Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1935.
7
Minning landnemanna
við atfhjúpun minnisvarðans á Gimli
Eftir J. J. Bíldfell.
Minningar vor mannanna eru
margar og margvíslegar. Sumar
þeirra eru hlýjar, eins og sólríkir
sumardagar, aðrar daprar, eins og
drjúpandi gróður eða deyjandi von-
ir. En allar eru þær,ekki aðeins
heillandi fyrir hugi manna, heldur
lika stór partur af sálarlífi þeirra,
og einmitt sá hluti þess, sem á hvað
mestan þáttinn í að skapa menning-
arþroska mannanna — knýta eina
kynslóðina við aðra, og halda á lofti
og lifandi, fögrurn hugsjónum,
frjálsum vilja, þrekmiklum fram-
kvæmdum, óeigingjarnri einurð og
fölskvalausri fórnfýsi, mér og þér til
fyrirmyndar og eftirbreytni. Slíkar
eru minningarnar og áhrif þeirra, á-
valt og óumflýjanlega, og slík er
minningin, sem1 safnað hefir oss
saman hér við þennan minnisvarða
íslenzku landnámsmannanna og
kvennanna, sem í dag verður af-
hjúpaður, og sem vonandi verður
sterkur hlekkur í minningarkeðju
þeirri, sem knýtir yngri jafnt sem
eldri við minningu þeirra—við land-
nárrtstíðina á þessum stöðvum; því
trúið jnér, af henni er margt að
læra, og um hana er hverjum manni
holt að hugsa.
I erindi þvi hinu stutta, er eg
flutti á þessum stað 5. ágúst s.I.,
þegar hornsteinn minnisvarðans var
lagður, mintist eg með nokkrum
orðum á kringumstæður landnáms-
fólksins, og benti á hina mörgu og
ægilegu erfiðleika, sem það varð
að mæta, á öllum sviðurn, eins illa
og það var undir það búið—mál-
laust að því er landsmálið snerti, fá-
kunnandi á iðnaðaraðferðir lands-
ins og algerlega efnalaust. En sök.
um þess a timi minn var þá mjög
takmarkaður, gat eg ekki gert þeirri
hugsun þau skil, sem mér fanst að
hún krefðist, þá vil eg leitast við að
bæta úr því nú. Eg ætla mér þó
ekki að fara að draga úr eða hylma
yfir neitt það, sem eg hefi sagt i
því sambandi, því úr skorti og alls-
lags erfiðleikum, sem landnámsfólk-
ið varð að ganga í gegnum fyrsta,
eða jafnvel fyrstu árin sín í þessu
nýja landnámi, hefir sízt verið of
mikið gert. En við það mætti bæta
að landnámsfólkið var nýbúið að
slíta sig frá ættlandi sínu og sjá það
hverfa á bak við bungu hafsins, til
þess, langflest, að líta það aldrei
aftur, né heldur vini sína og vanda-
menn, sem þar voru eftir. En, vin-
ir, það veit enginn nema sá sem
reynir, hve sá skilnaður getur verið
sár, og hve þungt að hann getur
lagst á fólk, einkum þá, sem komnir
eru til fullorðins ára. En það var
nokkur bót í máli að landnámsfólkið
nýkómna gat látið augu sín hvila á
fleti Winnipegvatns og eyru sín við
nið þess, er stormvaktar öldurnar
mintu það á brimhljóðið við strend.
ur ættlands síns.
