfir höfuðið. En þín vegna, móðir mín, verð eg hér og heyji stríðið sem hetja meðan kraftar endast til. E5g ætla að reyna að fá frænda til að falla frá þessari ákvörðun sinni. Eg ætla að reyna að vekja veglyndi Dr. Grimshaw, ef hann hefir nokk- urt, og reyna að fá hann til að hætta þessum biðilsmálum. Eg ætlað að fá frænku til að beita áhrifum sínum við þá báða, og sjá hverju verður hægt að koma til leiðar. E!n viðvíkjandi því að giftast Dr. Grimshaw, þá skal eg segja þér það, móðir mín, að eg kýs hundrað sinnum heldur að deyja.” “Og sjá mig deyja, barnið mitt?” “Ó, mamma, það kemur ekki til þess.” “Veistu hverjar verða afleiðingarnar af þessari hitasótt, sem eg hefi haft í kvöld, og svitakastinu sem eg fékk í nótt, og svo þessum stöðuga hósta?” “ Já, eg veit að þú ert lasin sem stendur, en eg vona að þér batni með vorinu, þegar hlýviðrið kemur. ” “Nei, Jacqueline, það meinar dauðann.” “O, sussu-nei, jómfrú Nancy Stamp hefir haft hósta á hverjum vetri, síðan eg man til, og hún er ekki dauð, eða dauðalegri en verið hefir. Þér batnar hóstinn með vorinu, vertu viss,” sagði Jacqueline, og brá litum. “Eg sé aldrei framar vor í þessu lífi, barnið mitt.” “Mamma, talaðu ekki svona, þú dregur úr mér allan kjark.” “Hlustaðu eftir því, sem eg ætlaði að segja, barn; eg lifi ekki þennan vetur til enda, nema eg hafi rólegheit og engar áhyggjur. Þessi sjúkdóms einbenni, barnið mitt, draga mig áður langt líður til dauða. Eg get lifað í mörg ár enn, ef eg fæ að njóta friðar og ró- legheita. En ef eg þarf að líða skort og allslags vöntun og bera sáran kvíða fyrir hverjum degi, lifi eg ekki marga mánuði, Jacqueline.” Vesalings Jacqueline fölnaði upp í and- liti; hún stóð á fætur, gekk fram og aftur um gólfið, hélt höndunum fyrir andlit sér og grét hástöfum og sagði: “Hvað á eg að gera? Hvað á eg að gera ?’ ’ “Því er nú auðsvarað, barnið mitt. Þú verður að giftast Dr. Grimshaw. Reyndu nú að átta sig á þessu máli, og vera sanngjörn. Ef eg héldi ekki að það væri þér fyrir beztu, bæði til hamingju og vellíðunar, þá mundi eg hvetja þig til þess.” “Góða mamma, segðu nú ekki meira!” greip Jacqueline fram í; “hættu nú; talaðu ekki meira um þetta. Það eru að koma rauðir dílar í andlitið á þér 'og hitinn er líklegur til að stíga aftur, ef þú kemst í nokkra geðshrær- ingu. Eg skal sjá til hvað hægt er að gera í þessu máli; eg skal reyna að vekja þá til sanngirni og meðaumkunar með okkur. Eg trúi ekki öðru en því, að ef eg stend trúlega við sannfæringu mína, og svík ekki hinar helg- ustu tilfinningar hjarta míns, að þá opnist mér einhver vegur til undankomu, úr þessum vandræðum. ’ ’ En hvaða vegur? Hefir þessi lífsglaða, unga stúlka nógan styrk og viljafestu, til að standa á móti öllum þeim áhrifum, sem beitt er gegn henni? 10. Kapítuli. Elftir því, sem sá tími nálgaðist að gert yrði út um þetta giftingarmál, leið Jacqueline ver og ver. Allir gátu séð að hún leið hinar mestu þjáningar við hina hræðilegu tilhugs- un að eiga að giftast Grimshaw; hiin var stundum ekki mönnum sinnandi af sorg og kvíða, stundum sýndist hún leika á als oddi og hafa í frammi alslags gáska og hrekkjapör. Stundum gekk hún sem í draumi og veitti engu neina eftirtekt. Hún horaðist og misti hinn fallega hörundslit sinn, og í æðislegum hláturköstum, sem gripu hana, sagði hún að það stafaði af andlegum áhrifum, sem blóð- sugan Grimshaw hefði á sig. Ilún forðaðist hann, eins og hún ^at. En