Lögberg - 31.10.1935, Qupperneq 8
8
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1935.
Ur borg og bygð
Skuldar-fundur í kvöld (fimtu
dag)
Dr. Sveinn E. Björnsson frá Ár-
borg, kom til borgarinnar ásamt frú
sinni á sunnudaginn. Þau héldu
heimleiðis síðari hluta mánudags.
Mr. Thorhallur Einarsson frá
Brown, Man., dvelur í borginni
þessa dagana.
Miss Dora Guttormsson, pianó-
kennari frá Lundar, var stödd í
borginni um síðustu helgi. Hún hélt
heimlleiðis á mánudaginn.
Mr. Dalman, forseti fiskimanna-
félagsins við Wjnnipegvatn, var
staddur í borginni á laugardaginn í
erindum þess félagsskapar.
Dr. Tweed, tannlæknir, verður í
Árborg á fimtudaginn þann 7. nóv-
ember næstkomandi.
Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá
Glenboro, Thomas sonur þeirra og
Eldjárn Johnson lögregluþjónn,
komu til borgarinnar á miðvikudag-
inn var og dvöldu hér fram undir
helgina. Með þeim fór vestur til
stuttrar dvalar, sonur þeirra Ole-
son hjóna, Tryggvi, sem nám
stundar við Manitoba háskólann.
Séra Jakob Jónsson prestur frá
Wynyard, Sask., kom til borgarinn-
ar á föstudaginn í vikunni sem leið.
Prédikaði hann í Piney síðastliðinn
sunnudag.
Miss Pearl Hanson, píanókenn-
ari frá McCreary, Man., var stödd
í borginni seinni part fyrri viku.
Jóns Sigurðsonar félagið, I.O.
D.E., heldur næsta fund sinn að
heiimiili Mrs. J. B. Smith, 580 Ger-
trude Ave., á þriðjudagskvöldið
þann 5. nóvember næstkomandi
klukkan 8.
Dr. A. B. Ingimundsson, tann-
læknir, verður staddur í Riverton
á þriðjudaginn þann 5. nóvember.
Mr. Elías Elíasson frá Árborg,
kom til borgarinnar síðastliðinn
mánudag.
Mr. Halldór Erlendson bílasali
frá Árborg, var staddur í borginni
í byrjun vikunnar.
Junior Ladies Aid Fyrsta lúterska
safnaðar, hefir ákveðið að halda
“Silver Tea” að heimili Mrs. B. H.
Olson, 5 St. Jan^s Place, þann 6.
nóvember næstkomandi frá kl. 3—6
síðdegis. Fjölnjennið!
Á skrifstofu Lögbergs er geymt
hréf frá íslandi með þessari utaná-
skrift: Mrs. Svava Magnússon til
heimilis árið 1928, 3430 Boundary
Street, San Diego, California.
Kvenfélag Fyrsta lúterska safn-
aðar heldur “Silver Tea” í T. Eaton
búðinni, Assembly Hall, á 7. gólfi á
laugardaginn þann 2. nóvember
næstkomandi, frá kl. 2.30 til 5.30
e. h. Þess er að vænta, að f jölmenni
mikið heimsæki kvenfélagið að þessu
sinni til þess að skemta sér með vin-
um, njóta góðra veitinga og hlýða á
ágætan hljóðfæraflokk.
Á fræðslunámskeiði því, sem ný-
afstaðið er hér í borginni, og “heil-
brigðisvikan” nefnist, og haldið var
að tilhlutan mentamálaráðuneytisins
í Manitoba, flutti Dr. B. J. Brand-
son fyrirlestur um botnlangaveiki að
viðstöddu miklu f jölmenni i Winni-
peg Auditorium á þakklætishátíðar-
kvöldið.
Dr. Thorbergur Thorvaldson, pró-
fessor við háskólann í Saskatoon,
var staddur í borginni í vikunni sem
leið og sat hér þing vísindamanna,
víðsvegar að, er kvatt hafði verið
samlan með það fyrir augum, að í-
huga varnarráðstafanir gegn drepi i
hveiti, og bera fram uppástungur
þar að lútandi.
Mr. Sigurður Guðnason frá Bald-
ur, kom til borgarinnar á mánudag.
inn ásamt móður sinni. Ráðgerði
Mr. Guðnason að dvelja hér um
vikutíma, en móðir hans er flutt
hingað til framtíðardvalar.
