Lögberg


Lögberg - 31.10.1935, Qupperneq 3

Lögberg - 31.10.1935, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBEtR, 1935. O sjái sér góðan leik á borði með því, að styrkja slíka myndatöku og greiða fyrir, að henni verði komið i framkvæmd hið fyrsta. Ekki er heldur vanþörf á því, að eitthvað verði gert til þess, að vega móti áhrifunum af lélegri og afkárlegri mynd ameriska kvikmyndatökumannsins, s e m vikið er að í “Morgunblaðinu” í seinna viðtalinu við Kamban. Þegar eg sá mynd þessa auglýsta hér vestur í Grand Forks, sem aukamynd, hugði eg gott til glóð- arinnar; en varð auðvitað fyrir mestu vonbrigðum. Sárnaði mér ekki sist gömlum sjómanni, að sjá íslenzka fiskiverkun auglýsta um allar jarðir með því, að mað- ur dró skötu eftir skítugri göt- unni. Veit eg til þess, að fleirum þótti það kynleg sjón, og ekki sem fegurst eða eftirbreytnisverð- ust. íslendingar mega ekki fram- vegis eiga undir því, að fræðsla um atvinnulíf þeirra eða menn- ingarástand sé í höndum útlend- inga, sem koma skyndiför til landsins og þekkja hvorki né skilja tungu þjóðarinnar, sögu hennar eða háttu. Marga ágæta vini eigum vér að vísu út um lönd, sem af þekkingu og samúð auka réttan skilning á kjörum þjóðar vorrar og menningu, og verðskulda fyrir það þakkir vorar og viðurkenningu. En jafnframt er þess eigi að dyljast, að sumir þeir, sem gerst hafa málsvarar íslands á erlendum vettvangi, hafa eigi verið því verki vaxnir þekkingarlega, og árangurinn af starfi þeirra þvi orðið minni og annar en skyldi, þó að þeim hafi gengið gott eitt til. II. Annað fyrirtæki, sem stvðja myndi drjúgum að auknum kynnum af íslandi erlendis og afla því vinsælda, þó í smærri stíl sé en fyrirhuguð kvikmynd, er stofnun sumarnámskeiðs við Há- skóla íslands, er veiti útlending- um fræðslu í islenzkri tungu, og islenzkum bókmentum, sögu vorri og menningu. Hefir mér verið sumarskóla- múl þetta hugstætt síðan sumarið söguríka 1930, er vér fjórir—dr. Sigurður Nordal, þeir Harvard prófessorarnir E. P. Magoun og F. S. Cawley og eg—áttum itar- legar samræður um það, laust fyrir Alþingishátíðina. Voru þeir allir hugmyndinni mjög hlyntir, ekki sízt þeir vestanmennirnir, eins og fleiri stéttarbræður þeirra, þeim megin hafsins. Var svo til ætlast, að eg ritaði um málið. En góðvinur minn og sambæjarmað- ur, Guðmundur læknir Gíslason, nú illu heilli horfinn úr hópnum, reifaði það röggsamlega og nægi- lega ítarlega i ritgerð i Stefni, sem síðar var endurprentað í Tímnriti Þ jódrnknisfélagsins. Þótti mér að svo komnu óþarft, að bæta þar nokkru við að sinni. Freklega fimm ár eru nú liðin síðan sumarnámskeiðs-hugmynd þessari var fyrst hreyft; og þó endur og sinnum hafi sést á hana minst opinberlega, hefir mér vit- anlega, enn sem komið er ekkert orðið af framkvæmdum. Eina sporið, sem stígið hefir verið í þá átt, var tillaga til Iandsstjórn- arinnar, sem borin var fram á Alþingi 1931, þess efnis: “að láta rannsaka, hvort ekki væri fært, að koma upp sumarnámskeiði við Háskóla íslands, einkum handa útlendingum, sem nema vilja is- lenzk fræði og kynnast Islandi og fslendingum.” Fyrst svo er í pottinn búið, er það hreint ekki “að bera í bákka- fullan lækinn,” að fara nokkrum orðum um þessa sumarskóla- hugmynd, þó aðeins sé i þeim til- gangi, að halda