Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines « \ov W2* i N«> tio7* Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines £*S fat U0> V^>° «8*^ 0*2,1»*°* For Better Dry Cleaning and Laundry 48. ARGANGUR WTNNIPEG, MAN., FIMTTJDAGINN 24. OKTÓiBER, 1935. NÚMER 43 Frá Islandi Ásgeir Sigurðsson aðalræðismað. ur Breta á Islandi lézt í gær af hjartabilun. Danir byggja nýtt hafrannsóknaskip Danska ríkiÖ hefir í undirbúningi aí5 byggja nýtt hafrannsóknaskip í stað "Dana", sem sökk við árekstur í sumar. Aage Larsen, verkfræð- ingur hefir séð um teinkningar og undirbúning allan fyrir hönd danska flotamálaráðuneytisins. Nú hefir átta skipasmíðastöðvum í Danmörku verið boðið að gera tilboð um bygg- ingu skipsíns. Þessi nýja "Dana" verður 45 m. á lengd og 5 m. lengri en eldri "Dana," Sl/2 m. á breidd og ristir 4}/^ m. Verður í skipinu 500 HK olíumótor og á þa'ð að geta farið 103^ sjómílu á klukkustund. Einnig verður þatS útbúi'ð með rafmagnstogvindu, sér- stakri aflvél til líffræði- og vatns- fræðirannsókna og akkerisvindu. Auk þess verður skipið búið öllum fullkomnustu siglingatækjum eins og bergmálslóði, hraðamæli og miðun- arstöð. Fargeisli (Aktionradius) skipsins verður svo stór, að það á að geta siglt í rúma tvo mánuði án þess að leita hafnar til að taka olíu. —Búist er við að hin nýja "Dana" verði fullbúin í júní 1936. —N. dagbl. 27. sept. Störf Norræna Félagsins. Oslo í septu Fulltrúar Norræna félagsins frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi,'haf a nýlega haldið með sér fund í Oslo. Voru þar rædd mörg mál, sem miða að aukinni sam. vinnu Norðurlanda. Var ákveðið að vinna að því, að norrænar út- varpsstöðvar varpi með reglubundnu millibili út fregnum um fjármál, þjóðfélagsmál og listir á Norður- löndum. Ennfremur að leggja drög til útgáfu bókar um þá atburði í sögu Norðurlanda, sem ágreiningur er um. Er slík bók talin vera nauð- synleg, því að á þann hátt verði tek- ið fyrir ýmsan misskilning, sem há- ír samvinnu þjóðanna. Auk þess er ætlunin að gefa út stutt rit um sögu norrænna þjóða og komi hún út á öllum norrænum tungumálum. Fundurinn ákvað það .að í hverju einstöku landi skyldi skipa fasta nefnd, til að vinna að aukinni sam- vinnu norrænna háskóla og háskóla. fólks. Ennfremur að fara þess á leit við stjórnir Norræna félagsins í hverju landinu fyrir sig, að hald- inn sé "norrænn dagur" á árinu 1936. Er ætlunin a hrinda þessu í Fólk það, sem mynd þessi er af, kom. til Gimli fyrir sextíu árum. Til hægri stendur John Goodman í Glenboro, en til vinstri Capt. Sigtryggur Jónasson, fyrrum þingmaður Gimli kjördæmis, er heima á í Riverton. Þau, sem sitja, eru merkishjónin Jóhann Briem og f rú hans, sem búsett eru einnig í Riverton. framkvæmd með stuðningi blaðanna, útvarpsstöðvanna og skólanna um öll Norðurlönd. Tilkynt hefir verið, að Norræna félagið haldi eftirtalin námskeið og fundi árið 1936: Námskeið fyrir norræna málfræðinga verður haldið á íslandi. I Noregi ver'ður nám- skeið fyrir stúdenta, skólabarnamót og námskeið fyrir lyf jafræðinga. í Svíþjóð blaðamannamót og bænda- námskeið. í Danmörku verður hald- ið verzlunar og bankamannanám- skeið og einnig er gert ráð fyrir að meðlimir Norræna félagsins komi til skemtidvalar í Hindsgavl. í Finn- landi verður námskeið fvrir landa- fræðikennara.—N. dagbl. 