Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBBBG. FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER, 1935. Högfterg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: ED.'TOR LÖGBkiRG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verf) <3.00 um áriO—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Mikilvæg tímamót Það er ekki langt um liðið, síðan hin frjálslynda stjórn tók við völdum í Ottawa; þó hefir hún með athöfnum sínum skapáð mikilvæg tímamót í sögu hinnar canadisku þjóðar, og gerbreytt viðhorfinu á sviði við- skiftamálanna. Síðastliðinn föstudag undir- skrifuðu þeir Mr. King, fonsætisráðgjafi canadisku þjóðarinnar og Mr. Cordell Hull, utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna, ttiðskifta- samning milli þessara tveggja þjóða, er gilda skal að minsta kosti í næstu þrjú ár; samning, sem óhjákvæmilega hlýtur svo að liðka til um viðskifti milli þjóðanna beggja, að til mikil- vægra hagsmuna verði báðum aðiljum, og þá engu síður sinni canadisku þjóð, nema betur sé. Gera báðir aðiljar sér von um giftusam- legan árangur; ekki sízt Mr. Roosievelt, er spáir því að viðskiftaveltan við Canada muni tvöfaldast á skömmum tíma. Svipuðum aug- um lítur Mr. King á málið, að því er viðvíkur þeim viðskiftahagnaði, sem ætla má að falli Canada í skaut. Þess skal getið, að hér er einungis um viðskiftasamning að ræða, en ekki milliríkjasáttmála, því ef svo væri, þyrfti bæði samþykki öldungadeildar Bandaríkja- þingsins sem og þjóðþingsins í Ottawa. Árið 1929 námu viðskiftin milli Canada og Bandaríkjanna $1,400,000,000, en í lok síð- asta árs voru þau'komin ofan í aðeins $400,- 000,000. Hinni canadisku þjóð stendur vafa- laust enn í fersku minni útreiðin, sem tilraun Wilfrids Laurier til gagnskiftasamninga við Bandaríkin fékk 1911; því var ósleitilega haldið að þjóðinni, og hún illu heilli beit á agnið, að með gagnskiftasamningnum væri hvorki um meira né minna að ræða en hreina og beina f járhagslega innlimun inn í Banda- ríkin; slík hefir afstaða afturhaldsflokksins verið jafnan síðan til þessa máls, þar til Mr. Bennett um elleftu stund, eftir að alt var að lenda í kaldakol, fór vitund að rumskast, og tók að leita hófanna hjá Mr. Roosevelt um það hvort ekki væri hugsandi að komast mætti að viðskiftasamningum í 'einhverju formi. Mr. Bennett lánaðist ekki að koma nokkru verulegu til leiðar í þessa átt, þó réttmætt sé og sjálfsagt, að tilraun hans verði að makleik- um metin. Samvinnulipurð Mr. Kings er það því eingöngu að þakka, hve komið er; nýir og glæsilegir samningar undirskrifaðir, er gaitga í gildi þann 1. janúar næstkomandi.— Um þessa nýju viðskiftasamninga Mr. Kings, farast blaðinu Winnipeg EVening Tribune, er hliðholt hefir jafnan verið aftur- haldsflokknum, meðal annars þannig orð: “Að því er viðskifti áhrærði, voru það í rauninni Bandaríkin, >er sköpuðu fordæmið að fjárhagslegri einangrun. Má þar fyrst til- nefna tollafrumvarp það, sem kent er við Fordney-McCumber, er leitt var í lög árið 1922. Sex árum seinna bættist svo þar ofan á Smooth-Hawley frumvarpið, er í sér fal hreina og beina útilokun viðskifta við ýmsar þjóðir; svarf þetta þyngra að canadisku þjóð- inni en nokkurri annari þjóð, er gert hafði viðskifti við Bandaríkin. Canada kaus Mr. Bennett; mann, s>em óneitanlega var vel kunn- ugur því hvaða aðferðum skyldi beita þegar um samninga í tollmálum var að ræða.1 Og nú, eftir að liðin eru fimm ár, hafa viðskifta- samningar verið undirskrifaðir; verður það að teljast tákn þess að heilbrigð skynsemi sé aftur að fá yfirhöndina á sviði viðskiftalífs- ins. Það er síður en svo að tollmúrarnir séu rofnir með þ’essum nýju viðskiftasamningum. Það er heldur engan