Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBFR, 1935. fí Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTE Já, lierra, Jase var sendur til að sækja lækni.” Thurston spurði ekki fleiri spurninga, en liljóp inn í húsið, og inn í herbergi afa síns. Honum brá heldur en ekki í brún, þegar hann kom inn í svefnherbergið. Gamli maðurinn hi þar afmyndaður; andlitið var bólgið og blátt og hann lá meðvitundarlaus í rúminu. Tvær eða þrjár Svertingjakonur, voru hjá honum, til að halda«köldum bökstrum við höf- uðið á honum, og nudda hendur hans og fæt- ur, og til að Jturka af vitum hans froðu, sem l>ressaðist út úr munni og nösum. Við fóta- g’aflinn á rúminu .stóð vesalings Fanny, með úfið hárið og uppglent augu, í ákafri samræðu við sjálfa sig, og vaggaði sér í takt á báðar hliðar. I»að fyrsta sem Thurston gerði, var að taka í hönd Fanny og leiða hana inn í sitt herbergi. Hann beiddi hana að vera þar kyrra, og fór svo aftur inn í herbergi afa síns. Honum var sagt að það væri liðinn klukku- tími síðan að afi hans hefði fengið slagið, og að það hafi verið sent strax eftir lækni, og að hann hafi ekkert getað talað síðan hann fékk slagið. Thurston sá að það var alvarleg liætta á ferðum, og' vanséð hvort hann mundi lifa þar til að læknir kæmi, því það hlaut að drag- ast að minsta kosti klukkutíma eða meira. Ofan á þetta bættist að Thurston var mjög órólegur vegna Marian. Sólin var að liverfa á bak við svartan skýjabakka í vestr- inu. Tíminn sem hann hafði tiltekið að hún skyldi mæta sér nálgaðist óðum. Hann sá að áformi swiu yrði óhjákvæmilega að fresta um sinn, og óvíst hvort nokkurn tíma mundi þurfa að koma til þess aftur, og eins og nú loit út var það ekki líklegt. Ein Marian hlaut að vonast eftir honum. Hvernig gat hann komið í veg fyrir það, að hún færi niður að víkinlii, og biði hans þar ? Hann gat ekki vit- að hvert líklegast væri að senda með skilaboð til hennar, livort heldur til Luckenough, Old Field til heimilis Thontons veitarforingja. Hann bjóst við að Dr. Brightwell mundi koma á hverju augnaiblikinu, og þá ætlaði hann sjálfur að fara undir eins og leita að Marian og skýra henni frá hvernig á stæði. Þannig leið annar klukkutimi, og læknir- inn kom ekki. Thurston var mjög óþolinmóð- ur: liann sat ýmist við sæng hins deyjandi manns, eða hann gekk út að glugganum til þess að gá að hvort ekki sæist til læknisins. En það sást ekkert til hans. Sólin var að ganga undir við sjóndeildar- hringinn. Sjúklingurinn, sem lá í rúminu, var sjáanlega að gefa upp andann. Hann vissi að Marian mundi vera á leiðinni niður að vík- inni, og hann sá að illviðri var í aðsigi. Hann réði sér ekki frir kvíða og hræðslu um Marian eina úti í myrkrinu, og illviðrið að skella yfir. Hvað gat hann gert? Hann gat ekki far- ið frá dánarbeð afa síns, en það mátti ekki eiga sér stað, að Marian væri látin vera ein úti í næturmyrkrinu og illviðrinu; svo var hann hræddur um þennan félaga sinn, skip- stjórann, sem hann áleit siðlítið ruddamenni. Honum datt alt í einu í hug, og hann undraðist yfir, því honum hefði ekki dottið það strax í hug, þegar hann sá hvernig ástatt var er hann kom heim, og það var að kalla Marian strax þangað sem konuna sína og húsmóður. Hann hljóp ofan og sagði Melchi- zedek að setja strax hesta fyrir léttivagninn, því hann ætlaði að senda hann með bréf. Meðan að Melchizedek var að setja hestana fyrir vagninn, skrifaði Tliurston eftirfylgj- andi bréf til Marian. “Ástkæra Marian, mín göfuga og lang- þreyða eiginkona—komdu og hjálpaðu mér. Afi minn