Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1935. ILögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PKES8 1AMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjúrans: ED.'TOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Vcrð K3.00 um áriB—Borgist■ fyrirfram The “Lögberg”' is printed and published by The Columbia Press, I.irnited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Hátíðleg minningarathöfn á Gimli i. Þjóðminningardagurinn, sem haldinn var hátíðlegur á Gimli þann 5. ágúst síðastliðinn, var einkum og sérílagi helgaður minningunni um sextíu ára landnám íslendinga í Vestur- Canada; var við það tækifæri lagður grunn- steinn að minnismerki, er reist skyldi í þakk- lætis- og virðingarskyni við þær æfintýrahetj- ur af íslenzkum stofni, er lentu hinum flat- botnuðu flekum sínum að áliðnu liausti 1875, við strendur Winnipegvatns, og komu þangað með tvær hendur tómar. í þessum fvrsta hópi íslenzkra Birki- beina, er mælt að verið hafi tvöhundruð og fimtíu manns. Ferðin frá Winnipeg norður eftir Rauðánni og svo yfir vatnið, stóð yfir í viku; stígið hafði verið af skipsfjöl við St. Andrews, ]>ar sem nú eru flóðlokurnar, og þar haldin íslenzk guðsþjónusta, en frá því létti ekki ferðinni, fyr en komið var þangað sem nú heitir að Gimli. Aðkoman var köld, að því er sagnir herma; hryðjuveður og vetur fyrir alvöru í þann veginn að ganga í garð; fólkið svo að segja allslaust, að öðru leyti en því, að það flutti með sér vestur um ver þá trú á framtíðina, er flytur fjöll.— Um hörmungar frumbýlingsáranna í landnáminu við strendur Winnipegvatns, liefir þegar margt og mikið verið skráð, þó vafalaust mætti betur vera; bólan og skyr- bjúgurinn sórust í fóstbræðralag og hjuggu strandhögg um hinar strjálu og fátæklegu nýbygðir. En þrátt fyrir alt og alt, stóð þó enn uppi óbuguð mörg “sigurhetjan bringu- brotin brims við reginströnd/’staðráðin í því að berjast til sigurs. 1 hinu meistaralega ljóði sínu í tilefni af þúsund ára hátíðinni 1874, leggur Hjálmar frá Bólu hinni íslenzku þjóð þannig orð í munn: “Þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur.” Svo hefir eðlileg rás viðburðanna hagað því til, að flestir úr landnemahópnum fyrsta eru horfnir út yfir landamæri lífs og dauða; þeir mega því ekki lengur mæla því máli, er oss sem eftir stöndum veitist auðveldast að skilja. FVn væri þeim ekki á jarðneska vísu varnað máls, er ekki ólíklegt, að út frá orðum þeirra í sambandi við eldraun frumbýlings- vetranna andaði sama liugblænum og fram kom hjá þjóðinni 1074 um munn Hjálmars skálds; að enginn nema guð einn þekti þrautir þeirra og gæti talið þær. II. Síðastliðna viku ríkti hvarvetna einmuna blíða, er hélzt fram á laugardagskvöld. Það brá því mörgum í brún, er jörð var orðin al- snjóa á sunnudagsmorguninn; daginn, sem fram átti að fara afhjúpun landnema minnis- varðans á Gimli. Það var engu, líkara en með snjónum og hryðjunni, væri guð veðurfarsins að minna nútíma kynslóðina á viðtökur þær, er frumherjarnir sættu við strendur Winni- pegvatns fyrir sextíu árum. Að minsta kosti mun ýmsum þeim, er viðstaddir voru afhjúp- nnarathöfnina, hafa flogið eitthvað slíkt í hug. Þrátt fyrir örðugar aðstæður af veráttu völdum, var þó saman kominn á Gimli álit- legur hópur seinni part sunnudags, er minn- ingarathöfnin skvldi fara fram. Safnaðist fólk saman í kirkju lúterska safnaðarins í bænum, og var þar hvert sæti skipað. For- sæti skipaði Dr. A. Blöndal, og fórst það hlut- verk hið bezta úr hendi. Aðalræðuna flutti Jón J. Bíldfell, forseti Þjóðræknisfélagsins; var hún skipulega sam- in og vel flutt; þá flutti og stutta en einkar fagurlega orðaða tölu, Mr. J. T. Thorson, K.C. Séra Rúnólfur Marteinsson bar fram undurfagra bæn, en söngflokkur Gimli-safn- aðar, með aðstoð nokkurra gesta, söng tvo sálma og að lokum þjóðsöng íslands, “ó, Guð vors lands.” Afhjúpunarathöfnina framkvæmdi ein af dætrum landnámsins, frú Steinunn Sommer- ville; mælti hún fram nokkur kjarnyrði bæði á íslenzku og ensku.