Lögberg - 06.02.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.02.1936, Blaðsíða 2
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1936 Áusturland Eftir ÞORSTEIN GfSLASON Ræða flutt á Austfirðingamóli i Reykjavík síðastl. vetur. Góðir áheyrendur! Það er nú um það bil aldar- fjórðungur síðan eg sá Austur- land síðast og það rétt í svip. Yfir þrjátíu ár eru síðan eg dvaldi þar síðast um tima, og nærri hálf öld siðan eg dvaldi þar langdvölum. Eg þekki því ekki líf manna og lifnaðarhætti þar á þessum tím- um nema af afspurn. Það er hálfrar aldar gamalt líf á Austur- landi, sem eg er gagnkunnugur og gæti lýst. En hugur minn hcf- ir oft dvalið á þeim slóðum. f sálum manna eru bæði útþrá og heimþrá ríkar tilfinningar. Eg fann til útþrárinnar í ríkum mæli þegar eg var unglingur austur á Fljótsdalshéraði. Hún mun liggja i eðli æskunnar, en heimþráin vera eðlilegri efri árunum. Eg held, að þegar útþránni hefir ver- ið fullnægt, þá fæðist heimþráin. Það er eitthvert óskiljanlegt band milli mannsins og átthaganna, eins og það er líka meðsköpuð j ögá"okkarframfárasfcéiCi'er þö'rf lífsþægindum, sem knýr menn og þjóðir til árásanna. En það er átthaga- og ættjarðarástin, sem sameinar menn til varnar. Þetta stríð stendur enn í dag, og þess sjást engin merki, að því muni linna í náinni framtíð. Kenning- arnar um það, að ef þetta eigi að Iagast, þá verði ættjarðarástin og þjóðræknin að hverfa úr sögunni, eru kák við hugmyndir, sem enga rót eiga í veruleikanum enn sem komið er. Ástandið í heiminum er enn þannig, að þessar rótgrónu tilfinningar hjá mönnum geta ekki horfið og inega ekki hverfa. Þær eru ennþá máttarviðir í lífi mannkynsins, sem ekki er hægt að kippa burtu. Hitt eru draum- sjónir, meira eða minna -fagrar, en geta ekki að svo stöddu náð til hins daglega lífs. Og við, sem þetta land byggjum og höfum átt óðul okkar og afkomu á erlendrar þjóðar valdi um margar aldir, en erum nú að heimta þettá undir yfirráð sjálfra okkar, við megum ekki láta glepjast af draumórum, sem eru utan við veruleikann, heldur sækja að því marki, sem trygðin við land og þjóð hefir reist á undanförnum viðreisnar- LítiIIi þjóð á okkar reki arum. þrá, sein knýr æskuna til að leita út á við. Það er eitthvað í eðli okkar, sem minnir á farfuglana. Hvers vegna koma þeir og leita uppi sama blettinn til sumardval- ar ár eftir ár? Og hvers vegna leitar laxinn óhjákvæmilega upp í ána, þar sem hann lifði fyrsta æfiskeið sitt, þótt hann hafi far- ið langar leiðir um veraldarhöf- in? Og skógarhrislan, sem föst er í jarðveginum, keppist við að senda greinar sínar sem lengst í loftið, út og upp, og að breiða út blöðin sem lengst frá stofninum, í leit eftir meira ljósi og sól. Það er eitthvað í alnáttúrunni, sem á skylt við útþrá og heiinþrá mannsins. Gamalt spakmæli segir: “Röm er sú taug, sem rekka dregur föð- urtúna til.” Það var fyrir eitt- hvað nálægt aldarfjórðungi, að eg bjó til kvæði handa samkomu ein$ og þeirri, sem haldin er hér í kvöld, undir gömlu þjóðvísna- lagi og setti þessa hugsun fram í viðkvæðinu: “Hvar sem þinn fótur fór, þótt fenni’ í æfislóð, hugurinn vitjar vangsins þar sem vaggan þín stóð.” En átthagaást, ættjarðarást og þjóðrækni eru