Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1936 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Eg skal vekja hjá henni óttann fyrir hinum óskaplegu afleiðingum, og eg skal vekja hjá henni sjálfsvirðinguna og þá ást er hún ber til mín, eg skal milda svo hjarta hennar, að hún falli frá þeim ásetningi að framfylgja lof- orði sínu. Eg veit hún geri það, hún gerir það, — endurhljómaði rödd hans góðu sam- vizku. Með þessar og því um líkar hugsanir í huga, gekk hann fram og aftur eftir skógar- brautinni, er lá heim að húsinu, framundir morgun. Ilann veitti enga eftirtekt hinni svölu næturgolu, sem lék ,um andlit hans; liann veitti enga eftirtekt hinum blikandi stjörnum, er sendu geisla sína niður til hans, úr himneskri hæð. Ilann fann enga svTölun í hinu kalda næturlofti, enga huggun í kyrð næturinnar, engan frið sálu sinni í himnun- um; liann vissi ekki hvort heldur að hann var úti eða inni, hvort heldur að það var dagur eða nótt, sumar eða vetur, hann vissi ekki, eins og hann var niðursokkinn í hugsanir sín- ar, að hann var í hreinsunareldi síns innra lífs. Meðan Paul gekk stanzlaust alla nóttina fram og aftur á skógarbrautinni, eins og óður væri, var nokkurn veginn hið sama að ske í svefnherbergi Miriam. Hún átti einnig í ægilegu sálarstríði; hún lagðist ekki til hvíld- ar, heldur gekk hún um gólf í herbergi sínu alla nóttina, þar til bjart bar af degi, að hún fleygði sér yfirkomin af þreytu á sál og lík- ama, upp í rúmið og féll í fastan svefn, og vaknaði ekki fvr en langt var liðið dags, með þessi orð hljómandi fvrir eyrum sér: “Efndu loforð þitt. ” 33. Kapítuli. Það liðu nokkrir dagar, sem ekkert bar til tíðinda á þessu skuggalega heimili, sem eins og heimilishögum var nú háttað, var rang- nefnt Dell Delight. Paul og Miriam forðuð- vfst livort annað eins og dauðann sjálfan. Þau óttuðust livort í sínu lagi, alt það, sem benti til og minti á hið liræðilega umhugsun- arefni, sem lá svo blýþungt á hugum þeirra. Paul var í efa um hvað hún mundi hafa í huga, en huggaði sig við það að hún mundi efna loforð sitt um að nota ekki bréfin sem sönnunargögn gegn bróður sínum, fyr en hún hefði aðrar og greinilegri sannanir; hann lét sér nægja að vaka yfir öllum hreyfingum hennar, og var rólegur eins lengi og hún fór ekkert frá heimilinu; enda var hann ákveðinn í því að koma í veg fyrir það að hún færi nokkuð frá, eða þá ef það ekki yrði hægt, þá að fylgja henni og fara með henni, ef hún færi nokkuð út af heimilinu. Miriam virtist að liafa náð sér eftir þetta tilfelli; það bar ekki á því að hún ætti í neinu angistarfullu sálarstríði; það var eins og hún hefði komist að fastri niðurstöðu um hvað hún ætlaði að gera, eða að hún væri knúin fram af einhverjum annarlegum vilja, sem hefði náð fullu valdi yfir henni, svo hún var næstum óþekkjanleg, og hún gat sjálf ekki gert sér grein fyrir hvað stýrði hugsunum sínum og athöfnum; en hún lét ekki á neinu bera, og stundaði sín daglegu störf með ró og geðfestu, eins og henni væri enginn órói í huga. Ilún hafði tekið fasta ákvörðun um hvað hún ætlaði að gera, og beið eftir tæki- færinu, sem hún ætlaði að nota, til þess að fá frekari sönnun um hvort Thurston væri sek- ur, áður en hún kærði hann fyrir ríkislögregl- unni; og hentugasti tíminn til þess var 4. apríl, sem Thurston hélt sem sérstakan helgi- dag í minningu um dauða Marian. Það var ekki lengi að bíða, — dagurinn var kaldur og vetrarlegur fyrir þann tíma árs. Þegar leið að kvöldi þykknaði upp og himininn varð blýgrár, og napur kuldasúgur blés inn um alla gluggu og dyr á þessu gamla stórhýsi. Vesalings P'lanny