Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1936 næst því liöfðu komist, og menn höfðu stundum véfengt. Eftir þetta tókst margt fólk úr hinum fjarlægari stöðum ferÖir á hendur, til þess hluta landsins, sem Shasta-fjall er í,til aÖ rannsaka þær stöövar eftir því sem hægt var. En lítill varð árangurinn annar en upp- lýsingar þær, er hér fylgja, og ber saman við það, sem áður er frá skýrt, en eru nákvæmari og full- komnari. "Alt af hefir fólkið sem býr við ng á Sh^sta-fjalli, sézt á alfaraveg- unt nærliggjandi bygða, óforvarandi. einn og einn í einu; befir þá þessi einkennilegi aðkomumaður oftast- nær verið í alhvítum fötum, með sítt, hrokkið hár, hefir ilskó á fótum, há- vaxinn, tilkomumikill, ljós yfirlitum, heldur ellilegur en afar hraustlegur, liðlegur í öllum hreyfingum. Það er ekkert orð til sem lýsir þeim bet- ur, að því sem þeir líta út fyrir að vera en orðið “útlendingur,” nema hvað þeir eru höfuðstærri og hafa afarstórt og mikið enni, en höfuð- búnaður þeirra er til fyrirstöðu að hægt sé að sjá hvernig ennið er lag- að, því á honum er eitthvert skraut- eða viðhafnarmerki, sem nær næst- um niður á milli augna, svo ekki er vel hægt að gera sér grein fyrir hvernig nokkur hluti ennisins er; ekki vantar þó að menn hafi reynt það.” Aldrei hefir tekist að komast nógu nærri þeim til að ná tali af þeim, aldrei tekist að taka mynd af þeim, því sé annað hvort af þessu tvennu reynt, þá eru þeir allir á burtu, ým- ist inn í eitthvert skógarkjarrið við veginn, eða þá hverfa inn í einhvern skuggann á einhvern undarlegan og svo að segja óskiljanlegan hátt. Sumir þeirra, sem komið hafa í húð í nálægum smábæjum, tala ensku allvel, en hreimurinn er ekki ólíkur og í málfari ensks sveitafólks. Ekki fæst það til að gera neina grein fyrir sér, hvorki urn hvaðan það komi, né hverrar þjóðar það sé, né neitt þvi um líkt; það borgar, eins og áður er sagt, með gullsandi það sem það kaupir i búðunum. Yfir- borgar stundum. Séu því boðnir peningar i uppbót, vill það þá ekki; hefir búðarmönnum svo skilist, að það fólk hefði ekki nteð þá að gera. Eitt sinn hafði mjög gamall mað- ur komið úr f jallabygð þessari, farið fótgangandi til San Francisco, þar tók nefnd manna—en það voru auð- nienn—á móti honum, í hinni svo- nefndu Ferry Building þar í borg. Fylgdu þeir honum upp Markaðs- stræti, alt til borgarhallarinnar. Þar fór fram einhver jnjög þýðingar- niikil athöfn með viðhafnarreglum, °S var fáum leyfð aðganga. Þeir, sem sáu manninn, þegar honum var fylgt eftir strætinu, sögðust aldrei f-vr hafa seð nokkurn einn ntann hafa alt í einu, hið göfugasta og tigulegasta látbragð, tilkomumikinn ^jip, en þó mildan og auðmjúkan. Iver hann var, og í hvaða erinda- gerðum hefir aldrei verið látið upp- skátt. Þegar spurt var urn á hvaða tíma hann hefði kornið, var það heldur ekki látið uppskátt. En það hefir oftar komið fyrir, einstaklingar úr þéssari fjalla- Agð hafi tekist santskonar ferðir hendur, og jafnan sama hulan verið yfir þejm og erind; },ejrra Stundum, þegar vindstaðan hefir þannig, að af hefir staðið astaf jalli og undirlendinu, þá hef. ’r það fólk, sem næst býr, iðulega sgyrf söng þaðan, hljómfagran, en ng ögin voru einkennileg og með °'lu óþekt. Ein mikr ,Sinn geysuðu ákógareldar allnÍalí°rSfUr-KaIÍf0rníU- EftÍr m r hamfarir æddi eldurinn að nsta-skógj Fn þá kom nokkuð v0, ar fyrir. Afarþykk hvítleit arins sv^T mÍ1H eIdsins °S skóg- nokkur yztl!ann rétt náSÍ að ’snerta hann ekki Jre,hans: len^ra komst þvkkur ’ Þokan la£ðist eins °s Pyhkur veggur utan um Shasta- , >Rlnn’ svo hann hefir haldist ó- skemdur af völdum elda, alt til þessa af'S’ og hafa þó eldar verið uppi 0 ar en einu sinni mjög nærri hon- um. F°lk úr f jarlægum bygðum undr. ast þetta, og er seint til að trúa, en fólkið, sem næst býr skóginum bið- ur það þá vanalega að koma með sér þangað, svo það geti séð með eigin augum að sannleikur sé það. Það hefir svo sýnt hin örlitlu bruna- merki á yztu trjám skógarjaðarsins. Það sást þá hvernig eldurinn hafði farið eins og á snið meðfram þeim, því skógurinn var allur sarnan sem ósnortinn, en