veginn óhugsandi, að hinum og þessum manninum veitist örðugt að átta sig á sanngildi allra þeirra feitu fyrir- skrifta, sem þegar hafa víða birst í sambandi við þetta mál, og það jafnvel út af smávægi- legum tilhliðrunum í sumum tilfellum. Hitt er samt sem áður harla mikilvægt, að skörð liafa verið gerð í múrinn, og það svo stór mörg hver, að vænta má stóraukinna viðskifta við nágrannaþjóðina syðra.” Yörur þær og framleiðslutegundir, er hin nýja lækkun tolla nær til, skifta hundruðum. Mestu máli varða \x> að sjálfsögðu þær lækk- anir, er beinlínis snerta búnaðarframleiðsl- una vestan lands; tollur á nautpeningi vérð- ur lækkaður að miklum mun, og hlýtur það ó- . i hjákvæmilega að koma bændum að drjúgu haldi; þá er og ákveðin tolllækkun á heyi og þeim tegundum korns, sem ætlaðar eru til skepnufóðurs. Tollur af innfluttum ávöxt- um, hverrar tegundar sem er, lækkar einnig til muna, sem og útflutningstollur á laxi og ýmsum öðrum tegundum fiskjar; einkum þó þess, sem niðursoðinn er. Á bílum hefir tollurinn verið lækkaður þannig, að á hinum innfluttu, ódýrari tegund- um frá Bandaríkjunum, ætti verðlækkunin hér að nema frá $66 til $174. Lækkun inn- flutningstolla á bílum, er kosta upp í $1,200, nemur IV2 af hundraði; IV2 af hundraði þeirra bíla, er metnir eru á $1,200 til $2,100, en 10 af hundraði á þeim bílum, sem meira I kosta. Þá hafa verið lækkaðir allmjög innflutn- ingstollar á öllum landbúnaðarverkfærum, og mun því að sjálfsögðu verða alment faímað af bændum og búalýð; hafa tollar Mr. Ben- netts í þessu tilfelli, verið klofnir til helm- inga. 1 ýmsum atriðum nema þær tollívilnanir af hálfu Bandaríkjanna, er hér um ræðir 50 af hundraði; en lengra mátti forseti ekki ganga samkva>mt lögum frá 1934, án þess að leita samþykkis þings. Síðastliðin fimm ár reyndust canadisku þjóðinni, eins og reyndar flestum öðrum þjóð- um, næsta erfið, og verður þar engum einum algerlega um kent, þó vitanlegt sé að margt gengi á tréfótum og stefndi í öfuga átt hjá Mr. Bennett. Með þessum nýja viðskifta- samningi milli Canada og Bandaríkjanna, á- samt viturlegri viðleitni af hálfu hinnar nýju stjórnar á mörgum fleiri sviðum, má með nokkrum rétti ætla að eitthvað fari úr þessu áð rofa til og viðhorf þjóðarinnar að breytast til hins betra, því óneitanlega er vel af stað farið. Kosningar í bœjarátjórn Á föstudaginn kemur fara fram bæjar- stjórnarkosningar í Winnipeg; verður á þeim vettvangi út um það gert, hverjir með völd fari næsta ár. eða að minsta kosti hvað vali borgarstjóra viðvíkur. Vakið hefir verið á því máls oftar en einu sinni hér í blaðinu, hve tvíeggjað sverð það geti verið viðvíkjandi æskilegri festu í meðferð bæjarmálefna, að kjósa borgarstjóra einungis til eins árs; gildir þetta að sjálf- sögðu jafnt um það hverjir veita borgar- stjóraefni fulltingi í það og það skiftið. Hitt liggur í augum uppi, að jafnvel hvað hæfur sem sá maður kann að vera, er í embætti borgarstjóra kemst, þá verður hann samt sem áður í rauninni ekki nema nýbyrjaður að fá heildaryfirlit yfir gang málanna, 0g kynnast hinum allra nauðsynlegustu aðferðum fram- kvæmdarstjóra, er næstu kosningar skella á innan árs. Einkafyrirtæki hafa^alla jafna daufa trú á slíkum hraðskiftum, að því er framkvæmdarvald áhrærir, og því ættu þá ekki bæjarfélögin að hafa það líka, því sama lögmálið gildir óumflýjanlega í báðum til- fellum. Aðeins tveir menn eru í vali til borgar- stjóra að þessu sinni, þeir núverandi borgar- stjóri, Mr. John Queen og Mr. Cecil H. Gunn, sá, er sæti hefir átt í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár sem fulltrúi fyrir 1. kjördeild. Mr. Queen hefir að vorri hyggju, ekkert það unn- ið sér til óhelgi í borgarstjórastöðunni, er