var að mæðast yfir sér og högum sínum, og andanum, sem hún hélt að hefði sezt að í sér og væri alt af að gera sér eitthvað ilt. Hr. Wilcoxen hafði ekki sézt síðan um morguninn. Miriam hafði haldið sig allan daginn í herbergi sínu; en Paul eigraði frá einum stað í annan, úr einu herbergi í annað, og hafði enga ró, eða hann aettist sem snöggv- ast á stól fyrir framan eldstæðið. Þrátt fyr- ir það þó liti út fyrir vont veður, hafði Paul farið eitthvað frá til þess að brjóta af sér deyfðarfargið, sem lá svo þungt á honum, og öllu heimilinu, og hann mundi vel hvaða dag- ur var og hversu hryggur og sorgbitinn að bróðir hans ávalt var þennan dag, svo hann var ekki mönnum sinnandi; en hann vissi líka hversu heitt alvörumál að Miriam var að leita eftir morðingjanum, og hversu sterkan grun hún hafði á bróður sínum, og það var um fram alt þessvegna, að hann fór ekki út úr húsinu. Svertingjarnir sátu í kringum eldinn í eldaskálanum og voru að tala um hvað óvana- lega kalt væri í veðrinu, um þennan tíma árs, og spáðu haglbyl og drápsveðri, og sögðust ekki muna eftir svona vondu veðri og köldu, í byrjun aprílmánaðar, nema vorið þegar gamli húsbóndinn dó. Það voru heldur engin undur, eins og hann hafði verið, þó það væri kalt þegar hann dó. Jenny gamla var ein á ferli milli húss- ins og eldhússins; hún hafði nóg að gera að bera inn eldivið og láta í eldstæðin. Hún mundi ekki eftir svona köldu veðri um þennan tíma árs heldur, nema vorið þegar Marian fór til himna, og það var heldur ekkert undarlegt að það væri kalt j>egar hún var farin, hún þessi hjartahlýi engill; eg skil svo sem ekkert í því hvernig það gat nokkurn tíma komið hlýtt sumar eftir það, og hún gat ekki skilið í hvernig blómin gátu opnað krónur sínar og fagnað morgunsólinfii, eftir að hún var farin! Eg man það svo glögt að það eru sjö ár í kvöld síðan jómfrú Marian fór burt úr þess- um heimi,” sagði Jenny, þar sem hún stóð og laut fram á hendur sínar við arininn og vermdi tærnar á fótum sér við eldinn, áður en hún legði á stað í aðra ferð til að bera inn eldivið. Nóttin og illviðrið féllu yfir samstundis. Þvílíkt ofviðri, sem alt ætlaði um koll að keyfa, regn og hagl, þrumur og eldingar, sem alt til samans herjaði á hina gömlu jörð. Hin gamla stórbygging skalf og nötraði, hurðir og gluggar skröltu og skeltust, brothljóð heyrðist í viðunum og þakspóninn reif af þak- inu, og dreifðist í allar áttir. Trén í kringum húsið svignuðu til jarðar og sum brotnuðu eða rifnuðu upp með rótum, og eftir því sem ofviðrið óx, æstist sjórinn við ströndina og brimsjóarnir æddu langt á land og fyltu allar lautir. Þrátt fyrir öll þess ósköp, sem á gengu, hélt Jenny gamla áfram að bera eldivið, vatn og annað, sem þurfti inn í húsið, ásamt því að bera inn kvöldverðinn, leggja á borðið, og líta eftir að nóg væri í eldstæðunum í öllum herbergjunum, kveikja á kertunum, draga niður gluggablæjurnar, og í einu orði sagt, að reyna að gera alt eins þægilegt fyrir fjöl- skylduna eins og hægt var. Jenny gamla var búin að vera mestan hluta æfi sinnar með fjölskyldunni, “hvíta fólkinu,” svo hún var orðin því svo vön að beita allri umhyggju sinni fyrir það, og ef óánægja eða sorg átti sér stað innan fjölskyldunnar, þá var það um leið sorg og óánægja Jennv gömlu engu síður; og hún rausaði og talaði við sjálfa sig, — “það er heldur ánægjusvipur á því, allir eru þegjandi og fara einir sér, eins og fangar í betrunarhúsi,” sem hún sagði að gerði alveg út af við sig. Það var segin saga, þegar Jenny gömlu leið ekki vel, var hún sí-nöldr- andi og kvartandi um alla skapaða hluti; hún sparkaði í spýtur, sem