Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGrlNN 24. OKTÓBER, 1935. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Jaqueline veitti litla eftirtekt því, sem fram fór; vissi alls ekki um livað fyrirlesar- inn var að tala, og átti fult í fangi með að verjast því að geispa rétt framan í fyrirles- arann. Frú Waugh virtist að vera eitthváð annars hugar, því hún var alt af að líta ýmist út um gluggann til hægri handar sér, eða á fyrirlesarann; hún hallaði sér að Jacqueline og hvíslaði að henni: “Vertu aðgætin barnið mitt, Dr. Grim- shaw er hér — eg hefi séð hann vera að gægj- ast inn um gluggann hérna til hægri handar við okkur, nokkrum sinnum; hann er að læð- ast hérna kringum hygginguna.” Jacqueline brá við að heyra þetta; margslags svipbrigðum brá fyrir á andliti hennar; hún horfði rannsakandi út í glugg- ann, sem frú Waugh hafði séð Dr. Grimshaw vera að gægjast inn um, og sá brátt fölt, æðis- legt andlit, sem var af og til að þrýsta sér fast upp að rúðunni. Hún kinkaði kolli til frú Waugh og sagði eins og við sjálfa sig: “Hann skal fá þetta borgað!” “Segðu það ekki barn! í hamingjunnar bænum taktu ekki til neinna óheilla ráða! Maðurinn er ekki með öllum mjalla; það sjá allir!” “Góða frænka mín, þetta skal honum verða borgað, hann skal ekki eiga það lengi hjá mér. Góða frænka, líttu ekki aftur út í gluggann; láttu hann ekki sjá að við höfum séð hann eða búumst við honum hérna—og þá; já;—og þú skalt þá fá að sjá nokkuð. Eg er búin að hugsa mér hvað eg ætla að gera.” Hún sagði síðustu orðin eins og við sjálfa sig. Hún sýndist hressast að mun við þessa uppgötvun, hætti að hugsa um að geispa og beitti nú allri sinni athygli að fyrirlesaran- um, sem hún hafði ekki augun af eitt augna- blik allan fyrirlesturinn út. Hún gerði sér far um að láta sem mest á því bera, hversu hrifin hún væri af fyrirlesajnnum. Andlitið var uppljómað hýru unaðsbrosi, augun blik- uðu sem stjörnur á heiðskírri nótt; munnur- inn hálf opinn af eftirvæntingu, og alt lát- bragð hennar bar vott um hina áköfustu hrifningu. Þrátt fyrir þessi ytri ánægju- merki, var Jacqueline ekki að veita því eftir- tekt, sem ræðumaðurinn var að segja, eða virða hann fyrir sér með adáun, eins og hún virtist vera að gera; hún var að virða fyrir sér í huganum hina ógeðslegu mynd Dr. Grimshaw, afskræmda af afbrýði og hatri og hefnigimi; hún var að hugsa um á hvaða hátt hún gæti látið hann verða sér til sem mestrar skammar. Að fyrirlestrinum loknum, og eins óg vant var, að búið var að auglýsa hvenær næsti fyrirlestur yjði fluttur, og um hvaða efni að hann yrði, stóð fólk upp úr sætum sínum, nema Jacqueline; hún sat grafkyr og sýndi ekkert fararsnið á sér. , “Komdu góða mín, eg er að fara,” sagði frú Waugh. Bíddu dálítið við, frænka, eg vil ekki troðast í mannfjöldanum, meðan það er að komast út.” Frú Waugh beið meðan fólkið fór út, eins og Jacqueline bað hana. “Skyldi prófessorinn ætla að bíða eftir okkur og vera með okkur heim?” sagði frú Waugh. “Við skulum sjá til,” sagði Jacqueline. “Það vildi eg að hann gerði; eg vona að hann geri það. Eig er alveg við því búin, að vera honum samferða heim, ef hann langar til að vera með okkur.” Að fyrirlestrinum loknum kom Thurston Wjlcoxen ofan af ræðupallinum, og var að heilsa fólki, sem beðið hafði, til þess að tala við hann. Hann kom þangað sem frú Waugh og förunautar hennar sátu; hann heilsaði þeim öllum með handárbandi; hann þrýsti hönd Marian innilega