fáein fet frá honum mátti sjá brunamerkin. Böggull bjargar mér úr lífsháska (Sögur Víglundar Vigfússonar, 559 Furby St,, Winnipeg, Man.) Fjárhundur minn hét Böggull. Höfðum við alist upp sarnan að miklu leyti, máttum við nálega aldrei sjá hvor af öðrum. Þegar eg var á sjötta árinu var það eitt sínn um sláttinn, að fólk stóð við heyskap á mýrinni út frá Úthlíð. Var verið að heyja á tveim stöðum og rann lækur á milli. Dý og keldur voru um tnýr- ina alla, var eg varaður við að fara á þær slóðir. Þennan morgun var vinnukona send með kaffi á engj- arnar, datt mér í hug að fara á eftir henni og lagði út á mýrina. Ný- slægja lá órökuð og faldi dý og keldur; héldum við Böggull áfrant þar til að mér var gengið franY í eitt dýið. Átti eg rnjög bágt með að halda mér uppi og botn var enginn; kallaði eg á hjálp án nokkurs árang- urs. Vildi Böggull duga mér og stökk fram í til mín. Ekki varð það að liði. Virtist hundurinn hugsa sig um og stökk síðan vestur yfir lækinn til þeirra, sem stóðu þar við heyskap, og reyndi að gera þeim skiljanlegt ástand mitt; fékk hann þær viðtökur, að hann varð að hverfa frá bráðlega. Kont hann nú til mín aftur, stóð þá ekkert upp úr nema höfuð mitt. Leitaði nú Bögg- ull liðs Þorsteins móðurbróður míns og vinnumanns hans hinum megin við lækinn; höfðu þeir séð til ferða Bögguls suður fyrir, skildist þeim að eitthvað var alvarlegt í efni og fóru á eftir honum þangað sem eg var. Kom nú líka hitt engjafólkið, og varð mér bjargað með mestu orðugleikum. I annað skiftið var það, að Guð- björg vinnukona Þorsteins fékk inig með sér til þess að tína mosa í hrauninu. Þetta var stuttu fyrir jólaföstu um veturinn eftii;. Veður var gott um morguninn, en vegur all-langur þangað, sem átti að taka mosann. Ekki fékk eg að hafa Böggul með mér; þótti mér það ilt. Ferðinni var heitið upp að svoköll- uðum. “Bresti.” Er það hóll í Út- hlíðarhrauni og klukkutíma gangur þangað að heiman. Það gekk i þoku og súldarveður með deginum. Gætt- um við einskis annars en að afla mosanS. Þegar við vorum ferðbún- ir og vildurn halda heimleiðis, vorum við áttavilt og vissum ekki hvert halda skyldi; kom okkur ekki santan um leiðina. Komum við að götu- troðningum, og var eg viss um að þeir lægju heim á leið. Vildi Guð- björg ekki heyra það að eg rataði betur en hún, og neyddi mig að fara með sér í öfuga átt við það, sem eg vildi. Nú tók að halla degi, hríða og herða frostið, en við holdvot, svöng og þreytt; ráfuðum við þó á. fram þar til að við heyrðum straum. nið, og komum bráðlega að á all- mikilli og gengum með henni langan veg. Harðnaði veðrið og kuldinn gekk mjög nærri okkur. Við fund- um hellisskúta, skriðum við þar inn, enda var eg nú orðinn uppgefinn, og leið okkur mjög illa og sáum engin ráð til bjargar. Sannaðist hér: “Eitthvað þeirn til líknar legst, sem ljúfur Guð vill bjarga.” Alt í einu kemur Böggull þjótandi inni í hellinn; varð mikill fagnaðar- fundur með okkur félögum. Lögð- um við nú af stað á eftir Böggli. Ferðin gekk örðugt, því frost var svo mikið, að fötin stóðu á okkur eins og stokkur, varð Böggull iðu- lega að bíða eftir okkur. Eftir að hafa gengið langan veg, komum við á göturnar aftur, sem eg vildi fara áður; héldum við enn áfrarn nokk- uð lengi, þar til við komum að smá á; urðum við að vaða hana, þótt kalt væri. Heitir hún Vallá. Héldum við en nokkurn veg að leiðsögn Bögguls, og náðum loksins heim að Miðhúsum. Vöktum þau Rúnólf og Önnu á austurbænum; tóku þau okkur með miklum feginleik. Innan stundar kom fólk frá Úthlíð og ná- grenninu, sem var að leita að okkur, og seinna bar að fleira fólk, sent var í sömu erindum. Varð almennur fögnuður út af heimkomu okkar. Og undruðust menn vitsmuni hunds- ins, sem hafði reynzt okkur svo mikil bjargvættur. Það var eitt sinn, að mér var skip- að að reka kýrnar út að Hrauntúni, að eg kallaði Böggul með mér, því kýrnar voru lítt viðráðanlegar án hans. Þegar eg fór að nálgast svo að sá heim til Hrauntúns, verður mér litið upp á klett, sem er á hraun- brúninni fyrir ofan bæinn. Heitir klettur þessi Skygnir og er þar út- sýni gott. Hugsa eg helzt