höfðu fallið út úr hlóð- unum og tautaði ósköpin öll af blótsyrðum yfir þeim; hún skammaði alla svertingjana, sem sátu kringum eldinn í eldhúsinu; hún var óróleg og virtist annars hugar. — “Paul ranglar fram og aftur um gólfið og þó hann hlassi sér sem snöggvast piður á stól og spenni bífurnar austur og vestur og sé eins og útspýttur örn, þá eirir hann ekki stundu lengur, rýkur strax upp aftur og fer að ganga um gólf, og ekki talar hann orð við mig, þó eg sé alt af að bera inn eldivið og bæta á eldinn, svo hann krókni ekki; liann sér þó hvernig eg er til reika, ]»ar sem klakadrönglarnir hanga niður úr pilsgarminum mínum, eins og dem- antar á sparikjólnum hennar Sánkti Maríu. Eg veit svo sem ekki hvað gengur að honum; og allir eru eins, enginn talar orð.” “Þvílíkt veður; eg man ekki eftir slíkum ósköpum, síðan djöfullinn kom hér til að sækja sál gamla húsbóndans, einmitt þessa sömu nótt fyrir sjö árum, og hann svalg hana í sig eins og gúlsopa af góðu víni; það voru heldur engin undur, djöfullinn vissi hvað hann átti og hirti það líka. Eg finn það á mér, að djöfullinn er hér aftur í kvöld. Eg veit ekki hvern hann er kominn að sækja núna, en hann er hér á sveimi, það er áreiðanlegt,” sagði Jenny og tók tekönnuna í hönd sér og lagði á stað inn í borðstofuna. Þegar hún kom ]>angað, sat Paul með bíspertar lappirnar þvert yfir eldstæðið, svo hún gat varla komist að ])ví, hann sýndi engin merki þess að hreyfa sig eða gefa henni svigrúm, sem Jenny gömlu gramdist svo mikið, að hún gat ekki orða bundist. “Eg skal segja þér,” sagði hún, ”að eg ætla að fara úr vistinni, trúðu mér! Jú, eg ætla, eg fer! Eg ætla ekki að drepa mig fyrir ])á, sem ekki einu sinni skifta sér svo mikið af mér að láta syngja messu fyrir vesalings sálinni minni.” , “Hvað gengur að þér? Hvað meinarður’ sagði Paul önuglega, því einveran, þögnin, illviðrið og þungar áhyggjur höfðu lagst á eitt með að gera hann illan í skapi líka. ‘‘Eg ætla ekki að flækjast lengur á milli húss og eldhúss í þessu veðri, til þess að bera eldiviðinn og matinn handa ykkur; þú getur sagt húsbóndanum það, ef þú vilt; já, þú getur farið og sagt ‘Marse Rooster’ það strax. ’ ’ “ ‘Marse Rooster’! geturðu aldrei hætt að nefna húsbónda þinn ‘hana’, eða finst þér það svo viðeigandi?” hreytti Paul út úr sér. “Jæja þá ‘Skrooster,” ef þig langar til að láta mig snúa í sundur í mér tunguna. Ef fólk lætur skíra börnin sín svona hundheiðn- um nöfnum, hvernig í djöflinum getur þá nokkur búist við því að kristin kona fari að snúa í sundur í sér tunguna til þess að reyna að nefna þau! Eg er svo þakklát þeim, sem völdu mér nafn í skírninni, að láta mig heita eftir hinni heilögu Jan — sem hefir stutt mig og verndað alla mína æfi fram á þennan dag, og mun halda áfram að vernda mig, þó þú viljir reyna að brjóta mitt vesalings gamla lijarta, með önuglyndi og ónotilm! — En til hvers er að kvarta!” Jafn snemma og þess- ari ræðu var lokið, var Jenny gamla búin að legja á borðið og alt var tilbúið fyrir kvöld- verðinn. Hún tók borð-bjölluna og hringdi henni alt hvað af tók, til þess að kalla sama moðlimi fjölskyldunnar að borðinu. Það drógst ein og ein manneskja að borðinu, sem líktust meira vofum en lifandi mönnum; eitt- livað lítilsháttar var minst á illviðrið, sem geysaði úti, og svo steinþögn. Undir eins og máltíðinni var lokið tíndist einn og einn út úr borðstofunni. Fyrst fór vesalings Fanny, því næst hr. Wilcoxen og Miriam. “Ilvert ætlarðu, Miriam ?” spurði Paul, er hún gekk út úr stofunni. “Upp í svefnherbergið mitt,” sagði hún. Og áður en Paul gæti spurt hana fleiri spurn- inga, var