ef svo bar til að hún varð á vegi hans og gat ekki umflúið hann, var hann vís til að grípa um hönd henn- ar og halda henni; ef hún gat tekki losað sig strax, hvítnaði hún upp og var í þann veginn að falla í yfirlið, svo hann þorði ekki annað en sleppa henni hið bráðasta. Og þannig varðist hún, svo hann fékk ekkert tækifæri til þess að bera upp bónorðið við hana. Það var einn morgun, svo sem viku fyrir jólin, að hún gekk af frjálsum vilja á hans fund. Hún gekk rakleitt inn í stofuna þar sem hann sat. Æsingin, sem var í blóði hennar, hafði valdið því, að yndislegum roða sló á hinar fögru kinnar hennar, og kynti upp hinn yndislega fjöreld í augum hennar; hún vissi ekki að hún leit út fegurri og yndislegri en nokkru sinni fyr. Hún vissi það ekki, að nærvera hennar hafði aldrei áður kveikt svo brennandi ástríðu í Brjósti Dr. Grimshaw, eins og einmitt að þessu sinni, og það sem hélt aftur af honum með að standa á fætur til að fagna henni, var ótti fyrir því, að hún mundi fá aðsvif, eða ein's og hverfa honum sjónum sem vofa, eins og hann hafði séð hana gera svo oft áður. Hún gekk rakleitt inn gólfið og staðnæmdist fyrir framan hann. “Dr. Grimshaw!” sagði hún. “Eg er hér komin til að biðja þig síðustu bónar. Eg er komin til að biðja þig—til þess að grát- biðja þig—fyrir mína skuld, í mannúðarinnar og allra góðra vætta nafni; já, fyrir Guðs skuld, að þú látir af þeirri kröfu, að eg gefi þér hönd mína. Því, herra minn, eg hvorki vil né get hugsað til að gefa yður hönd mína. Þér eruð alt of góður og vitur maður, og of háttsettur í mannfélaginu, til þess að sækjast eftir eins ófullkominni og umkomulausri stúlku, eins og eg er. Þér virðist því sýna mér óverðskuldaða virðingu með því, en hver hefir sinn sérstaka smekk,—-og eg segi yður það hreinskilnsilega, herra minn, að mér geðjast alls ekki að yður,—eg bið ýður að fyrirgefa mér að eg segi yður eins og er, eg get ekki annað.” Þrátt fyrir það, að hún talaði í rólegum málróm, og brúkaði engin stóryrði, þá samt sem áður mátti sjá það, að henni var kapp í kinn, og augun hennar fögru og blíðu, brunnu af einurð og ákvörðun. Honum fanst svo mikið til um hana, þar sem hún stóð fyrir framan hann svo tignarleg og ákveðin, en þó svo lítil, að hann varð að beita átökum við sjálfan sig til þess að hlaupa ekki á fætur og grípa hana í faðm sér. En hann gerði sig ánægðan með að segja: “Fallega álfamærin mín, oss er boðið að elska þá, sem hata oss; og ef þú hatar mig meir en nokkru sinni áður, þá bara elska eg þig þeim mun meir en eg hefi gert!” “Þér verðið þá að elska mig í fjarlægð, og þeim mun meiri sem fjarlæ^ðin er, þeim mun betra.” Hann átti bágt með að halda sér lengur í skefjum. Hann greip hönd hennar, dró hana að sér og sagði í ákveðnum en hálf- hvíslandi róm: “Nei, ást mín mun með hverjum degin- um draga okkur nær hvort öðru, mín fagra mær, þar til eg hefi upprætt alt hatur úr huga þínum og við sameinumst fyrir alla eilífð!” Með hálfbældu neyðarópi sneri hún hönd sína úr hendi hans og sagði: “Eg kom á yðar fund til þess að biðja yður—og á sama tíma til þess að aðvara yðHr. Eg hefi grátbænt yður, en þér hafið ekki heyrt bænir mínar. Nú aðvara eg yður, og þér getið lítilsvirt aðvörun mína, ef þér þorið, forsmáð hana, en þér eigið alt á hættu. Eg held eg sé að missa vitið. Eig vara yður við 'því, ef eg skyldi verða neydd til þess að gefa yður hönd mína. Bg býst við að þraut- seigja mín verði