að smal- inn sé uppi á klettinum eða einhver annar; gat ekki hugsað mér neitt annað. Alt í einu hefst ferliki þetti ti! flugs og ræðst á mig með tniki’li grimd. Var þetta örn afar stór og illúðlegur. Tók Böggull til varnar gegn erninum, en eg sá mér þann einn kost að kasta mér niður í götu- skorninginn,- Örninn sótti að með mikilli ákefð ,og nokkur tvísýna á leikslokum, en þá kom annar hundui til liðs við Böggul; varð það til þess, að eg fékk komist að betra vígi og að örninn lagði á -flótta í bili, og settist á sama klettinn. Þóttist eg nú illa staddur að eiga þennan óvin yfir höfði mér; vígi var ekkert framundan og hundarnir lengst í burtu að elta fugla. Líður ekki langt urn að örninn sveiflast að mér á ný, en þá koma hundarnir aftur og verð- ur þar allharður slagur, en örninn leggur á flótta. Nú varð eg svo hræddur og ráða- laus að ná heim að Hrauntúni, að eg sá engan veg að komast það fyr- ir þessum vargi. Flaug mér nú í hug hvað eg hefði verið tómlátur að hlusta á það, sem hún Hildur hefði verið að kenna mér gott, og það sem hún hefði ver- ið að segja mér um Jesúm. Reyndi eg nú að hafa yfir í huganum, það sem hún hafði verið að segja mér. Bað eg þennan Jesúm hennar Hild- ai að hjálpa mér og hét því, að ef hann vildi nú bjarga mér úr þessari dauðans hættu, skyldi eg leitast við að gera vilja hans eftir þetta. Þegar eg hafði fest þetta heit, fékk eg í mig nýjan kjark og dug. Réðist eg til að halda áfram; hleyp eg í von og óvon um að ná bænum og varð að fara fram hjá klettinum, þar sem örninn sat. Þegar eg er kom- inn nálægt honum, steypti örninn sér niður yfir mig og sótti að mér með mikilli grimd; hleyp eg alt hvað af tekur heim að túngarðinum. Man eg það seinast, að eg leit til baka og sá örninn koma á eftir mér og hundana. Eg vissi ekkert hvað gerðist eftir það. Heima í bæ situr Hildur gjamla, kennari minn og verndarengill, og gætir barnanna; fólk annað er alt á stekknum. Hildur gerðist nú gömul mjög og hafði litla fótaferð, sízt fyrri hluta dags. Hún fær nú ó- stöðvandi löngun til þess að drífa sig á fætur, og fór að staulast ofan; óx henni óvænt þrek og hugrekki að halda áfram, þó ein síns liðs, og vissi að ef hún dytti, mundi hún ekki fá staðið upp aftur. Þegar hún kom út á hlaðið, heyrði hún hundgá út við vallargarðinn og sér viðureign hundanna og arnarins;. tekur hún sér broddstaf og leggur til bardagans. Örninn leggur nú á flótta, en Hildur finnur mig utan- garðs liggjandi í blóði mínu og í öngviti. Hafði vargurinn komið á mig lagi, þegar eg var að komast yfir garðinn og slegið mig í rot. Þegar Hildur var að bograst yfir garðinn, komu þau hjónin Einar og Guðrún heirn af stekknum, og er þan sáu Hildi gömlu, gengu þau til henn. ar og urðu ekki minna hissa en hún, að finna mig í þessu ástandi. Var eg borinn heirn og sár mín þvegin og bundin. Hafði eg allmikla á- verka á höfðinu, blés það upp og varð eg sjónlaus um tíma. Lá eg um mánaðartíma, en hresstist með tím- anum. Leiðréttingar. Það hafa slæðst inn smá-prentvill ur og villur í handriti í ofanskráðar sögur. í sögunni af “Flóka” er Víg- lundur kallaður Guðmundsson, á að vera Vigfússon. Ekki heldur var það Gjábakkahraun, þar sem Stefán frá Neðradal lá við greni. í sögunni af “Bessa” er þess get- ið, að sagan hafi gerst árið 1879- Telur Víglundur sig þá 12 ára að aldri, ætti sagan því að hafa gerst um árið 1875. Víglundur er fædd- ur 1863. Það er talað um Hallgríms- hól, á að vera “Kolgrímshóll.” í ferð þeirra- félaga, Víglundar og Guðmundar, er þeir snéru af réttri leið, til þess að verða ekki séðir af mönnum, átti að taka það fram, að þeir lögðu út yfir Básagil og yfir Heljarbrú. Er það hættuleið. “Grjót- hóll” er og misprent, á að vera “Ljóthóll.” — Verður að sitja við þessar leiðréttingar. '. S. C. Gleðimót Samsæti var haldið þeim góð- kunnu hjónum, Mr. og Mrs. I. Brynjólfsson, 4626 N. Lavergne St., Chicago, þann 11. janúar síðastlið- inn, í minningu um 30 ára giftingar- afmæli þeirra. Var þar samankomið yfir hundrað manns. Samkomunni stýrði Egill Anderson, lögfræðing- ur, með skörungsskap; hélt hann ræðu í byrjun