hún horfin út úr stofunni. Paul settist niður í stól og varp mæðilega öndinni; honum duldist það ekki, að það var eitthvað óttalegt í aðsigi. Þegar Miriam kom inn í herbergi sitt, lokaði hún vandlega hurðinni, gekk því næst að dragkistu, er stóð í herberginu, opnaði efstu skúffuna og tók upp úr henni lítinn ílangan stokk, og upp úr honum tók liún ein- hvern hlut, sem var vandlega vafinn inn í pappír. Hún tók umbúðirnar með hægð utan af þessum hlut og lagði þær upp á dragkist- una; en hvað var það, sem hún hélt á í hend- inni og virti fyrir sér með sérstakri ná- kvæmni? Það var sverðfisk-lagaði'rýtingur- inn, sem Marian var veitt banatilræðið með. Þetta vopn hafði borist henni í hendur fyrir nokkru síðan þannig: Fyrsta veturinn, sem Paul var að heiman hafði hr. Wilcoxen gefið nokkrum af þrælum sínum frelsi og nóga pen- inga til þess að þeir gætu komist til heim- kynna sinna og ættjarðar í Liberiu. Þeir áttu að leggja á stað fyrri partinn í marzmánuði. Meðal frelsingjanna var Melchisedek. Skömmu fyrir burtför sína, hafði Melchise- dek komið heim að húsinu og gengið á fund hinnar ungu húsmóður sinnar, þegar hann vissi að hún var ein í dagstofunni. Hann staðnæmdist fyrir framan hana vandræða- legur og dularfullur og var að efa sig um hvað hann ætti að gera, þar til hann tók úr barmi sér hnífinn og lagði hann á borðið fyr- ir framan hana og sagði, að hann hefði held- ur átt að fá hr. Paul hann, ef hann hefði verið heima. Hann sagðist hafa fundið hann á sandinum, rétt fyrir ofan flæðarmálið, nótt- ina sem ungfrú Mayfield dó; hann sagðist ekki hafa þorað að fá húsbónda sínum hann, því hann hefði tekið svo f jarska nærri sér lát Marian, og sér liefði dottið í hug að hnífurinn mundi endurvekja harma hans, en það vildi hann ekki gera. En þar sem hnífurinn væri mikils virði, sagðist hann ekki vilja fara með hann í burtu, og liann beiddi Miriam að taka við honum og gæta hans. Mriam tók vi<$ hnífnum, skoðaði hann í krók og hring og fann, sér til mestu undrunar, en án allrar grunsemi, nafnið “Thurstoín Wilcoxen” grafið á skaftið. Hún spurði Melchisedek ýmsra spurninga í sambandi við hnífinn, en hann annað hvort svaraði þeim alls ekki, eða þá bara út í hött; hann var á- kveðinn í því að segja engum frá ferðalagi sínu og herra síns niður að ströndinni hina eftirminnilegu nótt. Miriam vafði hnífinn í pappír og læsti hann niður í dragki-stu-skúff- unni í svefnherberginu sínu, sem hún hafði aldrei opnað frá þeim tíma og þangað til nú. En nú hafði hún tekið hnífinn upp í ákveðn- um tilgangi. Hún var búin að hugsa sér hvað hún ætlaði að gera, og hún stóð hreyfingar- lafts og starði á hann. Það var eins og hún vaknaði alt í einu af draumi, hún tók hníf- hendi sér, og gekk hægt en ákveðið út úr her- inn vafði hann inn í pappír, tók lampann í berginu og eftir ganginum, sem lá að lestrar- sal hr. Wilcoxens. Stormurinn og illviðrið hamaðist úti í ofsa hamförum, en hún hélt áfram, ákveðin í því, sem hún ætlaði að gera. Gusturinn í ganginum, sem kom gegnum dyr og glugga, var rétt búinn að slökkva ljósið fyrir henni, ]>egar liún komst að dyrum lestrarsalsins. Hún slökti ljósið og setti lampann á gólf- ið og barði að dyrum. Hún barði aftur og aftur, án þess nokkur kæmi til dyra. Henni ■leiddist að bíða, svo hún sneri húninum og opnaði hurðina og gekk inn. Það var engin furða þó enginn hefði komið til dyranna. Hr. Wilcoxen sat við stórt mahogany-borð, sem stóð á miðju gólfi og sýndist alveg dauður fyrir öllu í kringum sig; hann studdi olnbog- unum á borðið og huldi andlitið í höndum sér; hið föla yfirlit hans bar vott um nístandi