29. sept. "4RA CS 20. Via ímperial, Oct. 18. Reykjavik 1531, Free Press, Wiinnipeg. "Icelandic shortwave broadcaster programme every Sunday 1840 gmt wave length 24.52 meters (12235 kc) please publish. 12.05P. TJTVARP." Með GMT í símskeytinu er átt vi'ð "Greenwich Mean Time"; 1840, er sama sem 6.40 p.m., og hér verður 6.40 sama sem 12.40, eða tuttugu mínútur í eitt e. h. ARTIIUR HENDERSON L.ÍTINN Þann 21. þ. m., lézt í Lundúnum, Rt. Hon. Arthur Henderson, fyrr- um utanríkisráðgjafi í verka- mannastjórn þeirri, er Ramsay MacDonald veitti forustu. Var hann um langt skeið forseti þeirrar nefndar Þjóðbandatagsins, er af- vopnunarmálið hafði með höndum. Mr. Ilenderson hafði að heita mátti varið allri manndómsæfi sinni í þjónustu friðarmálanna, og var sæmdur friðarverðlaunum Nobels árið 1932. Eftir að Rámsay MacDonald lét af forustu verkamannaflokksins og myndaði þjóðstjórnina svonefndu í sambandi við íhaldsmenn, hafði Mr. Henderson um hríð með höndum foringjatign í flokki verkamanna, en vartS brátt að láta af henni sakir anna í þágu Þjóðbandalagsins. Mr. Henderson var kominn af skozku foreldri og var sjötíu tveggja ára, er hann lézt. og Til íslenzkra kjósenda í Selkirk kjördœmi Eg leyfi mér að nota þetta tæhifæri lil þess, að þahha ísleiidingum í Selhirh hjördæmi, ains innilrga og orð frrkast megna að lýsa, það traust, er þeir auðsýndu mér með athvæðum sínum i nýafstaðinni hosningu,. Bardag- 'ni 11 rar ærið harðsóttur; en fyrir hamn er mér persónu- lega margborgað % því vináttwþeli, er fram hom við mig í hverju einasta bygðarlagi. Eg tel mér það mihilvægan heiður, að vera fulltrúi annars eins hjördæmis, þar sem annar eins fjöldi íslend- inga elur aldur sinn, og eg get fullvissað þá um\ það, að eg mun gera alt, er % valdi minu stendur, til þess að verð- shulda á ölluwn tímum það traust, er hinir islenzhu ætt- bræður létu mér íté'% hosningunni.— Eg endurteh hér með þahhlætí mitt til þeirra hinna mörgu vina, er með samúð sinni gerðu mér hina þreyt- andi hosningahríð margfalt léttbærari, en ella myndi ver- ið hafa, og fullvissa þá á ný um einlægni mína við málstað þeirra. Virðingarfylst, J. T. THORSON. BÝÐUR SIG F'RAM TIL BORGARSTJÓRA Mr. Cecil H. Gunn, bæjarfulltrúi fyrir 1. kjördeild, hefir lýst yfir því, að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram til borgarstjóra við næstu bæj- arstjórnárkosningar í Winnipeg Nú- verandi borgarstjóri, Mr. John Oueen, leitar vafaíaust endurkosn- ingar af hálfu hins óháða verka- mannaf lokks, auk þess seni orð leik. ur á, að Col. Ralph H. Webb verði einnig í kjöri. ÞINGROF Á BRETLANDI Símað er frá Lundúnum þann 2T. ]). m., að brezka þingio' hafi verið íofið og nýjar kosningar fyrirskip- aðar þann 14. nóvember næstkom- andi. Er kosnihgahrítSin þegar hafin og því spáð, að hún muni sótt verða af kappi miklu. Hygst stjórnin að vinna kosningarnar einkum og sérí- lagi á afstöðu sinni til öryggismála hins brezka veldis, og trúnaði sínum við þjóðbandalags sáttmálann. A'erkamannaflokkurinn, sem og flokkur liberala, veitast þunglega að stjórninni, og bregða henni um hálf- velgju í deilunni milli ítala og Ethíópíumanna. Getið cr þess til, ao' þó nokkur þingmannaefni muni leita kosningar undir Social Credit nafni. FRÚ JAKOBINA JOIINSON sháldhona. Ilún var ao' kveðja Island í dag, að þessu sinni. Hún fer með Gull- fossi í kvöld áleiðis til Kaupmanna- hafnar.