— Tæpast verða skiftar skoðanir um það, að athöfn þessi væri hin virðulegasta og samboð- in litbrigðaríkri æfi þeirra manna og kvenna, sem verið var að heiðra. Samræmi það, er at- höfnina einkendi, mun seint úr minni líða, þeim, er viðstaddir voru, þrátt fyrir kalsa- veður og biturt misvindi. Islenzkir frumbyggjar vestan hafs lyftu sögulegu Grettistaki, hvort sem stofnþjóðin nokkru sinni gerir sér þess ljósa grein eður eigi. Og minnisvarðinn minnir jafnframt á það Grettistak. Herra Þorsteinn Borgfjörð, bygginga- meistari, annaðist um það, að koma minnis- varðanum upp, og lagði við það slíka rækt, að vafasamt má telja að afhjúpunin hefði farið fram á þeim tíma, er til var ætlast og raun varð á, ef ekki hefði verið fyrir atbeina hans. Að lokinni aflijúpunar athöfninni buðu Gimli búar öllum viðstöddum til ríkmannlegr- ar veizlu í samkomuhúsi bæjarins; mun þar hafa safnast saman hátt á fjórða. hundrað manns. A miðju háborði stóð ljósskrýdd af- mæliskaka með áletraninni: Islenzkir land- nemar 1875—-1935. Köku þessa klauf í herðar niður frú Jónína Sigfúsdóttir, ekkja Einars Jónassonar læknis, er var einn í frumbyggja hóp. Hljóðfærasveit, ungra stúlkna, skemti öðru hvóru með hljóðfæraslætti. Undir borðum tók Jón J. Bíldfell enn til máls, og þakkaði bæjar- og sveitarstjórn fyr- ir stuðning og samúð viðvíkjandi minnis- varðamálinu, sem og öllum hlutaðeigendum fyrir þær hlýju og drengilegu viðtökur, er hin rausnarlega veizla bæri vott um. Það er margt, sem af minnisvarðamálinu og meðferð þess má læra; meðal annars má af því læra það, hve tiltölulega auðvelt það getur verið að hrinda í framkvæmd mikils- varðandi nytjamálum, séu menn samtaka og gangi heillyndir til verks.— Ýmsum forustumönnum utan vébanda hins íslenzka þjóðflokks, svo s.em fylkisstjóra, forsætisráðherra og borgarstjóranum í Win- nipeg hafði boðið verið að taka þátt í áminstri minningarathöfn, en fengu eigi komið því við sakir annríkis eða annara forfalla. Hér fara á eftir kveðjuávörp frá presti Fyrsta lúterska safnaðar, Dr. Birni B. Jóns- syni og þeim Islendingavinum Dr. Stewart í Ninette og Major dómsmálaráðgjafa, ásamt ávarpi frú Steinunnar Sommerville: 20. okt. 1935. Kæri Dr. Blöndal,— Sökum embættis-anna get eg ekki notið þeirrar gleði að vera viðstaddur, er í dag verður afhjúpaður minnisvarði landnemanna á Gimli. Með því að eg er barn landnámstíðarinnar og geymi margar endurminningar frá þeirri tíð, verður hugur minn hjá ykkur og við at- höfnina. Ger þú svo vel, Dr. Blöndal, að bera kveðju mína öllum gömlum landnámsmönnum og börnum þeirra. Drottinn blessi dýra minningu allra góðra landnámsmanna. Virðingarfylst, Björn B. Jónsson. October 18th, 1935. Mr. B. E. Johnson, Secretary, Icelandic National Association, 7 w 1016 Dominion Street, ■ Winnipeg, Manitoba. Dear Mr. Johnson,— I apreciate more than I can say the invitation to be at Gimli on Sunday October 27th for the unveiling of the memorial cairn. I wish I could be actually present, but pres- sure at home and obligations already as- sumed, with 400 miles of travel that woukl mean the readjusting of other duties, leave this pretty well out of the question. It is a fine tradition thé cairn will carry down—the memory of the Great Adventure of the pioneers of sixty years ago. With little or nothing in their hands they came, but in their heads and hearts courage, industry, intelligence a custom of government of the people by the pople, and principles of fair dealing between man and man. For the strong arms, the wise heads, and the stout hearts they brought to the task of hewing com- munities out of the wilderness the province they made their home may well be thankful, but most of all, for the ideals, the spirit of poetry, the thirst for sholarship they brought with them and their looking always beyond the making of a living to the living