Mr. J. Walter Jóhannsson, um-
boðsmaður New York lifsábyrgðar-
félagsins, fór vestur til Glenboro á
miðvikudaginn í fyrri viku, ásamt
Mr. Ármanni Frederickson og frú
Jakobínu Johnson skáldkonu. Þeir
Mr. Jóhannsson og Mr. Frederick-
son komu heim á föstudaginn, en
frú Jakobína ekki fyr en á þriðju-'
dag; fór hún vestur til þess að heilsa
upp á systur sina og frændur og vini
i hinni fögru Argylebygð; en þar er
skáldkonan alin upp.
ANNOUNCING THE OPENING OF THE
REGAL VALET SERVICE
Cleaning . Pressing . Tailoring
Dyeing - Furriers
Proprietors: JAS. HEMENWAT ROY SHEFLEY
627 SARGENT AYE., WINNIPEG
PHONE 22 166
Yður er hér með vinsamlegast boðið
að keimscekja sýningu af
Málverkum frá
Islandi
eftir EMILE WALTERS
í THE SIXTH FLOOR ART GALLERIÐS
11. til 23. NÓVEMBER
Mr. Walters, sem yður er vafalaust kunnur,
dvaldi sjö mánuði á Islandi árið sem leið og
málaði þar myndir. Frá þeim tíma hafa mál-
verkasýningar lians í New York og Philadelphia,
vakið afarmikla athygli.
Það fær oss mikillar ánægju, að opna sýn-
ingu þessa í Winnipeg, og vér væntum þess að
það verði yður sönn nautn að skoða málverkin.
—Sixth Floor, Donald.
ST. EATON
WINNIPEG CANADA
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Sunnudaginn 3. nóvember
Kl. 11 f. h.—ensk messa: “Christ
arid the Church.”
Kló 7 e. h.—íslenzk messa: Siðbót-
arminning.
Offur til heimatrúboðs Kirkjufé-
lagsins við báðar guðsþjónusturnar.
Messur í Argyle prestakalli 3.
nóvemiber 1935:
Að Grund kl. 2 e. h. (ensk)
í Glenboro kl. 7 e. h.
Við báðar~þessar guðsþjónustur
verða samskot tekin til heimatrú-
boðs Kirkjufélagsins. Messan að
Grund verður á ensku, eftir beiðni
þeirra, er fullkomnar njóta þess er
fram fer á því málinu. Allir hjart-
anlega velkomnir.—E. H. Fáfnis.
Áætlaðar messur næstu sunnu-
daga: 3. nóvember, Geysir, kl. 2
siðd. (heimatrúboðsoffur) ; 3. nóv.,
Framnes, kl. 8.15 síðd.; 10. nóv.,
Hnausa, kl. 11 árd. (heimatrúboðs-
offur) ; 10. nóv., Riverton, kl. 2
siðd. (heimatrúboðsoffur). — Allir
boðnir velkomnir.—Sig. Ólafson.
Sunnudaginn 3. nóvember, mess-
ar séra Guðrni. P. Johnson í Kristnes
skóla kl. 12 á hádegi, og í Bræðra-
borg kl. 3 e. h. Einnig verður fund-
ur í hinu kristilega ungmennafélagi
í Hallgrímssafnaðarhúsinu, kl. 8 að
kvöldinu. Eftir hina vanalegu guð-
ærknisstund kemur ljómandi skemti.
liður, þar sýngur hinn ágæti sóló-
söngvari, Mr. A. W. Dove, frá
Foam Lake, og snillíngurinn Mr. F.
Knobel spilar undir á hljóðfærið.
Mr. King Campbell kennari við Mt.
Hecla skólann sýnir Austurlanda
sjónhverfingar; margt fleira til
skemtunar.—Allir velkomnir!
Messur í Gimli prestakalli næst-
komandi sunnudag, þ. 3 nóv., eru
áætlaðar þannig, að morgunmessa |
verður í Betel á venjulegum tíma, :
en síðdegismessa kl. 2.30 í kirkju
Gimlisafnaðar. Séra Kristinn K.
Ólafson prédikar væntanlega á báð- j
um stöðum. Við síðdegismessuna í !
kirkjunni, er fyrirhugað, að forseti
setji formlega í embætti séra B. A.
Bjærnason, sem kosinn hefir verið
prestur Gimli prestakalls. Er mess-
an sett kl. 2.30, en ekki að kvöldi,
til þess að fólk úr nálægum bygðum
geti fremur verið viðstatt — Fyrir-
lestur séra Kristins á föstudags-
kvöld, þ. 1. nóv., kl. 8.30.—Um það
áður getið hér í blaðinu, en> nú end-
urtekið svo hægara sé að muna.