vera ætti því til fyrirstöðu að hann gegndi henni í annað ár, nema síður sé. .Um Mr. Gunn er heldur ekki nema gott eitt að segja; þykir hann í hvívetna góður maður og gegn. 1 2. kjördeild gætir íslenzkra áhrifa lang- mest; þar býður sig fram á ný Mr. Paul Bar- dal, er átt hefir sæti í bæjarstjórn síðustu fjögur árin. Mr. Bardal er hinn hæfasti maður, og hefir reynst í hvívetna vel; hann er þéttur á velli og þéttur í lund; maður, sem allstaðar og æfinlega má treysta. Undanfarin ár hafa Islendingar fylkt sér vel um Mr. Bar- dal, og þeir gera það vafalaust engu síður í þetta sinn en endrarnær. Þá leitar og kosningar til bæjarstjórnar til eins árs í 2. kjördeild ágaúur nýliði, Mr. Rhodes Smith, lögfræðingur, víðmentur og stefnufastur maður, er vænta má góðs af í bæjarstjórn, verði hann kosinn, er tæpast þarf að draga í efa. Að Dr. Warriner verði end- urkosinn í skólaráð í þeirri kjördeild, ætti heldur ekki að þurfa að draga í efa. Borið verður undir atkvæði kjósenda á föstudaginn frumvarp til aukalaga um $500,- 000 lánsheimild til hiísagerðar í borginni. Um þetta atriði virðast vera talsvert skiftar skoð- anir. Þetta er engin afskapa upphæð, og að því er nýjar byggingar áhrærir nær þaraf- leiðandi ekki langt. En sé skilningurinn sá, að fénu verði varið til viðgerða og enduryng- inga á sæmilega traustum eldri húsum, ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að lánsheimildin yrði samþykt, því fjöldi liúsa víðs- vegar um bæinn er í því á- standi, að lítt verður til sæmd- ar talið jafn stórri og að mörgu leti fallegri borg sem Winni- peg í rauninni er. Tilkynning til vina minna og kunningja, sem drógust á og lofuðu mér í vor og sumar að leggja eitthvað dálítið at mörkum (eftir þreskingu í haust) í minnisvarðasjóð Stephans G. Steph. anssonar, að senda tillög sín sem allra fyrst til mín, svo eg geti komið þeim á framfæri til hr. Ófeigs Sig- urðssonar í Red Deer, Alta. En hann er, eins og kunnugt er, for- stöðumaður fyrir þess’ari varða- byggingu, og sér um hana að öllu leyti. II. 1 bréfi, sem eg meðtók frá merk- um manni í sumar, var þess getið, að æskilegra hefði verið, að tillögin í þennan sjóð hefðu orðið ahnenn- ari meðal Vestur-íslendinga. Eg sagði honum, er eg svaraði bréfi hans, að það væri heldur snemt, að ákveða hvað margir tækju þátt í þessari sjóðmyndun: allir vissu að íslendingar væru seinir til, og mað- ur gæti ekki búist við að almenning- ur yrði á undan t. d. vikublöðun- um okkar. Ófeigur Sigurðsson hef- ir ritað tvö ávörp til V.-í. um tillög í sjóðinn, undir það mál hafa tekið ritstj. Heimskringlu, séra Halldór Jónsson, Blaine, Wash., O. T. John- son, Edmonton, Alta., fyrv. ritstj. Heimskringlu og S. Guðmundsson, Edmonton. í svipinn man eg ekki eftir fleirum. Þessir menn hafa skrifað hlýlega og hvetjandi um málið. Þetta er að sönnu drengilega gert; en það hefir engin alvöruþungi verið lagður á þetta mál, af ritstj. blaðanna, eins og búast hefði mátt við, og er vana_ legt, þegar um samskot og heiður V:.-í. er að ræða. Eg sagði þessum vini mínum enn fremur, að bæði Austur- og Vestur-lslendingar ættu eftir að verða sér til ógleymanlegrar sæmdar í sambandi við þennan minnisvarðasjóð St. G. Stephans- sonar; það lægi í augum uppi. Þó að Vestur-íslendingar væru nógu ríkir til að byggja varðanna, þá gætu Austur-íslendingar sóma síns vegna, ekki látið þetta mál afskifta. laust. T. d. vinir skáldsins á íslandi, sem vel væru fjáðir, og þjóðin í heild, hlyti eitthvað að sinna þessu máli, þar sem skilningur manna á Stephani G. færi nú svo hraðvax- andi, að hann innan skamms verður talinn mesta skáld tslendinga og Breta sbr. umsögn Dr. Helga Péturss í “Ennýall,” þar sem hann ritar um “Stephan G. Stephansson og íslenzkt þjóðerni” á bls. 104-5. Eg tek hér orðrétton kafla úr rit- gerð Dr. Helga. Hann er að þakka Stephani fyrir hið ágæta kvæði, sem hann kvað um “Nýall” en sem hefir verið af svo mörgum misskilið eða vanskilið, eins og bókin, sem kvæðið er ort um. Verður máske vikið að því síðar ef tími vinst til. III. —“Spyrja vil eg íslendinga vest- an hafs. Muna þeir eftir að segja samlöndum sínum, sem ekki eru ís- lenzkir, að Stephan G. er eitt af merkustu skálldum hins brezka heimsrikis? Og gæta menn nógu vel að þýðingu þessa manns fyrir varðveitingu íslenzks þjóðernis í Ameríku? Mér er til efs að svo sé. Eins og nú horfir, virðist íslenzkt þjóðerni var vestra dauðadæmt, þrátt fyrir drengilegar þjóræknistil- raunir. Það er engin leið að varð- veita þjóðerni og tungu, ef einungis á að byggja á endurminningum þeirra, sem héðan hafa komið og tilfinningum þeirra gagnvart “gamla landinu.” Til þess að íslenzkt þjóð. erni ekki líði undir lok þar vestra, verður að vera unt að sýna fram á að það hafi einhverja sérstaka þýð- ingu fyrir Vesturheim og víðar. Og að vísu má nú einmitt sýna að svo er. Hin íslenzka þjóð hefir einmitt- NÝ —-þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ t EINU — pægilegri og betri bók 1 vasann. Hundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlikingum. sérstaka þýðingu. Og þar getur það orðið til að greiða fyrir skiln- ingi, að benda á mann eins og Stephan G. Stephansson, manninn, sem varð einn af hinum fremstu í bókmentum sinnar þjóðar, þó að hann færi ungur af ættjörðu sinni og yrði að brjótast í að hafa ofan af fyrir sér í annari heimsálfu með landnámi og likamlegu erfiði. Eg veit ekki hvort slíks eru dæmi um annara þjóða menn, en þó einhver væru, þá eru þau að minsta kosti svo fá, að bókmentaverk íslendings- ins ætti að geta orðið mönnum hjálp til að fá réttan skilning á hinni ís- lenzku þjóð.” (Þetta er prentað 4. sept. 1925.). IV. í sama streng og undir við Dr. H. P. taka allir gáfuðustu, lærðustu og merkustu menn íslenzku þjóðarinn. ar, hvar í heimi sem eru. Vil eg rita nokkur nöfn til áréttingar: Þorsteinn Erlingsson, í Þyrnum, bls. 257: Fyrir vestan voga verður bjart á haugi; gullnir glampar loga, gull er nóg hjá draugi. Alt var dæmt í eyði, eilífð falið sýnum, nú fá landans leiði ljós af haugi þínum. (Kveðið 5. ágúst 1906). Nú gríp eg ofan í “Lestrarbók” Dr. Sigurðar Nordals bls. 283------ “Mikill listamaður, spakur, glögg- skygn og hugkvæmur, og enginn getur lesið ljóð hans án þess að Ieggja virðingu og aðdáun við manninn, karlmensku hans, dreng- lund og djörfung. Stephan G. Stephansson er vafalaust mesta skáld i öllum nýlendum Breta.” o. s. frv. Rúmið leyfir ekki fleiri tilvitnanir í þetta sinn, en i líkum anda og samhljóða hafa þeir mælt, sem nú verða taldir: Séra Matth. Joch- umsson, Jónas Jónsson fyrv. dóms- málaráðherra, Tryggvi Þórhallsson fyrv. forsætisráðherra, Dr. G. Finn. bogason, Þorsteinn Gíslason, rit- stjóri, Jón Ólafsson, ristjóri, Þor- bergur Þórðarson, rithöfundur, Dr. Á Bjarnason, Indriði á Fjalli, Jónas skáld á Hofdölum í Skagafirði, Jakob skáld Thorarinson, Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona, Baldur Sveinsson, blaðamaður, Jón Magn- ússon, skáld, Ólöf á Hlöðum, skáld- kona, Davíð Stefánsson skáld, Þor- gils Gjallandi, skáld, Hulda, skáld- kona, Jón Trausti, skáld, Björgvin Guðmundsson, tónskáld, Þ. Þ. Þor. steinsson, skáld, Sigfús Halldórs frá Höfnum, ritstjóri. í Vesturheimi mætti nefna: K. N. Júlíus, skáld, Sigurð Jóhannsson, skáld, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, skáld, Guttorm J. Guttormsson, skáld, Jakobínu Johnson, skáldkonu, Stefán Einarsson, ritstjóra, Dr. R. Pétursson, Einar