og spurði hvernig henni liði, ásamt þeim frænkum frá Luckenough; mintist á veðrið og færðina, og útlitið fyrir vorið o. s. frv., svo hneigði hann sig fyrir þeim í kveðjuskyni og fylgdist með fólkinu út. “Eg held við ættum nú að fara,” sagði frú Waugh. “Já,” sagði Jacqueline og stóð upp. Þegar þær komu út, var Oliver gamli bú- inn að setja hestana fyrir sleðann, og tilbú- inn að keyra á stað; hann ók sleðanum upp að pallinum fyrir framan dyrnar, til þess að gera þeim hægra fyrir að komast upp í hann. Jacqueline leit í kring, til þess að vita hvort hún sæi ekki Thurston Wilcoxen þar nálægt; en þar sem hún gat ekki komið auga á hann, neinstaðar, taldi hún víst að hann mundi vera lagður á stað heim. En hún sá Dr. Grimshaw, og þekti hann strax, þrátt fyrir það að hann reyndi að líkjast, bæði í búningi og framkomu, sem mest Thurston Wilcoxen, en hann huldi andlit sitt að mestu með uppbrettum kápu- kraganum. Dr. Grimshaw kom hægt í áttina þangað sem Jacqueline stóð og var að búa sig til að fara upp í sleðann. Þegar hún sá Dr. Grimshaw færast nær, datt henni í hug að nú skyldi hún nota tækifærið, hún hoppaði á móti honum, stakk hendi sinni undir handlegg hans og hvíslaði: “Thurston! Komdu! Hlauþtu upp í sleðann og komdu heim með okkur. Við skul- um svei mér skemta okkur vel! Grimshaw gamli fór til Leonardtown og kemur ekki heim fyr en á morgun.” “Er hann friðillinn þinn? Nú komstu bölvanlega upp um þig! Nú þarf eg ekki framar vitnanna við; nú hefi eg fulla sönnun fyrir framferði þínn og hvað þú ætlar þér. Það sver eg við alla heilaga, að þú skalt fá ldífðarlaust að svara til þessa framferðis þíns,” hvæsti prófessorinn út á milli tann- anna, og hrifsaði í handlegginn á henni og dróg hana að sleðanum. “Ha, ha, ha! Ó, jæja, mér er þá sama. Hafi mér missýns't, og eg tekið þig fyrir Thurston, þá er það ekki fyrsta klapparskot- ið, sem mér hefir orðið á í sambandi við þig. Mér hefir orðið á svo stórt glappaskot jafn- vel að láta mér detta í hug að þú værir mað- ur!” sagði Jacqueline fyrirlitlega.. Hann svaraði henni engu, en ýtti henni inn í sleðann og settist við hlið hennar. “Hvernig stendur á því að þú eft hér; eg hélt að þú hefðir farið til Leonardtown í dag, Dr. Grimshaw,” sagði Mrs. Waugh kuldalega. “Ójá, þér hafa brugðist vonir þínar í því; en hafa þau vonbrigði ekki opnað augu þín fyrir öðru, sem er bæði óheiðarlegra og -'hættulegra, sem þú hefir verið sjónarvottur að hér í kvöld, Mrs. Waugh?” “Hvað meinar þú með þessum orðum, herra minn?” “Það sem eg meina, frú Waugh, er að þú hefir gefið þegjandi samþykki þitt til þeirra svika og ótrygða, sem þessi siðlausa kven- snvpt, færndkona þín, ætlaði sér að aðhafast hér í kvöld, í von um að öllu væri óhætt, þar eð eg væri langt í burtu. En nú hefir það snúist öðruvísi við; þið misreiknuðuð það hraparlega og nú eruð þið báðar staðnar að samsæri gegn mér,” sagði prófessorinn með þjósti. Frú Waugh var alveg orðlaus um stund, en sagði svo: “Dr. Grimshaw, það er erfitt að trúa því að þú sért með öllu viti, eins og þú talar. Væri það ekki fyrir sjálfsvirðingu mundi eg reka þig út úr sleðanum umsvifa- laust.” “Eg vil ráðleggja þér, hvort heldur að það er sjálfsvirðing eða annáð, sem aftrar þér frá að reka mig út úr sleðanum, að láta það ógert, sjálfrar þín vegna. Eg verð hér sem gæzlumaður þessarar siðsömu frændkonu þinnar, þar til hún er komin á óhultan stað.” “Eg krefst að þú gerir grein fyrir orð- um þínum og