Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 8
 $ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1935 Ur borg og bygð ATHYGLI! Hinum venjulegu þriðju- og föstudags “spilakvöldum” í G. T. húsinu, verður ekki fialdið áfram yfir ágústmánuÖ. ByrjaÖ verður aftur þriðjudaginn 3. september. Nefndin. Mr. Tryggvi Athelstan verk smiðjueigandi frá Minneapolis, Minn., kom til borgarinnar á mánu. dagsmorguninn og sótti landnáms- hátíðina á Gimli, ásamt frú sinni og þrem dætrum. Er Tryggvi hinn skemtilegasti rithöifundur, eins og íslendingum er kunnugt um af ferðasögum hans ýmsum og endur- minningum, sem birst hafa hér í blaðinu. Mrs. Árni Helgason trá Chicago, 111., Miss Lauga Geir frá Bottineau, N. Dak., og Mrs. Frank Jóhannsson frá Langdon, N. Dak., voru meðal þeirra mörgu langt að, er til borgar- innar komu um síðustu helgi og sóttu landnámshátíðina á Gimli. Mr. B. S. Thorvarðson kaupmað. ur að Akra, N. Dak. og Gunnlaug- ur sonur hans, voru meðal þeirra mörgu, er til borgarinnar komu um helgina, og sóttu landnámshátíðina á Gimli. Stórt framherbergi, með eða án húsgagna, er til leigu að 594 Alver- stone St., heppilegt fyrir tvo, sem vildu að einhverju leyti fæða sig sjálfir. Einnig fæst fæði keypt, ef óskað er. Sími 38 181. Dr. Tweed verður í fimtudaginn þann 15. þ. m Dr. Richard Beck prófessor við rikisháskólann í North Dakota, lagði af stað heimleiðis á miðvikudags- morguninn eftir að hafa flutt ræður á þjóðminningardögum íslendinga í Saskatchewan og á Gimli. í för með honum í öllum þessum leiðangri var móðir hans. Mr. Thorsteinn Ásgeirsson kaup- maður frá Cormorant Lake, Man., var staddur í borginni í vikunm sem leið. Mr. F. Stephenson framkvæmd- arstjóri Columbia Press Ltd., kom heim á laugardaginn var eftir hálfs. mánaðar dvöl norður við Norway House, ásamt frú sinni. Mrs. Rúnólfur Marteinsson fór vestur til Ninette á þriðjudaginn, í heimsókn til dóttur sinnar og tengda. sonar, Dr. og Mrs. A. L. Paine. Gerði hún ráð fyrir að dvelja þar í hálfa aðra viku eða svo. Mr. Thorsteinn Thorsteinsson frá Leslie, Sask., hefir dvalið í borg- inni um hríð. Sótti hann báða þjóð- minningardagana í Nýja íslandi, að Hnausum og Gimli. Mr. Egill Egilsson kaupmaður frá Brandon, var í borginni á þriðju. daginn, ásamt frú sinrti og fjórum börnum. I för með honum var einnig bróðir hans Ingimundur kaupmaður. Fólk þetta sótti land- námshátíðina á Gimli. Messuboð Guðsþjónusta í Fyrstu ’lútersku kirkju næstkomandi sunnudags- kvöld. Dr. Björn B. Jónsson pré- dikar. Messur í prestakalli séra H. Sig- mars, sunnudaginn 11. ágúst: kl. 11, Gardar; kl. 2, Eyford; kl. 8 Vída- lins. Sunnudaginn 11. ágúst messar séra Guðm. P. Johnson í Kristnes skóla kl. 11 f. h., í Westside skóla kl. 2 e. h. Fólk er beðið að fjöl- menna við messurnar. Séra Jakob Jónsson messar i Sam- bandskirkjunni í Wynyard á sunnu. daginn þann 11. ágúst. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 11 ágúst, eru fyrir- Árborg á hugaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tíma, siðdegismessa kl. 2, í kirkju Víði- nessafnaðar og kvöldmessa í kirkj- unni á Gimli, kl. 7 e. h. Séra Guttormur Guttormsson, prestur íslenziku safnaðanna í Minneota, Minn., kom til borgar- innar ásamt frú sinni og börnum síðastliðinn þriðjudag vestan úr Þingvallanýlendunni í Saskatche- wan. Brá ferðafólk þetta sér norður til Nýja íslands samdægurs. Erindi flutt í silfurbrúðkaupi Jónasar og Sigríðar Helgdson, 30. júní 1935. Eftir G. J. Oleson. Sunnudaginn 11 ágúst messar séra Sigurður Ólafsson á eftirfylgjandi stöðum: Hnausa kl. 11 árdegis; Geysir kl. 2 síðdegis; Víðir, kl. 8.30 síðdegis. VEITIÐ ATHYGLI Mynd af kirkjuþingserindrekum þeim og prest- um, er ^átu! nýafstaðið júbílþiing kirkjufélagáins, faost nú keypt tvennskonar verði. Önnur myndin er prentuð á þykkan gljápappír og er 15x5 á stærð og kostar 25c. Hin er Ijósmynd, I8V2X8. Verð 75c. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent, eða S. O- Bjerring, 550 Banning St., veita pöntunum viðtöku. “SUCCESS T Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. SELECXIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) “1 Hildings garði gréru í lund tvö gullin blóm um sumarstund, og friðar nutu með fóstra höndum; Ei fegra grœr á Norðurlöndum.” Þegar maður flettir upp Frið- þjófsljóðum Tégners i þýðingu Matt. Jochumssonar, þá blasir fyrst við manni þetta fagra erindi, og myndin af blómunum, sem það get- ur um verður skýr og ógleymanleg i huga manns; og í sambandi við þá atburði, sem hér eru að gerast í dag, renna þessar myndir upp í huga mínum. Oft og mörgum sinnum í liðinni tíð, kynslóð eftir kynslóð og öld eftir öld, hafa slik blóm, gullin blóm, sprottið upp úr frjómoldu Norðurlanda — landanna frægu og söguríku, þar sem æfintýri ásta og hugrekkis, söngva og sagna skína sem bjartir eldar i gegnum myrkur aldanna. Alt fram á vora daga. 1 dag sný eg huganum til norðurs, til Norðurlanda,—til íslands. Mér er það hugljúft, því norðrið með fossa og fjöll, eld og ís, og himinlindina tæru og blómskrúðið fagra í dalanna skauti, heillar huga minn á þess'ari stundu. Eg horfi aftur um hálfrar aldar skeið; eg er staddur á íslandi norðan verðu, rétt undir heim- skautabaugnum, þar sem öldur ís- hafsins hafa hamast við ströndina öld eftir öld, og náttúruöflin knýja fram til dáða hin lífrænu öfl með sigursöng. Eg sé í anda tvö blóm, sem náð hafa þroska, blóm, sem sprottin eru upp úr íslenzkri mold, fögur og brosandi, sem teygja hnappana móti himinsins sól. Eg sé þau í anda sem blóm æskunnar f faðmi náttiþunnar íslenzku við brjóst móðurinnar, upprennandi sem fífil í túni; eg sé þessi mannlegu blóm þroskast til fullorðins ára og bindast trygðabandi guðs réttlætis- ins og sannleikans, með manndóms- fullum ásetningi til dáðríks athafna- lífs; eg sé þau í anda með þrá og eftirvænting æskumannsins og von- ina gullfögru um bjarta framtið. Eg sé eld ástarinnar, þessi helgu vé mannssálarinnar loga í brjósti þeirra, sama bjarta eldinn, sem brann i hjarta Friðþjófs og Ingi- bjargar; sama eldinn, sem ljómaði í sálu Gunnlaugs og Helgu; sama skæra ljósið, sem. lýst hefir hugskot allra trúfastra elskenda hjá hverri kynslóð frá upphafi vega. Eg sé þati tengjast trygðaböndum og með sameinuðum .huga og æfintýraþrá leita farsældar í framandi landi. Dalirnir heima voru of þröngir. þau þráðu að klífa fjöllin og horfa yfir hafið; með hugrekki og fóm- færslu sfem aðrir brautryðjendur, vildu þau kanna hið ókunna, ákveð- in að mæta öllum erfiðleikum og berjast til sigurs. Og hingað komu þau i þessa bygð, þessa fögru og frjósömu bygð, sem breitt hefir faðminn á móti hverjum þeim sem eldhöfðu í sál og kraft í kögglum. Hér voru blómin frá heimskauta- löndum gróðursett i nýjum jarðvegi, og hér hafa þau borið ávöxt marg- ! breytilegan. erum hér til þess að minnast ykkar Jónas og Sigríður Helgason, vér 50 ára giftingarafmælis, og vér er- FALCON TAXI Arni Dalman, eigandi Sími 73 230 Fólksflutningsbílar ávalt til taks jafnt á nóttu sem degi við afar sanngjÖrnu verði. Félag þetta gekk áður undir nafninu Sargent Taxi. Óskað eftir viðskiftum íslendinga. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SAHGBNT AVB., WPG. um hér til að minnast starfs ykkar í þessari bygð um langan aldur. Ileimili ykkar hefir verið höfuðból og þið hafið verið trú Guði, sjál£um ykkur og mannfélaginu, með heil- brigðri þátttöku i kirkju- og mann- félagsmálum, og þið hafið elskað Fjalladrotninguna, þó fjarvistum liafi dvalið, en þið hafið ekki síður elskað það land, sem faðminn breiddi á móti ykkur — Canada framtíðarlandið og brezka veldið. Þið hafið áunnið ykkur traust og virðingu meðbræðranna og systr- anna, því á lifsferill ykkar og heimili hefir verið stimplað merki starfs- löngunar, friðar og eindrægni. Blómin, sem eg mintist á, — gull- brúðhjónin sem vér erum nú að heiðra, vér óskum ykkur allrar gleði og börnum ykkar og niðjum allra farsælda frá kyni til kyns. Og loksins vil eg segja að það er gleðilegt að geta litið til baka yfir langa farna æfileið, sér þess með- vitandi, að starfað hefir verið með trúmensku og árangurinn hefir verið góður, og því getum við hjart- anlega tekið undir með skáldinu og sagt: “Hvað er svo fagurt sem kveldroðans bjarmi, er hverfandi minnir á daghimins skraut.” Blóm. in tvö upprunnin í Hildings garði íslenzkrar náttúru hafa þroskast vel í skjóli fóstrunnar í vestri, sem hefir blessað þau. Þau hafa undir merki sannleikans sótt hugdjörf fram í baráttu lífsins, dáðrík og þróttmikil einlæg og hugsjónarík. Slíkur lifsferill er fegursta blómið sem sprettur á Norðurlöndum, eða hvar sem er í heimi. Guð blessi gullbrúðhjónin og gefi þeim langt og fagurt æfikvöld. Kostaboð Sameining- arinnar Verð Sameiningarinnar er einn dollar um árið. En nú bjóðast eft- irfylgjandi kostaboð: Sameiningin, eitt ár, (borguð fyrirfram) og Minningarrit dr. Jóns Bjarnasonar ($1.00), hvort- tveggja $1.00. Sameiningin, tvö ár, (borguð fyrirfram) og Minningarrit í vönd- uðu léreftsbandi ($2.00), hvort- tveggja $2.œ. Sameiningin, þrjú ár, (borguð fyrirfram), og Minningarritið í morocco með gyltu sniði ($3.00), hvorttveggja $3.00. Minningarritið er ein hin vand- aðasta bók að öllum frágangi, sem gefin hefir verið út meðal Vestur- íslendinga. Bæði gamlir og nýir kaupendur geta notið þessa kosta- boðs. Þurfi að senda ritið með pósti, greiðir áskrifandi 15C fyrir burðargjald. Sendið pantanir til Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winni- peg, eða snúið yður að umboðs- mönnum blaðsins. Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Simi—808 59 í Columbia Press byggingunni, 693 SARGENT AVENUE 4 :• >\i CONCERT PEARL PALMASON—Violinist SNJOLAUG SIGURDSON—Pianist Arborg - - Aug. 9th Riverton - Aug. 12th to be followed by a Dance — Arborg Orehestra Winnipeg Beach Aug. 14 — Town Hall All concerts commence at 9 p.m. Admission 35c KENNARASTAÐA Kennara vantar fyrir Minerva skóla nr. 1046, 16. september næstkomandi fyrir 9 mánuði. Umsækjend- ur tiltaki mentastig, æfingu og kaup. Tilboðum veitt móttaka til 20. ágúst næstkomandi. G. E. Narfason, sec.treas. Gimli, Man. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunir. Oiftingaleyfis bréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins BINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. , Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFBR AnnaM rrelBlexa um alt, mn flutnlnxum lýtur. sm&um eBa M6r- um. Hvergrt sannffjarnara verB Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 Minniát BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! AUGNASK0ÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg:. Ph. 93960 Opposite Post Office IT WILL BE GOOD BUSINESS for you to study at the commercial school that gives you the following advantages: A WIDE RANGE OF MODERN COURSES, con- structively planned and taught; INDIVIDUAL TEACHING by an experienced faculty, in quarters especially planned for educational purposes; Pleasing and convenient LOCATION; AN ATMOSPHERE like that of a business office of high calibre, with the result that the graduate has consciously or unconsciously absorbed the qualities required in such an office; EFFECTIVE PLACEMENT SERVICE. Business men are familiar with the efficient meth- ods of the Dominion and are eager to em- ploy its graduates in preference to others. The DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s / /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.