Jú, vissulega var hið íslenzka
landnámsfólk á þessum stöðvum fá-
tækt fólk. En það er með fátæktina,
eins og flest annað í heiminum, að á
henni er fleiri en ein hlið. Það er
til sú hlið hennar, sem nefnist hlið
örvæntinganna og vonleysisins, þeg-
ar ofurþungi kringumstæðanna hef-
ir svo lamað þrek manna, að þeim
finst að þeir geti ekki lengur risið
undir honum. Þegar kjarkurinn er
þrotinn og afl viljans svo lamað, að
hann megnar ekki lengur að leita út
eða upp, og metnaður manna til per-
sónulegs sjálfstæðis, að engu orð-
inn. Slík er fátækt örvæntingarinn.
ar. En við hana áttu íslenzku land-
nemarnir ekki neitt skylt. Samt voru
þeir fátækir, samkvæmt vanalegri
merkingu þess orðs. Húsakynni
þeirra voru aumleg; en þeir sáu i
anda önnur reisulegri, þægilegri og
heilnæmari húsakyníni rísa upp í
landnámi sínu, eins og þau, sem nú
blasa hér við alt í kring.
Þá skorti daglegt brauð. En þeir
sáu í anda skógana, sem byrgðu út-
sýn þeirra, rudda, og þar sem þeir
stóðu sána akra og búsmala á beit.
Klæðnaður þeirra var fátæklegur, en
von þeirra rik.
Mállausir voru þeir að því er
landsmálið snerti, en þeir ræddu
samt áhugamálin, sem á dagskrá
voru, bæði innlend og útlend, með
einurð og áhuga og lögðu á þau dóm,
sem bygður var á viti og réttsýni.
Fátækt þeirra var heiðursfátækt, því
andi þeirra, lífsreynsla, vilji og von
reis upp yfir alla erfiðleikana og
skapaði þeim bjartari framtíð, betri
kjör, fegurri útsýn og viðáttumeiri
verkahring.
Þannig var þetta landnám hafið.
Þannig var grundvöllurinn lagður
að viðbættri þróttmikilli feðratrú,
sem bæði sætti þá við örðugustu
hjallana, sem landnámsfólkið varð
að klífa, og lyfti huga þess og hjört-
um upp yfir hið hversdagslega og
hverfula, og það voru þessir eigin-
leikar, þetta útsýni eða víðsýni, þetta
sjálfstæði í athöfn og orði, þessi
festa i trú og hugsun, þessi ráð-
vendni i orði og í verki og þetta ó-
bilandi framsóknarafl, sem setti mót
sitt á landnámsbygðirnar og setur
enn. En þessi eðliseinkenni land-
námsmannanna og kvennanna ís-
lenzku og frumbyggjanna íslenzku,
yfir höfuð, gerðu meira; þau sköp-
uðu viðhorf íslendinga i þessari
álfu gagnvárt fólkinu, sem hér bjó,
og mynduðu álit þeirra sem sérstaks
þjóðflokks. Svo þegar að við heyr-
um eða sjáum íslendinga talda æski-
legri innflytjendur en annara
Evrópuþjóða menn, þá gleyjnum
ekki, að sá vitnisburður er að stór-
miklu leyti feðranna hnoss—hnoss
íslenzka landnámsfólksins og is-
lenzku frumbyggjanna í álfu þess-
ari.
Við erum i dag að vígja minnis-
varðann, sem hér stendur, til minn-
ingar um íslenzku mennina og kon-
urnar, senr lentu við strönd Winni-
pegvatns og námu hér land fyrir
sextíu árum siðan. Flest af því fólki
er nú gengið til grafar, og ekkert
sem á það bendir á þessum stöðvum,
arpiað en verk þess, sem eru hér víða
sjáanleg, og leiðin. En ef það fólk
væri komið til okkar hér og mætti
mæla, hvað haldið þið, að það mundi
þá helzt vilja segja?
