Lögberg - 06.02.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN (5. FEBRÚAR 1936
3
ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ
NUGA-TONE er dásamlegt meðal
fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir
vikutlma, eða svo, verður batans vart,
og við stöðuga notkun íæst góð heilsa.
Saga NUGA-TONE er einstæð I sinni
roð. Miljónir manna og kvenna hafa
fengið af því heilsu þessi 45 ár. sem
það hefir verið I notkun. NUGA-
TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að-
eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking-
ar eru árangurslausar.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL —
bezta lyfið, 50c.
blóta til gróðrar, það þriðja að
sumri, það var sigurblót.”
Hér lætur Snorri greinilega í
Ijós álit sitt, að blótin á bauta-
steininum fyrir þá dánu, eru sam-
tímis blótveizlur til árs og gróðr-
ar. En ólafs saga helga sannar
aftur, að menn kölluðu þessi blót
einnig álfablót; hún segir frá
því, að Sighvatur Þóarðarson
kemur um miðjan vetur að bæ,
þar sem fólkið hefir búið til álfa-
blóts. Og þetta er aftur óskiljan-
legt, nema álfar séu uppruna-
lega andar liðinna kynslóða, sem
varða jörðina. Hlutverk þeirra
er það sama og dauðra konunga,
sem búa í haugum sínum. Álfar
eru fremur samsöfnuður, en
haugbúar einstaklinga, þó ekki
altaf.
Á sama hátt eru í ótömdu
náttúrunni annarsvegar vættir,
sem eiga bara lítið af einstak-
hngseðli, og hinsvegar eru Dofri
jötunn, Svaði, Surtur, og fleiri.
Af þvi leiðir, að álfar, ekki sið-
Ur en haugbúar, hefðu getað
orðið tröllslegir. En samband
þeirra við menningarlífið hefir
afstýrt þvi. Hnignunartími álf-
anna kom ekki fyr en með krist-
indóminum.
Merkilegasta fréttin um jóla-
blót í fornöld er sagan um upp-
haf ríkis Haralds ltonungs hár-
fagra, sem skrásett er í mörgum
heimildum. Ýtarlegast er sagt
Irá henni í Hálfdánssögu svarta
eftir Snorra. Konungurinn er á
jólavist á Haðalandi, og þar verð-
ur sá undarlegi viðburður á jóla-
aftan, að vistin öll er alt mun-
gat hverfur af horðum. Konung-
inn grunar, að Finnur einn muni
vera upphafsmaður að stuldin-
uju, og adlar konungur að láta
Pína hann til sagna. En Harald-
ur hleypir Finninum í brott að
óvilja föður síns, og fylgir honum
sjáltur. Þeir koma þar, sem
höfðingi einn heldur veizlu milda
°g þar eru þeir um veturinn. En
er vora tekur kemst höfðinginn
svo að orði við Harald:
‘‘Furðu mikið torrek lætur
fúðir þinn sér að, er eg tók vist
Hokkra frá honuin í vetur; en eg
Hiun þér það launa með fegin-
sógu. Faðir þinn er nú dauður
°g skaltu heim fara, muntu þá
fú ríki það alt er hann hefir átt,
þar með skaltu eignast allan
N°reg »
Höfðinginn er augljóslega í
emhverju sambandi bæði við jól-
1,1 °g við ríki norskra konunga,
pg spurningin er hver þessi höfð-
’ngi var. Hún hefir sett marga
Penna í hreyfingu, og vísinda-
menn komast flestir að þeirri
niðurstöðu, að hann sé óðinn og
enginn annar.
Sa, sem hefir skrifað
ast um þetta mál, var I
hin von Unwerth í bó
1 otenkult und Odins
ung.” Og því er e
ueita, að hann og fyl
hans, styðjast við sta'ðl
utskýraranna á miðölc
Snorri sé ekki í þeirra t
þvi verður sennilegt, a
honum hafi annað vaka
höfundur Þ á 11 a r H
svarta til dæmis, sem he
^rásögniua og Snorri, b?
Kristnir menn halda sí
uigaðburð vors herr
yiistí, en heiðnir menr
syi samkundu í heiður
. hinn illa óðin.” Þe:
*Hgu hlýtur hann að ha
sioP ,Ur eldri heimild,
oUdur einnig, rneð alvi
lln 'm' 1 Agripi að Nori
ur úr°8mm’ SCm er hara
ícyfileg^* lexta’ °g ee
Agrip.inf að fr'
fréttiua uin-i ^1'
ins p Jolaveizlu 1
heiini var höfði CÍUnÍg V
niiður leyfir á«
ekki að staðfesta þessi
fCn W Þykir var,aÞehæg,
engja hana. Auk j.ess
battur um upphaf ríkis
harfagra í Flateyjarbók
þenra texta, sem eigna
Hálfdáns konungs óðni; þar seg-
ir svo:
“Hvorugur þeirra 'Hálfdánar-
feðganna hafði jólagæfu; Þór tók
um sinn alla jólaveislu frá Har-
aldi, er hann hafði sér búna og
sínum vinum, en óðinn tók frá
Hálfdáni.”