framferði hér í kvöld, Dr. Grimshaw,” sagði frú Waugh. “Auðvitað! Ef, eins og eg álít að eg hafi, ómótmælanlega sönnun um framferði frænku þinnar og samband hennar við Mr. Wilcoxen. Eg hugsaði mér að verða hins sanna vís, svo í staðinn fyrir það að fara til Leonardtown og vera í burtu í nótt, fór eg hingað og kom mér þar fyrir, sem eg gat vel séð hverju fram fór, og veitti því nákvæma eftirtekt. Meðan eg var hér í kvöld, sá eg nógu mikið til að sannfærast um blygðunar- leysi Jacqueline og óvarfærni. Svo þegar eg með særðri tilfinningu, eftir það sem eg hafði séð, mætti henni hér á pallinum, þá tekur hún mig í misgripum fyrir elskhuga sinn; grípur hendi mína með miklum fögnuði og segir: ‘Elsku Thurston, komdu heim með mqr’—” “ó, þú gamli lierjans ósvífni skröggur, geturðu ekki haft rétt eftir mér það sem eg sagði? Eg sagði ekki þetta. Eg sagði: ‘Thurston! Komdu! Hlauptn upp í sleðann og komdu heim með okkur,’ ” sagði Jacque- line. “Það er þá minst á mununum, göfuga frú. Meiningin er sú sama. Eg vil ekki bera ábyrgð á orðum þfnum. Þú ert hvort sem er búin að koma upp um þig.” “Hvað annars meinar alt þetta rugl? Ef það á að meina það að eg hafi tekið þig í mis- gripum fyrir Thurston Wilcoxen, þá ættir þú að vera fegin, því þú getur þó huggað þig við það, að þér hafi þó einu sinni á æfinni verið sýnd svo mikil virðing að kvenmaður hafi rétt þér hönd sína, en þú mátt vera viss um að slíkt skeður ekki hér eftir, ” sagði Jacqueline storkandi. “Jæja, göfuga frú! Hefir þú meira að eða hygst þú með aðstoð frænku þinn- ar—” “Dr. Grimshaw, ef þú vogar þér að hafa í frammi slfka ósvífni^ aftur, að bendla nafn mitt við þetta mál, skaltu úr sæti þínu, og það miklu fljótara, en þú komst í það,” sagði Mrs. Waugh. “Við skulum sjá til, frú Waugh,” sagði prófessorinn og sat þegjandi það sem eftir var af leiðinni. En það var ein manneskja í sleðanum, sem hafði tekið sér nærri það sem Jacqueline sagði í sambandi við Thurston, — það var Marian. 22. Kapítuli. Þegar fólkið kom heim af fyrirlestrinum, var gamli sjóliðsforinginn á fótum og fagnaði því með óvanalegri kæti. Hann lék á allsoddi að ánægju, enda liafði hann látið tilreiða hinn kostulegasta kvöldverð, sem var borinn fram heitur og ljúffengur lianda ferðafólkinu, sem var orðið bæði svangt og kalt. . “Hvað er nú á seyði,” sagði Jacqueline og henti af sér ferðafötunum á stólana og gólfið, eftir því sem verða vildi. “Það er eg alveg sannfærð um að nú hafa einhverjir óvinir frænda orðið fyrir stórslysum eða annari óhamingju. Það getur varla verið neitt annað til í heiminum, sem mundi þess megnugt að koma honum í svona gott skap. Látum okkur sjá; skyldi hann hafa verið í vitorði með Grimshaw, eða lagt ráðin á? Það er ekki óhugsandi að svo hafi verið, og fögnuðurinn sé yfir því að þeir hafi mig nú á milli handa sér.” Frú Waugh lézt ekki taka neitt eftir hinni miklu ka:ti sjóliðsforingjans, en talaði um hversu þær hefðu verið hepnar með veðrið, og hversu gott væri a vera komin heim og fara að hvíla sig. Hún tók Marian við hönd sér inn í gesta svefnherbergið til þess að taka af sér ferðafötin. Þegar Waugh sjóliðsforingi var búinn að gEéða sér á matnum eins og honum þótti hæfa fyrir sinn virðulega sjóliðsforingja- maga, teigði hann úr sér og hló tröllslegan hlátur, svo alt andlitið varð að eintómum hrukkum og fellingum, og sagði fólkinu þau tíðindi, að ungfrú Nancy Stamp hefði verið rekin frá póstafgreiðslunni, eða öllu heldur, eins