samkvæmisins, og gaf ágrip af ætt og æfiferli brúðhjón- anna; sagðist honum mjög vel. Síð- an kallaði hann fram æði marga, til að segja fáein orð, og lýsti sér hlý- hugur mikill hjá öllum, gagnvart þeim hjónum. Aðalræðuna hélt Mr. J. S. Björn- son, kennari við Steinmetz High School og forseti íslendingafélags- ins “Vísir”; var hún mjög vel hugs- uð og flutt eins og hans er vandi. Afheti hann um leið þeim hjónum silfurborðbúnað, sem þeim var gcf- inn við þetta tækifæri. Þökkuðu þá þau hjónin bæði m- ð vel völdum orðum fyrir þann heiður og vinarhug, sem þeim væri sýndur ineð þessu samsæti. Seinna skemtu þær með söng. Mrs. Thordarson (tengdadóttir C. H. Thordarson, sem allir kannast við) og Miss Hinriksson frá Win • nipeg, sem hér er um tíma, að mér skilst, við söngnám. Syngja þær báðar mjög vel, og heyrði eg fólk lýsa ánægju sinni yfir söng þeirra. Var síðan skemt sér við spil og dans langt fram á nótt. Eg veit að það var gleðiefni öll- ufn, sem þarna voru staddir, að geta sýnt þeim Brynjólfsson hjónum lit- inn vott um virðingu og vinarþel, sem til þeirra er alment borið, og mér er sjálfsagt óhætt að mæla fyrir munn þeirra, að við óskum þeim allrar farsældar og blessunar í fram- tíðinni. S. Árnason. Áki kaupmaður hitti viðskil’ta- vin sinn á götu, og bauð honum inn á kaffihús. Þegar þeir voru seztir að kaffidrykkju, tók við- skiftavinurinn eftir kvenmanni við borð, skamt frá þeim, sem honum virtist gefa kaupmanni illt auga. Spurði hann því kaup- mann, hvort hann þekti hana. “Það er einkadóttir tengda- móður minnar,” svaraði kaup- maður niðurlútur. Reykvískur borgari sá lítinn strákánga úti mjög seint að kveldi. Knúður heilagri vand- lætningu sagði hann: “Ef eg væri faðir þinn strákur, skyldi eg taka ærlega i lurginn á þér.” “Það gerðir þú ekki, því að þá værir þú dauður,” svaraði strák- ur ófeiminn. ♦ Borgið LÖGBERG! PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 I Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 4.30-í Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsfmi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phones 21 211—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson VilStalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknlr 41 FURBY STREET Phone 36 137 SlmlC og semjiC um samtalstlma DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 739 Viðtalstímar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur löcrfrœOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 062 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur löfffrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sfmi 96 210 Heimllis 33 321 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteína. Skrlfstofu talslmi: 86 607 Heimills talsfml: 601 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgO af öllu tœgi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aO sér aO ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif_ reiða ábyrgOir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraO samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Heal Estate — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan við St. Charles Vér erum sérfræOingar í öllum greinum hárs- qg andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræðingar. SÍMI 25 070 REV. CARL J. OLSON Umboðsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist Islendingum greið og hagltvæm viðskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phctne 21 841—Res. Phone 37 759 HÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœoilegur og rólegur bústaöur i miOblki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; me« baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíOir 40c—60c Free Parking for Ghiesta THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipea’s Doum Town Hotet~ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlona, Jlnners and Functlons of all klnda Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager CorntoaU ^otel Sérstakt verö á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruO klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.