of a life. Scattered as their children now are into other provinces and states, losing hold, which is to be regretted, a little, of their language and literature as they blend with neighbors of other traditions, I trust that in each separate family and individual the heritage that comes from the past may be treasured yet for many generations to come. With a spontaneous feeling of fraternity I have always felt with Icelandic people, with sincere ad- miration for their present and their past, and with warm affection, I am, Yours sincerely, D. A. Stewart, Medical Superintendent. iqth October, 1935. B. E. Johnson, Esq., 1016 Dominion Street, Winnipeg, Manitoba. Dear Mr. Johnson,— I have to thank you for yóur kind invitation to attend the unveiling ceremony of the Memorial to the Icelandic Pioneers which you pro- pose holding on Sunday. I was hoping I would be in a posi- tion to attend this ceremony, but un. fortunately a matter has arisen which will prevent my being present, May I commend the spirit that has prompted the building of this Me- morial. The dauntless courage of the Icelandic Pioneers should never 1 be forgotten. This Memorial’ will j serve to remind their descendents and the people of Canada generally j of the contribution they made to the development of Western Canada which is far greater than they an- ticipated and far far greater than the majority of Canadians realize. With kind personal regards, Yous sincerely, W. J. Major, Attorney-General. Ávarp frú Steimmuar Sommerville. Þeim hóp, er hér steig á land fyrir sextíu árum síðan, og í þessu ná- grenni reisti bú og hér stofnaði fyrstu íslenzku nýlenduna í vestur- landi Canada, er þessi minnisvarði helgaður. Þessi frumbyggja hópur og aðrir, sem fylgdu fast á eftir og börðust hér áfram á fyrstu árum nýlendunnar, ruddu braut okkur af- komendum sínum, sem nú er orðin breiður og bjartur vegur. Megi saga afkasta þeirra og hámark það er þeir settu, geymast á meðan íslenzk tunga er töluð. Fyrir hönd Þjóðræknis- félagsins, með velvild og þakklæti Islendinga hvarvetna, afhjúpa eg þessa vörðu í minningu landnem- anna íslenzku er hér reistu bygð ár_ ið 1875. Höfuðskáld norðmanna vestan hafs (Framhald) Fimtán ára að aldri varð Rölvaag sem sé fiskimaður í Lófót og hélt því áfram um fimm ára skeið. En þó að hann væri sjómaður ágætur og sjómenskan kendi honum margt um mennina og lífið sjálft, varð hún honum minna að skapi með hverju ári, sem leið. Honum stóð óljóst fyrir hugskotssjónum annað og hærra takmark í lífinu. Svo gerðist sá atburðurinn, sem varð til þess að gjörbreyta framtíðaráætlun- um hans. í janúar i'893- skall á eitt af stórviðrunum, sem stöðugt vofa yfir höfði fiskimannanna á vetrar- vertiðinni þar norður við heim- skautabauðinn, og margir af vinum og félögum Rölvaags druknuðu þann örlagarika dag. En bátur sá, sem hann var háseti á, komst með naumindum í höfn. Þessi harm- þunga reynsla upprætti með öllu kulnandi ást hans á sjómensku og sæförum. Hann einsetti sér, að komast eitthvað í burt, þangað, sem hann hefði fleiri tækifæri, meira olnbogarúm, til sjálfsþroskunar og tjáningar. Skrifaði hann því föð- urbróður sinum í Bandaríkjunum og bað hann um farbréf þangað, en hann varð eigi við beiðni frænda síns að því sinni. Rölvaag varð þess vegna, þó óánægja hans og út- þrá færu vaxandi, að sætta sig við sjómeriskuna tvö ár í tilbót. Að þeim loknum kom farbréfið vestan um haf, og honum stóðu opnar dyrn- ar til brottfarar. En nú varð hann, þótt ungur væri, að taka mikilvæga ákvörðun. For- maður hans, sem hann virti og dáði manna mest, bauðst til að kaupa handa honum til fullra umráða fall- NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ t EINU — Pægilegri og betri bók í vasann. Hundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlfkingum. ZICZAG egasta bátinn í nágrenninu. Þetta óvænta vildarboð var næsta freist- andi ungum manni og framgjörnum, með