Allar þær heimildir, sem nú
voru tilgreindar, eru sammála um
það, að það var óðinn, sem afl-
aði sér fanga til jólaveizlu úr
birgðum Hálfdánar konungs. En
samt sem áður þykir vafasamt,
hvort þessi kenning sé annað en
útskýring seinni tíma.
Hægt er að heimfæra allar
þessar fréttir til einnar frásagn-
ar, sem er nú glötuð; útdráttur
úr henni hefir geymst í Ágripi af
Noregskonungasögum, sem eru
frá ofanverðri tólftu öld. Af því
leiðir, að frummynd hennar var
ekki nauðsynlega svo gömul, að
neinu verulegu hefði getað verið
bætt við, eftir að kristindómur fór
með hefil sinn yfir arf heiðninn-
ar.
Nú er að geta þess, að þáttur
Hálfdánar svarta hermir fréttina
um jólablót tvisvar sinnum, en
þó með ólíku sfiiði. Hér er um
tvennar mismunandi m y n d i r
sömu sagnar að ræða, og er ann-
ari þeirra út af fyrir sig eins
heimilt að vera talin sú eldri og
hinni. Nú vill svo til að hlutverk
óðins er eignað í hinni fréttinni
hvorki óðni né öðrum guði, held-
ur Dofra jötni. Auk þess er hér
ekki getið um jólablót. Fé mik-
ið og góðir gripir hverfa úr gull-
húsi konungsins. Menn hans
finna þar mikinn jötunn, sem
segist Dofri heita, og eiga heima
í því fjalli, sem við sig sé kent.
Konungur lætur hann binda, en
Haraldur sníður fjöturinn og blý-
böndin af honum og er fyrir það
rekinn í burtu. f skóginum hitt-
ir hann jötuninn aftur og er þar
í góðu yfirlæti þangað til Dofri
jötunn kemur að máli við hann
og ber honum sömu fréttirnar um
lát föður hans og konungsríki
hans. Þegar Haraldur kemur
heim er hann til konungs tekinn,
og upp frá þessu er hann kall-
aður Haraldur Dofrafóstri. Þetta
kenninafn konungsins fræga er
bæði upprunalegt og skiljanlegt.
Haraldur var- sonur Hálfdánar
konungs, en hann var einnig fóst-
ursonur vætta landsins, og varð
konungur með samþykki þeirra.
Þessi afstaða Haralds við land-
vættifnar styrkir bæði hamingju
og konungsríki hans. Sögnin var
samin í því skyni að gera grein
fyrir nafninu Dofrafóstri. En
óðinn á alls ekki við hana. Þar
sem sagnirnar eru auðvitað af
sömu rótum runnar, hlýtur sú
sem hefir Dofra jötunn sem aðal-
persónu að vera sú eldri.
Við skiftum okkur nú ekki af
þeirri spurningu, hvernig á því
standi að jötninum var vikið úr
hásætinu í þágu óðins i tiltek-
inni grein sögunnar.
En þegar búið var að koma
þessari breytingu til leiðar, var
líka óhjákvæmilegt, að láta hann
ekki leita sér móts við Harald
með því að stela gulli. Slíkt
væri guðinum ósamboðið. End
urskoðarinn lét koma jólaföngin
í stað gullsins. Það gerði hann
af þeirri ástæðu, að Jólnir er óð-
insheiti. Sjálfur lætur hann
þessa meðferð á textanum greini-
lega koma í ljós með því að bæta
við: “óðinn heitir mörgum nöfn-
um; hann heitir Viðrir, og hann
heitir Hár, og Þriðji, og Jólnir,
og voru af Jólni jól kölluð.”
Þessi setning leysir úr gátunni
eitt skifti fyrir öll. Það var mis-
skilningur að byggja kenningu
um upprunalegt samband óðins
við jólablót, á vitnisburði þáttar
Hálfdánar svarta og honum
skyldra heimilda. í frummynd
textans var óðinn hér ekki nema
óboðinn gestur í jólaveizlunni.
Vættir og álfar tókust í hendur
þar.—Lesb. Mbl.
Or vesturvegi
------- i
P.O. Box 149,
Wynyard, Sask.,
Jan. 23, 1936.
Kæri hr. Ristj.
E. P. Jónsson,
Winnipeg, Man.
Eins og þú munt komast að
raun um, þá sendi eg þér dálítið
aí illgresis fræi með þessum
miða. Ef þú vilt nota það f akur
þinn Lögberg, er þér það heimilt.