brotin; eg endist ekki til lengdar að stríða á móti nánustu ástvinum mínum. En eg segi yður, að ef eg nokkurn- tfma gef eftir í þessu máli, þá verður það fyrir ómótstæðileg áhrif annara.” “Mér er sama fyrir hvers áhrif að þú gefur mér hönd þína, fallegi Ijósálfurinn minn. Þú þarft ekki að blygðast þín fyrir það,” sagði hann og í óviðráðanlegri hrifn- ingu greip hann báðar hendur hennar. Hún kipti að sér höndunum, eins og út úr eldi. “Hvað hefi eg sagt? Ó, hvað hefi eg sagt? Eg held að eg sé að missa vitið. Eg segi yður, Dr. Grimshaw, að ef eg nokkurn tíma gef eftir, þá verður það aðeins undir ó- mótstæðilegri þvingun, sem á mig verður lögð, og þó svo verði, að eg gefi eftir, þá verður það ekki nema augnabliks eftirgjöf, sem eg kann að verða neydd til, viti mínu fjær. Þér getið reitt yður á að eg stend við þessi orð, þér getið gert sem yður sýnist, en j>ér eigið alt á hættu.” “Já, auðvitað, þú heillandi, litla álfa- drotning. Gerirðu þetta til þess að eg elski þig tíu þúsund sinnum meir en eg þegar geri?” Hún svaraði í ákafri geðshræringu og sagði: “Þér trúið mér ekki. Þér skiljið ekki að eg talaði í einlægni. Eg skal segja yður, Dr. Grimshaw, ef eg verð neydd til að gefa sam- þykki mitt til þess að giftast yður, gerðuð þér betur með því að notfæra yður ekki slíkt samþykki. Það mundi reynast hið ógæfu- samasta dagvserk, er þér gætuð unnið fyrir sjálfan yður, í þessum heimi. Þér haldið kannske að eg sé bara kenjóttur eftirlætis- krakki. Þér þekkið mig ekki. Eg þekki mig ekki sjálf. Alt hið illa í fari mínu fram- kallast þegar eg er nærri yður; nærvera yðar framkallar alt það versta, sem til er í minni sál. Ef þér giftist mér þá framkallast alt það illa í huga mínum móti yður. Eg skyldi pína yður til liinnar hörmulegustu eyðileggingar. ” “Þú ert að reyna að liræða mig, fiðrildið þitt,” sagði hann hlæjandi, og hljóp til henn- ar, þar sem hún stóð: Hún snérist undan, svo hann náði henni ekki, og æpti upp: “Guð hjálpi mér! Hvers- lags brjálæði! Hvaða ósvífni. Eg er glötuð! Reyndu að komast hjá dómi forlaganna mað- ur. Reyndu að koma í veg fyrir óhamingj- una, meðan að enn er tími til þess! Farðu og fáðu þér myllustein og bind hann við háls þér og fleygðu þér í hyldýpi hafsins, áður en þú lætur þér í alvöru koma til liugar að giftast mér. ” Hún var rjóð í andliti og augun geisl- uðu !jóma og eldfjöri, og hann var alveg helllaður af hennar yfirskilvitlegu fegurð. “Hvað meinar þú, litli ljósálfurinn minn; livað meinar þú? Lofaðu mér að taka þig í faðm mér; lofaðu mér að faðma þig að mér. ” “Höggormur!” hrópaði hún og braust um til þess a losa sig úr höndum hans, en er hún fann að varir hans nálægðust varir henn- ar, hvítnaði hún upp og augun fölnuðu; hann slepti henni sem fljótast og setti hana á stól, svo ekki liði yfir hana í faðmi sér. ‘ ‘ Hverng ætti eg að geta hugsað til að búa með slíkri konu, eins og þessi stúlka mundi vera mér? Ef það væri ekki vegæa eignanna, skyldi eg láta hana eiga sig og fara í ferða- lag', til þess að gleyma henni sem fljótast. Með hvaða ráðum get eg sigrast á þessum óeftir- gefanlega mótþróa hennar? Eg hefi reynt að láta sem mér væri engin eftirsókn í henni, og það hefir ekki haft neitt upp á sig. Eg hefi sýnt henni velvild á allan hátt og látið hana óáreitta og alt hefir komið fyrir eitt.” Þannig hugsaði hann, er hann stóð baka til við stólinn, sem hún sat á. Undir eins og Jacqueline fann að hún var