Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 2
o Lá LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1935. Lífs eða liðin ? Srqásaga Eftir Rabindranath Tagore (Indverski rithöfundurinn Rabin. dranath Tagore fæddist 6. maí 1861. Hann er löngu orðinn heimsfrægur lnu maður fyrir ljóð sín, leikrit og sög- ur. Árið 1913 hlaut hann, fyrstur Asíumanna, bókmentaverðlaun No- ^els. Síðan hafa rit hans verið þýdd a flest menningarmál heimsins og hvarvetna átt vinsældum að fagna. —Tagore stofnaði 1902 skóla í Bol- pur, fögru sveitahéraði á Indlandi, “því að eg vildi sjá unglingana þroskast innan um jurtir og tré i samræmi við náttúruna,” skrifar hann. Þessi skóli er nú víðfræg stofnun, og þar dvelur Tagore enn og starfar, þegar hann er ekki á ferðalögum úti um heim). I. Ekkjan, sem bjó hjá tengdaföður sínum, Saradasankar, óðalsbónda í j Raníhat, var nVikill einstæðingur. j Skyldmenni hennar höfðu dáið, hvert af öðru. Og ættingjar manns. jr tj] kofans. ins hennar sáluga voru henni ekki hefði leitað einhversstaðar í húsa- skjól og sætu þar og skröfuðu sam- an. Ekkert hljóð var að heyra, neina hvað froskarnir röbbuðu lát- laust og mýsnar þruskuðu við tjörn- ina. Alt í einu þóttust þeir verða varir við einhverja hreyfingu á flet- eins og líkið hefði bylt sér á hliðina. Hrollur fór um þá Bídhú og Banamalí, og þeir tóku að tauta fyrir munni sér: “Ram, Ram . . . Þung stuna barst um kofann. Verð- irnir þutu út, eins og kólfi væri skot- ið, og stefndu til þorpsins. Þegar þeir höfðu hlaupið, sem svaraði hálfri mílu, mættu þeir félögum sín- um, sem voru á leiðinni til þeirra með ljósker. Þeir höfðu í raun og veru setið og verið að reykja og vissu ekkert um eldiviðinn. En þeir sögðu, að búið væri að fella tré, og að komið yrði með viðinn jafnskjótt sem búið væri að kurlá hann niður. Bídhú og Banamalí sögðu nú frá þvi, hvað við hefði borið í kofan- um. Nítaí og Gúrúcharan hæddust að sögunni og skömmuðu hina fvrir að hafa hlaupist af verðinum. 4n frekri umsvifa sneru þeir all- Þegar inn kom, sáu æir strax, að líkið var horfið, og sérstaklega hjartfólgnir, nema mág- j fletjÖ var autt eftir. Þeir gláptu ur hennar, lítill drengur, sonur Sara- hver á annan. Gat sjakali hafa tek- dasankars. Hann var yndi hennar | jg Engar fatatætlur voru sjá- og eftirlæti. Eyrst eftir að hann anlegar. En í leðjunni, sem safnast fæddist, hafði móðir hans lengi ver. hafði við kofadyrnar, sáu þeir ný ið mjög veik, og ekkjan, Kadambíní, Sp0r eftir smáa kvenmannsfætur. En hafði annast hann. Ef kona elur upp Saradasankar var enginn auli, og annara barn, verður ást hennar til J.eim mundi veitast erfitt að fá hann þess heitari en ella, af því að hún . t;i þess ag trú þessari draugasögu á engan rétt á barninu — þ. e. a. s. j Eftir miklar bollaleggingar kom engan skyldleika- eða erfðarétt, j J)ejm Saman um, að bezt væri að heldur aðeins þann rétt, sem ástin j segja ag búið væri að brenna líkið skapar. Ástin getur ekki sannað rétt sinn með neinu skilríki, sem þjóðfélagið vikurkennir og hún Þegar mennirnir, sem áttu að sjá um eldiviðinn, komu, var þeim sagt að sökum dráttarins hefði verkið sækist ekki heldur eftir því; kormn verið framkvæmt án aðstoðar þeirra —það hefði loksins fundist dálítið af eldsneyti í kofanum. Ekki var líklegt, að neinúm dytti í hug að rengja þetta, því að lík er ekki svo eigulegur hlutur, að nokkur fari að stela því. tekur því meira ástfóstri við barn- ið, sem líkurnar eru meiri til að missa það. Þannig varð litli dreng- urinn nú augasteinninn hennar Kadambíní, ekkjunnar