Annars bið eg þig að snúa
| draugnum við, skal eg borga
| kostnað ef einhver verður. Og
það segi eg þér í eitt skifti fyrir
jöll að það skal þykkjulaust frá
j minni hálfu. Þú máske manst
! eftir ferskeytlu sem eg hnýtti í
■ rófuna á miða til þín, um dag-
■ inn? Þú hefir bara fleygt henni;
■var það skáldlega gert? Eg tók
uppkastið, sauð vísuna upp, og
! setti á hana fyrirsögn, og sendi
hana með þessum línum.
“Góðtemplara sléttuböndin ’ ’
voru kveðin um íslendingadags-
leytið í sumar. Hefir vísan verið
| í einskonar skáldapressu síðan,
sem sé, hagorðir menn hér, og
helzt góðtemplarar hafa verið að
spreyta sig á, hvað oft væri hægt
að velta henni við, á kostnað
þeirra, sem ekki eru templarar,
svo ekki yrði vitleysa úr. Sumir
hafa komist nokkuð hátt. Gaman
væri að vita hvað Sig. Júl. segði
um hana, og hitt hvort þú teldir
hana nokkuð betur kveðna en
vanalega sléttubænda vísu.
Með vinsemd,
Jak. J. Norman.
Þegar eg legg til útsæðið
Til Einars P. Jónssonar, ristjóra
Lögbergs
Sáðu að-eins, Einar minn,
Einu fræi á myrkum stað
Af illgresi í akur þinn
—Andskotinn mun finna það.—
25-1-36. Jak. J. Norman.
Alheimsmál
I. •
Að gera gott úr illu
Er gæfulegra en trú?
Einmitt það sem ætti að gera:
—Úr andskotanum nú—.
Kveðið við kunningja
II..
Æskubros og æskugleði af þér
tærast!
Þú hefir orðið engar vonir á að
nærast ?
25-1-36. Jak. J. Norman.
Góðtemplara sléttubönd
Drekka skálar fullar fljótt
Fyrða brjálar sinni
Flekka sálar þrifinn þrótt
Þreytan rjálar minni.
5-8-35 Jak. J. Normam
Áskorun
Syngdu hróður háfri raust
Kyngdu Ijóðum nú um stund
Yngdu móð og hnektu haust
Hryngdu þjóð á bragafund.
1930 Jak. J. Norman.
Auðnuleysi auðsins
I.
Auður myndar örbyrgð lanz,
Upp ’ann kyndir glæpafans,
Orkulindir allar hans
Eru syndir fávitans.
II.
Auðurinn á ítök víst
í allra manna huga,
Af öllu mun ’ann allra sízt
öllum mönnum duga.
Af því hann er undirrót
Allra þinna galla,
Sem að hefta hönd og fót
Ög hjartastrengi alla.
Ef að þú vilt leggja lið
Lífi og gæfu þjóða,
f þín fögru augna-mið
Aldrei vill hann bjóða.
Ef að þú að auðna lanz
Ætlar þér að ríða;
Auðurinn og árar hans
Eru til að stríða.
8-3-35 Jak. J. Norman.
“Skáldið af Guðs náð”
Matthiasar Minni
Yfir hina’ af alvalds náð
—öllum settur hærri—
Þú hefir einn að þessu gáð:
—Þót-tist fáum stærri.
11-11-35 Jak. J. Norman.
Sbr. seinustu vísu Matthíasar:
“Bráðum kveð eg fólk og frón,
Fer í mína kistu,
Rétt að segja sama flón
sem eg var í fyrstu.”
Jak. J. Norman.
Þegar Hindenburg var spurður,
hvort Rússar ættu ekki duglega hers
höfðingja á austurvígstöðvunum
svaraði hann: “Það veit eg ekki, eg
þekki þá aðeins á flótta.”
Árið 1914 lagði yfirforingi rúss-
neska hersins 250,000 rúblur til höf-
uðs Hindenburg. Þegar Hinden-
burg fréttir þetta segir hann: “En
eg gef ekki 25 aura fyrir höfuðið
af honum.’”
Litir nátturunnar
Hvaðan fær náttúran efnið í
sína dásamlegu liti? Upp af sarna
jarðvegi vaxa græn grös, rauðar
rósir, hvítar liljur og bláar fjól-
ur. — Regnvatnið streymir úr
skýjunum og þegar storminn læg-
ir þenur friðarboginn sig yfir
himinhvolfið í öllu sinu litskrúði.
Fuglar þenja vængi gegnum loft-
rúmið og skærir Iitir rjaðranna
hlæja mót sói. Á ströndinni
glitra perlumæður skeljanna í
marglitum maurilda skrúða. Og
himininn hvolfist yfir, heiður og
blár. Þetta er efni í þúsundum
kvæða, dýrkun mannanna á nátt-
úrunni og litum hennar, sem
stígið hefir frá þúsundum brjósta
og vonandi aldrei deyr.