Inngangur eícki seldur, en frjáls
samskot tekin, er renna í heimatrú-
boðssjóð. — Reynt verður að byrja
á tíma. Erindi forseta vafalaust
snjalt og tímabært. Má búast við
húsfylli við það tækifæri.
Messur í prestakalli séra H. Sig-
mar fyrstu tvo sunnudaga í nóvem-
ber:
3. nóvember messar séra N. S.
Thorláksson í Péturskirkju við
Svold kl. 2 e. h.
3. nóvember messar séra H. Sig-
mar í Brown, Man., kl. 2 e. h. Alt-
arisganga.
10. nóvember messar séra H.
Sigmar í 'Garðar kl. 2 e. h. og á
Mountain kl. 8 að kveldi.
Hjónavígslur
Williairrí Leslie Ryland og Ivy
Franklin Swindells voru gefin sam.
an i hjónaband af dr. Birni B. Jóns-
syni að 774 Victor St., 26. þ. m.
Hr. Ásgeir Ásgeirsson, fræðslu-
málastjóri og fyrverandi forsætis-
ráðherra íslands, flytur fyrirlestur
á íslenzku í samkomuhúsinu á
Mountain laugardagskveldið 9. nóv.,
kl. 8. Aðgangur 50C.
Hið eldra Kvenfélag Fyrsta lút-
erska safnaðar heldur fund í dag,
fimtudag, þann 31. október, klukk-
an 3 síðdegis.
Mr. Árni ÓláfsSön frá Brown,
Man., kom til borgarinnar í lok fyrri
viku með son sinn Ólaf til lækninga.
PAKKLÆTI.
1 tilefni af heimsókn er okkur
hjónunum var gerð sunnudaginn 20.
október, sem var 25 ára giftingar-
afmæli okkar, vildum við biðja Lög-
berg að flytja öllum er hlut áttu að
því: börnum okkar, skyldfólki nær
og fjær og okkar góðu vinum og
nágrönnum, — okkar innilegasta
hjartans þakklæti fyrir heimsókn-
ina, allar indælu gjafirnar, öll þau
hlýlegu orð, sem þar voru töluð til
okkar, og ekki sízt allan góðhugann
og velvildina, sem við höfum orðið
aðnjótandi á þessum 25 árum.
Það er unaðslegt, þegar nóttin
nálgast, kraftarnir þverra og þreytt-
um er hvíldin kær, að finna ylinn af
góðhug samferðamannanna verma
sér um hjartað. Þá beygir maður
höfuð sitt með þakklæti til Guðs
fyrir ein þau beztu gæði, sem lífið
hefir að veita—gott samferðafólk
;—þá finnur maður hvað gott er að
hafa lifað. Guð blessi ykkur öll.
Steinunn Guðlaug Hállson,
Jón Hallson.
Séra K. K. Ólafson flytur erindi
um Social Credit á þessum stöðum í
Norður Dakota, sem fylgir:
Að Garðar miðvikudaginn 6. nóv.,
kl. 8 að kvöldinu.
Að Mountain fimtudaginn 7. nóv.,
kl. 2 e. h.
1 kirkju Vídalínssafnaðar fimtu-
daginn 7. nóv. kl. 8 að kvöldinu.
Erindi þessi.verða bæði á ensku
og íslenzku á hverjum stað, ef þörf
gerist og æskt er eftir þvi.
Landnema minnisvarðinn.
Þjóræknisdeildin “Fjallkonan,”
Wynyard, ágóði af sam'komu,
$20.00; Ágóði af samkomu á Lund-
ar, $14.16; W. J. Lindal, K.C.,
$5.00; í minningu um Jósef Good-
man, $1.00; Islendingadagsnefnd
“Bifröst, $25.00; Mrs. K. K. Albert,
Winnipeg, $1.00; Vilborg og Vig-
fús Guttormsson, Lundar, til minn-
ingar um foreldra Vigfúsar, þau
Jón Guttormsson og Pálínu Ketils-
dóttur, er komu til Gimli 1875 og
foreldra Vilborgar. þau Pétur Árna-
son og Friðrikku Björnsdóttur, er
komu til Giimili 1876, $10.00 ;íslend-
ingadagsnef nd Winnipeg, $60.00;
A. S. Bardal, Winnipeg, $10.00;
Gestur S. Vidal, Hnausa, $2.00;
Leiðrétting: Rósa Vídal, .Winnipeg,
$1.00, átti að vera $2.00.