henni vakandi. Hún er alt of merkileg til þess, að þegjast í hel. Slik sumarnámskeið og það, sem hér er haft í huga, hafa hald- in verið viða um lönd á síðgri árum, t. d. í Danmörku og Þýzka- landi, og hafa vel gefist. Eru eft- irfarandi athugasemdir einkum bygðar á rannsóknum fyrirkomu- lags þesskonar námskeiða í nefndum löndum. Sjálfsagt er, að byrjað sé í smá- um stíl; líklega yrði þó þegar i byrjun, að hafa íslenzkukensluna í þrem flokkum: a) fyrir byrj- endur; b) fyrir þá, sem lengra eru á veg komnir (geta lesið is- lenzku) og c) fyrir þá, sem geta lesið málið og talað og hafa kvnt sér íslenzkar bókmentir. Þannig er kenslunni hagað í danska sumarskólanum fyrir útlendinga (Holiday Course for Foreign Students). Þá væri og æskilegt, þegar í byrjun, að fluttir yrðu, af fær- um mönnum, fyrirlestrar um fs- land og íslenzka menningu; það myndi draga útlendinga að nám- skeiðinu og verða þeim stórhag- ur. Sama rnáli gegnir um skemti- ferðir á fagra staði og söguríka á fslandi, er farnar væru undir stjórn hæfra leiðsagnarmanna. Hvorutveggja, fyrirlestrar menn- ingarlegs og sögulegs efnis og skemtiferðir (excursions) tíðkast í sambandi við sumarskóla þá, sem eg hefi spurnir af í Dan- mörku og Þýzkalandi. Sumarnámskeiðið i Danmörku stendur ekki í sambandi við Kaupmannahafnarháskóla, þó sumir prófessoranna taki þátt í kenslunni. Hinsvegar eru sum- arskólarnir í Þýzkalandi í sam- bandi við háskólana þar í landi, t. d. í Berlín og Heidelberg. Er það miklu ákjósanlegra; enda munu þeir, sem hugsað hafa nokkuð verulega um sumarskóla- hugmynd þessa, vera á einu máli um það, að slikur skóli á fslandi yrði i sambandi við Háskóla fs- lands, beinn þáttur í starfi hans. Ennfremur virðist mér sjálfsagð- ur hlutur, að slíkt námskeið í ís- lenzkum fræðum fyrir útlendinga yrði undir umsjón norrænu- og íslenzkudeildar Háskólans. Þeg- ar sumarskólanum vex fiskur um hrygg, væri eflaust hagur að því, að'fá árlega til aðstoðar við kensl- una einn eða fleiri kunna erlenda norrænu- og bókmentafræðinga. Á hinn bóginn er fyllilega hægt, að koma upp mjög góðum sum- arskóla í íslenzkum fræðum með því liði, sem fáanlegt er heima (fyrir á íslandi, meðal kennara Háskólans og annara fræði- manna.. Á danska sumarskólan- um eru kennarar frá ýmsum öðr- um skólum, bóka- og safnaverðir, auk háskólakennaranna. Virðist það einkar heppilegt fyrirkomu- lag. Á þessu stigi málsins gerist eigi þörf, að ræða um það, á hvaða tungumálum kenslan i slikum sumarskóla ætti að fara fram; en líklegt er, að minsta kosti þegar fram í sækir, að hún yrði að fara fram á ensku, þýzku ög einhverju Norðurlandamál- anna, þ. e. a. s. fvrir bvrjendur frá hlutaðeigandi löndum. Aðsókn að slíkurn sumarskóla fyrst í stað er vitanlega mikið undir því komin, að hann sé vel og rækilega auglýstur ut um lönd. Þarf því, að gefa út bækling, er lýsi honum stuttlegá og fyrir- komulagi hans, kenslugreinum, kostnaði, hentugum ferðum til fs- lands o. s. frv. Heppilegt væri einnig, að drepa þar á það merk- asta, sem ísland hefir upp á að bjóða af fögrum stöðum, sögu- legum og sérkennilegum, og láta nokkrar valdar myndir fylgja, ef unt væri. Myndi hagkvæmt, að fara að eins og gert er í sambandi við danska sumarskólann, að láta prenta umræddan auglýs- ingarbækling á