—Það hefir verið bjart um dvöl hennar hér í sumar og þarf ekki að draga það í efa, að skáldkonan hefir orÖið þess vör, hvar sem hún fór, að henni var fagnað af alhi þjóðinnij Enda er hún svo tigin og ástúðleg kona, að allir, sem hafa kynst henni, eiga einungis um hana fagrar minningar. Frá ferðalagi skáldkonunnar um landið, hefir áður verið sagt ítarlega í blöðunum, og skal ekki við það dvaliC. En vér Reykvikingar höf- um sérstaka ástæðu til að þakka henni dvölina hér hjá oss. — Vér áttum því láni að fagna, að hlýða á ui>plestur hennar í Iðnó síðastliðinn fimtudag, og mun það verða mörg- um minnisstætt. Öll voru kvæðin, sem skáldkonan las gullfalleg og frá. bærlega vel f lutt. I Hifuðeinkenni í skáldskap frú Jakobínu Johnson er fegurðin og í samræmi við þann eiginleika hefir hún valið öll sín yrkisefni. Það er ánægjulegt til þess að vita, hve ís- land á góðan fulltrúa þar sem( hún er. Það skal ekki rætt i þessu sam- bandi, hvort nokkur sanngirni er í þvi fólgin að ætlast til þess af Vestur-íslendingum, að þeir vinni sin andlegu verk í vora þágu. Hitt er staðreynd að þeir eru Islendingar livar sem þeir fara. Og líklegast þykir mér, að þeir hafi fært glegstar sönnur á, hverjir eiginleikar eru rík- astir í þjóðareðli voru. Eða hvað skyldi valda því, að landar vorir hafa getið sér svo góðan orðstír í Vesturheimi, að það þykja hin meztu meðmæli að vera Islendingur, ef um innflytjanda er að ræða. Eg fyrir mitt leyti held að það sé fyrst og fremst trúmenskan, sem' þessu ork- ar. Sama trúmenskan, sem Stephan G. Stephansson talar um í kvæði sínu um Hergilseyjarbóndann: "Því sál hans var stælt af því eðli sem er í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt, sem fóstrar við hættur — því það kennir þér, að þrjóskast við dauðann með trausti á þinn mátt. I voðanum skyldunni víkja ei úr, qg vera i lífinu sjálfum þér trúr." Og ef vér lítum um öxl og íhug- um lífsbaráttu vorrar eigin þjóðar á lio'num öldum, þá hlýtur oss að verfca það ljóst, að það er fyrst og f remst trúmensku f ólksins að þakka, að hér dó ekki alt menningarlíf út. Hugunarháttur þjóðarinnar krafð- ist þess, að ekki væri vikið úr fylk- ingu, þó að fyrir litlu sýndist að berjast, heldur staðið meðan stætt var. Þessi hugsunarháttur liggur í llllóðii Jakobínu SigurhjöVnsdóttur, þegar hún f lyzt úr landi 7 ára gömul. Skyldan við móðurmoldina tengir hana órjúfandi böndum við ísland. Hún tignar það og helgar, þvi hverja tómstund og grípur í sína þjónustu arf gengt vopn : skáldskapinn. Átt- hagamarkið er svo skýrt á ljó'ðum frú Jakobínu Johnson, að það er sem maður heyri í þeim nið Laxár, þar sem hún liðast fram í sumar- logni með græna hólma og gróður á bæði lönd. Því er nú stundum spáð, að ís- lenzkt þjóðerni liði brátt undir lok í Vesturheimi. Eg er ekki þeirrar skoðunar. Mér er nær að halda að íslenzku mæðurnar vestan hafs kunnj enn um langt skeið a'ð fela eldinn og með hverri kynslóð vaxi upp fólk, sem þyki ómaksins vert að skara í hann á ný. ASGEIR ASGEIRSSON, fræðslumálastjóri og fyrverandi forsætisráðherra Islands, er flytur fyrirlestur undir umsjón Þjóðræknisfélagsins, í Fyrtu lútersku kirkju í Winnipeg, mánudagskvöldið 4. nóvember. Að lokum vil eg þakka frú Jako- bínu Johnson fyrir komuna. Guð og góðar vættir íslands fylgi henni á heimleiðinni. Jón Magnússon. —Vísir 26. sept. ÚR ÍSLANDSFÖR Á þriðjudagsmorguninn komu úr Islandsför þau Ásmundur P. Jó- hannsson byggingameistari, frú Jakobína Johnson, skáldkona, og Mrs. Sveinbjörn