mál, sem mikið er nú um deilt í heiminum. Eg ætla að minnast á þá deilu með nokkr- um orðum. Það er sagt, að ætt- jarðarástin og þjóðræknin séu þau öfl, sem notuð séu til þess að egna þjóðirnar hverri gegn annari, og að þær séu undirrót styrjaldanna, sem plágað hafa mannkynið, tollmúrana, s e m hefta viðskiftalífið, og yfir höf- uð sé þar að leita orsakanna til sundrungarinnar og hatursins milli þjóðanna. Þessu verður ekki með öllu neitað. En það er margt, sem þarna kemur til greina áður en fullnaðardómur verði lagður á þau mál. Og að minsta kosti sýnir þessi mótbára gegn réttmæti ættjarðarástar og þjóðrækni, hve sterk og róttæk þessi tilfinning er hjá mannkyn- inu. Frá því að sögur hófust hafa mennirnir barist um ^ign- arráð yfir jörðinni. Einn þjóð- flokkur hefir reynt að ryðja öðr- um úr vegi og setjast að óðulum hans. Það er upprunalega sult- urinn og sókn eftir betra lífi og á ættjarðarást og trausti á þjóð- erni okkar. Það er fjarri mér að vera inni- Jokunarmaður. Látum alla strauma menningar nútimans leika sem frjálsasta um land okk- ar og þjóð. En töpum ekki trúnni á það, að við eigum verðmæti hjá okkur sjálfum. Gleymum ekki sögu okkar og tungu í breytinga- flaumi nútímans. Að svo mæltu ætla eg að fara nokkrum orðum um þann lands- hluta, sem við hérna eigum til að rekja ættir okkal og uppruna. Eg ætla fyrst að minnast á það, sem minstum breytingum er háð, þ. e. landið sjálft. Þegar eg var í skóla, sagði Páll gamli Melsteð sögukennari, sem alinn var upp á Ketilsstöðum á Völlum, okkur bekkjarpiltunum frá þvi, að hann hefði einu sinni, er hann hitti Jónas Hallgrímsson hér í Reykja- vík, spurt hann: “Hvar þykir þér nú fallegast á landinu?” Jónas hafði þá á rannsóknarferðum sin- um farið um alt land, og hann svaraði viðstöðulaust: “í Múla- sýslu.” Páll vildi halda þessu á lofti og leit á dóm Jónasar um þær sakir sem hæstaréttardóm. Mér datt einu sinni í hug að leggja þessa sömu spurningu fyr- ir annan mann, sem líka hafði farið um land alt. Það var Jón Þorláksson verkfræðingur. “Hvar þykir þér fallegast á landinu?” spurði eg. “Á Almannaskarði.” svaraði Jón. Við könnumst öll við það, að landslag er mjög fjölbreytt á Austurlandi. Eg er alinn upp við víðsýni uppi á Fljótsdalshér- aði, og eg kunni aldrei við þrönga útsýnið niðri í fjörðunum. En annar þýzki flugmaðurinn, sem hér var fyrir nokkrum árum og var á sífeldu flugi kringum land- ið, sagði, að af öllum viðkomu- stöðum sínum þætti sér fallegast á Seyðisfirði. Það eru nú ef til vill bernskudraumar hjá mér, en mér finst Dyrfjöllin, milli Borg- arfjarðar eystra og Héraðsins, 1 vera fallegustu fjöllin, sem eg hef séð, það er að segja eins og þau blasa við frá bernskustöðv- um mínum. Ef þið hafið verið á norðurbrún Fjarðarheiðar i góðu veðri og góðu skygni og horft þaðan yfir Fljótsdalshérað, þá hafið þið séð fagra sjón. Og ekki síður, ef þið hafið séð yfir Héraðið frá fjöllunum ofan við •Vellina. Og allra fegurst er þó útsýnin frá Snæfellinu, fyrir botni héraðsins, segja þeir, sem þangað hafa komið. Jón gamli Schevþig kvað þessa vísu um Hér- aðið meðan hann var bóndi á Tjarnarlandi: Fjalla kringir hringur hár Hjeraðsþingin fögur. Fossar syngja, æða ár, öllu kingir