höfuðmálunum þremur: ensku, þýzku og frönsku. Þá væri hagsýni í þvi, og yrði vafalítið auðsótt mál, að fá háskólakennara í bókmentum víðsvegar um lönd, fslandsvina- félög, sem vinna erlendis að framhaldandi og auknum kynn- um af menningu Norðurlanda, lil að gerast umboðsmenn og um- boðsfélög slíks sumarskóla, vekja athygli á honum og taka við um- sóknum nemenda. Þetta eru aðeins nokkrar laus- legar athuganir um sumarskóla- hugmynd þessa og framkvæmd hennar, ritaðar, sem sagt, nieð það eitt fyrir augum, að láta hana ekki falla í þagnargildi. Geta svo aðrir velunnarar hennar tekið við þar, sem hér þrýtur, aukið og fullkomnað tillögur þessar og ýtt úndir framkvæmd hugmyndar, sem eflaust mun verða landi og þjóð til nytja og sæmdar, ef vel er um hnútana húið. Þvi að í mínum huga er enginn minsti vafi á því, að sumarnám- skeið í fslenzkum fræðum við Há- skóla íslands fyrir útlendinga, sem vel væri til vandað, myndi laða til lands vors til lengri eða skemri sumardvalar einmitt þann hóp gesta, erlenda mentamenn og konur, sem æskilegastir heim- sækjendur eru og líklegastir til að reynast landi og þjóð hinir ágætustu fulltrúar út ú við. Itétt líklegt er einnig, að í þeim lióp, er sumarnámskeiðið sækti, yrðu eigi allfáir íslenzkir menta- menn og námsfólk; yrði fyrir- tæki þetta þannig, meðal annars til góðs, til þess, að treysta frænd- semi- og vináttuböndin meðal fs- lendinga heima fyrir og heima- alinna landa þeirra og íslenzk- ættaðs fólks vestan hafs. Mjög myndi einnig vegur Há- skóla íslands vaxa éit á við af honum sæmandi sumarnámskeiði af íslen^kum fræðum fyrir út- lendinga. Það myndi stuðla að þvi, að gera hann það, sem hann á að verða, og getur orðið—mið- stöð norrænna friíða. — Mbl. 2. okt. Varðmaðurinn Eftir Johan Bojer Varðmaðurinn er hættur að vera á vakki eins og örn á berginu hátt yfir Þrándheimi. En eg hefi reikað þar marga daga og margar nætur. Oft var bjart og kyrt á daginn, og næturnar voru eins og æfintýri. En eg mintist líka dimmra óveðursnótta, þegar maður varð að halda sér föst- um í grindurnar, til þess að fjúka ekki til Helsingjalands. Sveitapiltur í konunglegum ein- kennisbúningi, sem gengur með byssu á öxlinni, er ekki eins og fólk flest. Honutli er ætlað að vaka yfir bænum. Er það nokkur furða, þó að hann líti nokkuð stórumi augum á sjálfan sig, þenji út brjóstið og sé lítið árennilegur? Héðan að ofan lítur hann yfir mauraþúfu mann- anna eins og úr sjálfum himninum, og það lætur nærri, að hann ímyndi sér, að hann beri boð úr æðri heim- um,—sé eins konar erkiengill, send. ur til jarðarinnar með sverð í slíðr- um. Þarna gengur hann fram og aftur á stéttinni, stanzar við og við fremst á hrúninni og horfir yfir ríki sitt. Hver er nú hin raunverulega köllun hans ? Auðvitað á hann að tilkynna uffl hruna, en hann á líka að verja landið gegn öðrum hættum. Utan af firðinum geta komið óvinaskip, og á vegum og ásum geta þá og þeg- ar ókunnir herskarar komið í ljós. Hver veit, hvað lengi við fáum að lifa í friði? Það er um að gera, að vera á verði. Hér er hann nú og ber ábyrgð á Þrándheimsborg. Þessar löngu nætur lítur hann út eins og svartur fugl. Honum leiðist stundum, en hann á þó einn félaga, það er tíminn. Varðmaðurinn og hægfara klukkutímarnir eru vinir. Honum finst að