Eg geri ekki tilkall til að vera
neinn sérstakur snillingur í að lesa
hjörtu og hugrenningar lifandi
manna, og því síður til þess að skilja
hjörtun, sem hætt eru að slá og
hugsanirnar, sem slitnar eru úr öllu
sambandi við þá lifandi. En eðli ís.
lendingsins þekki eg svo, að mér er
óhætt að fullyrða, að mál þeirra
mundi vera á þessa leið : “Við erum
iríhilega þakklát öllum þeim, sem
þátt hafa tekið í því að heiðra minn-
ingu okkar með þessum minnisvarða
og ekki aðeins þeim, sem að sýni-
legan þátt hafa tekið, heldur öllum,
sem hlýlega hafa hugsað til þess
fyrirtækis og minningarinnar um
okkur. Hlýjar hugsanir manna eru
eins og sálin, þær verma alt lifandi
og dautt. Eitt er það, sem hryggir
okkur og það er, hversu fá voru
sporin, sem okkur auðnaðist að
skilja eftir á strönd tímans, ykkur
til uppörfunar og góðs. og hversu
óverðug okkur finst að við séum,
til þess að njóta vináttu, frændrækni
og góðvildar tákns þess, sem þessi
varði ber svo ótvíræðlega merki um.
Við þökkum, já, þúsundfalt. En
áður en við hverfum af þessum sam-
fundi, þá veitið okkur eina bón; hún
er þessi: látið minnisvarða þennan,
ásamt því að vera sögulegt tákn,
vera talandi vott þeirra eiginleika
og lífsþroska íslenzkrar sálar, sem
megnaði að flytja okkur í gegnum
alla landnámserf jðleikana. Þeir
eiginleikar voru okkur i brjóst born-
ir á íslandi, og þar þroskaðir í skóla
þess bezta kennara, sem heimurinn
þekkir,—skóla góðrar og göfugrar
móður. Það var hún, sem kendi
okkur að biðja Guð; það var bún,
sem fyrst benti okkur á fegurð
blómanna, jurtanna og náttúrunnar ;
það var hún, sem vakti hjá okkur
ást á sannleikanum og tilfinninguna
fyrir réttlætinu; það var hún, sem
leiddi hugann unga til sjálfstæðrar
meðvitundar; það var hún, sem
sagði okkur frá Halli, Höskuldi,
Njáli og Hallgrími Péturssyni; það
var hún, sem kendi okkur að ósann-
sögli leiddi til ógæfu og óeinlægni til
eyðileggingar; það var hún, sem
kendi okkur að bera lotningu fyrir
Guði og góðum mönnum, og að við
ættum aldrei að hafast neitt að, sem
gæti rýrt virðingu sjálfra okkar.
Hún mamma kunni alt þetta og
það var henni svo mikið alvörumál,
að hún breytti aldrei út af því. Hún
lærði það af foreldrum sínum, sem
tekið höfðu það í arf frá ættþjóð
sinni. Þessi lífsspeki, sem sálduð
hefir verið í meir en þúsund ár, við
eld og ísa, áþján og nauðir, var lífs_
þrótturinn, sem gaf henni móður
okkar styrk sinn í stríði lífsins, þol-
inmæði í þrautum þess og hugrekki,
í dauðanum sjálfum, og það var
okkar aðalstyrkur lika, í landnáms-
erfiðleikunum hér í Nýja íslandi.
Bræður og systur! þennan arf,
sem er borinn ykkur í blóð og merg,
biðjum við ykkur að varðveita í
lengstu lög. Látið þið hann vera
bandið, sem bindur ykkur saman í
dreifingunni í þessari víðáttumiklu
álfu. Látið þið hann vera ylinn,
sem ornar sál ykkar í kuldum lífs-
ins og merki yðar i orði og athöfn
hvar sem þið eruð, og hvert sem þið
farið.
Landnema minnis-
varðinn
Kristján Stefánsson, Winnipeg,
$1.00; Mr. og Mrs. J. M. Bjarna-
son, Elfros, $2.00; Mrs. K. K. Ól-
afson, Selkirk, $1.00; Mrs. J. Ein-
arsson, Wpg-» $1.00; Rafnkell Berg_
son, Wpg., $2.00; Guðm. Grímson,
Rugby, N.D., $2.00; Mr. og Mrs.
S. Oddleifson, Wpg., $2.00; Mrs.
Lára Burns, Wpg., $1.00; Miss
Jennie Johnson, Wpg., $1.00; Mar-
teinn Jónsson, Vancouver, $5.00;
Guðni Thorsteinsson, Gimli, $2.00;
Erimann Frímansson, Gimli, $2.00;
Skafti Arason, Húsavík, $3.00.