og hann komst að orði, að kórónan hefði fokið af henni og hún oltið úr hásætinu, en Harry Bromwell væri tekinn við embættinu. Hann hafði séð þessi tíðindi í kvöldblaðinu. Allir, sem við borðið sátu drógu léttara and- ann við a heyra þessi tíðindi, því öllum fanst það sem lengi þráð trygging þess að þeir þyrftu ekki lengur að óttast fyrir að bréf þeirra og blöð væru rifin upp á pósthúsinu og lesin, eða alveg eyðilögð með öllu. Allir þögðu við þessari frétt nema Marian, sem sagði: “Hvað verður nú um vesalings, gömlu Nancy?” “Það sver eg við hinn heilaga Júdas Iskaríot að hún verður að sjá fyrir sér sjálf,” sagði sjóliðsforinginn og hló svo glumdi í stofunni. “Nei, það dugar ekki, eg held að við hér í sveitinni séum skvldug til að hjálpa henni, svo hún fari ekki á vonarvöl; finst þér það ekki herra sjóliðsforingi?” “Eg skal mæla með því við sveitarnefnd- ina, að hún verði send í ölmusustofnunina, ungfrú Mayfield,” sagði sjóliðsforinginn. Marian sá, að það var þýðingarlaust að halda þessu máli frekar til streitu að þessu sinni, en hún hugsaði sér að nota fyrsta tæki- færi til að biðja sjóliðsforingjann, þegar hann hefði gleymt þessu samtali um Nancy Stamp, um styrk og vernd fyrir aldraða, einmana, vinalausa og heilsulausa konu, gem ekkert hefði sér til lífsbjargar. Hún vissi að þegar hvorki ofsakæti, eða ofsareiði hafði yfirhönd- ina yfir hans betri'manni, mundi hann greiða fram úr í þessu máli. Dr. Grimshaw tók engan þátt í samtal- in'u, en sat þegjandi og mjög skuggalegur á- sýndum við borðið. Jacqueline sagði “að hann liti út eins og hann hefði gleypt sjálf- an djöfulinn og gæti ekki melt hann. ” Þegar staðið var upp frá borðum, gekk Dr. Grimshaw til sjóliðsforingjans og kvaðst þurfa að ræða mjög heimulegt mál við hann. “Nei, nei; ekki í kvöld, Nace! Ekki í kvöld. Eg sé á þqr hvað það muni vera. Það er eitthvert skelmisbragðið, sem Jacqueline hefir leikið á þig með núna. Það getur beðið! Eg er orðinn eins syfjaður og eg hefði étið skipsfarm af ópíum. Eg mundi ekki einu sinni tala við Paul Jones, þó hann væri ris- inn upp frá dauðum og kominn hér!” Dr. Grimshaw varð að láta sér það líka, enda skildu allir og hver gekk til sinnar hvílu. María þjónustustúlkan fylgdi Marian til svefnherbergis og þjónaði henni til sænghr. Þegar hún hafði afklæðst hinum þrönga dag- búningi og klæðst í rúman náttkjól, bauð María henni góða nótt, lokaði hurðinni og fór. Marian settist á stól við eldstæðið og sökti sér niður í djúpar hugsanir. Það var svo margt, sem lá henni þungt á hjarta. Hún var að velta því sára spursmáli fyrir sér hvort Thurston mundi vera farinn að sjá eftir því, að hafa gifst sér; henni fanst ýmislegt benda til þess. Hún hafði gert sér svo örugga von um að samtal hennar við hann hefði opnað augu hans, en nú fanst henni að svo hefði ekki ver- ið. Hann virtist að halda uppteknum hætti, við Miss LeRoy, að minsta kosti sáu allir, að hún sótti mjög eftir honum, og það var að verða almannarómur að þau væru trúlofuð. Þarna sat Marian við eldinn og var að hugsa um það, sem skeð hafði um kvöldið, og velta fyrir sér ýmsum spursmálum viðvíkj- andi hinni óvissu framtíð sinni, og sárast af öllu var að hugsa til þess, ef Thurston héldi áfram uppteknum hætti. Nei, henni fanst það hljóta að vera alveg óhugsandi. En því er hann að þessu? Er hann bara að hefna sín á henni og stríða lienni, fyrir—? En liann verður að gæta þess að með því getur hann eyðilagt sálarfrið