Lögur. Austurland á mikla náttúru- fegurð. Fjöllin þar eru tindótt og tindafríð. Frá hafi að sjá er tindaþyrpingin kringum Aust- firði mjög sérkennileg. Skæling- ur, inilli Loðinundarfjarðar og Borgarfjarðar, er svo prúður á að sjá utan af hafinu, að hann dregur til sín allra augu, þegar hjart er yfir Jandinu. Svo eru þeir Bjóllur og Strandatindur, sinn hvoru megin við Seyðisfjörð, og Skálanesbjarg, ineð sinum inörgu lithreytingum, yzt við íjörðinn. Við Reyðarfjörðinn er Hóimatindur og Reyðarfjall, með Halakletti, og dregur fjallið nafn af því, að það er til að sjá utan af hafi eins og hak á reyðarfiski og er þá Halaklettur sporðurinn Fyrir utan Fáskrúðsfjörð er Skrúðurinn, einkennilega fögur klettaey, og innan við hann And- ey, lág og grasi vaxin. Við Beru- fjörð er hið fagra fjall Búlands- tindur. Þetta rifjast alt upp lyr ir inér þegar eg ininnist Aust- urlands. En þar er fleiri náttúrufegurð en sú, sem fjöllin skapa. Yfir- sýn um Héraðið, með óteljandi vötnum og víðum sléttum yzt fjalla á milli, en Leginum, stór- um og breiðum ofan til, er víða 1 fögur.- Hallormsstaðaskógur er ein náttúruprýði Austurlands, einn hinn mesti og fegursti skóg- ur á landinu. Lögurinn er eitt hið stærsta vatn í bygðum lands- ins. Þótt alt sé nú kallað Lag arfljót ofan úr Fljótsdal og lit til sjávar, þá er þetta í raun og veru stórt vatn, sem fljótið fell- ur úr. Jökulsá á Brú verður naumast talin Héraðinu til feg- urðaraulta. En hún er vatnsfall, sein tæplega á sinn líka annars- staðar á landinu, þar sem hún brýzt fram á margra mílna leið í þröngum og djúprum kletta- gljúfrum. Nú kvað vera komnar yfir hana brýr á ýmsum stöðum. En þeg- ar eg man eftir var aðeins ein brú á henni, hjá Fossvöllum. Þar fyrir ofan fóru menn yfir hana á kláfum. Eg kom einu sinni að kláfferjunni hjá Hákonarstöðum. Drengir þar á bænum fóru þang- að með mér til þess að sýna mér ferjuna. Þá var kláfurinn botn- laus. En samt vildi annar dreng- urinn sýna mér, hvernig væri að fara þar yfir. Hann fór í kláf- inn, spyrnti fótum í glufur milli rimla á hliðum hans og leysti svo kláfinn, sem bundinn var við steinstólpa uppi á bakkanum, og þaut þá kláfurinn á fleygiferð eftir vírstrengjunum, en stað- næmdist yfir miðri ánni, því þar seig bugðan á strengnum lengst un1, niður, og varð drengurinn að draga kláfinn með handafli upp á hinn bakkann og festa hann þar við annan steinstöpul. Svo kall- aði hann yfir ána og sagði, að ar‘ þetta væri enginn vandi. Kom svo yfir um á sama hátt. En mér þótti þetta glæfralegt ferðalag og lagði ekki út í það, enda þótt eg hefði einsett mér að reyna, hvern- I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— ig það væri, að fara yfir ána á kláfferju. Eg var alvanur ferjumaður yf- ir Lagarfljót, undir fossinum, og sullaði jiar á lítilli byttu fram og aftur við silungsveiðar. Einu sinni fékk eg þar fisk, sem menn héldu vera lax, en annars vissi eg ekki til að lax gengi í fljótið. Nú heyri eg sagt, að laxastigi sé kominn upp eftir fossinum. Hér um bil mitt á milli ferjustaðarins og bæjarins var inylla, sem eg átti altaf að líta eftir um leið og eg gekk þar hjá. Hún var við Búðarlækinn. Get eg þessa til að koma því að, að allur rúgur var á þeim dögum