laus úr höndum hans, raknaði hún við, stóð á fætur og gekk út úr herberginu. Það var að kvöldi dags, tveimur dögum fyrir jólin, að Jacqueline gekk inn í stofu föðurbróður síns; hún gekk þar að er hann sat og féll á kné frammi fyrir honum. Þetta var svo óvanalegt að honum flaug í hug að þetta væri svipur eða andi, og gamli synda- selurinn varð meir en lítið hræddur og hörf- aði frá henni og rétti út hendina til að hringja á þjóninn, til að koma með ljós. “Nei, það er óþarft að senda eftir ljósi, föðurbróðir minn. Veslingur eins og eg er getur borið upp erindi sitt í dimmunni.” “Hvað er þér í hug núna, flennan þín?” “Komst þú nokkurn tíma til Konstantín- ópel á hinum mörgu sjóferðum þínum kring um jörðina, föðurbróðir minn? Komstu nokk- urntíma á þrælasölutorgið þar?” “Já, auðvitað hefi eg komið þar. Hvað um það? Hvern þremilinn ertu nú að láta þig dreyma um?” “Fyrir hversu mikið mundi stúlka eins og eg seljast á þrælasölutorgi í Konstantín- ópel?” “Ertu vitlaus?” spurði gamli sjóliðsfor. inginn, og glenti upp augun af undrun. Eg veit ekki. Það gerir minst til hvort heldur er; það mun ekki breyta áformi þínu, þó svo væri. En eg hefi ákveðið augnamið í vitlevsunni, þess vegna bið eg þig að gera svo vel og svara þessari spurningu. Hversu mik- ið mundi eg seljast fyrir í Konstantínópel?” “Þú ert vitlaus; það er víst. Hvernig ætti eg að vita það—; ja, fallegar stúlkur seljast fyrir frá fimm hundruð upp í mörg þúsuncj “zecliins.” En þú mundir ekki selj- ast fyrir mikið, þú ert of lítil og ekki nógu holdug.” “Er fegurðin seld eftir vigt? Jæja, frændi, eg sé að þú hefir verið kunnugur á þrælasölutorginu og veizt hvaða brögðum á að beita til að fella vöruna í verði! Þú getur komist hjá því, frændi, að prútta um hvers virði eg mundi verða þar. Eg mun ekki lifa lengi og þessvegna ekki hafa samvizku til að biðja um hátt verð fyrir mig!” “Vitlaus, vitlaus eins og mars-héri, bandvitlaus!” tautaði sjóliðsforinginn fyrir munni sér og einblíndi á hana, þangað til augun voru nærri því komin út úr hausnum á honum. “Ekki eins vitlaus og þú heldur, frændi minn. Eg er komin hér til þess að gera kaup við þig.” “Hvaða bölvaða brellu hefirðu núna í hausnum? Ætlarðu kanske að biðja mig að senda þig til Konstantínópel og selja þig þar fyrir það sem fæst fyrir þig?” Jacqueline brosti ofur góðlátlegn, eins og hún hafði svo oft áður gert, þegar frændi hennar var að siða hana til, og sagði: Nei, föðurbróðir minn; en væri það ekki vegna mömmu minnar, þá mundi eg margfalt heldur kjósa að vera seld á þrælauppboði í Konstantínópel, en að gtiftast Dr. Grim- shaw!” “Hvað hefirðu í huga; Út með það strax!” “Það er þetta, föðurbróðir minn: Eftir því sem eg hefi heyrt og eftir því sem eg hefi séð, og eftir því sem eg hefi reynt, er eg þeg- ar svo innfléttuð í leyndarmál þitt viðvíkj- andi Dr. Grimshaw, eins og þú ert sjálfur.” “Þú ferð með lygaþvætting, árans, litli —! ” Það veit enginn neitt um það nema eg, ’ ’ sagði sjóliðsforinginn, en kom þó upp um sjálfan sig með látbragði sínu og undrun. An þess að látast veita eftirtekt mótsögn- inni og því viðbragði, sem gamli maðurinn tók, hélt Jacqueline hægt og rólega áfram máli sínu: “ Já, eg veit að tilgangur þinn er að gera mig að áburðarbykkju, til að flytja á Luck- enough eiggiina og aðrar eignir, er fjölskyldu þinni tilheyra, yfir í skaut Dr. Grimshaw, vegna þess að þú getur ekki á löglegan hátt gefið honum þær, nema