Selkirk.
Magnús Friðriksson, $1.00; Vin-
ur, 250; Mrs. Thorarinsson, 25C;
Th. S. Thorsteinson, 50C; G. Ey-
man, Jr., 25C; Mr. og Mrs. G. G.
Eyman, 50C; Mrs. Pálsson, 25C;
Klemens Jónasson, 50C; Lillian E.
Murdoch, 25C; Mrs. G. Jóhannsson,
25C; Mrs. Anna Magnússon, 25C;
Mrs. Wm. Stevens, 25C; S. Indriða-
son, 25C; Mrs. Indriðason, 25C;
Willie Indriðason, 25C; Sigga Ind-
riðason, 25C ; Jóhann Peterson, 50C ;
Thorkell Sveinsson, 250; Bjarni
Skagfjörð, 25C; Jóhann Sigfússon,
50C; S. E. Davidson, 25C; E. J.
Henrickson, 50C; Mrs. Nóra Good-
man, 50C; W. P. Thorsteinson, 50C;
Geo. Amsten, 25C; Páll Goodman,
25C; Jón Ólafson, 25C; Helgi Stur-
laugsson, 50C; J. Ingjaldson, 25C;
J. Ingimundson, 25C; Gestur Jós
hannsson, 25C; Mrs. Sigurbjörg
Johnson, 25C; Ó. Ólafson, 25C; Mrs.
Kr. Jónsson, 35C; Hinrik Jónsson,
50C; Jón Jónsson, $1.00; Thorvald-
ur Johnson, 25C; Mr. og Mrs. G.
Oliver, 40C; Mr. og Mrs. B. Kelly,
25C; Dora Benson, 25C; Mrs. A.
Brydges, 25C; Bjarni Árnason, 25C;
Paul Magnússon, $2.00; Mr. og
Mrs. R. Hinriksson, 50C; Mrs. Ingi
Magnússon, 25C; Mrs. Margrét
Johnson 50C; Th. Gíslason, 25C;
Jón Sigurðpon, 50C; Jón Goodman,
500; S. G. Stefánsson, 50C; Christo-
fer Oddson, $1.00; Jón Sigurðsson,
500; Mrs. K. Bessason, 25C; Jó-
hannes Guðmundsson 250; Jón
Magnússon 15C; Mrs. Elizabeth
Björnson, 20C; Mr. og Mrs. H.
Halldórson, 50C; Mrs. H. Olson,
25C; Einar Magnússon^oc; Þjóð-
ræknisdeildin Brúin, Selkirk, $10.00.
J. W. Jonathansson, Nes P.O.,
5oc; P. Peterson, Árnes P.O., $1.00;
Ingi A. Johnson, Árnes P.O., 1.00;
N. F. Magnússon, Nes P.O., $5.00;
Th. Thorkelsson, Nes P.O., $1.00;
G. Thorkelsson, Nes P.O.,v$i.oo;
A. Thorkelsson, Gimli, $1.00; Th.
Sveinsson, Camp Morton, $2.00; V.
Sveinsson, Camp Morton, $1.00: B.
G. Bjarnason, Camp Morton, 50C;
Th. Bjarnason, Camp Morton, 50C;
S. F. Ólafsson, Winnipeg., $2.00;
Ónefndur, Gimli, 75C; Gimli sveit,
$25.00^ K. Sigurðsson, Husavick,
$2.00; G. W. Árnason, Gimli, $2.00;
A. Rasmussen, Camp Morton,
$1.00; Kr. Einarsson, Gimli $5.00.
Kærar þakkir,
Dr. A. Blöndal,
J. J. Bíldfell,
B. E. Johnson.
Mrs. Ingigerður
Stephenson
Hún andaðist að Betel, Gimli
miðvikudaginn 4. iept. Þar hafði
hún verið 5 síðustu ár æfinnar.
| Heilsan var eftir vonum þau árin, en
ellin færðist yfir og líkamskraftarnir
þrutu þangað til hvíldin kom.