malaður heima í myllum, en mjöl aldrei keypt. Þá var líka alstaðar fært frá, en Iömbum hvergi slátrað á haustin. Helzta sumarverk unglinganna var að passa kvíjaærnar. Það voru sauðir, sem mest var fargað á haustin, og voru þeir seldir Eng- lendingum á mörkuðum,. sem haldnir voru til og frá um hér- aðið. Ensku fjárkaupmennirnir Slimon og Koghill voru þá al- þektir á Héraði og keyptu féð fyr- ir peninga. Ensk pund voru þá þeir peningar, sem algengastir voru á Austurlandi. Mesta áhuga- mál Héraðsbændanna var þá, að fá samgöngubætur. F'yrst var það von manna, að fá mætti skip inn í gegnum Lagarfljótsósinn, en sú von hefir ekki rætst enn, og rætist máske aldrei. Næst var talað um braut yfir Fagradal og vagnferðir um hana, en vagn mun þá ekki hafa verið til á Hér- aði. Þetta er nú fyrir löngu kom- ið í verk. En flutningar frá Fjörðum til Héraðs voru mjög erfiðir á þeim dögum. Eg verð að biðja ykkur vel- virðingar á því, að þetta er alt hjá mér enn sem komið er end- urminningar um löngu liðna tíma. Samt ætla eg enn að líta aftur í timann og minnast á þá menn úr Austfirðingafjórðungi, sem nafnkunnugastir hafa orðið. Eg veit ekki betur en að það hafi verið algengt um langa tíma hjá þjóð okkar, að landshlutar, sýsl- ur og héruð metist um framlög sín að þessu leyti. Og sízt er það að lasta, að svo sé gert. Metnað- urinn er góður, en þó beztur svo, að í hófi sé, eins og alt annað. Það er einhversstaðar sagt í gömlum fræðum, þar sem bornir eru saman kostir manna í ýmsum landshlutum, að austanlands séu búinenn beztir og er það lof og einna farsælast öllum almenningi. En Austfirðingar hafa átt menn, sem skarað hafa fram úr á fleiri sviðum. Við stofnun þjóðveldis- ins hér á landi, var það Austfirð- ingur, úlfljótur úr Lóni, sem samdi fyrstu allsherjarlögin, sem ijóðveldið var reist á, og er hann iví fyrsti löggjafi landsins. Þeg- ar þjóðveldið var að sundrast út af kristnitökunni, sjötíu árum siðar, var það aftur Austfirðing- ur, sem einna mestan þátt átti í því, að afstýra vandræðunum. Það var Hallur á Þvottá. Eg ætla svo aðeins að stikla á nokkrum mannanöfnum fram eftir öldun- Skömmu eftir siðaskiftin var helzta skáld landsins búsett á Austfjörðum, séra Einar í Hey- dölum, og eru fjölmennar ættir á Austurlandi fraá honum komn- Sonur hans var Oddur bisk- up, einn af lærðustu biskupum Skálholts' Annar sonur hans var séra ólafur á Kirkjubæ, merkt skáld á sinni tið, faðir séra Stef- áns i Vallanesi, sem var við hlið Hallgríms Péturssonar, annað helzta skáld landsins á 17. öld. Frá honúm er Stephensensættin komin, sem verið hefir einna voldugust hér á landi á síðustu Oldest European Discovery Against Stomach Troubles and Rheumatism Acclaimed Best by Latest Tests Since 1799 thousands of people have regained their normal health after years of suffering from stomach troubles of all types, such as constipation, indigestion, gas, and sour stomach which are the basic factors of such maladies as high blood pressure, rheumatism, periodic headaches, pimples on face and body, pains in the back, liver, kidney and bladder disorder, exhaustion, loss of sleep and appetite. Those sufferers have not used any man-made injurious chemicals or drugs of any