P. Jónsson, ritstj., Séra Jóhann Sólmundsson, S. B. Benediktsson, skáld, Dr. J. P. Páls- son, J. Magnús Bjarnason, skáld og rithöfund, Hjálmar Gíslason, skáld, Margrét Benediktsson, skáklkona, Jónas Pálsson, hljómlistarkennari, J. S. frá Kaldbak, prófessor Richard Beck, Einar Ólafsson, ritstj., ^og Páll Guðmundsson, skáld, sem orti svo skynsamlega vel til St. G. og flutti honum 4. ágúst, i kveðjusam- sæti, sem skáldinu var haldið í Win- nipeg, að fáir hafa gert betur. Þetta góða kvæði P. G. er prentað í Heimskringlu n. ágúst 1926. Þetta sýnishorn af dáendum Stephans verða að duga í þetta sinn, en nauð- ugur læt eg hér staðar numið, því ótölulegur fjöldi ágætustu manna þjóðarinnar beggja megin hafsins, skálda og rithöfunda, þjóta í gegn- um hugann. Eða með öðrum orð- um, maður yrði að telja upp alla gáfuðustu, lærðustu og merkustu menn íslenzku þjóðarinnar, eins og getið er um hér að framan, til þess að átt sig á andlegri yfirburðastærð hins góða og mikla skálds, Stephans G. Stephanssonar. V. Eg tók það fram við þennan vin minn, að íslendingar létu ekki stað- ar numið við að borga fyrir “vörð- una” og girðingu um grafreitinn, eins og Ófeigur Sigurðsson mæltist til, heldur munu þeir safna svo í sjóðinn, að nægi til að gera ekkju skáldsins lífdagana þolanlega, þá, sem hún á eftir ólifaða, svo ekki þurfi íslendingar í nútíð eða afkom- endur þeirra í framtíð, að naga sig i handabökin fyrir að láta ekkju hins mikla og góða skálds, velta út af í örbirgð og gleymsku. (Kvenþjóðin er pkki lík sjálfri sér, ef slíkt gæti komið fyrir á tuttugustu öldinni). Mundi Stephan sjálfur hafa vilj- að láta vellíðan Helgu sitja fyrir minnismerkinu, því sjálfur sagði hann: “Mishent er sú mannlund, sem tekur-lifandi manns brauð, til að gefa dánum manni stein.” Helga er nú 76 ára, fædd 3. júlí 1840, og hefi eg hvergi séð þess get- ið í blöðum. Hún er dugnaðar og greindar kona, og hefir átt sinn þátt í stórvirkjum Stephans, eins og sjá má víða á ljóðum hans, sbr. kvæðinu Fyrndur farartálmi” 3. bls. 160: “Þá var att við áar-magn akneytum og ferðavagn. Hjá þeim átti alla vörn aleigan hans: kona og börn.” í sama kvæði, bls. 161: Dýpki um ein-spönn ós til lands, Alt er frá! var grunsemd hans, Svo við kiknun kröftum lá— Konan hans leit til ’ans þá, Bifurlaust með bros á vör Barna milli á sætis-skör. Síðan trúði’ hann alt af að Einkum væri brosið það, Það sem sigursæld valt á, Sem að fleytti öllu þá.” Ekki vil eg kasta skugga á þessar ljóðperlur með útskýringum. Þær bera sjálfar birtu hvers manns hug og hjarta. VI. Eg skora ekki á neinn, mann eða konu, að leggja fram fé í minnis- varðasjóð Stephans G. Stephans- sonar; get hins, að eg er nú tilbú- inn að veita viðtöku og koma til skila þeim loforðum, sem eg á úti- standandi hjá vinum og kunningj- um, sömuleiðis frá hinum, sem engu hafa lofað. Kærast væri mér að sem flestir unglingar og börn tækju þátt í þessari sjóðmyndun. Stephan kvað ljóðin sín aðallega sem leiðar- vísi fyrir börn og unglinga, á þeirri vandförnu leið, sem liggur til menn- ingar og manndóms. Og ef við skiljum þau ekki, er það sönnun þess, að við eigum eftir að verða fullorðið fólk. Tillögin þurfa ekki að vera há; eiga að miðast af viti, við getu, en ekki tilfinningu, nema hjá þeim ríku. Og tillögin eiga að vera þjóðleg, eða almenn, bæði heima og hér, eða hvar annarsstaðar sem íselndingar búá, og í þennan sjóð eiga þeir að safna, í komandi tíð, til minnis um hið mikla og góða skáld og til liðsinnis þeim merkilegu mönnum, sem vinna óstuddir að sínum áhugamálum, samtíðinni til þroska og framtíð- inni til fullkomnunar. Þetta efni er ótæmandi og á ekki

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.