í Raníhat . . . Nótt eina i mánuðinum Sraban varð Kadambíní bráðkvödd. Ein- hverra orsaka vegna hætti hjarta hennar að slá. Að öllu öðru leyti hélt rás viðburðanna i heiminum á- fram; í þessu eina viðkvæma brjósti var straumur tímans að fullu num- inn staðar. Til þess að komast hjá aðfinslum lögreglunnar fluttu fjórir af vinnu- mönnum óðalsbóndans líkið burt án alírar viðhafnar, þangað sem átti að brenna það. Bálköstin i Ranihat lá langt frá þorpinu. Einstakt fíkjutré og ósjálegur kofi, skamt frá dálítilli tjörn, var alt og sumt, sem þar var að sjá. Þar hafði áður runniði á, sem nú var gersamlega þornuð. í farvegi hennar hafði verið búin til dálitil tjörn, sem notuð var við bál. fararhelgisiðina. Fólk leit svo á, að hún væri hluti af ánni, og þess vegna hafði það tilbeiðslu á tjörn- inni. Þegar vinnumennirnir höfðu lagt líkið inn í kofann, settust þeir niður II. Það er alkunna, að líf getur leynst með mönnum, þótt ekkert lifsmark sjáist. Kadambína var ekki dáin en af einhverjum' orsökum höfðu liffæri hennar hætt skyndilega að starfa. Þegar hún kom aftur til sjálfrar sin, sá hún ekki handaskil fyrir myrkri. Hún áttaði sig fljótt á því að hún lá ekki á sinum venjulega stað. Hún kallaði: “Systir,” en myrkrið gaf ekkert svar. Hún sett. ist upp, óttaslegin, og nú mundi hún í einu vetfangi eftir þvi, að hún hafði legið í rúminu sínu, þá hafði hún alt í einu fengið sáran sting í gegnum brjóstið og fundist eins og hún ætlaði að kafna. Eldri mág kona hennar hafði verið að hita mjólk handa bömunum. Kadambíni hafði fundið svima koma yfir höf- uðið á sér. Hún hafði hnigið aftur á bak í rúminu og sagt með hryglu og biðu eftir eldsneytinu. Tveim ! róm: “Systir, taktu við barninu.— þeirra tók að leiðast, þeir urðu óró- legir og fóru út til þess að athuga, hvers vegna það kæmj ekki. Er þeir Nítaí og Gúrúcharan voru farnir, urðu Bidhú og Banamalí ein ir eftir til þess að gæta líksins. Það var dimm nótt í Srabanmán- uði. Drungaleg ský grúfðu undir stjörnulausum himni. Báðir vinnu- mennirnir sátu hljóðir í dimmum kofanum. Eldspýturnar og lamp inn, sem þeir voru með, komu að engum notum. Það sloknaði á lampanum, og eldspýturnar voru rakar, svo að hvernig sem reynt var, kviknaði ekki á þeim. Eftir langa þögn, sagði annar: “Félagi, nú hefði verið gott að hafa tóbakslauf. 1 óðagotinu sást okkur yfir að taka það með.” Hinn svaraði: “Eg skal skreppa og sækja það, sem okkur vantar.” Bídhú skildi hvers vegna Bana- malí vildi fara og sagði: “Já, því trúi eg! Og á meðan á eg víst að vera hér einsamall?” Samtalinu sleit. Fimm mínútur urðu langar sem klukkustund. Þeir bölvuðu í hljóði þeim, sem farið höfðu að sækja eldiviðinn. Þá grun- aði sem sé, að þessir félagar þeirra Mér er að verða ilt.” Þá hafði orð- ið kolsvart umhverfis hana, eins og þegar hellist úr blekbyttu yfir skrif- bók. Minni og meðvitund — allir stafirnir í lífsbók Kadambíni—alt hafði það horfið henni á svipstundu. Hún gat ekki almennilega munað, hvort barnið hafði kallað hana elsku “frænku” með hinni þýðu og vin- gjrnlegu rödd sinni, en einhvem veginn fanst henni, að það hefði verið hið síðasta, sem hún heyrði. Hún mundi ekki, hvort hún hafði að skilnaði fengið fyrirgefningu,— ferjutoll kærleikans á leiðinni inn i ríki þagnarinnar,—áður en hún yf_ irgaf þenna heim og lagði út í ferð- ina löngu til hinna ókunnu dánar- heima. í fyrstu reyndi hún að í- mynda sér að hinn einmanalegi, dimmi staður, þar sem hún var stödd, væri bústaður Yma, þar sem ekkert sézt, ekkert heyrist, ekkert gerist, ekkert er