kind; they have only used a remedy made by Nature. This marvelous product grows on the highest mountain peaks, whfere it absorbs all the healing elements and vitamins from the sun to aid HUMANITY in distress. It is composed of 19 kinds of natural leaves, seeds, berries and flowers scientifically and proportionately mixed and is known as LION CROSS HERB TEA. LION CROSS HERB TEA tastes delicious, acts wonderfully upon your system, and is safe even for children. Prepare it fresh like any ordinary tea and drink a glassful once a day, hot or cold. , A one dollar treatment accomplishes WONDERS; makes you look and feel like new born. If you are not as yet familiar with the beneficial effects of this natural remédy LION CROSS HERB TEA try it at once and convince yourself. If not satisfactory money refunded to you. Also in tablet form. Try it and convince yourself with our money-back guarantee. One week treamnent $1.00 Six weeks treatment $5.00 In order to avoid mistakes in getting the genuine LION CROSS HERB TEA, please fill out the attached coupon. Lio-Pharmacy, Dept. 9875. 1180 Second Ave., N. Y. City, N. Y. Gentlemen: Enclosed find $...... for which please send me treatments of the famous LION CROSS HERB TEA. NAME .......................................... ADDRESS CITY ................ STATE leiðis Þórarinn Jónsson tónskáld. í hópi þeirra íslendinga, sem fengið hafa hér ráðherravöld, eiga Austfirðingar tvo: Jón Magnússon, hinn vitra og hógláta stjórnmálamann, sem hlotnaðist sú heill, að taka á móti fullveld- isviðurkenningu íslands, og svo Eysteinn Jónsson, sem fram til þessa er langyngstur þeirra stjórnmálamanna, sem hér hefir verið falið að fara með ráðherra- völd. Eg vildi ekki ‘með öllu ganga fram hjá þessu metnaðjarmáli. En hef farið fljótt yfir, því miklu fleiri þjóðnýta menn mætti nefna frá Austfjörðum en hér eru tald- ir. Eg skal að lokum minnast nokkrum orðum á nútímans Austurland. Eg heyri, að það hafi á síðustu tímum orðið á eft- ir öðrum landshlutum í ýmsuin framförum, að kreppan, sem nú gengur yfir, hafi látið eftir sig jafnvel meiri spor þar en í öðrum landsfjórðungum. Eg veit ekki, hvað kann að vera ýkt í þessu. En eg Iít svo á, að Austurland ætti að hafa öll skilyrði til þess að rétta við á ný, öll skilyrði til þess, að standa ekki öðrum lands- fjórðungum að baki. Þar eru góðar hafnir svo að segja i hverj- um firði, sem víða er annars skortur á, og auðug fiskimið úti fyrir ströndunum. Fossar i hverj um firði, vel hæfir til virkjunar, og graslendi góð víða kringum firði og víkur. Og uppi til lands- ins er eitt af stærstu og búsæld- arlegustu héruðum þess, þar sem skiftast á grösug engjasund og víði klæddir hálsar, vötn og grundir. Og aflgjafar eru þar um. Eg trúi því og veit það, að Austurland eigi í vændum fagra framtíð/—Lögrétta. Jólablót —eftir— PRÓF. V. HAMEL ölduin. Á 18. öld er Sigurður næ8ir t!1 virkjunar. Þar hafa frá OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG ^l!!ll!li!l!l>ll!!!!!!lllll!niUllllllllllllllllllllllllllM PHONE 86 327 llllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisr Pétursson upp runninn af Aust- urlandi, elzta leikritaskáld ís- lendinga. Á 19. öldinni má nefna