befir fengið slag og er að deyja. Læknirinn er ekki kominn ennþá, og eg get ekki farið frá honum. Komdu með sendimann- inum, til að hjálpa mér til að hjúkra hinum deyjandi manni. Þú, sem ert sannur engill þeirra sjúku og þjáðu, neitar mér ekki um aðstoð þína. Komdu, og eftir það skiljum við ekki framar. Gifting okkar skal verða gerð opinber á morgun, í kvöld, eða hvenær sem þú vilt óska. Komdu, láttu ekkert hindra þig. Eg skal senda hraðboða til Edith, svo hún verði ekki hrædd um þig, eða eg skal senda eftir henni, svo hún geti verið hér hjá þér. Komdu til mín, elsku Marian. Settu hvaða skilyrði sem þú vilt,—bara komdu.” Hann var rétt að ljúka við bréfið þegar sendimaðurinn var. ferðbúinn. “Taktu þetta bréf og farðu strax á stað og keyrðu eins hratt og þú mögulega getur niður að víkinni hjá furutanganum. Ungfrú Mayfield bíður J>ar; fáðu henni þetta bréf og bíddu eftir svari frá henni. Flýttu þér nú meir en J)ú hefir nokurn tíma áður gert,” sagði Thurston og dreif sendimanninn á stað. Að þessu loknu varð honum hughægra um Marian; hann fór upp til sjúklingsins og reyndi hvað hann gat að lina þjáningar hans, en hann var þegar svo langt leiddur, að hann átti ekki annað eftir en gefa upp andann. Thurston hafði aldrei verið við dánarbeð nokkurs manns, og einmitt nú þurfti það að koma fyrir, þegar hann var í sem órólegustu skapi út af áformum sínum gagnvart Marian, sem honum þó bæði hrylti við og skammaðist sín fyrir. Einmitt nú varð hann að standa augliti til auglitis við hið hræðilega alt sigr- andi afl—dauðann. Hvað gat hann gjört? Hér lá deyjandi gamalmenni fyrir augum hans, sem var þegar búið að útenda sitt skeið. Til hvers hafði skeiðið verið runnið? Hafði taknaarkið aðeins verið að safna auð með á- girnd og ofbeldi? eða var takmarkið þróun og viðhald tegundarinnar? Er það ekki tak- mark alls lífs? Hann hugsaði til sín, jú, hann var ein plantan, sem var sprottin út af þess- um stofni, sem nú var að hníga, og í þann 'veginn að samlagast moldinni. Lífsorkan Jrorrin, líffærin biluð og aflvana, svo viðgerð var óhugsandi. Hvað var að ske? Jú, það var þetta, sem að síðustu takmarkar tilverutíma alls, sem lifir—það var dauðinn—upplausn og eyðilegging hins líkamlega forms. Það er öllum víst, en stundin óviss. Enginn aldur er óhultur fyrir aðkomu dauðans; alt er á hverf- anda hveli. Þessu líkar hugsanir flugu gegn- um huga hans þar sem hann stóð við dánar- beðinn og þurkaði þjáningarsvitann af brá hiiis deyjandi manns. Thurston hrökk upp af þessum hugsana- draumi sísum við það, að harður vindbylur og fossandi rigning skullu á glugganum, og hristu húsið. Við þetta kom honum Marian í hug; hann bjóst við að hún mundi koma þá og þá stundina, já, hún átti ,að fara að koma; og hann stóð upp og gekk að glugganum og rýndi út í myrkrið og hlustaði, ef hann heyrði til þeifra koma; en hann sá ekkert fyrir myrkrinu og heyrði ekkert fyrir storminum, þó einhver væri á ferð. Hann sneri aftur til sjúklingsins, sem nú lá í dauðamóki og virtist ekki finna til eða þjást. Thurston kallaði á bústýruna og báð hana að vera hjá sjúklingnum. Hann fór ofan og út í forstofuna, og hlustaði eftir, ef hann lieyrði ekki vagninn koma. Þegar hann hafðí hlustað um stund, og ekkert heyrt, og var að fara inn aftur og láta aftur hurðina, heyrði hann skrölt í vagni, sem var ekið með geysihraða hcim að húsinu. “Ó, það er Marian! mín elskulega Marian! Því keyrir maðurinn svona ógætilega með hana. Ó, elsku Marian,” sagði hann og hljóp út til að taka hana í faðm sér. Melchizedek hljóp ofan úr