til, nema endalaus eilífð. En þegar kaldur og rakur gustur kom inn um opnar dyrnar og hún heyrði froska-rabbið, mint- ist hún alt í einu helztu þáttanna í hinu stutta lífi sínu, og hún fann skyldleika sinn við hið jarðneska. Er eldingu brá fyrir, sá hún rétt í svip tjörnina, fíkjutréð, stóru slétt- una og trén i fjarska. Hún mintist þess, að hún hafði stundum komið til tjarnarinnar til þess að baða sig, þegar tungl var í fyllingu, og hversu henni hafði þá fundist dauðinn ægi. legur, þegar hún hafði orðið vör við lík á bálstöðinni. Fyrst kom henni í hug að snúa aftur heim. En þá hugsaði hún: “Eg er dáin. Hvernig get eg þá komið aftur? Það múndi verða þeim heima til tjóns og mæðu. Eg hefi yfirgefið riki lifenda, eg er aðeins sál mín.” Væri þetta ekki satt, ályktaði hún, hvernig hef ði hún þá getað sloppið út úr dyngju Sara- dasankars, þrátt fyrir góða gæzlu, og komist til þessarar afskektu bál- stöðvar um hánótt? Og ef útfarar. siðirnir væru ékki ,a enda, hvert væru þeir þá farnir, sem áttu að brenna hana? Hún mintist á ný dauðastundar sinnar í hinu upp- ljómaða húsi Saradasankars, og hún sá að nú var hún stödd í kolamyrkri á f jarlægri og eyðilegri bálstöð. Nei áreiðnlega átti hún ekki lengu heima í samfélagi lifandi manna Hún hlaut að vera orðin vofa, sem þeim stæði stuggur af ! Við þessa hugsun þverbrustu öll bönd, sém héldu henni við þennan heim. Hún fann að hún hafði dá samlega krafta, takmarkalaust frelsi Hún gat gert hvað sem hana langað farið hvert sem hún vildi. Ringluð af þessari nýju hugsun þaut hún út úr kofanum eins og stormsveipur og staðnæmdist á bálstaðnum. Hver minsta blygðun og ótti voru horfin En er hún fór að ganga lengra og lengra, varð hún þreytt í fótunum og máttvana í öllum likamanum Endalaus sléttan lá fram undan henni. Hér og þar voru hrísgrjóna. akrar. Við og við stóð hún í hné djúpu vatni. Við fyrstu morgunskimuna heyrð hún fáeina fugla kvaka í bambus- runnunum hjá húsunum í fjarska Þá varð hún hrædd. Hún var i vafa um, hver afstaða hennar var nú til þessa heims og lifandi manna. Með- an hún hafði verið úti á sléttunni og hjá bálstöðinni og meðan hin dimma Sraban-nótt umlukti hana, þá hafði hún verið hugrökk og eins og heima hjá sér. En þegar dagsljósið kom skutu bústaðir mannanna henni skelk i bringu. Menn og andar óttast hverjir aðra, því að kynflokk- ar þeirra byggja hvorir sína strönd á fljóti dauðans. III. Föt hennar voru leirstokkin. Af hugarvílinu og næturflakkinu minti útlit hennar mest á vitfirring. I rauninni var hún svo annarleg á- sýndum, að fólk hefði getað orðið hrætt við hana, börnin kastað í hana steinum og hlaupið leiðar sinnar. Til allrar hamingju var það ferðamað- ur, sem fyrstur tók eftir henni. Hann gekk til hennar og sagði: Kona góð, þú lítur út fyrir að vera heiðvirð stúlka. Hvert ert þú að fara, einsömul og svona búin?” Kadambína starði á hann og þagði; hún gat ekki almennilega áttað sig. Hún gat ekki skilið, að hún hefði enn samband við þenna heim, að hún liti út eins og heið- virð stúlka og að ferðamaður skyldi ávarpa hana. Maðurinn sagði enn á ný: “Komdu, kona góð! Eg skal fylgja áér. Segðu mér hvar þú átt heima.” Kadambína íhugaði sitt ráð. Henni var ókleift að snúa aftur heim til tengdaföður síná, og hún átti engan föður að hverfa til. Þá mintist hún æskuvinu sinnar, Jog- mayu. Hún hafði ekki séð hana síðan hún var ung, en þær höfðu skrifast á við og við. Stundum höfðu þær þráttað, eins og rétt og sanngjarnt var, því að Kadambíni hafði viljað sannfæra Jogmayu um, að hún elskaði hana