Mrs. Stephenson var ættuð úr
' Skagafirði á Islandi og fædd þar 9.
! nóv. 1850, ólst þar upp með foreldr.
1 um sínum Jóni og Valgerði. Hún
! kom frá íslandi fyrir liðugum 50 ár-
um síðan og átti um hrið heima í
Winnipeg. Hinn 28. nóv. 1885 gift-
ist hún Magnúsi Stephenáon.
Dvöldu þau í Winnipeg til næsta
árs, en þá fluttu þau til Þingvalla-
bygðar í Sask. Þar voru þau þang-
að til hann dó. Hafði hún þá verið
rúm 6 ár í hjónabandi. Næsta sum.
ar flutti hún með börnin sin þrjú til
Winnipeg og átti hún þar heima
nærri ávalt síðan, þangað til hún
fór að Betel. Eftir þrjú ár í Win-
j nipeg misti hún eitt barnið sitt,
Kristbjörgu. Árin í Winnipeg,
lengi vel, gengu í það, að vinna fyr_
ir lífi sínu og barnanna sinna.
Mrs. Stephenson var vel kristin
kona. Guðsorð var henni hjartans
mál. Það fegraði alt hennar líf og
veitti henni yndi og hamingju í öll-
um erfiðleikum. Hún var frábær-
{lega atorkusöm og ósérhlífin, í bezta
máta umhyggjusöm móðir og
brjóstgóð og hjálpsöm gagnvart öll-
um, sem bágt áttu. Sambandið við
himnaföðurinn rækti hún bæði af
innri þrá og samvizkusemi; hafði
yndi af starfi i kirkjunni, lifði í
innilegu bænarsambandi við Guð og
leitaðist á allan hátt við að feta í
fótspor Frelsarans.
Góðir hæfileikar féllu henni í
skaut og svo ávaxtaði hún pund sitt
af fremsta megni. IJún var fram-
úrskarandi bókhneigð. Þó hún
hefði ekki mikið tækifæri til að
nema enskt mál, las hún samt ensku
sér til fróðleiks og yndis.
Börn hennar á lífi eru Mrs. Mar-
grét Anderson í Winnipeg og John
Stephenson einnig búsettur i Winni.
peg. Stjúpdætur hennar eru þær
Mrs. Valgerður Johnston í Winni-
peg og Mrs. Anna Gunn í Trans-
cona.
Friður Guðs “sem æðri er öllum
skilningi’’ var yfir síðustu jarð-
nesku augnablikunum hennar, ekki
siður en yfir undanfarinni æfi.
Ljósið hér megin sloknaði til þess
að birtan eilífa gæti ljómað.
Minningarathöfn var haldin á
Betel og stýrði henni séra Jóhann
Bjarnason. Líkið var svo flutt til
Winnipeg. Hin látna var þar jarð-
sungin af séra Rúnótfi Marteinssyni
að viðstöddum mörgum vinum.
“Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi;
hafðu þökk fyrir alt og alt.”
R. M.
ENGILL KOM TIL AÐ
KENNA IIONZJM TRÚ.
Seint um kvöld eitt, þegar eg
ferðaðist um í landinu helga, þegar
eg var ferðbúinn að klifra yfir
hrufóttan sveitaveg í GileacJ, lagðist
eg niður undir klettana til að kæla
mig. Fylgdarmaður minn hafði
haldið spölkorn áfram; samferða-
fólkið var líka að skygnast um eftir
ýmsu fágætu. Eg komst í nokkurs
konar mók þar sem eg lá, og hugur
minn hvarflaði yfir ýmsa biblíu-
atburði, sem sveimuðu yfir þessum
söguríku hæðum. Eg hugsaði um
undramanninn Elías, sem fæddur
var í því landi, sem eg nú var að
ferðast um, og umhugsunin um
hann tók föstu haldi á sál minni. Eg
skildi að hinum megin við Jórdan
var Tamana, þar sem Ahab lifði. 1
norðvestri var Zareptath, þar sem
spámaðurinn og fátæka ekkjan lifðu
í hallærinu, og einhversstaðar nærri
bökkum Jórdanar var lækur, sem í
Elíasar tíð var kallaður Cherith.