þjáningu og óútmálanlega sorg. Miriam gekk til hans og staðnæmdist svo nærri honum, að hann hefði vel mátt finna andardrátt hennar leika um andlit sér, en hann veitti því enga eftirtekt. Ilún laut nið- ur til þess að sjá hvað það væri, sem hann starði svo á með öllu afli lífs og sálar, að alt annað var horfið sjónum lians og meðvitund. —Það var langur og fagur lokkur af gull- björtu kvenmannshári. “Hr. Wilcoxen!” Ilann heyrði ekki til hennar, — hvernig skyldi hann heyra hennar lága, hvíslandi mál- róm, þegar liann heyrði ekki þrumuhvellina og hinar æðisgengnu hamfarir stormsins, sem liristu húsið eins og strá, niður að grunni. “llr. Wilcoxen,” sagði hún aftur. En ]>að var árímgurslaust; hann hrærðist ekki. “Hr. Wilcoxen!” sagði hún ennþá, og lagði hendina á handlegg hans. Hann eins og rankaði við sér og leit upp; og þjáningarsvipurinn hvarf að nokkru af hinu föla andliti hans. “Hrt það þú, elsku barnið mitt?” sagði hann. Hvernig stendur á því að þú ert kom- in hingað, Miriam? Varstu hrædd við of- viðrið? Það er engin hætta, góða barn, — það er rétt um það gengið hjá — en fáðu þér sæti hérna á stólnum. “Nei, það er ekki stormsins vegna að eg er hér komin, þó eg muni ekki svona óskapa- veður um þetta leyti árs, nema einu sinni, einmitt þessa nótt fyrir sjö árum síðan!” Honum hnykti við,þó einmitt að hann væri að hugsa um hinn sama sorglega viðburð, þegar hann heyrði svona algerlega óvænt á það minst, og það nísti hjarta hans sem spjótsoddur. Miriam hélt áfram í einkennilegum og lágum róm; það var eins og hún væri jafnvel treg til að treysta sínum eigin málróm: “Eg kom hingað til þess að skila þér litlum uppáhaldsmun, sem þér tilheyrir og Melctyisedok skildi eftir í mínujm vörslum, fyrir nokkru síðan. Það er gamaldags morð- hnífur, — hann er með ryð- og blóðblettum. Hérna er liann,” — og hún lagði rýtinginn ofan á hárlokkinn, sem lá á borðinu. Hr. Wilooxen ])aut upp, eins og hann hefði séð eitraðan höggorm, — hann nötraði allur eins og hrísla og kaldur svitinn braust út á enni hans. Miriam liorfði með föstu augnaráði á hann og tók rýtinginn af borðinu í hönd sér. “Hann er býsna ryðgaður og margar rákir á honum,” sagði hún. “Hverslags rákir geta þetta verið? Þær eru meðfram egginni, alla leið frá oddinum og upp að skafti; mér sýnist þær líta út eins og það séu blóðrákir — eins og ef morðingi hefði stungið fórnardýr sitt með honum, og í flýtinum til að komast burt og forða sér, hefði gleymt að þurka af blaðinu, og blóðið liafi storknað og litað stálið. 'Sjáðu til, sýnist þér ekki eins?” sagði hún og færði sig nær honum og hélt hnífnum upp fyrir augum hans. “Vesalings barn! hvað meinarðu?” sagði liann og greip höndunum fyrir augun og færði sig fjær. Miriam henti hnífnum á gólfið svo söng í stálinu og færði sig á eftir honum og staðnæmdist fyrir framan hann; hún starði á hann brennandi æðistryltum aug- um, sem eins og brendu sig inn í heila hans. Hún sagði: “Eg hefi heyrt talað um að fjandinn bregði sér í mannslíki og eg hefi heyrt að Satan sjálfur vílaði ekki fyrir sér að bregða sér í líki ljóssins engils. Ert þú klæddur slíku dulargerfi ? ’ ’ “Miriam, hvað meinarðu?” sagði hann hryggur og undrandi. “Eg meina það, að sú dul, sem hefir um- vafið afdrif Marian Mayfield og hið ólækn- andi þunglyndi sem hefir þjáð þig, er nú opinbert. Eg saka þig um að hafa myrt Marian Mayfield!” “Miriam, þú hefir mist vitið!” “Það væri bezt fyrir mig, en þó betra fyrir þig, eg svo væri!” Honum varð ákaflega bylt við, meira af áhrifum endurminninganna en því, að yera sakaður um morð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.