Kærar þakkir,
Dr. A. Blöndal, J. J. Bíldfell
B. E. Johnson.
ALDARAFMÆLI
Matthíasar Jochumssonar.
Á þessu hausti, þ. 11. nóvember
næstkomandi, er aldaramæli þjóð-
skáldsins Matthíasar Jochumssonar.
Heima á Islandi'er fyrir löngu
hafinn mikill undirbúningur til að
minnast þeirra tímamóta eins og
sæmandi er. Á ársþingi Þjóðrækn-
isfélagsins í vetur, sem leið, komu
fram ákveðnar raddir í þá átt, að
félagið ætti að gangast fyrir svip-
uðum hátíðahöldum vestan hafs.
Var þeirri hugmynd, sem vænta
mátti, vel tekið af þingheimi og
stjórnarnefnd félagsins.
í samræmi við þær óskir og til-
lögur, sem fram komu á þinginu í
fyrra, gengst Þjóðræknisfélagið
fyrir minningarhátíð í tilefni af
hundrað ára afmæli séra Matthíasar
á sjálfan afmælisdaginn, þ. 11 nóv.
Verður hátíð þessi haldin í Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg að kveldi
dags, og er mjög vandað til hennar
bæði hvað snertir ræðumenn og
söngfólk. Allir íslendingar eru
boðnir og velkomnir á hátíðina. Að-
gangur er ókeypis og engin samskot
verða tekin.
Itarlegri frásögn um minningar-
hátíð þessa og skemtiskrá hennar
birtist í íslenzku blöðunum næstu
viku.
í umboði framkvæmdarnefndar
Þjóðræknisfélagsins.
Richard Beck S. W. Melsted,
Guðmann Levý
•\e.
Þjóðrœknisfélag íslendinga í
Vesturheimi —
Fyrirlestur flytur
Fræðslumálastjóri
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Fyrverandi Forsætisráðherra Islands
1 FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU
Mánudaginn 4. Nóvember kl. 8 e.h.
Inngangur 50c
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
Þessa árs Þjóðvinafélagsbækur
eru nýlega komnar til undirritaðs, og
eru með sama verði og undanfarin
ár (Ársb. $2.50 Almanakið 5oe).
Borgun fylgi pöntunum.
Arnljótur B. Olson,
627 Agnes St„ Winnipeg.
HAROLD EGGERTSON
Insurance Counselor
NEW YORK LIFE INSURANCE
COMPANY
Room 218 Curry Bldg.
233 Portage Ave., Winnipeg
Office Phone 93 101
Res. Phone 86 828
J. Walter Johannson
Umboðsmaður
NEW YORK LIFE INSURANCE
COMPANY
219 Curry Bldg.
Winnipeg
AUGNASKOÐUN
og gleraugu löguð við hœfi
J. F. HISCOX
Optometrist
Formerly of Hudson’s Bay Co.
Successor to Maitland Tinlin
209 Curry Bldg. Ph. 93960
Opposite Post Office
MLBSTEÍ
JEWELLERS
Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir
skrautmunir.
Qlftingaleyfisbréf
447 iPORTAGE AVE.
Sími 26 224
Minniál BETEL
1
erfðaskrám yðar !
Sendið áskriftargjald yðar
fyrir “The New World,” mán-
aðarrit til eflingar stefnu
Co-operative Commonwealth
Federation í Canada.
Aðeins EINN dollar á ári
sent póstfrítt
Útgefendur
The New World
1452 ROSS AVE.
Winipeg, Manitoba
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annsjit grelðlega um alt, sem
flutníngum lýtur, emáum eáa eMVr
um. Hvergi sanngjamara v®rD
Heimili:
591 SHERBURN ST.
Slmi: 35 909
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers & Jewellers
6 99 SARGENT AVE, WPG.
STUDY BUSINESS
At Western Canada’s Largest and Most
Modern Commercial School
For a thorough training, enroll DAY SCHOOL
For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL
The Dominion Business College offers individual
instruction in—
SECRETARYSHIP
STENOGRAPHY
CLERICAL EFFICIENCY
MERCHANDISING
ACCOUNTANCY
BOOKKEEPING
COMPTOMETRY
—and many other profitable lines of work.
EMPLOYMENT DEPARTMENT
places graduates regularly.
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
On The Mall and at Elmwood, St. James,
and St. John’s
♦