Þangað færðu hrafnarnir fæðu spá.
mannsins í hinu sama hallæri. Eg
var enn í þessum hugsunum, þegar
eg heyrði fótatak, og sá ókunnan
mann standa hjá mér. Hvaðan hann
kom vissi eg ekki, en þegar eg stóð
upp til að heilsa honum1, benti hann
mér að vera kyr. Svo velti hann til
steini og settist á hann á móti mér
og sagði: “Svo þú ert að hugsa um
Ehas spámann og þau máttarverk,
sem hann vann með trúnni. Hefir
þér hugsast að hann var hvorki
meiri né minni maður en þú; skilur
þú að svo margir hafa hugsað sér
hann svo sérstaklega útbúinn með
yfirnáttúrlegum krafti trúarinnar
fram yfir aðra?” Mér fanst nokk-
uð undarlegt að þessi ókunni maður
skyldi jjannig lesa hugsanir mínar,
og svo voru spurningar hans nokk-
uð erfiðar, en með því að hann var
bæði kurteis og blátt áfram, svaraði
eg neitandi. Svo segir hann: “Sjá-
um nú til; reynir ekki Jakob að
kenna þennan sannleik. þar sem
hann segir að Elías hafi verið maður
eins og vér; reyndi sömu ástríður,
og öðlaðist hann ekki trúarkraftinn
með því að uppfylla skilyrðin, sem
Páll kennir Rómverjum þar hann
segir: ‘Trúin kernur fyrir heyrnina,
og'heyrnin fyrir Guðs orð?’ Elías
hafði geymt Guðs orð í hjarta sínu
og eyru hans voru æfð til að heyra.
Við gætum þýtt þessa ritningu
þannig: ‘Trúin kemur með því að
heyra og trúa Guðs orði.’ Á því
hvílir allur leyndardómur trúarinn-
ar. Nú, kæri vinur,” hélt hann á-
fram, “hvað mvndi þér sýnast, ef
eg segði þér að Guð tekur aldrei
einn mann fram yfir annan? Að
hann aldrei ætlaðist til að Elías væri
tekinn fram yfir þig, og alt sem
Elías gerði mœttir þú gera, og
meira að segja alt sem Kristur gerði
i kraftaverka áttina mættir þú gera.”
Mig nær sundlaði að heyra jrenn-
an ókunna mann taka sér slíkt vald í
staðhæfing þessari, en hann hélt
áfram: “I ritningunni segir Drott-
inn sjálfur: ‘Sá, sem á mig trúir,
skal gera þau verk, sem eg geri, og
meiri verk en þessi, því eg fer til
Eöðursins.’ Svo, kæri vinur, hvers
vegna eru verk Elíasar og verk
Krists svo augljós frá fornri sögu,
ef ekki vegna þess að menn hafa tap_
að æfingu trúarinnar á Guð? Hef-
irðu nokkurn tíma hugsað þér kraft
ljónsins, og að ef það þekti veikleik
búrsins, sem það er lokaÖ í, þá
myndi það brjótast út í frelsið.