allra augu í bæn. um líti upp til sín á daginn og þess vegna hefir hann byssu á öxlinni og gengur föstum skrefum. Leikmað- ur, sem nálgast og tekur ofan, er varla virtur viðlits. Hver veit nema hann sé njósnarmaður ? Öðru máli gegnir það, ef stúlka kemur hægum skrefum og ætlar að segja eitthvað. Ungu stúlkurnar lita bliðlegum aug- um til varðmannsins þarna uppi. Oft hefir hann séð þær þvo þvott kring- um vatnspóstana við Mylnuhamar, og þær sendu honum kveðju, og hann — hann gat ekki svarað með orðum, en til eru margskonar bend_ ingar, sem túlka hjartans mál. En hvað eg man vel eftir löngu og björtu sumarnóttunum, þegar sólin aðeins hvarf á bak við fjöllin um stund—og kom svo fljótlega upp aftur; eg man líka vel eftir ánni Nið, gullnu böndunum hennar, sem smeygðu sér milli húsa og garða og spegilsléttum firðinum, þar sem “skilur ei haf og hauður neitt” og himininn speglaði sig í djúpinu. Hljóðfæraleikur berst frá skipi á höfninni. Skemtibátur liggur á Djúpuvík með blaktandi seglum, og víðsvegar á Kömbum er unga fólkið á skemtigöngu í ljósum föturn með stráhatta. Það er sumar, tími stefnu- mótanna, tími æsku og ástar. í húsa- þyrpingunni er hávaði athafna og anna hljóðnaður. Borgin hvílir sig og dregur hægt andann. Eða tunglskinhnótt i október, þeg- ar vetrarfrostin eru að byrja. Það tekur undir í gangstéttinni, þegar hann þrajmimar áfram. Þá nemur varðmaðurinn staðar ósjálfrátt, eins og hann sé hræddur við að trufla nóttina og bleikan ntánann. Húsþök, ásar og hæðir eru slegin silfri hrímsins. Og um hvað er ungi hermaðurinn að hugsa ? Bærinn speglar þúsundir ljósaugna. Hjá þeim öllum er sjálfsagt fólk. Og nú ganga menn til hvílu, ungir og gamlir. Hvað ætli séu margir i heimili ? Er þar ung stúlka, og mun hún einhverntima verða konan þin? Ókomni timinn . . . . já, ókomni tíminn er furðulegur! Líklega eru það einungis stjörn- urnar, sem vita nokkuð um hann, —stjörnurnar, setn stafa geislum sinum og gægjast niður á milli skýjanna bleiku. Já, þarna ein- hversstaðar uppi er ókomni tíminn. Og hvar verður þú eftir þrjátíu ár? Nú sefur borgin, og þarna niður frá er áin orðin að silfri, rennandi silfri, sem hér og þar streymir inn í myrkrið. Og úti á firðinum býr máninn til silfurveg á svölum fleti. Gufuskip blæs við Munkhólm, og inni á höfninni er heill heimur af marglitum ljósum. Svo slær klukkan í dómkirkjunni. Og hinar kirkjurnar og klukkur þeirra semja sig að siðum dóm- kirkjunnar dg klukkunnar þar. Varðmaðurinn nemur staðar. Hugur hans fyllist lotningu.—Nótt- in er orðin að eilifð, sem hann hlustar á. Og það er sem kirkjugarðarnir fyllist lífi og menn og konur liðinna alda rísi upp. Fyrir hundrað árum síðan voru mennirnir víst alveg eins og nú. A björtum sumarnóttum klæddu þeir sig í ljós föt og hittust utan við bæinn—eins og nú. Og nú sofa þeir undir litlu krossunum sin. um og kirkjuklukkurnar vekja þá víst núna um miðnættið. Og eftir hundrað ár . . . . . ? Tíminn og varðmaðurinn fara aftur á stað og ganga frarn og aftur, fram og aftur yfir sofandi borginni. Eina óveðursnótt vetrarins liggur hann í upphitraðri varðstofunni með hermannakápu ofan á sér og lætur sig dreyma á hörðum bekknum. Hann er hjá mömmu, hann er kom- inn heim, hann er aftur orðinn smá- drengur, hann lifir upp aftur