víkingsblóð í æðum. Rölvaag var sem milli tveggja elda. Á aðra hönd var mikilsvirt formannsstaðan og föst atvinna í átthögum hans, á hina óvissan í fjarlægum og honum ókunnum Vesturheimi, Átti hann að fórna framtíðardraumum sínum um aukinn þroska og viðara verk- svið ? Hann bað um umhugsunar- frest. Hann gekk upp í fjallshlíð- ina fyrir ofan þorpið, þar sem hann og formaður hans voru staddir á kaupstefnu, og sat þar einn sér lið- langt síðdegið. Hann háði langa og harða baráttu við sjálfan sig. Loks hélt hann aftur á fund formanns sins, afþakkaði rausnarlegt boð hans með þeirri skýringu, að hann væri staðráðinn í að fara vestur um haf. Teningnum hafði verið kastað. Út- þrá hans, þroska- og athafnalöngun höfðu orðið þyngstar á metum á úr- slitastundinrii. Hálogaland átti á bak að sjá djörfum og fræknum sjósóknara, en norskum og amerísk_ um bókmentum, heimsbókmentunum meira að segja, hafði græðst rit- snillingur, þó að það kæmi ekki á daginn fyr en löngu seinna. Rölvaag steig á land í New York í ágústmánuði 1896, með létta vasa; braust hann þó óðár og fljótar í því, að komast til föðurbróður síns í Suður-Dakóta, er tók honum opnum örmum. Næstu þrjú árin vann hann að bændavinnu, en komst von bráð- ar að raun um það, að hún var hon. um engu betur að skapi en sjó- menskan; hann hafði enn eigi fund- ið sjálfan sig. Árin þessi voru hon_ um þó ómetanlegur undirbúningur komandi ritstarfa hans; hann kynt- ist nú af eigin reynd lífskjörum og hugsunarhætti norskra innflytjenda í Vesturheimi. Hann stóð aftur á krossgötum, likt og daginn ógleym- anlega i Norðurlandi. Hann átti nú að velja á milli þess, að verða bóndi eða að ganga mentaveginn; vinur hans einn hvatti hann mjög til skóla- göngu. Enda þótt Rölvaag væri þess minnugur, að karl faðir hans hafði ekki talið hann verðugan æðri mentunar, varð það úr, að hann inn. ritaðist í gagnfræðaskóla í Canton, i Suður-Dakota, þá nær hálf-þrítug_ ur. Námslöngun hans, sem hann hafði haldið aftur af árum saman, braust nú fram sem elfur i leysing- um. Hann sótti námið af kappi, drakk í sig kenslugreinarnar og lauk gagnfræðaprófi vorið 1901. Stund- aði hann því næst mentaskólanám á St. Olaf College, í Northfield í Minnesota, en vann jafnframt fyrir sér, og útskrifaðist þaðan með heiðri vorið 1905, tuttugu og níu ára gamall. Minnir námsferill hans, hvað aldur snertir, á skólag'öngu séra Matthiasar Jochumssonar. En svo glæsilega hafði Rölvaag gengið æðra nám sitt, að honum bauðst þegar kenslustaða við St. Olaf Col- lege, en áður en hann tók við henni, var hann árlangt við framhaldsnám á háskólanum í Osló. Gerðist hann að því loknu kennari í norskum fræðum við St. Olaf College, og var frá árinu 1016, að kalla til dauða- dags, forseti þeirrar kensludeildar. Þótti hann afbragðs kennari, fjörg. andi og vekjandi; lét hann sér sér- staklega um það hugað, að kenna nemendum sínum að hugsa, að standa á eigin fótum skoðanalega Einum nemanda hans, sem nú er orðinn háskólakennari, farast svo orð um hann: “í kenslustundum lét hann sig mestu skifta hina dýpri merkingu hlutanna, Og glaður varð hann i gleði, tækist honum að vekja hjá nemendum brennandi löngun til að vita og skilja.” En þó að Rölvaag væri löngum hlaðinn umfangsmiklum og þreyt- andi kensluönnum og höfgur skuggi dauðans hvíldi yfir honum á síðari æfiárum (hann þjáðist af langvinn. um hjartasjúkdómi), vanst honum timi til mikilla ritstarfa. Auk kenslu- og fræðibóka og fjölda rit- A lot of old friends — your family as well will appreciate your photograph. It solves the personal gift problem. But be sure it’s an Eaton Portrait and you will be certain to receive complete satisfaction. FOR OUR CHRISTMAS SPECIAL, we are featuring 6 Portraits in folders and one large Portrait. $5.00 A small deposit will hold the pictures until you are ready to use them. —Portrait Studio, Seventh Floor, Portage ÁT. EATON WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.