Pál skáld ólafsson og Jón ólafs- son, sem var annar helzti blaða- maðurinn hér um langt skeið. Sömuleiðis Einar H. Kvaran, sem er af Austfirzkum ættum kominn. Og nú á allra síðustu tímum hef- ir Austurland lagt fram þann manninn, sem út á við mun vera allra íslendinga kunnastur, en það er Gunnar Gunnarsson skáld. f hópi myndlistamanna eiga Austfirðingar einn hinn fremsta: Jóhannes Kjarval, og í hópi yngstu málaranna þann, sem tal- inn mun vera efnilegastur: Gunn- laug óskar Scheving. Stefán Eir- íksson útskurðarmaður og Rik- arður Jónsson myndhöggvari eru einnig Austfirðingar. Sömu- fornum tima verið ýms af ríkustu býlum landsins og bændamenn- ing á gömlum merg. Þótt Austurland hafi, ef til vill, eitthvað dregist aftur úr nú um hrið, þá er engin ástæða til þess, að örvænta um framtíð þess. Það hefir öll skilyrði til þess, að ná sér aftur. Nú er bílvegakerfi landsins a síðustu tímum að teygja armana til Austurlands, bílvegur kominn til Seyðisfjarð- ar og Reyðarfjarðar, og, að eg held, um endilangt Fljótsdalshér- að, eða verður það bráðlega, og þaðan til Breiðdals og án efa síð- ar alla leið í Hornafjörð. Slíkar framfarir hefðu þótt ótrúlegar á uppvaxtarárum mínum á Fljóts- dalshéraði. Auk þess sem þetta léttir strit manna á margan hátt, eykur það líf og fjör í sveitun- Algeng er í Norðurlöndum trú á álfadans á jólanótt. Ef satt er, að álfar sé þeir dánu (og um það bera sögurnar glögt vitni), þá hljóta jólin að vera minningar- veizla eða blótveizla fyrir þá. Hinsvegar leikur enginn vafi á því, að um vetrar sólhvörf fögn- uðu menn árstíðaskiftum og afturkomu vaxtarins í náttúruna. Sökum þess voru jólin helguð frjóvgunarguðum og landvættum. Þessi tvöfalda þýðing jólanna sýnir ótvírætt, að samleikur álfa og vætta var að sumu leyti orð- inn sjálfsagður hlutur ]>egar á frumlegu stigi í framþróun heið- inni trúarbragða. En ekki að öllu leyti. Menn gerðu enn greinar- mun milli þessara tveggja flokka, að rninsta kosti eftir að byrjað var að halda fram hinni mikil- vægu aðgreiningu þeirra krafta sem eiga ’við menska inenningu frá áhrifum ótömdu náttúrunn- ar. ótamdar voru landvættir. En hvað var þá eðlilegra en að á hinn bóginn yrðu álfar að ein- hverskonar vættum lika? Upp frá þessu var þeim sérstaklega falið á hendur að vernda landvinninga mannkynsins. Menn helguðu land sitt, og í þessa helguðu jörð grófu þeir framliðna, sem lifðu þó eftir sem fjársjóður af magni og kyngi, því hagnýttu menn sér þennan auð með því að láta hann halda vörð um landnám sitt. Um jólin er sú árstíð komin, er menn voru vanir að blóta til gróðrar; héðan af halda þeir álfa- blót, magna með því hina dánu, og tryggja uppskeru næsta sum- ars. Þessi skýring á hinni tvö- földu þýðingu jólablótsins sýnist vera gersamlega fullnægjandi. Hún er að sumu leyti skyld þeirri, sem Nils ödeen hcfir gefið i fjórða bindi af Acta Philologica Scandinavica, og hefir það fram fyrir allar aðrar, að hún er í fullu samræmi við það, sem Snorri seg- ir í Ynglingasögu: Eftir alla þá menn, er nokk- uð mannsmót er að, skyldi reisa bautasteina og helst sá siður lengi síðan; þá skyldi blóta í móti vetri til árs, en að miðjum vetri

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.