á- nægjulegar stundir með félögum sínum. Þá er hann skyndilega vak- inn harkalega: “Farðu á fætur, strákur — á fætur!” Stormurinn lemur snjónum framan í hann, þeg. ar hann reikar syfjaður út, til þess að berjast við nóttina og óveðrið. Með byssu á öxlinni, stóra belgvetl- inga og kápukragann brettan upp fyrir eyru, labbar hann út á gang- stéttina og verður að gæta sín að hann ekki fjúki. Yfir borginni hvílir myrkur með dreifðum ljósum. Það er sem öll þök ög pípur öskri og íli i stormin- um. Munkhólmur úti á firðinum kallar á hjálp, skip blása úti i hríð- inni, og hjá höfninni skella bárurnar á bryggjum og hömrurn og valda hvítfyssandi froðu. Það er nótt, full af háværum hljóum, svo menn- irnir í húsunum geta ekki sofið af hræðslu við það, sem getur viljað til. Á f jallinu ofan við borgina má ó- veðrið sín mikils. Það sviftir káp- unni frá varðmanninum og ætlar að feykja henni burtu og eigandanum líka. Hann heldur sér föstum og bítur á jaxlinn. Hann er eins og vofa þama uppi, sem á hverju augnabliki er reiðubúin til flugs yfir borgina, pipur hennar og turna. Tvær langar klukkustundir. Loksins fer hann á kreik — og gengur fram og aftur. Og hann heyrir skyndilega hljóð gegnum storminn, fjarlægt en þó ákveðið. Það er klukka dómkirkjunnar, sem slær. Líklegast er það á slíkum nóttum, sem grafir kirkjugarðanna opnast, þegar dauðir menn ganga aftur og flýja út í storminn, til þess að hjálpa honum að ýlfra og ólátast. Og eftir hundrað ár . . . . Kirkjuklukkan slær þá eins og-nú. Og stormurinn þýt- ur eins og nú. Varðmaðurinn og tíminn hafa aftur fundist, og nú halda þeir báðir af stað—líða frarn og aftur þessa dimmu óveðursnótt. Þóroddur Guffmundsson þýddi. —Dvöl. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Oífice timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILHAN AVE. Talsimi 42 691 i Dr. P. H. T. Thorlakson 206 léedical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonea 211—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir Viðtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Sími 30877 41 FURBY STREET Phone 36 137 Simið og semjið um samtalstlma - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talstmi 23 739 Viðtalstímar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. lslenzkur lögfrœOlngur Skrif$t. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á öðru gðlfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGIST8 DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthðslnu Simi 96 210 Helmilis 33 32t 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 54 5 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrlr- spurnum svarað samstundis. Skrifst.8. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rcntals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL I WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og >ar yfir. Ágætar m&ltlðir 40c—60c Free Parking for Ouesta THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Toum SoteF 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functlons of all kinds Coffee Shoppe F. J. FA.LD, Manager Corntoall I)ottl SEYMOUR HOTEL Sérstakt verð & viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEO \ 100 Rooms with and wlthout bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.