vagninum og féll skjálfandi og nötrandi að fótum Thurs- tons. Thurston skifti sér ekkert af honum, en hljóp að Ýagninum og gáði að og Jireifaði eftir því hvort Marian væri þar ekki. “Hvar er Marian? Hvað gengur að þér; því anzarðu mér ekki?” sagði Thurston með ákefð og sneri sér að ökumanninum, þar sem hann lá og nötraði eins og hrísla í vindi. En hann sagði ekkert, aðeins hljóðaði og néri saman höndunum í átakanlegri angist. “Tal- aðu, bjáninn þinn. Segðu mér, hvar er Marian? Var hún ekki þar sem eg sagði þér, við víkina ? Hvað hefir gert þig svona hrædd- an? Fældust hestarnir?” spurði Thurston í flýti, og var mjög óttasleginn. “Æ, herra! Hg held að hún hafi verið myrt!” Myrt; Ó, Guð minn góður! hún hefir lík- lega dottið út úr vagninum, ” hljóðaði Tliurs- ton upp og riðaði á fótunum við þessi tíðindi. Hann þreif í vesalings keyrslumanninn og hristi hann alt livað af tók og sagði í bitrustu sálarangist: “Hvar datt hún út úr vagnin- um? Hvar er hún? Hvemig vildi það til? Ó, fanturinn þinn, þetta skal kosta þig lífið! Komdu og sýndu mér hvar slysið vildi til; undir eins, undir eins!” ‘ ‘ Ó, vertu miskunnsamur víð mig, herra! Hún datt ekki út úr vagninum! Hún var dá- in þegar eg kom þangað.” “Hvar? hvar? Guð almáttugur, hvar?” spurði Thurston alveg yfirkominn af ótta og skelfingu. “Á ströndinni við víkina, herra. Þegar eg kom þangað, fór eg út úr vagninum og fikraði mig í myrkrinu áfram með ströndinni. Eg hafði luktina í hendinni, og lét geislann frá henni falla á sandinn fyrir framan mig, og, ó, Guð miskunni mér—” “Haltu áfram; haltu áfram!” “Eg sá hana liggjandi eins og dauða, og mann, sem ]>aut á fætur þegar hann sá geisl- ann frá luklinni, og hentist með feykna hraða út í myrkrið: þegar eg kom nær, sá eg hana liggja í blóði sínu og þbtta lá hjá henni. ” Og hann rétti herra sínum lítinn, blóðugan hníf. Það var hnífur, sem Thurston hafði týnt í Luckenough skóginum fyrir nokkrum mán- uðum, er hanivvar þar á veiðum. Það var forláta hnífur, sem liann hafði keypt í París, þeg’ar hann var á Frakklandi. Skaftið var eftirlíking af sverðfiski, sett dýrum perlum, og blaðið svaraði til hins langa og sverð- myndaða trýnis, sem sverðfiskurinn er kall- aður eftir. Thurston veitti lmífnum enga eftirtekt, lmnn ýtti drengnum frá sér og hljóp út í hest- húsið, fleygði hnakknum sínum á reiðhestinn sinn, henfi sér á bak og reið alt hvað af tók ofan til víkurinnar. Yeðrið var óskaplegt; það var óstætt fyrir ofviðrinu og ísköld kraparigning steyptist yfir hann þar sem hann reið alt hvað hestnrinn komst, í kolsvörtu náttmyrkr- inu. Bn hann hugsaði ekki um veðrið eða myrkrið, það eina sem hann hugsaði um var Marian. Hann var svo gagntekinn af angist og skelfingu, að hugsa til þess að Marian, elsku konan hans, lægi særð og hjálparlaus, deyjandi á sjávarströndinni í þessu óskapa veðri; hann óttaðist. að brimsogið við strönd- ina mundi ná til liennar og soga hana út í sjóinn. Þessar hugsanir gerðu hann hams- lausan; hann keyrðí hestinn áfram alt hvað af tók í gegnum myrkrið og ofviðrið. Þrátt fyrir það þó Thurston flýtti sér alt hvað dauðlegum manní var mögulegt, þá tók })að hann tvo klukkutíma að komast niður að ströndinni. Þegar hann kom nær víkinni, heyrði hann brimskellina við malarkambinn og sá æðandi brimlöðrið skolast langt upp á land. Hann skildi strax að það mundi vera háflæði. Hann hentist af baki og hljóp niður að sjónum. Hann varð ennþá óttaslegnari, því hann sá að brimlöðrið Jivoði lang't upp á land og yfir bakkann, þar sem hann bjóst við að finna Marian, lífs