takmarkalaust, en vinkona hennar kvartaði undan 5ví, að Kadambíni þætti alls ekki eins vænt um sig, eins og sér þætti um hana. Báðar voru sannfærðar um það, að ef þær einhverntíma hittust, þá mundu þær aldrei geta skilið aftur. Kadambíni sagði við ferðamann- inn: “Eg ætla til Srípatí í Nísin- dapúr.” Maðurinn var á leiðinni til Kal- kútta og var Nísíndapúr því í leið- inni, en alllangt í burtu. Og hann fylgdi Kadamíni til bústaðar Srí- pati. Vinkonurnar hittust aftur. Fyrst þektust þær ekki, en innan skamms mintust þær æskudaganna og könnuðust þá hvort við aðra. “En hvað það var gaman!” sagði Jogmaya. “Ekki datt mér í hug að eg fengi að sjá þig aftur. Én hvernig hefir þú komist hingað? Ekki hafa tengdaforeldrar þínir leyft þér að fara?” Kadambíni þagði fyrst, en svar- aði síðan: “Góða, spurðu mig einskis um tengdaföður minn. Láttu mig fá húsaskjól og hafðu mig sem þernu. Eg skal vinna fyrir þig.” “Hvað?” æpti Jogmaya. Hafa þig fyrir þernu! Þig, sem ert bezta vinkona mín--------” I sömu andránni kom Srípati inn. Kadambíni horfði á hann stundar- korn og fór svo þegjandi leiðar sinn. ar. Hún var enn þá berhöfðuð, og fann ekki til nokkurrar blygðunar eða lotningar gagnvart neinum. Jog- maya var hrædd um að Srípati mundi fá ógeð á vinkonunni og tók að afsaka framkomu hennar á all.ir lundir. ^Srípatí, sem jafnan var reiðubúinn að fallast á alt, sem Jog- maya sagði, feldi niður talið og skeytti ekkert um óróleika konu sinnar. • Kadambíni var komin—en hún og vinkona hennar voru ekki einar, dauðinn stóð á milli þeirra. Kadam- bíni gat ekki samrýmst öðrum, með. an hún var í vafa um, hvernig sinni eigin tilveru væri háttað. Hún starði á Jogmayu og var löngum áhyggju- full. Hún hugsaði sem svo: “Jog- maya á mann og verkahring, hún lifir í heimi gerólíkum þeim, sem eg lifi i. Hún á sinn þátt í auðsveipni og skyldum mannanna á jörðinni— en eg er aðeins skuggi. Hún er í heimi lifenda—eg er í eilífðinni.” Jogmaya var líka ókát, en hún vissi ekki hvers vegna. Konan elsk- ar ekki hið dulræna og óskiljanlega, því að þótt breyta megi hinu óvissa í skáldskap, í hetjudáð, í heilræði, þá er ekki hægt að nota það til bús- þarfa. Skilji kona því ekki eitthvað, þá gerir hún annaðhvort ekkert úr því og gleymir því, eða hún lagar það svo til í hendi sér, að það sé henni til einhverra nota. Og takist henni hvorugt, þá verður hún óþol- inmóð. Því annarlegri sem Kadam- bíni varð, því óþolinmóðari varð Jogmaya, og hún tók að velta því fyrir sér, hvað ganga mundi að vin. konunni. Nú var ný hætta á ferðum. Kad- ambíni var hrædd við sjálfa sig, en hún gat ekki flúið burt frá sjálfri sér. Þeir, sem eru hræddir við drauga, halda alt af að eitthvað sé á eftir sér, og alt, sem þeir geta ekki séð, skýtur þeim skelk í bringu. En það^ sem einkum hræddi Kad- amWni, var hennar innri maður, því að hún óttaðist ekkert af hinu ytra. Mitt í næturkyrðinni, þegar hún var ein í herbergi sínu, grét hún, og á kvöldin, þegar hún sá skuggann sinn við lampaljósið, þá titraði hún af ótta frá hvirfli til ilja. Þegar heim- ilisfólkið sá hræðslu hennar smeygði sér inn hjá því ónota-beygur. Vinnu- fólkið og Jogmaya tók að sjá vofur i hverju horni. Einu sinni kom Kadambíni um miðja nótt hágrátandii út úr her- bergi sínu, kallaði inn til Jogmayu og sagði: "Æ, góða, leyfðu mér að liggja til fóta hjá þér. Láttu mig ekki vera eina.” Jogmaya varð bæði hrædd og gröm. Hana langaði helzt að reka Kadambíni umsvifalaust á dyr. Eftir mikla fyrirhöfn tókst hinum brjóst- góða Srípatí að sefa Kadambini, og búið var um hana í næsta herbergi. Daginn eftir var Srípatí óvænt kvaddur á fund konu sinnar. Hún tók að ásaka hann: “Þú ert dálag- legur maður. Kona strýkur frá tengdaföður sínum og sezt að hjá ?