og framtíð saklausrar stúlku, sem í einfeldni sinni tekur hann alvar- lega. En hvað er með Jacqueline? Hún hafði sjáanlega tekið Dr. Grimshaw í misgripum fvrir Thurston. Hún talaði til hans, eins og þau hefðu verið búin að mæla sér mót, það var mjög ógætlega talað, ef hún hefði ekki vitað hvað hún mótti bjóða sér. \ Marian liugsaði þessi vandamál fram og aftur, en komst að engri ákveðinni niðurstöðu, svo hún afréð að tala um þetta einu sinni enn við Thurston, ef verða mætti að hún gæti opn- að augu hans. Þegar hún hafði tekið þessa ákvörðun, féll hún á kné við rúmið og gerði bæn sína. Að því loknu slökti hún ljósið og gekk til hvílu. Daginn eftir, sem var skírdagur, og skólafrí, svo ‘Marian þurfti ekki að kenna í skólanum. Hún ætlaði sér að eyða deginum með Jacqueline, sér til skemtunar. Þegar hún kom ofan í borðstofuna, varð henni bilt við að sjá Thurston þar svo snemma dags, og aleinan í stofunni. Hann var búinn í grænan veiðimannabúning. Hann stóð fyrir framan arininn og snéri bakinu að eldinum; hann hafði reist byssuna sína upp við arinhylluna, og lagt veiði-malinn sinn í hornið við arininn. Hjartað barðist í brjósti Marian, þegar hún sá hann, og roði kom fram í kinnar hennar, og á sama augnabliki hvarf allur efi og tortrygni úr huga hennar; hún gat ekki látið sér detta í hug að svik og ódrenglyndi gæti leynst bak við svo göfugmannlegt, einarðlegt og stilli- legt útlit. Hún horfði hugfangin á hann eitt augnablik og gleymdi öllum öðrum en honum, sem allar hennar framtíðar vonir og þrár voru helgaðar. Thurston korn á móti henni, og þau tóku höndum saman. Þau horfðu ástúðlega hvort á annað og hún sagði: “Mér þykir svo ósköp vaént um að sjá þig núna, elsku Thurston, því eg þarf að tala um nokkuð við þig, sem eg vona að þú takir ekki illa upp, eða misvirðir við þína kæru Marian, sem á enga innilegri þrá og ósk í þessum heimi, en þína velferð og þinn heiður. ” “Ef það er viðvíkjandi Miss LeRay, þá blessuð láttu mig ekki heyra slíkt, eg aðvara þig um það.” “Þú verður að gæta þess, að þó þú viljir ekki heyra mig tala um það, að það er haft að almennu umtalsefni héma í sveitinni, og þó þú vitir það ekki, þá ganga þær sögur mann frá manni, að þið ungfrú LeRoy séuð trúlofuð og ætlið að fara að gifta ykkur! ” “Og þú ljærð svona 'tilhæfulausum kjaft- hætti hlustirnar og’ leggur trúnað á hann?” “Nei, hamingjan veit að það geri eg ekki! Þetta umtal hefir óhjákvæmilega sært tilfinn- ingar mínar, ef til vill alveg eins mikið og þú hefðir fundið til og liðið fyrir, ef slíkur orð- rómur hefði gengið um mig og eg hefði tekið ástaratlotum annars manns, eins og þú hefir leyft þér að taka atlotum Miss Roy. En með rólegri yfirvegun hefi eg gert mér það ljóst, að þú getur aldrei gefið ungfrú LeRoy eða nokkurri stúlku það rúm, sem eg á í hjarta þínu, eftir j)ann tíma, sem þú hefir þekt mig og elskað mig. ’ ’ Marian horfði með sínum mildu og skæru augum á hann meðan hún talaði, ðg roði breiddist yfir hið fríða andlit hennar, sem bar vott um niðurbælda ge*ðshræringu. “Já, hefir þekt mig og elskað! Þarna kemur ennþá fram sami ákafinn ag sjálfstil- beiðslan! En hvernig veiztu, Marian, nema eg þreytist smátt og smátt á svoleiðis yfir- burða yfirlýsingum,—og að eg ef til vill finni hressingu í að sitja í ró og næði hjá barna- legri, auðsveipri stúlku, hverrar aðal hæfi- leiki er að elska og mest knýjandi þörf að vera elskuð?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.