Þannig er það með mennina. Guð
hefir gefið þeim máttugt vopn, en
þeir sýnast alls ekki vita hvernig
hafa má not af þvi. Afleiðingin er
sú, að þeir rölta fram og til baka í
viðjum kringumstæðanna, þar til
veikleikinn og fáfræðin gerir óvin-
inum hægt fyrir að steypa keðjur
sínar til að binda þá með, þó þeir
séu útbúnir með krafti, sem á svip-
stundu gæti gefið þeim frelsi. Svo,
kæri vinur, vegna þessa kom eg til
að tala við þig í kvöld, til að sýna
þér, að mannkynið leggur leið sína
í gegnum þennan heim, án skilnings
á þeim krafti, sem það í raun og
veru er gætt, og til að sýna jrér að
Jesús Kristur lagði stur.d á að kenna
mönnum tækifæri sin i honum, í
gegnum trú og að þú, sem fulltrui,
getur sent eld af hæðum, reist til
lífs hina dauðu, læknað líkþráa og
aðra sjúka, getur kastað út illum
öndum, getur horfið frá stað til
staðar og yfirleitt getur gert alt, sem
frá er sagt í Guðs orði, sem krafta-
verkum og lækningum viðvíkur, ef
þú hefir trú á Guð. Hefirðu nokk-
urntíma litið á mennina, sem Jesú
safnaði í kringum sig sem lærisvein-
um ? Hversu fátækir, óheflaðir og
ólærðir; samt kendi hann þeim á
skömmum tíma, um þennan ómælda
kraft, svo þeir fóru út og unnu
kraftaverk, og auk heldur buðust til
að bjóða eldi af hæðum að falla yfir
]?á, sem þeim fanst að einhverju
leyti misbjóða herra sínum. Og eld_
urinn hefði komið, ef Kristur hefði
leyft það. Það hefir verið ráðgáta
fyrir okkur engla himinsins, hvers
vegna þið jarðarbúar eruð svo
bundnir í vantrú, eftir að Drottinn
sjálfur kom ofan og lifði yðar á
meðal til að kenna ykkur um mögu-
leika trúarinnar. Hversvegna það
er, að þó að maðurinn hafi tækifæri
til að vera máttugastur allra Guðs
skepna, að þeir standa enn eins og
nýrúin sauðkind í kalsa-hretj hve-
nær sem óvinurinn nálgast. Eru
það nokkur undur að Drottinn seg-
ir: “Mun eg þá trú finna á jörðu,”
þegar hann kemur aftur, eftir slíka
reynslu við ykkar vantrú. Þið menn-
irnir hafið meiri trú á sjálfum yður
en þér hafið á yðar Guði. Alt ykk-
ar starf er bygt á trú. Þið ferðist
í trú, 'samt þegar til þess kemur að
treysta Guði, og lifa eftir þeirri trú,
sem hann hefir kent, þá sýnist eins
og þið óttist hið yfirnáttúrlega og
flýið í felur. Sannarlega er nú tími
til kominn fyrir yður að hætta slíkri
heimsku og flýja til hans, sem er
almáttugur. Jesús Kristur er hinn
sami í dag og i gær og um alla eilífð,
svo að þeir, sem á hann trúa hafa
enga ástæðu til að líta til baka til
Móse, Elíasar og Daníels, Krists eða
hans lærisveina og undrast yfir
þeirra verkum, þvi þeir munu vera
færir um að gera hin sötnu máttar-
verk sjálfir.”
Að svo búnu stóð hinn ókunni
maður upp, og tók vinalega i hönd
mér, hneigði sig og færðist á bak
aftur og hvarf í skugga klettsins,
sem eg hvíldist undir. Þó engar væru
þar felur i kring, skygndist eg þó
grandgæfilega um eftir hinum ó-
kunna manni, en árangurslaust.
Hann kom og hvarf jafn fljótlega
og óvart, eftir að hafa gefið mér
nægt umhugsunarefni um alla ó-
komna æfi.
E. A. Watkins.
(Thora B. Thorsteinson þýddi).
Mœnusóttin.
Vísir átti tal við Magnús Péturs-
son héraðslækni í morgun og spurði
hann um útbreiðslu mænusóttarinn-
ar hér í bænum. Kvað hann ekkert
nýtt tilfelli hafa bæst við frá því á
sunnudagskveld og líðan sjúkling-
anna hér í bænum væri nú góð.—
Vísir 20. sept.