eða liðna. Marian var horfin, töpuð,t—Ibrimlöðrið hafði sogað hana út í djúp hafsins! Við þá hugsun hljóðaði hann upp, í skerandi angist, og hljóp eins og óður maður fram og aftur meðfram ströndinni, vonlaus og yfirkominn af harmi. Hann vissi að það var til einkis að vera þar, en hann gat með engu móti yfir- gefið þennan örlagaþrungna stað; hugsunin um það, að Marian hefði stigið fæti sínum þar, gerði staðinn helgan í huga hans. Þannig hélt hann áfram að ganga með fram sjónum, og telja sér harmatölur, J)ar til seinni part næturinn að það lygndi og stytti upp illviðr- inu. Þegar létti til í lofti, gekk í hörkufrost, svo öll fötin lians urðu að einum klakastokk, en hann gaf því engan gaum; hann hélt áfram að ganga með fram sjónum, grátandi, and- varpandi og óaflátanlega kallandi nafn Marian, þar til dagur rann og sólargeislarnir sendu fyrstu boðbera sína sem gulllit silki- bönd á skýjabólstrana niður við sjóndeildar- hringinn. Um morguninn var komið heiðskýrt veð- ur og blæjalogn. Engin merki illviðrisins eða hins hryllilega ofbeldisverks, sem þar var framið um nóttina| voru sjáanleg;—alt um- hverfið var friður og fegurð. Langt út við hafsbrúnina sást skip, sem bar við sjóndeild- arhringinn; seglin sýndust svo mjallahvít í ársólar skininu, er það var að fjarlægjast landiji, út á hið breiða brjóst hafsins. Þrátt fyrirfyrir fegurðina og friðinn alt í kring, var friðurinn horfinn úr brjósti Thurstons; sár iðrun, eins og höggormsbit nýsti hjarta hans. Hann kendi sér um það, sem skeð hafði og kallaði sig morðingja; hann hafði með sjálfselsku sinni og einþykni verið valdur að dauða Marian; það var hans sviksamlega ráðabrugg, sem hafði komið henni í þennan háska og valdið dauða hennar! Einhver úti- legumaður, sjómaður eða umrennings Svert- ingi hafði rænt hana og myrt. Marian bar vanalega á sér afardýrt úr; það var ekki ó- hugsanlegt að hún kynni að hafa haft á sér eitthvað af peningum, sem hefði verið nóg til að freista illmenna til að ræna hana. Hann hrökk með ótta og skelfingu frá því að reyna að giska til um hver eða hverjir hefðu framið hið óttalega, níðingslega morg; umhugsunin um það kramdi og nýsti hjarta lians meir en nokkrar píslir; það var með öllu óbærilegt. Hverslag's blindni! Hverslags brjálæði! Því hafði hann ekki hugsað út í þær hættur, sem vel mátti búast við að yrðu á vegi hennar, nið- ur við ströndina, þar sem hún væri ein á ferð í myrkrinu fjarri allri umferð? Því hafði hann stofnað henni í þá liættu? Það var nú til einkis að spyrja slíkra spurninga, jafn gagns- laust eins og sjálfsásökun hans, angist og örvænting. 27. Kapítuli. Meðan þessu fór fram, sem nú var sagt, hvað hafði borið til tíðinda á þessum þremur heimilum, sem mest koma við þessa sögu. Það hafði borið við á Dell Delight, að gamli Wilcoxen hafði dáið rétt um sólaruppkomuna. Báðir læknarnir, sem voru kallaðir til hans kvöldið áður, höfðu tafi^t vegna illviðrisins um nóttina, og komu ekki fyr en undir morg- un, rétt þegar gamli maðurinn var að gefa upp andann. Margs var spurt, og margar voru ágizkanirnar um það, hvernig stæði á hinni undarlegu fjarveru Thurston Wil- coxen, einmitt þegar afi hans var að deyja. Melchizedek hafði farið út í myrkrið á eftir húsbónda sínum, og liafði ’ekki komið heim um nóttina, svo enginn á heimilinu gat gefið neina skýringu viðvíkjandi burtveru Thurs- tons. Hann hafði farið frá dánarbeði afa síns klukkan níu um kvíldið og ekki sézt síð- an; reiðhesturinn hans var á burtu úr hest- húsinu, og benti það til þess að hann mundi liafa farið