ér; heill mánuður líður og þér dettur ekki í hug að ympra á því, að hún ætti að fara—eða hefir þú kannske gert nokkra athugasemd? Mér þætti ákaflega vænt um að fá aðheyra álit þitt. Þið karlmennirnir eruð allir eins.” Flestir eiginmenn eru svo tilláts- samir við konur sínar, að þeir viður- kenna fúslega, að sér hafi skjátlast. Enda þótt Srípatí væri fús á að ræða málið við Jogmayu og leggja eið út á,^að velvild hans til fallegu einstæðings-ekk j unnar, Kadambini, væri ekki heitari en hófi gegndi, gat hann ekki sannað það með fram- komu sinni. Hann hélt því fram, að tengdaforeldrarnir hlytu að hafa farið svívirðilega með þennan ein- stæðing, fyrst hún hefði ekki getað afborið það lengur, heldur neyðst til að leita hælis hjá honum. Og þar sem hún ætti hvorki föður né móð- ur, hvernig ætti hann að geta fengið af sér að reka hana i burtu? Þegar hann hafði þetta mælt, lét hann tal- ið falla niður, því að hann langaði ekki til að breyta Kadambini með ó- þægilegum spurningum. Jogmayu þótti maður sinn helzti meinlaus og reyndi að koma honum á aðra skoðun, og loks sá hann, að til þéss að halda í heimilisfriðinn, yrði hann að láta tengdaföður Kad- ambíni vita. Hann hélt, að það væri ef til vill ekki nóg að skrifa, svo að hann ákvað að fara til Raníhat og haga sér síðan samkvæmt þvi, sem hann yrði þar áskynja. Srípatí lagði af stað, og Jogmaya sagði við Kadambini: “Góða mín, það er varla viðeigandi, að þú dvelj- ist hér lengur. Hvað heldurðu að heimurinn segi?” Kadambíni horfði alvarlega á hana og sagði: “Hvað kemur heim- urinn mér við ?” Jogmaya varð alveg forviða og sagði með nokkrum þjósti: “Þó að þér komi heimurinn ef til vill ekkert við, þá kemur hann okkur við. Hvernig eigum við að fóðra það, að við höldum hjá okkur konu br ann- ari fjölskyldu?” Kadambínii spurði: “Hvar býr tengdafaðir minn?” “Hver grefillinn,” hugsaði Jog- maya, “hvað ætli konu skepnan komi næst með?” LÁTIÐ EKKI HUGFALLAST í>6 hellsan sé ekki i sem beztu lagi, og ekki eins g6tS og hún var &6ur en áhyggjur og önnur öfl veiktu þrótt yöar. ViB þessu er til meBal, sem lækna sérfræCingur fann upp, og veitt hefir þúsundum hellsu. MeBaliÖ heitir Nuga-Tone, og fæst í öllum nýtízku lyfjabúðum. Mánaðar skerfur fyrir $1.00, með fylstu tryggingu. KaupiB flösku I dag og þér muniö finna mismuninn á morgun. Munið nafniö Nuga-Tone. Viö hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. Kadambini sagði einkar hægt: “Hvað komið þið mér við? Er eg af þessum heimi? Þið hlæið, grátið og elskið; sérhvert ykkar hugsar um sig og sinn hag. Eg er aðeins á- horfandi. Þið eruð menskir menn; eg er skuggi. Eg skil ekki, hvers vegna guð fjötrar mig við þenna heim.” Hún var svo undarleg útlits og orð hennar svo kynleg, að Jogmaya skildi eitthvað af því, sem fyrir henni vakli, en ekki alt. Vopnin voru slegin úr höndum hennar, hún gat hvorki rekið Kadambíni burt, né spurt hana fleiri spurninga, svo að hún gekk út í þungú skapi. IV. Klukkan var nærri níu um kvöld- ið, þegar Srípatí kom aftur frá Raníhat. Það var steypiregn, svo að flóði yfir allar grundir. Það leit út eins og regnstraumurinn mundi aldrei hætta, og nóttin aldrei taka enda. “Nú, jæja?” spurði Jogmaya. “Eg get sagt þyr margt — eftir svolitla stund,” svaraði Srípati. Er hann hafði þetta mælt, skifti hann um föt og settist að kvöld- verði. Þvi næst hallaði hann sér aftur á bak og fór að reykja. Hann var í vandræðum. Kona hans hafði góða stund stjórn á forvitni sinni. Loks kom hún til hans og spurði: “Hvað fréttirðu?” “Að þér hefir hrapallega skjátl- ast.” Jogmaya fyrtist. Konunni skjátl- ast aldrei, eða ef það kemur fyrir, þá minnist hygginn eiginmaður ekki INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man.....................B. G. Kjartanson ! Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.........................Sumarliði Kárdal Baldur, Man............................O. Anderson Bantry, N. Dakota........................Einar J. Breiðfjörð ; Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson ; Blaine, Wash................................Thorgeir Simonarson Bredenbury, Sask.........................S. Loptson i Brown, Man...............................J. S. Gillis i Cavalier, N. Dak@ta...............B. S. Thorvardson ; Churchbridge, Sask......................S. Loptson Cypress River, Man......................O. Anderson ! Dafoe, Sask........................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota................Jónas S- Bergmann ! Elfros, Sask...............Goodmundson. Mrs. J. H. Foam Lake, Sask ...............J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota..................Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.............................C. Paulson Geysir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man.............................F. O. Lyngdal ; Glenboro, Man...........................O. Anderson Hallson, N. Dakota................S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man....................J. K. Jonasson Hecla, Man. ......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota..................... John Norman Hnausa, Man............................B. Marteinsson ! Ivanhoe, Minn..............................B. Jones ! Kandahar, Sask.................... J. G. Stephanson Langruth, Man....í ................John Valdimarson ] Leslie, Sask.....................................Jón ólafson Lundar, Man......................................Jon Halldórsson Markerville, Alta.......................O. Sigurdson ! Minneota. Minn..............................B. Jones 1 Mountain, N. Dak..................S. J. Hallgrimson ; Mozart, Sask....................J. J. Sveinbjömsson Oak Point, Man.........................A. J. Skagfeld Oakview, Man..........................Búi Thorlacius Otto, Man............................Jón Halldórsson ! Pembina, N. Dak.....................Guðjón Bjarnason ; Point Roberts, Wash..'.................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta..................T......O. Sigurdson ‘Reykjavík, Man........................Árni Paulson Riverton, Man....................Björn Hjörleifsson Seattle. Wash......................... J. J. Middal Selkirk, Man.............................. W. Nordal ; Siglunes, P.O., Man...................J. K. Jonasson ; Silver Bay, Man.......................Búi Thorlacius Svold. N. Dakota..................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...................... J. Kr. Johnson ! Upham, N. Dakota. .............Einar J. Breiðfjörð ] Viðir, Man.......................Tryggvi Tngjaldsson é Vogar, Man.............................J. K. Jonasson '! Westbourne, Man....................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.............Finnbogi Hjálmarsson i Wynyard, Sask.................... ..J. G. Stephanson ;

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.