Frumlitirnir eru tiltölulega fá-
ir og grösin vinna þá aðallega úr
sykurefnunum. En þau hafa
margvíslegar leiðir til litblöftdun-
ar, og stígbreytingin getur næst
um því orðið óendanleg. Ef
blandað er saman bláum lit og
gulum myndast hinn græni litur
grassins. Ef blandað er saman
rauðum og gulum fæst hinn gull-
ni litur appelsínunnar. Ef bland-
að er saman rauðum og bláum
fæst hinn djúpi litur fjólunnar,
og svona mættf halda endalaust
áfrain.
Blöð trjánna eru græn. Hinn
græni litur stafar af efni, sem
heitir clorophyll og er það eitt
af líffærum plantanna til þess að
vinna kraft úr sólargeislunum.
Auk hins græna clorophyll efnis
eru líka í blöðum trjánna ljós-
gulir sylcurlitir. Þegar haustar
herfur clorophyll efnið úr blöð-
unum og hinir daufari litir, sem
það yfirskyggði koma þá i ljós,
og stundum verða blöðin næstum
því hárauð, sem stafar af of
miklu svkur innihaldi, eða meira
en tréð hefir með að gera.
Litir blóma geta einnig stafað
af geislabrotum og án allra lit-
fruma. Þannig er það með hinn
hvíta lit liljunnar. Hann stafar
af örsmáum loftbólum, sem eru
í raunverulega gegnsæju eða lit-
lausu efni. Sama er að segja um
hinn hvíta lit snjókornanna, um
fjaðrir álftarinnar og fax sjávar-
aldanna.
En hvaðan koma þá hin dular-
fullu efni, sem skreyta fjaðrir lit-
sterkra fugla, svo sem dúfnanna,
vængjafjaðrir andarsteggja og
stél páfuglsins? Svarið er, að hér
sé heldur ekki um litfrumur að
ræða. Fjaðrir þessara fugla eru
raunverulega að mestu litlausar,
en þær eru þaktar örfínni, gegn-
særri himnu, sem endurkasta
nokkrum hluta ljósgeislanna, en
nokkur hluti þeirra fer í gegnum
hana og endurkastast frá innra
laginu. Ljósbylgjurnar, sem
fara í gegnum himnuna endur-
kastast örlítið seinna en hinar og
valda truflunum þannig, að þær
deyfa ljósöldur vissra lita og þar
með raska litahlutföllum hins
hvíta Ijóss og framleiða önnur
litaáhrif. Litbrigði perla og
skelja stafa af sömu ástæðum,
en hvorttveggja eru samansett af
þunnum himnum með loftlögum
á milli.
Endurkast s-ljósgeisla frá smá-
ögnum gufuhvolfsins setur lit
sinn á loftið og það er blátt vegna
þess að bláar ljósöldur eru injög
stuttar og agnirnar verða af þeim
ástæðum frekar í vegi þeirra en
annara litgeisla af meiri bylgju-
lengd.—Dvöl 31. des. 1935.
Ameríska kýmniskáldið Mark
Twain var einu sinni settur í fang-
elsi vegna ritsmíðar, sem þótti helzt
til skorinorð. í fangeísinu hafði
hann gott tækifæri til að kynnast
hinum föngunum og lífi þeirra. Þeg.
ar hann kom aftur úr fangelsinu,
spurði einn vina hans.
“Hverskonar fólk var það nú eig-
inlega, sem }ni kyntist í fangelsinu?”
“Því er nú þannig varið,” svaraði
Mark Twain þunglyndislega, “að
þegar maður kynnist fangelsislífinu
nánar, þá sér maður, að þar eru
einnig til þrælmenni eins og allstaðar
annarsstaðar.”
♦ Borgið LÖGBERG!
Business and Professional Cards
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Ofíice timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Pbone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ajúkdöma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 i Dr. F. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts Phonee 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson ViStalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtaletima
- DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 7 39 Viðtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrocOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668
DRUGQIST8 DENTISTS
DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDÖ, WINNIPEG , Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 32* Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG
V DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg
1 BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um flt- farir. Ailur útbúnaður sá bezU Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrlfstofu talslml: 86 607 Heimilis talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta spariffl fðlks. Selur eldsábyrgð og blf_ reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Roal Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg.
HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan viO St. Charles Vér erum sérfræðingar 1 öllum greinum hárs- ctg andlitsfegrunar. AUir starfsmenn sérfræðingar. SÍMI 25 070 REV. CARL J. OLSON Umboðsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist íslendingum greið og hagkvæm viðskiftl. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phqne 21 841—Res. Phone 37 769
HÓTEL 1 WINNIPEG
ST. RÉGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur ( miOblki borgarlnnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir: með baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Town HoteF 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALLi, Manager
CorntoaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEO 1 SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411