eitthvað burtu um nóttina. Dr. Brightwell þurfti að fara strax um morgun- inn, til að vitja sjúklings, en Dr. Weismann varð eftir, þar til Thurston kæmi heim. Hvernig var umliorfs á Old Field? Edith hafði beðið langt fram á nótt eftir Marian; en þegar hún var úrkula vonar um að hún mundi koma heim um nóttina, g>ekk hún til hvílu, þess fullviss að Marian hefði farið til Miss Thoraton og væri hjá henni. Þegar hún vaknaði um morguninn, gladdi hún sig við að hugsa til þess að bráðum kæmi Marian heim, hress og endurnærð, eftir að hafa verið hjá vinstúlku sinni um nóttina. Hún hafði snemma morgunverð og klæddi Miriam, og tók til í herbergjunum, til Jiess að hafa alt í húsinu sem vistlegast er Marian kæmi heim. Hún klæddi sig í spari- búninginn sinn, settist svo á stól við glugg- ann og beið Marian og Miss Thornton. Klukkan var orðin nærri því ellefu, þeg- ar hún heyrði vagnskrölt; hún leit upp og sá að vagn Thorntons hershöfðingja var ekið heim að húsinu. “ Já, átti eg ekki von á því! Eg vissi það að Marian hefði verið hjá ungfrú Thornton, og að það mundi keyra hana hingað. Eg held að Thornton hershöfðingi og systir hans séu bæði með henni! Hvað skyldi vera á seyði; hvers skyldi eg mega vænta?” sagði Edith og stóð upp og slétti úr hrukkum á kjólnum sínum og lagaði hárið á höfði sér, áður en hún gekk út til að fagna þessum mætu gestum, og Marian. Rétt í því að Edith kom út, var vagnin- um ekið heim að dyrunum og vagnliurðin opnuð, og ungfrú Thomton steig út úr vagn- inum. Hún var ein, það sá hún undir eins. “Hvað á þetta að þýða?” sagði Bdith við sjálfa sig, og gekk á móti ungfrú Thorn- ton til að fagna henni. Ungfrú Thornton var náföl í andliti og óstyrk, og bar þess öll merki að henni var órótt innabrjósts. “Komdu blessuð og sæl, ungfrú Thom- ton; mér þykir svo undur vænt um að sjá þig,” sagði Edith svo innilega og rétti henni hendina. Ungfrú Thornton tók í hönd hennar og sagði í hásum róm: “Komdu inn! Komdu inn!” Þær gengu báðar inn. Ungfrú Thornton settist á stól og benti Edith að setjast við hlið sér. Edith siettist við hlið hennar og beið undrunarfull eftir því, sem hún ætlaði að segja. “Hvar er Marian?” spubði ungfrú Thornton , æstum málróm. ‘ ‘ Hvar ? Eg hélt að hún hefði verið hjá þér í nótt!” svaraði Bdith með undrun og ótta. “ Guð mínn góður! ” sagði ungfrú Thorn- ton og varð náföl í andliti og titraði öll af geðshræringu. Edith varð afar óttaslegin og sagði: “I Guðs bænum segðu mér,—hefir nokk- uð komið fyrir?” “Eg veit það ekki t— eg er ekki viss um það—eg vona ekki. Hvenær sást þú liana síðast? Hvenær fór hún að heiman? I morg- un ? ’ ’ “Nei! í gærkvöld, rétt um sólarlagsleyt- ið.” “Og hefir hún ekki komið lieim síðan? Hefir þú lekki séð hana síðan?” “Nei!” “Sagði hún þér hvert hún ætlaði?” \ “Nei!” “Hvenær gerði hún ráð fyrir að verða komin heim aftur?” “Hún ætlaði að verða komin lieim fyrir myrkur! En hún kom ekki! Eg ímyndaði mér að illviðrið hefði tafið fyrir benni og að hún hefði farið til þín og verið hjá þér í nótt, svo eg var róleg. ’ ’ “Ó, Guð varðveiti okkur!” hljóðaði ung- frú Thomton upp í skerandi angist. “Ungfrú Thornton, í hamingjunnar bæn- um, segðu mér hvað liefir komið fyrir!” “Ó, Edith!” “í liamingjunnar 'bænum segðu mér það sem þú veist. Ó, elsku Marian mín, — hvað veistu um Marian?” “Guð almáttugur styrki þig, kæra Editli! Hvað get eg sagt þér til huggunar, sem sjálf er örvingluð af ótta og harmi?” “Marian, Marian! Hvað hefir komið fyrir hana? 11va r er hún?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.