Kjartansson. Ásmundur hefir verið að heiman nálægt sex mánuðum og dvalið mest- an þann tíma á Islandi; hef ir hann 'vísiterað" víða og farið í fjall- göngur, dregið í dilk, og þar fram eftir götunum. Glaður var hann og gunnreif ur að vanda og lét hið bezta yfir för sinni. Frú Jakobína lagði af stað héðan í byrjun júní sem gestur Landssam. bands íslenzkra kvenna og íslenzkra ungmennafélaga. Var henni hvar- vetna fagnað af hinni mestu ástúð, sem sjá má af samhljóða blaðaum- mælum um ljóð hennar og hana sjálfa. För hennar var regluleg sigurför, og nú er hún komin heim með Ijúfar og ógleymanlegar endur. minningar um stofnþjóð sína og land. Mrs. Kjartansson fór til íslands i maimánuðj síðastliðnum. í heimsókn til ættingja og vina. Lögberg býður þessa þrjá vestur- íslenzku farfugla velkomna heim— að heiman. TEKUR SÆTI1HINU NÝJA RAÐUNEYTI KINGS Fregnir frá Ottawa á þriðjudag- inn, staðhæfa að Hon. Charles A. Dunning takist á hendur embætti fjármálaráðgjafa í hinu frjálslynda ráðuneyti, sem Mr. King er í þann veginn að mynda. Mun þessu al- ment f agnað, 'þar sem kunnugt er að Mr. Dunning er einn hinna hygn- ustu og viðsýnustu stjórnmála- manna þjóðarinnar um þessar mundir. að' síður hafa ítalir náð haldi á við- áttumiklu landflæmi, ásamt ýmsum sögufrægum og all-auðugum borg- um. Mussolini telur úrslitasennuna vera í aðsigi. Forsætisráðgjafi Frakka, Laval, vill að ítalir fái formlega til eignar og umráða þau landsvæði í Ethiópíu, er þeir hafi náð á sitt vald, og auk þess pólitíska umsjá með hinum hluta landsins. Þessu eru Englend- i'ngar sagðir að vera mótfallnir. Þjóðbandalagið heldur svo að segja daglega fundi um mál þetta, án þess að um sýnilegan árangur sé að ræða. Enn er talað um viðskifta- bann gegn Itölum, og enn eru Ethi- ópiumenn drepnir í hrönnum. Kom. ið hefir til tals, að hrinda hinu um- rædda viðskiftabanni í framkvæmd þann 7. nóvember næstkomandi. En hvað má ekki koma mörgum varnar- litlum Ethíópíumönnum fyrir katt- arnef fram að þeim tíma? FRJALSLYNDA FLOKKNUM BÆTAST TVÖ ÞINGSÆTI Frá því að síðasta blað kom út, hafa frjálslynda flokknum bæzt tvö þingsæti við cndurtalningu atkvæða. Kjördæmin eru West York í On- tario og Souris í Manitoba. Verður þingstyrkur hans þá slíkur, að hann telur 176 þingmenn. FRA AFRÍKUSTRÍÐINU Ethiópiumenn hafa undanfarna daga veitt hersveitum ítala viðnám nokkurt í hinum norðlægu héruðum : hafa orustur á þeim sva'ðum verið hinar mannskæðustu á bá'ðar hliðar, þó mælt sé að tilfinnanlcgra hafi mannfallið orðið ítala megin. Engu LÍKNARSAMLAGIÐ Liknarsamlag Winnipegborgar heldur sína árlegu fjársöfnun 28. ]>. m. til 2. nóvember næstkomandi, ao báðum dögunum meðtöldum. Hafa Winnipegbúar jafnan brugðist vel við og ekki skorið við neglur sér framlög til líknar og mannúðar- þarfa, og svo munu þeir heldur ekki gera í þetta sinn. Stofnanir þær, er stuðnings þurfa við eru margar; en 'þær hafa það veglega hlutverk með höndum, að hlynna að þeim, sem einhverra orsaka vegna hafa orðið undir i lífsbaráttunni og þarfnast liðsinnis. Kornið fyllir mælirinn, segir gamla máltækið. Að allir leggist á eitt málefni þessu til stuðnings er meginatriðið. ÞaÖ kann að vera sumum ánægju efni, að alls eru í heiminum skrá- settar 40,000—fjörutíu þúsund — teg. ilmvatna. Jafnvel þeir, sem hæstar kröfur setja, ættu að geta valið úr, eitthvað, sem þeim líkar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.