með því hann giftist inn í f jölskylduna, og brúkir konuna hans sem flutningsfæri. ” “Hvað meinar þú, litli djöfullinn þinn! Eignirnar eru mínar, því get eg þá ekki gefið Iþær hverjum, sem eg vil; mér skyldi þykja gaman að vita það.” “Þú getur gefið þær hverjum, sem þú vilt í heiminum, frændi, nema Dr. Grimshaw, eða öðrum, sem standa í samskonar skyld- leika sambandi við þig og hann, því slíkum getur þú ekki löglega gefið neitt af fasteign- um þínum eða—” “Þegi þú, kjaftfora gálan þín! Hvernig þorir þú—?” “Hlustaðu á það sem eg ætla að segja, frændi. Hg segi þér að eg veit að því er svo háttað; eg veit líka hversvegna að þú leggur svo mikið kapp á að eg gerist áburðarbykkj- an til þess að flytja á þessar eignir, sem þú getur ekki öðruvísi komið í hendur Dr. Grim- sliaw; en þú þarft ekki að ímynda þér að eg takist á hendur að gera það fyrir ekkert;— fyrir að ynni af hendi slíkt skítverk krefst eg borgunar. Enginn hlutur í heimi gæti neytt mig eða freistað mín til að giftast Dr. Grim- shaw, væri það ekki til að tryggja móður minni, lasburða eins og hún er, frið og ró í ellinni. Hótanir þínar um að reka mig burt af þessu heimili liafa enga þýðingu né áhrif til að þvinga mig til slíkrar giftingar, enda veit eg vel að þú mundir aldrei reyna slíkt. En eg get ekki horft upp.á vesalings móður mína líða eins mikið og hún gerir, þar sem hún verður að treysta á þína óvissu og eftir- töldu hjálp. Þú hræðir hana og þvingar langt fram yfir það, sem hún hefir heilsu til að þola. Þú gerir þetta náðarbrauð, sem hún þiggur af þér beiskt og bragðvont í mnnni hennar, og eg veit að hún veslast upp og deyr, ef hún á að halda áfram að vera hér undir þinni miskunnarlausu liendi. Eg tala blátt áfram við þig, frændi, eins og mér býr í skapi; eg hefi ekkert að dylja, og enn fremur skal eg segja þér í eitt skifti fyrir öll, að eg verð aldrei við kröfu þinni um að giftast Dr. Grimshaw, nema það væri til þess að kaupa móður mína úr ánauð og tryggja henni sjálf- stætt og óháð líf í ellinni. Þessvegna krefst eg að þú kaupir Locust Hill, sem eg hefi heyrt að sér til sölu fyrir fimm þúsund dollara, og gefir móður minni til fullrar eignar og ábúð- ar. Ef þú lofast til að gera þetta, skal eg í staðinn fyrir það lofast til að giftast Dr. Grimshaw. En þú skalt vita, að með því lofast eg ekki til að veita honum ást mína, virðing eða nokkra þjónustu,—einungis hönd mína í borgaralegri giftingu, og eignimar, sem honum er ætlað að ná með því! Og enn- fremur, að gjafabréfið, sem þú skrifar undir og afhendir móður minni, skal vera samið og skrifað af lögmanni, sem hún tilnefnir, og fengið henni í hendur á sömu stundu, sem eg gef Dr. Grimshaw hendi mína. Þetta eru mínir skilmálar, föðurbróðir rúinn. Þú getur gert eins og þér líkar, þú getur rekið okkur út, til að, hungra og frjósa úti í vetrar-gadd- inum; en eg vil heldur deyja og sjá hana deyja, áður en eg sel hönd mína lægra verði en því, sem gefur henni fulla tryggingu fyrir óháðu og rólegu lífi það sem hún á eftir dag- anna. Því eg vil mörgum sinnum heldur sjá hana dauða, en skilja hana eftir í þinni um- sjá. Minstu þess frændi! Það er nógur tími fyrir hendi til að ganga frá öllum samningum þessu viðvíkjandi, en þú getur reitt þig á að eg hefi ekki talað neitt nema það, sem eg ætla að standa við. Horfðu framan í mig; held- urðu ekki að eg meini það sem eg segi?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.